Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 18. febrúar 2021 Mál nr. E - 7083/2019 : DFT ehf. (Atli Björn Þorbjörnsson lögmaður) gegn Eiríki Sigurðssyni og Helgu Gísladóttur (Guðni Ásþór Haraldsson lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 28. janúar 2021, höfðaði DFT ehf., [...] , , með stefnu birtri 29. nóvember 2019, á hendur Helgu Gísladóttur og Eiríki Sigurðssyni, báðum til heimilis að [...] , til heimtu skaðabóta, auk vaxta og málskostnaðar. 2 Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd til að greiða stefnanda 40.000.000 króna, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 6. desember 2017 til 6. júní 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr . 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi gerir sömuleiðis kröfu um málskostnað. 3 Stefndu krefjast þess aðallega að stefndu verði sýknuð af kröfum stefnanda en til vara að kröfur á hendur þeim verði stórlega lækkaðar. Stefndu gera sömule iðis kröfur um málskostnað. I Málsatvik 4 Einkahlutafélagið Víðir ehf. var stofnað árið 2008 og rak um tíma matvöruverslanir í Reykjavík og Garðabæ. Stefnda Helga átti alla hluti í félaginu og var því eini eigandi þess. Stefnda var jafnframt skráður stjórn armaður í félaginu, sem og framkvæmdastjóri með prókúru. Meðstefndi Eiríkur var skráður varamaður í stjórn félagsins. 5 Víðir ehf. leitaði eftir fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka félagsins, Landsbanka Íslands hf., í ágúst 2017, er óskað var eftir láni að fjár hæð 115.000.000 króna gegn veði í innréttingum og tækjum félagsins. Bankinn samþykkti að lána félaginu 60.000.000 2 króna, en beiðni félagsins um hækkun lánsins í 90.000.000 króna var hafnað í september 2017. 6 Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance tók að sér a ð aðstoða Víði ehf. við endurfjármögnun skulda félagsins haustið 2017. Ljóst var að endurfjármögnun félagsins myndi taka tíma og því var brugðið til þess ráðs að leita eftir brúarfjármögnun til skamms tíma, á meðan unnið yrði að endurfjármögnun félagsins t il frambúðar. 7 Arctica Finance leitaði þann 16. nóvember 2017 til fyrirsvarsmanns stefnanda og spurðist fyrir um það hvort stefnandi hefði áhuga á að leggja fram umrædda brúarfjármögnun. Var það kynnt þannig fyrir fyrirsvarsmanni stefnanda, að Víðir ehf. þ yrfti að fá lánaðar 60 - 100.000.000 króna í 6 - 12 mánuði til að fjármagna reksturinn. Lánið yrði tryggt með handveði í hlutabréfum félagsins. 8 Í tölvupósti starfsmanns Arctica Finance til fyrirsvarsmanns stefnanda sagði að Víðir ehf. hefði ekki verið (og vær i ekki) í formlegu söluferli, en nokkrir aðilar hefðu nálgast eiganda þess með kaup á félaginu í huga, að hluta til eða að öllu leyti. Eigandi félagsins væri til í að skoða sölu á minnihluta, 34%+, en ekki fengið ásættanlegt tilboð í slíkan hlut. 9 Í póstin um kom sömuleiðis fram að eiginfjárhlutfall félagsins væri um 10%, velta þess hefði dregist saman um 15% fyrstu átta mánuði ársins 2017, en framlegðarprósenta hefði hækkað á milli ára, sem helgaðist af hærri álagningu og betri innkaupum, þar sem Víðir ehf. hefði nýlega samið við dönsku verslunarkeðjuna REMA um kaup á vörum, sem myndi bæta framlegðina miðað við fyrra ár. 10 Umleitanir Arctica Finance leiddu til þess að stefnandi keypti skuldabréf útgefið af Víði ehf. þann 6. desember 2017, að fjárhæð 40.000.00 0 króna. Samhliða því keypti einkahlutafélagið Delo ehf. (þá Bacco ehf.) af Víði ehf. samsvarandi skuldabréf, að sömu fjárhæð, sömuleiðis fyrir milligöngu Arctica Finance . 11 Samhliða kaupum á nefndum skuldabréfum var undirrituð veðyfirlýsing, dagsett sama d ag, þar sem allir hlutir í Víði ehf. voru veðsettir stefnanda og Delo ehf. (þá Bacco ehf.), til tryggingar á skaðlausri greiðslu á skuld samkvæmt nefndum skuldabréfum. Veðsetning hlutanna var samþykkt á stjórnarfundi í Víði ehf. þann 6. desember 2017 og va r fundargerðin undirrituð af báðum stefndu fyrir hönd félagsins. 3 12 Bú Víðis ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 13. júní 2018. Skiptastjóri búsins leitaði til endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young ehf. og fól því að meta gjaldfærni Víðis ehf. og hv enær ætla mætti að félagið hafi verið orðið ógjaldfært, svo og hvaða ástæður hafi legið fyrir ógjaldfærninni. 13 Í niðurlagi skýrslu Ernst & Young ehf. til skiptastjóra, dagsettri 15. nóvember 2018, sem samkvæmt skýrslunni va r unnin upp úr bókhaldsgögnum fél agsins, sagði: er niðurstaða okkar, byggt á framangreindri umfjöllun, að félagið hafi verið komið í veruleg fjárhagsleg vandræði um mitt ár 2017 og hafi verið orðið ógjaldfært í byrjun desember 2017 þegar stjórnendur félagsins fengu ekki frekari lánve itingu hjá viðskiptabanka sínum og neyddust til að leita til einkafyrirtækja um . 14 Þrotabú Víðis ehf. höfðaði í framhaldi af þessu mál á hendur stefndu Helgu og krafðist riftunar og endur greiðslu vegna ráðstöfun félagsins á tilgreindum viðskiptakröfum upp í skuld við stefndu Helgu, í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Samhliða krafðist þrotabúið riftunar á launa - og orlofsgreiðslum til stefndu Helgu á árinu 2018, svo og endurgreiðslu. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. apríl 2020, í mál i nr. E - 673/2019, og síðar í Landsrétti hinn 15. janúar 2021, í máli nr. 293/2020, eins og nánar verður rakið í niðurstöðukafla þessa dóms, að því marki sem þýðingu hefur fyrir úrl ausn málsins. II Helstu málsástæður stefnanda 15 Stefnandi byggir kröfur sínar, í fyrsta lagi , á því að stefndu hafi beitt stefnanda blekkingum í aðdraganda lánveitingarinnar í desember 2017, bæði með því að veita rangar upplýsingar um raunverulega stöðu Víðis ehf. og með því að upplýsa ekki um lykilatriði varðandi eiginfjárstöðu félagsins á þeim tíma, upplýsingar sem hefðu haft áhrif á ákvörðun stefnanda um lánveitinguna . Stefnandi byggir kröfur sínar , í öðru lagi, á því að staða Víðis ehf. þann 6. desember 2017 hafi verið þannig að stjórnendum þess hafi borið að gefa bú félagsins upp til gjaldþro taskipta, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefndu hafi, í þriðja lagi , skaðað hag félagsins með því að draga sér eignir félagsins í framhaldi af lánveitingu stefnand a til þess. Stefndu hafi með framanlýstri háttsemi sinni valdið stefnanda tjóni sem nemur verðmæti þess 4 skuldabréfs sem hann keypti af Víði ehf. Á því tjóni beri stefndu skýra og óskipta ábyrgð samkvæmt sakarreglu íslensks skaðabótaréttar. 16 Vísar stefnandi til þess , máli sínu til stuðnings , að stefndu hafi ekki getað dulist hver staða Víðis ehf. hafi verið í lok ágúst 2017, svo og hvernig reksturinn hafi þróast þar til lánveitingin átti sér stað í byrjun desember það ár. Staða félagsins og þróun rekstrarins hafi verið allt önnur en stefndu hafi kynnt fyrir stefnanda í aðdraganda lánveitingarinnar. Stefndu hafi þannig með saknæmum hætti blekkt stefnanda til að leggja félaginu til lánsfé í desember 2017. Lánafyrirgreiðsla stefnanda hafi seinkað gjaldþroti Víðis ehf. og gert stefndu það fært að ná til sín verðmætum úr félaginu. Stefnandi vísar til þess að samkvæmt upplýsingum skiptastjóra þrotabús Víðis ehf. sé útilokað að almennir kröfuhafar muni fá nokkuð upp í sínar kröfur. Tjón stefnanda sé því algjört og það hafi í raun raungerst þegar við lánveitinguna. 17 Stefnandi telur engum vafa undirorpið að Víðir ehf. hafi verið ógjaldfært í byrjun desember 2017 og að stefndu hafi verið það ljóst á þeim tíma. Stefndu hafi af þeim sökum verið skylt að gefa bú félagsins upp til gjaldþrotaskipta þegar á þessum tímapunkti, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Vísar stefnandi til áður nefndrar skýrslu Ernst & Young ehf. í þessu sambandi, svo og til upplýsinga frá skiptastjóra þrotabús Víðis ehf. um að félaginu ha fi borist fjöldi innheimtubréfa frá desember 2017 til maí 2018, auk þess sem gjaldfallnar skuldir í vanskilum hafi numið verulegum fjárhæðum í desember 2017. Stefnandi telur að þær skuldbindingar sem stefndu stofnuðu til í nafni Víðis ehf., eftir að sá tím i var kominn er þeim hafi borið skylda til að gefa bú félagsins upp til gjaldþrotaskipta, séu á þeirra persónulegu ábyrgð. 18 Stefnandi vísar máli sínu til stuðnings til stjórnendaábyrgðar hlutafélagaréttar og almennra reglna, þ.ám. til sakarreglunnar. Mikil vægt sé að stjórnendur félaga, hvort heldur sem er skráðir stjórnendur eða raunverulegir stjórnendur (skuggastjórnendur), séu látnir bera skaðabótaábyrgð á því að afla félögum lánsfjár þegar staða þeirra er orðin slík að þeim beri að gefa bú félags upp til gjaldþrotaskipta, líkt og hér eigi við. Enn mikilvægara sé að stjórnendur séu látnir bera skaðabótaábyrgð þegar þeir hafi vísvitandi veitt rangar upplýsingar og/eða sleppt því að veita lánveitendum upplýsingar sem skipt hefðu þá mál i við ákvörðun um slíka lánveitingu. Telur stefnandi að stefndu hafi með háttsemi sinni gerst brotleg við 128. gr. laga um einkahlutafélög og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 Stefnandi telur sömuleiðis að athafnir stefndu í kjölfar lánveitingarinnar hafi leitt til þe ss að tjón stefnanda hafi orðið algjört. 19 Stefnandi telur að stefndu beri óskoraða og óskipta ábyrgð á því tjóni sem hann hefur orðið fyrir. Stefnda Helga hafi verið skráður stjórnarmaður í Víði ehf. ásamt því að vera skráður framkvæmdastjóri með prókúru. Stefndi Eiríkur hafi verið raunverulegur stjórnandi og eigandi félagsins, þrátt fyrir að hafa einungis verið skráður sem varamaður í stjórn þess. Stefndi Eiríkur hafi þannig ávallt komið fram sem stjórnandi og eigandi fyrir hönd Víðis ehf. í aðdraganda umr æddrar lánveitingar, og hafi að auki undirritað ársreikninga félagsins 2016 og 2017, auk fundargerða í tengslum við lánveitinguna. 20 Stefnandi telur að engu máli skipti hvort hann verði talinn hafa reynslu af fjárfestingum eða ekki. Ekki verði gerð sú kra fa til fjárfesta, hversu fágaðir eða reynslumiklir sem þeir kunni að vera, að þeir geti séð í gegnum rangar og blekkjandi upplýsingar. Stefnandi hafi mátt treysta því að þær upplýsingar sem honum voru kynntar væru réttar og að þær sýndu raunverulega stöðu Víðis ehf. Stefnandi vísar einnig til þess að Arctica Finance , sem milligöngu hafi haft um lánveitinguna, hafi starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu til að stunda og hafa milligöngu um verðbréfaviðskipti. Raunveruleg staða Víðis ehf. hafi komið þeim jafnmiki ð á óvart og stefnanda. Ábyrgðin á þeim upplýsingum sem fyrir lágu um stöðu Víðis ehf. sé hins vegar stefndu. III Helstu málsástæður stefnd u 21 Stefndu hafna því að þau hafi á saknæman hátt orðið þess valdandi að stefnandi lánaði Víði ehf. fjármuni. Eins haf na þau því að forsvarsmenn Víðis ehf. hafi á nokkurn hátt gefið Arctica Finance rangar upplýsingar um stöðu félagsins. Þá er því sömuleiðis hafnað að Víðir ehf. hafi verið ógjaldfært á þeim tíma er umrædd skuldabréfaviðskipti áttu sér stað. 22 Stefndu vísa s ömuleiðis til þess að stefnandi og eigandi þess félags séu sérfróðir í viðskiptum og hafi áralanga reynslu af viðskiptum sem þessum. Þeir séu fagfjárfestar, sbr. 9. tl. 2. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sem sérhæfi sig í og hafi tekjur af kau pum og sölu verðbréfa og fjármálagerninga. Eigandi 6 stefnanda hafi langa og víðtæka reynslu, bæði sem fjárfestir og stjórnarmaður í fyrirtækjum. 