Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 21. október 2020 Mál nr. S - 2695/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Bjark a Erni Sævars syni ( Kristján Stefánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru , útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2020, á hendur Bjarka Erni Sævarssyni , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefna lagabrot, framin á árinu 2019, með því að hafa: 1. Þriðjudaginn 9. júlí ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Hraunbæ í Reykjavík, á móts við hús nr. [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Föstudaginn 6. desember ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist ví í Reykjavík, við Vesturlandsveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. , 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferð arlaga nr. 77/2019. 3. Mánudaginn 23. desember ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna 2 Kópavogi, við Nýbýlaveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 11,18 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í framangreindri bifreið. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3 . mgr. 49. gr. , 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. g r., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 80 8/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. K rafist er upptöku á 11,18 g af maríhúana sem lögregla lagði hald á við leit í bifreiðinni AN - 215 samkvæmt 6. mgr. 5. gr . laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála , og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20. apríl 2020 , á ákærði að bak i nokkurn sakarferil sem nær aftur til ársins 2000 . Með dómi 6. október 2011 var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir akstur sviptur ökurétti. Hann var síðan aftur dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi 12. mars 2014 , meðal annars fyrir a kstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökurétti. Næst var hann dæmdur í þrjátíu daga fangelsi með dómi 26. júní 2014 , m.a. fyrir akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökurétti. Ákærði var síðan dæmdur í sextíu daga fangelsi með dómi 17. sep tember 2014 en dómurinn var hegningarauki við dóm inn 26. júní sama ár. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi 13. janúar 2016 fyrir hraðakstur, akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökurétti. Ákærði var síðan dæmdur í fjörtíu og fimm daga fange lsi með dómi 7. september 2016 fyrir akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökurétti en dómurinn var hegningarauki við dóminn frá 13. janúar sama ár. Loks var ákærði dæmdur í fimm mánaða fangelsi með dómi 11. september 2019 fyrir akstur undir áhrif um áfengis og akstur sviptur ökurétti. Að öðru leyti kemur sakaferill ákærða ekki til skoðunar við ákvörðun refsingar í máli þessu. Með hliðsjón af framangreindu verður við það miðað að ákærði hafi nú í sjötta sinn, eftir uppsögu dóms 11. september 2019 og og innan ítrekunartíma, sbr. 1. og 3. mgr. 71. 3 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verið fundinn sekur um að aka sviptur ökuréttindum. Þá hefur ákærði nú í fimmta sinn verður fundinn sekur um akstur undir áhrifum ávan a - og fíkniefna. Brot samkvæmt 1. tölulið ákæru var framið fyrir uppsögu dóms frá 11. september 2019 og verður ákærða því dæmdur hegningarauki varðandi það brot , sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Önnur brot samkvæmt ákæru eru framin eftir uppsögu dómsins. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er á réttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða frá uppsögu dóms þessa að telja . Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 11,18 g af marijúana sem að lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber ákærða að greið a málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar lögmanns, 137 . 640 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 305.966 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari fyrir Gyð u Ragnheið i Stefánsdótt u r saksóknarfulltrú a. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Bjarki Örn Sævarsson , sæti fangelsi í 12 mánuði . Á réttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 11,18 g af marijúana. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar lögmanns , 137.640 krónur , og 305.966 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir