Karlmaður var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði óskilorðsbundna, fyrir fíkniefnlagabrot í janúar 2022 og umferðarlagabrot í júlí 2023. Með fyrra brotinu rauf ákærði sex mánaða skilorð eldra dóms og var sá dómur því tekinn upp og dæmdur með hinum nýju brotum. Refsing var einnig virt með hliðsjón af reglum um hegningarauka.