Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudagin n 15. október 2020 Mál nr. S - 615/2020 : Ákæruvaldið ( Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Óttar i Gunnarss yni ( Arnar Þór Stefánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 29. september sl. er höfðað með ákæru, útgefinni af Héraðssaksóknara, dagsettri 23. janúar 2020 : I. fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot, með því að hafa miðvikudaginn 29. mars 2017 í bifreið skammt utan Reykjavíkur, ráðist að þáverandi kærustu sinni, A , með því að beita hana ofbeldi, hótunum, stórfelldum ærumeiðingum og særa blygðunarsemi hennar en ákærði sló A ít rekað í líkama og hótaði henni á eftirfarandi hátt; 1) 2) 3) A ég ætla að s etja mynd af þér á face - ið og segja svo að 4) en eftirfarandi ummæli voru til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar, móðga og smána hana; 5) r þig að opna fokking kuntuna og láta ríða þér skítuga fokking mellan þín. Ekki koma við mig þú ert ógeðsleg 6) 7) 8) 9) 10) 2 11) með mellu heima hjá mér. Hey rðu Óttar hver er heima hjá þér? Það er bara 12) Allt var þetta til þess fallið að ógna lífi, heilsu og velferð A á alvarlegan hátt. Er þetta talið varða við 209. gr. og 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 II. Fyrir fíkniefna - og vopnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 25. ágúst 2017 á heimili sínu að ... , haft í vörslu sinni 1,11 grömm af kókaíni, hnúajárn með áföstu hnífsblaði, öxi og 5 kaststjörnur, en framangreint fannst við húsleit lögreglu. Er þetta talið varða við 2. gr., sbr. 5 og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur efti rlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og c - og e - lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. E r þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á hnúajárni með áfös tu hnífsblaði, öxi, 5 kaststjörnum, 1,11 grömmum af kókaíni, 7,20 grömm af morfíni, 19,0 ml. af trenbolon anabólískum sterum, og 12,04 grömm af óþekktu hvítu efni, sbr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998, 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum, 3. mgr. 49. gr. laga nr. 93/1994, 2. mgr. 68.gr. lyfsölulaga nr. 30/1963. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um miskabætur úr hendi ákærða að fjárhæð 2.500.000 krónur, auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 18. mars 2017, þar til mánuður er liðinn frá því að ákærða var kynnt bótakrafa þessi en dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Þá er krafist málskostnaðar. Ákærði neitar sök. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að mál inu verði vísað frá dómi. Til vara krefst hann að ákærði verði sýknaður af kröfum ákæruvalds ins , en til þrautavara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að skaðabótakr öfu verði vísað frá dómi, ellegar að hún verði lækkuð verulega. Loks krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnar laun , verði greiddur úr ríkissjóði. 3 Mánudaginn 2 4. ágúst 2017 mætti brotaþoli á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots. L ýsti hún því að hún hefði kynnst ákærða í september 2016 í gegnum Facebook og þau byrjað saman fljótlega í kjölfarið. [...] Hafi henni þá liðið mjög illa í sambandinu með ákærða, en þá hafi ákærði verið að halda fram hjá brotaþola. Ákærði hafi fyrst ráðist með ofbeldi gegn brotaþola í mars 2017. Þá hafi þau verið í Bar c el o na á Spáni. [...] B rotaþoli hafi verið í leigubifreið með ákærða og vinkonu sinni þegar þetta var og h afi ákærði hótað að drepa alla í leigubifreiðinni. Hafi brotaþoli látið sem hún þyrfti a ð kasta upp og hlaupið út úr bifreiðinni. Ákærði hafi hlaupið á eftir henni og náð henni , tekið í hár hennar, hrint henni í jörðina og lamið hana. V inkona brotaþola hafi beðið leigubílsstjórann að hringja á lögreglu. Þegar lögreglan kom hafi ákærði haldið brotaþola og lamið hana í viðurvist lögreglu. Ákærði hafi verið handtekinn og færður í fangageymslur en brotaþoli hafi beðið lögreglu að láta ákærða lausan og ítrekað sagt að hún vildi ekki leggja fram kæru á hendur honum. Eftir að þessu öllu lauk hafi all t gengið vel næstu þrjár vikur á eftir. Þá hafi ákærði farið að ganga á eftir henni með skilaboðin og hún á endanum sagt honum að hún hefði verið í vændisstarfsemi fyrir löngu. [...] Hann hafi virkað skrýtinn í bifreiðinni og ekið áleiðis til Bláfjalla. Á l eiðinni þangað hafi hann sagt að hann væri nefndur maður og því næst læst bifreiðinni. B rotaþoli hafi fengið áfall við þetta . Ákærði hafi beðið hana að opna síma sinn og hótað henni að hann