Héraðsdómur Suðurlands Dómur 1 7 . nóvember 2020 Mál nr. S - 159/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi ) g egn X ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 21. febrúar 2020, á hendur X I. fyrir líkamsárás, tilraun til líkamsárásar, húsbrot og hótanir með því að hafa, um miðnætti aðfaranótt [...] 2019, ruðst í heimildarleysi inn um ólæstar dyr á heimili A , að B [...] E , og fyrir að hafa eftir að inn var komið í bræðiskasti ráðist að C , sem þar var gestkomandi, hótað honum lífláti og elt hann á hlaupum um húsnæðið og kýlt til hans en ekki náð að hi tta hann, allt þar til húsráðanda, A , tókst að skilja þá í sundur þannig að C komst fáklæddur á hlaupum út úr húsnæðinu, en ákærði þá, enn í bræðiskasti, veist að A með því að grípa um handleggi hennar og hrint henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu; allt framangreint með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víða á báðum handleggjum. Teljast brot ákærða varða við 217. gr., 231. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Ennfremur við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 22. gr. sömu laga. II. fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, síðdegis [...] 2019, í sérútbúnu rými í bílskúr, í eldhúsi og í þvottahúsi á heimili sínu að D , í sölu - og dreifingarskyni haft í vörslu sinni samtals 25 kannabisplöntur [30 - 73 cm á hæð] er samtals vógu 1.525,24 g, 433,24 g af kannabislaufum, 132,91 g af kannabisstönglum, 11,43 g af maríhúana, 0,84 g af tóbaksblönduðu kannabisefni; sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað þar framangre indar kannabisplöntur. 2 Telst brot ákærða varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 me ð síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er gerð krafa um að ákærða verði gert að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum, sbr. ákærulið II. (efnaskrár lögreglu nr. 42202, 4 2203, 42204, 42205, 42206, 42207 og 42208) og búnaði til ólögmætrar ræktunar og meðferðar fíkniefna sbr. munaskrár lögreglu nr. 141392 samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. V egna ákæruliðar I gerir A , kröfu um greiðslu miskabóta úr hendi kærða að fjárhæð kr. 1.500.000, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 28. júní 2019 og til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. og 9. g r. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu málskostnaðar úr hendi kærða, að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. Málið var þingfest 30. apríl 2020 og fór aðalmeðferð fram 23. október 2020. Við aðalmeðferð óskaði sækjandi eftir að breyta ákæru þannig að úr texta í - af hálfu ákærða. Jafnframt hefur sækjandi óskað leiðréttingar á hei mfærslu til refsiákvæða vegna ákæruliðar I þannig að þar skuli vísað til 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í s t að 22. gr. sömu laga. Ákærði neitar sök skv. ákærulið I en játar sök skv. ákærulið II eins og honum hefur verið breytt skv. framansögðu. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær dómkröfur sem að ofan greinir. Af hálfu bótakrefjanda eru gerðar sömu kröfur og að ofan greinir, með þeirri breytingu þó að nú er ekki krafist málskostnaðar úr hendi ákærða, heldur er krafist þóknunar úr ríki ssjóði til handa skipuðum réttargæslumanni brotaþola, en henni var skipaður réttargæslumaður skv. úrskurði dómsins þar um. 3 Af hálfu ákærða er krafist sýknu af ákærulið I að því er varðar líkamsárás á brotaþola A , húsbrot og hót anir, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa vegna tilraunar til líkamsárásar á brotaþola C , sem og vegna sakargifta í ákærulið II . V egna einkaréttarkröfu krefst ákærði þess aðallega að henni verði vísað frá d ómi, en til vara að hann verði sýknaður af henni, en til þrautavara að hún sæti verulegri lækkun. Þá krefst ákærði sýknu af kröfu ákæruvalds um upptöku á búnaði til ólögmætrar ræktunar og meðferðar fíkniefna. Málavextir Ekki er þörf á að gera sérstaklega grein fyrir málavöxtum vegna ákæruliðar II. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var hún stödd [...] E þegar tilkynning barst frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að [...] hafi ruðst inn á [...] og ráðist á hana. Þegar lögregla hafi svo ekið [...] B á lei ð á vettvang hafi hún sé ákærða ganga frá vettvangi og inn í D . Hafi lögregla haldið áfram og numið staðar við B þar sem árásin hafi átt að eiga sér stað. Tóku brotaþolar þar á móti lögreglu og í miklu uppnámi. Er í frumskýrslu haft eftir brotaþolum að þau hafi verið að horfa á sjónvarp í stofu þegar ákærði hafi ruðst þar inn og með látum. Hafi ákærði rokið að brotaþola C og hótað honum líkamsmeiðingum og dauða og verið mjög reiður. Hafi brotaþoli A náð að stöðva ákærða með því að ganga á milli þegar hann h afi ætlað að ganga í skrokk á brotaþola C , sem hafi náð að hlaupa út bakdyramegin og hafi ákærði því ekki náð að valda honum skaða. Er haft eftir brotaþola A í frumskýrslu að [...] . Kvað hún F vera heima hjá ákærða og kvaðst gruna ákærða um áfengis - og fík niefnaneyslu. Segir að brotaþoli A hafi verið með mar og skrámur á hægri upphandlegg eftir að hafa reynt að stöðva ákærða. Lögregla fór að heimili ákærða og ræddi þar við hann , en í skýrslu segir að hann hafi verið nokkuð sam vinnuþýður, greinilega drukkinn og hafi lögreglu jafnframt grunað að hann væri undir áhrifum örvandi efna. Skýrði hann svo frá að hafa verið í kvöldgöngutúr þegar hann hafi séð bifreið, sem hann hafi ekki kannast við, utan við heimili brotaþola A og hafi jafnframt séð rifu á útidyrahurðinni. Þetta hafi honum þótt mjög óþægilegt þar sem hann hafi vitað til þess að brotaþoli A hafi orðið [...] . Hafi ákærði því gengið inn og séð mann, sem hann hafi aldrei áður séð, standa nakinn í stofunni, en ekki séð brotaþola A . Við svo þessum ókunnuga manni. Þá hafi brot a þoli A komið og gengið á milli þeirra og tekið 4 ákærða niður tvisvar sinnum. Kvaðst ákærði ekki hafa vitað að brotaþoli C hafi verið þarna með samþykki brotaþola A . Þá er í frumskýrslu skýrt frá [...] og ætluðum skemmdum á bifreið brotaþola C , en ekki þykir ástæða til að fjölyrða um það hér. Við rannsókn málsins voru teknar framburðarskýrslur af brotaþolum og ákærða, en þær verða ekki raktar hér sérstaklega , að öð ru leyti en því að í framburði brotaþola A , þar sem hún leggur fram kæru, kemur fram að hún krefjist þess að ákærða verði gert að sæta refsingu vegna húsbrots og líkamsárásar gagnvart sér. Þá tók lögregla jafnframt skýrslu af G við rannsókn málsins, en han n kvaðst hafa verið á gangi með ákærða skömmu fyrir atvikið. Hafi ákærði sagt að hann sæi rifu á útidyrum brotaþola A og rokið að húsinu og inn, en vitnið hafi ekki blandað sér í þetta. Rannsóknargögnum fylgja ljósmyndir sem lögregla tók af brotaþola A þa nn 1. júlí 2019 og má þar sjá áberandi marbletti á báðum handleggjum hennar. Í rannsóknargögnum er vottorð H læknis, dags. 27. ágúst 2019 , þar sem fram kemur að brotaþoli A hafi leitað á heilsugæsluna á Selfossi eftir hádegið þann [...] 2019 og sagt [...] sinn hafa ráðist á sig heima hjá henni nóttina áður laust eftir miðnætti. Hann hafi brotið útihurðina og ráðist á hana og vin hennar, m.a. tekið fast um handleggi hennar og hrint hlutum um alla íbúð. Við skoðun hafi hún verið í uppnámi og kvíðin. Tveir st órir marblettir hafi verið á hægri upphandlegg, um 5x4 sentimetrar og nokkrir minni marblettir á hægri framhandlegg. Ofarlega á vinstri upphandlegg hafi verið marblettur um 6x3 sentimetrar. Í símtali við lækni [...] 2019 hafi brotaþoli A enn verið mjög kví ðin og með mikla vanlíðan [...] . Ekki eru efni til að gera frekari grein fyrir málavöxtum. F ramburður fyrir dómi Ákærði gaf skýrslu við aðalmeðferð og kvaðst umrætt sinn hafa verið í göngutúr með G félaga sínum og þeir hafi tekið eftir opinni hurð og hafi ákærði haft smá áhyggjur og tekið eftir því að einhver bíll hafi verið fyrir utan. Hafi brotaþoli A áður sagt sér frá því að [...] . Þótt þau [...] um brotaþola A og vilji verja hana. Hann hafi því f arið inn á heimili hennar og hafi þar tekið á móti honum nakinn maður. Hafi þá áhyggjur ákærða vegna brotaþola A aukist og hann hafi því æst sig og spurt hvað hann væri að gera og hvort hann væri [...] . Hafi ákærði ætt í áttina að manni þessum, þ.e. brotaþ ola C . Þá hafi brotaþoli C byrjað að hlaupa í burtu og hafi ákærði hlaupið á eftir honum. Þá hafi 5 brotaþoli A komið og farið á milli þeirra og hafi þá ákærði tekið í hönd hennar og fært hana til hliðar. Hafi ákærði öskrað á brotaþola C og hvað í fjandanum hann væri að gera. Hafi þetta verið komið inn í þvottahús og ákærði staðið í bleytu og horft á brotaþola C sem hafi verið kominn í fósturstellingu og þá hafi ákærði áttað sig og spurt sig hvað hann væri að gera og að þetta væri eitthvað rangt. Hafi brotaþo li A sagt að þau þekktust alveg og þetta væri ekki eins og það liti út. Hafi þá ákærði bara farið út og verið eitthvað reiður og farið svo með C sem hann hafi verið að ganga með og sagt eitthvað á þá leið að nú yrði hann ábyggilega handtekinn, en lögregla hafi komið stuttu seinna. Aðspurður hvers vegna hann hafi verið reiður kvað ákærði að fyrst hafi hann haldið að eitthvað væri að koma fyrir brotaþola A vegna þess að hún hafi [...] og þegar hann hafi séð þarna opna hurð seint að kvöldi þá hafi hann fengið áhyggjur af því að eitthvað væri að koma fyrir brotaþola A . Aðspurður hvort eitthvað hafi gefið vísbendingu um að verið væri [...] brotaþola A svaraði ákærði því til að hurðin hafi verið opin en hún skilji ekki hurðina eftir opna svona seint nema eitthvað væri að, myndi hann halda. Þetta hafi verið sín mistök og hann sjái eftir þessu. Nánar um atburðarásina kvaðst ákærði hafa farið inn um dyrna r og í framhaldinu hafi brotaþoli C staðið upp nakinn fyrir framan ákærða. Þá hafi þeir verið inni í stofunni. Brotaþoli A hafi ekki verið sýnileg í byrjun en svo hafi hún birst þegar ákærði hafi verið byrjaður að æsa sig og öskra á brotaþola C . Hún hafi k omið frá hlið og örugglega frá eða úr sófanum. Brotaþoli C hafi staðið strax upp og staðið hjá sófanum þegar ákærði hafi gengið inn. Ekki hafi brotaþoli A sagt neitt strax í byrjun, en eftir á hafi hún sagt inni í þvottahúsinu að brotaþoli c væri vinur hen nar eða eitthvað þannig, en þá hafi ákærði hætt og farið út. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki bara spurt brotaþola A strax hver þetta væri, kvaðst ákærði hafa gert það en hann hafi bara verið reiður og haldið að brotaþoli C væri að gera henni mein. En það hefði lítið stoðað að spyrja brotaþola C hvort hann væri [...] brotaþola A , enda hefði hann nú vart játað því strax og undanbragðalaust þó svo hefði verið. Um það hve langur tími hafi liðið frá því hann kom inn uns hann hafi séð brotaþola A kvað ákærði að það hafi bara verið örfáar mínútur, kannski 1 - 2 mínútur. Á þeim tíma hafi hann verið að ganga að brotaþola C og hreyta í hann einhverjum orðum, s.s. að hann væri hálfviti og aumingi og [...] . Hafi ákærði gengið að brotaþola C og ætlað að veitast að hon um og hlaupið á eftir honum. Hafi brotaþoli C hlaupið undan og endað inni í þvottahúsi þar sem ákærði hafi staðið yfir honum og svo áttað sig á því að þetta væri rangt þegar brotaþoli A hafi sagt að þetta væri vinur hennar og þetta væri ekki eins 6 og það li ti út. Þá hafi ákærði farið út. Þetta hafi ekki tekið langan tíma. Kvaðst hvorki hafa slegið né kýlt brotaþola C . Brotaþoli A hafi farið á milli þeirra og hann tekið í hönd hennar og ýtt henni til hliðar og þá hafi brotaþoli C hlaupið undan og ákærði á eft ir og það hafi endað inni í þvottahúsinu. Annað hvort hafi hann tekið einu sinni eða tvisvar í hönd brotaþola A , en það hafi verið í aðra höndina. Hún hafi í tvígang farið á milli þeirra þar sem ákærði hafi ekki heyrt í henni í fyrra skiptið. Hún hafi þurf t að fara á milli til að stoppa þetta og hindra að þetta gengi lengra. Hún hafi greinilega gert ráð fyrir að ákærði myndi ráðast á brotaþola C . Ákærði kvaðst hafa reynt að slá brotaþola C , en ekki hitt. Kvaðst ekki muna hvort það hafi verið einu sinni eða oftar. Kvaðst aðspurður ekki hafa hótað honum lífláti. Það hafi ekki fallið slík orð. Aðspurður um myndir af marblettum á brotaþola A og lýsingar í áverkavottorði kvað ákærði bara hafa þær skýringar að h ann hafi tekið í aðra hönd hennar einu sinni eða tvisvar. Brotaþoli A hafi öskrað á ákærða að láta brotaþola C í friði. Hún hafi sagt honum að fara út, einu sinni að því er ákærða minnti, en þá hafi hann líka farið út. Þetta hafi hún sagt í þvottahúsinu. N ánar aðspurður kvaðst ákærði hafa verið rólegur þegar hann fór inn í húsið, en haft áhyggjur af því að sjá útidyrnar opnar. Hann hafi reiðst við að sjá brotaþola C nakinn, en hann hafi óttast að erindi hans væri að gera brotaþola A mein. Þetta hafi verið u mhyggja hans fyrir henni. Hafi svo ekki áttað sig strax þegar hún hafi gengið á milli , vegna æsings. Ákærði kannaðist við þann framburð sinn hjá lögreglu að hafa ætlað að ráðast á brotaþola C , en ekki tekist þar sem hann hafi hlaupið undan og reynt að slá hann einhver högg, en ekki hitt. Á hinn bóginn kvaðst ákærði halda að hann hafi ekki hótað ákærða lífláti og væri hann nokkurn veginn viss um það. Kvaðst aðspurður muna vel eftir þessum atvikum. Hann hafi slegið með krepptum hnefa . Aðspurður um þann frambu rð sinn hjá lögreglu að brotaþoli A hafi reynt að halda ákærða frá brotaþola C kvað ákærði að hún hafi haldið þeim í sundur. Aðspurður kvaðst ákærði hafa drukkið nokkra bjóra fyrir þetta atvik, en ekki verið undir öðrum vímuáhrifum. Aðspurður kvað ákærði e kki rétt lýst að brotaþoli A hafi farið utan í kommóðu, en hún hafi ekki farið utan í neitt. Sérstaklega aðspurður kvað ákærði að reiði hans og háttsemi hafi ekki stafað af afbýðisemi. 7 Þá lýsti ákærði því að vera nú í tveimur skólum, [...] Hann sé að ná tökum á lífi sínu. Þá staðfesti ákærði að brotaþoli A hafi höfðað mál á hendur sér vegna [...]. Þá kvað ákærði að hann hafi afplánað 15 mánaða fangelsisrefsingu skv. dómi Landsréttar [...] 2018 og hafi fengið reynslulausn af eftirstöðvum þeirrar refsingar [...] 2020 , en þetta kemur ekki fram á sakavottorði . Vitnið A , brotaþoli , [...] , gaf skýrslu við aðalmeðferð. Brotaþoli lýsti því að hafa verið heima hjá sér með brotaþola C , sem [...] en á þessum tíma hafi þau varla verið [...] . Þau hafi legið saman í sófanum að horfa á sjónvarpið og allt í einu hafi heyrst mikill skellur og hurðin verið opnuð og hún heyrt að ákærði væri kominn. Hafi ákærði komið inn askvaðandi og öskrandi hver er hér inni . Þau hafi verið hálfnakin og hún hafi staðið upp. Hafi ákærði kallað hana helvítis hóru og ógeð . Svo hafi ákærði séð brotaþola C og ætlað að hlaupa að honum og hafi sagst ætla að drepa hann. Þ ekkjandi ákærða vel hafi brotaþoli ekki ætlað að leyfa ákærð a að komast upp með þe tt a og leyfa honum að fá það sem hann hafi viljað. Hafi hún staðið á milli þeirra. Ákærði hafi hvorki kýlt hana né slegið til hennar, en hann hafi kastað henni til og frá utan í veggi og fleira. Brotaþoli hafi sagt brotaþola C að hlau pa út bakdyramegin og þegar brotaþoli C hafi verið á leiðinni út hafi ákærði elt hann og náð honum niður og reynt að sparka til hans þar sem hann hafi verið króaður af úti í horni. Brotaþoli hafi náð að rífa ákærða af brotaþola C og þá hafi brotaþoli C kom ist út. Á meðan hafi ákærði verið að hrista brotaþola til og kasta henni utan í húsgögn og veggi. Í þessari óreiðu hafi henni samt tekist að ná í símann sinn og hringja á Neyðarlínuna. Þá hafi ákærði farið út. Svo hafi brotaþoli farið út enda verið hrædd u m að ákærði myndi finna brotaþola C og drepa hann, en þá hafi hún séð ákærða ganga niður götuna heim á leið. Eftir þetta hafi lögregla komið. Ákærði hafi augljóslega verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Brotaþoli lýsti því að hafa áður orðið [...] af hálfu ákærða og óttast hvað hann gæti gert. Aðspurð kvað brotaþoli að útihurðin hafi verið lokuð, en ólæst. Sérstaklega aðspurð kvaðst brotaþoli alveg viss um að hurðin hafi verið lokuð. Um leið og hún hafi séð ákærða hafi hún staðið upp og hún hafi ætlað að stoppa hann og hafi sagt honum að fara út. Um leið og ákærði hafi séð brotaþola C hafi hann ætlað að vaða í hann. Kvaðst brotaþoli alveg viss um að hafa sagt ákærða að fara út, nánar tiltekið hafi hún sagt honum að drulla sér út og spurt hvað hann væri að gera þarna. Aðspurð hvernig hún hafi gengið á milli kvað brotaþoli hafa stöðvað ákærða með því að standa á milli hans og 8 brotaþola C og hafi ákærði þá verið fyrir framan hana. Ákærði hafi sagst ætla að berja brotaþola C í klessu og drepa hann . Ákærði hafi reynt að berja brotaþola C þegar hann hafi hlaupið á eftir honum og sparka í hann, en kvaðst halda að ákærði hafi ekki náð að koma höggum á hann, en kvaðst halda að þetta hafi verið spörk frekar en högg með höndum. Hún hafi nán ast allan tímann verið á milli þeirra. Ákærði hafi verið mjög æstur og hávaðasamur. Ákærði hafi ekki slegið hana, en tekið í hana og hent henni til. Ákærði hafi gripið um handleggi hennar oftar en einu sinni og hún hafi verið marin og aum eftir það. Ákærði hafi ekki haft neina ástæðu til að koma inn á heimilið en sennilega hafi hann ekki sætt sig við [...] . Hann hafi litið á hana [...]. Brotaþoli C hafi aldrei séð ákærða áður og lítið vitað um hann. Brotaþoli C hafi eiginlega frosið, en reynt svo að fara að finna fötin sín og reynt að tala ákærða til, en brotaþoli hafi sagt honum að fara bara út. Öll þessi atburðarás hafi ekki tekið langan tíma, varla meira en 10 mínútur, en hún kvaðst þó ekki geta fullyrt um það. Ákærði hafi hunsað skipanir hennar um að far a út. Aðspurð um afleiðingar af þessu lýsti brotaþoli því að hafa verið [...] og þetta hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað verið heima hjá sér í 2 vikur og þurft að gista hjá vinkonu sinni [...] E . Hún hafi vitað af ákærða [...] og varla þorað neitt út og verið mjög kvíðin og hrædd. Hún hafi fengið mörg kvíðaköst á dag og þetta valdi henni enn miklu hugarangri. Þetta hafi þó skánað eftir að hún hafi flutt frá E til I . Aðspurð lýsti brotaþoli því að hafa ekki verið stöðugt á milli ákærða og brotaþola C þar sem ákærði hafi stöðugt verið að reyna að ýta henni frá og svo í lokin þegar brotaþoli C hafi verið kominn að bakdyrunum þá hafi ákærði náð honum og sparkað eitthvað til hans, en henni hafi þá tekist að rífa ákærða af honum og brotaþoli C þá komist ú t. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki muna eftir að hafa séð ákærða kýla eða reyna að kýla brotaþola C . Brotaþoli lýsti því að þegar ákærði hafi ýtt henni eða hrint henni til þá hafi hún lent á sjónvarpi eða sjónvarpsskenk og utan í veggi . Brotaþoli lýsti því a ð báðir brotaþolar hafi staðið hjá sófanum þegar ákærði hafi komið inn úr anddyrinu. Þau hafi bæði verið í sjónlínu ákærða og stutt á milli þeirra. Hún hafi ekki verið svo langt frá að ákærði hefði ekki séð hana, enda kvaðst hún muna að ákærði hafi horft á hana. Aðspurð um hvort eitthvað hafi getað gefið ákærða tilefni til að ætla að brotaþoli C væri þarna óvelkominn , eða gegn hennar vilja , kvaðst brotaþoli ekki halda það, en hann hafi þó ekki séð þau liggjandi í rólegheitum. Brotaþoli C hafi verið á nærbu xum og 9 hún ber að ofan í náttbuxum. Vel geti verið að ákærði hafi séð þetta einhvern veginn öðru vísi. Brotaþoli kvaðst ekki muna nákvæmlega sín fyrstu orð til ákærða, en það hafi verið eitthvað á þá leið að spyrja hvað hann væri að gera þarna eða að segj a honum að fara út. Enn aðspurð var brotaþoli þess fullviss að hurðin hafi verið lokuð og kvaðst muna það. Brotaþoli kvaðst ekki geta sagt til um hvort ásetningur ákærða hafi staðið til þess að ráðast á hana, en hennar upplifun væri sú að hann hafi aðeins ætlað að ráðast á brotaþola C. Hennar minni sé um að ákærði hafi tekið brotaþola C niður í þvottahúsinu við bakdyrnar. Hún hafi óttast að ákærði hafi ætlað að berja hana í klessu. Þá sé ekki rétt í læknisvottorði að hún hafi sagt að ákærði hafi brotið útih urðina, en hún hafi sagt að hann hafi brotist inn. Þá lýsti brotaþoli líðan sinni eftir þetta, en hún hafi verið mjög hrædd og kvíðin eftir þetta [...] . Vitnið C , brotaþoli og [...] brotaþola A , kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hann og A hafi verið [...] . Þau hafi legið í sófanum mjög fáklædd. Allt í einu hafi hurðin rifnað upp með miklum látum og ákærði strunsað inn og sagt halló eða eitthvað þannig. Hafi ákærði horft beint í augu brotaþola og sagt að hann ætlaði að drepa hann og stokkið í áttina að honum. Brotaþoli A hafi byrjað að garga eitthvað á ákærða um að láta brotaþola vera. Þetta hafi allt gerst mjög hratt. Brotaþoli hafi ekki strax áttað sig á því hver þetta væri. Brotaþoli hafi stokkið eitthvað til og reynt að koma st út , en það hafi þó verið erfitt þar sem hann hafi verið mjög fáklæddur. Hann hafi verið óviss hvort hann ætti að hlaupa nakinn út eða reyna að koma sér í einhver föt. Brotaþoli A hafi hent til hans ein hverjum fötum og sagt honum að klæða sig. Ákærði hafi elt hann þarna inni í húsinu og endað með því að króa hann af úti í horni. Brotaþoli A hafi einhvern veginn náð að rífa ákærða af honum og þá hafi brotaþola tekist að komast út og fela sig utandyra. Stu ttu seinna hafi ákærði komið út og látið ófriðlega og m.a. skemmt bíl brotaþola. Svo hafi ákærði rokið í burtu. Nánar aðspurður um upphaf atburðarásarinnar lýsti brotaþoli því að þau hafi bara verið í ró, fáklædd að horfa á sjónvarp, þegar ákærði hafi komi ð inn með látum og skellt upp hurðinni og hrópað hvað væri þarna í gangi eða eitthvað þannig. Brotaþolum hafi brugðið mjög og hafi stokkið á fætur. Þetta hafi allt gerst á 30 sekúndum í endurminningunni þó að eflaust hafi þetta tekið lengri tíma. Aðspurður kvað brotaþoli 10 að hurðin hafi verið lokuð og var viss um það. Ákærði hafi virst óður og hafi ekkert þýtt að reyna að tala hann til. Brotaþoli A hafi gargað á ákærða að fara út og hvað hann væri að gera þarna. Ákærði hafi ekki svarað því sérstaklega en sag t hvaða gaur er þetta og ég drep hann og eitthvað þannig. Athygli ákærða hafi fyrst og fremst beinst að brotaþola. Ákærði hafi stokkið í áttina að sér og b rotaþoli hafi hlaupið undan ákærða um húsnæðið, en brotaþoli hafi verið lengur að koma sér út þar sem hann hafi verið svo fáklæddur. Mikil áfengislykt hafi verið af ákærða. Eftir að ákærði hafi króað hann af úti í horni hafi brotaþoli verið lagstur í gólfið og ákærði ofan á og slegið eitthvað til sín, en ekki náð því að neinu marki, en brotaþoli A hafi haldið aftur af ákærða. Aðspurður kvað brotaþoli að ákærði hafi ítrekað ýtt brotaþola A frá sér og hafi stórséð á henni eftir það. Kvaðst halda að brotaþoli A hafi verið uppistandandi allan tímann. Kvaðst ekki hafa séð hana detta utan í neitt . Brotaþo li kvaðst hafa verið ný staðinn á fætur þegar hann hafi séð ákærða fyrst og staðið við sófann . Brotaþoli A hafi verið við hlið hans og líka verið staðin á fætur. Stutt hafi verið á milli þeirra og þau bæði við sófann. Hafi br otaþoli verið alls nakinn. Ákær ði hafi kallað brotaþola A öllum illum nöfnum. Ekki hafi ákærði nefnt neitt um [...] eða sakað hann um slíkt. Brotaþoli hafi aldrei slegið til baka eða neitt slíkt. Brotaþoli hafi í rauninni farið niður í gólfið af hræðslu og í kjölfarið hafi ákærði stokkið á hann. Hann hafi verið mjög hræddur og sé óvanur slagsmálum. Kvaðst hafa átt von á að verða stórskaðaður þarna. Kvaðst hafa áttað sig á að ákærði myndi vera [...] brotaþola A og að hann væri afbrýðisamur. Eftir að brotaþoli hafi verið kominn út hafi hann heyrt mikil öskur og læti innan úr húsinu í brotaþola A og ákærða, en ekki greint orðaskil. Eftir það hafi ákærði farið. Þá lýsti brotaþoli því að greinilega hafi einhver maður verið þarna með ákærða og verið fyrir utan húsið. Brotaþoli hafi þó ekki séð h ann. Sá maður hafi ekki skipt sér af þessu. Brotaþoli kvað þetta hafa verið afar niðurlægjandi og haft mikil áhrif á þau og þó einkum brotaþola A . Kvaðst ekki beint hafa tekið inn á sig þegar ákærði hafi sagst ætla að drepa hann, en menn geti sagt ýmislegt í miklu brjálæði. Brotaþoli hafi orðið mjög hræddur og jafnvel um að verða örkumla eftir ákærða. Hann hafi verið skíthræddur um líf sitt. Vitnið G , þáverandi kunningi ákærða, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa umrætt sinn verið á kvöldgöngu með ákærða. Kvaðst þó muna illa eftir þessu enda sé langt um liðið . Vitnið hafi verið á kafi í neyslu eftir þetta , en hafi nú snúið 11 við blaðinu og fa rið í meðferð . Kvaðst ekki muna hvort útihurðin hafi verið opin, en ákærði hafi sagt að hún væri opin og að hann ætlaði að kíkja inn. Hafi vitnið bara gengið áfram. Svo hafi vitnið heyrt brotaþola A eða eitthv að þannig. Ákærði hafi öskrað eitthvað líka. Svo hafi ákærði komið hlaupandi á eftir sér og svo hafi lögregla komið brunandi hjá. Ákærði hafi ekki sagt neitt um hvað það væri sem hann hafi ætlað að tékka á. Hann hafi bara rokið að dyrunum. Vitnið kvaðst ek ki hafa vitað hvað væri í gangi þarna og ekki ætlað að blanda sér neitt í það. Vitnið hafi bara gengið áfram þegar ákærði hafi farið að húsi brotaþola. Svo hafi vitnið verið komin hálfa leið heim til ákærða þegar ákærði hafi komið aftur. H afi ákærði sagt a ð þetta væri ekkert mál og að vitnið ætti kannski bara að fara heim. Vitnið kvaðst hafa grunað hið versta þegar hann hafi heyrt lætin í ákærða og brotaþola A innan úr húsinu. Ákærði hafi verið mjög rólegur þegar hann hafi komið til baka og ekkert sagt hvað hafi gerst þarna inni. Ákærði hafi sagt sér eftir á að brotaþoli A hafi verið þarna inni með einhverjum manni og þau hafi rifist og hann svo farið út. Aðspurður kvað vitnið að ákærði hafi sagt eftir á að hurðin hafi verið opin á heimili brotaþola. Í uppha fi hafi ákærði Vitnið staðfesti það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu , að hafa spurt ákærða hvað hafi gerst og hafi ákærði sagt að lögregla væri líklega á leiðinni og að vitnið skyldi ekki skipta sér af þessu heldur fara til síns heima. Lögreglumaður nr. 1916 kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að þeir hafi verið [...] R skammt frá vettvangi þegar tilkynning hafi borist. Þegar þeir hafi ekið norður B hafi þeir séð ákærða ganga frá vettvangi, en ekki verið vissir um að hann væri viðriðinn þetta. Þeir hafi farið á vettvang og hitt þar báða brotaþola, sem hafi verið í uppnámi. Vitnið hafi rætt við brotaþola C . Svo hafi þeir farið að heimili ákærða og rætt við hann, en svo hafi komið [. ..] . Brotaþoli C hafi lýst fyrir vitninu hræðslu sinni þegar ákærði hafi komið þarna inn og hótað honum öllu illa og hafi haldið að ákærði ætlaði að fylgja þeim hótunum eftir. Vitnið kvaðst ekki muna hvort allt hafi verið á rúi og stúi innandyra. Vitnið kv að að brotaþoli A hafi verið með einhverja áverka eða ummerki á handleggjum, en það hafi ekki verið stórvægilegt. Ákærði hafi sagt að hann hafi verið á gangi og séð óþekkta n bíl í hlaði hjá brotaþola A og rifa verið á hurðinni og hann óttast um brotaþola A þar sem hann hafi vitað af því að [...] og þess vegna farið inn til að kanna 12 ætlað að ganga í skrokk á manninum, þ.e. brotaþola C , en brotaþoli A stoppað hann. Vitnið stað festi frumskýrslu sína. Vitnið H læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa ekki sjálfur tekið á mó t i brotaþola A umrætt sinn. Það hafi annar læknir gert en sá sé hættur störfum. Vitnið hafi ritað vottorðið . Vottorðið sé gert orðrétt upp úr tölvukerfum heilsugæslunnar. Vitnið hafi ekki hitt brotaþola sjálfur vegna þessa atviks. Vitnið kvað áverka geta passað við að tekið hafi verið fast um handleggi. Það sé afar persónubundið hve mikið átak þurfi til að marblettir komi fram. Vi tnið J sálfræðingur gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt um brotaþola A , dags. [...] 2020. Vitnið lýsti því að brotaþoli A hafi verið hjá vitninu í sálfræðimeðferð og að hafa fyrst hitt hana [ ...]. Í [...] 2019 hafi brotaþoli haft samband og óskað eftir viðtali og hafi greint frá því atviki sem til umfjöllunar er í þessu máli. Hafi brotaþoli skýrt frá því að ákærði hafi ruðst inn á heimili hennar þar sem hún hafi verið með [...] . Hafi hann ráðist að þeim og m.a. hótað að myrða [...] brotaþola. Hún hafi skýrt frá [...] í tengslum við þetta tiltekna atvik. Hafi hún jafnframt skýrt frá auknum [...] við ákærða og endurteknum óvelkomnum minningum um atvikið. Hún hafi í fyrstu [...] aftur versnað verulega. Forsendur og niðurstaða Með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við málsgögn, er sannað að ákærði hefur gerst sekur um þann verknað sem honum er gefinn að sök í ákærulið II og sem þar er réttilega heimfærður til refsiákvæða. Við skýrslugjöf sína hjá lögreglu þann [...] 2 019 gerði brotaþoli A kröfu um að ákærða yrði gert að sæta refsingu fyrir húsbrot og líkamsárás, en í því f ó lst krafa um að sakamál yrði höfðað á hendur ákærða vegna brotanna í skilningi a liðar 2. tl. 1. mgr. 242. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, s br. 144. gr. laga um meðferð sakamála n r. 88/2008 . Er þannig fullnægt málshöfðunarskilyrðum vegna húsbrots. Um þær sakir sem lýst er í ákærulið II hefur ákærði í fyrsta lagi lýst því að hafa farið inn á heimili brotaþola A umrætt sinn, en hann hefur ekki borið fyrir sig að þangað hafi hann verið boðinn eða haft aðra heimild til að fara þangað inn. Hefur hann gefið þær skýringar að hann hafi séð að dyrnar hafi verið opnar og því óttast að innandyra væri einhver að gera brotaþola mein, [...] . Báðir brotaþol ar hafa hins vegar fullyrt að dyrnar hafi verið lokaðar , án þess þó að það skipti öllu máli . Að mati dómsins er skýring ákærða 13 afar ótrúverðug , jafnvel þó að dyrnar hefðu verið opnar, sem verður að telja upplýst að hafi ekki verið. Það er mat dómsins að sk ýring ákærða sé fyrirsláttur og að jafnvel þó að hurðin hefði ekki fallið að stöfum þá gaf það ákærða ekkert tilefni til þess að fara óboðinn inn á heimili brotaþola og það með slíkum látum sem brotaþolar hafa báðir lýst. Ákærði hefur lýst því að í upphafi veru sinnar á heimili brotaþola hafi hann aðeins séð brotaþola C og það nakinn, en brotaþoli A hafi þá ekki verið viðstödd. Þetta er í andstöðu við skýran og samhljóða framburð beggja brotaþola um að þau hafi bæði legið í sófanum þegar ákærði ruddist inn í húsið og þá sprottið á fætur og bæði verið við sófann og nálægt hvort öðru þegar þau sáu ákær ða og hann sá þau. Auk þess er upplýst í málinu, með framburðum beggja brotaþola, að ákærði var ekki fyrr kominn inn á heimili ð en honum var vísað þaðan út á mjög ákveðinn hátt, en því varð hann ekki við fyrr en síðar. Þetta nýtur nokkurs stuðnings í framb urði vitnisins G sem lýsti því að hafa heyrt brotaþola A öskra á ákærða. Þá hefur þetta vitni ekki getið þess að ákærði hafi talað um áhyggjur af því að einhver væri að gera brotaþola A [...] . Hafði ákærði þannig ekkert tilefni til að halda að brotaþoli A væri í hættu stödd eða að hann væri velkominn á heimili hennar. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök varðandi húsbrot . E r háttsemin réttilega heimfærð undir 23 1 . gr. almennra hegningarl aga nr. 19/1940. Brotaþolar hafa bæði lýst því að eftir að ákærði var kominn inn hafi hann ráðist að brotaþola C. Er það raunar í samræmi við framburð ákærða sjálfs, en framburður hans um að hann hafi talið að brotaþoli C væri staddur á heimilinu í glæpsam legum erindagjörðum , og þess vegna veist að honum, er fráleitur eins og að framan er lýst og verður ekki byggt á honum. Að minnsta kosti gat honum ekki annað en verið ljóst að vera brotaþola C á heimilinu átti sér eðlilegar skýringar, þegar hann réðist geg n brotaþola C , hvað svo sem hann hélt áður, en fyrir liggur að brotaþoli A hafði vísað ákærða út áður en ákærði réðist gegn brotaþola C . Í þessu sambandi verður ekki horft fram hjá því að brotaþolar hafa ekki lýst neinu um að ákærði hafi borið það á brotaþ ola C að hann væri þarna í glæpsamlegum tilgangi og sérstaklega aðspurður kannaðist brotaþoli C ekki við að neitt slíkt hafi borið á góma. Ákærði hefur sjálfur borið að hafa reynt að kýla brotaþola C , en ekki hitt. Þetta er í samræmi við framburð brotaþola C , en brotaþoli A gat ekki borið um þetta með skýrum hætti. Er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði reyndi að kýla brotaþola C svo sem lýst er í ákærunni , en eins og áður er rakið standast ekki skýringar eða réttlætingar ákærða á þeirri háttsemi . Þá er það mat dómsins að með 14 skýrum og samhljóða framburði beggja brotaþola, allt frá upphafi, sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi lýst því með ofsafengnum hætti að hann ætlaði sér að drepa brotaþola C . Er þannig sannað að ákærði hafi gert tilra un til líkamsárásar á brotaþola C umrætt sinn og jafnframt hótað honum lífláti, en fram kom hjá brotaþola C að hann var afar hræddur umrætt sinn og óttaðist að verða fyrir miklu líkamstjóni . Er háttsemi ákærða að þessu leyti réttilega heimfærð til 233. gr. og 217. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur lýst því að hafa tekið í aðra hönd brotaþola A og ýtt henni, eða fært hana frá, þegar hann var að reyna að komast að brotaþola C . Hann hefur hvorki kannast við að hafa hrint brota þola A utan í veggi og á kommóðu, né að hafa meitt hana. Brotaþoli A lýsti því hvernig ákærði hafi gripið um báða handleggi hennar og kastað henni utan í veggi og fleira, en þetta nýtur ekki stuðnings í framburði brotaþola C sem kvaðst ekki hafa séð brotaþ ola A detta utan í neitt. Fyrir liggja ljósmyndir af áverkum brotaþola A , sem lögregla tók af henni 2 dögum eftir atvikið, en þar eru greinilegir marblettir á handleggjum hennar og þá er þeim sömu marblettum lýst í læknisvottorði I læknis, sem hann staðfes ti fyrir dómi. Að þessu virtu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gripið um handleggi brotaþola A með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víða á báðum handleggjum eins og lýst er í ákæru. Í þessu breytir engu að hugur ákærða hafi einkum bein st að því að ráðast gegn brotaþola C. Á hinn bóginn þykir óvarlegt að sakfella ákærða fyrir að hafa hrint brotaþola A þannig að hún hafi fallið utan í veggi og á kommóðu. Er háttsemi ákærða gagnvart brotaþola A að þessu leyti réttilega heimfærð undir 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða hófst sakaferill hans árið 2007. Síðan hefur hann 9 sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, sam tals 51 mánuð, síðast 15 mánaða fangelsi skv. dómi Landsréttar [...] 2018 fyrir umferðarlagabrot. Dómar ákærða eru að langstærstum hluta vegna umferðarlagabrota, en hann hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Við ákvörðun refsingar ber að líta ti l 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem og þess að brot skv. ákærulið I beindist m.a. að [...] og heimili hennar, en honum mátti vera ljóst að hún [...] gagnvart honum, en hann ruddist með látum inn á heimili hennar þegar hún átti sér einskis ills von. Hins vegar ber jafnframt að líta til þess að 15 ákærði hefur ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot , sem og þess að hann kveðst hafa snúið lífi sínu til betri vegar. Er hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í 5 mánuði, en að vi rtum sakaferli ákærða eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísun til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru ber að gera upptæk þau ávana - og fíkniefni og búnað til ólögmætrar meðferðar þeirra sem talin eru upp í ákærunni. Með háttsemi sinni ga gnvart brotaþola A og heimili hennar hefur ákærði bakað sér bótaskyldu skv. b lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er hæfilegt að ákærði greiði brotaþola A kr. 500.000 í miskabætur og skulu bæturnar bera vexti og dráttarvexti eins og nánar greini r í dómsorði, en ákærða var kynnt bótakrafa brotaþola A við skýrslutöku þann [...] 2019. Samkvæmt 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar . Samkvæmt yfirlitum rannsakara er útlagður kostnaður vegna rannsó knar samtals kr. 96.215, annars vegar kr. 9.400 vegna ákæruliðar I og hins vegar kr. 86.815 vegna ákæruliðar II. Ber ákærða að greiða þann kostnað. Þá ber að dæma ákærða til að greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola A , Oddgeirs Einarssonar lögman ns, kr. 676.730 að virðisaukaskatti meðtöldum, auk aksturskostnaðar réttargæslumannsins kr. 25.080. Þá ber ákærða að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns , kr. 1.298.125 að virðisaukaskatti meðtöldum, sem og aks turskostnað verjandans, kr. 50.160 , allt eins og nánar greinir í dómsorði. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 5 mánuði. Ákærði greiði A miskabætur að fjárhæð kr. 500.000 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 28. júní 2019 til 24. október 2019 , en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. og 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim deg i til greiðsludags . Upptækar eru 25 kannabisplöntur, 433,24 g af kannabislaufum, 132,91 g af kannabisstönglum, 11,43 g af maríhúana, 0,84 g af tóbaksblönduðu kannabisefni allt sbr. efnaskrár lögreglu nr. 42202, 42203, 42204, 42205, 42206, 42207 og 42208 , s em og 16 búnað ur til ólögmætrar ræktunar og meðferðar fíkniefna sbr. munaskrá lögreglu nr. 141392 . Ákærði greiði sakarkostnað, alls kr. 2.146.310, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, kr. 1.298.125 að virðisauk askatti með töldum og einnig þ.m.t. aksturskostnaður verjandans kr. 50.160, og jafnframt þ.m.t. þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, kr. 676.730 að virðisaukaskatti meðtöldum, og einnig þ.m.t. aksturskostnaður réttargæs lumannsins, kr. 25.080 . Sigurður G. Gíslason