Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 18. nóvember 2020 Mál nr. S - 5397/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Mantas Papreckis Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. september 2020, á hendur Mantas Papreckis, kt. [...], [...], [...], fyrir þjófnað með því að hafa, laugardaginn 19. október 2019, stolið Nike jakka í verslun Risamarkaðarins í Holtagörðum í Reykjavík að verðmæti kr. 8.000, - . Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verð i dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í apríl 1987. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 3. september 2020, var hann dæmdur í 30 daga fangelsi með dómi 22. desember 2017, meðal annars fyrir þjófnað. Saka r ferill ákærða kemur að öðru leyti ekki til skoðunar við ákvörðun refs ingar. Ákærða er nú öðru sinni gerð refsing fyrir auðgunarbrot innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr., sbr. einnig 255. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og horfir það til refsiþ y ngingar . 2 Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 dag a en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Mantas Papreckis, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Arna Sigurjónsdóttir