Héraðsdómur Vesturlands Dómur 31. janúar 2020 Mál nr. E - 70/2017 : Vilhjálmur Diðriksson, ( Ómar Karl Jóhannesson lögmaður) Hans Pétur Diðriksson og (Ómar Karl Jóhannesson lögmaður) Borgarbyggð ( Páll Arnór Pálsson lögmaður ) g egn íslenska ríkinu ( Andri Andrason lögmaður ) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 6. desember sl., var höfðað með stefnum birtum 26. apríl 2017. Stefnendur eru annars vegar Borgarbyggð, Borgarbraut 14, Borgarbyggð, og hins vegar Vilhjálmur Diðriksson og Hans Pétur Diðriksson, báðir til heimilis að Helgavatni 1, Borgarbyggð. aðallega a ð úrskurður óbyggðanefndar frá 11. október 2016, í máli nr. 3/2014: Hvítársíða, Þver árhlíð og Norðurárdalur, verði felldur úr gildi að því er varðar þjóðlendur á landsvæði innan eftirtalinna marka: Á vesturhluta Tvídægru: Upphafspunktur er í Sýrdalsborg. Þaðan er dregin lína norðaustur í Urðarstapa, úr Urðarstapa í Spenatjarnir, þaðan eftir austurbrún Fanngils ofan að merkjasteini á eystri gilbarminum, úr þeim steini sjónhending í hásuður í Háu mela við Litlu - Þverá. Litlu - Þverá er fylgt austur að Hrólfsvatnskvísl sem er fylgt í vesturenda Hrólfsvatns. Þaðan er lína dregin í norðaustur u m smátjarnir við vestanvert Þverárvatn og þaðan milli Breiðavatns og Nautavatns um Staðarhól og að punkti við norðurenda Langavatns. Þaðan er sjónhending í suðurenda Flóavatns sem er á norðurmörkum ágreiningssvæðisins. Þaðan er sjónhending vestur í suðuren da Krókavatns og þaðan ræður Skútagil að Hrútafjarðará. Frá ármótum Skútagils og Hrútafjarðarár er lína dregin vestur um Reipgiljaborg að Hæðarsteini og þaðan lína að ármótum Norðurár og Sandkvíslar við suðurenda Holtavörðuvatns. Þaðan 2 ræður Norðurá suður þar til Hellisá rennur í hana, þá ræður Hellisá, svo Hellisgil að upphafspunkti í Sýrdalsborg. Á austurhluta Tvídægru: Upphafspunktur er við vesturenda Hrólfsvatns. Þaðan er dregin lína í norðaustur um smátjarnir við vestanvert Þverárvatn og þaðan milli B reiðavatns og Nautavatns um Staðarhól og að punkti við norðurenda Langavatns. Þaðan er sjónhending í suðurenda Flóavatns. Þaðan ræður sjónhending austur í Urðhæðavatnslæk og er honum fylgt suður að Nyrðra - Kvíslavatni og úr því í Kvíslavatnslæk sem ræður að Skjaldartjörn. Úr Skjaldartjörn ræður Skjaldtjarnarkvísl í Kjarará og Kjarará að Fiskilæk. Þá ræður Fiskilækur í Vatnshnúkavatn og þaðan norður í Vatnshnúk. Þaðan er vatnaskilum fylgt í Lambadal og eftir Lambadalslæk norðaustur að upphafspunkti í vesturen da Hrólfsvatns . Á Sámsstaðasellandi: Upphafspunktur er vestasta Rangárgil við Kjarará. Þaðan norður eftir gilinu í háfjall. Þaðan er vatnaskilum fylgt austur í Vatnshnúk og þaðan suður í Vatnshnúkavatn. Úr Vatnshnúkavatni ræður Fiskilækur (Vatnshnúkslækur) í Kjarará og svo ræður Kjarará suðurmörkum að upphafspunkti við Rangárgil. Á Reykholtssellandi: Upphafspunktur er Skjaldmeyjargil við Kjarará. Þaðan norður Skjaldmeyjargil að afréttargirðingu við landamerki jarðarinnar Kvía I. Þaðan er l ínan dregin austur eftir landamerkjum Kvía I þar til komið er að Einbúa og þaðan áfram austur eftir hásandinum að punkti sem er suður af Olnboga. Þaðan er lína dregin suður í Merkigil (vestasta Rangagil) og eftir gilinu í Kjarará. Kjarará ræður suðurmörkum að upphafspunkti við Skjaldmeyjargil. Austurhluti Síðumúlaskógar: Upphafspunktur er Örnólfsdalsá / Kjarará við Myrkhyl. Þaðan er farið norður í afréttargirðingu á móts við Myrkhyl og eftir girðingunni upp að landamerkjum jarðarinnar Kvía I. Þaðan er lína n dregin austur í Skjaldmeyjargil og eftir gilinu í Kjarará. Áin ræður suðurmörkum að upphafspunkti við Myrkhyl. Stefnandi krefst viðurkenningar á því að innan framangreindra merkja sé engin þjóðlenda. 3 Til vara krefst stefnandinn Borgarbyggð þess að áðurgreindur úrskurður óbyggðanefndar verði felldur úr gildi að hluta til og að viðurkennt verði að engar þjóðlendur séu innan Stefnandinn krefst þess loks að honum v erði dæmdur málskostnaður eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál, en hann fékk gjafsókn í máli þessu með leyfi dómsmálaráðuneytisins , dags. 4. d esember 2019. Stefnendurnir Hans Pétur Diðriksson og Vilhjálmur Diðriksson krefjast þess að úrskurður óbyggð anefndar frá 11. október 2016, í máli nr. 3/2014: Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur, verði felldur úr gildi að hluta, n.t.t. hvað varðar allt land innan eftirtalinna merkja, og að viðurkennt verði að umrætt land svæði sé ekki þjóðlenda: Að vestanver ðu frá Litlu - Þverá ræður lækur uppeftir nyrðri Sýrdal allt upp að þeim punkti sem er í beinni línu á milli vörðu á hæðunum vestur af Sýrdalsvatni yfir í Sýrdalsborg, og þaðan í Urðarstapa, úr Urðarstapa í Spenatjarnir þaðan eftir austurbrún Fanngils ofan a ð merkjasteini á Eystri gilbarminum, úr þeim steini sjónhending í hásuður á Háu mela við Þverá, svo ræður Litla - Þverá að sunnanverðu allt að nyrðri Sýrdalslæk. Stefnendurnir krefjast þess og að þeim verði dæmdur málskostnaður eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál, en þeir fengu gjafsókn í máli þessu með leyfi dómsmálaráðuneytisins , dags. 4. d esember 2019. Stefndi, íslenska ríkið, krefst þess að hann verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnenda og að honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður að mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess að aðilar beri hver sinn kostnað af málinu. Dómurinn fór á vettvang 3 . september sl., ásamt fulltrúum málsaðila, og skoðaði hið umdeilda landsvæði. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur stefnandinn Hans Pétur Diðrik sson og vitnið Ólafur Guðmundsson. 4 II. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal óbyggðanefnd kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Með bréfi til fjármálaráðherra, dags. 21. febrúar 2008, tilkynnti nefndin þá ákvörðun sína að taka til umfjöllu nar svæði 8, sbr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr. tilvitnaðra laga. Var svæði þessu nánar lýst svo að það tæki til sveitarfélaganna Skagafjarðar, Skagastrandar, Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps vestan Blöndu, Húnaþings vestra, Borgarby ggðar (fyrir utan fyrrum Kolbeinsstaðahrepp), Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Nefndin tilkynnti síðan hinn 28. sama mánaðar um þá ákvörðun sína að skipta framangreindu svæði í tvennt og er svæði það sem hér er til umfjöllunar svokallað svæði 8B, eða 8 vestur, sem nær yfir Mýra - og Borgarfjarðarsýslu, að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Afmarkast svæði þetta nánar af sveitarfélagamörkum Borgarbyggðar gagnvart austu rmörkum fyrrum Kolbeinsstaðahrepps, Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, þar til komið er að jaðri Langjökuls. Að austan afmarkast svæðið af austur - og suðurjaðri Langjökuls þar til komið er að suðausturmörkum Borgarbyggðar. Þ aðan er þeim mörkum fylgt þar til kemur að austurmörkum Hvalfjarðarsveitar, sem svo er fylgt til suðvesturs og vesturs að hafi. Að vestanverðu afmarkast svæðið af hafi. Hinn 10. desember 2013 voru kröfulýsingar stefnda á svæðinu lagðar fyrir óbyggðanefnd og birti nefndin tilkynningu um meðferð á framangreindu svæði og útdrátt úr kröfum ríkisins, ásamt uppdrætti, í Lögbirtingablaði 18. desember 2013, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Skorað var á þá sem teldu til eignarréttinda á því landsvæði sem félli innan kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd. Stefnendur sendu óbyggðanefnd kröfulýsingar sínar þar sem kröfum stefnda um þjóðlendu á svæðinu var mótmælt. Var þess krafist að hafnað yrði þjóðlendukr öfum stefnda og m.a. krafist viðurkenningar á því að um væri að ræða eignarland viðkomandi . Óbyggðanefnd ákvað að fjalla um svæðið sem kröfugerð stefnda fyrir nefndinni laut að í fimm málum og var mál það sem hér er til umfjöllunar nr. 3/2014. Náði það til Hvítársíðu, Þverárhlíðar og Norðurárdals. 5 Í úrskurði nefndarinnar uppkveðnum 11. október 2016 var niðurstaðan meðal annars sú að þau landsvæði sem tilgreind eru í dómkröfu m stefnenda væru þjóðlendur í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og afmörkun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, þ.e. vesturhluti Tvídægru, austurhluti Tvídægru, Sámsstaðaselland, Reykholtsselland, austurhluti Síðumúlaskógar og Helgavatnsselland. Öll framangreind svæði hafa í seinni tíð verið s ameinuð sem upprekstrarland Þverárréttar. Þá var það einnig niðurstaða óbyggðanefndar að sömu landsvæði væru afréttur jarða í fyrrum Hvítársíðu - og Þverárhlíðarhreppum, þeirra jarða í Norðurárdals - og Stafholtstungnahreppum sem liggja sunnan og austan við Sanddalsá og Norðurá, sem og jarðarinnar Stafholtseyjar, nú í Borgarbyggð, sbr. 1. gr. og b - lið 7. gr. laga nr. 58/1998. Loks úrskurðaði óbyggðanefnd að jörðin Gilsbakki ætti veiðirétt í öllum vötnum og tjörnum á vesturhluta og austurhluta Tvídægru, jörði n Sámsstaðir ætti veiðrétt í Kjarará fyrir landi Sámsstaðasellands og jörðin Síðumúli ætti veiðirétt í Kjarará fyrir landi Reykholtssellands og fyrir landi austurhluta Síðumúlaskógar, allt í samræmi við II. kafla laga um lax - og silungsveiði nr. 61/2006 . Stefndi, íslenska ríkið, gerði einnig í málinu kröfu um viðurkenningu á þjóðlendu á svokölluðum Lambatungum, milli Lambár og Kjararár austast í afréttinum. Þeirri kröfu var hins vegar hafnað og bein eignarréttindi stefnandans Borgarbyggðar á því svæði þar með viðurkennd. Afrétt arsvæði það sem deilt er um í þessu máli er ofan sveitanna Hvítársíðu, Þverárhlíðar og Norðurárdals, en jarðirnar sem liggja að því eru Gilsbakki, Sámsstaðir, Síðumúli og Örnólfsdalur, sem allar eru í Hvítársíðu, og svo jarðirnar Kví ar og Hermundarstaðir í Þverárhlíð og Krókur, Sveinatunga, Hlíðarland og Fornihvammur í Norðurárdal. Að norðan liggur að stórum hluta til land Óspaksstaða auk upprekstrarlanda Húnaþings vestra eða einstakra jarða innan þess sveitarfélags. 6 III. Málsástæð ur stefnandans Borgarbyggðar Stefnandi byggir á því að allt land Upprekstrarfélags Þverárréttar , nú stefnandans Borgarbyggðar, innan skráðra merkja sé eignarland í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur. Sé vísað til landamerkjabréfsins frá 10. apríl 1890 sem grundvallarheimildar um eignarréttinn, en það lýsi eignarlandi upprekstrarfélagsins. Bréfinu hafi verið þinglýst 8. júní 1915 og hafi það ekki sætt athugasemdum fyrr en stefndi hafi hafið málsmeðferð sína fyrir óbyggðanefnd. Á því sé byggt að það landsvæði sem kröfur stefnandans lúti að hafi í upphafi verið numið þótt ekki séu til heimildir að öllu leyti um það hversu langt landnámið hafi náð inn til landsins. Nefndar séu í Landnámu ár sem markað hafi landnámin á hlið og verði ekki annað ætl að en að landnám annarra landnámsmanna ráði ytri merkjum, svo sem landnámsmanna í Húnaþingi. Þá sé hægt að draga víðtækar ályktanir af máldögum fyrir Gilsbakkakirkju frá 1306, 1397 og 1570, en þar séu vötnin á Tvídægru talin eign kirkjunnar. Bendi það til eignarréttar á landinu eða landgæðum, þ.e. að landið hafi verið numið í öndverðu. Þá hafi Gilsbakkaselland verið afmarkað, en það sé drjúgur hluti þess lands sem nú sé nýtt af upprekstrarfélaginu og innan merkja samkvæmt landamerkjaskránni frá 10. apríl 18 90 . Fullyrðingar stefnda um að umrætt landsvæði hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti fái ekki staðist þar sem góðar lýsingar Landnámu á landnámi nokkurra aðila nái til drjúgs hluta svæðisins. Séu þá komnar meiri líkur en minni á því að landnámið nái yfir allt svæðið. Ekki sé nokkur innistæða fyrir þeim fullyrðingum stefnda að landið innan lýsingar landamerkjaskrár hafi aðeins verið numið til takmarkaðra nota þótt það leiði af eðli máls að landnot verði minni en ella er fjær dragi býlunum. Hellisd alur hafi verið numinn á fjall upp og allt það svæði sem nú sé Örnólfsdalur, Reykholtsselland og Sámstaðaselland . Einnig hafi öll jörðin Kvíar og svo austurhluti Tvídægru verið numin af landnámsmanninum Örnólfi. Óbyggðanefnd hafi í úrskurði sínum fjallað um landnámslýsingar og m.a. tiltekið að s é tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við túlk un framangreindra lýsinga verði að telja líklegt að svæðið hafi verið numið að hluta til. Að sama skapi verði sú ályktun dre gin að eftir því sem fjær dragi frá byggð og land hækki sé meiri vafa undirorpið að landsvæðið hafi verið numið. Þó ber i að gera þann fyrirvara að óvissa um aðferðir við landná m og 7 umfang þess hverju sinni sé þ að mikil að ekki verði fullyrt með afdráttarlausum hætti um nákvæma stærð þeirra, sbr. umfjöllun um landnám í a lmennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Í stað þess að líta svo á að hinar gömlu heimildir um landnám styrki skriflegar þinglesnar heimildir um eignarrétt, bæði landamerkjabréf og lögfestur, hafi óbyggðanefnd farið þá leið að láta stefn da njóta vafans, sem sé andstætt almennum sönnunarreglum í íslenskum rétti. Eignarréttur að landi hafi í upphafi stofnast með landnámi. Landnámsjarðir hafi verið fáar og stórar og smám saman hafi þær skipst upp. Þeim hafi eftir sem áður fylgt upprekstrarl and sem aðallega hafi verið nýtt til beitar fyrir búfénað. Kirkjujarðirnar hafi oft eignast landið eða þá að landgæðum hafi verið skipt þannig að staðirnir héldu tilteknum réttindum, svo sem veiði, en jarðir innan sveitar hafi haldið rétti til beitar. Þega r búfjárrækt hafi aukist hafi myndast aukin þörf fyrir beitarland, sem hafi orðið til þess að innansveitarmenn hafi keypt í nafni upprekstrarfélaga, síðar sveitarfélaga, aðliggjandi land til viðbótar eða fengið það með samningum við landeigendur. Lögbýlin hafi haldið réttindum sínum til hins óskipta lands á heiðum uppi enda skíni það í gegnum hinar miklu bréfaskriftir um og upp úr miðri 19. öld vegna eignarhaldsins á deilusvæðinu að ábúendur hafi talið rétt sinn byggjast á fornum rétti bújarðanna til sameig narlandsins. Hafi þeir þó verið tilbúnir til að taka tillit til sérréttinda og eignarhalds ákveðinna jarða, svo sem Gilsbakka og Helgavatns. Í tilviki stefnanda verður ekki séð að bændur hafi gefið upp fornan rétt sinn til landsins allt frá landnámi en up phaflega hafi það land sem nú sé sameiginlegt afréttarland samkvæmt landamerkjabréfi haft stöðu jarðar en smám saman skipst niður við aukningu byggðar. Stefnandi byggi á því að landamerkjaskráin frá 10. apríl 1890 sé mikilvægt sönnunargagn um eignarrétt s tefnanda á afréttarlandinu enda hafi hún verið gerð eftir langan aðdraganda og undirbúning. Ekki verði annað ráðið af henni en að þeir sem hana rituðu hafi talið sig vera að lýsa eignarlandi og hafi sá skilningur verið staðfestur af þeim eigendum nágrannaj arða sem staðfest hafi hana með undirritun sinni. Það styrki líka eignarrétt á landinu að útgefendur skrárinnar telji sig hafa verið þess umkomna að fjalla um og ákveða hverjir ættu selfararrétt, veiðirétt o.s.frv. og að það hafi ekki sætt neinum andmælum. Gilsbakkakirkja hafi gefið eftir eignarrétt sinn til upprekstrarfélagsins, 8 eignarrétt sem framan af öldum hafi verið óumdeildur og samkvæmt fornum heimildum talist vera hjá kirkjunni. Stefnandi bendi á að í greinargerð með lögum um þjóðlendur segi: Um þ á afrétti, sem tilheyra einstökum jörðum eða kirkjum, eða sveitarfélög eða upprekstrarfélög hafa keypt eða með öðrum hætti fengið lögmæta eignarheimild fyrir, er að vísu enginn vafi. Þar á afréttareigandinn afréttarlandið með öllum þess gögnum og gæðum, en má þó ekki með hagnýtingu sinni spilla afréttarnotum annarra, sem þar eiga upprekstrarrétt, hvort sem sá réttur byggist á fornri hefð eða löggerningi. Sama sjónarmið sé svo lagt til grundvallar í almennum niðurstöðum ó byggðanefndar. Stefnandi telji að þ essa reglu beri að leggja til grundvallar með hliðsjón af þeim gögnum sem fyrir ligg i og styð ji eignarrétt hans á kröfusvæðinu , ásamt því að fyrir ligg i að Gilsbak kakirkja hafi gefið eftir eignarrétt til u pprekstrarfélagsins , eins og áður sé fram komið . Þa ð sama eigi við um Sámsstaðasellandið. Af bréfaskiptum sem orðið hafi í framhaldi af deilum milli Gilsbakkaprests annars vegar og upprekstrarfélagsins hins vegar sé ljóst að báðir aðilar hafi haldið fram eignarrétti að landinu. Presturinn hafi hins vegar ekki getað varið landið ágangi og gefið eignarrétt eftir til bændanna en þó haldið eftir rétti til vatna og veiði. Hafi það verið Gilsbakkaprestur sem gert hafi drög að landamerkjaskránni, sem eftir yfirlestur og leiðréttingar hafi svo endanlega verið samþ ykkt og þinglýst. Hér hafi ekki verið kastað til höndum og ekki hafi verið um einhliða yfirlýsingu að ræða af hálfu landeiganda. Þau landamerkjabréf sem óbyggðanefnd og dómstólar hafi helst amast við og talið hæpnar heimildir séu landamerkjabréf sem lýsi merkjum til fjalls eða jökla án þess að nokkrar heimildir séu til um hversu langt landið nái eða að um það verði ekki ráðið með öðrum hætti. Um það sé ekki að tefla í þessu tilviki. Landamerkjabréf geti falið í sér samning , eins og óbyggðanefnd komi inn á í úrskurði sínum, en þegar komi að því að meta gildi landamerkjabréfsins að því er eignarrétt varði segist nefndin ekki geta ráðið með skýrum hætti af landamerkjabréfinu sjálfu hver sé grundvöllur þess eignarréttar sem rétthafar samkvæmt því hafi talið si g vera að tryggja. Hallist nefndin að því að þeir sem að landamerkjabréfinu stóðu hafi ekki litið svo á að 9 það landsvæði sem þar sé afmarkað væri undirorpið beinum eignarrétti þeirra, heldur fremur óbeinum eignarréttindum sem falist hefðu í upprekstrarrétt i og afréttarnotum. Þessi túlkun nefndarinnar standist ekki að áliti stefnanda. Bæði beri að líta til langrar forsögu um eignarrétt, deilna um eignarrétt og notkunar orðanna eignar og eignarréttar í skjalinu sjálfu, auk ítarlegra skjala í aðdragandanum. Ób yggðanefnd hafi lagt á það áherslu almennt að notkun orðsins afréttur hafi litla þýðingu varðandi sönnunargildi um eignarréttarlega stöðu en í þessu tilviki sé það hins vegar farið að skipta máli. Smávægilegur vafi um það hvernig aðilar samnings líti á eig narréttarlega stöðu sína sé túlkaður þeim í óhag í stað þess að líta á stöðuna í víðara samhengi varðandi sönnunarbyrði. Í málinu geri íslenska ríkið kröfur um þjóðlendu á þeim grundvelli að landið sé ekki háð eignarrétti. Innansveitarmenn, sem nýtt hafi l andið mann fram af manni allt frá landnámi og hafi skjallegar heimildir og þinglýstar fyrir eigninni, sem að auki séu studdar gömlum heimildum, fá ekki að njóta smávægilegs vafa. Þegar stefnandi sé með sterk skjalleg gögn sem bendi til eignarréttar ætti sö nnunarbyrðin samkvæmt almennum sönnunarreglum réttarfars að vera hjá þeim sem haldi hinu gagnstæða fram. Samningurinn sem felist í landamerkjabréfinu frá 10. apríl 1890 sé einstæður á landsvísu. Allir sem hugsanlega hafi átt hagsmuna að gæta hafi komið að honum, hann hlotið blessun yfirvalda og honum síðan verið þinglýst. Þessi samningur ætti að njóta sérstöðu og íslenska ríkið að virða hann. Sé hann vart sambærilegur við nokkur önnur gögn sem fram hafi komið í þjóðlendumálum. Í honum sé tekið á öllum fram komnum ágreiningsmálum og leyst úr eignarréttardeilum. Sá sem vilji vefengja efni slíks samnings ætti að hafa sönnunarbyrðina fyrir því að hann sé efnislega rangur. Hann ætti að þurfa að sýna fram á að þeir er samninginn gerðu hafi getað haft í huga að ein hver annar ætti eignarrétt að landsvæðinu en þeir sem þar um hafi vélað. Fyrirliggjandi gögn staðfesti að Gilsbakkakirkja hafi haldið eftir hluta af eign ar réttindum sínum á kröfusvæðinu, s.s. veiði, þ egar hluti heimalandsins , þ.e. landið norðan Kjararár , hafi verið gefið eftir til upprekstrarfélagsins. Hið sama gildi um land Reykholtskirkju á Kjör. Í því tilviki hafi verið um eins konar sáttagjörð að ræða milli landeigenda , sem staðfest hafi verið með gerð landamerkjabréfs fyrir upprekstrarlandi ð . Því sé ljóst að ekki sé um það að ræða að eignarréttur hafi fallið niður á þe ssum hluta heimalands Gilsbakka , norðan Kjararár , eða á því landi Reykholtskirkju sem afhent hafi verið 10 upprekstrarfélaginu s amkvæmt framansögðu. Sömu sjónarmið gild i einnig um þau atvik þegar eigandi Gilsbakka hafi selt upprekstrarfélaginu landsvæðið Lambatungur undan eignarjörð sinni. Það h afi talsverða þýðingu eignarréttarlega s éð að Reykholt skirkja hafi byggt Norðtungubónda sel í Reykholtskirkjulandinu , því að hann afsal i sér ekki s elfararrétti í landið heldur f ari með það sem eignarla nd. Hafi þar verið búseta um tíma. Þá sé það vísbending um eignarréttinn að veiði í Kjarará hafi fylgt þessu sellandi. Það bendi ótvírætt til eignarréttar á sellandi Reykholtskirkju í Kjör að kirkjan hafi samkvæmt lögfestunni frá 16. maí 1685 land allt og það ítakalaust , en ítök sé u jafnan í annars manns eignarlandi. Þá skipti máli að land þetta sé umlukið eignarlöndum, þ.e. Síðumúlaselland i , Örnó lfsdal, Kvíum og Sámsstaðasel land i. Þá liggi fyrir að byggingarbréf hafi verið gefið út til Norð t ungubónda en aðeins landeigandi geti gefið út slíkt bréf. Jafnframt hafi Kirkjueignasjóður selt veiðirétt frá landinu til Síðumúlabónda og staf i sá gerningur frá Stjórnarráði Íslands. Landamerki eignarlands u pprekstrarfélagsins , nú stefnandans Borgarbyggðar, séu að öllu leyti óumdeild. Þau samrými st landamerkjaskrám aðliggjandi jarða og eignarlönd séu nánast á alla vegu. Á Holtavörðuheiðinni og austurhluta Tvídægru liggi land Óspaksstaða á móti landi stefnanda . Aðeins á smákafla frá Króksvatni til Flóavatns hins mikla sé þjóðlenda norðanmegin, en þar nái Húksheiði að merkjum samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013. Efra - Núpsheiði og Aðalbólsheiði taki svo við, báðar eignarlönd. Það styrki eignarrétt stefnanda að landamerkjum hafi verið lýst á alla vegu og skráin samþykkt af þeim er land hafi átt að afréttinum , en í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar og dómum Hæstaréttar sé gengið út frá því að áritun um samþykki eigenda aðliggj andi jarða, þinglýsing og innfærsla í landamerkjabók auki sönnunargildi landamerkjabréfs. Á það sé bent að upprekstrarfélagið hafi gert samninga við einstaka landeigendur um skipti á landgæðum , svo sem við eiganda Síðumúla. Þeir sem aðeins eigi upprekstrarrétt geti vart staðið í slíkum samningum. Þá hafi félagið staðið í stappi við eiganda Sámsstaða um Sámsstaðaselland þótt sellandið hafi fylgt Sámsstöðum sem eignarland samkvæmt 11 kaupbréfi fyrir Kalmanstungu og Sámsst aði frá 1398. Á fundi sem haldinn hafi verið í Síðumúla 8. aprí l 1890 hafi samist svo að eigandi Sámsstað a sleppt i tilkalli til eignar á landi þessu en ætt i þar einungis selland og héld i óskertum veiðiréttin d um í Kjarará. Hér hafi Sámsstaðaeigandi nn verið ofurliði borinn af sveitungum sínum , sem hafi viljað fá landið til beitar og þá væntanlega út frá gamalli hefð. Engu að síður h afi hann haldið selstöðurétti og veiðirétti sínum í Kjarará . Megi vel rökstyðja að þar hafi hann haldið hluta af eignarréttindum sínum sé litið til þess að það virðist hafa tíðkast nokkuð að skipta upp eignarréttinum, einn hafi fengið grasnytjar , annar veiði o.s.frv. Dómur Landsyfirréttar 1896 í máli nr. 11/1896, svokölluðu Hellistungumáli , styrki einnig eignarrétt stefnanda, en dómurinn hafi dæmt u pprekstrarfélaginu eignarrétt að H ellistungum. Land þetta sé nú hluti af upprekstrarlandinu og hafi eigendur ekki gert grein armun á því og öðru landi. Í úrskurði óbyggðanefndar sé gert lítið úr þessum dómi og tekið fram að hann snúist um upprekstrarrétt. Eins og sjá megi af texta dómsins s é greinilega verið að fjalla um eignarrétt og aðeins viðurkenndur réttur Hjarðarholtskirkju til selfarar í land uprekstrarfélagsins en hafnað kröfu Hjarðarholtskirkju um eignarrétt á landi. Báðir aðilar hafi haldið því á lofti að deilan væri um eignarrétt og geti síðari tíma skilgreiningar á hugtökum ekki breytt því. L jóst sé af þeirri miklu umfjöllun sem verið hafi um afréttinn á miðri 19. öld að bændur í hreppunum fjórum hafi talið sig hafa unnið eignarrétt fyrir hefð. Lýs i þeir eignarrétti sem byggist á nýtingu þeirra einna á landinu um ómunatíð. Fram komi í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar að dómstólar hafi hafnað því að eignarhefð verði unnin á grundvelli hefðbundinna afréttarnota af landi utan landamerkja jarða. Af hálfu stefnanda sé m.a. byggt á h efðinni, þ.e.a.s. að hann hafi þinglýstar heimildir fyrir landi sem tilteknir bændur hafa einir nýtt á þann veg að um fullkominn eignarrétt sé að ræða. Svo virðist sem stefndi mismuni landeigendum þegar k omi að kr öfum um þjóðlendur . Ekki sé