Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. janúar 2020 Mál nr. S - 551/2018 : Ákæruvaldið ( Súsanna B. Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Snorri Snorrason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð 29. nóvember 2019, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum, útgefinni 5. nóvember 201 8 , á hendur X , kt. 000000 - 0000 , , að hafa, á tímabilinu 13. ágúst 201 5 til 18. mars 2016, ítrekað sent B , kt. 000000 - 0000 , skilaboð úr síma sínum og samskiptaforritum og stofnað bloggsíðu með hlekknum [...] - en í skilaboðunum hótaði hann að birta af henni nektarmyndir og að bera út sögur um hana, en myndirnar hafði ákærði í vörslum sínum og með háttsemi sinni valdið B ótta um líf, heilbrigði og velferð sína og sýnt henni yfirgang, ruddalegt og ósiðlegt athæfi, sært hana og móðgað en hún var á umræddum tíma [...] ára gömul. Skilaboðin sem ákærði sendi B voru eftirfarandi og send á neðangreindum dögum og tíma: 1. 2. inna [...] svo njóttu þeirra og gerð 3. við mig þá held eg bara afram að segja honum sogur um þig og [...] 4. er gott að þu hatir mig 5. Þann 21.09.2015, kl. 22:13 í mms skilaboðum. ljósmynd af tölvuskjá sem sýndi skráarskiptasíðuna [...] , en myndin virtist sýna skrá sem bar nafnið [...] og lýst sem [... ] og er í flokknum [...] . Á myndinni má sjá að skráin var sett inn á vefsíðuna þann [...] . 2 6. G , H og oðrum sögurnar um ykkur [...] og fleyri svona víst þu hefur engan áhuga á að mi 7. 8. gera við allar 9. 10. 11. Þann 01.01.201 12. [...] er komin með allar myndirnar svo vertu blessuð, helt við gætum unnið ur þessu saman en grei nilega ekki 13. [...] 14. að gefa þèr milljon ástæður til að treysta mer ekki en þá mun eg bara skjota þvi á þig fyrir framan alla [...] og fullt fleyra ; - 15. rg bara um [...] og allt þetta i kringum H G og [...] og svona þegar þú ert [...] 16. mig hlakkar til að segja sögur um þig [...] : - 17. neitt og núna fer allt a ne 18. missiru mig og ég fer að segja sögur um þig þegar þú [...] 19. ákveður að vera ekki tilbúin að reyna með okkur þá er þetta alveg búið hja okkur alveg og já þú verður afram á slæmu hliðinni minni og já ég á eftir að vera ömurlegur þig og 3 20. Þann 27.01.2016, kl. 21. 22. Þann 27.01. ekki þá mun eg segja sögur [...] 23. áfram að skrifa inná [...] sjáum svo bara eftir þessa 6 mánuði hvað verður hv ort allt verði opnað eða eytt : - 24. 25. veit bara að eg a alltaf eftir að kasta þessu framaní þig ef eg fæ ekki tækifæri hjá þèr aftur : - 26. þetta vera leiðinleg við hvort annað? Og èg að segja sögur [...] 27. Þann 28. [...] 28. [...] er kominn [...] 29. þetta allt þá 30. ég bara áfram að tala um þig við strákana [...] 31. min 32. [...] 33. áhyggjur af því h vort eg segi öllum [...] 34. 4 35. Þann 01.03.2016, kl. 16:24 í sm [...] og finnir myndirnar af þér sem eg setti útum allt hahaha þú vilt hafa þetta svona þá verður 36. þú hafðir áhyggjur að eg væri að tala við [...] um daginn ert farinn að hitta hann aftur ætli hann verði jafn ánægður með myndirnar og [...] 37. Þann 18.03.2016, kl. 19: [...] verði sattur að sjá nektar myndirnar sem þu sendir mér i siðustu viku? Hann fekk bara eina saklausa siðast Kannski buin að segja honum hvernig myndir þú sendir mér ;) Ætla einmitt að fara syna [...] þær og tala við hann vístu blandaðir honum inní 38. senda mer þesa i suðustu viku alltaf jafn flott;´) ;´) Oky ætla hætta reyna tala við þig og sættast smá eg eg tala þá bara við aðra um þig og syni þessar myndir sem þu sendir mér i siðustu viku Er buin að bjoðast til að eyða öllu um þig vara fyrir eitt spjall og þú hefur ekki áhuga þá er það bara þannig vertu sæl og njottu þess að hata mig fyrir að hafa talað við [...] Og þu vildi r vita hvort eg hefði sagt [...] þetta allt utaf [...] þá nei og hata þig sma fyrir það en ég á eftir að fyrirgefa þér Ætla vona þu nair að mota þetta spjall til að plata [...] að þu talir ekki við mig ;) Telst þessi háttsemi ákærða varða við ákvæði 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: B , kt. 000000 - 0000 , k refst skaða - og miskabóta úr hendi ákærða, samtals að fjárhæð kr. 1.450.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. mars 2016 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar 5 Ákærði krefst aðallega sýknu , til vara að sér verði ekki gerð refsing og til þrautavara að sér verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfi og hún verði bundin skilorði. Ákærði krefst þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af henni og til þrautavara að hún verði lækkuð. Í öllum tilvikum krefst ákærði þess að verjanda verði ákvörðuð hæfileg málsvarn arlaun sem greidd verði úr ríkissjóði. Ákærði krafðist einnig frávísunar málsins en þeirri kröfu var hafnað 24. 4. 2019. Málavextir Samkvæmt dagbók lögreglu kom B , hér eftir nefnd brotaþoli, til lögreglu 18. 3. 2016 hennar, X [ákærði í máli þessu] væri að hóta henni fi hún verið í sambandi með ákærða í um [...] mánuði og hafi sambandinu lokið í [...] 2015. Frá þeim tíma hafi ákærði ítrekað reynt að kúga hana. óþökk Í dagbókinn i segir að ákærði hafi verið handtekinn síðar sama dag. Við handtöku ákærða mun hafa verið lagt hald hald á farsíma hans en hann neitað að upplýsa lögreglu um aðgangsorð hans. Lögregla mun allt að einu hafa náð að komast fram hjá læsingum símans og hlaðið niður og rannsakað efnisinnihald hans. Aflaði lögregla ekki dóms - úrskurðar til að fá heimild til slíkra aðgerða. Hinn 21. 3. 2016 beindi ákærði þeirri kröfu til héraðsdóms að lögreglu yrði gert að aflétta haldlagningu sinni á umræddum síma. Með úrskurði 12 . 4. 2016 var kröfunni hafnað. Með dómi í máli nr. 297/2016 staðfesti Í 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008 segir að leggja skuli hald á muni, þar á meðal skjöl, ef ætla má að þeir ellegar hlutir eða upplýsingar sem þeir hafa að geyma hafi sönnunargildi í sakamáli, að þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða að þeir kunni að verða gerðir upptækir. Fallist er á með héraðsdómi að uppfyllt hafi verið skilyrði ákvæðisins til þess að leggja hald á farsíma [ákærða] , enda var ljóst strax við handtöku hans að upplýsingar og gögn í símanum gætu haft sönnunargildi og skipt miklu fyrir rannsókn málsins. Þá verður ekki séð að skilyrði séu komin til þess að aflétta haldi, sbr. 1. mgr. 72. gr. laga nr. 88/2 008, enda kann farsíminn að verða gerður upptækur með dómi, sbr. a. lið ákvæðisins. 6 Það athugast að [lögreglustjóri] hefur rannsakað efnisinnihald umrædds farsíma án þess að fyrir liggi samþykki [ákærða] eða dómsúrskurður. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 71. gr. s tjórnarskrárinnar skulu allir njóta friðhelgi einkalífs heimilis og fjölskyldu og má ekki skerða einkalíf manns nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Þótt heimilt sé að haldleggja hlut án dómsúrskurðar, sbr. 1. mgr. 69. gr. laga nr. 88/2008 , verður 68. gr. laganna ekki skilin á þann veg að lögregla geti rannsakað efnisinnihald raftækja án þess að fyrir liggi úrskurður dómara. Aðstæður þær sem hér um ræðir eru efnislega sambærilegar þeim sem ákvæði 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. laga nr. 88/2 008 taka til og samkvæmt lögjöfnun frá þeim er ljóst að lögregla hefði þurft dómsúrskurð til þess að rannsaka efni farsímans. Samkvæmt þessu hafa aðgerðir [lögreglustjóra] brotið gegn friðhelgi einkalífs [ákærða] . Er rannsókn lögreglu að þessu leyti aðfinn sluverð. Við meðferð þessa máls krafðist ákærði þess að ákæruvaldinu yrði synjað um framlagningu þeirra gagna sem lögregla hefði aflað með framangreindum hætti. Þeirri kröfu hans var hafnað með úrskurði 14. 8. 2019. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með úr skurði í máli nr. 590/2019. Í málinu liggur upplýsingaskýrsla lögreglu, dags. 26. 9. 2016, undirrituð af D lögregluþjóni. Þar segir að úr síma ákærða hafi verið fengin samskipti hans og brotaþola Samtölin nái yfir tímabilið frá 13. 8. 2015 til 11. 3. 2016, samtals 20.095 skilaboð á 212 Í málinu liggur upplýsingaskýrsla F rannsóknarlögreglumanns. Eru þar talin upp gögn og skilaboð sem send hafi verið úr símanúmeri ákærða í símanúmer brotaþota og eru þau hin sömu og greind eru í ákæru. Í málinu liggur bréf undirritað af C félagsráðgjafa og fjölskyldumeðferðarráðgjafa, dags. 24. 6. 2016. Þar segir meðal annars að brotaþol i hafi sótt samtalsmeðferð hjá C . Í meðferðinni hafi hún grein t frá sambandi og samskiptum sínum við ákærða en samband þeirra hafi varað frá september 2014 til ágúst 2015 með hléum í lokin. Eftir það og fleiri áföll sem brotaþoli hafi lent í áður að eigin sögn hafi hún verið í nokkru ójafnvægi en [brotaþola] hafði samband þeirra [ákærða] gengið vel frá upphafi. Undir lok sambandsins var [brotaþoli] hins vegar farin að taka eftir hegðunarbreytingum hjá [ákærða] þar sem hann sýndi reiði og merki um þunglyndi. [Ákærði] vildi ekki merkja það og því ekki leita 7 sér aðstoðar vegna þess. [Brotaþoli] greindi frá því eftir sambandsslitin hefði [ákærði] áreitt hana með því að hóta henni því að setja persónulegar myndir af [brotaþola] á internetið. Jafnframt sendi hann henni óviðeigandi myndir af sjálfum sér. [Ákærði] sendi [brotaþola] ítrekað smáskilaboð í símann m eð hótunum um sjálfsmorð og fleira. [Ákærði] lét ljót orð falla um [brotaþola] við félaga og vini hennar sem meðal annars hafði þau áhrif að vinur hennar sem hún átti í nánu sambandi við sleit sambandi við [brotaþola]. Á þessu tímabili þar sem [ákærði] var með hótanir og áreiti við [brotaþola] leið henni mjög illa og líðan hennar stjórnaðist af óttanum við að [ákærði] myndi setja persónulegar myndir af henni á internetið. Stundum hunsaði hún hótanir og áreiti hans og í önnur skipti svaraði hún honum með því sem hún taldi hann vilja heyra. [Brotaþoli] upplifði að [ákærði] hefði völd yfir