Sami maður stýrði bæði eigin fjárfestingafélagi, B, og fjárfestingafélagi A sem hann átti með systkinum sínum. A taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna millifærslu sem fór af bankareikningi A á bankareikning B í janúar 2005. A taldi starfsmann bankans, sem sá um millifærsluna, endurskoðanda og endurskoðunarfyrirtæki, sem endurskoðaði reikninga beggja félaganna svo og fyrrverandi stjórnanda A hafa valdið þessu tjóni á saknæman og ólögmætan hátt. A höfðaði því mál á hendur bankastarfsmanninum, endurskoðandanum og fyrirtæki hans. Þar eð stjórnandinn fyrrverandi var fallinn frá, en ekkja hans sat í óskiptu búi, höfðaði A einnig mál á hendur henni. Starfsmaður bankans stefndi bankanum til réttargæslu eignarhaldsfélagi sem heldur utan um eignir bankans sem starfsmaðurinn starfaði hjá. Talið var að skuld B við A hefði verið gerð upp með skuldajöfnun árið 2007 og því hefði A ekki sýnt fram á að tjón hefði hlotist af millifærslunni. Þegar af þeirri ástæðu voru allir stefndu sýknaðir af kröfu stefnanda.