gerð krafa um að land Kvía verði lagt undir þjóðlendu þótt stór hluti þess lands sé innan afréttargirðingar. Íslenska ríkið eigi að forðast mismunun þegnanna og eigi jafnframt að hafa samkvæmni í kröfum sínum. Sé landsvæði sem krafa sé gerð í á engan hátt frábrugðið öðru landi við hliðina, sem háð er einkaeignarrétti, séu auknar líkur á að það sama eigi við um kr öfulandið. Þetta hefur komið fram í nokkrum hæstaréttarmálum 12 um þjóðlendur og færist sönnunarbyrðin þá yfir á ríkið. Ekki sé nægilegt fyrir ríkið að benda á að Kvíar séu með eina landamerkjaskrá fyrir allt landið en ekki hafi staðið í íslenska ríkinu að sk era í sundur þinglýstar jarðir. Þess utan sé upprekstrarfélagið með þinglýsta landamerkjaskrá og land þess umlyki land Kvía. Jafnframt sé byggt á því að stefnandi, og þá þeir sem að stefnanda standi og forverar þeirra, hafi haft réttmætar væntingar til þe ss að landsvæði þetta teljist háð beinum eignarrétti, sem hann verði ekki sviptur án bóta. Þá sé vísað til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og stjórnarskrár um að sambærileg málefni hljóti sömu niðurstöðu og að jafnræði ríki milli borgaranna. Austurhluti Tv ídægru hafi verið numinn af landnámsmanninum Örnólfi. Lögfestur, máldagar og vísitasíur beri glögglega með sér að þetta landsvæði hafi verið eignarland Gilsbakka og að hluta til annarra jarða í Hvítársíðu á sínum tíma, enda nái lýsingar til allra þeirra þá tta sem eignarréttur nái til. Í reynd megi segja að eignarréttur hafi stofnast fyrir nám á allri Tvídægru en vegna nálægðar Lambatungna við heimajörðina hafi verið auðveldara fyrir Gilsbakkakirkjueigandann að halda á lofti eignarrétti sínum. Allt frá landn ámi fram á 19. öld hafi stjórnendur kirkjunnar ekkert gefið eftir varðandi eignarréttinn á Tvídægru, en samkomulag hafi svo náðst milli oddvita hlutaðeigandi þriggja hreppa annars vegar og Gilsbakkaprests hins vegar um að svæðið yrði talið eign upprekstrar félagsins. Báðir aðilar hefðu haldið stíft fram sínum eignarrétti. Slagur aðila um eignarhald sem endi með samningi leiði ekki til þeirrar niðurstöðu að landið sé ekki undirorpið eignarrétti og því þjóðlenda. Slík röksemdafærsla standist ekki að íslenskum rétti. Í úrskurði sínum í máli nr. 4/2014 hafi óbyggðanefnd komist að þeirri niðurstöðu að Kalmanstunguland og Arnarvatnsheiði væru eignarlönd og ekki þjóðlenda. Landnám Kalmans hafi verið innar í landinu en land stefnanda og nái til lands allt að jöklum . Í raun sé Arnarvatnsheiðin lítt frábrugðin Tvídægru að stórum hluta en Tvídægra hafi þó það fram yfir að eignarlönd liggi að henni á nær alla vegu. Við mat á því hvort land teljist þjóðlenda eða ekki hafi þetta atriði almennt skipt miklu máli. 13 Í niðurs töðu óbyggðanefndar komi fram að nefndin hafi í fyrri úrlausnum sínum byggt á því að skýrar frásagnir Landnámu hafi sönnunargildi um tilvist eignarréttar en hæpið sé að af takmörkuðum lýsingum í Landnámu verði dregnar afdráttarlausar ályktanir um það hvort í öndverðu hafi verið stofnað til eignarréttar yfir landsvæði með námi. Af frásögnum Landnámu á hinu umdeilda svæði verði sú ályktun dregin að ágreiningssvæðið hafi verið numið að hluta til, a.m.k. Hellisdalur á vesturhluta Tvídægru, Örnólfsdalur, hluti K jararárdals og hluti Lambatungna. Að sama skapi verði sú ályktun dregin að eftir því sem fjær dragi byggð og land hækki sé meiri vafa undirorpið hvort landsvæðið hafi verið numið. Stefnandi telji að óbyggðanefnd hafi við þessa skoðun farið nokkuð knappt í að túlka lýsingar Landnámu. Stefnandi haldi því fram að í mörgum dómum Hæstaréttar um þjóðlendur sé skerðing eignarréttar of víðtæk og sé andstæð ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig séu ekki virtar meira en 100 ára gamlar þinglýstar eignarheimildir sem styðjist við lýsingar sem gengið hafi munnlega mann fram af manni uns skráningarskyldu hafi verið komið á. Í stað þess að hið þinglýsta skjal sé látið gilda sem heimild fyrir eignarrétti, nema sá sem vefengi sýni fram á annað, sé sönnunarbyrðin lögð á þann sem hafi þinglýstu heimildina. Í sumum dómum sé þessu öðruvísi farið og virðist sem samræmis sé ekki gætt er komi að sönnunarkröfum, en rannsóknir á dómum bendi til þess að dómstólar hafi ekki gætt samræmis og jafnræðis varðandi sönnunarkröfur í þjóð lendumálum. Lög um þjóðlendur, sem tekið hafi gildi árið 1998 og hafi átt að taka til eigendalausra svæða á miðhálendi Íslands, ættu ekki að ná til lands sem allir fjórðungsmenn hafi verið samstíga um eignarhald á í meira en öld. Eignaupptaka með stuðning i slíkra laga sé andstæð 72. gr stjórnarskárinnar. Varakrafa stefnanda byggist á því að taka megi í dómi afstöðu til einstakra landsvæða í úrskurði óbyggðanefndar. Þannig sé t.d. austurhluti Tvídægru sérstakt svæði sem hafi fallið innan varakröfu stefnan da er málið hafi verið til meðferðar hjá óbyggðanefnd, að meðtöldum sellöndunum niður með Kjarará að norðanverðu. Í aðalkröfu felist að viðurkenndir verði allir kröfuliðir en í varakröfu að taka megi til greina einn eða fleiri kröfuliði, enda hafi hvert sv æði sína sérstöðu og niðurstaða þá væntanlega mismunandi þegar tekin sé ákvörðun um þjóðlendu. 14 Austur hluti Tvídægr u Austur hluti Tvídægr u hafi þá sérstöðu umfram vesturhlutann að hún hafi verið innan landamerkja Gilsbakka, á henni hafi verið Gilsbakkase lland og síðast en ekki síst falli - Tvídægra falli innan Hvítsíðingaafréttar enda segi í athugasemdum hreppsnefndar Hvítársíðuhrepps frá því í októ ber 1989, á bls. 32 í Sveitarstjórnirnar í Borgarbyggð, Þverárhlíðarhreppi og Hvítársíðuhreppi hafi gert me ð sér samkomulag um lögsögumörk 15. nóvember 1996 og hafi mörkin á Tvídægru verið Þverárvatna, og þaðan lína beint í Þverárvötn; þá lína úr Þverárvötnum austast, um Merkjavörðu á Hryggjum (norð)vestan Breiðavatns, þá norðan við Breiðavatn í sveitarfélögin sameinast í eitt, Borgarbyggð, en afmörkunin milli vesturhluta og austurhluta Tvídægru standi. Komi varakrafa til umfjöllunar hjá dóminum ættu síðastgreind mörk að gilda en ekki þau mörk sem óbyggðanefnd hafi ákveðið í úrskurði sínum. Sámsstaðaselland Áður en landamerkjabréf fyrir allan afréttinn hafi verið samið hafi legið fyrir að Sámsstaðaselland væri eignarland með ákveðnum merkjum og hefði verið það frá 14. öld. Því til viðbótar hafi sellandið verið sannanlegur hluti landnáms Hrosskels. Við innlimu n landsins í afréttarlandið með merkjalýsingu hafi eignarréttarleg staða landsins ekkert breyst heldur hafi Sámsstaðaeigandi gefið eignarréttinn eftir til að halda friðinn við sveitunga sína. Sé einhver hluti lands innan landamerkjalýsingar bréfsins gerður að þjóðlendu vegna óvissu um eignarrétt ætti Sámsstaðasellandið að vera utan þess og vera viðurkennt sem eignarland en ekki þjóðlenda. Reykholtskirkjuselland Reykholtskirkjuselland (selland í Kjör) sé land sem óumdeilanlega hafi verið innan landnáms Hro sskels og leigt út af Reykholtskirkju til nýtingar á síðustu öldum. Stefnandi 15 telji að heimildir séu fyrir því að landið hafi verið háð einkaeignarrétti áður en upprekstrarfélagið hafi tekið það yfir. Austurhluti Síðumúlaskóg a r Þessi geiri, sem sé milli Örnólfsdalslands og Skjaldmeyjargils, norðan Kjararár, hafi verið gerður að þjóðlendu með úrskurði óbyggðanefndar en Borgarbyggð hefði undir rekstri málsins vikið fyrir rétti eiganda Síðumúla og gert viðurkenningarkröfu um eignarrétt að Skjaldmeyjargili þ ótt landamerkjaskráin hafi lýst merkjum að landi Örnólfsdals. Eigandi Síðumúla geri ekki fyrir dómi sérstaka kröfu um ógildingu þar sem mestallar kröfur hans hafi verið teknar til greina . Stefnandi eigi þó hagsmuna að gæta, a.m.k. sem eigandi óbeins eignar réttar. Krefjist hann ógildingar þess að landsvæði þetta verði gert að þjóðlendu og lítur þannig á að aðild Síðumúlaeiganda sé ekki nauðsynleg með hliðsjón af atvikum öllum. IV. Málsástæður stefnendanna Vilhjálms Diðrikssonar og Hans Péturs Diðrikssona r Stefnendur byggja á því að Helgavatnsselland sé eignarland í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur o.fl. og hafi það verið svo um aldir , enda fylgi Helgavatnsselið jörðinni Helgavatni samkvæmt landamerkjabréfi fyrir Helgavatn sem eignarland. Sé þ etta og staðfest í lögfestu Ólafs Jónssonar frá 31. maí 1760 , sem þinglýst hafi verið án mótmæla hinn 4. júní sama ár og hafi verið ómótmælt síðan . Megi a f orðalagi lögfestunnar ráða að Ólafur hafi með henni verið að lögfesta eignarréttindi , enda séu öll l andgæði talin upp, auk þess sem landið nái að merkjum annarra jarða að stórum hluta, þ.e. jarðanna Króks í norðvestri, Hermundarstaðalandi í vestri og Kvíum I í suðri . Landsvæðið sé því afmarkað, sem staðfesti enn frekar að engar líkur séu á því að Helgava tnseigandinn hafi í Helgavatnsseli aðeins átt selstöðu í annars manns landi heldur hafi hann verið að lýsa eigin sellandi, sbr. það að í lýsingu á inntaki eignarrétt arins geri hann ekki greinarmun á heimaland i Helgavatns og sellandinu . Lögfestan kveði e kki með nokkrum hætti á um þrengri not en eðlileg séu á eignarlandi, sbr. það sem fram komi á bls. 74 í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar, auk þess sem hún sé gerð áður en svokallaðri nýbýlatilskipan hafi verið komið á árið 1776. 16 Þá sé í niðurstöðu óbyg gðanefndar vegna Helgavatnssellandsins staðfest að merkjum þess sé sérstaklega lýst í framangreindri lögfestu Ólafs Jónssonar þótt þeim sé ekki lýst ... þar sem hann lögfestir eignar - og umráð ajörð sína ... - sellands. Að öðru leyti líti nefndin alfarið fram hjá mikilvægi þessa skjals sem sönnunargagns fyrir því hvernig eignarhaldi á ágreiningssvæðinu hafi verið háttað, þrátt fyrir að hafa viðurkennt í úrskurði sínum að með lögfestingunni hafi Ólafur lögfest eignar - og umráðajörð sína, að lögfestan sé elst heimilda varðandi landið og að lögfestan hafi náð til sellands jarðarinnar. Mótmæli stefnendur þessu áliti nefndarinnar og telji að það g eti ekki staðist þar sem lögfesta Ólafs hafi verið skýr hvað það varðaði að hún tæki einnig til ágreiningssvæðisins, þó svo að merkjum þess væri ekki lýst heildstætt. Lögfesta Ólafs sé því lykilgagn í málinu sem óbyggðanefnd hafi ekki veitt nægilegan gaum við gerð úrskurðarins. Ekki sé hægt að líta svo á að þar sem merkjum landsins sé ekki lýst heildstætt í lögfestunni verði alfarið litið fram hjá henni sem sönnunargagni um eignarhald á ágreiningssvæðinu, eins og óbyggðanefnd geri, og á grundvelli gagna, s em síðar hafi komið til, sé langsóttum ályktunum beitt til að komast að þeirri niðurstöðu að umrætt svæði sé þjóðlenda. Óbyggðanefnd vísi í niðurstöðu sinni m.a. til lögfestu 52 ábúenda í Hvítársíðu, Þverárhlíð, Stafholtstungum og Norðurárdal, sunnan Norð urár og Sanddalsár, frá 17. október árið 1873, sem m.a. hafi náð til hins umdeilda landsvæðis. Af lögfestunni og efni hennar dragi nefndin þá ályktun að þeir sem að lögfestunni hafi staðið hafi litið svo á að þeir hafi getað nýtt Helgavatnssel óátalið til upprekstrar og því hafi eigandi Helgavatns þar einungis farið með takmörkuð eignarréttindi. Stefnendur telji að framangreind ályktun fái ekki staðist. Eðlilegra sé að líta svo á, þegar efni og tilurð lögfestunnar sé metið, að hún sé tilkomin vegna þess að allir ábúendur á svæðinu hafi bundist samtökum til að standa gegn lögfestu frá árinu 1839, sem hefði verið lesin á manntalsþingi vorið áður að undirlagi E. Th. Jónssonar sýslumanns, þá ábúanda Hjarðarholts. Hafi ábúendur þurft að bregðast hratt við og því komið sér saman um að lýsa og lögfesta sameiginlegan eignarrétt sinn á svæðinu til að mótmæla lögfestu sýslumannsins þar sem styrkur fælist í fjöldanum í baráttu þeirra gegn lærðum manni. Um framangreindan vilja og ásetning ábúendanna vísist til bréfs þei rra, dags. sama dag og lögfestan sjálf, þar sem skýrt komi fram vilji ábúenda til að standa saman gegn ágangi og ásælni annarra manna í eignar - og 17 nýtingarrétt á afréttinum. Þá bendi stefnendur á að fram komi í lögfestunni að á ágreiningssvæðinu sé lýst fu llkomnum sameiginlegum eignar - og óðalsrétti, sem ómunatíðar óátaldri notkun með ákveðnum hætti takmarkað nýtingarmöguleika ábúendanna á svæðinu hafi sú takmörkun ekki verið einskorðuð við Helgavatn ssellandið heldur hafi allir ábúendur gengist undir sömu takmarkanir á nýtingarrétti sínum. Eigandi Helgavatns