Rúmlega fertugur karlmaður var sakfelldur fyrir sifjaspell, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi gagnvart 16 ára barni sínu, auk annarra kynferðisbrota gagnvart barninu, sem og fyrir vörslur á gríðarlegu magni af barnaníðsefni. Var ákærði dæmdur í átta ára fangelsi og gert að greiða barninu 6.000.000 króna miskabætur.