Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22 . desem ber 2020 Mál nr. E - 1775/2020 A (Bjarni Þór Sigurbjörnsson lögmaður) g egn Þríþrautarsamband i Íslands ( Guðbrandur Jóhannesson lögmaður ) M álsmeðferð og dómkröfur aðila M ál þetta var höfðað 3. mars 2020 og þingfest 12. mars. Stefnandi er A . Stefndi er Þríþrautarsamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Stefnandi gerir þá kröfu að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur ásamt vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 14. maí 2019 til 16. september 2019, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, til gre iðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað stefnanda að skaðlausu. Stefndi krefst a ðallega sýknu en til vara að krafa stefnanda verði s tórlega lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar. Aðalmeðferð málsins var fr estað ítrekað m.a. vegna veirufaraldurs. Aðalmeðferð fór að lokum fram 8. desember sl. og málið dómtekið þann dag. Helstu málsatvik Stefnandi er þríþrautarkona en þríþrau t er í þrótt sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupum. Stefndi er Þríþrautarsamband Íslands (ÞRÍ) sem stofnað var 27. apríl 2016 og er þau félagasamtök og það sérsamband sem fer með yfirstjórn 2 íslenskra þríþrautarmála og mun vera æðsti aðili í slíkum málu m á Íslandi og aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ). Stefndi er og aðili að European Triathlon Union (ETU) og International Triathlon Union (ITU) . Tilgangur stefnda er skilgreindur í lögum sambandsins. Þar segir í 3. gr. að tilgangur stefnda sé að vinna að framgangi þríþrautar - og tvíþrautaríþróttarinnar og útbreiðslu hennar á Íslandi, setja íþróttinni viðeigandi reglur, samræma og stuðla að þríþrautarkeppnum um land allt og loks að annast erlend samskipti. Stefndi, eins og önnur sérsambönd innan ÍSÍ, sk al hafa mótaða afreksstefnu sem uppfyllir leiðbeinandi ramma ÍSÍ fyrir afreksstefnur. Í afreksstefnu sérsambands skal m.a. fjallað um skilgreiningar á afrekum. Afreksstefna stefnda 2017, sem gilti að sögn stefnda þegar atvik málsins gerðust, var samþykkt á stefnumótunarfundi stjórnar og að undangenginni umsögn formanna aðildarfélaga. Í afreksstefnu stefnda kom m.a. fram að til að keppa í ETU/ ITU - lágmarkstíma í sundi og hlaupi, svokölluð A - lágmörk. Haustið 2018 hafi lágmarkstímar verið endurskoðaðir og bætt við svokölluðum B - lágmörkum sem einnig gáfu keppnisrétt, þ.e. iðkandi þyrfti að ná B - lágmarki til að keppa sem ITU - mótum. Umræddir B - lágmarkstímar voru þá í kvennaflokki 19 mínútur og 10 sekúndur í 5 km hlaupi, 39 mínútur og 10 sekúndur í 10 km hlaupi, og 10 mínútur og 5 sekúndur í 800 m sundi. Við ákvörðun um það hvort iðkandi st æði st lágmarkstíma í hlaupi eða sundi samkvæmt afreksst efnu stefnda hafi , að sögn stefnda, iðkendum verið leyft að flytja tíma milli íþróttagreina (hlaups/sunds) upp að ákveðnu marki , sbr. framlögð gögn. Þann 13. apríl 2019 sótti stefnandi um það hjá stefnda að fá að keppa á vegum stefnda í svokallaðri elite - þríþrautarkeppni sem fram átti að fara í X dagana 29. til 30. júní 2019. Keppnin mun vera smá í sniðum samanborið við aðrar elite - þríþrautarkeppnir og keppendur ekki í hæsta styrkleikaflokki samanborið við aðrar slíkar keppnir. Stefnandi kveðst þó hafa lit ið á hana sem kjörið tækifæri fyrir sig til að keppa á erlendri grundu í alþjóðlegri keppni og öðlast dýrmæta reynslu af slíkri keppni. Stefndi greinir frá því að í umsókn stefnanda hafi hún getið þess að hún hefði þjáðst 3 keppnistímabilið á undan af ofþjálfun (e. adrenal fatigue) og þurft að gera hlé á æfingum, breytt um mataræði og skipt um þjálfara. Þátttaka íþróttamanna í keppni sem þessari mun háð því að þeir séu skráðir í hana af hálfu síns þríþrautarsambands , sem í t ilviki stefnanda er stefndi. Þátttaka er því háð leyfi stefnda. Í þróttamenn standa sjálfir undir öllum kostnaði vegna þátttöku sinnar , þ.e. stefndi kemur þar hvergi nærri. Í kjölfar þess að stefnandi sóttist eftir þátttöku í keppninni sendi B þann 26. apríl 2019 tölvu skeyti til þjálfara stefnanda, C , þar sem hann óskaði eftir rökstuðningi þjálfarans fyrir þátttöku stefnanda í keppninni. Þ jálfarinn svaraði með tölvu skeyt i 29. apríl 2019 þar sem hann rökstuddi þátttöku stefnanda og sagði stefnan da hafa sýnt framfarir og í framhaldinu fóru fram nánari tölvu skeyta samskipti á milli þeirra um efnið. Rökstuddi þjálfarinn það að þátttaka í keppnum væri nauðsynleg til að öðlast reynslu og þar væri sýnu mikilvægara að keppa erlendis en innanlands. Með t ölvu skeyti stefnda 2. maí 2019 var þjálfaranum þakkað fyrir upplýsingarnar og í skeytinu var jafnframt rakið að stefndi hefði skráð stefnanda í þrjár keppnir árið 2018, þrátt fyrir að stefnandi hefði þá ekki staðist lágmarkstíma sem fram kæmu í afreksstefnu stefnda fyrir ITU - og ETU - keppnir. Stefnandi hefði þó einungis tekið þátt í einni þessara keppna. Hvað hinar tvær keppnirnar snerti hefði stefnandi dregið sig út úr annarri þeirra, og ekki mætt í hina keppnina , í Y , án þess að láta stefnda vit a af því fyrirfra m. Í tölvu skeyti 2. maí 2019 kveðst stefndi hafa lýst því að hann væri reiðubúinn til að gefa stefnanda annað tækifæri ef hún sýndi framfarir frá árinu 2018 , en v ikun a áður hefði hún hlaupið 5 km keppnishlaup á tímanum 21:42 , sem væri ek ki bættur tími frá því árið 2017. Stefnandi hefði jafnframt tilkynnt stefnda í tölvu skeyt i 15. ágúst 2018 að hún myndi ekki taka þátt í keppnum á Ísland i. Því væri torvelt fyrir stefnda að fylgjast með framförum hjá stefnanda. Í því ljósi var þjálfari stef nanda beðinn að gefa gleggri upplýsingar um tíma og framfarir stefnanda til að auðvelda stefnda að taka afstöðu til beiðni hennar . 