Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 9 . nóvember 2021 Mál nr. S - 3017/2021: Héraðssaksóknari (Dröfn Kærnested aðstoðarsaksóknari) gegn X (Vilhjálmur Bergs lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 4. nóvember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 3. júní 2021, á hendur X , kennitala , óstaðsettur í hús, apríl 2020 í Hr aunalaug, í grennd við Flúðir, strokið um bert bak og læri A , kennitala , reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða. Telst þetta varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmd ur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Fyrir hönd A , kennitala , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/20 01, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá og með 11. apríl 2020, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu en til vara krefst hann vægustu refsingar er lög le yfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. 2 I. Þann 11. júní 2020 lagði brotaþoli fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðislega áreitni gagnvart henni aðfaranótt 12. apríl það ár. Kvað hún brotið hafa átt sér stað í náttúrulaug í grennd við Flúðir e n þar hafi hún verið ásamt ákærða og öðru samstarfsfólki sínu. Kvað hún ákærða hafa áreitt sig í lauginni með því að toga hana til sín og strjúka bak hennar og læri. Þá hafi hann haldið um rassinn á henni. Hafi hún fært sig frá honum og að endingu farið up p úr lauginni. Ákærði gaf skýrslu 30. september 2020. Hann neitaði sök en kannaðist við að hafa nuddað bakið á brotaþola með sandi af botni náttúrulaugarinnar eftir að hún hafi gert hið sama við hann. Hafi farið vel á með þeim en bæði hafi verið undir áh rifum áfengis. Í tengslum við málið voru teknar skýrslur af vitnum sem voru á vettvangi en þau voru öll samstarfsmenn brotaþola og ákærða á þeim tíma sem um ræðir. II. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og annarra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði kvað samstarfsmenn sína hafa farið saman í náttúrulaug. Hafði hann þá unnið á vinnustaðnum í 2 - 3 mánuði. Farið var á tveimur bílum en B hefði sótt hann heim en C og brotaþol i hefðu verið farþegar í bílnum. Kvaðst ákærði hafa spjallað við brotaþola á leiðinni , m.a. um trúnaðarmál beggja. Ofan í lauginni hafi byrjað fíflagangur á milli hans og brotaþola. Þau hafi sett sand af botni laugarinnar á hvort annað. Brotaþoli hafi átt frumkvæðið og makað á hann. Hann hafi sömuleiðis makað sandi á bak og mjóbak brotaþola . Hafi þetta gerst nokkrum sinnum en þau hafi setið á meðan á þessu stóð. Kvaðst ákærði ekki hafa merkt á brotaþola að hún væri mótfallin því sem fram fór. Aðspurður mundi ákærði ekki hvort fleiri sem í lauginni voru hefðu tekið þátt en taldi hugsanlegt að D hafi gert það. Hann hafi síðan tekið eftir því að brotaþoli var farin. Hann hafi haldið áfram að spjalla þar til að B hafi komið og sótt hann til að fara heim. Á leiðinni hafi kærasti brotaþola hringt og E rétt ákærða símann. Hafi kærastinn haft í hótun um við ákærða vegna einhvers sem hann átti að hafa gert. Næsta dag hafi yfirmaður hans gert honum grein fyrir því að brotaþoli hefði upplýst hafi reynt að nálgast hana á samfél tekið þá ákvörðun að mæta ekki til vinnu vegna andrúmsloftsins. Spurður um ölvunarástand sitt þetta kvöld kvaðst ákærði muna vel eftir öllu hann hefði drukkið þó nokkurt áfen gi auk þess sem langur tími væri liðinn frá atvikum. Hann hafi verið búinn að fá sér áfengi þegar hann var sóttur. Taldi hann sig þó ekki hafa verið eins drukkinn og vitni vildu vera láta. 3 Brotaþoli kvaðst hafa farið ásamt samstarfsmönnum sínum í Hraunal aug. Hún hafi verið í bíl með B og C en þau hafi sótt ákærða um kvöldmatarleytið. Hún kvaðst hafa þekk t ákærða afar lítið . Ákærði hafi verið frekar fullur þegar hann var sóttur en það hafi þó farið vel á með öllum. Kvaðst hún ekki hafa drukkið nema einn bj ór eða svo. Í bílferðinni hafi hún og ákærði m.a. rætt um núverandi sambönd sín og hún sagt honum frá kærasta sínum. Ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað á milli þeirra . Þegar á staðinn var komið hafi þau farið í laugina og hún og ákærði setið hlið við h lið. Hún hafi tekið sand af botni laugarinnar og sett yfir lærin á ákærða. Hafi þetta gengið á víxl og á einhverjum tímapunkti hafi D tekið þátt. Ákærði hafi strokið sandi á bak hennar og hún hafi lítið hugsað út í það í fyrstu. Hann hafi síðan strokið hen ni meira og farið með höndina neðarlega vinstra megin. Hún hafi fært sig frá honum með því að sveigja líkama sinn frá honum en hann hafi reynt að toga hana til sín og haldið um rasskinnina í 10 - 20 sekúndur. Nánar spurð kvað hún ákærða hafa farið með flatan lófan n á vinstri rasskinn hennar. Hafi henni liðið mjög óþægilega og áttað sig á því að ekki væri allt með felldu. Hún hafi þó ekki sýnt nein viðbrögð eða sagt nokkuð. Aðspurð kvað brotaþoli engan viðstaddan hafa séð hvað gerðist. Brotaþoli kvaðst hins ve gar að lokum hafa fært sig yfir til D sem sat á móti þeim og síðan farið yfir í aðra laug með E og beðið hann um að fylgjast með ákærða án þess að geta munað hvað hún hefði sagt meira. B hafi síðar sest á milli þeirra í lauginni og hafi haldið ákærða frá h enni en hann hafi engu að síður reynt að teygja sig í hana og B þá brugðist ókvæða við. Hún hafi síðan farið upp úr lauginni í fylgd C . Hún hafi ekki rætt það sem gerðist á leiðinni heldur hafi liðið ömurlega og verið þögul. Aðspurð kvaðst brotaþoli muna vel eftir snertingum ákærða þó að hún eigi erfitt með að lýsa atvikum í smáatriðum. Brotaþoli kvaðst hafa þurft að átta sig á því sem hafði gerst. Hún hefði ekki búist við þessu frá ákærða og liðið ömurlega á eftir. Aðspurð kvað hún sig vera viðkvæma fyrir því þegar fólk væri ofurölvi í kringum hana af persónulegum ástæðum . Eftir atvikið hafi hún rætt við sína nánustu og síðan sagt vinnuveitendum sínum frá því sem gerðist. Hafi ákærða verið vikið frá störfum. Hún hafi hætt nokkru eftir það, ástæða þess hafi verið sú að henni hefði liðið illa á staðnum og fundið fyrir neikvæðni vinnufélaganna í sinn garð. Brotaþoli kvað atvikið hafa haft mikil áhrif á líf sitt og fram kæru. Kvaðst hún ekki hafa komið því í verk að leita aðstoðar enda ekki reiðubúin til þess fyrr en nú. E kvaðst hafa verið á staðnum umrætt sinn. Hann hafi farið í laugina og verið farþegi í bifreið með brotaþola, ákærða og D . Hann kvað ákærða hafa verið ofurölv i og vart getað staðið í lappirnar. Ákærði og brotaþoli hefðu setið hlið við hlið í svo fært sig yfir á bekk á móti. Hún hafi sagt honum að ákærði hefði snert sig á 4 óviðeigandi hátt, þ.e. snert rassinn. Vitnið kvaðst ekki hafa séð það gerast en hann hafi séð þegar ákærði teygði handlegginn í áttina til hennar en höndin hafi verið neðarlega ofan í lauginni, þ.e. neðar en við bak hennar. Brotaþoli hafi brugðist við með og fór hún í öðrum bíl heim fljótlega eftir þetta. Nánar spurður kvað hann hana hafa verið í sjokki og að hún hefði verið þögul. Kvað hann rétt eftir sér haft í skýrslu lög reglu en kvað sér hefði fundist sem ákærði hefði verið að snerta bak og rass að hafa séð hana fara að gráta eftir þetta . Aðspur ður kvaðst vitnið ekki vita til þess að nokkuð hafi verið á milli brotaþola og ákærða. B kvaðst hafa verið farþegi í bíl með brotaþola, ákærða og C . Ákærði og brotaþoli hafi spjallað saman en vitnið kvaðst ekki muna hvert umræðuefnið var. Þau hafi síðan farið öll í laugina. Vitnið kvaðst ekki hafa fy lgst sérstaklega með samskiptum ákærða og brotaþola í lauginni fyrr en eftir að brotþoli sagði við hann að ákærði hefði verið eitthvað óþægilegur. Hafi hann séð er ákærði reyndi ítrekað að teygja sig í brotaþola og snert i bak hennar. Hafi hann haldið því á fram þó að hann hafi reynt að koma í veg fyrir þetta með því að sitja á milli ákærða og brotaþola. Hafi ákærði teygt höndina aftur fyrir vitnið og reynt að teygja sig í brotaþola. Kvaðst vitnið að lokum hafa beðið ákærða að hætta en hann hafi látið sem han n vissi ekki hvað vitnið væri að tala um. Vitnið kvað ákærða hafa verið mjög drukkinn en brotaþoli hefði ekki drukkið mikið. Aðspurður um líðan brotaþola eftir þetta kvað hann henni hafa liðið illa og hún grátið mikið. Hafi hún fljótlega farið heim í fylgd yfirmanns. Þá kannaðist vitnið við að hafa áður en þetta gerðist séð ákærða og brotaþola fleygja sandi af botni laugarinnar í hvort annað í gríni. D kvaðst hafa verið einn þeirra sem sátu í lauginni umrætt sinn. Hann hafi séð ákærða og brotaþola sitja hli ð við hlið. Ekkert kynferðislegt hafi þó verið á milli þeirra. Brotaþoli hafi verið að setja sand af botni laugarinnar á vitnið og fleiri. Hann hafi tekið þátt í því á tilteknum tímapunkti . Borinn var undir vitnið framburður hans hjá lögreglu og kvaðst han n muna eftir því að ákærði hefði snert brotaþola en ekki hvernig. Líklegt væri að hann hefði munað atvik betur hjá lögreglu en þar var eftir honum haft að ákærði hefði verið upp við brotaþola og haldið utan um hana. C kvaðst muna eftir því að ákærði hafi ítrekað reynt að grípa í brotaþola. Þá hafi hvar ákærði snerti brotaþola en hönd hans hafi verið ofan í vatninu. Vitnið kvað ákærða hafa verið blindfullan. Brotaþoli hafi sagt vitninu að henni þætti þetta óþægilegt. Hafi vitnið reynt að segja ákærða að stoppa og vitnið B líka. Eftir þetta hafi brotaþola liðið ótrúlega illa og vitnið kvaðst hafa sagt henni að best væri að fara heim og hafi þau farið í bíl saman með öðrum. Br otaþoli hafi grátið í bílnum. Þá kvað 5 hann ekkert hafa verið á milli brotaþola og ákærða fyrir þetta og á leiðinni í lauginni hafi þau rætt um kærasta brotaþola. F var ekki vitni að því sem gerðist í lauginni. Brotaþoli hefði hins vegar hringt grátandi í h ann og beðið hann um að sækja sig þangað. Hafi hann ekki vitað hvað hefði gerst en heyrði frá öðrum að ákærði hefði ætlað inn á brotaþola og hún hafi talað við vitnið á leiðinni. III. Niðurstaða Ákærða er gefið að sök að hafa áreitt brotaþola kynferðislega í Hraunalaug með því að hafa strokið henni um bert bak og læri, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða. Ákærða, brotaþola og vitnum ber saman um að þau hafi átt vinsamleg samskipti á leiðinni á áfangastað. Enginn samdráttur hafi verið þeirra á milli. Í lauginni hafi verið galsi í þeim og ber brotaþola, ákærða og vitninu D saman um að brotaþoli hafi átt frumkvæði að því að taka sand af botni laugarinnar. Hafi hún bæði kastað sandi og nuddað á líkama ákærða og hann sömuleiðis á hana. Brotaþoli greindi frá því að hún hefði ekki upplifað þær snertingar sem áttu sér stað í tengslum við ofangreint sem óþægileg ar eða óeðlilegar. Hafi hún því ekki gefið því gaum þegar ákærði strauk bak hennar með sandinum. Hins vegar hafi það sem gerðist í kjölfarið verið annars eðlis, þ.e. þegar ákærði færði hönd sína neðar, reyndi að toga hana til sín og hélt í kjölfarið lófanu m á rasskinn hennar. Þessar snertingar ákærða hefðu verið óþægilegar og í hennar óþökk. Hafi hún því fært sig. Að mati dómsins var brotaþoli trúverðug og einlæg í svörum sínum fyrir dómi. Bersýnilegt var að það fékk á hana þegar hún lýsti atvikum. Þó ber a ð líta til þess að . Í skýrslutöku hjá lögreglu var hún spurð í framhaldi af frjálsri frásögn henni bakið og svarað i hún því játandi. Jafnframt dró hún h ér fyrir dómi nokkuð úr fyrri lýsingum sínum á atburðarásinni. Þykir þetta þó e kki draga úr sönnunargildi framburðar hennar eins og hér háttar til. Var lögreglu rétt að kalla eftir frekari skýringum frá brotaþola um fyrrgreindan aðdraganda eftir að skýrsla ákærða lá fyrir enda ber henni að leitast við að upplýsa um huglæga afstöðu sem bjó að baki hinu meinta broti kærða , sbr. 3. mgr. 54. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber að finna að því að vitni voru ekki spurð um þennan aðdraganda en símaskýrslur voru tek nar af vitnum áður en skýrsla var tekin af ákærða. 6 Ákærði neitar sök og hefur framburður hans verið stöðugur um aðdraganda og upplifun af atvikum. Frásögn hans um það er að mati dómsins trúverðug. Hann leitaðist þó við að gera minna úr ölvunarástandi sínu en vitni báru um og mundi til að mynda ekki eftir samskiptum við vitnið B í pottinum eða aðdraganda heimferðarinnar. Þykir mega leggja til grundvallar þegar litið er til framburðar ákærða sjálfs og vitna í málinu að hann hafi verið áberandi drukkinn en hi ð sama var ekki að segja um brotaþola. Sú háttsemi að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan er refsiverð samkvæmt 199. gr. almennra hegningarlaga. Þær athafnir sem nefndar eru í ákvæðinu eru nefndar í dæmaskyni og því ekki tæmandi talning á þeirri háttsemi sem telst refsiverð. Dómaframkvæmd ber með sér að reglan sé matskennd þegar snerting er utan þeirra líkamshluta sem sérstaklega eru tilgreindir í ákvæðinu. Við það mat hefur verið litið til ýmissa atriða, m.a. hversu áköf sú snerting er, hversu nærri hún er kynfærum eða brjóstum, hvort hún sé innan klæða eða utan, hvers eðlis hún er og til aðstæðna að öðru leyti. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu , sbr. 108. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laganna metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, vitnisburður, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins metur dómari það enn fremur hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atr iði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það. Óumdeilt er að ákærði snerti brotaþola umrætt sinn með því að strjúka henni um þær snertingar hefðu ekki verið í henn ar óþökk og er það í samræmi við upplifun vitna sem í lauginni voru. Þá bar brotaþoli ekki um að ákærði hefði strokið læri hennar en ákærði sýknaður af því að hafa áreit t brotaþola með snertingum á bert bak og læri brotaþola. Brotaþoli lýsti því á hinn bóginn hvernig hún hefði brugðist við þegar ákærði hafi verið komin n með hönd neðarlega vinstra megin við mjöðm en í framhaldinu hafi hann reynt að toga hana til sín. Ekki voru sjónarvottar að þessu og nokkuð óljós framburður vitna þegar kemur að því hvaða snertingar voru í tengslum , sem flest voru undir áhrifum áfengis, atvik ekki vel en kváðust hafa munað atvik betur hjá lögreg lu. Sá hængur er á , eins og áður er lýst , að vitni voru þá ekki spurð ítarlega um atvikin. Verður ákærði því 7 sýknaður af því að hafa reynt að toga brotaþola til sín í kjölfar þeirra snertinga sem lýst er hér að ofan. Eftir standa þau ákæruatriði er lúta að snertingum sem áttu sér stað eftir þetta, þ.e. með því að hafa strokið og haldið utan um rass brotaþola utanklæða. Í skýrslu brotaþola fyrir dómi kom ekki fram að ákærði hefði strokið rass hennar heldur lagt flatan lófa á vinstri rasskinn og haldið honum þar í tiltekinn tíma. Verður hann því sýknaður af því að hafa strokið rass brotaþola. Framburður brotaþola um að ákærði hafi snert rass brotaþola fær nokkra stoð af vitnisburði E sem kvað brotaþola hafa fært sig til vitnisins og þá greint honum frá því að ákærði hefði snert sig á óviðeigandi hátt, nánar tiltekið rass. Þá kvaðst vitnið hafa séð ákærða teygja handlegginn í átt til brotaþola en miðað við stöðu handleggsins, gat það samræmst því að ákærði væri að snerta bak eða rass brotaþola undir yfirborði va tnsins. Einnig b áru vitni n B og C að brotaþoli hefði sag t að ákærði hefði verið óþægilegur án frekari útskýringa. Þá bera vitni um að brotaþoli hafi grátið og verið miður sín eftir að hún fór upp úr lauginni og á heimleiðinni. Dómurinn telur ljóst af lýsingu brotaþola og framburði vitna að henni hafi misboðið hegðun ákærða. Á hinn bóginn fær framburður hennar, þó trúverðugur séð, ekki fullnægjandi stoð af framburði vitna. Liggur að mati dómsins ekki fyrir nægilega skýr frásögn v itnis sem get ur borið um framangreinda snertingu auk þess sem þær ályktanir sem dregnar verða af vitnisburð um eru takmarkaðar. Með vísan til framangreinds ber að skýra allan vafa ákærða í hag og verður hann því sýknaður af því að hafa snert rass brotaþol a með þeim hætti sem honum er gefið að sök. Að mati dómsins er atvikalýsing í ákæru með þeim hætti að óljóst er hvort að ákært sé fyrir þá háttsemi ákærða sem brotaþoli og vitni bera um að hafi átt sér stað eftir að brotaþoli vakti athygli vitnanna E og B á hegðun ákærða. Í málflutningi sínum fjallaði sækjandi um þessa háttsemi ákærða sérstaklega og var vörnum ákærða ekki ábótavant. Brotaþoli og fyrrnefnd vitni bera á sama veg um að ákærði hafi ítrekað reynt að teygja sig í brotaþola og það þrátt fyrir a f skipti B . Mátti ákærða á vera ljóst að þessi hegðun var í óþökk brotaþola auk þess sem viðbrögð hennar í kjölfarið báru vott um óöryggi og ótta líkt og hún hefur lýst . Á hinn bóginn telur dómurinn vafa leika á því hvað ákærða gekk til og hvort að þessi háttsemi hafi verið af kynferðislegum toga sem heimfærð verði undir 199. gr. eða virt sem tilraun til þess brots . Samkvæmt öllu framangreindu verður ákærði með vísan til 108. og 109. gr. laga nr. 88/2009 sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. 8 Samkvæmt 2 . mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. Þá skal allur sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og þóknun réttargæslumanns brotaþola, greiddur úr ríkissjóði, sbr. 2. mgr. 2 35 . gr. laga nr. 88/2 008, eins og nánar greinir í dómsorði. Tekið er tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna. Hliðsjón er höfð af tímaskýrslum lögmanna og reglum Dómstólasýslunnar nr. 2/2021. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður málsins, þ.m . t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða , Vilhjálms Bergs lögmanns, 680.000 kr. , og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns , 46 0 . 00 0 kr., greiðist úr ríkissjóði Einkaréttarkröfu A er vísað frá dómi. Sigríður Hjaltested