henni og stjórnaði líðan hennar og lífi. [Brotaþoli] dró sig í hlé og einangraði sig félagslega á tímabili. Eftir að [brotaþoli] kærði atvikið til lögreglunnar og myndum af h enni var eytt líður henni mun betur og hún finnur fyrir andlegum létti. [Brotaþoli] hefur gert áætlun um að halda áfram í samtalsmeðferð hjá Skýrslur fyrir dómi Ákærði kaus að mestu að tjá sig ekki um samskipti sín og brotaþola. Hann sagði þó að þau hefðu verið vinir , eytt tíma saman og mörg skilaboð hefðu farið milli þeirra. Gott hefði verið að tala við hana og þau talað um allt milli himins og jarðar. Hann kaus að tjá sig ekki um h vort þau hefðu verið í sambandi. Ákærði og brotaþoli hefðu tekið myndir af sér í daglegu lífi. Þeirra nánustu hefðu þó vitað af vináttu þeirra. Það hefði verið sér sárt að brotaþoli he fði viljað hafa vináttu þeirra á fárra vitorði. Ákærði sagðist ekki eiga myndir sem sýndu brotaþola fáklædda eða nakta. Hann kaus að tjá sig ekki um hvort hann hefði átt slíkar myndir. Ákærði kaus að tjá sig ekki um hvort hann hefði notað samskiptaforrit á þeim tíma sem málið varðar. Sérstaklega spurður hvort hann kannaðist við þá síðu sem getið er í ákæru kaus hann að tjá sig ekki um það. 8 Ákærði kaus að tjá sig ekki um hvort hann hefði hótað brotaþola að birta af henni nektarmyndir og bera út um hana sögur. Ákærði kaus að tjá sig ekki um hvort hann hefði sent brotaþola þau skilaboð sem rakin eru í ákæru. Hann sagðist engum spurningum svara um þau. Ákærði sagði brota þola hafa haft frumkvæði að samskiptum þeirra. Ákærði var spurður hvort hann teldi brotaþola bera sig sönnum eða röngum sökum. Hann sagði að það færi Sérstaklega spurður um orð brotaþola þess efnis að hann hefði of t hótað að birta af henni myndir sagði ákærði að það væri rangt. Hann sagðist aldrei hafa tekið nektarmyndir af brotaþola en hún hefði sent sér slíkar myndir . B brotaþoli sagði ákærða vera fyrrverandi unnusta sinn en brotaþoli hefði verið 16 ára þegar þa u hefðu byrjað að vera saman. Hún sagði að aðrir hefði vitað af vinskap þeirra spurð sagði brotaþoli að aldursmunur þeirra hefði gert vinskap þeirra óviðeigandi. Þau hefðu vafalaust deilt eitthva ð um það hvort aðrir mættu frétta af vinskap þeirra. Hún sagðist hafa sent honum nektarmyndir vildi bara slíta þessu og þá fór hann bara að nota myndirnar gegn mér. [...] Ef ég kom ekki þegar hann vildi að ég kæm gerði ekki það sem hann vildi að hann myndi gera þá bara alltaf sama þetta, að hóta mér brotaþoli væri , ef hún seg ðist vera með vinkonum sínum hefði hann athugað hvort það væri rétt. Á þessum tíma hefði brotaþoli verið [...] ára. Brotaþoli sagði ákærða hafa sent sér þau skilaboð sem rakin eru í ákæru. snapchat Brotaþoli sagðist hafa slitið sambandi þeirra ákærða [...] . Brotaþoli sagði ákærða hafa stofnað þ á vefsíðu sem nefnd er í ákæru og hafi ætlað að hefði gert það sagði brotaþoli ákærða hafa sagt sér það. Brotaþoli hitt eða þetta þá myn di 9 sagði brotaþoli að það hefði verið að koma strax og hitta ákærða. Ef hún hefði verið úti Einnig hefði ákærði oft hótað sjálfsvígi ef hún kæmi ekki til sín. Brotaþoli hefði alltaf farið til hans þegar hann hefði farið fram á það. Hann hefði viljað fá brotaþola til sín en hann hefði ekki farið fram á neitt kynferðislegt frá h enni. Brotaþoli sagði að á þeim tíma sem ákæra varðar hefði ákærði verið í ítrekuðum samskiptum við sig , hringt, ekið fram hjá vinnustað hennar og sent fjölmörg skilaboð . [...] . Hún sagðist ekki hafa kært sig um slíkt. Brotaþoli sagði þau ákærða hafa [...] og hefði hann oft hótað að sýna strákum í vinahópi þeirra [...] myndir af henni. Brotaþoli sagði aðspurð að hún hefði stundum sent honum mjög mörg skilaboð á sama Brotaþoli sagðist hafa verið hrædd vegna hegðunar ákærða og vera það enn. Hún þyrði ekki að vera ein á almannafæri því hún væri viss um að hann fylgdist með sér. Ætti hún nú erfitt með að treysta fólki. Brotaþoli sagðist ekki muna hvort hún hefði sent ákærða fleiri myndir eftir að hann hefði sent einhver þeirra skilaboða sem málið varðar. Þær myndir sem hún hefði sent honum hefði hún sent honum í trúnaði. Brotaþoli sagðist síðast hafa fengið skilaboð frá ákærða sumarið 2017. afsökunar [...] á hegðun sinni en setti síðan út á að ég hefði ekki alveg sýnt líka góða Vitnið C félagsráðgjafi sagði brotaþola hafa komið til sín í samtalsmeðferð 2016 Væri brotaþoli enn til meðferðar hjá vitninu. Henni hefði liðið mjög illa og glímdi enn við margvíslegar afleiðingar. Vitnið sagði brotaþola hafa sagt svo frá að maður, sem hún hefði verið í sambandi við , hefði se tt myndir á netið. Vitnið staðfesti vottorð sitt. Vitnið D lögregluþjónn sagði stúlku hafa komið til lögreglu og viljað kæra ákærði verið handtekinn og hann gefið sk ýrslu. Sími ákærða hefði verið haldlagður og sendur tölvurannsóknardeild til afritunar. Vitnið hefði tekið ákvörðun um að það yrði 10 gert. munur og lögregla taldi sig hafa heimild til að rannsaka sem slíkt og það hafði verið um Vitnið sagði að mikill fjöldi skilaboða hefði farið milli ákærða og brotaþola hundrað skilaboð á dag á þessu tímabili sem var skoðað , [.. .] eitthvað fleira frá [ákærða] til brotaþola heldur en til baka. En það sem ég man eftir varðandi skilaboðin það var að mörg þeirra voru á þá leið að brotaþoli var að biðja [ákærða] Vitnið sagði st ekki hafa séð neinar hótanir eða annað sambærilegt frá brotaþola til ákærða. Vitnið staðfesti skýrslu sína. Vitnið E lögregluþjónn sagði síma ákærða hafa verið rannsakaðan að beiðni rannsóknarlögregluþjóns á Suðurnesjum. Niðurstaða Svo sem rakið hefur verið var kröfu ákærða um að ákæruvaldinu yrði synjað um framlagningu gagna sem fengin voru eftir rannsókn lögreglu á síma hans hafnað. Í úrskurði héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna, sagði meðal annars að með hliðsjón af tveimur nánar greindum dómum Hæstaréttar yrði að líta svo á að þau andmæli sem ákærði tefldi fram vegna öflunar þessara sönnunargagna kæmu til úrlausnar við efnismeðferð málsins, en leiddu ekki til þess að framlagningu þeirra yrði synjað. Í dó mi sínum í máli nr. 297/2016 sló Hæstiréttur Íslands því föstu að með því að rannsaka innihald farsíma ákærða, án þess að hafa aflað til þess heimildar ákærða eða dómsúrskurðar, hefði lögregla brotið gegn friðhelgi einkalífs ákærða. Í dóminum tók Hæstirétt ur jafnframt fram að uppfyllt hefðu verið skilyrði laga til að leggja hald á síma kröfu ákærða um að haldlagningunni yrði aflétt. Svo sem kemur fram í dómi Hæstaréttar Íslands voru uppfyllt skilyrði haldlagningar símans og ljóst þegar við