4 Með tölvu skeyt i sama dag, 2. maí 2019, sendi þjálfarinn upplýsingar um tíma stefnanda í hlaupi og áreynslupróf í hjólreiðum frá janúar og apríl sama ár, sem þjálfarinn kvað sýna framfarir hjá stefnanda . Í kjölfarið og með hliðsjón af framkomnum upplýsingum var beiðni stefnanda tekin til frekari skoðunar hjá stefnda. Með tölvu skeyt i stefnda 14. maí 2019 var stefnandi upplýst um að stefnda væri ekki kleift að skrá hana í umrædda keppni fyrr en honum hefðu borist staðfestar upplýsingar (e. verified information) sem sýndu fram á að stefnandi stæðist viðmiðanir stefnda um lágmarkstíma í ITU/ETU keppnum, sbr. afreksstefnu stefnda, se m ættu við um umrædda keppni í X . Var á það bent í tölvu skeyti nu að tímar þátttakenda, sem miðað væri við í þessu sambandi, þyrftu að stafa frá löglega mældum keppnum (e. legally measured events) þannig að stefnda væri kleift að sannreyna þá. Með tölvu sk eyt i 17. maí 2019 brást stefndi við framkomnum fyrirspurnum stefnanda um atriði sem stefnandi hafði kallað eftir frekari skýringum á. Var þar m.a. útskýrt nánar hvers vegna stefndi sæi sér ekki fært að skrá stefnanda í umrædda keppni, og m.a. bent á það , a ð stefnandi hefði ekki veitt stefnda upplýsingar um tíma úr löglega mældum keppnum í hlaupi og sundi, sem stæðust lágmarksviðmiðanir í afreksstefnu stefnda, eins og stefndi hafði beðið stefnanda um á fyrri stigum. Síðar meir, á fundi stefnanda með þeim D , formanni Z , sem er þríþrautarfélag og aðili að stefnda, og E , sem situr í stjórn Z og er varamaður í stjórn stefnda, kveðst stefnandi hafa komist að því að á þessum tíma hefðu ekki allir stjórnarmenn stefnda fengið jafnan aðgang að þessum tölvupóstsamski ptum B við þjálfarann. Þær upplýsingar sem þjálfarinn hefði komið á framfæri við B hefðu m.ö.o. ekki verið kynntar öllum stjórnarmönnum stefnda. M eð tölvu skeyti stefnda til stefnanda þann 14. maí 2019 var stefnanda tilkynnt að stefndi gæti ekki skráð hana í keppnina. Bar stefndi fyrir sig að ekki væri sýnt fram á að stefnandi hefði náð lágmarkstímum í íþróttinni. Þetta kom stefnanda að sögn í opn a skjöldu því hún kveðst hafa vitað að stefndi ger ði ekki sömu kröfur um lágmarkstíma til annarra íslenskra íþró ttamanna sem stefndi skráði til leiks í sambærilegar elite - keppnir. Áður h efði stefndi enda skráð stefnanda í aðrar slíkar keppnir án þess að vísa 5 neitt til lágmarkstíma. Stefnandi kveðst því hafa verið miður sín yfir þessari höfnun og fundist hún beitt mi smunun af hálfu stefnda. Stefnandi kærði ákvörðun stefnda til dómstóls ÍSÍ með kæru sem móttekin var af dómstólnum 1 7. maí 2019 og lagði fram viðbótargögn 23. maí 2019. Í málinu gerði stefnandi efnislega þá kröfu að höfnun stefnda yrði felld úr gildi og s tefnda gert að skrá hana í keppnina. Stefndi skilaði greinargerð í málinu 31. maí 2019. Málið var síðan skriflega flutt eftir móttöku greinargerða stefnanda. Í gr. 27.9 í lögum ÍSÍ mun kveðið á um að dómur skuli kveðinn upp innan viku frá því að málflutningi lauk , sem í þessu tilviki hefði þá að sögn stefnanda átt að vera í síðasta lagi 20. júní 2019, eða viku eftir að skrifleg greinargerð stefnda barst dómstól ÍSÍ. Málsmeðferð dómstólsins dróst hins vegar á langinn og úrskurð ur var ekki kveðinn upp í málinu fyrr en 3. júlí 2019 en þá var keppnin í X yfirstaðin. Var aðalkröfu stefnanda, um að vera skráð í keppnina, því vísað frá dómi á þeim grundvelli að skráningarfrestur í keppnina væri runninn út , og keppnin sjálf raunar einnig yfirstaðin , og hún því ekki talin hafa lögvarða hagsmuni lengur af kröfunni. Stefnandi skaut málinu til áfrýjunardómstóls ÍSÍ 8. júlí 2019, og stefndi skilaði greinargerð 13 . júlí 2019. Því máli var hins vegar vísað frá dómi 1 7. júlí 2019 og því fékkst ekki efnisle g úrlausn í deilunni. Í niðurstöðukafla dómsins var tiltekið að reglur stefnda væru almennar og styddust við málefnaleg sjónarmið. Þá var jafnframt tiltekið að þrátt fyrir að stefndi hefði vikið frá reglunum í tilviki stefnanda, án þess að dómstóllinn tæki afstöðu til þess, þegar hann heimilaði stefnanda þátttöku , þá gæti slíkt frávik aldrei leitt til þess að með því gæti stefnandi eða aðrir krafist þátttöku í keppnum óháð því hvort þeir uppfylltu skilyrði reglnanna eð a ekki. Að því sögðu vísaði dómstóllinn kröfu stefnanda frá dómi. Stefnda barst kröfubréf þann 6. ágúst 2019 frá lögmanni stefnanda þar sem krafist var 1.500.000 kr. í miskabætur . Stefndi hafnaði öllum kröfum og sjónarmiðum stefnanda í málinu með bréfi 31 . ágúst 2019. Við aðalmeðferð gáfu skýrslu stefnandi , A , B , s tjórnarmaður í stefnda , F , eiginmaður stefnanda , G , fyrrum stjórnarformaður stefnda , H sálfræðingur og C , þjálfari 6 stefnanda. Verður skýrslna getið í niðurstöðukafla málsins ef og eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda S tefnandi telur sig eiga rétt á miskabótum frá stefnda og sækir sú krafa stoð í b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og um leið í almenna sakarreglu skaðabótaréttarins og regluna um vinnuveitendaábyrgð. Stefnandi telur að þegar stefndi hafi synja ð h enni um skráningu í áðurnefnda þríþrautarkeppni 14. maí 2019 hafi sú synjun verið byggð á ómálefnalegum grundvelli og mismunað henni, stefndi hafi þar lagt hana í einelti og með þessu framið meingerð gegn frelsi hennar, æru og persónu. Í þessu hafi fali st saknæm og ólögmæt háttsemi. Háttsemin hafi verið viðhöfð af stefnda sjálfum eða í öllu falli af stjórnarmönnum og starfsmönnum stefnda í nafni stefnda . Meingerð stefnda gagnvart stefnanda hafi m.ö.o. falist í því að synja henni um skráningu í áðurnefnda elite - keppni án þess að málefnaleg sjónarmið lægju að baki slíkri höfnun. Meingerði n hafi einnig falist í því að synja henni um þátttöku með vísan til þess að hún hefði ekki náð meintum fjórum lágmarkstímum í íþróttinni þegar stefndi á sama tíma hafi ekki gert sömu kröfur til annars íþróttafólks og heimilað öðrum skráningu í sambærileg og stærri mót án þess að þeir hefðu náð sömu lágmarkstímum. Í þessu hafi falist ólögmæt mismunun. Þá sé u meintir lágmarkstíma r, sem stefndi vís i til, heldur ekki sem slíkir málefnalegir og hafi ekki getað verið grundvöllur fyrir synjun. Þvert á móti sé u lágmarkstímarnir ruglingslegir og framsetning þeirra og framkvæmd óljós. Ó sannað sé að öðrum en stefnanda hafi verið synjað um þátttöku í elite - keppni á grundvelli þess að viðkomandi hefði ekki náð lágmarkstímum. Ekki ligg i annað fyrir en að stefnandi sé sú eina sem stefndi h afi útilokað frá sambærilegu móti með þessum hætti. Framangreind háttsemi stefnda hafi verið saknæm og ólö gmæt og til þess fallin að valda stefnanda tjóni. Vísað sé til laga ÍSÍ sem stefndi sé bundinn af og samþykkt hafi verið á íþróttaþingi ÍSÍ 4. maí 2019 og því í gildi þegar stefndi ákvað að synja stefnanda um þátttöku í keppninni . Í grein 4.1 í þeim lögum segi m.a. að tilgangur sambandsins sé að berjast gegn hvers kyns mismunun í íþróttum. Stefndi hafi brotið gegn þessu með því að útiloka stefnanda frá íþróttakeppni á grundvelli skilyrða sem 7 stefndi setji ekki öðru íþróttafólk i í sömu stöðu. Með þessu hafi stefndi einnig brotið gegn 4. og 6. gr. meginreglna Ólympíusáttmálans sem stefndi sé bundinn af. Þar sé í 4. gr. kveðið á um að þátttaka í íþróttum sé grundvallarmannréttindi og að sérhver einstaklingur skuli hafa möguleika á að iðka íþrótt, án mismunar af neinu tagi. Í 6. gr. sé einnig lagt bann við mismunun í íþróttum af neinu tagi. Stefndi hafi líka brotið siðareglur ÍSÍ , einkum 4. gr. siðareglnanna , með því að gæta ekki jafnræðis þegar hann hafi synjað stefnanda um þátttöku í keppninni. Sömuleiðis hafi háttsemin farið gegn 1. gr. um að koma skuli fram af heilindum og háttvísi. Stefndi hafi brotið gegn þessu með því að hafna stefnanda með ómálefnalegum hætti og mismuna henni. ÍSÍ hafi einnig sett hegðunarviðmið fyrir stjórn ar menn og starfsfólk íþróttafél aga og sérsambanda. Með háttsemi sinni hafi stefndi, stjórnarmenn og starfsfólk stefnda, brotið óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrö hafi þau með vísan til framangreinds brotið gegn grein 2.a þar sem kveðið sé á um að stjórnarmenn og starfsfólk skuli fara eftir reglum íþróttahreyfingarinnar og halda á lofti heiðarleika. Enn fremur hafi þau brotið gegn gre in 3.b um að virða gagnsæi við ákvörðunartöku, enda hafi ákvörðunin um synjun verið ógegnsæ, m.a. vegna þess að tímaviðmiðin hafi verið mjög óljós og beiting þeirra ekki gegnsæ. Stefndi hafi jafnframt brotið gegn lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, enda ljóst að stefndi h af i leyft körlum í sömu stöðu og stefnandi að keppa í sambærilegum og stærri mótum. Óhjákvæmilegt sé því að álykta að stefndi hafi m.a. látið kyn stefnanda ráða því að hann synjaði henni um þátttöku í keppninni. Þar með hafi verið b rotið gegn 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna þar sem segi að allir einstaklingar skuli eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Þá hafi verið brotið gegn almennu banni 24. gr. laganna við mismunun . Af þessum sökum eigi bótakrafa stefnanda einnig lagastoð í 31. gr. sömu laga. Loks vís i stefnandi til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 sem stefnandi telur að stefndi hafi brotið með háttsemi sinni. Varðandi þau t ímaskilyrði sem ste fndi hafi borið fyrir sig að stefnandi hefði ekki náð hafi þau komið fram á vefsíðu stefnda , en þó með óljósum hætti. Lagt sé fram afrit af 8 vefsíðunni frá 18. janúar 2019. Tímaskilyrði stefnda og framsetning þeirra sé óskýr en hér virðist kveðið á um að einstaklingar þurfi að hafa hlaupið eða synt tilgreindar vegalengdir á að lágmarki þeim tímum sem einnig sé u tilgreindir. Allt eins mætti því kalla þetta hámarkstíma því gert sé ráð fyrir að einstaklingur hafi lokið veg alengdunum á að hámarki þeim tíma sem þarna sé tilgreindur. Úr því að stefndi not i hugtakið lágmarkstímar verð i að nota það hugtak . Lágmarkstímar þessir sé u að mati stefnanda ómálefnalegir og úr takti við raunveruleikann. Stefndi h afi borið fyrir sig að up pgefnir lágmarkstímar væru að danskri fyrirmynd. Eftir samtal við danska þríþrautarsambandið hafi stefnandi hins vegar komist að því að hjá danska sambandinu eig i lágmarkstímar aðeins við um þá sem vilja keppa í afmörkuðum landsliðsverkefnum eins og World Triathlon Series, en þeir eig i ekki við um einstaklinga sem vilj i keppa í smærri elite - keppnum, eins og þeirri sem stefnandi vildi keppa í, og fá i allir aðildarfélagar að taka þátt í þeim af hálfu danska sambandsins. Af öllum framangreindum ástæðum haf i þv í verið ómálefnalegt af hálfu stefnda að synja stefnanda um þátttöku í keppni með vísan til þessara lágmarkstíma. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki gert söm u kröfur til annars íþróttafólks , þ.e. um að það st æði st þá lágmarkstíma sem að framan sé u tilgreindir. Helsta dæmið um það sé I , sem stefndi h afi leyft að keppa í sambærilegum eða stærri keppnum en þeirri sem stefnanda var synjað um, án þess að I hefði náð t ilgreindum lágmarkstímum , eins og nánar sé rakið í stefnu málsins. J sé annað dæmi um íþróttamann sem stefndi h afi skráð til sambærilegra eða stærri keppna en stefnanda hafi v erið synjað um, án þess að hann hefði náð lágmarkstímunum. Þar megi nefna mót 2019 , Þ . Stefnandi haf i haft burði til að taka þátt í keppninni en ekki fengið tækifæri t il að sýna fram á að hún gæti náð lágmarkstímum . Synjun stefnda um þátttöku þar hafi því verið röng og ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Í því hafi falist meingerð. Til stuðnings þessu vís i stefnandi til þess að hún hafði sýnt góðan árangur í þríþrau t með þátttöku í fyrri mótum. Þann 17. september 2017 hafi stefnandi t.d. verið í . sæti af 91 keppanda í þríþrautarkeppni í Æ . Þá sé stefnandi afrekskona í