Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 18. maí 2020 Mál nr. S - 1705/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari) g egn Ásgeir i Erni Valgarðss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 10. mars 2020, á hendur: fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 8. desember 2018, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Snorrabraut við Hverfisgötu í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og ö ðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. 2 Ákærði er fæddur 1983. Í samræmi við framlagt sakavottorð, dagsett 2. mars 2020, er við ákvörðun refsingar miðað við að ákærð a sé nú í sjötta sinn gerð refsing fyrir akstur sviptur ökurétti , innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með hliðsjón af sakarefni þessa máls og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga og í samræmi við dómvenju, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson fyrir Hauk Gunnarsson aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ásgeir Örn Valgarðsson, sæti fangelsi í 4 mánuði. Björg Valgeirsdóttir