myndi segja foreldrum hennar frá þessu að öðrum kosti. Foreldrar b rotaþola séu ... og ... og hún hafi óttast viðbrögð þeirra. [...] Brotaþoli hafi óttast um líf sitt í ökuferðinni. Ákærði hafi stöðugt slegið brotaþola í bílferðinni án þess að áverkar yrðu sjáanlegir . Hún hafi ítrekað reynt að komast út úr bifreiðinni en ákærði haldið í hana þannig að hún hafi ekki komist undan. Ákærði hafi síðan ekið heim til sín og brotnað saman þar og beðist fyrirgefningar á öllu saman. Hafi ákærði sagst ætla að giftast henni og loks kyn nt hana fyrir börnum sínum. Hafi brotaþoli búið heima hjá ákærða í þrjár vikur eftir þetta. [...] Hann hafi reglulega notað kókaín á þessum tíma til að ganga betur í námi , en hann hafi verið að útskrifast með BA - gráðu í sálfræði. Brotaþoli hafi ekki notað fíkniefni áður en hún kynn ti st ákærða, en drukkið áfengi. Þarna hafi hún farið að nota kókaín með ákærða. Eftir páska 2017 hafi ákærði aftur veist að brotaþola, en þá hafi þau verið heima hjá bróður ákærða. B rotaþoli hafi þá verið mjög ölvuð og sofnað í só fa heima hjá bróður ákærða. Eftir að hún sofnaði hafi ákærði komist í síma brotaþola , vakið hana og hótað að fara með síma hennar til foreldra hennar. Ákærði hafi rokið út og brotaþoli ekki komist neitt en loks tekið leigubíl heim til móður sinnar. Er hún kom þangað hafi móðir hennar verið að koma heim. Ákærði hafi komið að húsinu og hrópað að brotaþoli væri að selja sig og þá hafi brotaþoli slegið á bak ákærða. Í kjölfarið hafi brotaþoli ákveðið að fara í Kvennaathvarfið. Hafi hún byrjað á því að fara með dót þangað og síðan farið til vinkonu sinnar. Ákærði hafi hringt og viljað hitta hana 4 en hún sagt ákærða að hún þyrði það ekki. Að endingu hafi hún þó ákveðið að hitta hann. Ákærði hafi ekið út úr bænum og á leiðinni ráðist gegn brotaþola og slegið hana hn efahögg , m.a. í kjálka , svo að hún hafi hlotið áverka. Hafi brotaþoli reynt að verja sig og ítrekað beðið ákærða að hætta , en hann sagt að hún væri skítug hóra og ætti að drepa sig. Hafi ákærði haldið henni niðri í bílnum , m.a. með því að halda í hár hennar. [...] B rotaþola hafi liðið illa í kjálka eftir þessa árás og átt erfitt með að borða næstu þrjár vikur á eftir. H ún hafi leitað til læknis og verið send í röntgenmyndatöku, en ekkert brot sést. Á meðal rannsóknar gagna málsins eru gögn lögregluyfirvalda á Spáni. Samkvæmt þeim hefur verið óskað aðstoðar lögreglu 17. mars 2017 vegna ákærða og brotaþola . Fram kemur að sjónarvottur hafi horft upp á hvernig karlmaður hafi barið konu og togað í hár hennar. Þegar lögreglumenn hafi komið á staðinn hafi þeir séð hvernig maðurinn hafi gripið á ofbeldisfullan hátt í handlegg konunnar og í hárið á henni um leið og hann hafi þvingað hana til að ganga. Lögreglumenn hafi rætt við konuna sem hafi sagt að þau væru par og á leið heim af s kemmtun. Rifrildi hafi hafist því maðurinn hafi beðið um síma konunnar til að skoða skilaboð hennar . Maðurinn hafi í framhaldi af því byrjað að móðga hana, berja hana og toga í hárið á henni. Hafi konan greint frá því að ofbeldi væri venjubundið og eðlileg t í sambandi þeirra. Konan hafi ekki verið með nein sár á andliti en lítilsháttar roða á húðinni. Hún hafi ekki viljað aðstoð sjúkrabíls og ekki viljað leggja fram kæru vegna atviksins. Í samræmi við verklagsreglur hafi verið opnað lögreglumál sem lagt haf i verið fyrir dómstól í kynbundnu ofbeldi. Maðurinn hafi verið handtekinn og tekin af honum skýrsla. Á meðal gagna málsins er upptaka af samskiptum á milli ákærða og brotaþola í bifreið. Samkvæmt skýrslu lögreglu er upptakan frá 29. mars 2017 kl. 17 : 06. o g ríflega 22 mínútur að lengd. Þegar hljóðuppt akan hefst grætur brotaþoli. [...] Hann segist ætla að fá aðgang að síma brotaþola en brotaþoli segir að þau séu hvort eð er hætt saman. Hún segist ekki hafa elskað neinn jafn mikið og grætur. Þau ræða áfram saman. Ákærði heyrist spyrja brotaþola hvort hún sé að reyna að hoppa út úr bifreiðinni , hún fái ekki að hoppa út , hann ætli að fá sannleikann. Hann segir brotaþola að setja á sig bílbeltið. Hún segir nei en ákærði skipar henni að s etja það á sig strax. Brotaþoli hljóðar upp. Samkvæmt gögnum málsins fór fram húsleit á heimili ákærða 25. ágúst 2017. Við húsleitina var lagt hald á exi, hnífa, kaststjörnur og efni sem grunur lék á að væri fíkniefni og sterar. Samkvæmt efnaskýrslu lögre glu reyndust efnin vera 1,11 grömm af kókaíni, 7,20 grömm af morfíni, 19,01 ml af trenbolon i, anabólískum sterum , og 12,04 grömm af óþekktu hvítu efni. Samkvæmt yfirlýsingu frá Kvennaathvarfinu frá 18. september 2017 kom brotaþoli í Kvennaathvarfið 1. maí 2017 og var skráð í dvöl til 3. maí 2017. 5 Samkvæmt vottorðum Bjarkarhlíðar frá 11. maí og 10. júní sl. kom brotaþoli í Bjarkarhlíð í fyrsta viðtal í mars 2017. Fram kemur meðal annars í vottorðinu að brotaþoli hafi nýtt sér vel þverfaglegan stuðning sem v eittur hafi verið í Bjarkarhlíð. Þegar vottorði n hafi verið gefið út hafi brotaþoli átt að baki samtals 8 4 viðtöl. Brotaþoli hafi upplifað flókin áföll í gegnum lífið. [...] Afleiðingar ætlaðs ofbeldis ákærða á líf brotaþola hafi verið alvarlegar og hún sé ennþá að vinna úr þeim. Brotaþoli uppfylli greiningarskilyrði fyrir þunglyndi og kvíða og mælist með 49 stig á lista yfir þunglyndi þar sem k línísk mörk séu 15. Áfallastreituröskun hafi truflað líf brotaþola eftir að ætluðum brotum ákærða lauk. Brotaþoli h afi sýnt það með því að stunda viðtöl og stuðning í Bjarkarhlíð að hún óski einskis frekar en að öðlast jafnvægi og gott líf. Það hafi tekið mikið á brotaþola að lifa við ótta og óöryggi og hafi hún glímt við sjálfsskaðandi hegðun á borð við vímuefnavanda og átröskun þegar líðan hennar var sem verst. Hún óttist stöðugt um líf sitt , bæði vegna myndanna sem ákærði hafi birt af henni og ótta við frekari myndbirtingar, hótanir og árásir af hans hendi. Hún sé sannfærð um að henni verði refsað af ... eða útskúfað ef það fréttist að nektarmyndir af henni hafi verið á netinu. Alls ekki sé sjálfsagt að brotaþoli sé á lífi í dag og sé hún metin með mikla þörf fyrir áframhaldandi stuðning og meðferð þar til hún nái tökum á þunglyndi, kvíða og áfallastreitu. Sa mkvæmt læknabréfi heimilislæknis frá 15. maí 2019 kom brotaþoli á heilsugæslu 2. maí 2017 á vegum Bjarkarhlíðar. Í lýsingu er tekið fram að fyrrum kærasti hafi ekið með brotaþola út á land og lamið hana. Það hafi gerst deginum á undan komu. Í lýsingu lækni s er þess getið að brotaþoli hafi verið spennt. Hún hafi verið með eymsli vinstra megin á enni og með mar. Við kjálka hafi verið þroti og mikil eymsli hægra megin á móts við 5. tönn. Eigi brotaþoli erfitt með að opna munn inn . Brotaþoli hafi verið send í rö ntgenmyndatöku en myndataka hafi ekki sýnt brot. Brotaþoli hafi aftur komið á heilsugæslu 18. maí 2017. Hún hafi rætt um ofbeldissamband sem hún væri í og væri hún hrædd. Hún væri á leið til Spánar til að forðast aðstæður. Hún hafi virst vera kvíðin og hræ dd. Á meðal framlagðra gagna er endurrit af skilaboð um á Instagram frá 22. mars 2018. Samkvæmt þeim sendir brotaþoli ákærða skilaboð þann dag þar sem hún biður hann fyrirgefningar á öllum lygum sínum og bullinu en þetta hafi ekki átt að ganga svona langt. Sé brotaþoli búin að vera í sambandi við B , en hún sé snargeðveik og ætli að koma ákærða í fangelsi. Hún leyfi brotaþola ekki að taka ekki skilið. B ætli að ljú g a að lögreglunni og kæra ákærða. Hún segist hafa lifa ð len gi við ofbeldi. Brotaþoli sé á áfangaheimili og hana langi til að hitta ákærða. Ákærði hefur greint svo frá að hann hafi í ágúst 2016 kynnst brotaþola í gegnum Facebook. Í framhaldi af því hafi þau hist með hléum allt fram á fyrri hluta árs 2017. 6 Hafi þau hætt að hittast þegar brotaþoli flutt i úr landi. Ákærði hafi reyndar hitt á brotaþola á Ítalíu þetta vor eða sumar , en eftir að heim kom hafi þau ekki hist meira. Ákærði hafi ávallt búið á ....... , en brotaþoli ýmist í ...... , í ......... eða hjá móður sinni. Ákærði kvaðst sjaldan hafa verið heima hjá brotaþola á meðan þau voru að hittast. Hann hafi verið með vikulega umgengni við börn sín og brotaþoli komið í heimsókn þegar börn ákærða hafi ekki verið hjá honum. Síðan hafi ákveðin hlé verið í samskiptu m þeirra. Hafi brotaþoli stundum rokið í burtu. [...] kvaðst hann hafa viðhaft þau ummæli sem fram kæmu í töluliðum 1 til 12 í I. kafla ákæru. Engin meining hafi legið að baki þessum ummælum. [...] Ákærði hafi aldrei ætlað að láta verða af því sem hann hafi sagt við þessar aðstæður. Hann hafi einfaldlega verið svo sár. Hann hafi aldrei beitt brotaþola ofbeldi eða hótað henni og aldrei slegið hana í bifreiðinni. Á upptökunni heyrist brotaþoli stundum kveinka sér en þau hljóð hafi komið þegar ákærði hafi verið að ýta brotaþola frá sér þegar hún hafi verið að reyna að taka utan um hann . Á þeim tíma sem ákærði hafi verið að hitta brotaþola hafi hann verið í forsjárdeilu við barnsmóður sína. Hann hafi farið í ökuferð með b rotaþola áleiðis upp í Bláfjöll og í þeirri ökuferð hafi hann látið þau orð falla er hann sé ákærður fyrir. Hafi ákærði tekið samtalið upp á síma sinn því hann hafi óttast að samskipti hans og brotaþola yrðu notuð í forsjárdeilu sinni við barnsmóður sína. Upptakan hafi endað þegar ákærði og brotaþoli hafi komið aftur til Reykjavíkur og þau verið komin í Norðlingaholt. Ákærða hafi ekki fundist brotaþoli kippa sér mikið upp við atvikið. Í það minnsta hafi brotaþoli farið úr bifreiðinni við Norðlingaholt en ko mið heim til ákærða um klukkustundu síðar . Hafi hún þá verið komin til að ræða málin. Ákærði kvaðst ekki hafa farið aftur í ökuferð með brotaþola. Sambandið við brotaþola hafi verið stormasamt. Hafi brotaþoli átt það til að rjúka út vegna minnstu at vik a . Þau hafi farið saman til Spánar í mars 201 7 . [...] Þau hafi, ásamt vinkonu brotaþola, verið á ferð í leigubifreið er ákærði hafi séð skilaboð [...] . Brotaþoli hafi rokið út úr bifreiðinni og ákærði farið á eftir henni til að stöðva hana og tekist það . Leig ubílstjórinn hafi hringt í lögreglu vegna ótta um að farið yrði ekki greitt og lögregla mætt á staðinn. Þá hafi ákærði og brotaþoli verið í faðmlögum. L ögregla n hafi handtekið ákærða og hafi ákærði þurft að vera tvær nætur í fangelsi. Ákærði kvaðst hafa ve rið heima hjá bróður sínum einhverju sinni, ásamt brotaþola. Hann hafi ekki beitt brotaþola neinu ofbeldi þar og þeim hafi ekki lent saman þar , svo sem brotaþoli haldi fram. Ákærði kvaðst ekki hafa verið eigandi þeirra fíkniefna sem lögregla lagði hald á á heimili hans. Hann væri hins vegar eigandi kaststjarnanna, hnúajárnsins með blaðinu og axarinnar . Að því er þessa hluti varðaði væri hnífsblaðið mjög stutt. Kaststjörnurnar væru skrautmunir og hefði ákærða ekki verið kunnugt um að þær teldust vopn í dag. Exina hafi ákærði fengið í afmælisgjöf. Hafi hann notað hana til að höggva með í rekavið sér til ánægju. 7 Brotaþoli hefur greint svo frá að ákærði hafi tengst henni á Facebook í ágúst eða september 2016. Hafi þau byrjað saman fljótlega eftir það. Í upphafi hafi þau búið sitt á hvorum staðnum en farið að búa saman seinna. S amband þeirra hafi síðan endað er brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða. Samband ið hafi a lla tíð verið stormasamt og þau verið mikið sundur og saman. Hafi brotaþoli oft hætt með ákærða því henni hafi ekki fundist hún geta treyst honum og h afi henni liðið illa í sambandinu. Konur hafi verið í kringum ákærða og brotaþoli lengstum í ástarsorg. Ha fi hún alltaf verið afbrýðisöm út í þessar konur . Í lok mars 2017 hafi ákærði og brotaþoli farið í ökuferð . Þá hafi þau verið hætt saman. [...] Ákærði hafi læst bifreiðinni og lætin byrjað. Hann hafi byrjað á því að særa brotaþola með orðum og niðurlægja ha na. Inn á milli hafi hann síðan farið að lemja hana . Hafi höggin lent í andlit i , en til viðbótar hafi ákærði rifið í hár brotaþola. Höggin hafi ekki komið á líkamann. Ákærði hafi tekið af henni símann og hótað að drepa hana. [...] Hún hafi talið ákærða mynd u láta verða af því að drepa hana og verið orðin það hrædd að hún hafi ætlað að hoppa út úr bifreiðinni á ferð. Ökuferðin hafi endað þannig að þau hafi farið heim til ákærða í Reykjavík . Brotaþola hafi liðið mjög illa í sambandinu með ákærða. Hafi hann oft hótað ýmsu. Einhver hafi sett myndir af henni inn á chanslut s. Grunaði brotaþola að þar hefði ákærði verið á ferð. Útilokað sé að sanna hver hafi sett myndir þar inn. Líkamlegt ofbeldi af hálfu ákærða hafi byrjað í ferðinni til Barcel o na í mars 2017. Brotaþoli hafi verið úti með ákærða og vinkonu sinni. Þau hafi drukkið áfengi og skemmt sér. Í leigubíl hafi ákærði viljað fá að skoða síma brotaþola til að finna heimilisfang á stað sem þau hafi verið á leið á. [...] Hafi hann brjálast og brotaþoli fengið áfall. Brotaþoli hafi þóst kasta upp til að komast út úr bílnum en ákærði elt hana og fellt hana í jörðina. Hafi hann lamið hana og dregið á hárinu. Vinkona brotaþola hafi verið í leigubifreiðinni og hún og leigubifreiðastjórinn hringt á l ögreglu. Hafi lögregla séð ákærða beita brotaþola ofbeldi. Ákærði hafi verið handtekinn af lögreglu og skýrsla verið tekin af brotaþola. B rotaþoli hafi viljað fá ákærða lausan en lögregla ekki heimilað það. Hafi brotaþoli þrátt fyrir þetta fundið fyrir öry ggi hjá ákærða auk þess sem hún hafi verið hrædd um hann í fangelsinu. Ákærði hafi losnað eftir tvo daga. Eftir að heim til Íslands kom hafi ofbeldið haldið áfram. Brotaþoli kvaðst hafa farið í aðra ökuferð með ákærða þar sem hann hefði ekið í átt að Bláfj öllum. Hann hafi í þeirri ökuferð beitt brotaþola ofbeldi og hafi hún hlotið áverka í andliti. Hún hafi leitað á heilsugæslustöð vegna áverka n na en hún hafi m.a. verið mjög aum í kjálka. Hafi hún fengið áverkavottorð frá viðkomandi lækni. Brotaþoli kvaðst ekki vera viss um hvort sú ökuferð hefði verið á undan eða eftir ökuferðinni þar sem ákærði tók upp samtal þeirra sem ákært er út af í þessu máli. Ákærði hafi einnig beitt brotaþola ofbeldi heima hjá bróður ákærða. Ákærði, brotaþoli og bróðir ákærða hafi v erið þar saman og b rotaþoli sofnað í sófa í stofu. Ákærði hafi á meðan tekið síma brotaþola og skoðað hann, en síminn hafi verið opinn. Hann hafi séð skilaboð til brotaþola og 8 brjálast. Hafi hann m.a. slegið brotaþola utanundir og hótað að sýna foreldrum h ennar skilaboðin. Ákærði hafi því næst rokið út en brotaþoli tekið leigubíl heim til móður sinnar. Ákærði hafi notað kókaín. [...] . Ákærði hafi sífellt verið að hóta og ógna brotaþola. Hún hafi verið niður brotin og alltaf verið til í að taka aftur við ák ærða því hún hafi elskað hann. [...] . Brotaþoli kvaðst hafa ákveðið að kæra ákærða til að sýna það að hún væri ekki hrædd. Áður hafi staðan verið sú að brotaþoli hefði gert sér fullkomna ímynd af ákærða, þó svo hann væri að lemja hana . Hafi hún alltaf verið hrædd þegar hún hitt i hann . Hún hafi haldið að hún væri búin að missa fjölskyldu sína og ákærði verið einn eftir til að treyst a á . Hafi hún af þeirri ástæðu ekki viljað fara frá honum og fundist hún vera háð honum. Brotaþoli kvaðst hafa farið í Bjark arhlíð vegna þessa ofbeldis ákærða. Eins hafi hún leitað til sálfræðing s í viðtöl. Bjarkarhlíð hafi getað komið brotaþola með forgangi til Svíþjóðar þar sem hún hafi farið í meðferð. Hafi brotaþoli verið byrjuð að nota kókaín, en það hafi byrjað með ákærða þar sem hann hafi notað það . Brotaþoli kvaðst ekki hafa ritað skilaboð á Instagram frá 22. mars 2018 þar sem í hennar nafni er sagt að hún hafi gengið of langt gagnvart ákærða. Gruni hana að ákærði hafi skilaboð. Móðir brotaþola kvað st hafa hitt ákærða tvisvar sinnum. Hafi henni borist upplýsingar um að ákærði hefði farið í ökuferð með brotaþola þar sem hann hefði lofað brotaþola að giftast henni. Vitnið kvaðst aldrei hafa orðið þess vör að ákærði beitt i brotaþola líkamlegu ofbeldi. Hún hafi einhverju sinni séð þau rífast fyrir utan heimili sitt og hafi brotaþoli varist ákærða með veski sínu. Hafi móðirin tekið brotaþola inn á heimili sitt í kjölfarið. Ákærði hafi öskrað á brotaþola en hann hafi ekki náð til hennar . Vissi móðirin til þess að brotaþoli hefði verið mjög hrædd við ákærða. Hafi hún fengið neyðarhnapp frá lögreglu sem vörn gegn honum. Vitnið C kvað ákærða hafa beðið sig að koma með í ökuferð [...] . Vitnið hafi ekki viljað vera í bifreiðinni en boðist til að aka í annarri bifreið á eftir þeim. Hafi það orðið úr og vitnið ekið nokkuð á eftir bifreið ákærða. Ekið hafi verið áleiðis til Bláfjalla. Dimmt hafi verið úti en vit n ið séð afturljós bifreiðar ákærða. Á leiðinni hafi á kærði snúið bifreið sinni við og vitnið þá mætt bifreið ákærða. Hafi vitnið þá séð brotaþola í faðmlögum við ákærða. Ákærði hafi beðið vitnið að vera samferða ef vera kynni að brotaþoli myndi yfirgefa bifreiðina. Hefði brotaþoli þá far í bæinn. Vitnið kvað st hafa verið í áfengis - og fíkniefnameðferð með brotaþola. Ekki hafi brotaþoli minnst á ökuferðir þar sem ákærði hefði lamið hana . Hafi brotaþoli sagt vitninu að einhver vinur brotaþola hefði ýtt á hana að leggja fram kæru í málinu. Hafi brotaþoli verið u ndir miklum áhrifum á þeim tíma og haft á orði að hún sæi eftir að hafa gengið svo langt. Bróðir ákærða kvaðst ekki hafa þekkt brotaþola mikið á þeim tíma sem hún og ákærði voru í sambandi. Kvöld eitt hafi ákærði og brotaþoli komið í heimsókn til 9 vitnisin s. Hafi verið rætt um að ákærði og brotaþoli myndu gista heima hjá vitninu. Brotaþoli hafi lagt sig í sófa í stofu íbúðarinnar. Ákærði hafi tekið síma brotaþola og fundið eitthvað sem valdið hafi honum óróleika. Hafi hann vakið brotaþola og til orðaskipta komið þeirra á milli. Í framhaldi hafi ákærði rokið á dyr í miklu uppnámi. Hafi vitnið beðið brotaþola að fara. Ekki hafi vitnið séð ákærða beita brotaþola líkamlegu ofbeldi í íbúðinni. Fyrrum vinkona brotaþola lýsti því að vitnið hefði á sínum tíma kynns t ákærða í gegnum brotaþola. Á þeim tíma hefðu brotaþoli og vitnið verið miklar vinkonur, en þær væru það ekki í dag. Vitnið hafi farið með brotaþola og ákærða til Spánar á árinu 2017. Þau hafi verið í leigubíl saman er brotaþoli hafi rokið út úr bifreiðin ni og á kærði farið á eftir henni til að stöðva hana. Bílstjóri leigubifreiðarinnar hafi kallað til lögreglu en vitnið viti ekki ástæðu þess. Vitnið hafi séð ákærða reyna að stöðva brotaþola á hlaupunum en ekki séð hann beita brotaþola ofbeldi í það sinn. Brotaþoli hafi sagt vitninu frá því að ákærði hefði beitt hana ofbeldi í bifreið á leið í Bláfjöll. Hvorki þá né í annan tíma hafi vitnið séð áverka á brotaþola. Þrátt fyrir þessar sögur um ofbeldi af hálfu ákærða hafi b rotaþoli alltaf farið aftur til ákærða. Lögreglumaður í Bjarkarhlíð lýsti því að á stofnuninni væru einungis samskipti við þolendur kynferðisofbeldis. Í maí 2017 h afi brotaþoli rætt sín mál við vitnið, en hún hafi viljað leggja fram kæru á hendur ákærða. Hafi vitnið lýst ferlinu fyrir brotaþola. Í viðtölum hafi brotaþoli rætt um atvikið á Spáni og ökuferð út úr bænum. Myndi vitnið eftir því að brotaþoli hefði verið með áverka í andliti. Brotaþoli hafi verið hrædd vegna hótana af hálfu ákærða. Eins hafi br otaþoli óttast það að foreldrar hennar fréttu af vændi hennar. Kvaðst vitnið hafa komið máli hennar í farveg. Brotaþoli hafi fengið árásarhnapp vegna yfirvofandi árása af hálfu ákærða. Starfsmaður Kvennaathvarfsins kvaðst hafa gefið út vottorð vegna komu brotaþola í Kvennaathvarfið. Kvaðst vitnið hafa tekið á móti brotaþola við komu á árinu 2017 og rætt við hana um hennar mál. Teymisstjóri í Bjarkarhlíð kvaðst hafa gefið út vottorð vegna komu brotaþola í Bjarkarhlíð. Mál brotaþola hafi verið eitt af þeim fyrstu sem stofnun in hefði verið með eftir að hún var sett á laggirnar. Brotaþoli hafi verið í viðtölum hjá vitninu meðan hún var í Bjarkarhlíð og eftir að hún fór þaðan . Til viðbótar hafi brotaþoli farið í áfengismeðferð og í Grettistak. Brotaþola hafi vitnið síðast hitt í byrjun september 2020. Brotaþoli hafi átt langa sögu endurtekins ofbeldis úr æsku. Að því er varðar sambandið við ákærða hafi brotaþoli verið að átta sig á því að hún hefði verið í ofbeldissambandi. Hafi hún greint frá tilvikum, eins og bílferðum. Brotaþoli hafi þurft mikinn stuðning og þurfi enn þann dag í dag. Hún hafi viljað að sambandið við ákærða gæti gengið og af þeim ástæðum verið mjög viðkvæm. V egna sögu um fyrra ofbeldi hafi brotaþoli verið auðvelt fórnarlamb í þeim skilningi. Hafi ákærði náð miklum tökum á brotaþola. Það hafi 10 verið ástæðan fyrir því að þau hafi verið mikið sundur og saman. [...] Þá hafi ákærði komið henni í fíkniefnavímu, sem ha fi verið enn eitt vopn hans. Af þessum ástæðum hafi brotaþoli verið komin með áfallastreituröskun . Hún hafi í samtölum virkað mjög trúverðug. Vitnið kvaðst í raun þakka fyrir hvern dag sem brotaþoli væri á lífi. Heimilislæknir sem ritaði læknabréf vegna b rotaþola lýsti því að brotaþoli hefði komið í tvær heimsóknir á heilsugæslustöðina. Hafi vitnið hitt brotaþola í öðru tilvikinu en annar heimilislæknir í hinu. Vitnið kvaðst sjálf hafa skoðað brotaþola í heimsókninni 18. maí 2017. Þó langt væri um liðið sí ðan myndi vitnið eftir því að brotaþoli hefði verið mjög hrædd og skelfd við komu. Hafi hún sagt að hún þyrfti að fara til útlanda til að losna undan ofbeldismanni. Hafi hún óttast bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi viðkomandi einstaklings. Brotaþoli hafi g reint frá því að hún hefði fengið ábendingu frá lögreglu um að leggja ekki fram kæru þar sem það gæti gert hlutina verri. Um hafi verið að ræða þáverandi kærasta brotaþola. Vitnið hafi ekki skoðað brotaþola við komuna 2. maí. Lýst sé mari á enni og eymslum á neðri kjálka. Hafi brotaþoli átt erfitt með að opna munninn. Slíkir áverkar geti komið við að viðkomandi sé kýldur eða laminn í andlit. Brotaþoli hafi verið trúverðug að mati vitnisins, en vitnið myndi einstaklega vel eftir komu brotaþola. Lögreglumaðu r sem á sínum tíma stjórnaði rannsókn málsins greindi frá framvindu rannsóknarinnar. Niðurstaða: Í málinu er ákærða gefið að sök brot í nánu sambandi og kynferðisbrot, með því að hafa miðvikudaginn 29. mars 2017 , í bifreið skammt utan Reykjavíkur, ráðist að brotaþola með því að beita hana ofbeldi, hótunum, stórfelldum ærumeiðingum og særa blygðunarsemi hennar , en ákærði á að hafa slegið brotaþola ítrekað í líkama og hótaði henni á tilgreindan hátt með orðum samkvæ mt töluliðum 1 til 4 og hafa sært blygðunarsemi hennar, móðga ð hana og smána ð með orðum samkvæmt töluliðum 5 til 12. Aðalkrafa ákærða er um frávísun málsins frá dómi á þeim grundvelli að ákæra í málinu sé óskýr. Ekki sé ljóst fyrir hvað sé ákært með orðum í töluliðum 1 til 4 og síðan 5 til 12. Að mati dómsins er ákæran nægjanlega skýr um þessi atriði. Ákærða er gefið að sök með orðum í töluliðum 1 til 4 að hafa hótað brotaþola þannig að varði við 1. mgr. 218. gr. b í lögum nr. 19/1940. Með orðum í töl uliðum 5 til 12 er ákærða gefið að sök brot gegn blygðunarsemi, sem varðar við 209. gr. laga nr. 19/1940, og móðgun og smánun sem varðar við 1. mgr. 218. gr. b í lögum nr. 19/1940. Þar fyrir utan er ákærða gefið að sök að hafa slegið brotaþola ítrekað í lí kamann þannig að við síðastgreinda ákvæðið varði. Er hafnað kröfu ákærða um frávísun málsins frá dómi. 11 Samkvæmt 209. gr. laga nr. 19/1940 varðar það fangelsi allt að 4 árum, en fangelsi allt að 6 mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt , fyrir þann sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis . Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b í sömu lögum skal hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, sæta fangelsi allt að 6 árum. Heimilisofbeldisák væði 1. mgr. 218. gr. b í lögum nr. 19/1940 var lög fest með lögum nr. 23/2016 , um breyting á lögum nr. 19/1940 . Í athugasemdum með lögunum segir m.a. að með 4. gr. frumvarpsins sé lagt til að tekið verði upp sérstakt ákvæði í almenn hegningarlög sem fjalli um ofbeldisbrot í nánum samböndum þar sem áhersla sé lögð á það ógnarástand sem sú tegund ofbeldis geti skapað og þá langvarandi andlegu þjáningu sem því geti fylgt. Hafi ákvæðið það að markmiði að tryggja þeim sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið o fbeldi af hálfu nákominna meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi refsilöggjöf geri. Í því sambandi sé sérstaklega vert að geta þess að líkamsmeiðingaákvæði almennra hegningarlaga taki eðli málsins samkvæmt einungis til líkamlegs ofbeldis en ekki ti l andlegs ofbeldis, svo sem kúgana, hótana eða niðurlæginga r , sem sé algeng birtingarmynd ofbeldis í nánum samböndum. Sé hinu nýja ákvæði ætlað að taka á þessum vanda og sé með því horfið frá því að líta á ofbeldi í nánum samböndum sem samansafn einstakra tilvika og athyglin færð á þá viðvarandi ógn og andlega þjáningu sem það hafi í för með sér. V erði ofbeldisbrot í nánum samböndum virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig . Ákærði hefur viðurkennt að hafa viðhaf t þau orð sem ákært er fyrir í töluliðum 1 til 12 í ákæru. [...] . Ekki hafi verið nein meining að baki orðum ákærða. Ákærði hafi ekki slegið brotaþola í líkamann, svo sem brotaþoli haldi fram. Brotaþoli hefur á hinn bóginn lýst því að hún hafi orðið miður sín af hræðslu er ákærði hafi öskrað á hana í ökuferðinni og helst viljað deyja. Hafi ákærði öskrað á hana að hann ætlaði að drepa hana og inn á milli lamið brotaþola. Hljóðupptaka af þessari ökuferð er á meðal gagna málsins, auk þess sem samskipti ákærða og brotaþola hafa verið rituð upp. Engum vafa er undirorpið að ákærði veittist með offorsi að brotaþola og hótaði henni ítrekað lífláti og líkamsmeiðingum. Hann talaði mjög niðrandi til hennar, smánaði hana og móðgaði. Ákærði kvaðst á þeim tímapunkt i hafa fengið upplýsingar um [...] . Það samrýmist vart því sem ákærði hefur sjálfur sagt því fram er komið að ósætti á milli ákærða og brotaþola vegna gruns að þessu leyti m egi rekja aftur til ferðarinnar til Bar c elona sem farin var um miðjan mars 2017. Ökuferðin þar sem ummælin féllu var hins vegar farin í lok þess mánaðar, eða 12 miðvikudaginn 29. mars 2017. Í málinu liggja fyrir staðfestingar lögreglumanna frá Barcelona sem lýsa því að ákærði hafi á ofbeldisfullan hátt g ripið í handlegg brotaþola og í hárið á henni um leið og hann þvingaði hana til að ganga. Sú lýsing samrýmist framburði brotaþola, en ekki ákærða sem kveðst einungis hafa verið að stöðva för brotaþola. Við mat á niðurstöðu er einnig til þess að líta að bro taþoli var með áverka 1. maí þetta ár, sem hún staðhæfir að hafi verið eftir ákærða. Læknir sem skoðaði brotaþola lýsti því að brotaþoli hefði verið mjög hrædd við þáverandi kærasta sinn, sem á þeim tíma var ákærði. Hafi hún sagt kærastan n hafa valdið sér greindum áverkum. Fyrir það hefur ákærði synjað. Þegar framangreind atriði eru virt er ákærði ótrúverðugur um þau . Brotaþoli er hins vegar trúverðug um þessa þætti og önnur meginatriði málsins. Verður að líta til þess að langt er um liðið síðan atvik áttu sér stað og þess því ekki að vænta að nákvæmar tímasetningar séu í fersku minni . Hljóðupptakan leiðir án nokkurs vafa í ljós ofsafengið ástand ákærða. Brotaþoli hl j óðar margítrekað upp og heyrast hljóð eins og verið sé að slá manneskju. Þegar þau atriði e ru virt verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar og talið hafið yfir allan vafa að ákærði hafi slegið brotaþola ítrekað í líkamann. Eins telur dómurinn sannað að með þeim orðum sem ákærði lét falla í töluliðum 1 4 hafi hann hótað brot aþola lífláti og líkamsmeiðingum. Einnig telur dómurinn sannað að með þeim orðum er ákærði lét falla í töluliðum 5 til 12 hafi hann sært blygðunarsemi brotaþola, móðgað hana og smánað. Skiptir engu í því efni þó svo brotaþoli hafi um einhvern tím stundað v ændi, svo sem hún sjálf hefur viðurkennt. Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b í lögum nr. 19/1940 þarf bro t að vera endurtekið eða lífi, heilsu eða velferð ógnað á alvarlegan hátt. Svo sem rakið er í athugasemdum með lögum nr. 23/2016 er hinu nýja ákvæði ætlað að hverfa frá því að líta á ofbeldi í nánum samböndum sem samansafn einstakra tilvika og athyglin færð á þá viðvarandi óg n og andleg u þjáningu sem það hefur í för með sér. Verði ofbeldisbrot í nánum samböndum virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Dómurinn telur báðum þessum skilyrðum fullnægt í málinu. Brotaþoli bjó við viðva randi ógn og hafði ákærði áður veist að henni með ofbeldisfullum hætti. Nærtækasta dæmið um það er ferðin til Bar c el o na. Þá var lífi og heilsu brotaþola ógnað á alvarlegan hátt, en brotaþoli býr enn við alvarlega röskun sem afleiðingu þess tíma sem ákærði og brotaþoli voru í nánu sambandi. Þegar litið er til eðlis sambands ákærða og brotaþola og þess tíma sem þau voru saman fellur samband þeirra ótvírætt undir gildissvið 1. mgr. 218. gr. b laga nr. 19/1940. Þegar til þessa er litið verður ákærði sakfelldur samkvæmt I. kafla ákæru og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði neitar sök samkvæm II. kafla ákæru. Fíkniefni og sterar sem í ákæru greinir voru haldlögð á heimili ákærða við húsleit. Ákærði hefur enga sennilega skýringu gefið á tilvist efnanna. Á sama tíma voru þau vopn sem þar eru tilgreind haldlögð. 13 Hnúajárnið, öxin og kasts t jörnurnar eru allt ólögleg vopn, sbr. c - og e - liði 2. mgr. 30. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Með hliðsjón af þessu verður ákærði sakfelldur fyrir fíkniefna - og vopnalagabrot samkvæmt II. kafla ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærð i er fædd ur í apríl 1976 . Hann á að baki sakaferil. Árið 1997 var hann dæmdur í þr iggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Á árinu 2007 var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Á árinu 2010 var hann dæmdur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Loks var hann með dómi héraðsdóms 20. júní 2012 sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættubrot. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar, sem með dómi 31. janúar 2013 dæmdi ákærða í 4 ára fangelsi. Ákærða var veitt reynslulausn 7. september 2 016 í 2 ár á eftirstöðvum refsingar , 480 dögum. Ákærði hefur með broti sínu rofið skilyrði reynslulausnarinnar og verður hún nú tekin upp og dæmd með í máli þessu. Ákærði á sér engar málsbætur. Með hliðsjón af þessu og 1., 2., 3., 4., 6., 7. og 8. tl. 70. gr. laga nr. 19/1940 er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 2 ár. Af hálfu brotaþola er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2.500.000 krónur auk vaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot gagnvart brotaþola. Me ð ólögmætri og saknæmri háttsemi sinni hefur ákærði valdið brotaþola miskatjóni. Vottorð Bjarkarhlíðar leiðir í ljósi mikinn og langvarandi miska brotaþola, en brot af þessu tagi eru til þess fallin að valda miklu miskatjóni. Með hliðsjón af því og 26. gr. laga nr. 50/1993 eru miskabætur ákveðnar 2.000.000 króna . Um vexti fer sem í dómsorði greinir. U ppt a k a fer fram eins og í dómsorði greinir. Ákærð i greiði málsvarn arlaun verjanda og þóknun réttargæslumann a sem í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærð i , Óttar Gunnars son , sæti fangelsi í 2 ár Ákærð i greiði A 2.000.000 krón a í miskabætur , auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 18. mars 2017 til 13. maí 2018 en dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags Upptækt er gert til ríkissjóðs hnúajárn með áföstu hnífsblaði, öxi, 5 kaststjörnu r , 1,11 grömm af kókaíni, 7,20 grömm af morfíni, 19,0 ml. af trenbolon i, anabólískum sterum, og 12,04 grömm af óþekktu hvítu efni , sem hald var lagt á við rannsókn málsins . 14 Ák ærð i greiði málsvarna rlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Þórs Stefánssonar lögmanns, 1.250.230 krónur og þóknun réttargæslumann a brotaþola , þeirra Söru Pálsdóttur lögmanns, 508.580 krónur, Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur lögmanns, 485.460 krónur, Þorb jargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, 444.044 krónur og Vilhjálms H. Vilhjálmsson a r lögmanns, 344.100 krónur . Símon Sigvaldason