Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 21 . júní 2022 Mál nr. E - 70/2022: Kristinn L . Brynjólfsson (Sjálfur ólöglærður) gegn Fjárfestingafélag i atvinnulí fsins hf. (Eiríkur S. Svavarsson lögmaður) Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 24. maí 2022, var höfðað 6. janúar 2022 af Kristni L. Brynjólfssyni, [...] , Reykjavík , á hendur Fjárfestinga - félagi atvinnulífsins hf., Sundagörðum 2, Reykjavík , t il niðurfellingar á skuldum stefnanda við stefnda. Með úrskurði dómsins 17. febrúar 2022 var hafnað kröfu stefnda um að stefnanda yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Af hálfu stefnda var lögð fram g reinargerð með kröfu um fráv ísun málsins 8. febrúar 2022 , með vísan til 5. m á ls l . 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 7. gr. laga nr. 78/2015. Í þessum þætti málsins er stefndi sóknaraðili og gerir þá kröfu að málinu verði vísað frá dómi, auk þess sem hann kr efst málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins . Stefnandi er varnaraðili í þessum þætti málsins og gerir kröfu um að kröfu s tefnda um frávísun verði hafnað og krefst hann jafnfram t málskostnaðar úr hans hendi. Dómarinn tók við meðferð málsins 2. apr íl 2022 en kom ekk i að meðferð þess fyrir þann dag. Gætt var leiðbeiningarskyldu gagnvart stefnanda sem er ólöglærður og flytur mál sitt sjálfur. Dómkröfur stefnanda eru þannig settar fram í stefnu : Dómkrafa 1. Stefnandi gerir þá kröfu að staðfest verði með dómi að markaðsvirði fasteignarinnar Rafstöðvarvegur 1a, fastanúmer 225 - 8528, sem seld var nauðungarsölu 7. september 2020 fyrir kr. 92.500.000, hafi numið kr. 142.000.000 við samþykki boðs þann 16. nóvember 2020. Þá krefst stefnandi þess að eftirstöð var kröfu stefnda að fjárhæð kr. 153.106.317 sem hann lýsti í söluverð eignarinnar á grundvelli veðskuldabréfs, útgefnu 5. apríl 2016, að höfuðstól 120.000.000, með veði í 1. veðrétti eignarinnar, verði færðar niður um kr. 2 43.883.053, sem er sú fjárhæð sem nemur mismun á markaðsvirði eignarinnar við samþykki boðs, kr. 142.000.000, að frádregnu nauðungarsöluverði eignarinnar, kr. 92.500.000, auk lögveðskrafna og sölulauna í ríkissjóð, samtals kr. 5.616.947 og að ráðstöfun söluverðs upp í kröfuna nemi kr. 86. 883.053. Loks gerir stefnandi þá kröfu að staðfest verði með dómi að eftirstöðvar kröfunnar að ráðstöfun söluverðs og niðurfærslu lokinni nemi kr. 22.339.211 og að það sé sú fjárhæð sem koma skuli til uppgjörs kröfunnar með söluverði fasteignarinnar Rafstö ðvarvegur 1a, fastanúmer 204 - 3313, sem stefndi lýsti kröfu í á grundvelli sama veðskuldabréfs við nauðungarsölu hennar 7. september 2020. Dómkrafa 2. Stefnandi gerir þá kröfu að staðfest verði með dómi að markaðsvirði fasteignarinnar Rafstöðvarvegur 1a, f astanúmer 204 - 3313, sem seld var nauðungarsölu 7. september 2020 fyrir kr. 30.500.000, hafi numið kr. 56.500.000 við samþykki boðs þann 16. nóvember 2020. Þá gerir stefnandi þá kröfu að staðfest verði með dómi að af söluverði eignarinnar skuli kr. 22.339. 211 ganga til uppgreiðslu á eftirstöðvum kröfu stefnda sem hann lýsti í sölu - verð eignarinnar á grundvelli 120.000.000 kr. veðskuldabréfs, útgefnu 5. apríl 2016 með veði í 1. veðrétti eignarinnar og að eftirstöðvar söluverðsins, kr. 5.210.151, skuli ganga upp í kröfu stefnda að fjárhæð kr. 38.503.015 vegna veðskuldabréfs að höfuðstól kr. 30.000.000, útg. 30. ágúst 2016 með veði í 1. veðrétti eignarinnar sem stefndi lýsti 7. september 2020 í nauðungarsöluverð eignarinnar. Stefnandi krefst þess jafnframt að e ftirstöðvar kröfu stefnda, upphaflega að fjárhæð kr. 38.503.015, sem hann lýsti í söluverð eignarinnar 7. september 2020 á grundvelli 30.000.000 kr. veðskuldabréfs, útg. 30. ágúst 2016 með veði í 1. veðrétti eignarinnar, verði færðar niður um kr. 23.049.36 2 , sem er sú fjárhæð sem nemur mismun á markaðsvirði eignarinnar við samþykki boðs, kr. 56.500.000, að frádregnu nauðungar - söluverði eignarinnar, kr. 31.500.000, auk lögveðskrafna og sölulauna í ríkissjóð, samtals kr. 3.151.327. Loks gerir stefnandi þá kr öfu að staðfest verði með dómi að eftirstöðvar kröfu vegna 30.000.000 kr. veðskuldabréfs, útg. 30. ágúst 2016 með veði í 1. veðrétti eignarinnar, nemi að lokinni niðurfærslu kr. 10.243.502 og að það sé sú fjárhæð sem koma skuli til uppgjörs kröfunnar með s öluverði fasteignarinnar Rafstöðvarvegur 1a, fastanúmer 225 - 8524, sem stefndi lýsti kröfu í á grundvelli sama veðskuldabréfs við nauðungarsölu hennar 7. september 2020. Dómkrafa 3. Stefnandi gerir þá kröfu að staðfest verði með dómi að markaðsvirði fastei gnarinnar Rafstöðvarvegur 1a, fastanúmer 225 - 8524, sem seld var nauðungarsölu 3 7. september 2020 fyrir kr. 30.500.000, hafi numið kr. 56.500.000 við samþykki boðs þann 16. nóvember 2020. Þá gerir stefnandi þá kröfu að staðfest verði með dómi að af söluverði eignarinnar skuli 10.243.502 ganga til uppgreiðslu á eftirstöðvum kröfu stefnda sem hann lýsti í söluverð eignarinnar 7. september 2020 á grundvelli 30.000.000 kr. veðskuldabréfs, útgefnu 30. ágúst 2016 með veði í 1. veðrétti eignarinnar og að eftirstöðva r söluverðsins, kr. 17.104.171 , skuli ganga upp í kröfu stefnda að fjárhæð kr. 38.503.015 vegna veðskuldabréfs að höfuðstól kr. 30.000.000, útg. 5. júlí 2017 með veði í 1. veðrétti eignarinnar sem stefndi lýsti 7. september 2020 í nauðungarsöluverð fasteig narinnar og að eftirstöðvar kröfunnar að lokinni ráðstöfun söluverðsins nemi kr. 21.301.969. Loks gerir stefnandi þá kröfu að staðfest með dómi að eftirstöðvar kröfu stefnda að fjárhæð kr. 21.301.969 vegna veðskuldabréfs að höfuðstól kr. 30.000.000, útg. 5. júlí 2017 með veði í 1. veðrétti eignarinnar, skuli færðar niður að fullu. Dómkrafa 4. Á grundvelli dómkrafna 1, 2 og 3 krefst stefnandi þess að staðfest verði með dómi að sýslumaður skuli aflýsa veðskuldabréfi útgefnu 5. apríl 2016, að höfuðstól kr. 120.000.000, veðskuldabréfi útgefnu 30. ágúst 2016, að höfuðstól kr. 30.000.000 og veðskuldabréfi útgefnu 5. júlí 2017, að höfuðstól kr. 30.000.000, af fasteignum stefnanda með fastanúmerin 225 - 8526, 2 25 - 8527, 229 - 8067 og 229 - 8153 að Rafstöðvarvegi 1a þar sem þau hvíla á 1. veðrétti með kross - veðsetningu. Loks krefst stefnandi þess og að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi auk 24% virðisauka - skatts verði lögmaður fenginn til flutning þess. Dómkröfur stefnda eru sem fyrr segir þær að s tefndi krefst þess að máli þessu verði vísað frá dómi og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Helstu málsatvik Með stefnu lagði stefnandi fram afrit þriggja veðskuldabréfa, útgefinna af félaginu Rafstöðvarveg ur 1a ehf. Fyrsta veðskuldabréfi ð er útgefið 8. apríl 2016, að fjárhæð 120.000.000 króna. Annað veðskuldabréfið er útgefið 30. ágúst sama ár, að fjárhæð 30.000.000 króna. Þriðja veðskuldabréfið er útgefið 8. júní 2017, að fjárhæð 30.000.000 króna. Öll eru veðskuldabréfin tryggð með 1. ve ðrétti í átta tilgreindum eignarhlutum Rafstöðvarvegar 1a, Reykjavík , sem voru í eig u stefnanda . Þá bera öll veðskuldabréfin með sér að þau hafi verið framseld stefnda þessa máls, hið fyrsta þann 13. apríl 2 016, næsta 26. október 2016 og hið þriðja þann 20. júní 2017. 4 S amkvæmt því sem greinir í stefnu lýsti stefndi kröfum á grundvelli framangreindra veðskuldabréfa við nauðungarsölu á fjórum þeirra e ignarhluta Rafstöðvarvegar 1a sem veðréttur hans náði til, en stefndi hafði sem fyrr segir krossveð í átta eignarhlutum eignarinnar. Fram kemur í stefnu að f ramhaldssala hafi farið fram þann 7. september 2020 á eignarhlutum með fastanúmerin 225 - 8528, 204 - 3 313, 225 - 8524 og 225 - 8525 og að boð í hverja eign fyrir sig hafi verið samþykkt af sýslumanni 16. nóvember s.á . Gögn hafa verið lögð fram um nauðungarsölu þriggja eigna af þessum fjórum. Samkvæmt þeim lá frumvarp að úthlutunargerð í fasteigninni Rafst öðvarvegur 1a, Reykjavík, fastanúmer 225 - 8528 fyrir 8. desember 2020, og viðbótarfrumvarp 31. mars 2021. Frumvörp vegna eignarhluta númer 204 - 3313 og 225 - 8524 munu haf a legið fyrir 8. janúar 2021 og viðbótarfrumvörp 31. mars 2021. S jálfstætt mál vegna mótmæla stefnanda gegn frumvörpum sýslumanns að úthlutun söluandvirðis framangreindra eigna var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, undir málsnúmeri nu Z - 3040/2021. Kröfum stefnanda um breytingar á úthlutun söluverðs eignanna var vísað frá dómi með úrskurði 2 . febrúar 2022 og var sá úrskurð ur staðfestur með úrskurði Landsréttar 21. mars 2022 í máli nr. 87/2022. Stefnandi telur að söluverð eignanna hafi verið langt undir markaðsvi r ði þeirra við samþykki boðs og að hann eigi því rétt á að fá kröfur stefnda færðar niður sem þeim mismun nemur á grundvelli 57. gr. laga nr. 90/1991 . Telur hann að eftirstöðvar krafnanna eigi að færa niður að fullu og höfðar mál þetta til þess að fá það staðfest með dómi með þeim hætti sem greinir í dómkröfum hans. Stefnandi höfðaði mál í sama skyni þann 14 . maí 2021, en því máli , nr. E - 2646/2021, var vísað frá héraðs dómi með úrskurði 18. október 2021 . Stefndi telur að stefnanda haf i með hinni nýju málshöfðun tekist, þrátt fyrir allar þær ábendingar sem kom i fram í þeim úrskurði um þær kröfur sem gerðar eru til dómkrafna í dómsmálum, að flækja enn frekar nær óskiljanlegar og ódómtækar kröfur í fyrra máli sínu og krefst þess því að máli þessu verði vísað frá dóm i . Helstu málsástæður og lagarök stefnanda fyrir dómkröfum sínum Stefnandi styður dómkröfur sínar einkum við 57. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991 sem sé skýr um það hvernig fara skuli með eftirstöðvar krafna sem ekki greiðast að fullu við nauðungarsölu. Nú hefur sá sem notið hefur réttinda yfir eigninni ekki fengið þeim fullnægt með öllu af söluverðinu og getur hann þá aðeins krafið g erðarþola eða annan um greiðslu þess sem eftir stendur af skuldbindingunni að því leyti sem hann sýnir fram á að markaðsverð eignarinnar við ákvæðisins : Jafnframt er þeim heimilt sem kann að verða krafinn um eftirstöðvar skuldbindingar að höfða mál á hendur þeim sem með hana fer til að fá þær felldar eða færðar niður sam - kvæmt því sem segir í 1. mgr. 5 S tefnandi kveður afar s kýr dómafordæmi um túlkun lagagreinarinnar vera að finna í Hæstaréttardómum í málum nr. 487/2011 og 771/2013, þar sem fram komi að kröfuhafi megi ekki krefja um meira en nem i mismun á eftirstöðvum skuldarinnar og markaðsvirði hinnar seldu eignar við samþykki boðs. Það sé því ljóst af báðum þessum dómum Hæstaréttar að það eigi ekki að þurfa að vera gerðarþola að krefjast þess að stefndi lækki eftirstöðvar krafna sinna í kjölfar nauðungarsölu, eins og gerst h afi í þessu máli, heldur sé það beinlínis þan nig að stefndi get i ekki sótt eftirstöðvar krafna sinna nema hann sýni fram á að markaðsverð seldrar eignar hafi ekki nægt til fullnustu kröfunnar. Stefnda sé því ekki heimilt að gera kröfu í söluverð fasteignarinnar Rafstöðvar - vegur 1a, fastanúmer 204 - 33 13 , nema hafa sýnt fram á að markaðsvirði fasteignarinnar Rafstöðvarvegur 1a, fastanúmer 225 - 8528, hafi ekki fullnægt kröfum hans. Þá þ urfi hann að sýna fram á markaðsvirði fasteignarinnar Rafstöðvarvegur 1a, fastanúmer 204 - 3313 , áður en honum sé heimilt að gera kröfu í söluverð fasteignarinnar Rafstöðvarvegur 1a, fastanúmer 225 - 8524 . E f kröfum stefnda væri enn ekki fullnægt þá yrði hann að sýna fram á hvert markaðsvi r ði fasteignarinnar Rafstöðvarvegur 1a, fastanúmer 225 - 8524 hefði verið við samþy kki boðs áður en hann gæti gert kröfu í fjórðu eignina, þ.e. Rafstöðvarveg 1a, fastanúmer 225 - 8525. Það h afi stefndi ekki gert heldur kref ji st hann greiðslu af söluverði allra eignanna sem seldar voru nauðungarsölu 7. september 2020 og geri ekki einu sinni tilraun til að sinna lögbundinni skyldu sinni til að sýna fram á hvert markaðsverð eignanna hafi verið við samþykki boðs. Samkvæmt stefnu skiptast byggingarnar sem um ræðir í átta eignahluta, samtals 2.605 fermetrar að flatarmáli og stærð lóðar 4.950 ferm etrar. Í stefnu er því einnig lýst að lántaka og veðsetning eignarhlutanna fyrir samtals 180.000.000 króna hafi átt sér stað á grundvelli fjármögnunar - eða lánasamnings milli stefnanda og ALM verðbréfa hf. Til grundvallar hon um hafi legið verðmat unnið af lögmanni og löggiltum fasteignasala, dagsett í febrúar 2016, þar sem samanlagt verðmæti eignanna hafi á þeim tíma verið metið samtals 377.000.000 króna . Sami fasteignasali hafi metið eignirnar að nýju 22. maí 2017 og hafi heildarsöluverðmæti eignanna þá ve rið talið 471.250.000 krónur. Eigið fé í byggingunum hafi því numið ríflega 290.000.000 króna og hafi það haldið áfram að aukast eftir framvindu framkvæmda. A f stefnu má ráða að stefnandi hafi viljað endurfjármagna byggingarnar og losna undan krossveðsetni ngu á 1. veðrétti allra eignanna. Af þeim ástæðum hafi sami matsmaður verið fenginn til að meta eignirnar á ný . Niðurstað a hans hafi verið að samanlagt söluandvirði eignanna væri þann 21. janúar 2019 600.500.000 krón ur og í u ppfærðu verðmati þann 4. júní 2 020 hafi verðmæti þeirra eigna sem stefndi hafi verið með krossveð í á 1. veðrétti fyrir lánum að höfuðstól 180.000.000 króna verið metið á 639.000.000 króna. 6 Stefnandi vísar til þess að í frávísunarúrskurði héraðsdóms í fyrra máli hafi verið lögð áhersla á að verðmat frá 4. júní 2020 gæti ekki fullnægt sönnunarfærslu stefnanda á markaðsvirði eignanna við samþykki boðs 16. nóvember 2020 , en e kki hafi ver i ð minnst á að sönnunarbyrðin um það hvíl d i á stefnda , svo sem fram komi í dómu m Hæstaréttar. F a steignasal i nn hafi staðfest með formlegum hætti á framlögðu dómskjali að verðmæti eignanna hafi ekki verið lægra þann 16. nóvember 2020 , en það var metið 4. júní s.á. Þessu til enn frekari stuðnings telji stefnandi mikilvægt að benda á að kaupandi að eigna rhluta nr. 225 - 8525 hafi selt hann stuttu eftir að hafa fengið nauðungarsöluafsalið í hendur fyrir 60.000.000 króna staðgreitt . Þ á hafi sami aðili fengið tilboð að fjárhæð 125.000.000 króna í eignarhluta nr. 204 - 3313 og nr. 225 - 8524 í júní 2021 en ásett ve rð fasteignasölu hafi verið 68.500.000 krónur fyrir hvorn eignarhlutann fyrir sig eða samtals 137.000.000 króna . E ignarhluti nr. 225 - 8528 hafi verið veðsettur fyrir lánum að fjárhæð 162.500.000 krónur þann 19. maí 2021 af kaupanda sem keypt hafi hann af st efnda 17. mars 2020, án þess að nokkrar framkvæmdir til að auka verðmæti hans hefðu átt sér stað. Þetta tel ji stefnandi sýna með ótvíræðum hætti að raunverulegt söluverðmæti eignanna hafi í raun verið hærra en verðmatið gef i til kynna. Málsástæður og lagarök stefnda fyrir kröfu um að málinu verði vísað frá dómi Stefndi byggir kröfu sína um frávísun málsins á því að stefna í málinu sé sundurlaus, óljós og vanreifuð. Stefna n , framsetning hennar og málatilbúnaður stefnanda br jóti gegn ákvæðum 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnan br jóti gegn þeirri meginreglu réttarfars að kröfugerð í dómsmáli skuli vera ákveðin og ljós. Kröfugerð stefnanda fullnægi ekki þeim kröfum sem gerðar sé u til skýrleika dómkröfu s amkvæmt d - lið 80. gr. laga nr. 91/1991 eða þeim áskilnaði um framsetningu dómkrafna sem leiddur verð i af þeirri reglu og studd ur sé mörgum fordæmum um að kröfugerð í dómsmáli sé svo ákveðin og ljós að hægt sé að taka hana upp óbreytta sem ályktunarorð í dómsniðurstöðu í máli . Dómkr öfur stefnanda í máli þessu fel i í sér fjölþættar kröfur á hendur stefnda og séu settar fram í fjórum aðskildum kröfum sem stefnandi kall i dómkröfu 1, dómkröfu 2, dómkröfu 3 og dómkröfu 4. Í stefnu málsins sé kafl i sem stefnandi kall i en s amkvæmt þeim skýringum geri stefnandi innan dómkröfu 1, 2 og 3 ýmist þrjár eða fjórar dómkröfur . Dómkröfur nar sé u með öllu ódómtækar eins og þær eru fram settar. Með engu móti sé unnt að átta sig á hinu rökræna samhengi þeirra við lestur stefnunnar og samhengi þeirra verði heldur ekki ljóst við lestur málsást æðna stefnunnar. Fram komi í úrskurði fyrra máls nr. E - 2646/2021 að kröfugerð stefnanda þ urfi að kom a fram í nákvæmlega þeirri mynd sem hann óskar sjálfur eftir að verði niðurstaða málsins og ve ra hagað með þeim hætti að dómstóll geti formsins vegna tekið hana til greina og gert hana að niðurstöðu sinni , en d ómsúrlausn þarf að vera svo ákveðin að hún leiði ein 7 og sér til málaloka um sakarefnið. K röfugerð í dómsmáli þurfi að vera ljós og skiljanle g, hún megi ekki vera á reiki og stefnandi þ urfi að vera sjálfum sér samkvæmur í kröfum sínum. Hin flókna og margþætta kröfugerð stefnanda uppfylli ekki þær kröfur, hún sé ekki endanleg og geti í því formi ekki ein og sér leitt til málaloka um sakarefnið. Óákveðnar og óljósar kröfur leiði til frávísunar máls, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 , en f ramsetning og óskýrleiki dómkrafna 1, 2 og 3 geri stefnda ómögulegt að taka til varna. Kröfur stefnda bygg ist á þremur veðskuldabréfum vegna lánveitinga r til félags í eigu stefnanda, Rafstöðvarvegar 1a ehf., samtals upphaflega að fjárhæð 180.000.000 kr. , sem séu öll tryggð með 1. veðrétti í öllum átta eignarhlutum sem mynd i fasteignina Rafstöðvarveg 1a. Vanskil á greiðslum af v eðskuldabréfu nu m sé u veruleg og hafi fullnustu þeirra verið leitað með nauðungarsölu , en k röfuréttindi stefnanda njót i eignarréttarverndar s amkvæmt stjórnarskrá. Gera verði ríkar kröfur til þess að kröfugerð um niðurfærslu lögvarinna kröfuréttinda sé skýr og fullnægi kröfum laga um meðferð einkamála um skýrleika og endanleika dómkrafna, sem bygg i st á því að færa eigi niður lögvarin kröfuréttindi stefnda á grundvell i 57. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Þrátt fyrir að stefnandi kjósi að sækja mál sitt sjálfur en fái ekki til þess lögmann fel i það val ekki í sér að stefna, kröfugerð og málatilbúnaður stefnanda þurfi ekki fullnægja þeim kröfum sem lög um meðferð einkamála nr. 91/1991 ger i . M eð engu móti sé unnt að fella dóm á mál stefnanda eins og dómkröfur hans sé u fram settar í stefnu , þær séu ódómtækar og get i ekki orðið grundvöllur að aðfara r hæfum dómi. Þá byggir stefndi frávísunarkröfu sína á því að fyrir he ndi sé grundvallar - misskilningur stefnanda á inntaki og gildissviði ákvæða 57. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991. Meðal annars vegna þessa misskilnings gang i dómkröfur stefnanda ekki upp og gang i gegn þeim kröfum og skilyrðum sem gerð séu til dómkrafna svo þær geti talist dómtækar samkvæmt ákvæðum laga um meðferð einkamála. A f orðalagi 57. gr. nauðungarsölulaga, ummælum greinargerðar með breytingalögum nr. 60/2010 og dómum Hæstaréttar í málum nr. 487/2011 og nr. 771/2013, sem stefnandi vitni samvisku - sa mlega til í stefnu , sé skýrt að 57. gr. nauðungarsölulaga t aki til aðstöðunnar eftir að nauðungarsala hafi farið fram og eftir að búið sé að úthluta söluandvirði eignarhluta nna, enda sé það ekki fyrr en þá sem það k omi í ljós hvort kröfuhafi teljist enn óf ullnægður kröfuhafi. Við það tímamark sé það val kröfuhafans hvort hann leiti frekari fullnustu gagnvart gerðarþola . G eri hann það sé það við þær aðstæður sem 57. gr. nauðungarsölulaga tryggi að kröfuhafinn sé ekki að auðgast af nauðungarsölu sem fram h afi farið . Það sé óumdeilt að veðskuldabréf in þrjú sem kröfur stefnda byggja st á sé u krossveðsett á öllum átta eignarhlut un um í eigu gerðarþola að Rafstöðvarvegi 1a. Fyrir ligg i að fái stefndi ekki kröfum sínum fullnægt af þeim fjórum eignarhlutum sem seldir hafi verið nauðungarsölu þann 7. september 2020 get i hann leitað fullnustu krafna sinna 8 af öðrum eignarhlutum. A ldrei muni því reyna á inntak 57. gr. nauðungarsölulaga og sé málshöfðun stefnanda með öllu þarflaus. Þrátt fyrir að stefnanda sé ítrekað bent á þetta þrá i st hann við og k jósi viljandi að halda fram skýringarkosti á 57. gr. nauðungarsölulaga sem eigi sér enga stoð, hvorki í orðanna hljóðan ákvæð isins , breytingalögum nr. 60/2010, lögskýringargögnum eða þeim dómum Hæstaréttar sem gengið haf i um innt ak 57. gr . nauðungarsölulaga, sbr. 4. gr . laga nr. 60/2010. Í þessu máli sé verið að gera kröfur á grundvelli 57. gr . nauðungarsölulaga sem kom i ekki til skoðunar fyrr en fyrir ligg i að stefndi geri kröfur á hendur stefnanda um þann mismun sem hann f ái ekk i fullnustu fyrir með söluverði þeirra fjögurra eignarhluta sem seldir hafi verið nauðungarsölu . Stefndi mun i ekki leita þeirrar fullnustu á hendur stefnanda heldur muni hann leita fullnustu krafna sinna með nauðungarsölu á þeim fjórum eignarhlutum sem eft ir er u í eigu stefnanda að Rafstöðvarvegi 1a. Af þessum ástæðum ber i að vísa máli þessu frá dómi. Stefndi byggir kröfu sína um frávísun málsins á lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 með síðari breytingum, einkum d - , e - og f - liðum 80. gr. og 114. gr. laganna , og kröfu um málskostnað einkum á 2. mgr. 130. gr. , sbr. 129. gr. , sömu laga . Við ákvörðun málskostnaðar telur stefndi að taka eigi tillit til c - liðar 1. mgr. 131. gr. laga nna . Málsástæður stefnanda gegn kröfu um að málinu verði vísað frá dómi V ið málflutning um frávísunarkröfu stefnda krafðist stefnandi þess að kröfunni yrði hafnað. Lagði hann einkum áherslu á að það væri stefnda að sýna fram á markaðsvirði eignanna við samþykki boðs. Það eina rétta væri að stefndi tæki til varna og að dóm - kvadd ir yrðu ma t smenn til að hægt væri að útkljá ágreining málsaðila og dæma í máli þessu í eitt skipti fyrir öll . Til stuðnings kröfu sinni vísaði stefnandi jafnframt til þess að í úrskurði dómsins varðandi málskostnaðartryggingu hefði í raun verið staðfest að málið ætti að fá efnismeðferð . Þ ar hefði verið staðfest að ekki væri um að ræða tilefnislausa eða tilgangslitla málsókn og að krafa stefnda um málskostnaðartryggingu takmark að i um of rétt stefnanda til að fá leyst úr kröfu sinni fyrir dómstólum . Niðurstaða Af þeim gögnum sem stefnandi leggur fram í málinu verður ráðið að v ið nauðungarsölu þriggja eignarhluta hans að Rafstöðvarvegi 1a , nr. 225 - 8528, 204 - 3313 og 225 - 8524 , hafi stefndi lýst í allar eignirnar kröfum vegna þriggja veðskuldabréfa, sem h víldu samhliða á 1. veðrétti eignanna . K rafa vegna veðskuldabréfs sem gefið var út 5. apríl 2016, upphaf - lega að fjárhæð 120.000.000 krón a , var 153.106.317 krónur . Af söluverði eignarhlutans nr. 225 - 8528 var úthlutað 86.883.053 krónum upp í kröfuna, 27.549 .362 krónum af sölu - verði eignarhluta ns nr. 204 - 3313 og loks 8.907.166 krónum af söluverði eignarhluta nr. 225 - 8524, samtals 123.338.581 krónu. Krafa vegna veðskuldabréfs sem gefið var út 30. 9 ágúst 2016 , upphaflega að fjárhæð 30.000.000 króna , var 38.503.015 krónur og var úthlutað 18.441.507 krónum upp í kröfuna af söluandvirði eignarhlutans nr. 225 - 8524 . Krafa vegna veðskuldabréfs sem gefið var út 8. júní 2017, upphaflega 30.000.000 króna, var 38.406.140 krónur , en af framlögðum gögnum verður ekki ráðið að nokkuð haf i komið til úthlutunar upp í þá kröfu við nauðungarsölu þessara þriggja eignarhluta. Úthlutun söluverðs samkvæmt frumv arpi sýslumanns að úthlutunargerð frá 8. desember 2020 og tveimur frumvörpum frá 8. janúar 2021 vegna sölu framang reindra þriggja eig n a er nú orð i n endanleg um ráðstöfun söluverðsins upp í lýstar kröfur . K röfum stefnanda um breytingar á úthlutun söluverðs eignanna var vísað frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar 2022 í máli nr. Z - 3040/2021 og var sá ú rskurður staðfestur með úrskurði Landsréttar 21. mars 2022 í máli nr. 87/2022, þar sem fallist var á það með héraðsdómi að stefnandi hefði ekki fullnægt skilyrðum 73. gr. laga nr. 90/1991 til að mega bera málið undir héraðsdóm. Þá var b eiðni stefnanda um kæruleyfi hafnað með ákvörðun Hæstaréttar þann 17. maí sl. Það er því fullreynt að fá úthlutun breytt á grundvelli nauðungarsölulaga og verð a kröfuliðir í dómkröfu stefnanda um að því söluverði sem kom fyrir eignirnar við nauðungarsölu verði ráðstafað við úthlutun með öðrum hætti en þar var ákveðið þegar af þeirri ástæðu ekki bornir undir héraðsdóm í þessu máli. Í fyrrnefndum úrskurði Landsréttar kemur jafnframt fram að ágreiningur varðandi heimild skuldara samkvæmt 57. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsöl u, sbr. lög nr. 60/2010, geti fyrst komið til skoðunar eftir að úthlutun söluandvirðis hefur farið fram. Samkvæmt 1. mgr. þess lagaákvæðis getur sá sem notið hefur réttinda yfir eign og ekki hefur fengið þeim fullnægt með öllu af söluverðinu aðeins krafið gerðarþola eða annan um greiðslu þess sem eftir stendur af skuldbindingunni að því leyti sem hann sýnir fram á að markaðsverð eignarinnar við samþykki boðs hefði ekki nægt til fullnustu kröfunnar. Stefndi styður kröfu sína um frávísun málsins meðal annars við það að 57. gr. nauðungarsölulaga komi ekki til skoðunar fyrr en fyrir liggi að stefndi geri kröfur á hendur stefnanda um þann mismun sem hann fái ekki fullnustu fyrir með söluverði eignarhlutanna sem seldir voru nauðungarsölu. Stefndi muni ekki leita þeirrar fullnustu á hendur stefnanda heldur leita eftir fullnustu krafna sinna með nauðungarsölu á þeim fjórum eignarhlutum sem eftir eru í eigu stefnanda að Rafstöðvarvegi 1a. Samkvæmt 2. mgr. 57. gr. laga nr. 90/1991 er þeim sem kann að verða krafinn um eftirstöðvar skuldbindingar jafnframt heimilt að höfða mál á hendur þeim sem með hana fer til að fá þær felldar eða færðar niður samkvæmt því sem segir í 1. mgr. lagagreinarinnar. Í lögskýringargögnum með ákvæðinu er vísað til þess að gerðarþoli eða ábyrg ðarmaður hans kunni að eiga hagsmuni af því að fá viðurkennt að skuld hans hafi verið færð niður á grundvelli 1. mgr. 57. gr. laganna og því sé ráð fyrir því gert að hann geti sjálfur átt frumkvæði að slíkri málshöfðun. 10 Svo sem að framan greinir hyggst st efndi leita fullnustu krafna sinna með nauðungarsölu á fleiri fasteignum í eigu stefnanda sem veðsettar eru fyrir sömu kröfum og er því ótvírætt að stefnandi kann með þeim hætti að verða krafinn um fullnustu á því sem þá sannanlega st æði eftir af kröfunum . Hann hefur því hagsmuni af úrlausn um það hvort hann eigi rétt á því að skuldir hans við stefnda verði felldar eða færðar niður . Að þessu virtu telst stefnandi e iga rétt til þess að eiga frumkvæði að málshöfðun þar sem gerðar eru kröfur um niðurfærslu eða niðurfellingu krafna á grundvelli 57. gr. nauðungarsölulaga á þeirri forsendu að markaðsverð eignanna hafi við samþykki boðs verið hærra en söluverð þeirra við nauðungarsöluna, en telja verður þess a sérst öku málshöfðunar heimild bundn a við þann málsgrundvö ll og kröfu gerð . Til þess að slík málshöfðun fái efnisúrlausn fyrir dómi verður málatilbúnaðurinn að fullnægja lágmarkskröfum einkamálaréttarfars. Fyrri málshöfðun stefnanda vegna sömu atvika var vísað frá dómi með úrskurði 18. október 2021 þar sem mjög sk orti á að gætt væri þessara reglna. Í þessu máli hefur að nokkru verið bætt þar úr til samræmis við ábendingar sem fram koma í úrskurðinum um að skort hafi á tilgreiningar á fjárhæðum , en þó gætir hér innbyrðis ósamræmis , til dæmis um fjárhæð söluverðs í d ómkröfu 2 . Svo sem stefndi bendir réttilega á til stuðnings kröfu sinni um að þessu máli verði einnig vísað frá dómi er kröfugerð stefnanda , sem tekin er orðrétt upp hér að framan, enn að mörgu leyti gölluð og framsetning krafna og málsástæðna í stefnu rug lingsleg og óljós. Fjölmargir kröfuliðir í stefnu eru í raun ekki annað en málsástæður fyrir kröfum stefnanda um niðurfærslu og niðurfellingu eftirstöðva skulda hans samkvæmt 57. gr. nauðungarsölulaga, þar á meðal um það hvert markaðsverð eigna rhlutanna h afi verið við samþykki boðs . K röfugerðin er sett fram sem ferli þannig að forsend a einstakra kröfuliða er sú að fallist ver ð i á þ ær kröfur sem á undan fara , þar á meðal eru kröfur sem fela í sér breytingu á úthlutun uppboðsandvirðis seldra eigna sem þegar er endanleg og fyrr var vikið að. Krafa um aflýsingu veðbanda á öðrum eignarhlutum sem veðskuldabréfin hvíla á er með sama hætti háð þeirri forsendu að fallist h af i verið á aðra kröfuliði , meðal annars um ó framkvæmanlegar breytingar á endanlegri úthlutun söluverðs , sem leið a eiga til þess að eftirstöðvar krafna stefnda verði færðar niður að fullu . Stefndi hefur kosið að leggja fram greinargerð einvörðungu um frávísunarkröfu sína og hefur því ekki lýst ítarlega sjónarmiðum sínum um efnisatriði málsins enn sem komið er , en hann mótmælir lýsingu stefnanda á málavöxtum í stefnu. Stefndi styður frávísunarkröfu sína meðal annars þeim rökum að framsetning og óskýrleiki dómkrafna nr. 1, 2 og 3 geri honum ómögulegt að taka til varna. Að virtu því sem að framan greinir verður fallist á það með stefnda að eins og málatilbúnaði stefnanda er háttað geti reynst torvel t að taka til efnis varna í málinu. Kröfugerðin er samkvæmt framansögðu hvorki glögg né endanleg heldur er hún skilyrt innbyrðis þannig að einstakir kröfuliðir geta ekki staðið sjálfstætt . Skýringar á 11 kröfugerð í sérstökum kafla í stefnu eru síst til þess fallnar að bæta úr þessum annmörkum. Í þeim kafla e ru tilgreindir útreikningar sem tengjast nauðungarsölu á þeim þremur eignarhlutum sem framlögð gögn varða og greint er frá í upphafi niðurstöðu kafla dómsins , en í kafla stefnunnar um málsástæður , málsatvik og lagarök er þó fjallað um nauðungarsölu á fjórum eignarhlutum , sem veðkröfur stefnda hafi hvílt á . Þar er meðal annars greint frá verðmat i fasteignasala á eignarhluta nr. 225 - 8525 og söluverði þess eignarhluta á frjálsum markaði eftir nauðungarsölu na , en ekk i er ljóst hvort stefnd i hafi að einhverju leyti fengið fullnustu umræddra veðkrafna sinna við nauðungarsölu þess eignarhluta þannig að s amhengi þess ara upplýsinga og kr afna sem gerðar eru í þessu máli er ekki útskýrt . Málsástæður eiga ekki heima í kröfugerð og framsetning dómk rafna stefnanda getur ekki talist vera í samræmi við það viðurkennda viðmið að dómkröfur megi taka óbreyttar upp í dómsorð verði fallist á þær. Í 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verða megi dómkröfur stefnanda og máls - ástæður og önnur atvik sem þarf að greina til að samhengi málsástæðna verði ljóst og skal þessi lýsing vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hvert sakarefnið sé. Framsetning u á kröfugerð í stefnu og málatilbúnaði stefnanda í heild telur dómurinn vera í slíku ósamræmi við þessi fyrirmæli að ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi í heild sinni . Til samræmis við þessa niðurstöðu og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnd a málskostnað sem hæfilegur er ákveðinn 500.000 krónur. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan . Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir