Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1. nóvember 2019 Mál nr. E - 4222/2018 . Félag ísl enskra hjúkrunarfræðinga Jón Sigurðsson lögmaður gegn í slenska ríki nu Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður Mál þetta, sem var dómtekið 25. október 2019 , er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Félag i ísl enskra hjúkrunarfræðinga , Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, á hendur íslenska ríkinu , Arnarhv o li við Lindargötu, Reykjavík , með stefnu birtri 6. desember 2018. Stefnandi krefst þess aðallega að fellt verði úr gildi það ákvæði í úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2018, frá 25. október 2018, að stefnandi skuli greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 250.000 kr. í málskostnað. Til vara krefst stefnandi verulegrar lækkunar á fjárhæð málskostnaðar samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2018, frá 25. október 2018 . Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað . Til vara er þess krafist að málskostnaður verði látinn niður falla. I Á árinu 2015 var ákveðið að endurskipuleggja starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins . Af breytingunum leiddi m.a. að stofnað var til tveggja starfa fagstjóra, annars vegar fagstjóra hjúkrunar og hins vegar fagstjóra lækninga, en samhliða voru lögð niður störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna, sem fylgdu eldra skipulagi. Störfin voru augl ýst með þeim hætti að fyrst voru auglýst störf svæðisstjóra allra starfsstöðva, en fram kom að viðkomandi svæðisstjóri myndi jafnframt gegna starfi fagstjóra, annað hvort hjúkrunar eða lækninga. Þegar ráðning var ákveðin fyrir störf svæðisstjóra voru því n æst auglýst laus störf fagstjóra. Á þeim heilsugæslustöðvum þar sem svæðisstjóri var læknir var auglýst eftir fagstjórum hjúkrunar og öfugt. Í breytingunum fólst að í stað yfirlækna og yfirhjúkrunarfræðinga komu stöður fagstjóra hjúkrunar og lækninga, en e nn fremur fólst í skipulagsbreytingunum að annar starfandi fagstjóri hverrar starfsstöðvar skyldi jafnframt vera svæðisstjóri. S væðisstjóra var ætlað að bera ábyrgð á stjórnunarlegum þáttum viðkomandi starfsstöðva r gagnvart yfirstjórn Heilsugæslunnar á höf uðborgarsvæðinu, auk þess að sinna klínískum störfum sem annað hvort læknir eða hjúkrunarfræðingur. 2 Hinn 13. desember 2016 sendi stefnandi inn kæru til kærunefnd ar jafnréttismála , samanber mál nr. 5/2016. Hinn 18. maí 2017 var kærunni vísað frá og einkum b yggt á því að skilyrði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 10/2008 um aðild væri ekki uppfyllt. Taldi kærunefndin að heimild til að setja fram kæru fyrir hönd félagsmanna einskorðaðist við að fyrir lægi hverjir þeir væru. Hinn 28. nóvember 2017 fékk stefnandi, á grun dvelli heimildar 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, afhentar sundurliðaðar upplýsingar um föst launakjör allra svæðisstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins . Þar kom m.a. fram að laun svæðisstjóra sem jafnframt voru læknar og fagstjórar lækninga voru hærr i en laun þeirra fimm kvenna sem voru svæðisstjórar en jafnframt hjúkrunarfræðingar og fagstjóra r hjúkrunar . Hinn 13. apríl 2018 sendi stefnandi nýju kæru inn til kærunefndarinnar. Kærði stefnandi þann mismun í launakjörum sem væri á milli annars vegar fim m nafn greindra hjúkrunarfræðinga sem gegndu starfi svæðisstjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins , og hins vegar þriggja lækna sem allir væru karlkyns og gegndu einnig starfi svæðisstjóra hjá heilsugæslunni. Byggði stefnandi á því að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið og því væri um kynbundinn launamun að ræða í andstöðu við ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þá krafðist stefnandi þess fyrir kærunefnd að stefndi greiddi sér málskostnað í kærumálinu og vísaði til 5. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008 . Stefndi krafðist einnig málskostnaðar og byggði kröfu sína á ákvæði 7. mgr. 5. gr. s.l. Hinn 25. október 2018 kvað k ærunefnd jafnréttismála upp úrskurð í máli nr. 5/2018. Var kröfu stefnanda hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni , nytu sömu eða betri kjara en karla r nir, þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launa munur væri milli karlanna og kvenkyns félagsmanna stefnanda. Þá var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sinntu og á grund velli mismunandi menntunar. Enn fremur var stefnanda gert að greiða 250.000 kr. í málskostnað með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008, sbr. 25. gr. reglugerðar nr. 220/2017, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. II Stefnandi kveðst byggja á því að skilyrðið um að kæra sé bersýnilega tilefnislaus, samkvæmt 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008, hafi ekki verið uppfyllt og því hafi kærunefnd jafnréttismála ekki verið að lögum heimilt að fallast á málskostnaðarkröfu stefnda í kærumálinu. Fyrir hafi le gið skýr og staðfestur launamunur milli kvenkyns hjúkrunarfræðinga sem gegna stjórnunarstarfinu svæðisstjóri og karlkyns lækna sem gegna sama starfi. Um eitt og sama starfið sé að ræða, sem sé stjórnunarstarf. 3 Þá þurfi kæran að vera bersýnilega tilefnisl aus, ekki bara tilefnislaus. Það þurfi að blasa ótvírætt við og vera algjörlega augljóst að alls enginn grundvöllur hafi verið til staðar til framlagningar kæru. Stefnandi bendir á að gerð hafi verið krafa um f rávísun málsins sem hafi verið hafnað. Auk þes s sé úrskurðurinn 95. mgr. að lengd. Þetta sýni að krafa n sé ekki bersýnilega án tilefnis. Þá sé ákvæði 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008 undantekningarregla sem beri samkvæmt almennum lögskýringa r reglum að túlka þröngt. Í annan stað hafi verið ótvírætt ti lefni til að bera málið að nýju undir kærunefnd jafnréttismála. Fyrra máli stefnanda (nr. 5/2016) hafi verið vísað frá kærunefndinni, meðal annars vegna vanreifunar og óljósrar aðildar. Síðari kæru stefnanda ( nr. 5/2018 ) hafi ekki verið vísað frá kærunefnd inni, heldur hafi kæran hlotið efnislega umfjöllun og niðurstöðu nefndarinnar. Málið hafi ekki verið talið vanreifað af hálfu stefnanda. Þegar af þeim ástæðum hafi ekki verið unnt fyrir kærunefnd jafnréttismála að líta svo á að kæran væri bersýnilega tilefnislaus og fella málskostnað á stefnanda. Þá hafi komið fram ný gögn, þ.e. upplýsingar í bréfi frá 28. nóvember 2017, sem sýni launamun þann er síðari kæra hafi grundvallas t á, þ.e. upplýsingar um laun fimm nánar tilgreindra félagsmanna stefnanda, hjúkrunarfræðinga sem allir eru kvenkyns og svæðisstjórar, og um þann launamun sem var milli þeirra og fimm svæðisstjóra og lækna sem allir voru karlkyns. Upplýsingarnar hafi sýnt kjör hvers þeirra um sig, yfirlit um föst launakjör og menntun. Launamunurinn hafi verið ótvíræður. Byggt sé á því að skilyrði til ákvörðunar málskostnaðar hafi fjarri lagi verið fyrir hendi þar sem gögnin staðfestu grun stefnanda um þann launamun sem fyri r hendi var. Hafi því verið rík ástæða fyrir því að stefnandi kærði meintan launamun í ljósi þeirra upplýsinga og gagna sem stefnanda voru loks afhent frá stefnda. Þá telji stefnandi að um brot sé að ræða á meginreglunni um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu/jafnverðmæt störf. Framangreindur staðfestur launamunur hafi verið milli þeirra svæðisstjóra sem hafi annars vegar starfsréttindi sem hjúkrunarfræðing ar og hins vegar lækn ar , þrátt fyrir að um eitt og sama starf sé að r æða. Allir þeir svæðisstjórar sem séu hjúkrunarfræðingar séu konur og verulegur hluti lækna sem eru svæðisstjórar séu karlar. Að því virtu hafi stefnandi talið að hinn verulegi launamunur sem að framan sé lýst brjóti gegn lögum nr. 10/2008, m.a. 1. mgr. 19 . gr. um að konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skul i greidd jöfn laun og skuli njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, sem störfin óumdeilanlega eru. Þá telur stefnandi að ekki fái staðist þær forsendur kærunefndar jafnréttismá la að laun hjúkrunarfræðinga sem svæðisstjóra fari eftir kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við stefnda. Svo sé ekki og ekki hafi samist sérstaklega milli aðila um starfskjör fyrir starfið svæðisstjóri . Menntun skýri heldur ekki launamuninn, svo sem stefnandi kveðst hafa leitt í ljós í kærumálinu með starfslýsingu og auglýsingu um starf svæðisstjóra, ólíkt því sem kærunefnd jafnréttismála telur í niðurstöðu sinni. Að virtum 4 þessum atriðum sé ekki unnt að telja skilyrði 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008 uppfyllt. Í þriðja lagi bendir stefnandi á að frávísunarkröfu stefnda í kærumálinu hafi verið hafnað. Með vísan til þess að ekki þóttu forsendur til að fallast á þá kröfu stefnda, heldur taka kærumálið til efnislegrar úrlausnar, þá kveðst stefnan di byggja á því að engar forsendur hafi verið til þess að fella málskostnað á stefnanda. Í fjórða lagi sé einnig byggt á því að ekki hafi verið forsendur til þess að fallast á málskostnaðarkröfu samkvæmt 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008 í máli nr. 5/2018, þegar af þeirri ástæðu að ekki var fallist á sömu kröfu stefnda í fyrra kærumáli, nr. 5/2016. III Sýknukrafa stefnda byggist á því að skilyrðið um bersýnilega tilefnislausa kæru sé uppfyllt . Bent sé á að í málinu reyni augljóslega ekki á mismunun á grundvelli kyns, en það er fyrsta skilyrði jafnlaunareglu jafnréttislaga. Sá samanburður sem stefnandi hafi kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé einkar villandi og misvísandi. Með þessu hafi stefnandi sleppt fimm kvenkyns læknum úr samanburðinum, sem séu fleiri en karlkyns læknarnir og njót i sömu launa og karlarnir eða hærri . Það sé því ljóst að ekki sé um kynbundinn launamun að ræða þegar litið sé á alla svæðisstjóra heilsugæslustöðva í einni heild. Í niðurstöðu kærunefndar í máli nr. 5/2018 sé rakið að nefndin h afi áður úrskurðað vegna sama ágreinings milli sömu aðila (mál nr. 5/2016), þar sem sérstaklega h afi verið tekið fram að með öllu sé vanr eifað hvernig um kynbundinn launamun g e ti verið að ræða konum í óhag, þegar horft sé til þeirrar hlutrænu staðreyndar að konur séu í meiri hluta lækna sem sinn i störfum svæðisstjóra. Tekið var fram í úrskurðinum að þessi staðreynd l iggi á sama hátt fyrir í þessu máli Í upplýsingum um launakjör , sem stefnandi hafi fengið afhentar 28. nóvember 2017, k omi glögglega fram að kvenkyns læknar séu ekki eftirbátar karlkyns lækna, þannig að sérstak lega halli á hjúkrunarfræðinga gagnvart körlunum. Það sé því ljóst að áður en stefnandi lagði fram síðari kæru sína, þá hafi með þessum launaupplýsingum verið slegið enn rækilegar föstu en áður að launakjör lækna hjá heilsugæslunni séu óháð kyni og að sami munur sé gagnvart hjúkrunarfræðingum óháð kyni læknanna. Engar viðhlítandi skýringar haf i verið færðar fyrir því af hálfu stefnanda hvernig horfa megi fram hjá því grundvallaratriði að launamunur svæðisstjóranna grundvallast ekki á kyni svæðisstjóranna, heldur þeirri staðreynd að læknar fá i greidd hærri laun en hjúkrunarfræðingar samkvæmt kjarasamningum. Þess vegna séu læknar sem séu svæðisstjórar með hærri laun, þar sem þeir fá hærri laun sem fagstjórar lækninga, heldur en hjúkrunarfræðingar sem eru fags tjórar hjúkrunar. Stefndi kveðst taka undir með 5 kærunefnd jafnréttismála um að launamunurinn styðjist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa þessara fagstétta og á grundvelli mismunandi menntunar þeirra. Þar sem framangreindar upplýsingar hafi l egið fyrir áður en stefnandi kærði launamuninn á ný til nefndarinnar hafi stefndanda verið ljóst, eða hafi í það minnsta mátt vera ljóst, að launamunurinn grundvallaðist ekki á kyni svæðisstjóranna, heldur því hvort um lækni eða hjúkrunarfræðing v æri að ræða. Jafnframt telur stefndi að það fyrirkomulag stefnanda, að tiltaka sérstaklega þá þrjá lækna sem eru karlkyns hafi eingöngu verið gert í þeim tilgangi að reyna að sýna fram á kynbundinn launamun, sem gögn málsins bera með sér að var ekki fyrir hen di . IV Mál þetta lýtur að þeim hluta úrskurð ar kærunefndar jafnréttismála í máli stefnand a gegn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ( máli nr. 5/2018 ) að stefnanda beri að greiða málskostnað að fjárhæð 250.000 kr. vegna kostnaðar af rekstri málsins fyrir kæ runefndinni. Er þessi hluti úrskurðarins byggður á þeirri niðurstöðu kærunefndar að kæra stefnanda í kærumálinu hafi verið bersýnilega tilefnislaus og því beri að fella á stefnanda sem kæranda málskostnað, sbr. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöð u og jafnan rétt kvenna og karla. Enginn ágreiningur er um efnislega niðurstöðu úrskurðarins. Í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008 segir að ef kæra sé bersýnilega tilefnislaus að mati kærunefndarinnar geti nefndin úrskurðað kæranda til að greiða gagnaðila málskostnað. Ágreiningurinn lýtur þar af leiðandi að því að skera úr um hvort kæra stefnanda í máli nr. 5/2018 hafi verið bersýnilega tilefnisl aus. Kröfugerð stefnanda fyrir kærunefndinni frá 13. apríl 2018 er á þá leið að stefnandi kærir fyrir hönd fimm nafngreindra hjúkrunarfræðinga, sem allar eru konur, ætlaðan launamun milli þeirra og þriggja karlkyns lækna sem gegna stöðu svæðisstjóra eins og hjúkrunarfræðingarnir. Taldi stefnandi að um ætlað brot gegn lögum nr.10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla væri að ræða. Þegar stefnandi sendi kröfugerð sína til kærunefndarinnar lágu fyrir upplýsingar hjá honum sem hann fékk frá Heil sugæslu höfuðborgarsvæðisins hinn 28. nóvember 2017. Um var að ræða upplýsingar um föst launakjör svæðisstjóra. Í þessum upplýsingum komu annars vegar fram laun sem fara eftir kjarasamningi og hins vegar fastar greiðslur, þar sem fjárhæðin fer eftir stærð heilsugæslustöðvar og er óháð því hvort viðkomandi sé fagstjóri hjúkrunar eða lækninga. Samkvæmt vitnaframburði Gunnars Helgasonar, sviðsstjóra kjara - og réttindasviðs stefnanda , var í nefndu bréfi upplýst um tekjur lækna og hjúkrunarfræðinga, þ.e. bæði k venna og karla, sem voru svæðisstjórar. Vitnið kvað að unnin hafi verið upp úr þessum upplýsingum skjöl þau sem liggja fyrir í málinu. Annars vegar er um að ræða skjal þar 6 sem fram koma upplýsingar um fimm nafngreinda kvenkyns hjúkrunarfræðinga og hins vegar skjal þar sem tilgreindar eru sömu upplýsingar um fimm ónafngreinda karlkyns lækna. Skjölin bera það með sér að karlkyns læknarnir hafi hærri tekjur en kvenkyns hjúkrunarfræðingarnir. Aðspurður kvað vitnið að stefnandi hafi vitað um þá kvenkyns lækna sem voru svæðisstjórar og launakjör þeirra en tekin hafi verið sú ákvörðun að bera saman laun karlkyns læknanna og hjúkrunarfræðinganna. Með þessu hafi stefnandi verið að sýna fram á að hópur kvenna væri með lægri tekjur en karlar, en allir einstaklingarn ir væru svæðisstjórar. Vitnið kvað samantekt þessa hafa átt að sýna að hjúkrunarfræðingarnir, þ.e. konurnar, væru ekki á sömu launum og karlarnir. S amkvæmt vitnisburðinum vissi stefnandi að svæðisstjórar sem voru læknar fengu sömu laun hvort sem þeir voru kvenkyns eða karlkyns. Því mátti stefnandi álykta að kynið skipti ekki máli. Stefnandi tók þá ákvörðun, gegn betri vitund, að tilgreina einungis laun karlkyns lækna til samanburðar við laun hjúkrunarfræðinganna. Í ljósi staðreynda málsins er hér um mjög vi llandi samanburð að ræða. Hefði stefnandi í sínum samanburði tekið bæði kvenkynslækna og karlkynslækna sem voru svæðisstjórar og borið laun þeirra saman við laun þessara fimm nafngreindu hjúkrunarfræðinga má ljóst vera að ekki er um neinn launamismun að ræ ða sem byggir á mismunun milli kvenna og karla. Launamismunurinn stafar annars vegar af því að læknar hafa tólf ára nám að baki og taka laun samkvæmt kjarasamningi lækna, en hjúkrunarfræðingar hafa fjögurra ára nám að baki og taka laun samkvæmt kjarasamnin gi hjúkrunarfræðinga. Kynferði skiptir hér ekki máli. Því er hér um bersýnilega tilefnislausa kæru að ræða fyrir kærunefndinni og hafði kærunefndin heimild til að úrskurða um hinn umdeilda kærumálskostnað, samanber 7. mgr. 5. gr. laga nr. 10/2008. Þegar af þessari ástæðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af kröfum stefnanda, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Stefnandi greiði stefnda, íslenska ríkinu 750.000 kr. í málskostnað. Sigrún Guðmundsdóttir