sundi . Einnig vís i st til þess sem fram hafi komið hjá þjálfara stefnanda og til niðurstaðna úr sund - , hjóla - og hlaupamælingum stefnanda árið 2019, sem þjálfari stefnanda hafi sent s tefnda eftir því sem þær hafi legið fyrir. Stefnandi hafi og lent í . sæti í stigakeppni stefnda í þríþraut árið 2017. Þá h af i stefnandi bæði fyrr og síðar tekið þátt í og náð góðum 9 árangri í þríþrautarkeppnum bæði á Íslandi og í útlöndum. Stefnandi sé einnig með einkaþjálfararéttindi. Stefnandi telur síðan að ef virt eru úrslit í keppninni í X sem stefndi hafi meinað stefn an da að taka þátt í komi í ljós að s tefnandi hafi haft alla burði til að taka þátt í þeirri kepp ni. Stefndi hafi heldur aldrei veitt stefnanda tækifæri til þess að sýna fram á að hún gæti náð þeim lágmarkstímum sem stefndi byggði synjun sína á , en það hefði v er i ð mjög einf a lt . Vandséð sé hvers vegna stefndi hafi varnað stefnanda þátttöku í mótinu . Stefnda hefði átt að vera akkur í því að stefnandi tæki þátt og auk þess hefði það ekki falið í sér kostnað fyrir stefnda. Enn fremur sé vandséð hvers vegna stefndi hafi komið í veg fyrir þátttöku stefnanda í keppninni þegar hann sjálfur virðist halda því fram að ekki sé um svo merkilega keppni að ræða. Öll framangreind framganga stefnda hafi valdið stefnanda miska , þ.e. að hún skyldi beitt þeirri mismunun og útiloku n sem um ræði auk þess sem hún telji að í þessu hafi falist meiðandi einelti og meingerð. Allt h a f i þetta haft neikvæð áhrif á hennar daglega líf og andlega heilsu. Stefnandi h afi sótt sálfræðimeðferð vegna þessa og til stuðnings því vís i st til framlags vo ttorðs sálfræðingsins H . Eins og fram k omi í vottorðinu h afi stefnandi upplifað kvíða og depurð vegna málsins. Henni finn i st hún lögð í einelti og h afi þetta haft víðtæk áhrif á líf hennar, bæði daglegt líf, vinnu, heimili, fjölskyldu og íþróttaiðkun . Þá h afi þetta einnig haft töluverð áhrif á svefn hennar. Í vottorðinu k omi fram að einkenni og líðan stefnanda sé í samræmi við rannsóknir á áhrifum eineltis. Með vísan til alls þessa telur stefnandi kröfu sína um miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur bæði hó flega og sanngjarna. Stefnandi gerir kröfu um almenna vexti frá og með þeim degi er höfnunin, hið bótaskylda atvik, átti sér stað, þ.e. frá 14. maí 2019, sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Þá gerir hún kröfu um dráttarvexti frá 16. september 2019, þ.e. mánuði eftir að stefndi móttók kröfubréf stefnanda, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , vaxtalaga. 10 Til viðbótar þeim lagarökum sem þegar sé u rakin vísi stefnandi til meginreglna skaðabótaréttar og skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 26. gr. Vísað er til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og til mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 6 2/1994. Vísað er til þeirra laga og reglna sem gildi um íþróttahreyfinguna, þ.m.t. laga, siðareglna og hegðunarviðmiða ÍSÍ. Einnig er vísað til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og styðst krafa um málskostnað við XXI. kafla , einkum 1. mgr. 130. gr. Var ðandi varnarþing vísast til 1. mgr. 33. gr. sömu laga. Kröfur um dráttarvexti styðjast við III. og IV. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir á því að þær ástæður sem legið hafi að baki höfnun stefnda á beiðni stefnanda um þátttöku í móti nu í X sem málið sn úi st um hafi verið byggðar á málefnalegum og lögmætum sjónarmiðum. Málatilbúnaður stefnanda um hið gagnstæða hafi enda ekki náð fram að ganga fyrir dómstólum ÍSÍ. Með máls s ókn þ essari freist i stefnandi þess að láta aftur reyna efnislega á sama málatilbúnað og hlaut ekki brautargengi fyrir dómstólum ÍSÍ, nú í búningi miskabótakröfu á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Á því sé byggt að engin skilyrði st andi til þess að stefnandi geti hafa öðlast kröfu á hendur stefnda á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga eða annarra reglna skaðabótaréttar. Með vísan til m álsatvik a , svo og umfjöllunar hér í framhaldi, sé því þannig m.a. hafnað sem röngu og ósönnuðu að stef ndi hafi synjað stefnanda um þátttöku í umræddri keppni á ómálefnalegum grundvelli. Einnig sé því alfarið hafnað sem röngu og ósönnuðu að stefndi hafi mismunað stefnanda. Þá sé órökstuddum ásökunum um meint einelti í garð stefnanda sérstaklega hafnað sem r öngum og ósönnuðum og að auki vanreifuðum með öllu. Að sama skapi sé því mótmælt að stefndi hafi framið meingerð gegn frelsi stefnanda, æru og persónu, eins og stefnandi byggi á. Jafnframt sé því mótmælt að stefndi, stjórnarmenn stefnda eða starfsmenn han s hafi viðhaft saknæma og ólögmæta 11 háttsemi sem stefndi beri ábyrgð á. Enn fremur er mótmælt málatilbúnaði stefnanda í þá veru að fyrrgreindir lágmarkstímar í afreksstefnu stefnda séu ómálefnalegir sem slíkir eða að framsetning og framkvæmd þeirra sé óljós , sbr. einnig fyrrgreindan dóm áfrýjunardómstóls ÍSÍ, þar sem lagt sé til grundvallar að umræddar reglur stefnda - keppnum séu almennar og styðjist við málefnaleg sjónarmið. Stefndi tekur fram að krafa stefnanda, sem sé miskabóta krafa, verð i ekki reist á almennu sakarreglunni, enda veiti sú bótaregla ekki rétt til bóta af þeim toga sem stefnandi krefst. Allt að einu sé því hafnað að skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt í málinu, enda sé engri saknæmri eða ólögmætri háttsemi fyrir að fara. ------- Á því sé byggt sem fyrr segi að ákvörðun stefnda um að verða ekki við beiðni stefnanda um þátttöku í umræddu móti í X hafi verið reist á málefnalegum og lögmætum sjónarmiðum. Um forsendur þeirrar ákvörðunar stefnda m egi m.a. vísa til framlagðra tölvu skeyta þar sem útskýrt sé hvers vegna stefnda hafi ekki verið fært að skrá stefnanda til umræddrar keppni. Athygli vek i að stefna ndi hafi kosið að leggja ekki fram tiltekið tölvu skeyti með stefnu, en þar sé u ástæður ákvörðunar stefnda skilmerkilega raktar, sbr. einnig umfjöllun hér á undan og í framhaldi. Því sé m.a. hafnað sem röngu og ósönnuðu að hluti stjórnarmanna stefnda hafi, þegar beiðni stefnanda var tekin til afgreiðslu, ekki haft undir höndum gögn málsins, m.a. tölvu skeyt i , heldur hafi þ essi gögn legið fyrir við ákvörðun stjórnar stefnda. Um framangreint leggur stefndi áherslu á að með beiðni stefnanda til stefnda frá 13. apríl 2019, þ.e. um þátttöku í umræddri keppni í X , hafi ekki fy lg t staðfestir tímar (e. verified information) úr löglega mældum keppnum (e. legally measured events) í hlaupi og sundi, sem stefndi gæti sannreynt. Hafi stefndi því m.a. ekki haft forsendur t il að leggja mat á hvort stefnandi stæðist lágmarkstíma í afreksstefnu stefnda. Þjálfari stefnanda , sem stefndi hafi sett sig svo í samband við , hafi heldur ekki veitt stefnda s líkar upplýsingar, þ.e. um staðfesta tíma stefnanda í hlaupi og sundi úr löglega mældum keppnum. Í tölvu skeyti stefnda til stefnanda 14. maí 2019 hafi jafnframt 12 verið tekið skýrt fram að stefnda væri ekki kleift að skrá stefnanda í umrædda keppni nema stefnandi framvísaði staðfestum keppnistímum úr löglega mældum keppnum í hlau pi og sundi sem sýndu fram á að stefnandi stæðist umræddar viðmiðanir stefnda um lágmarkstíma, sbr. afreksstefnu stefnda, sem ættu við um umrædda keppni í X . Hafi verið í trekað í tölvu skeytin u að tímar þátttakenda, sem miðað væri við í þessu sambandi, þyrf tu að stafa frá löglega mældum keppnum þannig að stefnda væri unnt að sannreyna þá. Þær u pplýsingar sem þjálfari stefnanda hafi veitt stefnda í tölvubréfasamskiptum þeirra, m.a. tímamælingar, hafi ekki stafað frá löglega mældum keppnum í þessum skilningi. Hvað sem því líð i hafi þær upplýsingar raunar bent til þess að stefnandi hefði ekki uppfyllt lágmarkstíma í afreksstefnu stefnda . Þá hafi sundtíma stefnanda ekki verið að finna í þeim upplýsingum sem þjálfari stefnanda hafi veitt samkvæmt framansögðu. Ste fnanda hafi verið fullkunnugt um þau skilyrði sem sett höfðu verið fyrir þátttöku í alþjóðlegum ITU/ ETU - keppnum, m.a. samkvæmt afreksstefnu stefnda. Skilyrðin hafi jafnframt verið birt opinberlega . Kjarni málsins sé því sá að stefnandi hafi ekki orðið við ósk stefnda um að framvísa staðfestum tímum úr löglega mældum keppnum í hlaupi og sundi, sem stefndi hafi kallað eftir og voru forsenda fyrir því að stefndi gæti sannreynt hvort stefnandi stæðist lágmarkstíma samkvæmt afreksstefnu stefnda. Því sé mótmæ lt sem röngu og gæti náð umræddum lágmarkstímum, eins og haldið sé fram í stefnu. Þvert á móti hafi stefndi verið reiðubúinn til að liðsinna og leiðbeina stefnanda í þe ssum efnum og telur stefndi sig hafa gert það , eins og gögn málsins ber i með sér. Við mat stefnda á beiðni stefnanda hafi einnig verið litið til þess að stefnandi hafði áður sótt um það árið 2018 að vera skráð í tvær keppnir sem báðar voru haldnar í Ö . Stefnandi hafi tekið þátt í þeirri fyrri og hafnað þar í sæti af átta keppendum, en dr egið til baka skráningu í síðari keppnina áður en hún hófst. Síðar á sama ári hafi stefnandi sótt um að taka þátt í þriðju keppninni sem haldin var 8. september 2018 í Y en í þá keppni hafi stefnandi ekki mætt og ekki boðað forföll fyrirfram. Telur stefndi 13 að það framferði stefnanda hafi ekki verið til þess fallið að bæta orðspor stefnda nema síður sé. Tekið sé fram að stefndi hafi leyf t stefnanda að skrá sig í ofangr eindar þrjár keppnir árið 2018 jafnvel þótt hún stæðist þá ekki lágmarkstíma samkvæmt afreksstefnu stefnda . Þá bendir stefndi á að k eppnin í X , sem stefnandi óskaði eftir að vera skráð í, get i ekki talist hátt metin, en í sömu keppni árið áður hafi einungis níu keppendur tekið þátt o g þar af einungis þrír keppendur á heimslista ITU. Þótt stefndi hafi á árinu 2018 veitt stefnanda leyfi til þátttöku í framangreind um keppnum , þrátt fyrir að stefnandi hefði þá ekki staðist lágmarkstíma í afreksstefnu s tefnda, hafi það hins vegar ekki skapað stefnanda rétt til að fá leyfi til þátttöku í keppninni í X sem mál þetta snýst um, sbr. einnig ummæli í forsendum áfrýjunardómstóls ÍSÍ vegna máls stefnanda . Leyfin sem stefndi hafi veitt stefnanda til að taka þátt í keppnunum 2018 staðfest i raunar að stefndi hafi sýnt stefnanda sanngirni og sveigjanleika í gegnum tíðina og verið reiðubúinn til að koma til móts við hana í mörgum atriðum. Í ljósi frammistöðu stefnanda á mótunum 2018, auk a nnmarka á beiðni stefnanda 20 19 vegna keppninnar í X , sem stefnandi bætti ekki úr, varð það hins vegar niðurstaða stefnda að hafna beiðni stefnanda í það sinn. Að mati stefnda sé ljóst að sú ákvörðun hafi verið reist á lögmætum og málefnalegum grunni , með vísan til þess sem fyrr grein i. Því sé jafnframt hafnað að lög og reglur, sem vísað sé til í stefnu, þ.m.t. 1. og 4. gr. siðareglna ÍSÍ, hafi verið brotnar. Stefndi hafi leitast við að afgreiða beiðni stefnanda af heilindum og fagmennsku. Stefndi hafi veitt ítarleg svör við fyrirspurnum stefnanda og þjálfara hennar og bent m.a. á þá annmarka sem á beiðninni hafi verið . Ferlið hafi jafnframt verið gagnsætt og í samræmi við hegðunarviðmið fyrir stjórnarmenn og starfsfólk íþróttafélaga og sérsambanda . Að mati s tefnda h afi stefnandi þannig ekki fært nein haldbær rök fyrir því að umrædd höfnun á beiðni stefnanda hafi verið ómálefnaleg eða brotið gegn rétti stefnanda á einhvern hátt, hvað þá að stefndi hafi sýnt af sér verulegt gáleysi eða beitt stefnanda ólögmætri meingerð sem sé skilyrði miskabóta skv. 26. gr. skaðabótalaga. 14 Eftir stofnun stefnda 2016 hafi verið hafin vinn a við mótun afreksstefnu og hafi legið fyrir drög að henni fyrir vorið 2017. Þá þegar hafði einn keppandi keppt á alþjóðlegu móti sem var á dag skrá ITU (triathlon.org). Sumarið 2017 hafi verið sett inn viðmið um lágmarkstíma í sundi og hlaupi fyrir iðkendur sem vildu taka þátt í mótum á dagskrá ITU og íslensku afreksfólki gefið tækifæri til að laga sig að umræddum viðmiðum. Tveir einstaklingar ha fi keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum á dagskrá ITU. Annar þeirra sé I , sem stefnandi vísi til í stefnu. Lágmarkstímar í afreksstefnu stefnda, sbr. umfjöllun um málavexti hér að framan, voru sem fyrr segir birtir af hálfu stefnda þann 24. ágúst 2017 og eru að fyrirmynd danska þríþrautarsambandsins . Stefndi hafnar því sem röngu og ósönnuðu að beiting slíkra viðmiðunartíma af hálfu danska þríþrautarsambandsins sé með þeim hætti sem haldið sé fram í stefnu. Þar að auki sé hugsanleg önnur framkvæmd d anska sambandsins ekki bindandi fyrir stefnda. Því sé sömuleiðis hafnað að lágmarkstímar í afreksstefnu stefnda séu ruglingslegir og framsetning þeirra og framkvæmd óljós, eins og stefnandi haldi fram. Þá sé því sömuleiðis hafnað að lágmarkstímarnir séu ómálefnalegir sem slíkir og geti ekki verið grundvöllur synjunar við beiðni stefnanda. Þvert á móti sé u tímarnir aðgengilegir og málefnalegir og bygg i st á alþjóðlegum viðmiðum sem fyrr segi. Því sé einnig alfa rið hafnað sem röngu og ósönnuðu, og raunar vanreifuðu, að stefndi hafi mismunað stefnanda með því að hafna beiðni hennar í umrætt sinn. Þvert á móti gild i sams konar reglur um alla keppendur í hverjum og einum keppnisflokki. Þá sé því hafnað að keppandan um I hafi verið leyfð þátttaka í keppni án þess að hafa uppfyllt lágmarkstíma í afreksstefnu stefnda. Stefndi hafnar þessu sem röngu, svo og öllum sjónarmiðum stefnanda sem lúta að samanburði við nefndan I . Þá ber i að árétta að stefnanda sjálfri hafi verið leyft að taka þátt í þremur mótum 2018 án þess að hún uppfyllti lágmarkstíma afreksstefnu stefnda. I sé fremsti keppandinn í þríþraut á Íslandi í flokki karla. I hafi keppt í þremur keppnum erlendis árið 2017. Þessar keppnir hafi verið haldnar áður en lá gmarkstímar afreksstefnu stefnda voru kynntir og birtir, en þeir hafi verið birtir 24. ágúst 2017. 15 Eftir birtingu lágmarkstímanna hafi I svo keppt í þriðju keppninni 2. september 2017 en á þeim tímapunkti hafi hann sta ð i st lágmarkstíma afreksstefnu stefnda . I hafi einnig keppt í þríþraut 24. mars 2018 og einnig þá s taðist lágmarkstíma afreksstefnu stefnda. Með vísan til framang reindrar umfjöllunar telur stefndi ljóst að engri mismunun sé r fyrir að fara í tilviki stefnanda, m.a. í ljósi þess að tilvik stefnanda og I sé u verulega ósambærileg . Þá eigi tilvísun stefnanda til keppandans J ekki við rök að styðjast. J keppi í ungmennaflokki (18 19 ára) en í þeim flokki gild i engir lágmarkstímar samkvæmt afreksstefnu stefnda. Með vísan til fram angreindrar umfjöllunar sé ljóst að málsástæða stefnanda um að stefndi hafi leyft körlum í sömu stöðu og stefnandi að keppa í sambærilegum og stærri mótum, án þess að uppfylla lágmarkstíma afreksstefnu, sé röng og ósönnuð, svo og fullyrðingar um að stefnandi hafi fengið aðra og meira íþyngjandi meðferð en aðrir iðkendur af hálfu stefnda. ------- Samantekið og með hliðsjón af öllu framanrituðu sé því hafnað sem röngu og ósönnuðu að stefndi hafi synjað beiðni stefnanda um þátttöku í umræddu móti í X árið 2019 á ómálefnalegum grunni, mismunað stefnanda á einhvern hátt, lagt stefnanda í einelti eða á annan hátt brotið gegn lögum, reglum og viðmiðunum sem vísað sé til í stefnu. Ásökunum um ætlað einelti sé sérstaklega mótmælt sem röngum, ósönnuðum og vanreifuðum með öllu. Því sé m.a. mótmælt að framlagt sálfræðivottorð, sem sé byggt á einhliða lýsingu stefnanda og huglægu mati hennar á atvikum, geti ta list færa sönnur á málatilbúnað stefnanda þa r að lútandi. Með vísan til framangreinds telur stefndi þannig rangt og ósannað að stefndi eða starfsmenn hans hafi með saknæmum hætti, hvað þá af verulegu gáleysi eins og áskilið sé í b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, beitt stefnanda ólögmætri meingerð í skilningi ákvæðisins. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. 16 Stefndi mótmælir upphafstíma vaxta og dráttarvaxta samkvæmt dómkröfu. Verði krafa stefnanda henni dæmd , í hei ld eða að hluta, telur stefndi í öllu falli rétt að vextir og dráttarvextir miðist við dómsuppsögu eins og atvikum er háttað, sbr. einnig umfjöllun um varakröfu. ------- Fari svo ólíklega að stefnandi verði talin eiga bótarétt á hendur stefnda er þess kr afist til vara að krafan verði stórlega lækkuð. Stefndi telur upphæð kröfunnar, þ.e. 1.500.000 kr. , úr öllu hófi miðað við atvik málsins og réttarframkvæmd. Ber i þá m.a. jafnframt að líta til þess að stefnandi h afi eftir að ágreiningur aðila kom upp haldið úti miklum og ítrekuðum rógburði um stefnda, m.a. tiltekna stjórnar - og starfsmenn hans, á opinberum vettvangi, þ.m.t. á samfélagsmiðlum. H afi sú hegðun stefnanda fengið mjög á viðkomandi stjórnar - og starfsmenn stefnda og sé allur réttur áskilinn af því tilefni. Stefndi vísar til áðurgreindra lagaraka. Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Niðurstaða Dómurinn gengur út frá því að stefnandi eigi aðild að Þríþrautarsambandi Íslands í gegnum aðild sína að íþróttaf élaginu Z , þar sem hún er skráður félagi. Þannig má til sanns vegar færa að hún geti þegar á þeim grunni gert kröfur á hendur sambandinu ef í ljós er leitt að starfsmenn eða stjórn sambandsins hafa valdið henni fjártjóni og/eða miska með ólögmætri og saknæ mri háttsemi við rekstur á sambandinu og setningu og framfylgd þeirra reglna sem aðildarfélögum er gert að virða. Kjarni þessa máls er sá hvort sú afreksstefna sem stefndi setti árið 2017 þar sem fram kom u þeir lágmarkstímar sem ná þ yrfti mótaröð eða nokkurs konar úrvalsdeild iðkenda í greininni, en mót það sem stefnanda var sannanlega meinað að taka þátt í af stefnda í X var hluti þeirrar mótaraðar, hafi verið óeðlileg með einhverjum hætti og þröskuldur fyrir þátttöku hafður of hár. 17 Í afreksstefnunni var þannig kveðið á um að til að keppa í mótum á vegum ETU/ITU, sem eru alþjóðleg samtök í greininni, sem stefndi er aðili að , sbr. framangreint, yrði iðkandi að standast tiltekin viðmið. Engar sjáanlegar undantekningar eru frá þessum reglum í afreksstefnunni sem heimila stjórn stefnda að slaka þarna eftir atvikum og með skilgreindum hætti á kröfum. Þá liggur fyrir í málinu að árið 2018 var afreksstefnu stefnda breytt og lágmarkstímar endurskoða ðir , m.a. þannig að tekin voru upp svokölluð B - lágmörk, til viðbótar fyrri A - lágmörkum, sem einnig gáfu - mót. Þessi nýju viðmið fólu þannig í sér frekari möguleika en áður höfðu gilt fyrir iðkanda á því að taka þátt, þ.m.t. stefnanda. Ekki hefur verið gerður ágreiningur um að afreksstefna stefnda eigi sér að miklu leyti skírskotun í reglur sem gilda hjá öðrum þjóðum sem miðað er við. Dómurinn telur engin merki þess að afreksstefnan sem samþykkt var af stjórn stefnda hafi ekki verið set t í samræmi við reglur og ekkert bendir til þess að síðari endurskoðun hennar hafi haft grundvallaráhrif nema til hagsbóta fyrir stefnanda. Þótt stefnandi hafi reynt að gera það tortryggilegt, þá er heldur ekkert sem bendir til annars en að afreksstefna st efnda hafi tekið gildi og eftir henni verið farið , eftir því sem best verður séð , frá 24. ágúst 2017. Fyrir liggur í málinu , og var staðfest í framburði fyrir dómi, að þegar stefnandi sótti með tölvuskeyti til stefnda 13. apríl 2019 um keppnisrétt á mótin u í X í apríl 2019 hafði hún ekki uppfyllt kröfur þær sem gerðar voru af stefnda í afreksstefnu sambandsins til að öðlast keppnisrétt þar. Stefnandi kvað enga tíma hafa fylgt með umsókn hennar um þátttöku í mótinu og að engar upplýsingar um að lágmarkstímu m hefði verið náð hefðu verið sendar síðar , hvorki af henni né þjálfara hennar. Því verður að ganga út frá því að stefnandi hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem sett voru fyrir þátttöku og því snýst málið eingöngu um það hvort þessar reglur sem urðu þess va ldandi að hún gat ekki keppt hafi verið óeðlileg og jafnvel ólögmæt hindrun í hennar vegi og lög og reglur hafi verið brotnar við be i tingu þeirra. Sú málsástæða stefnanda að stefndi hafi með einhverju móti lagt stein í götu hennar eftir umsóknina og ekki aðstoðað hana nægjanlega til að freista þess að ná lágmörkum verður að telja ósannaða. Þvert á móti sér þess stað í málinu að tilraunir hafi verið 18 gerðar til að skapa stefnanda vettvang til að bæta hér úr. Þá verður ekki betur séð en að allt fram til þess tíma að stefnanda var sent tölvuskeyti 14. maí 2019, þar sem stefndi lýsti því að ófært væri að skrá stefnanda til leiks, hafi sambandið verið opið fyrir nýjum upplýsingum og breytingum frá stefnanda og þjálfara hennar til að reyna að koma stefnanda á móti ð. Í þessu skeyti kom reyndar fram að ekki væri hægt að skrá stefnanda fyrr en sambandið hefði móttekið staðfestar upplýsingar um að stefnandi hefði staðist lágmarkstíma sem stefndi gerði kröfu um til þess að keppandi gæti tekið þátt í mótum sem væru sambæ rileg ITU/ETU - mótum og að mótið í X félli þar undir. Þarna virtust því enn opnar dyr , a.m.k. í orði. Fyrir liggur að stefndi veitti stefnanda heimild til að keppa á þremur mótum árið 2018. Ágreiningslaust er að þessari heimildir voru veittar umfram skyldu þar sem stefnandi uppfyllti ekki heldur lágmarksskilyrði þá. Stefnandi mætti þó einungis til leiks í einu þessara móta , án þess að það í sjálfu sér skipti meginmáli hér. Eins og rakið er í málsatvikakafla kærði stefnandi ákvörðun stefnda fyrst til Íþrótt adómstóls ÍSÍ og síðan áfrýjunardómstóls sambandsins. Þar hafði stefnandi ekki erindi sem erfiði , og einkum vegna tímafresta fékkst ekki efnisleg umfjöllun að ráði í þessum dómum. Sjálfsagt er þó að taka hér upp í niðurstöðu málsins útdrátt úr því sem segi hefur sett varðandi þátttöku í svokölluðum Elite - keppnum eru almennar og styðjast við málefnaleg sjónarmið. Án þess að tekin sé afstaða til þess hvort vikið hafi verið frá slíkum reglu m í öðru af þeim tveimur tilvikum þar sem stefndi hefur heimilað þátttöku, gætu slík frávik hugsanl e ga leitt til þess að stefndi Þríþrautarsambandið missir keppnisrétt fyrir félagsmenn sína í umræddum Elite - keppnum. Þá geta ítrekuð frávik frá reglum og hve rs kyns mismunum, leitt til þess að aðildarsambandi kann að vera vikið úr Íþróttasambandi íslands. Slík frávik geta hins vegar aldrei leitt til þess að með því geti áfrýjandi eða aðrir krafist þátttöku í keppnum óháð því hvort þeir uppfylli skilyrði reglna Dómurinn telur að stefnanda hafi ekki tekist sönnun, sem á henni hvílir, um að afreksstefna stefnda sé úr einhverjum takt i við það sem gangi og gerist í þessum efnum hjá öðrum þjóðum sem við miðum okkur við , og í raun lítil tilraun til þess gerð af 19 hennar hálfu. Verður enda vart séð að slíkt gæti haft einhver úrslitaáhrif í málinu þótt rétt væri, nema hugsanlega ef sýnt væri fram á að frávik væru umtalsverð, ómálefnaleg og órökstudd. Þótt ekki sé á neinn hátt um bindandi niðurstöðu að ræða fyrir þetta mál er sjálfsagt að hafa hliðsjón af því sem segir í forsendum áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem að framan er lýst, þar sem fyrir er viðamikil þekking á þeim leikreglum sem hér gilda. Verður þannig að ganga út frá því að þær reglur sem stefndi byggði synjun sína á hafi verið settar á réttan hátt, séu almennar gagnvart iðkendum í greininni og byggi st á málefnalegum forsendum. Þar verður ekki horft fram hjá því að sérsamband eins og stefndi hlýtur eðli máls samkvæmt að þurf a að gæta þess að á vegum og í nafni sambandsins keppi einungis íþróttamenn í viðurkenndum keppnum á