23 Stefnandi hafi auk þess litið á viðskiptin sem áhættusöm, sem endurspeglist í háum vöxtum samkvæmt skuldabréfin u, og geti því ekki nú, þegar ljóst sé að Víðir ehf. hafi orðið gjaldþrota, beint kröfu m sínum að hluthafa þess og stefnda Eiríki. Stefnandi hafi tekið ákveðna áhættu sem síðar hafi raungerst. Það sé eðli slíkra fjárfestinga að stundum heppnist þær og leið i til hagnaðar en stundum ekki, þannig að tap verði af fjárfestingunni. 24 Stefndu vísa til þess að stefnandi hafði aldrei átt viðskipti við Víði ehf. áður. Í ljósi reynslu stefnanda og stuttrar viðskiptasögu aðila hljóti stefnandi að hafa látið framkvæma áre iðanleikakönnun áður en hann tók ákvörðun um að lána félaginu. Ekki sé hins vegar ljóst hvort stefnandi hafi látið framkvæma slíka könnun, né heldur hver hafi þá framkvæmt þá könnun eða hvað hún hafi leitt í ljós. 25 Stefndu vísa jafnframt í þessu samhengi til tölvubréfs frá starfsmanni Arctica Finance ehf., dagsett 2. desember 2017, og fréttar sem birtist í Vísi þann 11. október 2017, sem þau telja til vitnis um það að lánveitendum hafi verið eða mátt vera kunnugt um rekstrarerfiðleika Víðis ehf. á þessum t íma. Stefnanda hafi sömuleiðis verið það kunnugt að Víðir ehf. var með yfirdráttarlán upp á 200.000.000 króna og að skuldir félagsins hafi numið að lágmarki um 600.000.000 króna. Það hafi því ekki getað komið honum á óvart að rekstur félagsins hafi verið þ ungur og að það gæti brugðið til beggja vona. 26 Stefndu byggja á því að stefnandi hafi haft eignir sínar í eignastýringu hjá , og/eða þegið ráðgjöf til margra ára af Arctica Finance , sem sé fjármálafyrirtæki sem vinni undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fyrirtækið hafi í raun komið fram sem sérfróður umboðsmaður stefnanda við umrædda lánveitingu. Hafi einhver aðili brugðist stefnanda í málinu þá sé það Arctica Finance , ekki stefndu. Stefndu vísa sömuleiðis til þess að náin tengsl hafi verið á milli stjórnarformanns Arctica Finance , annars vegar, og stjórnarformanns stefnanda, hins vegar. Þau hafi setið saman í stjórn og átt í verulegum viðskiptum saman. 27 Stefndu vísa til þess að ársreikningur Víðis ehf. fyri r 2016 hafi verið undirritaður um mitt ár 2017 og áritaður af löggiltum endurskoðanda félagsins. Hvorki hafi verið gerð grein fyrir því hvað það sé sem stefnandi telji að stefndu beri ábyrgð á í þeim 7 ársreikningi, né heldur hafi verið gerð grein fyrir ábyr gð hvors stefndu um sig. Þannig hafi ekki verið gerð grein fyrir því hvort það hafi þýðingu eða ekki að reikningurinn hafi verið áritaður af löggiltum endurskoðanda. Loks vísa stefnd u til þess að viðskiptavild Víðis ehf., sem þau segja að hafi verið talsve rð, hafi ekki verið tekin með er ársreikningur félagsins 2016 var útbúinn. 28 Stefndu benda á að 20% lægri veltutölur samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2017 hefðu átt að kalla á ákveðna viðvörun hjá stefnanda sem fagfjárfesti. Ekki ha fi verið rakið af hálfu stefnanda að hvaða leyti stefndu hafi haldið röngum og villandi upplýsingum að stefnanda, heldur látið nægja að vísa til skýrslu Ernst & Young. Ekki hafi þar af leiðandi verið fjallað um það hvað það hafi verið í þeim gögnum sem ste fnandi fékk aðgang að, í aðdraganda lánveitingarinnar, sem hafi verið rangt og blekkjandi. 29 Þá sé heldur ekki ljóst hvernig hugsanlega rangar upplýsingar hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda, né hvort þær upplýsingar voru komnar frá Arctica Finance eða for svarsmönnum Víðis ehf. 30 Stefndu andmæla því að þau hafi flutt eignir frá Víði ehf. til sín. Vandséð sé hvernig stefndi Eiríkur geti borið ábyrgð á því að stefnda Helga fékk greidd ógreidd laun og á sama hátt hvernig stefnda Helga geti borið ábyrgð á því þót t stefndi Eiríkur hafi fengið greidd laun og orlof hjá Víði ehf. fyrir gjaldþrot félagsins. Á sama hátt sé vandséð hvernig stefndi Eiríkur geti borið ábyrgð á meintum aðgerðum stefndu Helgu sem stjórnarformanns við að flytja eignir út úr félaginu. Eins haf i stefnandi ekki sýnt fram á að þessar meintu aðgerðir hafi skaðað efnahag Ví ð is ehf. eða hve mikið. Jafnvel þó tt í ljós yrði leitt að þær hefðu valdið félaginu skaða, þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hann hefði fengið skuld sína greidda ef ekki hefði komið til þeirra. 31 Stefndu vísa til þess að allir hlutir stefndu Helgu í Víði ehf. hafi verið veðsettir til tryggingar á skilvísri greiðslu umræddrar skuldar, en hún hafi árið 2015 hafnað tilboði upp á 200.000.000 króna í eina af búðum félagsins. Það hafi verið ætlun hennar að endurfjármagna lán félagsins og greiða skuldir þess. Það hafi hins vegar ekki tekist, auk þess sem rekstur félagsins var orðinn þungur. Hún hafi því boðið stefnanda að taka við félaginu, í samræmi við veðsamning þar um, en því hafi s tefnandi hafnað. Með því hefði stefnandi getað takmarkað tjón sitt. Stefnda hafi í 8 kjölfar þess tekið þá ábyrgu afstöðu að óska eftir því að bú félagsins yrði tekið til gjaldþrotaskipta. 32 Stefndu mótmæla skýrslu Ernst & Young ehf. sem rangri. Ekki sé um óhá ða skýrslu að ræða þar sem hún hafi verið unnin fyrir skiptastjóra búsins og í þeim tilgangi að hún nýttist honum sem best. Höfundar hafi auk þess gert fyrirvara við niðurstöður sínar og því sé vart hægt að leggja skýrsluna til grundvallar að óbreyttu enda engin ábyrgð tekin á niðurstöðum hennar. Ekki verði heldur horft fram hjá því að fyrir liggi álit annars löggilts endurskoðanda sem fari gegn áliti þess sem undir skýrsluna ritar. 33 Stefndu vitna til þess að skýrslan taki ekki mið af túlkun dómstóla á hugt akinu gjaldfærni eða túlkun dómstóla á efnahag fyrirtækja, sem eiga þá von að úr rætist , að virtum aðgerðum til að bæta úr efnahag þeirra. Í því samhengi vísa stefndu til þess að viðræður og þreifingar hafi átt sér stað á þeim tíma er lánveitingin átti sér stað um sölu á Víði ehf. , í heild eða að hluta, sem hefðu gjörbreytt stöðunni. Félagið hafi auk þess greitt laun og haldið fullum rekstri í hálft ár eftir umrædda lánveitingu. Loks vitna stefndu til þess að fjármálafyrirtækið Arev hafi unnið skýrslu um Ví ði ehf. en samkvæmt þeirri skýrslu sé fjarri að félagið hafi verið ógjaldfært. 34 Stefndu telja að skortur hafi verið á heimild til samlagsaðildar, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sem eigi að leiða til frávísunar, en til vara til sýknu. Stefndi Eiríkur hafi hvorki verið framkvæmdastjóri né hluthafi í Víði ehf. Engu breyti þótt stefndi hafi undirritað skýrslu hjá skiptastjóra þar sem fram komi að hann hafi gengt stöðu framkvæmdastjóra. Miða eigi við opinbera skráningu en samkvæmt he nni hafi stefnda Helga verið hluthafi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félagsins og sem slík borið ábyrgð á ákvörðunum sínum samkvæmt ákvæðum laga um einkahlutafélög. Þetta hafi stefnanda mátt vera ljóst. Stefndi Eiríkur hafi auk þess ekki ritað undir sk jöl vegna lánveitingarinnar. Aðkoma varamanns í stjórn komi aðeins til ef stjórnarmanns njóti ekki við. 35 Stefndu vísa til þess að strangari kröfur séu gerðar til sakarmats þegar byggt er á ábyrgð og sök stjórnarmanns og starfsmanna hlutafélaga. Stefndu vísa jafnframt til þess að ekki hafi verið rökstutt hvernig orsakatengsl hafi verið á milli meintra athafna stefndu og tjóns stefnanda, né heldur hvernig stefndi Eiríkur geti borið ábyrgð sem skuggastjórnandi, en því hafnar stefndi. 9 36 Aðkoma stefndu að lánveitingunni og í aðdraganda hennar hafi verið mismunandi. Ekki hafi verið greint frá því í málatilbúnaði stefnanda í hverju hlutur hvors um sig , í atvikum sem stefnandi telur að eigi að leiða til bótaábyrgðar , hafi verið falinn, heldur byggt á því að um samverkandi tjónsorsakir sé að ræða sem stefndu beri sameiginlega ábyrgð á. Slíkt sé ekki í samræmi við meginreglur skaðabótaréttar. Skilgreina verði háttsemi hvors um sig og sýna fram á orsakatengsl á milli athafna hvors hinna stefndu og tjóns stefnanda. 37 Varðandi varakröfu um niðurfellingu eða lækkun bóta vísa stefndu til þess að þau hafi lagt aleigu sína í rekstur Víðis ehf. [...] . Þau hafi gert allt til að forða félaginu frá þroti. Eins verði ekki fram hjá því horft að skiptastjóri Víðis ehf. hafi gefi ð stóran hluta af eignum búsins, en einungis hafi fengist 24.000.000 króna fyrir lager félagsins, sem kostað hafi 200.000.000 króna í innkaupum. Innkaupsverð innréttinga og tækja hafi verið vel yfir 300.000.000 króna, en ekkert af þeim hafi verið selt efti r gjaldþrot félagsins. Samkvæmt upplýsingum skiptastjóra muni þær 24.000.000 króna sem skiptastjóri innheimti við sölu lagers renna upp í skiptakostnað. Á því geti stefndu ekki borið ábyrgð. Með vísan til þess eigi að fella bótaábyrgð stefndu niður, en til vara lækka hana verulega. Vísa stefndu í því samhengi til 2. mgr. 23. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og 3. mgr. 108. gr. laga um einkahlutafélög. IV Niðurstöður 38 Við munnlegan flutning málsins hér fyrir dóminum var því haldið fram af lögmanni stefndu að vísa ætti máli þessu frá dómi sökum þess að ekki væru skilyrði til samlagsaðildar, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en skortur á heimild til samlagsaðildar leiðir til frávísunar að kröfu varnaraðila, sbr. niðurlag nefndrar grein ar. Frávísunarkrafa þessi var höfð uppi í greinargerð stefndu og var krafan tekin til úrskurðar að loknum málflutningi um hana hinn 6. mars 2020. Í úrskurði dómsins frá 3. apríl sama ár var kröfu stefndu um frávísun málsins hafnað. Úrskurðarorð var skráð í þingbók og færði þáverandi dómari munnlega rök fyrir niðurstöðu sinni samkvæmt heimild í 3. mgr. 112. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 8. gr. laga nr. 78/2015. Er því ekki þörf á að taka efnislega afstöðu til þessarar kröfu nú, eða málsástæ ðna að baki henni, og breytir þar engu um þótt nýr dómari hafi tekið við málinu, enda hafa engar nýjar upplýsingar komið fram 10 undir rekstri málsins um þau atriði sem úrskurðað var um, sbr. 3. mgr. 100. gr. laga um meðferð einkamála. 39 Hvað varðar þá fully rðingu stefndu, að fyrirtækið Arctica Finance hafi í raun komið fram sem sérfróður umboðsmaður stefnanda við umrædda lánveitingu, þá fær dómurinn ekki séð að þessi fullyrðing eigi sér nokkra stoð í gögnum málsins eða því sem fram kom við meðferð þess fyri r dóminum. 40 Þvert á móti er í ljós leitt með framburði vitnisins Ara Wendel, fyrrum starfsmanns Arctica Finance , að ráðningarsamband var á milli þess fyrirtækis og Víðis ehf., þar sem fyrrnefnda fyrirtækið hafði tekið að sér milligöngu um endurfjármögnun l ána þess síðarnefnda. Umrædd lánveiting stefnanda til Víðis ehf. hafi verið nauðsynleg til að brúa bil þar til endurfjármögnun fengist. Framburður vitnisins fær stoð í aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dóminum og útfyll t u eyðublaði Arctica Finan ce vegna Víðis ehf., dagsettu 1. desember 2017, undirrituðu af stefndu Helgu fyrir hönd Víðis ehf., vegna flokkunar og hæfismats á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti. 41 Að þessu virtu verður við það miðað að Arctica Finance hafi komið fram fyrir hönd Víði s ehf. í þeim viðskiptum sem um ræðir, en ekki fyrir hönd stefnanda. Engu breytir í því samhengi hvort tengsl hafi verið á milli forsvarsmanna stefnanda og Arctica Finance , né heldur hvers eðlis þau tengsl hafi verið. Rangar eða ófullnægjandi upplýsingar 42 Víði ehf. bar samkvæmt almennum reglum að upplýsa viðsemjanda sinn, stefnanda, um atriði sem skiptu hann máli varðandi þau viðskipti sem um ræðir. Í ljós er leitt að Víðir ehf. átti þó engin bein samskipti við stefnanda, eða fyrirsvarsmann hans, heldur fó ru samskiptin alfarið fram í gegnum Arctica Finance . Víðir ehf. sinnti upplýsingaskyldu sinni þar af leiðandi í gegnum millilið, sem miðlaði þeim upplýsingum sem Víðir ehf. veitti áfram til stefnanda. Verður ekki annað séð en að Arctica Finance hafi gert s vo, að öðru leyti en því að fyrirsvarsmaður stefnanda kanna ði st ekki við að hafa vitað af því að viðskiptabanki Víðis ehf. hefði haustið 2017 hafnað beiðni félagsins um aukna fyrirgreiðslu. Um það var Arctica Finance hins vegar kunnugt samkvæmt framburði v itnisins Ara Wendel fyrir dóminum. 43 Stefnanda bar á sama hátt að uppfylla varúðar - og aðgæsluskyldu sína, þ.m.t. að kynna sér vandlega þær upplýsingar sem veittar voru og eftir atvikum kalla eftir 11 frekari upplýsingum ef hann taldi þörf á. Almennt verður að gera ráð fyrir því að kaupendur verðbréfa, sem og lánveitendur, sýni eðlilega árvekni í viðskiptum sínum og gangi til þeirra með opin augu. 44 Þótt ekki verði fullyrt, eins og mál þetta liggur fyrir dóminum, að stefnandi hafi verið fagfjárfestir í skilningi 9. tl. 2. gr. laga um verðbréfaviðskipti, þá er eigi að síður ljóst að hann hafði nokkra reynslu af verðbréfaviðskiptum og hafði meðal annars, samkvæmt framburði fyrirsvarsmanns hans fyrir dóminum, verið í eignaumsýslu hjá Arctica Finance þar til um mitt ár 2017. Verðbréfaviðskipti féllu auk þess vel að tilgangi félagsins, sem var meðal annars fjárfestingar, eignaumsýsla og kaup og sala skráðra sem óskráðra fjármálagerninga. 45 Stutt viðskiptasaga aðila og vextir skuldabréfsins, 20% vextir á árgrundvelli, be nda sömuleiðis til þess að lánveitandinn hafi mátt ætla að um nokkuð áhættusama lánveitingu væri að ræða, sem kallaði á aukna varkárni af hans hálfu. 46 Við úrlausn málsins verður samkvæmt framansögðu lagt til grundvallar að um tvo jafn stæða aðila hafi veri ð að ræða, stefnanda og Víði ehf., þar sem hallað hafi á hvorugan þeirra. 47 Fyrirsvarsmaður stefnanda bar um það fyrir dóminum að hann hafi treyst þeim upplýsingum sem Víðir ehf. hafi veitt, fyrir milligöngu Arctica Finance , sem hafi verið trúverðugt fyrirtæ ki. Hann kveðst ekki hafa látið framkvæma áreiðanleikakönnun áður en stefnandi ákvað að veita umrætt lán, en hann hafi kynnt sér þau gögn sem frammi lágu. Þótt stefnandi hafi að sönnu mátt treysta þeim upplýsingum sem honum voru veittar, svo og þeim aðilum sem að viðskiptunum komu, þá leysir það hann ekki undan skyldu til að sýna eðlilega árvekni í viðskiptunum, þ.m.t. til að kalla eftir frekari skýringum og gögnum ef þurfa þótti. 48 Aðilar eru sammála um að þau gögn sem legið hafi fyrir við umrædda lánveitin gu hafi annars vegar verið ársreikningur Víðis ehf. fyrir árið 2016 og hins vegar skjal sem ber yfirskriftina - . Stefndi Eiríkur hafi sömuleiðis upplýst að framtíðarhorfur í rekstri Víðis ehf. væru ágætar, þrá tt fyrir samdrátt í veltu frá fyrra ári og breyttar markaðsaðstæður með innkomu Costco á íslenskan matvörumarkað, einkum vegna nýrra og hagstæðari viðskiptasamninga við danska fyrirtækið REMA, sem myndi leiða til aukinnar framlegðar hjá Víði ehf. vegna hag stæðara innkaupsverðs. 12 49 Ársreikningur Víðis ehf. 2016, sem raunar hafði hvorki verið undirritaður af stjórn né löggiltum endurskoðanda, sýndi félag þar sem samdráttur hafði orðið í veltu, en skuldir og fjármagnskostnaður vaxið, auk þess sem hátt hlutfall sk ammtímaskulda kallaði á endurfjármögnun til lækkunar á fjármagnskostnaði félagsins. Seinni tíma gögn, svo sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 og skýrslur sem unnar voru á vegum skiptastjóra, sýna að þessi þróun hélt áfram allt til síðasta dags og á tti stóran þátt í því hvernig fór hjá félaginu. 50 Af gögnum málsins má jafnframt ráða að umfjöllun hafi verið um það opinberlega haustið 2017 að rekstur Víðis ehf. hafi gengið erfiðlega árin þar á undan, auk þess sem markaðsaðstæður væru kefjandi, sbr. til dæmis frétt Vísis frá 11. október 2017. Í pósti sem vitnið Ari Wendel sendi stefnda Eiríki hinn 2. desember 2017, fjórum dögum áður en umrætt lán var veitt, segist vitnið hafa fengið frétt Vísis senda , en óljóst er h vort þar hafi vitnið verið að vísa til fyrirsvarsmanns stefnanda eða fyrirsvarsmanns Delo ehf., sem jafnframt veitti Víði ehf. lán á sama tíma. 51 Samkvæmt ársreikningi Víðis ehf. 2016 námu birgðir félagsins 395.630.898 krónum í árslok 2016. Samkvæmt ársreik ningi félagsins vegna ársins 2017, sem samþykktur var 14. maí 2018 og undirritaður bæði af stjórn og af löggiltum endurskoðanda félagsins, án athugasemda, hafði verðmæti birgða félagsins hækkað í 459.021.703 krónur í árslok 2017. Þótt síðar hafi komið fram efasemdir um að verðmæti birgða hafi verið rétt skráð í ársreikningi Víðis ehf. 2016, meðal annars hjá vitninu Jóni Scheving Thorsteinssyni, í samskiptum hans við skiptastjóra þrotabús Víðis ehf., þá er engan veginn hægt að slá því föstu, út frá því sem f ram hefur komið við meðferð málsins fyrir dóminum, að Víðir ehf. hafi ofmetið bókfært virði birgða félagsins í ársreikningi þess vegna ársins 2016. Engu breytir í því samhengi þó að einungis hafi fengist 24.056.397 krónur fyrir birgðir félagsins við sölu s kiptastjóra á þeim eftir gjaldþrot þess í júní 2018, enda fór sú sala fram við allt aðrar aðstæður og löngu eftir umrætt tímamark, auk þess sem verslanir félagsins höfðu þá verið lokaðar um nokkurra daga skeið, en um viðkvæmar vörur var að ræða, a.m.k. að hluta. 52 Samkvæmt ársreikningi Víðis ehf. 2016 námu viðskiptakröfur félagsins 131.627.492 krónum. Ekki var gerð grein fyrir því sérstaklega í skýringum með ársreikningnum hversu stór hluti viðskiptakrafna félagsins væru kröfur á tengda aðila, en samkvæmt 63. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skulu meðalstór félög, 13 en Víðir ehf. féll undir skilgreiningu slíkra félaga samkvæmt c - lið 11. töluliðar 2. gr. laganna, gera grein fyrir viðskiptum við tengda aðila, þ.m.t. á hverju tengslin byggjast, fjárhæð slíkr a viðskipta og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar geta talist til að unnt sé að leggja mat á fjárhagsstöðu félagsins. 53 Við munnlegan flutning málsins fyrir dóminum mótmælti lögmaður stefndu því að málsástæða stefnanda um að ársreikningur Víðis ehf. hafi brotið í bága við lög um ársreikninga kæmist að í málinu, þar sem hún væri of seint fram komin. Ekki væri byggt á þessari málsástæðu í stefnu og dómur yrði því ekki á henni byggður, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála. 54 Samkvæmt stefnu er á því byggt af hálfu stefnanda að hann hafi orðið fyrir tjóni, sem stefndu beri ábyrgð á, meðal annars af þeirri ástæðu að ekk i hafi verið upplýst um það fyrir nefnda lánveitingu að stærstur hluti viðskiptakrafna félagsins í árslok 2016 hefðu í raun verið kröfur á eigendur Víðis ehf. Því er hins vegar ekki haldið fram að sú vanræksla hafi falið í sér brot gegn 63. gr. laga um árs reikninga. Þar er hins vegar ekki um sjálfstæða málsástæðu að ræða, að mati dómsins, heldur lagaatriði, sem dómurinn telur sér fært að álykta um, jafnvel þótt því atriði hafi ekki verið hreyft fyrr. 55 Þótt fallast verði á það með stefnanda að rétt hefði ver ið að tilgreina sérstaklega kröfur á tengda aðila í skýringum með ársreikningi Víðis ehf. 2016, sbr. 63. gr. laga um ársreikninga, sem ekki virðist hafa verið gert, þá er ekki fyrir fram sjálfgefið að kröfur á tengda aðila séu verðlausar eða verðlitlar krö fur. Slíkar kröfur gætu allt eins innheimst að fullu, eða tapast að hluta eða öllu leyti, allt eftir fjárhagsstöðu skuldara hverju sinni. 56 Engar upplýsingar hafa verið lagðar fram í máli þessu því til stuðnings að gæði þeirra krafna, sem tilgreindar voru í ársreikningi Víðis ehf. 2016, hafi verið könnuð, eða verðmæti þeirra metin. Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að taka afstöðu til þess hvort bókfært virði viðskiptakrafna Víðis ehf. hafi í árslok 2016 verið of hátt metið, sökum þess að meðal þeirra hafi verið kröfur á tengda aðila. Verður stefnandi að bera halla af þeim sönnunarskorti sem af þessu leiðir. 57 Stefnandi hefur dregið þær ályktanir, að miðað við heildarafkomu ársins 2017 og gefnar væntingar um að desember ætti að vera besti mánuður ársins, þá sé ljóst að rekstrarreikningur Víðis ehf. fyrir fyrstu átta mánuði ársins geti ekki hafa verið réttur. Hagnaður Víðis ehf. fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) hafi 14 numið 66.408.269 krónum fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2017, á meðan samb ærileg tala fyrir alla tólf mánuði ársins hafi verið 43.144.704 krónur . Samkvæmt því hafi framlegð síðustu fjóra mánuði ársins 2017 verið neikvæð um 23 milljónir króna, gagnstætt því sem væntingar hafi verið um. 58 Samkvæmt áritun löggilts endurskoðanda Víðis ehf. á áðurnefnt skjal, með yfirskriftinni - , var yfirlitið unnið samkvæmt bókhaldsgögnum félagsins. Ársreikningur félagsins vegna ársins 2017 var sömuleiðis undirr itaður af stjórn félagsins og löggiltum endurskoðanda þess , án nokkurra athugasemda . Í málinu hafa ekki verið færð fram nein gögn til sönnunar á því að þær upplýsingar, sem framangreind gögn hafa að geyma um afkomu Víðis ehf. 2017, hafi verið rangar. 59 Þver t á móti liggur fyrir bréf Ernst & Young ehf. til skiptastjóra Víðis ehf., dagsett 31. ágúst 2018, þar sem fram kemur að við yfirferð á rekstrarreikningi 2016 - 2017, í rafrænu bókhaldi félagsins, hafi ekkert komið í ljós sem endurskoðunarfyrirtækið teldi að þyrfti nánari athugun. Eins og mál þetta er upp byggt verður því að telja ósannað að upplýsingar í áðurnefndu skjali um afkomu Víðis ehf. fyrstu átta mánuði ársins 2017 hafi verið rangar. Sönnunarbyrði um hið gagnstæða hvílir á stefnanda og hefur honum ek ki tekist sú sönnun. Væntingar manna fela auk þess hvorki í sér loforð né tryggingu fyrir því að þær muni ganga eftir. 60 Óumdeilt er að upplýsingar um afkomu Víðis ehf. eftir lok ágúst 2017 lágu ekki fyrir er umrædd lánveiting átti sér stað. Áðurnefnt skjal um afkomu Víðis ehf. fyrstu átta mánuði ársins 2017 virðist hafa legið fyrir í seinni hluta október það ár, sbr. áritun löggilts endurskoðanda félagsins á skjalið, sem er dagsett 24. október 2017. 61 Arctica Finance virðist hafa nálgast stefnanda fyrst þann 16. nóvember sama ár, með fyrirspurn um það hvort hann hefði áhuga á því að veita umrætt lán, en sjálft lánið var veitt hinn 6. desember sama ár. Ekki verður séð að nokkrar athugasemdir hafi á neinu tímamarki verið gerðar við það, hvorki af hálfu stefnand a né Arctica Finance , að nýrri upplýsingar hafi vantað, en hvorugur þessara aðila óskaði eftir slíkum upplýsingum frá Víði ehf. svo að séð verði af gögnum málsins. 62 Að öllu framangreindu virtu, og að teknu tilliti til upplýsingaskyldu Víðis ehf., varúðar - og aðgæsluskyldu stefnanda, jafnrar stöðu þessara aðila, reynslu og stuttrar viðskiptasögu, svo og með hliðsjón af því að 20% vextir á ársgrunni endurspegla nokkra áhættu fyrir lánveitandann, stefnanda, þá er það mat dómsins að ekki sé hægt 15 að fallast á þa ð með stefnanda, að stefndu hafi unnið sér til sakar með því að einkahlutafélagið Víðir ehf. hafi veitt rangar eða ófullnægjandi upplýsingar í aðdraganda umræddrar lánveitingar. Þegar af þeirri ástæðu er ástæðulaust að fjalla frekar um það hver hefði borið ábyrgð á þeim upplýsingum, ef rangar og/eða ófullnægjandi hefðu verið, þ.m.t. hvort stefndu hefðu bæði verið ábyrg fyrir þeim, eða einungis annað þeirra. 63 Við munnlegan flutning málsins hér fyrir dóminum lýsti lögmaður stefnanda því yfir að Víðir ehf. hef ði brotið gegn skilmálum skuldabréfsins, sem gefið var út af Víði ehf. þann 6. desember 2017 og stefnandi svo keypti, nánar tiltekið f - lið 5. gr., sbr. einnig (ii) - og (v) - lið 1. mgr. og 2. mgr. 7. gr. skuldabréfsins. Lögmaður stefndu mótmælti því að þessi málsástæða kæmist að í málinu, þar sem hún kæmi ekki fram í stefnu. Dómurinn tekur undir sjónarmið stefndu að þessu leyti, enda var því ekkert til fyrirstöðu að þessari málsástæðu yrði lýst í stefnu, sem ekki var raunin. Er þessi málsástæða því of seint f ram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála. Kemur hún því ekki til frekari umfjöllunar í málinu, né heldur hvort stefndu hefðu getað borið ábyrgð á meintum vanefndum einkahlutafélagsins Víðis ehf. á samningsskuldbindingum þess gagnvart stef nanda. (Ó)gjaldfærni Víðis ehf. 64 Samkvæmt 2. mgr. 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er skuldara, sem er bókhaldsskyldur, skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er ástatt fyrir honum sem segir í 1. mgr. sömu greinar, nánar tiltekið e f hann getur ekki staðið í fullum skilum við lána r drottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma. 65 Skylda sú, sem hér um ræðir, ræðst eftir hljóðan ákvæðisins ein göngu af fyrirsjáanlegri getu skuldarans til að standa í skilum með greiðslu skuldbindinga sinna þegar þær fjalla í gjalddaga. Takist honum það, hvort sem er með því að verða sér úti um fé með aflahæfi sínu eða með því að ganga á eignir sínar eða taka fé a ð láni, er honum hvorki rétt né skylt samkvæmt ákvæðinu að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 7/2007. 66 Vitnið Jóhann Unnsteinsson, löggiltur endurskoðandi og ábyrgðarmaður áðurnefndrar skýrslu Ernst & Young ehf., sem unnin var fyrir skiptastjóra Víðis ehf., staðfesti niðurstöður skýrslunnar við meðferð málsins fyrir dóminum, þ.e. að félagið 16 hafi orðið ógjaldfært í byrjun desember 2017. Aðspurt kvað vitnið Ernst & Young ehf. ekki hafa haft upplýsingar um tilraunir forsvarsmanna Víðis ehf. til að selja eignir félagsins, í heild eða að hluta til, á árunum 2017 - 2018, né heldur um tilraunir til að endurfjármagna skuldir þess haustið 2017 og vorið 2018. Sérstaklega aðspurt kvaðst vitnið ekki geta útilokað að niðurstaða Ernst & Young ehf. um ógjaldfærni Víðis ehf. kynni að hafa orðið önnur, ef þeim hefði verið kunnugt um tilraunir félagsins til sölu eigna og um endurfjármögnun lána. 67 Vitnið Ari Wendel greindi sem fyrr segir frá því fyrir dóminum að Arctica Fi nance hefði verið ráðið af Víði ehf. haustið 2017 til að hafa milligöngu um endurfjármögnun lána félagsins. Það hafi sömuleiðis verið mat Arctica Finance að Víðir ehf. hafi á þeim tíma verið hæft til endurfjármögnunar, meðal annars þar sem það hafi átt eig nir sem hafi mátt veðsetja. Arctica Finance hafi útvegað skammtímafjármögnun til að brúa ákveðið bil í fjármögnun Víðis ehf . og í framhaldi af því leitað til banka í þeim tilgangi að óska eftir endurfjármögnun á lánum félagsins. Í framburði vitnisins kom e nn fremur fram að möguleg endurfjármögnun á skuldum Víðis ehf. hafi enn verið til athugunar hjá Arion banka hf. er bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta 13. júní 2018, en sá banki hafi verið hvað jákvæðastur af þeim sem leitað hafi verið til. 68 Vitnið Jón Scheving Thorsteinsson, forsvarsmaður Arev verðbréfafyrirtækis hf., gaf skýrslu fyrir dóminum þar sem hann greindi frá viðræðum um sölu á eignum Víðis ehf., sem átt hefð u sér stað frá hausti 2017 og fram í febrúar 2018, en þessar sölutilraunir hefðu ek ki skilað árangri, þar sem ekki hefði náðst samkomulag um kaupverð. Í málinu liggur sömuleiðis frammi skýrsla fyrirtækisins, undirrituð af vitninu, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir þessum söluumleitunum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Víðir eh f. hefði getað selt verslanir sínar í Garðabæ og Skeifunni fyrir 250 - 300 milljónir króna í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018. Þess utan megi ætla að félagið hefði getað náð 60 - 70 milljónum króna út úr birgðum þessara verslana. Sala verslananna hefði, að mati skýrsluhöfundar, styrkt greiðslugetu Víðis ehf., einfaldað reksturinn og leitt til hagstæðari viðskiptakjara. 69 Meðal gagna málsins er skýrsla sem stefnda Helga gaf hjá skiptastjóra þrotabús Víðis ehf. þann 23. ágúst 2018, þar sem meðal annars er haft eftir henni að hún hafi trúað því fram á síðasta dag að þau næðu að halda félaginu gangandi. Viðræður hafi staðið yfir við Landsbankann, Íslandsbanka og fleiri aðila um endurfjármögnun 17 og/eða sölu en þær hafi því miður brugðist. Að virtu því sem að framan segir verður ekki annað séð en að stefnda Helga hafi mátt hafa réttmætar væntingar um að úr rættist, alla vega fram í febrúar 2018 og jafnvel fram á síðasta dag, eins og hún sjálf segir. 70 Að öllu framangreindu virtu, einkum því að Víði ehf. tókst að útvega lán í upphafi desember 2017, sem gerði félaginu kleift að standa í skilum við lána r drottna sína fram eftir vori 2018, svo og að virtum tilraunum forsvarsmanna félagsins til að endurfjármagna skuldir þess, fyrir milligöngu Arctica Finance , og tilraunum félagsi ns til sölu eigna, fyrir milligöngu Arev verðbréfafyrirtækis hf., sem hefðu mögulega getað gert félaginu kleift að standa í skilum við lána r drottna sína til lengri tíma litið og breytt fjárhagsstöðu félagsins í grundvallaratriðum, þá verður ekki talið að s tefnanda hafi tekist sönnun þess, að það tímamark hafi verið komið í rekstri Víðis ehf. þann 6. desember 2017 að stjórn félagsins hafi verið skylt að gefa bú þess upp til gjaldþrotaskipta á þeim tímapunkti, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga um einkahlutafélög, sbr . 1. og 2. mgr. 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Eftirfarandi aðgerðir stefndu 71 Ljóst er af samlestri stefnu í því máli sem hér er til meðferðar og áðurnefnds dóms Landsréttar í málinu nr. 293/2020, sem upp var kveðinn þann 15. janúar sl., í máli þrotabús Víðis ehf. gegn stefndu Helgu, að tilvísun stefnanda til viðskiptakrafna á hendur þriðja aðila, sem hann telur að stefndu hafi með saknæmum og ólögmætum hætti ráðstafað til greiðslu á skuld Víðis ehf. við stefndu Helgu, á við sömu kröfur og voru a ndlag riftunarkröfu skiptastjóra þrotabús Víðis ehf. á hendur stefndu Helgu, í þriðja og fjórða kröfulið þrotabúsins í því máli sem til meðferðar var hjá Landsrétti, alls 35 færslur. 72 Í nefndum dómi Landsréttar er rakið að stefnda Helga hafi samþykkt undir rekstri þess máls í héraði að skila þrotabúinu kröfu á hendur Maia ehf. að fjárhæð 66.571.000 krónur , sem er sama krafa og vitnað er til í stefnu í þessu máli. Landsréttur féllst sömuleiðis á kröfur þrotabús Víðis ehf. um að rift skyldi greiðslum Víðis eh f., alls 29 talsins, á skuld við stefndu Helgu, samtals að fjárhæð 39.363.462 krónur , sem fram fóru með færslum í bókhaldi félagsins á tímabilinu 31. desember 2017 til og með 31. maí 2018. Skyldi stefnda Helga skila þeim greiðslum til þrotabúsins þannig að færslurnar geng j u til baka. Samkvæmt því hefur 18 viðskiptakröfum, samtals að andvirði 105.934.642 krónur , ýmist verið skilað til þrotabús Víðis ehf. eða greiðslum rift og mælt fyrir um skil þessara krafna, af þeim kröfum sem vísað er til í stefnu. 73 Meintar greiðslur til stefndu af sjóðum félagsins, alls að fjárhæð [...] krónur , sundurliðast þannig samkvæmt stefnu að [...] krónur hafi runnið til stefndu Helgu á tímabilinu 2. janúar til 31. maí 2018, þar af [...] krónur vegna tveggja ára uppsafnaðs orlofs og o rlofsuppbótar, en [...] krónur hafi runnið til stefnda Eiríks á sama tímabili, þ.m.t. [...] krónur vegna tveggja ára uppsafnaðs orlofs og orlofsuppbótar. Í stefnu segir að svo virðist sem greiðslur þessar hafi að öðru leyti verið launagreiðslur, en sumar þeirra hafi verið ófærðar í bókhaldi. 74 Óumdeilt er að stefndu unnu bæði hjá Víði ehf. fyrir gjaldþrot félagsins. Á sama hátt og gildir um viðskiptakröfur hér að framan, þá voru ofangreindar greiðslur til stefndu Helgu einnig andlag máls skiptastjóra þrotabús Víðis ehf. á hendur henni, en stefnd a Helga var sýknuð í héraði bæði af riftunarkröfu þrotabúsins og kröfu þess um að stefnda endurgreiddi umrædda fjárhæð. Sá þáttur málsins sætti ekki endurskoðun Landsréttar í málinu nr. 293/2020 og telst dómur héraðsdóms þar með endanlegur hvað hann varðar . 75 Líkt og ráða má af framansögðu þá telur þrotabú Víðis ehf. sig eiga þá hagsmuni sem felast annars vegar í ráðstöfun viðskiptakrafna Víðis ehf. á tímabilinu 31. desember 2017 til 31. maí 2018 og hins vegar í beinum greiðslum til stefndu á tímabilinu 2. j anúar til 31. maí 2018, að því marki sem um slíka hagsmuni kann að vera að ræða. Greiðslur vegna þeirra hagsmuna, ef einhverjar verða, munu af sömu ástæðum renna til þrotabúsins, en ekki til einstakra kröfuhafa, líkt og stefnanda, sem verða að sæta því að fá greiðslur upp í kröfur sínar í gegnum úthlutun úr þrotabúinu, eftir þeim reglum sem um slíkt gilda samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. 76 Af því leiðir að stefnandi getur ekki samhliða gert kröfur á hendur stefndu vegna sömu hagsmuna. Þegar af þeirri ástæðu ber að hafna þeirri málsástæðu stefnanda að stefndu hafi valdið honum tjóni með eftirfarandi aðgerðum sínum, sem lýst er hér að framan. 77 Með vísan til alls þess sem að framan hefur verið rakið er ekki hægt að fallast á það með stefnanda að stefndu hafi , með saknæmum og ólögmætum hætti , valdið honum skaðabótaskyldu tjóni vegna lánveitingar stefnanda til einkahlutafélagsins Víðis ehf., eins og lýst er í stefnu. Á sama hátt er ekki hægt að fallast á það með stefnanda , 19 eins og mál þetta liggur fyrir, að lýst háttsemi stefndu hafi brotið gegn 128. gr. laga um einkahlutafélög og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þarf af þessum ástæðum ekki að fjalla frekar um hlut hvors um sig í hinu meinta tjóni, eða hvort þau beri þar bæði ábyrgð, né heldur um það hvort bætur skuli lækkaðar eða felldar niður. 78 Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála þykir rétt að stefnandi greiði stefndu málskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þá verið tekið tillit til skyl du stefndu til að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns síns. 79 Af hálfu stefnanda fluttu málið Atli Björn Þorbjörnsson lögmaður og Jóhann Fannar Guðjónsson lögmaður. 80 Af hálfu stefndu flutti málið Guðni Ásþór Haraldsson lögmaður. 81 Jóhannes Rúnar Jóhannss on héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Helga Gísladóttir og Eiríkur Sigurðsson, skulu vera sýkn af dómkröfum stefnanda, DFT ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu , Helgu Gísladóttur , 1.325.000 krónur í málskostnað. Stefnandi greiði stefnda , Eiríki Sigurðssyni , 625.000 krónur í málskostnað. Jóhannes Rúnar Jóhannsson