Þrír menn voru sakfelldir fyrir manndráp, rán og frelsissviptingu og einn þeirra þar að auki fyrir tilraun til fjárkúgunar. Var tveimur þeirra gert að sæta fangelsi í 17 ár, en þeim þriðja í 14 ár, þar sem þótti hafið yfir allan vafa að það sem olli andláti brotaþola voru þeir áverkar sem ákærðu veittu honum, þeir hafi staðið saman að því allir þrír að beita brotaþola ofbeldi ásamt því að skilja hann eftir varnarlausan og ennfremur að ákærðu hafi ekki geta dulist mögulegar afleiðingar brota þeirra en þeir látið sér það í léttu rúmi liggja. Þá var fjórði maðurinn fundinn sekur um peningaþvætti, en ákvörðun um refsingu hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Loks var kona sýknuð af ákæru af hlutdeild í áðurnefndri frelsissviptingu og ráni. Þá var þremur mönnum gert að greiða brotaþolum skaða- og miskbætur ásamt málskostnaði. Þá var ákærðu gert að greiða sakarkostnað.