erlendri grundu, sem þangað eiga erindi. Alþekkt er , og þarfnast ekki sérstakrar umfjöllunar eða sönnunar við, að sett eru lágmörk og þar með skilyrði fyri r þátttöku íþróttamanna í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Sjónarmið stefnanda um að það renni stoðum undir kröfur hennar að afreksstefna stefnda sé að danskri fyrirmynd en dönsku reglunum sé hins vegar ekki fylgt eða þær misskildar hafa enga þýðingu við úrlau sn málsins að mati dómsins þótt rétt vær i . Þá er ósönnuð sú málsástæða stefnanda, sem ekki verður skilin öðruvísi en svo að lágmarks viðmið stefnda hafi verið ósanngjörn og ómálefnaleg. Þessi málsástæða er að auki vanreifuð enda hún , miðað við gögn málsins og atvik , æði langsótt. Að lokum verður ekki fallist á að framsetning og framkvæmd reglna stefnda um lágmarkstíma sé ruglingsleg og/eða óljós. Að minnsta kosti verður engin krafa eins og stefnandi hefur uppi í máli þessu byggð á því að mati dómsins. Málat ilbúnaður stefnanda felur það í sér í raun að aðrir lágmarkstímar séu réttir eða þá að engin lágmörk ættu að gilda, en á það verður ekki fallist , sbr. framangreint , og engin efni í máli þessu að slá föstum einhverjum öðrum og með einhverju móti eðlilegri o g skýrari lágmörkum . ------- Stefnandi byggir á því að ste f ndi hafi ekki gætt að jafnræði þegar sambandið synjaði stefnanda um þátttöku. Þessari málsástæðu verður að hafna sem ósannaðri , burtséð frá 20 þýðingu hennar fyrir málið eins og það er lagt fyrir dóminn. Annar þeirra íþróttamanna sem stefnandi nefnir í þessu sambandi mun hafa fengið keppnisrétt og keppt á mótum án þess að hafa staðist lágmörk samkvæmt afreksstefnu stefnda sumarið 2017. Stefnandi hefur ekki hnekkt þeirri staðhæfingu stefnda að þegar keppandinn tók þátt í tveimur fyrstu mótunum sem nefnd eru haf ð i afreksstefna sambandsins ekki tekið gildi , sbr. framangreint, og því ekki hægt að líta svo á eðli máls samkvæmt að henni hafi ekki verið fylgt. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að Þríþrautarsamband Íslands er mjög ungt sérsamband innan ÍSÍ, stofnað 2016 , og afreksstefnan því sjálfsagt í einhverri mótun fyrstu misserin , eins og málsatvik bera með sér. Hins vegar mun umræddur keppandi h afa tekið þátt í móti eftir að viðmiðin tóku gildi, og hafa þá uppfyllt kröfur um lágmark. Þá hefur stefnandi ekki gert tilraun til að hafna þeirri staðhæfingu eða þýðingu hennar að hinn íþróttamaðurinn sem hún nefnir til leiks og telur hafa fengið afslát t eða undanþágu fr á afreksstefnu stefnda f éll ekki undir þær reglur vegna ungs aldurs. Þá verður að telja þá málsástæðu haldlausa að ekki hafi verið sýnt fram á að öðrum - keppnum. Stefnandi he fur þannig ekki heldur hnekkt þeirri staðhæfingu stefnda að þessi sé vissulega staðan , en það stafi einfaldlega af því að enginn hafi sótt. Einnig verður því hafnað að það hafi áhrif hér til framtíðar litið þótt stefnandi virðist vera eini íþróttamaðurinn hér á landi sem hafi sannanlega fengið undanþágur frá afreksstefndu stefnda. Það getur ekki skapað stefnanda rétt eða réttmætar væntingar um að slíkar undanþágur verði veittar hverju sinni sem hún sækir um. ------- Vafalaust er , miðað við gögn málsins , að stefnanda og forystu stefnda eða a.m.k. einhverja forsvarsmenn hefur greint á um áherslur í starfinu, umgjörð móta og skilyrði til keppni, umrædd lágmarksviðmið og þátttökurétt félagsmanna , einkum þá stefnanda , í mótum erlendis. 21 Dómurinn telur hins veg ar ósannað með öllu að stefnandi hafi orðið fyrir einhverju sem flokka mætti sem einelti af hálfu forsvarsmanna stefnda eins og einelti er t.a.m. skilgreint í b - lið 3. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundi nni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sem sækir stoð í lög nr. 46/1980 , burtséð frá gildi þess ákvæðis fyrir úrlausn þe s sa máls . Þá verður ek ki séð að stefndi hafi brotið þær reglur Íþróttasambands Íslands sem stefnandi vísar til , hvort sem er lög eða siðareglur sambandsins , a.m.k. ekki þannig að hafi nokkra þýðingu við úrlausn þessa mál. Ekki heldur 4. o g 6. g r. meginreglna Ólympíusáttmálans . Þannig hefur stefndi ekki meinað stefnanda með nokkrum hætti þátttöku í íþrótt sinni eða að njóta þess sem aðil d að stefnda býður upp á . Það getur ekki flokkast undir brot á mannréttindum að setja iðkendum lágmarksskilyrði fyrir þátttöku í skilgreindum keppnum með málefnalegum reglum sem hafa almennt gildi. Áður er fjallað um að ósannað er að stefndi hafi ekki gætt jafnræðis gagnvart stefnanda, eða að henni hafi verið mismunað. Önnur rök fyrir kröfum stefnanda, svo sem tilvísun til laga og grundvallarreglna samfélagsins um jafnræði og bann við mismunun , eins og það er orðað , og meint brot gegn lögum nr. 10/2008 um j afnan rétt kvenna og karla sem og 65. gr. stjórnarskránnar , eru haldlaus að mati dómsins. ------- Með vísan til alls framangreinds hefur stefnanda ekki tekist að sýna fram á að stefndi eða forsvarsmenn sambandsins hafi brotið á henni og b eri ábyrgð með s aknæmum og ólögmætum hætti á meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar. Þegar af þeirri ástæðu verður kröfum stefnanda um miskabætur á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 hafnað. Dómurinn telur , með vísan ti l 3. mgr. 130. g r. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, óhjákvæmilegt að dæma stefnanda til greiðslu á hluta málskostnaðar stefnda og ákveðst hann með hliðsjón af umfangi málsins og atvikum hæfilegur 600.000 krónur. Málið fluttu, fyrir hönd stefnanda , Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður og , fyrir hönd stefnda , Guðbrandur Jóhannesson lögmaður. 22 Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefndi, Þr íþrautarsamband Íslands, er sýknað ur af kröfum stefnanda , A . Stefnand i greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson