Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 25. febrúar 2021 Mál nr. S - 6346/2020: Ákæruvaldið (Halldór Rósmundur Guðjónsson saksóknarfulltrúi) gegn X (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Dómur I. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 2. febrúar 2021 , var höfðað með ákæru héraðs saksóknara, út gefinni 1 . október 2020 , á hendur X , kennitala [...] , [...] , [...] því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 25. júní 2019, utan við [...] í [...] , tekið utan um A , kt. [...] , haldið henni fastri, kysst hana á munninn og sett tungu sína upp í munn hennar tvisvar sinnum. Telst þetta varða við [...] 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar kostn aðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kt. [...] , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.000.000, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 25. júní 2019, en síðan dráttarvaxta [sam kvæmt] 9. gr. [laga nr. 38/2001], sbr. 1. mg. 6. gr. sömu laga, að liðnum mánuði frá birt ingu kröfunnar til greiðsludags. Ei nnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða máls kostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á 2 Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Brotaþoli ge rir sömu kröfu um miska bætur, auk vaxta, eins og greinir í ákæru, en krafist er dráttarvaxta frá 3. janúar 2021 til greiðsludags. Þá er gerð krafa um að skipuðum réttargæslumanni verði dæmd þóknun úr ríkis sjóði vegna vinnu á rann sóknarstigi og fyrir dóm i, samkvæmt mati dóms - ins, að teknu tilliti til tíma skýrslu. Ákærði neitar sök og krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæru valdsins, en til vara væg ustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði krefst þess í öll um tilfellum að skaða bótakröfu verði vísað frá dómi, en að því gengnu krefst hann veru legrar lækk unar á bóta kröfu. Þá krefst ákærði að skipuðum verjanda hans verði til - dæmd málsvarnar laun úr ríkis sjóði sam kvæmt tíma skýrslu vegna vinnu fyrir dómi. Ákærði reisir vörn sína varðandi aðalkröfu á því að háttsemi, eins og henni er lýst í ákæru sé ósönnuð og atvik, eins og þau voru í raun og veru, geti hlutrænt séð ekki fallið undir refsiákvæðið. Um varakröfu vísar ákærði til hreins sakavottorðs, persónu legra aðstæðna og langs málsmeðfer ðartíma. Ákæruvaldið byggir á gagnstæðum sjónarmiðum varðandi framan greint og hafnar í megin atriðum mála tilbúnaði ákærða eða telur hann ekki eiga nægjanlega rétt á sér. Miska bóta krafa er sett fram á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 172. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. II. Málavextir: A , hér eftir nefnd brotaþoli, leitaði á lögreglu stöðina við Hverfis götu 25. júní 2019 og kærði meint kynferðisbrot gagnvart sér aðfaranótt sama dags í miðborginni. Greindi hún frá atvikum eins og þau horfðu við henni. Í skýrslu hennar kom meðal annars fram að hún hefði hitt ókunnugan mann í miðborginni, ákærða í þessu máli. Hann hefði gefið sig á tal við hana og boðist til að fylgja henni heim og hún til að byrja með leyft honum það. Lýsti hún nánar sam skiptum við ákærða, tímasetningum, göngu leið, síma samskiptum við vinkonu um nóttina o.fl. Í þeirri lýsingu kom meðal annars fram að ákærði hefði fylgt henni heim gegn vilja hennar. Í næsta nágrenni við heimilið hefði ákærði haldið henni f astri með nánar tilgreindum hætti og kysst hana í tvö aðgreind skipti á munninn án þess að hún kyssti á móti og hann jafnframt sett tunguna upp í munn inn á henni. Þetta hefði allt verið gegn hennar vilja. Hún hefði orðið miður sín, látið í ljós óánægju sí na og hraðað sér heim. Hún hefði jafnframt verið í símasamskiptum við vin konu sína eftir þetta, auk þess sem heimilisfólk hefði vaknað við grát hennar þegar heim var komið og þau farið á fætur. Þá hefði ákærði sent henni smáskilaboð eftir á og beðið hana af sök unar. 3 Við rannsókn málsins, í september og október sama ár, voru teknar skýrslur af heimilis - fólki brotaþola með réttarstöðu vitnis, þ.e. foreldrunum B og C , sem og eldri systur brotaþola, D . Einnig var tekin skýrsla af vitninu E , fyrrgreindri vin konu brotaþola, sem hún var í síma sam skipt um við umrædda nótt. Greindu vitnin frá atvikum eins og þau horfðu við þeim, þar með talið fyrstu frásögn og líðan brotaþola eftir meint brot. Ákærði gaf framburðarskýrslu 17. september 2019 með réttarstöðu s akbornings og neit - aði sök. Gerði hann nánar grein fyrir atvikum eins og þau horfðu við honum. Í þeirri skýrslu kom meðal annars fram að hann hefði hitt brotaþola um rædda nótt í miðborginni og fylgt henni að heimili hennar og það verið með hennar samþykk i. Þá hefði hann fyrir utan heimilið, eða þar nálægt, faðmað og kysst hana á kinnina í kveðjuskyni fyrir utan. Með þessu hefði hann ekki verið að brjóta gegn henni kynferðislega. Þá kann aðist hann við að hafa sent henni smáskilaboð eftir á og út skýrði þa ð nánar. Við rannsókn málsins voru afrituð gögn af Facebook messenger hjá brotaþola með skeytum sem bárust til hennar frá ákærða 25. júní 2019: a) Klukkan 00:01: Don´t forget about Caffe , b) Klukkan 00:45: Sorry I like you so much, c) Klukkan 00:4 6 sjálfsmynd af ákærða og brotaþola (e. Selfie), d) Klukkan 08:25: [...] how are you?, e) Klukkan 09:34: Sorry for yesterday, ok? Þá eru meðal gagna ljósmyndir sem bárust til lög reglu frá ákærða sem sýna sjálfsmyndir af honum og brotaþola saman um rædda nótt. Samkvæmt lögregluskýrslu 26. júní 2019 yfirfór lögregla upptökur úr lög gæslu mynda - vél um í miðborginni um rædda nótt. Á upptökum í Austurstræti og á Ingólfstorgi, á tíma - bili frá klukkan 23:49 til 00:16, sást til ferð ákærða og brotaþola o g er því nánar lýst í skýrslunni. Samkvæmt lög regluskýrslu 22. janúar 2020 urðu mistök við afritun mynd - upptakanna og reyndist því ekki unnt að varðveita þær. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Í framburði ákærða kom meðal annars fram að hann hefði hitt brotaþola umrædda nótt á förnum vegi í miðborginni. Þau hefðu aldrei hist eða verið í neinum samskiptum áður. 4 Hún hefði verið nokkuð undir áhrifum áfengis en hann ekki neytt áfengis. Þau hefðu far ið að tala saman eins og ætti við um fólk sem væri að kynnast. Samskiptin hefðu farið fram á ensku og þau skilið vel hvort annað. Eftir samtal þeirra í einhvern tíma hefði komið fram að hún væri á leiðinni heim og hann boðist til að fylgja henni heim. Hún hefði sam þykkt að hann gengi með henni heim í nálægt íbúðar hverfi. Á leiðinni hefðu þau talað saman, samskiptin verið góð og hún verið glöð allan tímann. Hún hefði ekki sýnt nein merki um að hún vildi ekki hafa hann nálægt sér eða að hann ætti að fa ra. Þá hefði hún aldrei beðið hann um að fara. Hann hefði ekki verið að elta hana. Á leiðinni hefði hann tekið myndir af þeim saman með hennar sam þykki og við þá mynda töku hefði verið faðmlag. Í samskiptum þeirra hefði meðal annars komið fram að hún væri á förum til útlanda og að hann vildi hitta hana aftur og kynnast henni betur yfir kaffibolla. Hún hefði gefið honum upp símanúmerið sitt og upplýsingar á Face book. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna hvort brotaþoli hefði á leiðinni verið að tala við ein hvern í símanum. Þegar þau hefðu verið komin um fimmtíu metra frá heimili brotaþola hefðu þau numið staðar. Hún hefði ekki viljað að það sæist til þeirra saman. Hann hefði faðm að hana og kysst hana einu sinni á kinnina í kveðjuskyni. Um hefði verið að r æða venjulegan koss en ekki tungukoss. Hann hefði á sama tíma faðmað hana og sagt nice to meet you . Faðm - lagið hefði varað stutt, kannski eina sekúndu og hann ekki haldið henni fastri. Um hefði verið að ræða samskipti eins og væru jafnan á milli vina. Brot aþoli hefði strax eftir koss - inn snúið sér við og gengið rak leiðis heim og án þess að líta við. Ákærða hefði fundist þetta kuldalegt viðmót og orðið hissa. Þá hefði hann farið að hugsa eftir á hvort hann hefði gert eitthvað rangt. Hann hefði eftir á sent henni skilaboð og ljósmyndir, beðið hana afsökunar ef hann hefði sært hana og auk þess minnt hana á að þau ætluðu að hittast síðar yfir kaffi bolla. Hann hefði hins vegar orðið þess áskynja að hún væri búin að loka á hann á Facebook og hann því ekki geta ð sent henni frekari skila boð. Þá hefði hann eftir þetta ekki verið í nein um samskiptum við brotaþola. Ákærði hefði eftir þetta verið boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hefði mætt og gefið skýrslu án þess að óska eftir verjanda þar sem hann hefði ekki talið sig hafa gert neitt rangt. Ákærði hefði eftir skýrslugjöfina komið myndefni á framfæri við lögreglu. Þá hefði hann jafn framt óskað eftir að fá að skoða myndupptökur úr löggæslumynda vél - um, sem honum hefði verið kynnt að væru til staðar, en engin við brögð fengið við þeirri beiðni. 2. 5 Brotaþoli bar meðal annars um að hafa verið á leið heim til sín gangandi úr miðborginni umrædda nótt. Ákærði hefði gefið sig á tala við hana þar sem hún var stödd í Austurstræti og þau farið að tala saman. Samskiptin hefðu verið á ensku og án vand kvæða. Í þessum sam skiptum hefði hann boðið henni í drykk en hún afþakkað það. Þá hefði hann einnig verið með óvelkomnar snertingar. Hún hefði í þess um sam skiptum gert honum grein fyrir hvað hún væri g ömul og aldursmuninum sem væri á milli þeirra. Facebook hefði borið á góma sem möguleg leið í þeirra samskiptum síðar og hún veitt honum upplýsingar svo hann ætti þess kost að senda henni vinabeiðni. Það hefði verið hluti af hennar leið til að takast á við ágang ákærða. Hún hefði í raun ekki kært sig um frekari samskipti við hann en með þessu hefði henni verið unnt að hafa stjórn á því síðar hvort hún sam þykkti frekari samskipti. Þá kvaðst brotaþoli, aðspurð, telja að það gæti vel verið að í samtali þeirra hefði verið tal að um að hittast síðar á kaffihúsi, án þess að hún hefði í raun meint það. Ákærði hefði boð ist til að aka henni heim en hún afþakkað það. Hann hefði þá viljað fá að ganga með henni áleiðis heim og hún fyrir kurteisis sakir ekki beint afþa kkað eða neitað því boði. Hún hefði hins vegar endur tekið bent honum á aldursmuninn og honum hefði því mátt vera ljós aðstöðumunurinn og að hún ætti erfitt með að neita honum. Þá hefði hún ekki verið viss um hvernig hann brygðist við ef hún neitaði honum alveg. Á leiðinni hefði ákærði verið að taka ljósmyndir af þeim saman. Það hefði verið stuttu eftir að þau lögðu af stað. Til að byrja með hefði hún ekki fundið að því að hann væri að fylgja henni. Þegar á leið hefði hún endurtekið beðið hann um að fara og bannað honum að fylgja sér. Hún hefði verið alveg skýr með það. Hann hefði hins vegar virt þær óskir að vettugi og svarað henni með ágengum hætti. Að auki hefði hann, eins og áður, verið með endur teknar óvelkomnar snertingar. Brotaþoli kvaðst aðspurð t elja að það gæti vel hafa gerst í þessum sam skiptum að ákærði hefði kysst hana á kinnina án þess að hún hefði viljað það. Hún hefði endur tekið, bæði með orðum og líkams tján ingu, beðið hann um að hætta en hann ekki orðið við því. Á tímabili á meðan þes su fór fram hefði hún tekið upp mynd skeið af því sem var að gerast og hún sent það með Snapchat til vinkonu sinnar sem var stödd erlendis. Það hefði leitt til þess að vinkonan hringdi strax í hana. Í símtalinu hefði hún sagt frá hvað væri að gerast. Vinko nan hefði boðist til að vera á línunni þar til hún væri komin heim en hún ákveðið að vera ekki að tefja vinkonu sína. Brotaþoli hefði verið orðin gröm á þessum tíma og afráðið að reyna sjálf að koma sér úr aðstæðum. Eftir um fimmtán eða tuttugu mínútna gang, þegar þau voru komin fyrir utan heimili hennar, eða þar nálægt, hefði ákærði tekið sér stöðu fyrir framan hana og ætlað að fá að faðma og kveðja hana. Hún hefði hins vegar beðið hann um að snerta sig ekki. Hann hefði sett hand leggina í kringum hana , eins og hann ætlaði að kveðja og faðma hana. Þá 6 hefði hann á sama tíma haft á orði að hann ætlaði ekki að snerta hana. Hann hefði því næst gripið fast utan um hana, haldið henni fastri og á sama tíma kysst hana tungukossi á munninn. Hún hefði sagt nei við þessu og reynt að ýta honum frá sér, svo stutt bil mynd aðist á milli andlitanna. Hann hefði hins vegar ekki látið sér segjast og gert hið sama aftur. Um hefði verið að ræða fastar og þvingaðar athafnir þar sem ákærði setti tunguna í tvígang upp í mun n inn á henni. Þá hefði tæplega verið unnt að kalla þetta koss þar sem hún hefði ekki kysst á móti. Þetta hefði í heild sinni varað í um eina til tvær mínútur, þ.e. frá því hann sagðist ætla að taka utan um hana og þar til hún var farin frá honum. Þá kvað st brotaþoli, að spurð, telja það mögulegt að ákærði hefði einnig í þessum sam skipt um, auk tungu koss anna, kysst hana á kinnina án þess að hún vildi það. Til skýr - ingar vís aði hún til þess að slíkir óvelkomnir kossar hefðu verið að eiga sér stað á lei ð inni. Hún hefði í fram haldi losnað frá ákærða og hraðað sér heim. Hann hefði kallað á eftir henni og beðið hana afsökunar. Hún hefði hálft í hvoru verið byrjuð að gráta og hann gert sér grein fyrir því að við brögð hennar voru ekki góð. Aðspurð kvaðs t brotaþoli hafa verið undir áhrifum áfengis en ekki verið drukkin þegar hún hitti ákærða í miðborginni. Þá hefði áfengisvíman runnið af henni á leiðinni heim. Líðan brotaþola hefði ekki verið góð eftir þetta og lýsti hún því nánar. 3. Vitnið E , vinkona brotaþola, bar meðal annars um að hafa verið erlendis þegar brotaþoli hringdi í hana umrædda nótt. Í símtalinu hefði komið fram að hún væri á heimleið úr miðborginni, fótgangandi, og að maður væri að elta hana. Hún hefði virst vera yfirveguð í símtalinu og viljað hafa hana á símalínunni til þess að sýnast vera upp tekin og með því fæla hann frá. Símtalið hefði borið að á óheppilegum tíma hjá vitninu en hún hefði verið að sinna öðru í kringum sig. Brotaþoli hefði áttað sig á því og afráðið að ætla sjálf að reyna að losa sig við manninn. Þær hefðu sammælst um að brotaþoli léti hana vita þegar hún væri komin heim. Ekki löngu síðar sömu nótt hefði hún fengið skila boð frá brotaþola á Snapchat. Um hefði verið að ræða ljósmynd þar sem brotaþoli var grátandi og þá hefði komið fram texti um að maður inn hefði haldið henni niðri og reynt að kyssa hana og hún reynt að veita viðnám. Vitnið hefði brugðist við með því að hringja til baka og brotaþoli þá verið komin heim til sín og móðir hennar að sinna henni. Sím talið h efði varað í stuttan tíma. Brotaþoli hefði verið í uppnámi og ekki lýst því nákvæmlega hvað gerðist. Vitnið hefði í framhaldi sent hug hreyst andi skila boð til brotaþola. Þá hefðu þær í framhaldi hist þegar vitnið var komið til lands ins og rætt saman um umrædd atvik og margoft eftir það. Þá lýsti vitnið nánar líðan brotaþola eftir á. Nánar aðspurð um fyrr greind Snapchat skila - boð bar vitnið um að þau hefðu verið þeirrar gerðar að þau hefðu eyðst eftir nokkrar sekúndur frá því þau voru opnuð. Hún hefð i hins vegar sömu nótt, eftir minni, skráð hjá 7 sér efni skila boðanna og gert það í Notes í símanum sínum. Um hefði verið að ræða rafrænt minnisskjal og hún stuðst við skjalið þegar hún gaf skýrslu hjá lög reglu eða í aðdraganda þess að hún mætti í þá skýr slutöku. Skjalinu hefði hún síðar eytt í tengslum við tiltekt á gögnum í símanum. 4. Vitnið C , móðir brotaþola, bar meðal annars um að hafa vaknað á heimili sínu umrædda nótt við það að brotaþoli var grátandi og í uppnámi. Hún hefði farið á fætur og ræt t við brotaþola. Í samtalinu hefði komið fram að maður hefði elt brota þola heim úr bæn um og að hann væri örugglega fyrir utan húsið. Vitnið hefði athugað hvort svo væri en enginn verið sjáanlegur. Vitnið hefði reynt að hug hreysta brota þola og fá fra m hvað hefði gerst. Í fyrstu frásögn hefði komið fram að maður hefði elt hana heim og hún ekki þorað öðru en að sýna honum kurteisi. Hann hefði verið að sýna henni áhuga en hún sagt honum að hún væri aðeins nítján ára og að hún vildi ekkert með hann hafa. Maðurinn hefði hins vegar ekki látið sér segjast. Á leið inni hefði hún verið í síma samskiptum við vinkonu sína. Undir það síðasta hefði hún hlaupið heim og skellt á eftir sér. Áður en það hefði gerst hefði maðurinn, þar sem þau voru fyrir utan húsið, hal dið henni og reynt að kyssa hana og hún þá orðið mjög hrædd. Vitnið kvaðst ekki vita eða muna hvort maðurinn, samkvæmt frásögn brotaþola, hefði kysst eða reynt að kyssa hana. Þá hefði brotaþoli ekki lýst því hvernig kossinn hefði verið. Til frekari skýr in gar á fram burði sínum fyrir dómi tók vitnið fram að hún legði þann skilning í meint atvik að maður inn hefði verið að kyssa brotaþola og hún ekki viljað kyssa eða taka við kossum frá hon um. Maðurinn hefði daginn eftir sent brotaþola sms skeyti. Brotaþola hefði ekki liðið vel eftir þetta og lýsti vitnið því nánar. 5. Vitnið D , systir brotaþola, kvaðst hafa vaknað um nóttina við að brota þoli var grátandi og í uppnámi. Vitnið hefði farið á fætur og móðir þeirra verið að sinna brotaþola. Vitnið hefði einnig gefið sig að henni og í frásögn hennar um nóttina hefði meðal annars komið fram að maður hefði verið að elta hana úr bænum, gripið í hana og reynt að kyssa hana og hún hefði hlaupið heim undir lokin og verið mjög rædd. Vitnið tók fram að ekki hefði verið um að ræða nákvæma lýsingu hjá brotaþola á atvikum. Þá hefði brotaþola ekki liðið vel eftir þetta og lýsti vitnið því nánar. 6. Vitnið B , faðir brotaþola, bar meðal annars um hafa vaknað um nóttina við skarkala og grát. Hann hefði farið á fætur. Brotaþoli hefði verið nýkomin heim og móðir og systir hennar að sinna henni. Hún hefði verið grátandi og mikið niðri fyrir. Fyrstu viðbrögð 8 vitnisins hefðu verið að athuga hvort einhver væri fyrir utan en svo hefði ekki verið. Erfiðlega hefði gengið að fá að vita h vað hefði gerst og hún verið miður sín. Í frásögn brotaþola hefði meðal annars komið fram að maður hefði verið að elta hana heim og hún, til að byrja með, hefði reynt að sýna honum kurteisi. Einnig að hún hefði á leiðinni heim hringt í vinkonu sína til að leita sér stuðnings. Þá hefði hún greint frá því að maðurinn hefði farið að gerast ágengari og henni fundist hún vera þving uð. Hann hefði haldið henni nauðugri og reynt að kyssa hana. Vitnið kvaðst daginn eftir hafa hringt í lög reglu, og leitað sér leiðb eininga og lýst því í grófum dráttum hvað hefði gerst. Síðar sama dag hefði vitnið fengið símtal frá lögreglu með upplýsingum um að ástæða væri til að hefja lögreglurannsókn út af því sem hefði gerst. Brotaþola hefði ekki liðið vel eftir þetta og lýsti vit nið því nánar. 7. Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. [...] , gaf skýrslu símleiðis og greindi frá aðkomu sinni að rannsókn málsins, einkum út frá skýrslu sem vitnið ritaði varðandi skoðun á upp tökum í lög gæslu myndavélum umrædda nótt. Ekki hefði reynst unnt að varðveita þær upp tökur vegna mistaka hjá öðrum lögreglumanni síðar. Annað vitni, fyrrverandi rann - sóknar lögreglu maður nr. [...] , gaf einnig skýrslu símleiðis og greindi frá aðkomu sinni að rann sókninni en ekki eru efni til að reifa framburð þe ss vitnis. IV. Niðurstöður: Ákærða er gefin að sök kynferðisleg áreitni, eins og greinir í ákæru. Hann neitar sök. Sam kvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gildir sú grund vallar - regla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Samkvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sak felldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum r ökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Metur dóm ari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar. Ágrein ingslaust er að ákærði og brotaþoli voru í samskiptum umrædda nótt. Þau greinir talsvert á um atvik og hvort ákærði hafi farið yfir mörk í þeirra samskiptum, hvort sam - þykki hafi verið fyrir hendi, hvor t ákærði hafi haldið henni fastri, kysst hana á munn inn og sett tunguna tvívegis upp í munn hennar. Stendur orð gegn orði um þessi meintu atvik. 9 Brotaþoli hefur meðal annars borið um atvik, eins og greinir í verknaðarlýsingu ákæru, en ákærði hefur kannast við að hafa faðmað hana og kysst hana einu sinni á kinnina í kveðju skyni. Ákærði er fimmtán árum eldri en brotþoli og fyrir liggur að þau voru að hittast í fyrsta skipti umrædda nótt og þau ekki verið í neinum samskiptum áður. Er aðstöðumunur á milli þeirra. Ákærði er litháskur, rúss nesku - og ensku mælandi, og mun hafa komið hingað til lands á árinu 2018 og verið hér á vinnu markaði. Ekkert hefur komið fram í mál inu um að ákærði og brotaþoli eigi sér svipaðan bak grunn, sam eiginleg áhuga mál, lífs viðhorf eða annað af svip uðum toga sem jafnan dregur fólk hvort að öðru eða þegar stofnað er til frekari eða nánari kynna. Framburður ákærða um meint atvik og samskipti við brotaþola er því fremur sér stakur í almennu tilliti. Á hinn bóginn verður frambur ði hans um samskipti við brota þola og upphaf þeirra ekki alfarið vísað á bug í ljósi þess sem fram hefur komið um að brota þoli virðist hafa gefið honum ástæðu til að ætla að Face book sam skipti þeirra á milli gætu komið til greina síðar, sem og spjall yfir kaffi - bolla. Framburður ákærða hefur í öllum aðalatriðum verið skýr og stöðugur frá upp hafi en hann hefur greint frá öllum helstu meintu atvikum með sama hætti hjá lög reglu og fyrir dómi. Er þá jafnframt tekið tillit til þess tíma sem liðin n er frá því meint atvik áttu sér stað. Hið sama á við um fram burð brotaþola, en framburður hennar hefur í öllum aðal atriðum verið skýr og stöðugur. Er að þessu leyti ekki sérstakur munur á framburði þeirra beggja hjá lögreglu og fyrir dómi. Að mati dóms ins er því heilt á litið ekki teljandi munur á fram - burði ákærða og brota þola hvað varðar trúverðugleika. Til fleiri atriða þarf hins vegar að líta við úrlausn málsins. Meðal gagna málsins er lögregluskýrsla um skoðun rannsóknarlögreglumanns nr. [...] á myndupptökum úr lög gæslu myndavélum sem mun hafa tekið til upphafs á samskiptum ákærða og brotaþola í Austurstræti um rædda nótt. Téður rannsóknarlögreglumaður gaf skýrslu vitnis við með ferð máls ins fyrir dómi en lýsti ekki með sjálfstæðum hætti hvað hefði komið fram á upp tök um. Við skýrslugjöfina vísaði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrst og fremst til lög reglu skýrslunnar. Fyrir liggur að umræddar myndupptökur glöt - uðust í fórum lögreglu og er því ekki unnt að taka til sjálfstæðrar athugunar fyrir dó mi hvað raunverulega kom fram á þeim og hvaða ályktanir megi draga af því. Ein hliða skrán ing í lögregluskýrslu á efni mynd upp taka fær þessu ekki haggað og enn síður þegar skýrslugjöf fyrir dómi hjá því vitni sem ritaði skýrsluna var með þeim hætti s em að framan greinir. Þá liggur fyrir að ekki reyndist unnt að gefa ákærða kost á því að kynna sér efni myndupptakanna á meðan málið var í rannsókn hjá lögreglu. Að þessu virtu 10 hafnar dómurinn því að myndupptökur, sem eru ekki lengur fyrir hendi, geti haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Hið sama á við um fyrrgreinda skýrslugjöf rannsóknarlögreglu - manns ins fyrir dómi. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir sem ákærði tók af sjálfum sér og brotaþola umrædda nótt. Fyrir liggur að myndirnar voru teknar í Fischersundi og samrýmist það því sem fram kom hjá ákærða og brotaþola um að þær hefðu verið teknar við byrjun samskipta þeirra eða fljótlega eftir að þau voru lögð af stað. Ljósmyndirnar sýna meðal annars ákærða og brota þola brosandi og hallandi upp að h vort öðru, eins og jafnan á við um sjálfsmyndir af þess um toga (e. Selfie). Ljósmyndirnar gefa fremur til kynna að ákærði hafi verið ráð andi við töku þeirra en brota þoli látið sig þola það. Að mati dómsins styðja þessar ljós myndir hvorki framburð ákæ rða né brotaþola um önnur meint sam skipti þeirra um - rædda nótt né hafa þær sérstaka þýðingu fyrir úrlausn málsins varð andi meint brot ákærða síðar um nóttina fyrir utan heimili brotaþola. Vitnið E bar um það fyrir dómi að hafa verið í símasamskiptum við brotaþola umrædda nótt, þar með talið á meðan brotaþoli var á gangi með ákærða. Af framburði vitnisins verður ráðið að brotaþoli hafi í símtalinu áður en hún kom heim greint vitninu frá því að brotaþoli hefði ekki viljað vera í samfylgd með ákærða og hún ekki kært sig um hann. Ljóst er að ekki er fullt samræmi í fram burði E annars vegar og brotaþola hins vegar um hvernig sam skipti þeirra tveggja bar að umrædda nótt. Brotaþoli bar um að hafa sent E fyrst mynd upptöku sem leiddi til þess að vitnið hring di í hana. E lýsti atvikum hins vegar með þeim hætti að brotaþoli hefði hringt í sig umrædda nótt og greint frá hvað væri að gerast og það hafði verið á meðan hún var á leiðinni heim. Myndefni hefði hins vegar borist til hennar síðar um nóttina eftir að br otaþoli var komin heim. Almennt má gera ráð fyrir að atvik og sam skipti af þessum toga geti skolast til við upp rifjun eftir á og eru ekki efni til að láta fyrr greint misræmi hafa sérstaka þýðingu fyrir úr lausn málsins. Þá bar E um að fyrrgreint myndefn i, ljósmynd, hefði verið af brotaþola grátandi, auk texta um hvað hefði gerst. Þá hefði vitnið lagt þá lýsingu sérstaklega á minnið með skrán ingu. Einnig að þær hefðu rætt stutt lega í síma næst á eftir og brotaþoli verið í uppnámi. Fram - burður vitnisins E var skýr og greinargóður og í öllum meginatriðum í samræmi við skýrslu hennar hjá lögreglu. Heilt á litið er framburður E , svo langt sem hann nær, til þess fallinn að styðja framburð brota þola um að hún hafi ekki viljað vera í návist ákærða, sem og að hún hafi sætt líkamlegri þvingun af hálfu ákærða fyrir utan heimili hennar þar sem ákærði hefði reynt að kyssa brotaþola. Ekki kom hins vegar fram hjá vitninu að ákærði hefði kysst brotaþola en hún bar um að hann hefði reynt að kyssa hana. Þá kom ekki fram hjá vitninu að ákærði hefði við það að reyna að kyssa jafnframt stungið tungunni í tvígang upp í munninn á brotaþola. Einnig ber að líta til þess að vitnið bar um 11 að ákærði hefði haldið brotaþola niðri en það getur ekki samrýmst nægjanlega lýsingu brota þola sem bar um að ákærði hefði haldið henni fastri þar sem þau stóðu andspænis hvort öðru. Að öllu framangreindu virtu styður fram burður E því ekki nægjanlega fram - burð brotaþola um þau lykilatriði málsins sem greinir í verkn aðar lýsingu ákæru. Með al gagna málsins eru útprentanir af nokkrum skeytum frá ákærða til brotaþola þar sem greini lega kemur fram að ákærði var meðal annars að biðjast afsökunar á einhverju sem hefði gerst á undan, þar með talið skeyti sem sent var umrædda nótt. Að mati dóms - in s eru skeyti þessi til þess fallin að styðja við framburð brotaþola um meint brot ákærða. Á hinn bóginn ber að líta til þess að ekki kemur fram með skýrum hætti í skeytunum hvað það var sem ákærði var að biðjast afsök unar á. Einnig ber að líta til þess að samhliða afsökunarbeiðni var á sama tíma sent skeyti þar sem hann minnti á kaffiboð. Þá verður að líta til framburðar ákærða sem hefur útskýrt þessi skeyti á þann hátt að hann hafi upp lifað kulda leg við brögð frá brotaþola í framhaldi af því að hann ky ssti hana á kinnina og hann eftir á farið að hugsa hvort hann hefði sært hana. Skýringum ákærða á þessa leið verður tæp lega vísað alveg á bug og þá að teknu tilliti til þess sem áður fór fram í sam - skiptum þeirra um mögu leg vina tengsl á Facebook og ka ffispjall síðar. Skeyti þessi geta því ekki ráðið úrslitum í málinu nema meira komi til. Vitnin C , D og B , nánustu ættingjar brotaþola, báru öll um að hún hefði verið miður sín og grát andi um rædda nótt. Þá hefði brotaþoli átt erfitt andlega fyrst á eftir. Er þetta til þess fallið að styðja fram burð brotaþola um meint brot ákærða stuttu áður. Á móti ber að líta til þess að ekkert þessara vitna bar um að brotaþoli hefði greint þeim frá kossi og kossum með þeim hætti sem greinir í ákæru. Vitnin báru f yrst og fremst um að ákærði hefði elt hana heim, haldið henni og síðan reynt að kyssa hana fyrir utan húsið en ekki að hann hefði kysst hana. Þá bar ekkert þessara vitna um að brotaþoli hefði greint frá kossi þar sem tungu hefði verið stungið upp í hana. F ramburðir þeirra styðja því ekki nægjanlega fram burð brotaþola um meint brot ákærða fyrir utan heimili hennar, eins og því er lýst í ákæru. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins, gegn neitun ákærða og þar sem annarra gagna nýtur ekki við, að ákæ ru vald inu hafi ekki tekist lögfull sönnun fyrir þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök sam kvæmt ákæru. Verður hann því sýknaður af kröfum ákæru valdsins. Að framangreindu virtu og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einka - réttarkröfu brotaþola á hendur ákærða vísað frá dómi. 12 Í ljósi fyrrgreindra úrslita verður allur sakarkostnaður vegna meðferðar málsins felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skip aðs verjanda ákærða, Þorgils Þorgils sonar lög manns, sem ráð ast af tímaskýrslu, 742.140 krónur, að meðtöldum virðis auka skatti, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, sem ráðast einnig af tímaskýrslu, 424.080 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruva ldsins flutti málið Halldór Rósmundur Guðjónsson saksóknar fulltrúi. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð málsins 1. janúar 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð : Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Einkaréttarkröfu A á hendur ákærða er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skip aðs verjanda ákærða, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 742.140 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 424.080 krónur. Daði Kristjánsson