handtöku ákærða að upplýsingar og gögn í símanum gætu haft sönnunargildi og skipt miklu fyrir ran nsókn málsins. Hefur ekkert komið fram í málinu sem gerir sennilegt að kröfu um heimild til rannsóknar á innihaldi símans hefði verið hafnað ef hún hefði verið borin upp við dómstóla. Þegar á framanritað er horft verður að líta svo á, að sú gjörð lögreglu að rannsaka símann án þess að leita um það 11 dómsúrskurðar, hafi haft þau áhrif að gögnin hafi orðið henni aðgengileg einhverju fyrr en ella en hafi ekki orðið til þess að hún hafi fengið í hendur gögn sem hún ella hefði ekki fengið. Þegar á þetta er horft þykir aðferð lögreglu við að afla gagnanna ekki draga úr sönnunargildi þeirra . Í þeirri niðurstöðu felst engin afstaða til þess hvort ákærði kann að eiga einkaréttarkröfu á hendur lögreglu vegna hennar. Fyrir dómi bar brotaþoli að ák ærði hefði sent sér þau skilaboð sem tilgreind eru í ákæru. Fyrir dómi kaus ákærði að tjá sig ekki um það og kvaðst ekki svara neinum spurningum um skilaboðin. Ekkert hefur komið fram í málinu sem gerir ósennilegt að ákærði hafi í raun sent brotaþola þau skilaboð sem í ákæru greinir. Verður miðað við að það hafi hann gert á þeim tímum sem þar er rakið. Fyrir dómi sagðist brotaþoli hafa sent ákærða nektarmyndir. Fyrir dómi kaus ákærði að tjá sig ekki um hvort hann hefði átt slíkar myndir af henni. Samkvæmt gögnum málsins var slíkar myndir að finna á síma ákærða. Óhætt er að leggja til grundvallar að á þeim tíma sem málið varðar hafi ákærði haft slíkar myndir í fórum sínum. skilaboð sem verða skilin þannig að þær kunni að birtast síðar með einhverjum hætti. Í myndir i 36 talar ákærði eins og hann hyggist sýna [...] myndirnar, í skilaboðum nr. 37 segist ákærði ætla að fara að sýna [...] myndir og í skilaboðum nr. 38 talar ákærði um að hann hyggist segja eða hafi sagt. Í skilaboðum nr. 3 segir ákærði að ef brotaþoli ætli ekki að tala við sig muni hann segja af henni sögur og í skilaboðum nr. 6 segir ákærði að brotaþoli G , H nánar greind atriði þegar hún sé [...] . Í skilaboðum nr. 16 segir ákærði að brotaþoli viti ekki hvað hann hlakki 12 til að segja sögur af henni [...] [...]. Í skilaboðum nr. 22 segir ákærði að ef þau sættist ekki muni hann segja sögur [...] . Í annað [og hann] að segja sögur [...] m nr. 27 segist ákærði ætla að koma [...] [...]. Í hún tala við sig og vera hreinskilin um þa strákana [...] áhyggjur af því hvort [hann] segi ö llum [...] Eins og áður segir liggur fyrir að ákærði hafði nektarmyndir af brotaþola í fórum sínum. Í skilaboðum nr. 8 spyr ákærði að gera við allar þessar di rty myndir frá henni og í skilaboðum nr. 5 sendir hann brotaþola ljósmynd af tölvuskjá sem sýndi nánar greinda skráarskiptisíðu en myndin virtist sýna skrá með nafninu [...] og lýst sem [...] í flokknum [...] . Fyrir dómi kaus ákærði að svara ekki spurning um um skilaboðin sem tilgreind eru í ákæru. Í yfirheyrslu lögreglu á rannsóknarstigi svaraði hann á þá leið að skilaboðin hefðu ekki fjallað um nektarmyndir heldur myndir af þeim saman í daglegu lífi. Fram kom fyrir dómi að brotaþoli hafi viljað að samband þeirra ákærða yrði á fárra vitorði og í því ljósi kann að vera að brotaþoli hafi í raun verið viðkvæm fyrir því að myndir af þeim ákærða saman í daglegu lífi kæmu fyrir augu þeirra sem þekktu þau. Það breytir ekki því að ákærði hefur í skilaboðum vísað í allar þessar frá brotaþola og í öðrum skilaboðum vísað í skráarskiptisíðu svo sem rakið var. Þau skilaboð sem ákæran tekur til gefa á engan hátt til kynna að þar einskorði ákærði sig við myndir af brotaþola fullklæddri. Brotaþoli hafði gilda ástæðu til að ætla að ákærði vísaði til mynda af henni fáklæddri eða nakinni þegar hann sendir henni ítrekuð skilaboð um ýmist komnar í birtingu eða óbirtar í fórum ákærða. Í skilaboðum til brotaþola um myndirnar segir ákærði ítrekað að þær hafi verið birtar á netinu en einnig talar hann um að hann eigi allar myndirnar enn þá og að hann geymi þær til betri tíma. Ekkert hefur komið fram um að ákærði hafi í raun dreift myndunum. Með ítrekuðum skilaboðum sínum til brotaþola í þá veru sem rakið hefur verið hefur ákærði hins vegar gert henni ljóst að hann gæti hvenær sem er dreift myndunum. Þegar 13 horft er á þann fjölda skilaboða sem hér er um að ræða og efni þeirra verður að líta svo á að í skilaboðunum felist hótun um dreifingu myndanna , en telja verður, eins og hér stendur á, að skilaboð nr. 1, 2, 4, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 17, 19, 20, 21, 31, 32, 34, 35, 36, 37 og 38 feli í sér hótanir um birtingu nektarmynda af brotaþola. Slík dreifing myndanna án leyfis brotaþola væri refsiverður ver knaður og líkleg til að hafa mikil áhrif á brotaþola, sem var þá á unglingsaldri. Samkvæmt gögnum málsins virðist sem brotaþoli hafi sent ákærða mynd 12. desember og aðra 24. desember. Fyrir dómi kvaðst hún ekki muna hvort hún hefði sent ákærða mynd eftir að hann hefði byrjað að senda þau skilaboð sem málið varðar. Ekki verður talið að þessar sendingar, á þessum tíma, breyti þeirri heildarmynd sem hér liggur fyrir , en hér má bæði hafa í huga að mikill meirihluti skilaboða ákærða var á þeim tíma ókominn og á ákærða og brotaþola var umtalsverður aðstöðumunur, en brotaþoli var unglingsstúlka en ákærði [...] . Sú háttsemi að hóta brotaþola slíkri dreifingu var til þess fallin að vekja hjá brotaþola ótta um heilbrigði sitt og velferð og er réttilega heimfærð til 2 33. gr. laga nr. 19/1940 í ákæru. Við munnlegan málflutning tók sækjandi fram að ekki væri byggt á að brotaþoli hefði verið hrædd um líf sitt. Með því að hóta stúlku á [...] ári ítrekað slíkri birtingu nektarmynda af henni hefur ákærði sýnt henni yfirgang og ruddalegt og ósiðlegt athæfi og er háttsemin réttilega heimfærð til 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 í ákæru [...] . Ekki verður talið að 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 sé of opin og óskilgreind refsiheimild til þess að sakfelling verði á henni byggð en í dómaframkvæmd hefur ítrekað verið á henni byggt sem refsiheimild. og verða skilaboðin skilin þannig að það séu sögur sem hún vildi ekki að yrðu sagðar. Fátt liggur hins vega r fyrir um sögurnar, þar á meðal verður engu slegið föstu um sannleiksgildi þeirra. Þegar á allt er horft þykir ekki hafa verið færð lögfull sönnun fyrir því að ákærði hafi , með skilaboðum sínum um sögur sem hann hyggist segja, haft í frammi hótun um að fr emja refsiverðan verknað. Verður hann því ekki sakfelldur fyrir brot gegn 233. gr. laga nr. 19/1940 vegna þeirra og skynsamlegur vafi þykir vera á um að háttsemin verði eins og á stendur heimfærð undir 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002. Samkvæmt framansögðu verður ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 233. gr. laga nr. 19/1940 vegna skilaboða nr. 1, 2, 4, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 17, 19, 20, 21, 31, 32, 34, 35, 36, 37 og 38 og fyrir brot gegn 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 [...] . Ákærði verður sýknaður vegn a annarra skilaboða sinna og sama er að segja um þá vefsíðu sem hann er í ákæru sagður hafa stofnað. 14 Ákærði hefur samkvæmt sakavottorði ekki sakaferil. Brot hans beindist gegn unglingsstúlku en sjálfur er hann [...] árum eldri. Fyrir dómi lýsti brotaþoli þ eim áhrifum sem málið hefði haft á hana og er ekki ástæða til að efast um að þau hafi verið mikil. Á hinn bóginn verður að horfa til þess að málið hefur tekið langan tíma en ákæra er gefin út meira en tveimur og hálfu ári eftir að ákærði sendi síðustu skil aboðin sem málið varða. Þá kom fram hjá brotaþola að hún hefði fengið skilaboð frá ákærða sumarið 2017 þar sem hann hefði beðið sig afsökunar. Ákærði lýsti yfir skriflega 18. 3. 2016 að hann væri reiðubúinn til að skuldbinda sig til þess að koma hvorki á n é vera við heimili brotaþola, veita henni ekki eftirför og setja sig ekki í samband við hana næstu sex mánuði. Ekkert hefur komið fram um að hann hafi brotið gegn þessu. Ákærði hefur lagt fram gögn um skólavist sína [...] . Refsing ákærða ákveðst fangelsi í þrjá mánuði en rétt er að fullnustu refsingarinnar verði frestað og niður falli hún að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði hefur framið refsiverða meingerð gagnvart brotaþola og ber bótaábyrgð á henni. Brot ákærða er til þess fallið að valda brotaþola ótta og angist. Verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola 500.000 krónur í miskabætur ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir en bótakrafa var kynnt ákærða 22. 9. 2016. Þá verður ákærða gert að greiða b rotaþola 400.000 vegna lögmannskostnaðar til að gæta hagsmuna brotaþola hér fyrir dómi. Málsvarnarlaun verjanda ákærða, Snorra Snorrasonar lögmanns, ákveðast 1.581.000 krónur með virðisaukaskatti. Samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins nemur annar sakarkostnaður 12.000 krónum. Í ljósi málsúrslita þykir rétt að ríkissjóður greiði þriðjung þessara fjárhæða sakarkostnaðar á móti ákærða. Gætt var 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvaldsins fór Súsanna B. Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari með málið. Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður gætti hagsmuna brotaþola fyrir dómi. Þorsteinn Davíðsson kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fullnustu refsingarinnar skal frestað og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði greiði B 500.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21 . 3 2016 til 22 . 10 20 16 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags , og 400.000 krónur í málskostnað . 15 Málsvarnarlaun verjanda ákærða, Snorra Snorrasonar lögmanns, 1.581.000 krónur, og 12.000 króna annan sakarkostnað greiði ákærði að tveimur þriðju hlutum en ríkissjóður að þriðjungi. Þorsteinn Davíðsson