hafi því með undirritun sinni undir lögfestuna ekki verið að gangast undir neina skerðingu á eignarrétti sínum umfram það sem aðrir ábúendur á sv æðinu hafi undirgeng i st og því verði ekki á grundvelli hennar ályktað um eignarhald á ágreiningssvæðinu með þeim hætti sem óbyggðanefnd geri í úrskurði sínum. Stefnendur vísa til þess að í landamerkjabréfi Helgavatns, dags. 1. maí 1889 , segi m.a. : Einnig fylgir Helgavatni land [...] og eru landamerki þar þannig: [...] Ljóst megi vera að í landamerkjabréfinu sé verið að lýsa eignarlandi þar sem landamerki sellandsins samkvæmt bréfinu séu samþykkt af eigendum nágrannajarða , ýmist með undirritun eða handsal i . Þá telji stefnendur einnig að það staðfesti eignarréttinn að á Helgavatnsseli hafi um hríð verið búskapur , eða um 25 ára skeið frá árinu 1861 - 1886 . Landamerkjabréfið hafi verið samið skömmu eftir að búskap í selinu lauk og þannig sé ekki hægt að halda þ ví fram að með landamerkjabréfinu hafi Helgavatnseigandinn verið að búa til eignarland sem ekki hafi verið til áður heldur hafi bréfið aðeins verið gert til að staðfesta gildandi rétt hans til landsins . Í úrskurði óbyggðanefndar sé vísað til þess að lögf estan frá árinu 1873 sé undirrituð af eiganda Helgavatns. Síðan segi í úrskurðinum: jabréfið gert, enn með aðkomu sama aðila, eiganda Helgavatns, þar sem aftur á móti er gert ráð fyrir takmörkuðum réttindum jarðarinnar á hinu umdeilda svæði. Þarna telji stefnendur að óbyggðanefnd hafi gert mistök sem hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins fyrir nefndinni. Texti sá sem nefndin vísi þarna til sé ekki úr landamerkjabréfi frá 1889 heldur sé hann úr lögfestu Ólafs Jónssonar frá árinu 1760, eins og sj á megi í gögnum málsins. Þessi villa leiði til þess að nefndin dragi rangar ályktanir af landamerkjabréfinu og út frá aðkomu eiganda Helgavatns að gerð þess, en nefndin komist þannig að orði, eins og áður segi, að í landamerkjabréfinu sé aftur á móti, og þ vert ofan í lögfestu frá 1873, gert ráð fyrir takmörkuðum réttindum 18 jarðarinnar á hinu umdeilda svæði. Hið rétta sé að í landamerkjabréfinu frá 1889 sé aðeins vísað til landamerkja Helgavatnssels en ekkert komi þar hins vegar fram um hvaða réttindi eigandi svæðisins telji sig eiga yfir því og því telji stefnendur að lögfestan frá 1873 og landamerkjabréfið frá 1889 gangi ekki gegn hvort öðru, eins og nefndin lýsi í niðurstöðum sínum, heldur megi lesa þessi tvö skjöl saman. Nokkru áður í úrskurðinum komi þó r éttilega fram að landamerkjum Helgavatnssels sé lýst sérstaklega og með heildstæðum hætti í umræddu landamerkjabréfi. Á grundvelli framangreindra mistaka sé síðan dregin eftirfarandi ályktun í úrskurðinum: eiganda Helgavatns til svæðisins ekki síst í því hversu misvísandi afstaða birtist í aðgerðum þáverandi eiganda Helgavatns á síðari hluta 19. aldar, en hann á aðild að lögfestunni 1873, gerði sjálfur landamerkjabréf 1889 og áritaði loks athugasemdalaust un dir sameiginlega landamerkjabréfið 1890 . Af þessu verður dregin sú ályktun að óvissa hafi verið uppi um eignarréttarlega stöðu landsvæðisins Stefnendur telji í ljósi þeirra mistaka í úrskurðinum sem að framan greinir að þessi ályktun óbyggðanefndar fái ekki staðist með hliðsjón af eftirtöldum atriðum: Í fyrsta lagi sé röng sú grundvallarforsenda nefndarinnar að texti sá sem vitnað sé til og sé úr lögfestunni frá 1760 lýsi takmörkuðum réttindum eiganda Helgavatns að hinu umdeilda svæði. Hið rétta sé a ð í lögfestunni sé lýst eign og umráðum yfir svæðinu sem og afnotarétti af ökrum, töðum, engjum, skógum, vötnum, veiðistöðum og öllum landsnytjum . Í öðru lagi hafi þáverandi eigandi Helgavatns verið samkvæmur sjálfum sér í gerð allra þeirra skjala sem hann hafi komið að. Þannig séu lögfestan frá 1873 og landamerkjabréf frá 1889 og 1890 samrýmanleg hvað efni þeirra varði en alls ekki misvísandi, eins og nefndin haldi fram á grundvelli mistakanna. Telji stefnendur að umrædd ályktun falli þar með um sjálfa sig og að ekki verði á henni byggt við úrlausn málsins. Hljóti umrædd mistök því að draga úr gildi úrskurðarins í heild sinni. Þá telji stefnendur að ætla verði að Helgavatnssellandið hafi verið undirorpið eignarrétti allt frá landnámsöld þar sem landnám haf i undantekningarlaust náð á fjöll upp. Þannig hafi því verið háttað í Hvítársíðu og ætla verði að sama hafi gilt um Þverárhlíð. Stefnendur bendi á að l andamerkjalýsingin í þinglýstu og áðurnefndu landamerkjabréfi frá árinu 1890, sem sé í grunninn samin af Magnúsi Andréssyni á Gilsbakka, sem hafi 19 ekki verið vel kunnugur á svæðinu, sé þannig einungis staðfesting á eldri eignarheimild. Því verði að líta á sellandið sem eignarland . Fái þetta stuðning í a lmenn um niðurstöðu m óbyggðanefnd ar, þar sem fram komi að landamerkjabréf ein og sér geti ekki talist nægjanleg eignarheimild en fái landamerkjalýsing stuðning í eldri gögnum séu líkur á að um eignarland sé að ræða. Þá komi þar jafnframt fram að líkur séu á því að land , sem samkvæmt fyrirliggjandi heimildum sé eða hafi verið jörð , sé beinum eignarrétti háð. Sönnu narbyrðin hvíli því á þeim sem haldi öðru fram. Hafi þ essar niðurstöður og verið staðfes tar í dómum Hæstaréttar. Vegna framangreinds mótmæli stefnendur því sem fram komi í úrskurði óbyggðanefndar að ætlunin með landamerkjabréfinu frá 1890 hafi verið sú að tilteknir aðilar, þ. á m. eigandi Helgavatns, gæfu eftir tilkall til ætlaðs eignarréttar á því landi sem landamer kjabréfið nái til. Telji stefnendur að orðanotkunin í landamerkjabréfinu hvað varði ágreiningssvæðið, þ.e. annars vegar j ]örðin Helgavatn í Þverárhlíð á land á e ]ignarrjetturinn [yfir landi þessu] er háður þeim takmörkunum að e , bendi til þess að Helgavatnseigandinn hafi einfaldlega samþykkt það gagnvart sveitungum sínum að hann myndi hvorki setja nýbýli í landið, en búskapur hefði þá nýlega verið á landinu um 25 ára skeið allt til ársins 1886, né taka landið til upp rekstrar, heldur leggja það til sameiginlegs upprekstrar ábúenda í sveitinni. Ekki sé kveðið á um neinar aðrar takmarkanir á eignarrétti hans í bréfinu um leið og eignarréttur hans, en ekki afnotaréttur, sé staðfestur í því. Stefnendur bendi á að landamer kjabréf geti falið í sér samning eins og fram komi í úrskurði óbyggðanefndar. Hins vegar sé því mótmælt sem fram komi í úrskurðinum að nefndin telji sig ekki geta ráðið með skýrum hætti af landamerkjabréfinu sjálfu hver sé grundvöllur þess eignarréttar sem rétthafar samkvæmt því hafi talið sig vera að tryggja þegar kæmi að því að meta gildi landamerkjabréfsins frá 1890 að því er varðaði eignarrétt yfir Helgavatnsseli. Í úrskurðinum sé hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem að landamerkjabréfinu hafi staðið hafi ekki litið svo á að það landsvæði sem þar sé afmarkað væri undirorpið beinum eignarrétti þeirra, heldur fremur óbeinum eignarrétti, sem hafi falist í upprekstrarrétti og afréttarnotum. Standist þessi túlkun ekki að áliti stefnenda. Bæði be ri að líta til langrar forsögu um eignarrétt, deilna um eignarrétt og 20 sjálfu, sem og ítarlegra skjala sem gerð hafi verið á undan umræddu landamerkjabréfi. Stefnendur telji sig því hafa lagt fram með stefnu þessari sterk skjalleg gögn sem bendi til eignarréttar og telji þeir því að sönnunarbyrði ætti samkvæmt almennum sönnunarreglum að vera hjá þeim sem haldi hinu gagnstæða fram. Hins vegar virðist sönnunarbyrði hafa verið sn úið við í niðurstöðu óbyggðanefndar. Á því sé byggt að e ng u eigi að breyta fyrir lögmætt eignarhald Helgavatnssellandsins að það sé aðskilið frá heimalandi Helgavatns . Hafi þannig aðskilið land verið dæmt eignarland af Hæstarétti þótt kallað hafi verið af réttur , sbr. dóm Hæstaréttar í mál i nr. 6/2003 varðandi Stórhöfða í Mýrdal. Sé í því sambandi á það bent að við mat á því hvort umdeilt land þeirra sé þjóðlenda eða ekki hljóti að hafa þýðingu að land sem viðurkennt hafi verið sem eignarland liggi að landi þeirra á a.m.k. þrjár hliðar, þ.e. land Króks, Kvía eða Hermundarstaða. Fái stefnendur ekki séð að framangreind eignarlönd séu í einhverju frábrugði n landi þeirra . Af hálfu stefnda hafi verið fullyrt að ekki hafi annað verið í ljós leitt en að sellandið h afi verið nýtt til hefðbundinna afréttarnota og ef það hafi verið numið í öndverðu h afi það einungis verið til takmarkaðra nota, þó svo að þar hafi á stuttu tímabili á 19. öld verið reynd búseta. Hér sé ekki gætt þeirrar hlutlægni sem ætla verð i að íslen ska ríkið ætti að hafa í heiðri við ákvarðanatöku um eignarrétt einstaklinga. Fátítt sé að til séu eldri heimildir um eignarhald á jörðum en frá þeim tíma þegar skrásetning landamerkjabréfa hófst í kjölfar landamerkjalaganna nr. 5/1882 . Í tilviki Helgavatn s sé hins vegar til lögfesta frá 1760 , auk afdráttarlausrar lýsingar í Landnámu um landnám í Þverárdal, en þar segi: Hrómundur hét bróðir Gríms hins háleyska, son Þóris Gunnlaugssonar, Hrólfssonar, Ketilssonar kjölfara. Hrómundur kom skipi sínu í Hvítá; hann nam Þverárdal og Þverárhlíð ofan til Hallarmúla og fram til Þverár ... Þá séu jafnframt til skráðar upplýsingar um búsetu á sellandinu í allnokkur ár . Hafi þar ekki verið um að ræða búset u landtökufólks heldur búset u með fullu leyfi og fyrir tilstill i eigenda Helgavatns. Stefnendur bendi jafnframt á að þ ó svo að landið hafi verið kallað selland þá hafi það ekki verið sam af notaafréttur heldur hafi verið um land að ræða sem nota hafi mátt til búskapar . Hafi það verið nýtt til selfarar um aldir og jafnf ramt sem heimaafréttur 21 Helgavatns uns það hafi orðið hluti af upprekstrarlandi , en eignarréttur Helgavatns að landinu sé viðurkenndur af u pprekstrarfélaginu. Jafnframt sé bent á það að heimildarskjölum stefnenda fyrir Helgavatni ásamt sellandi h afi verið þ inglýst athugasemdalaust. Eigendur Helgavatns á hverjum tíma hafi því haft réttmætar ástæður til að ætla að allt land jarðarinnar væri undirorpið fullkomnum eignarrétti þeirra og haf i bæði dómar sem gengið haf i og aðgerðir stjórnvalda styrkt þá í þeirri tr ú. Stefnendur halda því fram að í sumum dómum Hæstaréttar um þjóðlendur sé skerðing eignarréttar of víðtæk og sé andstæð ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig séu ekki virtar sem eignarheimildir meira en 100 ára gamlar þinglýstar heimildir sem styðj ist við lýsingar sem gengið hafi munnlega mann fram af manni uns skráningarskyldu hafi verið komið á. Í stað þess að hið þinglýsta skjal sé látið gilda sem heimild fyrir eignarrétti, nema sá sem vefengi sýni fram á annað, sé sönnunarbyrðin lögð á þann sem hafi þinglýstu heimildina. Í öðrum dómum sé þessu öðruvísi farið og virðist sem samræmis sé ekki gætt er komi að sönnunarkröfum, en rannsóknir á dómum bendi til að rétturinn hafi ekki gætt samræmis og jafnræðis varðandi sönnunarkröfur í þjóðlendumálum. H v ernig sem eignarrétti hafi annars verið varið fyrr á öldum bendi stefnendur á að þeir hafi unnið eignarrétt á sellandinu fyrir hefð . Þeir og forverar þeirra hafi í árhundruð notað einir þetta land og einungis heimil a ð öðrum afnot af því með sérstöku leyfi , auk þess sem þeir einir hafi getað ráðstafað því til ábúðar eða búsetu. Uppfyllt séu því skilyrðin um óslitið eignarhald í a.m.k. 20 ár, sbr. 1. mgr. 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 , og hafi þau þegar verið uppfyllt þegar landamerkjaskránni hafi verið þing lýst á árinu 1923. Þessu til stuðnings sé b ent á niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 80/1938 þar sem hefð hafi verið viðurkennd á landi sem hefðandinn h e fði nýtt einn í meira en 20 ár, þrátt fyrir óvissu um eignarrétt fyrir þann tíma, þar sem ekki hefði veri ð víst að sá sem seldi hefðandanum land hefði átt hina umdeildu landspildu. Við það m egi bæta að land það sem dómurinn fjallaði um hafi ekki legið að heimalandi jarðarinnar. V. Málsástæður stefnda Stefndi byggir á því að umþrætt landsvæði, vesturhluti Tví dægru, austurhluti Tvídægru, Sámsstaðaselland, Reykholtsselland, austurhluti Síðumúlaskógar og Helgavatnsselland, 22 sé svæði utan eignarlanda og teljist því þjóðlenda í skilningi 1. og 2. gr. laga nr. 58/1998 og í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar í máli nr . 3/2014. Að mati stefnda sé fullljóst af heimildum að svæðið, hvort sem er í heild sinni eða einstakir hlutar þess, hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti og að nýting þess hafi ekki verið með þeim hætti. Hvíli það ótvírætt á stefnendum að sýna f ram á og sanna stofnun og tilvist beins eignarréttar á landsvæðinu , en slík sönnun hafi ekki tekist að mati stefnda. Úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 sé byggður á umfangsmikilli upplýsingaöflun og rannsóknum nefndarinnar, kerfisbundinni leit hennar að gögnum, framlögðum skjölum málsaðila, sem og skýrslum sem gefnar hafi verið fyrir nefndinni. G eri stefndi forse ndur og niðurstöðu óbyggðanefndar að málsástæðum sínum til stuðnings sýknukröfu. Stefndi taki og fram að ekki sé ágreiningur milli málsaðila um afmörkun þrætusvæðisins, hvorki í heild sinni né um afmörkun einstakra svæða innan þess. Stefndi bendir á að en gar afdráttarlausar ályktanir verði dregnar af takmörkuðum frásögnum Landnámu um landnám á umræddu svæði og eftir því sem fjær dr agi byggð og land hækk i aukist vafi um hvort land hafi verið numið. Í úrskurði óbyggðanefndar sé komist að þeirri niðurstöðu að hluti þess svæðis sem hér sé um deilt hafi verið numið í öndverðu og sé þá vísað til Hellisdals á vesturhluta Tvídægru, Örnólfsdals og hluta Kjararárda ls. Varðandi Helgavatnsselland sé tiltekið að staðhættir og fjarlægðir mæli því ekki í mót að svæðið hafi verið numið. Stefndi vilji hins vegar sérstaklega árétta að jafnvel þótt lagt verði til grundvallar að einstök svæði hafi verið numin í öndverðu skeri það eitt og sér ekki með afdráttarlausum hætti úr um tilvist beins eignarréttar síðar. Þannig geti aðstæður verið á þann veg að ekkert liggi fyrir um afmörkun eða yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda sem til kunni að hafa stofna st á landsvæðinu með námi . Hinn beini eignarréttur að svæðinu hafi því fallið niður og land ið í kjölfarið tekið til annarra takmarkaðra nota. Jafnframt skuli á það bent að í dómum Hæstaréttar hafi nokkrum sinnum verið lagt til grundvallar að landnám í öndverðu hafi ekki verið bund ið við það að beinn eignarréttur hefði stofnast heldur hefði land jafnframt verið numið til afnota, þannig að óbein eignarréttindi hefðu stofnast í öndverðu. Megi hér m.a. vísa til dóms réttarins í málinu nr. 656/2012 um Möðruvallaafrétt. 23 Vesturhluti Tví dægru ásamt Hellistungum Í úrskurði óbyggðanefndar sé fjallað um þær rituðu heimildir sem liggi fyrir um vesturhluta Tvídægru ásamt Hellistungum , allt frá máldaga 1306 og fram á miðja 19. öld. Í öllum þessum rituðu heimild um sé svæðisins getið í tengslum við takmarkaða nýtingu jarða á því, einkum með veiði og upprekst ri . Að mati stefnda bendi þessar heimildir skýrt til þess að svæðið hafi ekki verið undirorpið beinum eignarrétti, hvorki jarða né kirknanna að Hjarðarholti eða Gilsbakka. Einnig megi ráða að svæðið hafi frá fornu fari verið afréttarsvæði viðkomandi hreppa . Í úrskurði óbyggðanefndar sé og lýst aðdraganda þess að hinn 10. apríl 1890 hafi verið gert landamerkjabréf fyrir hið sameiginlega afréttarland Hvítársíðuhrepps, Þverárhlíðar - hrepps og þeir ra jarða í Norðurárdals - og Stafholtstungnahreppum sem liggi sunnan og austan við Sanddalsá og Norðurá, auk jarðarinnar Stafholtseyjar. Tilurð þessa megi m.a. rekja allt til miðrar 19. aldar vegna deilna milli ábúenda jarða í þessum hreppum og prestsins að Gilsbakka, sem einkum varði austurhluta Tvídægru. Enn fremur hafi verið uppi deilur milli ábúendanna og umráðamanna Hjarðarholtskirkju , en hinn 23. maí 1873 hafi Vigfús Ólafsson látið lesa upp lögfestu fyrir Hjarðarholtskirkju þar sem hann hafi m.a. lögfe st Hellistungur. Þessar deilur hafi m.a. leitt til þess að alls 52 ábúendur í hreppunum hafi stofn a ð með sér samtök 17. október 1873 og mótmælt áðurnefndri lögfestu Vigfúsar. Í framhaldi af því hafi þeir lögfest sér afréttarland, innan tilg r eindra merkja, sem náð hafi yfir alla Tvídægru ásamt Hellistungum, Helgavatnsselland i , Sámsstaðaselland i , Reykholtsselland i og hluta Síðumúlasel land s . Hafi lögfestan verið þinglesin alls fjórum sinnum á árinu 1874. Landamerkjabréf fyrir hið sameiginlega afréttarland, sem lögfestan frá 1873 hafi tekið til, hafi svo verið gert 10. apríl 1890. Með gerð þess hafi deilur ábúendanna við umráðamann Gilsbakka verið leiddar til lykta en umráðamaður Hjarðarholts hafi neitað að skrifa undir bréfið. Í úrskurði óbyggðanefndar sé g etið dómsmáls vegna Hellistungna, sem endað hafi með dómi Landsyfirréttar 12. október 1896 , í málinu nr. 11/1896. Með þeim dómi hafi eignarréttartilkalli Hjarðarholtskirkju til Hellnistungna verið hafnað og dæmt að svæðið væri eign upprekstrarfélagsins, fyrst og fremst á þeim grundvelli að svæðið hefði frá ómunatíð verið notað af upprekstrarféla ginu til upprekstrar, sbr. 26. kafla landleigubálks Jónsbókar. 24 Stefndi sé sammála meginniðurstöðum óbyggðanefndar, annars vegar hvað það varði að þeir 52 ábúendur sem staðið hafi að gerð lögfestunnar 1873 hafi litið svo á að þeir gætu nýtt allt afréttars væðið óátalið til upprekstrar, en að tilteknir aðilar aðrir ættu þar önnur takmörkuð réttindi, og hins vegar hvað það varði að fram til þess tíma sem nefnd lögfesta hafi verið gerð verði ekki fullyrt með vissu hver eignarréttarleg staða svæðisins hafi veri ð, en að leggja verði til grundvallar að ábúendurnir sjálfir hafi litið svo á að svæðið væri hvorki undirorpið beinum eignarrétti jarðanna Hjarðarholts eða Gilsbakka né annarra aðila. Byggi stefndi á því að tilgangurinn með gerð landamerkjabréfsins 1890 ha fi verið sá að þeir eigendur jarða og umboðsmenn þeirra hreppa sem að því stóðu hafi ætlað að ná utan um þetta sameiginlega afréttarland og verði af bréfinu ráðið að þeir sem það gerðu hafi ekki litið svo á að landið væri undirorpið beinum eignarrétti þeir ra. Austurhluti Tvídægru Í úrskurði óbyggðanefndar séu raktar ritaðar heimildir er varði austurhluta Tvídægru, en þær elstu séu máldagar Gilsbakkakirkju frá 14. - 18. öld og v í sitasíur á 17. - 18. öld. Þar sé einnig getið um merkjalýsingu samkvæmt lögfestu Hj artar Jónssonar fyrir Gilsbakka frá 9. maí 1808, þar sem merkjum sé lýst heildstætt og án aðgreiningar frá Gilsbakka, Lambatungum eða austurhluta Tvídægru og lögfestu Magnúsar Sigurðssonar fyrir Gilsbakkakirkjulandi frá 16. maí 1848, þar sem merkjum sé lýs t heildstætt á sama hátt og í fyrri lögfestu. Þær rituðu heimildir sem raktar séu í úrskurði óbyggðanefndar geti svæðisins í tengslum við takmarkaða nýtingu jarða á því, einkum veiði og upprekstur. Að mati stefnda bendi þessar heimildir skýrt til þess að s væðið hafi ekki verið undirorpið beinum eignarrétti. Hinn 16. maí 1849 hafi verið lesið upp bann kirkjunnar við hrossaupprekstri í Gilsbakkakirkjuland á Tvídægru. Segja má að með því banni og mótmælum hreppstjóra Hvítársíðu - , Þverárhlíðar - , Norðurárdals - og Stafholtstungnahreppa við banninu, með bréfi, dags. 29. desember 1849, hafi farið af stað atburðarás sem ekki hafi endað fyrr en með gerð áðurnefnds landamerkjabréfs 10. apríl 1890 fyrir hið sameiginlega afréttarland Hvítársíðuhrepps, Þverárhlíðarhrepp s og þeirra jarða í Norðurárdals - og Stafholtstungnahreppum sem liggi sunnan og austan við Sanddalsá og Norðurá, auk jarðarinnar Stafholtseyjar. 25 Svo sem áður sé fram komið í umfjöllun um vesturhluta Tvídægru hafi deilur þessar og aðrar deilur meðal ann ars leitt til þess að alls 52 ábúendur í hreppunum hafi stofnað með sér samtök 17. október 1873 og þeir í kjölfarið lögfest sér afréttarland innan tilgeindra merkja, sem náð hafi yfir alla Tvídægru ásamt Hellistungum, Helgavatnsselland, Sámsstaðaselland, R eykholtsselland og hluta Síðumúlasellands. Verði ekki annað ráðið en að þeir sem að mótmælum hafi staðið gegn banni kirkjunnar og að gerð lögfestunnar 1874 hafi litið svo á að umrætt svæði, austurhluti Tvídægru, væri ekki undirorpið beinum eignarrétti, hvo rki Gilsbakkakirkju né annarra. Megi og vísa til þess að eigandi Gilsbakka hafi verið einn af þeim sem staðið hafi að gerð landamerkjabréfsins og að hann sjálfur hefði haft efasemdir um eignarréttarlega stöðu svæðisins. Sámsstaðaselland Elstu heimildir um Sámsstaðaselland séu, auk kaupbréfs vegna sölu á Kalmanstungu 1398, máldagar Gilsbakkakirkju allt frá árinu 1306 og vísitasíur kirkjunnar allt frá 1643. Sé í þessum heimildum getið svæðisins í tengslum við óbein eignarréttindi. Í úrskurði óbyggðanefndar s é bent á að lýsing á merkjum Sámsstaða og sellandsins í áðurnefndu kaupbréfi vegna sölu á Kalmanstungu 1398 sé ekki í samræmi við þær lýsingar sem fram komi í yngri heimildum, annaðhvort vegna óvissu eiganda Sámsstaða um merkin eða vegna þess að ætlun hans hafi verið að leggja jörðinni til meira land en hún ætti í raun og veru. Í öðrum heimild um sem getið sé í úrskurðinum, þ.e. vitnisburð um frá 16. og 17. öld og J arðabók Árna og Páls frá 1709, sé svæðisins getið í tengslum við selstöðu. Þá sé hér vísað ti l fyrri umfjöllunar varðandi gerð lögfestunnar á árinu 187 3 , sem m eðal annars hafi náð yfir Sámsstaðasellandið. Hafi lögfestu þessari ekki verið mótmælt af hálfu eiganda Sámsstaða. Í úrskurði óbyggðanefndar sé getið bréfa Hjálmars Péturssonar hreppstjóra til Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka 1889 og bréfs Magnúsar til oddvita Þverárhlíðar, Norðurárdals og Stafholtstungna sama ár, er rituð voru í aðdraganda að gerð landamerkjabréfsins fyrir afréttarsvæðið 1890. Samkvæmt þessum bréfum er ljóst að á þessum t íma og áratugina þar á undan, allt aftur til aldamótanna 1800, hafi verið uppi efasemdir innan héraðsins um það hvort jörðin Sámsstaðir ætti Sámsstaðasellandið fullkomnum eignarrétti og jafnvel hvort jörðinni tilheyrði yfir höfuð nokkur annar réttur en hef ðbundinn 26 upprekstrarréttur og þar með ekki réttur til selfarar. Hafi deilum ábúendanna við eiganda Gilsbakka lokið með gerð landamerkjabréfsins fyrir hið sameiginlega afréttarland 10. apríl 1890, en af bréfinu verði ráðið að þeir sem það gerðu hafi ekki li tið svo á að landið væri undirorpið beinum eignarrétti þeirra. Megi í þessu sambandi nefna að eigandi Sámsstaða hafi verið einn af þeim sem stóðu að gerð landamerkjabréfsins og hafi hann undirritað það athugasemdalaust. Sú óvissa og efasemdir um eignarréttarlega stöðu svæðisins birtist og glöggt í texta sem fram komi í landamerkjabréfi sem eigandi Sámsstaða hafi gert fyrir jörð sína, dags. 1. Kalmannstungu og Sámsstöðum frá 1398, er talið, að Sámsstaðir eigi land fyrir ofan Kjarrará, og tilgreind landamerki. En á fundi sem haldin var í Síðumúla 8. apríl 1890, samdist svo að Sámsstaðir slepptu tilkalli til eignar á landi þessu, en ættu þar einungis selland, og hjeldu óskertum veiði Reykholtsselland Fjölmargar ritaðar heimildir get i um það að kirkjunni í Reykholti hafi tilheyrt viss réttindi í Reykholtssellandi, sú elsta sé máldagi frá árinu 1185. Hins vegar sé ekki ljóst hvernig kirkjan hafi verið komin að þes sum réttindum í upphafi en ekki sé landfræðilegum tengslum fyrir að fara. Í þeim fjölda ritaðra heimilda sem fyrir ligg i, máldögum, v í sitasíum, vitnisburðum, lögfestum o .fl. , allt fram á 19. öld, k omi iðulega fram að kirkjan telji til tilgreindra réttinda á svæðinu, selstöðu og veiðirétt ar . Bendi engin þessara heimilda til þess að svæðið hafi á þessum tíma verið undirorpið beinum eignarrétti, hvorki kirkjunnar í Reykholti né annarra. Svo sem áður segi hafi alls 52 ábúendur í hreppunum stofn að með sér samt ök 17. október 1873 og lögfest sér afréttarland, innan tilg r eindra merkja, sem náð hafi yfir alla Tvídægru , Hellistungu r , Helgavatnsselland, Sámsstaðaselland , Reykholtsselland og hluta Síðumúlasellands. Einnig sé vísað til þess að í fyrrgreindum bréfum Hjálmars Péturssonar hreppstjóra til Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka árið 1889 og bréf i Magnúsar til oddvita Þverárhlíðar, Norðurárdals og Stafholtstungna árið 1889 hafi meðal annars verið fjallað um réttindi Reykholtskirkju í sellandinu og hafi umfjöllun in verið á þann veg að ljóst megi vera að ekki sé þar verið að fjalla um meint bein eignarréttindi kirkjunnar heldur lúti vangaveltur þeirra að nánara inntak i óbeinna réttinda hennar. Þá sé 27 á það bent að hvorki lögfestunni 1873 né landamerkjabréfinu 1890 h afi verið sérstaklega mótmælt af hálfu þessara aðila. Þá hafi Stjórnarráð Íslands áritað landamerkjabréfið vegna Reykholtskirkju 7. febrúar 1913 með þeirri athugasemd einni að Reykholti væri og að undanförnu hefir tíðkast svo og auðvitað veiði í Kjarará . Austurhluti Síðumúlaskógar Stefndi vísar til þess að þær fáu heimildir sem til séu um svæði þetta bendi allar til takmarkaðra afnota á því , s.s. veiðiréttar, selstöðu og hagbeit ar, en ekk i til þess að réttindi jarðarinnar Síðumúla eða Síðumúlakirkju til svæðisins hafi grundvallast á beinum eignarrétti. Skipti því ekki máli hér þótt óbyggðanefnd hafi ályktað að Örnólfsdalur væri innan upphaflegs landnáms samkvæmt landnámslýsingum. Stefndi b endi og á að land þetta hafi verið innan þess svæðis sem lögfest hafi verið sem afréttarland með lögfestunni 1873 og hafi hún meðal annars verið undirrituð af eiganda jarðarinnar Síðumúla. Þá sé og vísað til þess að eigandi Síðumúla hafi verið einn að þeim sem staðið hafi að gerð landamerkjabréfs ins fyrir hið sameiginlega afréttarland 10. apríl 1890 , en af bréfinu verði ráðið að þeir sem það gerðu h afi ekki litið svo á að það væri undirorpið beinum eignarrétti þeirra. Helgavatnsselland Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls V í dalíns sé þrætusvæðisins fyrst getið og þá í tengslum við jörðina Helgavatn . Kemur þar fram f ]járupprekstur á Hellirstúngur ut supra. [...] Selstöðu á jörðin þar sem heitir Þverárdalur, og er þángað ærið lángt til að Í lögfestu , sem undirrituð sé af Ólafi Jónssyni 31. maí árið 1760, hafi hann lögfest jörðina Helgavatn, auk Helgavatnssellands á Þverárdal. Sé þar merkjum sellandsins lýst sérstaklega. Varðandi gildi lögfestunnar bendi stefndi á að lögfesta fel i a ð jafnaði í sér einhliða lýsingu þess sem hana undirrit i á þeim réttindum , og eftir atvikum merkjum fasteignar, sem hann tel ji sig eiga eða hafa einhver réttindi í. Hafi dómstólar að jafnaði lítið lagt upp úr lögfestum sem sönnunargögnum um tilvist eignarr éttinda, þótt ekki sé útilokað að þær geti sem slíkar, ásamt öðru, haft einhverja þýðingu. Stefndi bendi og á að Helgavatnsselland hafi verið innan þess afréttarlands sem lögfest hafi verið af 52 ábúendum í héraðinu á árinu 1873 og að eigandi jarðarinnar Helgavatns hafi verið einn þeirra sem hana hafi undirritað án athugasemda. Þá hafi í 28 landamerkjabréfinu fyrir svæðið á árinu 1890 verið sérstaklega getið um tiltekin réttindi jarðarinnar Helgavatns í afréttarlandinu (ítaksrétt) og skorður settar við tilte kinni nýtingu jarðarinnar á umræddu Helgavatnssellandi. Undir landamerkjabréfið hafi m.a. ritað eigandi Helgavatns án þess að gera um þetta sérstakar athugasemdir. Um ári fyrr, eða 1. maí 1889, hafi verið undirritað landamerkjabréf fyrir jörðina Helgavatn, en þar sé Byggi stefnandi á því að b áðar þessar heimildir bendi skýrlega til þess að þeir sem að gerð þeirra hafi staðið, þ.m.t. eigandi jarðarinnar Helgavatns, hafi sjálfir gengið út frá því að það landsvæði sem þar væri innan merkja væri einungis undirorpið óbeinum eignarrétti þeirra, þ.e. upprekstrarrétti og hefðbundnum afréttarnotum. Þá hafi þau r éttindi Helgavatns sem þar sé lýst einvörðungu verið réttur til selfarar og að sá réttur hafi verið takmörku nu m háður. Loks sé á það bent að Helgavatnsselland sé landfræðilega aðskilið frá jörðinni Helgavatni og hafi slíkt í dómum Hæstaréttar að jafnaði þ ótt benda til þess að slík svæði hefðu aðra eignarréttarlega stöðu en heimajörðin. Almennt um gildi landamerkjabréfa Stefndi áréttar að í fjölmörgum dómum Hæstaréttar í þjóðlendumálum k omi fram sú niðurstaða að menn geti ekki með gerð landamerkjabréfs aukið einhliða við land sitt eða annan rétt umfram það sem verið h e fði. Hefð, venja og fleiri atriði Hvað varði málsástæðu stefnenda um að fullur hefðartími sé liðinn sé til þess að líta að ekkert liggi fyrir um annað en að þrætusvæðið allt eða einstakir hlutar þess hafi einungis verið nýttir til takmarkaðra nota. Fyrir ligg i fjöldi dóma Hæstaréttar í þjóðlendumálum þar sem rétturinn staðfestir að hefðbundin afréttarnot, þ.e.a.s. sumarbeit og e.t.v. önnur takmörkuð notkun á afréttarsvæðum, sé u ekki talin nægjanleg ein og sér til þess að hefða beinan eignarrétt að slíkum svæðum. Þ au gögn og upplýsingar sem fyrir ligg i varðandi umráð svæðisins geti ekki fullnægt kröfum 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign. Því geti beinn eignarréttu r að svæðinu ekki hafa stofnast fyrir hefð eftir gildistöku laga nr. 46/1905, hvorki samkvæmt almennu ákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna né sérreglu 12. gr. þeirra. 29 VI. Niðurstaða Almennt Eins og áður greinir komst óbyggðanefnd m.a. að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 11. október 2016 , í máli nr. 3/2014, að þau landsvæði sem tilgreind eru í dómkröfum stefnenda væru þjóðlendur í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og afmörkun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, þ.e. vesturhluti Tvídægru, austurhluti Tvídægru, Sámsstaðaselland, Reykholtsselland, austurhluti Síðumúlaskógar og Helgavatnsselland. Krefst stefnandinn Borgarbyggð þess nú aðallega að úrskurðurinn verði felldur úr gildi að því er varðar þjóðlend ur á landsvæði innan marka þessara svæða, en til vara að úrskurðurinn verði felldur úr gildi að því er varðar hvert þessara svæða fyrir sig. Jafnframt verði viðurkennt að þar séu engar þjóðlendur. Stefnendurnir Vilhjálmur Diðriksson og Hans Pétur Diðriksso n, eigendur jarðarinnar Helgavatns, krefjast þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi að því er varðar allt land innan tilgreindra merkja Helgavatnssellands og að viðurkennt verði að það land sé ekki þjóðlenda. Greinir aðila einungis á um það hvort umræ dd svæði teljist þjóðlenda eða sé u beinum eignarrétti undirorpi n. Austur - og vesturhluti Tvídægru ásamt Hellistungum Eins og fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar er Tvídægra víðfemt heiða r land. Á vesturhluta hennar , milli Lambagils og Hellisár, eru Hellistungur og norður af þeim er Gíslavatn. Þverá rennur á suðurmörkum svæðisins úr Þverárvötnum. Vesturhluti nn er hallalítið landsvæði sem liggur austan Norðurárdals í yfir 120 m hæð. Nyrðri hluti svæðisins er að mestu votlent flóasvæði í um 400 m hæð me ð vötnum og kvíslum en sunnar, þ.e. á Þverárdal og Hellisdal, er svæðið þurrlendara. Austurhluti Tvídægru er öldótt landsvæði með meginleguna norðaustur - suðvestur og r ennur Kjarará á suðvesturmörkum svæðisins. Í Landnámu er greint frá því að Þorbjörn ble si hafi numið land í Norðurárdal fyrir sunnan á upp frá Króki og Hellisdal allan og búið á Blesastöðum . Hafi sonur hans verið Gísli að Melum í Hellisdal og við hann séu kennd Gíslavötn. Er talið að Blesastaðir hafi verið fornt eyðibýli í Krókslandi og því vestan við Hellistungur á vesturhluta Tvídægru. Hins vegar eru Hellisdalur og Gíslavatn á vestanverðri Tvídægru. Þá er og greint frá jörðinni Gilsbakka í Landnámu, en þar hafi búið Illugi hinn svarti. 30 Stefnandinn Borgarbyggð sýnist byggja á því að umrætt svæði hafi í öndverðu verið numið og að sá eignarréttur hafi ekki fallið niður. Enda þótt fallast megi á það með stefnandanum að a.m.k. hluti þess svæðis sem hér um ræðir hafi verið numinn á landnámsöld, s.s. Hellistungur, liggur ekkert fyrir um það hversu langt inn til landsins landnámið hefur þá náð. Hins vegar verður í sjálfu sér ekki séð að gróðurfar i og landsháttum á svæðinu hafi verið þannig háttað að ætla megi að það hafi sett landnámi þar eða notkun svæðisins einhver augljós mörk. Til þess verður þó að líta að jafnvel þótt svo væri þyrfti fleira til að koma til að það gæti leitt til staðfestingar á tilvist beins eignarréttar yfir svæðinu. Þurfa slík réttindi að hafa yfirfærst til síðari rétthafa, auk þess sem slíkur beinn eig n arréttur kann að hafa fa llið niður og svæðið verið tekið til annarra takmarkaðra nota. Við mat á slíku hefur í dómaframkvæmd verið talið skipta máli hvort umrætt svæði teljist óvefengjanlegur hluti jarðar, hvort svæðið teljist afréttur einstakra jarða og/eða stofnana eða hvort um samafnotaafrétt sé að ræða. Elst u heimild um réttindi jarðar innan þessa svæðis er að finna í máldaga Árna biskups Helgasonar fyrir Gilsbakkakirkju frá árinu 1306, en þar er getið víðtækra veiðiréttinda sem kirkjan taldi sér til eignar á bæði austur - og vesturhluta Tvídægru, auk þess að eiga heimaland allt og Lambatungur. Þá er í vísitasíu Hjarðarholtskirkju frá árinu 1 6 94 getið r kiu Eygnar land Hellerst ngumm Elsta heimild sem lýsir merkjum á svæðinu er lö gfesta Hjartar Jónssonar frá 1808 , en þar er merkjum lýst heildstætt fyrir Gilsbakka, Lambatungur og austurhluta Tvídægru, án sérstakrar aðgreiningar. Hins vegar lögfesti hann sérstaklega veiði í tilteknum ám og vötnum á vesturhluta Tvídægru. Merkjum er og lýst á sama hátt í lögfestu Magnúsar Sigurðssonar fyrir Gilsbakkakirkjuland frá 16. maí 1848. Hann taldi síðan ástæðu til að fylgja lögfestunni eftir með því að banna upprekstur á fé og hrossum á banni og lögfestu Magnúsar var hins vegar harðlega mótmælt af hreppstjórum Hvítársíðu - , Þverárhlíðar - , Norðurárdals - og Stafholtstungnahreppa strax í árs lok 1849. Kom þá m.a. fram að þeir teldu að Gilsbakkakirkja ætti ekkert land fyrir norðan Kjarará allt fyrir norðan Kjarará, fyrir afrétt sinn án þess að sækja leifi til þe ss, til nokkurs 31 einstaks manns, eða greiða nokkra þóknun fyrir það nokkrum einstökum manni hverki Um afréttarlönd í Stafholts - og Hjarðarholtssóknum segir svo í sóknarlýsingu séra Ólafs éttarlönd. Bæir þeir allir sem eru austan Norðurár eiga afrétt á Hellistungum, Holtavörðuheiði og Tvídægru og er þar einnig Nokkru síðar, eða á árinu 1873 , stofnuðu ábúendur í Hvítársíðu, Þverárhlíð, Stafholtstungum og Norðurárdal, sunnan Norðurár og Sanddalsár, með sér samtök til verndar afréttarlandi og fjárrétt sem þeim h e fði tilheyrt og samkvæmt bókun, dags. 17. október sama ár , mótmæltu þeir þá lögfestu fyrir Hjarðarholt á Hellistungum , sem undirrituð hafði verið af Vigfús i Ólafss yni á árinu 1839, en upplesin á manntalsþingi að Hjarðarholti 23. maí 1873. ögfes tu bændur í fyrrgreindum hreppum sér sjálfir allt afréttarland innan tiltekinna takmarka og var innan þess öll Tvídægra ásamt Hellistungum, Helgavatnsselland, Sámsstaðaselland, land sem Eign allra bigdra jarda sem liggja í hjeraðinu, milli Hvítár að sunnan alt að Nordurá, og Nordurár og Sanddalsár að vestan í Mýrasýslu, þennan Eignarrjett vorn og t jéðra jarda grundum vjer og biggjum á omunatíðar óátaldri notkun Abúenda þeyrra, sem og á úrskurdi Vesturamtsins dagsettum 20 janúar 1851 sem ónýtti þá einu tilraun er vjer vitum til að gjörd hafi verið til að hnekkja þessum Eignarrjetti vorum, alt til þes tjeðra takmarka, að nota á nokkurn hátt eður ásælast þetta vort afrjettarland og Fjárrjett vora, að fráteknum þeim er eiga þar lögleg ítök, að því leyti sem þ au eiga rjettilega að notast, enn sem vjer vitum ekkji til og könnumst ekkji við að önnur sjeu hvað landsnytjar innan hjeraðs eður innann tjéðra takmarka bannað að nota eður leyfa öðrum að nota á nokkurn hátt þetta afrjettarland og Rjettina frekar eður á annann hátt enn hver eirn hefur rjett og tilkall til, fyrir sig og sína Abýlisjörd. Enn skyldi mót von vorri og vitund nokkur sá vera sem gjetur helgað sjer eður ábýlisjö rd sinni, nokkurn sjerstakann landshluta í 32 optnefndu afrjettarlandi, eður hefur rjett til nokkurrar sjerstakrar notkunar, auk hins sameiginlega Eignarrjettar, (að undanteknum Sýðumúla skógji) skorum vjer á hvern þann að auglísa þann rjett á Löglegann hátt og opinnberann. Vjer meinum ekkji hjer með Rituðu alls 52 bændur undir lögfestuna og var hún þinglesin alls fjórum sinnum á árinu 1874. Landamerkjabréf fyrir hið s ameiginlega afréttarland sem lögfestan frá 1873 haf ð i tekið til var gert 10. apríl 1890 , en innan lýsingar þess féllu austur - og vesturhluti Tvídægru ásamt Hellistungum. Jafnframt náði lýsing þess til Helgavatnssellands, Sámsstaðasellands, Reykholtsselland s og Síðumúlasellands, en Lambatungur voru þar fyrir utan. Kemur fram í bréfinu, þar sem greinir frá ítökum í afréttarlandinu, að Gilsbakkakirkja eigi veiði á tilteknum stöðum í Kjarará og í tilteknum ám og vötnum eftir því sem segi í máldögum kirkjunnar. Þá kemur þar og fram að réttindi þeirra sem aðild eigi að því sæti þeim takmörkunum að: Engum hinum framannefnda selfararrjetti eða ítaksrjetti fylgir nein heimild til að ljá öðrum beit í sellandinu fyrir nokkurn fjenað, ekki heldur til að ljá öðrum selfö r. Upprekstrarfjelagið á enga veiði í Kjarará. Með gerð landamerkjabréfins voru deilur ábúendanna í hreppunum fjórum við umráðamann Gilsbakka leiddar til lykta en umráðamaður Hjarðarholts neitað i hins vegar að skrifa undir bréfið . Hófust í kjölfarið má laferli um eignarrétt að Hellistungum, sem lyktaði með dómi Landsyfirréttar 12. október 1896, í máli nr. 11/1896. Í dóminum var eignartilkalli kirkjunnar, byggðu á vísitasíum og lögfestum hennar, hafnað þar sem þau r umráðamenn eða eigendur kirkjunnar hafa Var niðurstaða dómsins sú að Hellistungur væru eign upprekstrarfélags fyrrgreindra hreppa , fyrst og fremst á þeim grundvelli að svæðið hefði frá ómunatíð verið notað af uppr ekstrarfélag inu til upprekstrar, sbr. 26. kafla landleigubálks Jónsbókar. Sérstakt landamerkjabréf var gert fyrir prestsetrið Gilsbakka 20. ágúst 1889 þar sem merkjum jarðarinnar og Lambatungna var lýst með heildstæðum hætti, en sú lýsing náði hins vegar ekki til Tvídægru. 33 Samkvæmt framangreindu liggur ekkert annað fyrir um afnot umrædds landsvæðis allt fram á þessa öld en að þar hafi einkum verið um að ræða takmörkuð réttindi, svo sem réttindi til veiði, selstöðu og síðar beitar. Verður ekki séð að Gils bakkakirkja hafi gert tilkall til vesturhluta Tvídægru sem eignarlands síns heldur eingöngu til veiðiréttinda, sbr. lögfestur kirkjunnar frá 1808 og 1848. Verður og ráðið af lögfestu bændanna frá 1873 og fyrirliggjandi bréfaskiptum milli talsmanna bænda og prestanna að Gilsbakka og Hjarðarholti að bændurnir töldu allt hið umdeilda svæði hafa verið notað öldum saman til upprekstrar fyrir jarðir í Hvítársíðu - , Þverárhlíðar - , Norðurárdals - og Stafholtstungnahreppum og að svæðið lyti ekki beinum eignarrétti fyr rnefndra kirkna. Að virtum texta landamerkjabréfsins frá 1890 og aðdragandanum að gerð þess sýnist ætlunin hafa verið sú að tilteknir aðilar, þ.m.t. Gilsbakkakirkja, Hjarðarholtskirkja, Reykholtsdalskirkja, Síðumúlakirkja og einstakir jarðeigendur annars vegar og hins vegar oddvitar tilgreindra fjögurra hreppa og upprekstrarfélags þeirra, gerðu með sér samkomulag um að leggja niður deilur sem uppi höfðu verið um eignarhaldið með því að kirkjustaðirnir gæfu eftir eignartilkall til ætlaðs eignarréttar á hinu lýsta landi að öðru leyti en því að viðurkennd yrðu óbein eignarréttindi þeirra, s.s. veiðiréttur og selstaða. Með undirritun bréfsins yrði þá staðfestur réttur upprekstrarfélags umræddra hreppa til upprekstrar á svæðinu, se m ekki liggur fyrir að hafi fram að því grundvallast á neinum skjallegum heimildum heldur fremur á nýtingu svæðisins um nokkurra alda skeið til búfjárbeitar. Var prestur Gilsbakkakirkju, eigandi Gilsbakka, einn þeirra sem hvöttu til þess samkomulags sem fó lst í framangreindu landamerkjabréfi og staðfesti hann það með undirritun sinni. Hins vegar verður ekk ert ráðið um að ætlunin með því hafi jafnframt verið að yfirfæra frá kirkjunum frekari eignarréttindi til upprekstraraðila og rétthafa samkvæmt landamerkj a bréfinu, hafi viðkomandi aðilar á annað borð talið slíkum frekari réttindum fyrir að fara. Stefnandinn Borgarbyggð hefur vísað til þess að fyrrgreindur dómur Landsyfirréttar frá 12. október 1896 um Hellistungur staðfesti beinan eignarrétt stefnandans að því svæði. Við mat á þýðingu framangreindrar niðurstöðu dómsins til ákvörðunar á eignarréttarlegri stöðu fyrrgreinds svæðis verður fallist á þá niðurstöðu óbyggðanefndar, með vísan til 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að dómur þessi geti ekki talist bindandi í því tilliti, enda aðild þess máls öðru vísi háttað og sakarefni ð ekki það sama, 34 en í málinu nú er fjallað um eignarréttarlega stöðu lands á grundvelli þjóðlendulaga nr. 58/199 8 með aðild íslenska ríkisins. Þá sýnist og ljóst að í tilvitnuðu máli var deilt um óbein eignarréttindi upprekstrarfélagsins að Hellistungum og verður með hliðsjón af því að túlka niðurstöðu dómsins á þann veg að eingöngu slík réttindi félagsins hafi í dóminum verið viðurkennd. Að öllu framangreindu virtu verður ekki ráðið að upphaflegur beinn eignarréttur að landsvæðinu, hvort heldur sem er að vestur - eða austurhluta Tvídægru, hafi á einhvern hátt stofnast til handa stefnandanum Borgarbyggð eða flust yfir til hans, heldur hafi þ ar eingöngu stofnast til óbeinna eignarréttinda. Hefur stefnandi ekki sýnt fram á annað en að umrætt svæði á Tvídægru hafi frá upphafi verið nýtt til sameiginlegs upprekstrar og beitar fyrir búfé á sama hátt og á við um samafnotaafrétti almennt. Ekki lig gur fyrir að stefnandinn Borgarbyggð eða forverar hans, upprekstrarfélag fyrrgreindra fjögurra hreppa og þar á undan bændur á svæðinu, hafi haft af umræddu landsvæði önnur not en hefðbundin afréttarnot til sumarbeitar fyrir búfénað. Er því ekki hald í þeir ri málsástæðu stefnanda að hann hafi unnið á landinu eignarhefð. Með hliðsjón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurs taða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að Tvídægra sé eignarland. Verður ekki talið að neinu geti breytt í því tilliti þótt óbyggðanefnd og dómstólar hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að aðliggjandi eða nálæg landsvæði, s.s. Lambatun gur, land Kvía og óskipt land Kalmanstungu, séu undirorpin beinum eignarrétti, í ljósi þess að saga eignarhalds og afmörkunar þessara svæða er í mörgu frábrugðin hinu umdeilda landi á Tvídægru. V erður því staðfest niðurstaða óbyggðanefndar um að umræ dd svæ ði á vestur - og austurhluta Tvídægru sé u ekki eignarl ö nd , hvorki fyrir nám, löggerninga né með öðrum hætti, heldur þjóðlenda í skilningi 1. gr. , sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998 . Sámsstaðaselland Sámsstaðaselland liggur í yfir 200 m hæð norður a f Kjarará og er aðliggjandi austurhluta Tvídægru. Í suðvesturhorni svæðisins er svokallaður Víghóll, en þar fyrir neðan eru háir hamrar báðum megin við Kjarará sem heita Hnitbjörg. Svæðið er gróið og hallamikið 35 mót suðri. Frá bæjarstæði jarðarinnar Sámssta ða að Kjarará við suðurmörk sellandsins eru um 6 km , mælt í beinni loftlínu . Í Landnámu er greint frá því að Örnólfur hafi numið Örnólfsdal og Kjarradal fyrir norðan upp til Hnitbjarga. Þá er þar einnig getið um land sunnan Kjararár upp frá Sleggjulæk til Hnitbjarga, sem Ásbjörn hinn auðgi Harðarson hafi keypt . Verður með hliðsjón af þessu og staðháttum að telja að svæði þetta hafi , alla vega að verulegu leyti , verið numið. Elsta heimild sem getur sjálfstætt um jörð ina Sámsstaði er kaupbréf vegna sölu á jörðinni Kalmanstungu frá 1398 þar sem nokkrar jarðir, þ. á m. Sámsstaðir, eru látnar á móti. Er merkjum Sámsstaða í bréfinu lýst annars vegar sunnan Kjararár og hins vegar norðan hennar. Elsta heimild sem getur um ré ttindi í Sámsstaðasellandi er máldagi Sámsstaðamanna, en samsvarandi ákvæði er að finna í yngri máldögum og vísitasíum fyrir þá kirkju, allt fram á 18. öld. Fyrirliggjandi heimild ir um afnot svæðis ins frá 14. öld og fram á 21. öld fjalla hins vegar einkum um takmörkuð not, svo sem veiðirétt, selstöðu og síðar beit, en ekki heilsársbúsetu. Enda þótt telja verði líklegt, eins og fyrr segir, að umrætt svæði hafi að verulegu leyti ve rið numið á landnámsöld liggur ekkert fyrir í málinu um að svæðið hafi verið notað til búsetu eða að beinn eignarréttur að því hafi haldist í gegnum aldirnar. Áður er fram komið að 52 bændur í fjórum tilgreindum hreppum lögfestu sér afréttarland innan ti lg r eindra merkja, sem náði yfir alla Tvídægru ásamt Hellistungum, Helgavatnssellandi, Sámsstaðasellandi, Reykholtssellandi og hluta Síðumúlasellands. Verður ekki annað ráðið en að þeir sem að gerð hennar stóðu , þ. á m. eigandi Sámsstaða, hafi litið svo á a ð umrætt svæði, Sámstaðaselland, væri ekki undirorpið beinum eignarrétti. Þá segir svo Kalmannstungu og Sámsstöðum frá 1398, er talið, að Sámsstaðir eigi land fyrir ofan Kjarrará, og tilgreind l andamerki. En á fundi sem haldin var í Síðumúla 8. apríl 1890, samdist svo að Sámsstaðir slepptu tilkalli til eignar á landi þessu, en ættu þar einungis landamerkjabréfinu fyrir hið sa meiginlega afréttarland frá 10. a príl 1890 , sem eigandi 36 Sámsstaða staðfesti með undirritun sinni, að réttindi þeirra sem aðild eigi að því sæti þeim takmörkunum að: Engum hinum framannefnda selfararrjetti eða ítaksrjetti fylgir nein heimild til að ljá öðr um beit í sellandinu fyrir nokkurn fjenað, ekki heldur til að ljá öðrum selför. Upprekstrarfjelagið á enga veiði í Kjarará. Að framangreintu virtu verður ekki talið að í fyrrgreindu landamerkjabréfi fyrir hið sameiginlega afréttarland sé verið að lýsa frekari réttindum en þeim takmörkuðu eignarréttindum eigenda Sámsstaða sem fólust í rétti til selfarar og veiði. Verður ekki ráðið að upphaflegur beinn eignarréttur að hinu umdeilda svæði hafi á einhvern hátt stofnast til handa stefnandanum Borgarbyggð eð a flust yfir til hans, heldur hafi þar eingöngu stofnast til óbeinna eignarréttinda. Hefur stefnandinn ekki sýnt fram á annað en að umrætt svæði hafi frá upphafi verið nýtt til sameiginlegs upprekstrar og beitar fyrir búfé á sama hátt og á við um samafnota afrétti almennt. Ekki liggur fyrir að stefnandinn Borgarbyggð eða forverar hans, upprekstrarfélag fyrrgreindra fjögurra hreppa og þar á undan bændur á svæðinu, hafi haft af umræddu landsvæði önnur not en hefðbundin afréttarnot til sumarbeitar fyrir búfén að. Er því ekki hald í þeirri málsástæðu stefnanda að hann hafi unnið á landinu eignarhefð. Með hliðsjón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórn arskrárinnar, er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að Sámsstaðaselland sé eignarland. V erður staðfest niðurstaða óbyggðanefndar um að þar sé þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998. Reykho ltsselland Land þetta liggur í yfir 140 m hæð norður af Kjarará og rís hæst nyrst í 494 m hæð. Liggja mörk svæðisins gagnvart Síðmúlaskógi að vestan í Skjaldmeyjargili en gagnvart Sámsstaðasellandi að austan í Rangárgili. Að sunnanverðu ræður Kjarará en að norðan liggur jörðin Kvíar I. Eins og fyrr segir er í Landnámu getið um það að Örnólfur hafi numið Örnólfsdal og Kjarradal fyrir norðan upp til Hnitbjarga. Þá er þar einnig getið um land sunnan Kjararár 37 upp frá Sleggjulæk til Hnitbjarga, sem Ásbjörn hin n auðgi Harðarson hafi keypt . Verður með hliðsjón af þessu og staðháttum öllum að telja að svæði þetta hafi í öndverðu verið numið. Réttinda Reykholtskirkju í Reykholtssellandi er getið í f jölm ö rg um rit u ð um heimild um, fyrst í máldaga frá árinu 1185, en engar heimildir geta um heildstæð landamerki þessa svæðis. Þannig er þess getið í máldögum, v í sitasíum, vitnisburðum og lögfestum allt fram á 19. ö ld að kirkjan telji til tilgreindra réttinda á svæðinu, s.s. selstöðu eða selför í Kjör og til veiðirétt ar í Kjarará á móti Síðumúla . Ekkert verður hins vegar af heimildum ráðið hvernig kirkjan var upphaflega komin að þessum réttindum , en landfræðilegum tengslum er ekki fyrir að fara. Þá er enga vísbendingu í þeim að finna um heilsársbúsetu á svæðinu eða hvort um hafi verið að ræða einhver frekari réttindi en óbein eignarréttindi af framangreindum toga. Samkvæmt framangreindu verður ekki séð, þrátt fyrir líkur á upphaflegu landnámi svæðisins, að litið hafi verið svo á þegar komið var fram á miðja nítjándu öld að s væði þetta væri þá háð beinum eignarrétti . Áður er fram komið að 52 bændur í fjórum tilgreindum hreppum lögfestu sér afréttarland innan tilg r eindra merkja, sem náði yfir alla Tvídægru ásamt Hellistungum, Helgavatnssellandi, Sámsstaðasellandi, Reykholtssel landi og hluta Síðumúlasellands. Verður ekki annað ráðið en að þeir sem að gerð hennar stóðu hafi litið svo á að þeir hafi óátalið getað nýtt svæðið til upprekstrar og að Reykholtskirkja hafi þar aðeins farið með takmörkuð eignarréttindi. Var lögfestunni e kki mótmælt af hálfu Reykholtskirkju vegna Reykholtssellandsins. Í landamerkjabréfinu fyrir hið sameiginlega afréttarland frá 10. a príl 1890 , sem m.a. nær og Skjaldmeyj Þá kemur fram að réttindi þeirra sem aðild eigi að bréfinu sæti þeim takmörkunum að: Engum hinum framannefnda selfararrjetti eða ítaksrjetti fylgir nein heimild til að ljá öðrum beit í sellandi nu fyrir nokkurn fjenað, ekki heldur til að ljá öðrum selför. Upprekstrarfjelagið á enga veiði í Kjarará. ætlunin hafa verið sú að kirkjurnar, þ. á m. Reykholtskirkja, gæfu eftir tilkall sitt til landsins sem í bréfinu er lýst, að öðru leyti en því að hin tilteknu óbeinu eignarréttindi 38 þeirra, s.s veiðiréttur og selstaða, yrðu viðurkennd. Fyrir liggur að bréfi þessu var ekki mótmælt af hálfu kirkjunnar strax í kjölfar útgáfu þess. Bréfið var þ ó ekki undirritað af áskilinn rjettur til að leigja út slægjur í selfararlandinu, eins og að undanförnu hefir Af framangrein du sýnist ljóst að í landamerkjabréfinu fyrir hið sameiginlega afréttarsvæði sé verið að lýsa takmörkuðum og óljósum eignarréttindum Reykholtskirkju og hafi það verið staðfest af hálfu kirkjunnar með framangreindri undirritun . Þá verður ekki talið að þau l ögskipti sem felast í landamerkjabréfinu beri það með sér að ætlunin hafi verið að yfirfæra samhliða frá Reykholtskirkju frekari eignarréttindi af einhverjum toga til upprekstraraðila og rétthafa samkvæmt bréfinu, hafi viðkomandi aðilar á annað borð talið slíkum frekari réttindum fyrir að fara. Hefur stefnandinn ekki sýnt fram á annað en að umrætt svæði hafi frá upphafi verið nýtt til sameiginlegs upprekstrar og beitar fyrir búfé á sama hátt og á við um samafnotaafrétti almennt. Ekki liggur fyrir að stefn andinn Borgarbyggð eða forverar hans, upprekstrarfélag fyrrgreindra fjögurra hreppa og þar á undan bændur á svæðinu, hafi haft af umræddu landsvæði önnur not en hefðbundin afréttarnot til sumarbeitar fyrir búfénað. Er því ekki hald í þeirri málsástæðu stef nanda að hann hafi unnið á landinu eignarhefð. Með hliðsjón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að Reykholtsselland sé eignarland. V erður staðfest niðurstaða óbyggðanefndar um að þa r sé þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998. Austurhluti Síðumúlaskógar Ekki sýnist um það deilt að kröfugerð stefnandans Borgarbyggðar hér fyrir dómi, þar sem hann krefst þess að úrskurður óbyggðanefndar verði felldur úr gildi að því er varðar austurhluta Síðumúlaskógar og viðurkenningar á því að svæðið teljist ekki þjóðlenda, sé víðtækari en s ú kröfugerð er hann hafði uppi fyrir óbyggðanefnd. Liggur fyrir að kröfugerð stefnandans náði einungis til þess fyrir óbyggðanefnd að viðurkennd yrðu 39 óbein eignarréttindi hans að svæðinu færi svo að krafa eiganda jarðarinnar Síðumúla um beinan eignarrétt a ð því yrði ekki viðurkennd. Kemur fram í stefnu Borgarbyggðar að kröfur hans voru teknar til greina. Stefnandi á þó hagsmuna að gæta a.m.k. sem eigandi óbeins eignarrétta r og krefst ógildingar þess að Síðumúlaskógur verði gerður að þjóðlendu og lítur þannig á að aðild Síðumúlaeiganda sé ekki nauðsynleg með hliðsjón af atvikum öllu m Í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur o.fl. segir að sá sem ekki vilji una úrs kurði óbyggðanefndar skuli höfða einkamál innan sex mánaða frá útgáfudegi þess Lögbirtingablaðs sem útdráttur úr úrskurði er birtur í skv. 1. mgr. 18. gr. Í síðari málslið greinarinnar segir að unnt sé að leggja til úrlausnar hverja þá kröfu sem gerð hafi verið fyrir nefndinni. Í 2. mgr. 14. gr. laganna segir að mál sem heyri undir óbyggðanefnd verði ekki borið undir dómstóla fyrr en eftir að nefndin hafi lokið umfjöllun sinni um það. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laganna segir um 2. mgr. 14. gr. a ð álitaefni sem lögð séu til óbyggðanefndar verði ekki lögð fyrir dómstóla fyrr en nefndin hefur fjallað um þau og feli ákvæðið það í sér að slíkri kröfu ætti að vísa frá dómi og aðili yrði að leggja hana fyrir óbyggðanefnd og fá úrskurð um hana áður en ha nn leitaði til dómstóla. Þá segir í greinargerðinni um 19. gr. laganna að gert sé ráð fyrir því að sá sem leiti til dómstóla geti haft þar uppi sömu kröfur og gert hafi verið fyrir óbyggðanefnd en vegna reglu 2. mgr. 14. gr. verði ekki höfð uppi víðtækari kröfugerð fyrir dómstólum en gert hafi verið fyrir nefndinni. Þá verði að líta svo á að viðkomandi geti þrengt kröfugerð sína frá því sem gert hafi verið fyrir nefndinni. Með hliðsjón af framangreindu, og þ ar sem kröfugerð stefn a nda ns hér fyrir dómi er v íðtækari vegna umrædds svæðis en sú kröfugerð sem hann hafði uppi vegna þess fyrir óbyggðanefnd, verður ekki hjá því komist , með vísan til 1. mgr. 19. g r . laga nr. 58/1998 , sbr. 2. mgr. 14. gr. sömu laga , að vísa þessari kröfugerð hans frá dómi. Helgavatn sselland Helgavatnssel liggur í suðvesturhorni Tvídægru, norður af Litlu - Þverá í Þverárdal, og er hluti hins sameinaða upprekstrarlands Þverárréttar. Frá bæjarstæði Helgavatns að vesturmörkum þess eru 8,1 km mælt í beinni loftlínu og liggja nokkrar jarðir þar á milli. 40 Hrómundur kom skipi sínu í Hvítá; hann nam Þverárdal og Þverárhlíð ofan til Hallarmúla og fram til Þverár ... Sýnist af þessari frásögn mega álykta að mjög líklegt sé að svæði þetta hafi verið numið í öndverðu. Fleira þarf þó að koma til þannig að það g e ti leitt til staðfestingar á tilvist beins eignarréttar yfir svæðinu. Þurfa slík réttindi að hafa yfirfærst til síðari rétthafa, auk þess sem slíkur beinn eigarréttur kann að hafa fallið niður og svæðið verið tekið til annarra takmarkaðra nota. Við mat á slíku hefur í dómaframkvæmd verið talið skipta máli hvort umrætt svæði teljist óvefengjanlegur hluti jarðar, hvor t svæðið teljist afréttur einstakra jarða og/eða stofnana eða hvort um samafnotaafrétt sé að ræða. Svæðisins er fyrst getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1709, en þar kemur fram að jörðin Helgavatn eigi selstöðu sem heiti Þverárdalur og þangað sé ærið langt að sækja. Í lögfestu Ólaf s Jónss onar frá 31. maí 1760 lögfest ir hann jörðina Helgavatn, auk Helgavatnssellands á Þverárdal . Er merkjum sellandsins lýst þar sérstaklega en þó ekki alveg með heildstæðum hætti. Heimildir herma að stopul búseta hafi verið í Helgavatnsseli á árabilinu 1869 til 1886 án þess þó að stofnað væri þar til nýbýlis með lögformlegum hætti. Hér að framan, sérstaklega í umfjöllun um Tvídægru, er frá því greint að 52 bændur í fjórum tilgreindum hreppum lögfestu sér af réttarland innan tilg r eindra merkja, sem náði yfir alla Tvídægru , ásamt Hellistungum, Helgavatnssellandi, Sámsstaðasellandi, Reykholtssellandi og hluta Síðumúlasellands , en aðdraganda þess mátti rekja til deilna þeirra við prestana á Gilsbakka og í Hjarðar holti. Var eigandi Helgavatns einn þeirra er undir lögfestu þessa ritaði. Landamerkjabréf fyrir jörðina Helgavatn var útbúið 1. maí 1889 og var því þinglýst 22. sama mánaðar . Í því segir m.a. um hið umþrætta landsvæði : land á Þverárdal fyrir framan Hermundarstaðaland, og eru landamerki þar þannig: Að vestanverðu frá Þverá ræður lækur uppeftir nyrðri Sýrdal allt upp að tjörn, sem er upp á háhálsinum, og að norðanverðu úr tjörninni í urðarstapa, úr urðarstapa í Spenatjarnir þaðan eftir Fanngili ofan að steini á Eystri gilbarminum, úr þeim steini sjónhending í Hásuður á Háu mela við Þverá, svo ræður Þverá að sunnanverðu allt að nyrðri 41 Landamerkjabréf fyrir hið sameiginlega afréttarland , sem lögfestan frá 1873 haf ð i te kið til , var gert 10. apríl 1890 . Að virtum texta þess og aðdragandanum að gerð þess sýnist ætlunin hafa verið sú að tilteknir aðilar, þ.m.t. Gilsbakkakirkja, Hjarðarholtskirkja, Reykholtsdalskirkja, Síðumúlakirkja og einstakir jarðeigendur annars vegar og hins vegar oddvitar tilgreindra fjögurra hreppa og upprekstrarfélags þeirra, gerðu með sér samkomulag um að leggja niður deilur sem uppi höfðu verið um eignarhald svæðisins með því að kirkjustaðirnir gæfu eftir eignartilkall til ætlaðs eignarréttar á því að öðru leyti en því að viðurkennd yrðu óbein eignarréttindi þeirra, s.s. veiðiréttur og selstaða. Með undirritun bréfsins yrði þá staðfestur réttur upprekstrarfélags umræddra hreppa til upprekstrar á svæðinu, sem ekki liggur fyrir að hafi fram að því grun dvallast á neinum skjallegum heimildum heldur fremur á nýtingu svæðisins um nokkurra alda skeið til búfjárbeitar. Í bréfinu kemur eftirfarandi fram um landamerki jarðarinnar Helgavatns : Jörðin Helgavatn í Þverárhlíð á land á Þverárdal þar sem heitir Helgavatnssel innan þessara ummerkja: Að vestanverðu ræður lækur uppfrá Þverá uppeftir nyrðri Sýrdal alt upp í Sýrdalsvatn, sem er uppi á hálsinum; að norðanverðu ræður sjónhending úr Sýrdalsvatni í Urðarstapa og úr Urðarstapa í upptök Fanngils; að austanv erðu ræður Fanngil (úr Sýrdalsvatni) niður í Þverá og hún að sunnanverðu að Sýrdalslæk nyrðri. Eignarrjetturinn [yfir landi þessu] er háður þeim takmörkum að eigandi þess má aldrei Þá kemur einnig fram í bréfinu að réttindi þeirra sem aðild eigi að því sæti þeim takmörkunum að: Engum hinum framannefnda selfararrjetti eða ítaksrjetti fylgir nein heimild til að ljá öðrum beit í sellandinu fyrir nokkurn fjenað, ekki heldur til að ljá öðru m selför. Upprekstrarfjelagið á enga veiði í Kjarará. eiganda Helgavatns. Að framangrein d u virtu verður ekki talið að í fyrrgreindu landamerkjabréfi fyrir hið sameiginlega afréttarland sé verið að lýsa frekari r éttindum eiganda Helgavatns til Helgavatnssellands en þeim takmörkuðu eignarréttindum sem fólust í rétti hans til selfarar. Eins og fyrrgreindum atvikum var háttað gátu stefnendur ekki, þrátt fyrir að heimildarskjölum þeirra fyrir jörðinni Helgavatni hafi verið þinglýst athugasemdalaus t , haft nokkra réttmæta ástæðu til að ætla að þeir hefðu öðlast beinan eignarrétt yfir Helgavatnssellandi. 42 Þar sem óumdeilt sýnist að ekki hafi verið nein búseta í Helgavatnssellandi frá 1886, og ekkert liggur fyrir um að um ráðum landsins hafi verið háttað þannig að þau gætu talist hafa fullnægt kröfum 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign, verður ekki á það fallist með stefnendum að til beins eignarréttar að landinu geti hafa stofnast fyrir hefð. M eð hliðsjón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurstað dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að Helgava tsselland sé eignarland. Verður ekki talið að neinu geti breytt í því tilliti þótt óbyggðanefnd hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að aðliggjandi eða nálæg landsvæði, s.s. land Hermundarstaða, Kvía og Króks, séu undirorpin beinum eignarrétti, í ljósi þe ss að saga eignarhalds og afmörkunar þessara svæða sýnist í mörgu frábrugðin hinu umdeilda landi Helgavatssellands, auk þess sem aðliggjandi land á Tvídægru hefur einnig verið úrskurðað þjóðlenda. V erður því staðfest niðurstaða óbyggðanefndar um að Helgava tnsselland sé ekki eignarland, hvorki fyrir nám, löggerninga né með öðrum hætti, heldur þjóðlenda í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998 . Samantekt, málskostnaður o.fl. Samkvæmt því sem að framan hefur verið rakið hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að staðfest a beri úrskurð óbyggðanefndar vegna allra þeirra landsvæða sem kröfugerð stefnenda snýr að, að undanskildum austurhluta Síðumúlaskógar, um að svæðin teljist vera þjóðlendur. Verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnenda , þ. á m. varakröf u stefnandans Borgarbyggðar, að öðru leyti en því að kröfum stefnandans Borgarbyggðar vegna austurhluta Síðumúlaskógar er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Um gjafsóknarkostnað fer eins og segir í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan , en við uppkvaðningu hans var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 43 Dómso r ð: Vísað er frá dómi kröfu stefnandans Borgarbyggðar um að úrskurður óbyggðanefndar frá 11. október 2016, í málinu nr. 3/2014, verði felldur úr gildi að því er varðar austurhluta Síðumúlaskógar og að viðurkennt verði að ekki sé þjóðlenda innan tilgreindra merkja þess svæðis. Stefndi, íslenska ríkið, er að öðru le yti sýkn af kröfum stefnandans Borgarbyggðar og sýkn af kröfum stefnendanna Vihjálms Diðrikssonar og Hans Péturs Diðrikssonar. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin lögmannsþóknun stefnandans Borgarbyggðar að fjárhæð 3. 2 00.000 krón ur og lögmannsþóknun stefnendanna Vilhjálms og Hans Péturs að fjárhæð 1. 6 00.000 krónur. Ásgeir Magnússon