C var dæmd til að greiða fyrrum eiginmanni sínum A 480.500 krónur í miska- og skaðabætur, að viðbættum vöxtum, vegna dreifingar á nektarmyndum af honum og B með tölvupósti til tveggja nafngreindra kvenna. Jafnframt var C dæmd til greiðslu málskostnaðar. Áður höfðu C og B gert dómsátt um greiðslu 680.000 króna í miskabætur og vexti.