D Ó M U R 30 . apríl 2 02 1 Mál nr. E - 3251 /20 20 : Stefnandi: Þb. Ystasels 28 ehf. ( Áslaug Árnadóttir lögmaður) Stefnd i : Ladylovelux Ltd. ( Heiðar Ásberg Atlason lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 202 1 í máli nr. E - 3251 /20 20 : Þb. Ystasels 28 ehf. ( Áslaug Árnadóttir lögmaður) gegn Ladylovelux Ltd. ( Heiðar Ásberg Atlason lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 1 2 . apríl sl., var höfðað 24. mars 2020 . Stefnandi er þb. Ystasels 28 ehf., Borgartúni 26 í Reykjavík . Stefndi er Ladylovelux Ltd., áður ARM Securities Ltd., ensku r lögaðil i með íslenska kennitölu, með skráð aðsetur í Bretlandi. Stefnandi krefst þess að allega að rift verði með dómi ráðstöfun þrotabúsins Ystasels 28 ehf., sem fólst í því að félagið afsalaði stefnda með afsali, dags. 1. júní 2017, fasteigninni Ystaseli 28, 109 Reykjavík, fastanúmer 205 - 4425, ásamt öllum tilheyrandi réttindum, þar með talið lóðarréttindum, og að stefndi greiði stefnanda 85.000.0 0 0 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júní 2017 til g reiðsludags, að frádreginni innborgun 1. júní 2017 að fjárhæð 35.000.000 krónur. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnanda sem hlaust af ólögmætri og saknæmri ráðstöfun stefnda o g stefnanda, sem fólst í því að stefnandi afsalaði stefnda fasteigninni Ystaseli 28, 109 Reykjavík, fastanúmer 205 - 4425, ásamt öllum tilheyrandi réttindum, þar með talið lóðarréttindum, þá að verðmæti 85.000.000 krónur, sem stefndi greiddi fyrir með yfirtö ku láns stefnda að fjárhæð 35.000.000 krónur. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar . Stefndi heldur ekki uppi efnislegum vörnum en hafði uppi kröfu um frávísun málsins sem hafnað var með úrskurði 1 8. janúar sl. I Tildrög málsins eru þau að bú félagsins Ystasels 28 ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 18. september 2019 . Hið gjaldþrota félag hafði áður afsalað fasteigninni Ystaseli 28 í Reykjavík til stefnda. Að sögn stefnanda hefur ekki fundist kaupsamningur vegna viðskiptanna en fyrir liggur af sal, dags. 1. júní 2017. Samkvæmt því skjali var umsamið kaupverð að fjárhæð 85.000.000 krónur að fullu greitt meðal annars með yfirtöku áhvílandi veðskulda . Síðan segir að stefndi geri sér grein fyrir því Síðan eru veðskuldirnar raktar með eftirfarandi hætti: 2 kr. 45.000.000 2. veðr. skuld til Handhafi (4 bréf), dags. 27. nóvember 2008 kr. 32.000.000 3. veðr. skuld til ARM Securities Ltd., dags. 23. maí 2016 Þess skal getið að stefnandi vefengir ekki að þriðja skuldin sé raunveruleg, en þar var um að ræða skuld við stefnda, sem ber nú annað heiti eins og að fram an greinir. Með bréfi, dags. 15. janúar 2020 , krafðist stefnandi 85.000.000 krón a ásamt nánar tilgreindum dráttarvöxtum úr hendi stefnda . Með bréfi lögmanns stefnda , dags. 10. febrúar 2020, var þeirri kröfu stefnanda hafnað . Mál þetta var þingfest 26. maí 2020. Við þingfestinguna hafði stefndi uppi kröfu um málskostnaðartryggingu, sbr. 133. laga nr. 91/ 1991 um meðferð einkamála. Hinn 15. júní 2020 var málið flutt um ágreining um þá tryggingu. Með úrskurði 16. sama mánaðar var stefnanda gert að leggja fr am málskostnaðartryggingu innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu úrskurðarins. Fyrir liggur tilkynning um að slík trygging var lögð fram 6. júlí 2020. Næsta þinghald í málinu fór fram 8. september 2020 þar sem stefnda var veittur frestur til að leggja fram greinargerð. Í þinghaldi 6. október 2020 lagði stefndi síðan fram fyrrgreinda greinargerð sína. Fram kom í greinargerðinni að stefndi nýtti sér heimild 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 til þess að setja einungis fram varnir sem tengdust frávísunarkröfu ste fnda. Áskilinn væri réttur til þess að skila greinargerð um efnisvarnir ef ekki yrði fallist á frávísunarkröfuna. Í kjölfarið var málinu úthlutað þeim dómara sem nú hefur það til meðferðar. Boðaði hann í beinu framhaldi til flutnings um frávísunarkröfuna 1 1. janúar 2021. Samdægurs var sá ágreiningur tekinn til úrskurðar en kveðinn var upp úrskurður í þinghaldi 18. sama mánaðar þar sem kröfu stefnda um frávísun málsins var hafnað. Í sama þinghaldi upplýsti lö gmaður stefnanda að því yrði mótmælt ef dómari h ygðist fresta málinu til framlagningar greinargerðar stefnda um efnisvarnir sínar, enda hefði stefndi þegar skilað greinargerð í málinu. Með vísan til 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 væri ekki heimild í lögum til að leggja fram aðra greinargerð. Lögmaður stefnda óska ði aftur á móti eftir fresti til framlagningar greinargerðar um efnisvarnir stefnda. Í þinghaldi 25. janúar 2021 var málið flutt um ágreining málsaðila um framkomna beiðni stefnda um frest til framlagningar greinargerðar um efnisvarnir sínar. Með úrskurði 19. febrúar sl. hafnaði dómurinn kröfu stefnda um frest til framlagningar greinargerða r. Í úrskurðinum kom fram að meginregla sé að stefndi leggi fram eina greinargerð undir rekstri einkamáls þar sem fram koma kröfur hans og málsástæður sem lú ta bæði að efnisvörnum og formhlið máls. Undantekningu frá meginreglunni sé að finna í 6. málslið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, svo sem 3 ákvæðinu hafi verið breytt með 7. gr. laga nr. 78/2015. Þar segi að krefjist stefndi þess að máli verði vísað frá dó mi sé honum heimilt að leggja fram greinargerð einungis um þá kröfu, enda sé hún lögð fram innan fjögurra vikna frá þingfestingu málsins. Engar undanþágur frá því tímamarki sé að finna í 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, sbr. úrskurð Landsréttar 18. desemb er 2020 í máli nr. 624/2020. Hið fyrirliggjandi mál hafi verið þingfest 26. maí 2020 og greinargerð stefnda um frávísun lögð fram 6. október 2020. Þar með hafi verið liðinn lengri tími en fjórar vikur frá þingfestingu þar til greinargerðin var lögð fram. A ð öllu þessu virtu yrði ekki hjá því komist að synja stefnda um frest til framlagningar annarrar greinargerðar í máli nu . Þann úrskurð kærði stefndi til Landsréttar sem vísaði kærunni frá dómi með úrskurði réttarins 22. mars 2021 í máli nr. 145/2021 . Máli ð var næst tekið fyrir 9. apríl sl. Í því þinghaldi óskaði lögmaður stefnda eftir því að fá að leggja fram tiltekið skjal. Þeirri framlagningu var mótmælt af hálfu lögmanns stefnanda , sem byggði á því að dómtaka bæri málið. Í þinghaldi 12. apríl sl. upplýsti d ómari lögmenn um þá ákvörðun sína að heimila ekki framlagningu umþrætts skjals , með vísan til þess að málið b æ ri að dómtaka í þeim farvegi sem það var þegar ljóst lá fyrir að stefnda yrði ekki veittur kostur á að skila sérstakri greinargerð um ef nisvarnir sínar, sbr. úrskurð dómsins 19. febrúar sl . Var málið dómtekið í sama þinghaldi. II Stefnandi byggir riftunarkröfu sína á því að í afsali fasteignarinnar að Ystaseli 28 hinn 1. júní 2007 felist ráðstöfun sem á ótilhlýðilegan hátt sé stefn da til hagsbóta á kostnað stefnanda og kröfuhafa hans, sbr. 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefnandi hafi verið ógjaldfær þegar ráðstöfunin hafi farið fram, eða a.m.k. orðið ógjaldfær með ráðstöfuninni. Stefndi hafi haft hag af hinni r iftanlegu ráðstöfun og vitað um ógjaldfærnina vegna tengsla við stefnanda. Ranglega sé staðhæft í afsali að kaupverð hafi að fullu verið greitt og stefndi yfirtekið áhvílandi veðskuldir umfram þá fjárhæð sem stefnandi fallist á sem innborgun, eins og áður segir. Nánar tiltekið mótmæli stefnandi því að tilvísaðar veðskuldir á fyrsta og öðrum veðrétti séu réttmætar. Afsalið sjálft sé málamyndagerningur og í öllu falli örlætisgerningur. Í hvoru tveggja felist ótilhlýðileg ráðstöfun í skilningi 141. gr. laga n r. 21/1991. Umrædd fasteign hafi áður verið í eigu Gyðu Brynjólfsdóttur , sem afsalað hafi henni til stefnanda 13. febrúar 2015. Þeirri ráðstöfun hafi síðar verið rift, sbr. dóm Landsrétt ar 8. febrúar 2019 í máli nr. 491/2018 . Stefnandi, sem stofnaður haf i verið af Gyðu , hafi verið í 100% eigu VIP travel ehf., kt. 690113 - 0820 (Fastrek ehf. í dag), þegar kaupin um Ystasel 28 hafi verið gerð í 4 febrúar 2015. Stefnandi hafi sömuleiðis verið í eigu félagsins þegar fasteigninni hafi verið afsalað til stefnda í júní 2017. Eigandi VIP travel/Fastreks ehf. sé Kristján Jósteinsson, sonur Gyðu . Kristján hafi því verið eini eigandi stefnanda gegnum ferðaþjónustufélag sitt þegar ráðstöfunin um Ystasel 28 hafi verið framkvæmd. Stefndi sé í eigu Ómars Sigtryggssonar sem jafnframt sé framkvæmdastjóri félagsins og fyrirsvarsmaður. Ómar og Kristján séu æsku vinir og umfangsmiklir viðskiptafélagar sé mið tekið af greiðslum stefnanda til S.K.Ó. ehf . , sem sé félag í eigu téðs Ómars. Loks sé bent á að Gyða og eiginmaður hennar, Jósteinn Kristjánsson, séu í dag skráð með lögheimili að Ystaseli 28. D og B, synir Gyðu og Jósteins , séu þar einnig með lögheimili. Stefnandi hafi fyrir úrskurð um gjaldþrotaskipti sömuleiðis verið með skráð lögheimili að Ystaseli 28 , þrátt fyrir að hafa selt eignina löngu áður. Að mati stefnanda sé u augljós tengsl milli stefnanda sem seljanda fasteignarinnar að Ystaseli 28 og fyrirsvarsmanns stefnda sem kaupanda hennar. E nginn vafi leiki á að Ystasel 28 ehf. hafi verið ógjaldfært 1. júní 2017 þegar ráðstöfunin um afsal fasteignarinnar Ystasels 28 hafi verið framkvæmd. Í öllu falli hafi hann orðið ógjaldfær með ráðstöfuninni. Fyrrnefndur dómur Landsréttar staðfesti það. Stefndi ber i sönnunarbyrðina um hið gagnstæða. Samkvæmt afsali f yrir eigninni hafi umsamið kaupverð að fjárhæð 85.000.000 krónur verið i því alfarið að stefndi hafi innt af hendi alla þá fjármuni sem tilgr eindir eru í afsali til greiðslu tilgreinds kaupverðs, hvort heldur í formi peninga eða annarra verðmæta. Skiptastjóri hafi ekkert bókhald fengið afhent frá fyrirsvarsmanni hins gjaldþrota félags. Það næsta sem hafi kom i st bókhaldi hafi verið mappa með fyl giskjölum sem sé í vörslum skattrannsóknarstjóra en skiptastjóri hafi fengið aðgang að. Af framangreindum gögnum, skattframtölum og ársreikningum verð i ekki ráðið að nokkrir fjármunir hafi runnið til hins gjaldþrota félags til greiðslu kaupverðs, aðrir en yfirtaka stefnda á láni sem félagið hafi veitt stefnanda. Stefndi beri sönnunarbyrðina fyrir því að raunveruleg verðmæti hafi skipt um hendur til að fjármagna kaupin. Stefnandi hafn i því enn fremur að kaupverð hafi verið greitt með yfirtöku stefnda á raunverulegum skuldum að baki tilvísuðum veðskuldabréfum. Í því sambandi sé m.a. vísað til þess að í afsali komi Skuld skeyting f ari einungis fram með samþykki kröfuhafa. Fyrir ligg i að skuldskeyting hafi ekki farið fram vegna láns ALM Veðbréfa hf. Stefnanda sé ekki kunnugt um að samþykki kröfuhafa liggi fyrir um yfirtöku annarra skulda. 5 Hvað nánar varði einstakar tilvís aðar skuldir á veðrétti 1 - 3 kveðst stefnandi vísa til þess að á fyrsta veðrétti sé i að skuldskeyting hafi ekki farið fram og því hefur stefndi ekki yfirtekið sk uldina. Skiptastjóra stefnanda sé ekki kunnugt um ætluð viðskipti stefnanda og kröfuhafans að baki kröfunni eða fjárhæð skuldarinnar að öðru leyti en því sem gefið sé upp að nafnvirði. Í afsali sé vísað til fjögurra handhafabréfa á öðrum veðrétti. Um sé að ræða tryggingarbréf , öll dags. 27. nóvember 2008 , samtals að fjárhæð 32.000.000 krónur sem eig i að vera tilkomin vegna skulda stefnanda við börn Gyðu Brynjólfsdóttur . Stefnandi hafn i því að raunverulegar skuldir við börn Gyðu hafi búið að baki þeim fjór um tryggingarbréfum sem hvílt hafi á eigninni , sbr. einkum þær forsendur sem lágu til grundvallar niðurstöðu fyrrnefnds dóms Landsréttar í máli nr. 491/2018 . H ið sama eigi við vegna viðskiptanna 1. júní 2017. Beinast ligg i við að álykta að um málamyndagern inga hafi verið að ræða. Í öllu falli verð i að leggja til grundvallar að áhvílandi skuldir hafi verið miklu lægri en verðmæti fasteignarinnar. Burtséð frá þessu ligg i fyrir að stefnandi hafi grei tt B, C og D fjárhæðir sem nem i ætluðum skuldum félagsins við þá. Ekki ligg i fyrir nein gögn um að E hafi samþykkt skuldskeytingu við sölu stefnanda á fasteigninni til stefnda. Stefnandi byggi þannig á því að eini tilgangur viðskiptanna hafi verið að koma eigninni Ystaseli 28 undan eig narhaldi stefnanda og í skjól undan kröfuhafa félagsins, þb. Gyðu Brynjólfsdóttur . Um þetta hafi fyrirsvarsmanni stefnda, Ómari Sigtryggssyni , verið fullkunnugt , enda æskuvinur sonar Gyðu . Í öllu falli hafi honum ekki getað dulist að ekki hafi komið til gr eiðslu raunverulegs kaupverðs eignarinnar með yfirtöku skulda , enda eig i þær skuldir sér ekki stoð í raunveruleikanum. Með viðskiptunum hafi stefndi fengið til sín verðmæti umfram kröfuhafa stefnanda. Ótilhlýðileiki ráðstöfunarinnar fel i st ekki síst í því. Fjárkröfu sína kveðst s tefnandi byggja á á 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Heildarkrafa stefnanda nem i 85.000.000 krónum sem samsvar i kaupverði fasteignarinnar að Ystaseli 28 og stefndi hafði hag af, að frádreginni innborgun 1. júní 2017 að fjárhæð 3 5.000.000 krónur vegna yfirtöku/niðurfellingar stefnda á láni á þriðja veðrétti. Dráttarvaxta sé krafist frá og með 1. júní 2017 þegar afsal um eignina hafi verið undirritað. Varakröfu sína byggir stefnandi á almennri sakarreglu skaðabótaréttar og fyrri málsástæðum sínum að breyttum breytanda. III Stefnandi höfðar mál þetta til riftunar á þeirri ráðstöfun félagsins að afsala stefnda 1. júní 2017 fyrrgreindri fasteign að Ystaseli 28 í Reykjavík . Samhliða því hefur 6 stefnandi uppi fjár kröfu á grundvelli riftunar, þ.e. um greiðslu á 85.000.000 krónum úr hendi stefnda, að frádreginni innborgun 1. júní 2017 að fjárhæð 35.000.000 krónur. Eins og áður segir setti stefndi einungis fram formvarnir í greinargerð sinni, en engar efnisvarnir. Formvör num stefnda hefur dómurinn þegar hafnað með úrskurði 18. janúar sl. Við þessar aðstæður telst stefndi ekki hafa sett fram nein rökstudd mótmæli gegn kröfu stefnanda. Þannig ber að dæma málið eftir kröfum og málatilbúnaði stefnanda að því leyti sem er samrýmanlegt framkomnum gögnum, nema gallar séu á málinu sem varði frávísun þess án kröfu. Þetta helgast af því að engin rökstudd mótmæli teljast hafa komið fram í málinu, enda leið a u pphafsorð 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 til þess að ekki er unnt að taka tillit til mótmæla stefnda eða röksemda fyrir þeim setji hann þær ekki fram í skriflegri greinargerð sem lögð hafi verið fram í málinu. Framlögð gögn eru í samræmi við kröfur stefnanda á hendur stefnda . Að mati dómsins eru engir þeir gallar á málatilbúnaði stefnanda að varða eigi frávísun málsins af sjálfsdáðum . Eins og málið liggur fyrir ber því að mati dómsins að fallast á það með stefnanda að uppfyllt séu skilyrði 1 41 . gr. l aga nr. 21/1991 fyrir riftun þeirrar ráðstöfunar stefnanda að afsala fyrrgreindri fasteign til stefnda. Krafa stefnanda um riftun ráðstöfunarinnar verður því tekin til greina. Af þessari niðurstöðu leiðir jafnframt að fallast ber á fjárkröfu stefnanda , sbr . 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 , þó þannig að dráttarvextir verða dæmdir frá 15. febrúar 2020, en þá var mánuður liðinn frá því að lýst var yfir ri f tun , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. maí 2013 í máli nr. 753/2012 . Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 7 50.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Arn aldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. D Ó M S O R Ð: R ift er ráðstöfun Ystasels 28 ehf., til stefnda , Ladylovelux Ltd. , áður ARM Securities Ltd., með afsali, dags. 1. júní 2017, á fasteigninni Ystaseli 28 í Reykjavík, fastanúmer 205 - 4 425, ásamt öllum tilheyrandi réttindum, þar með talið lóðarréttindum . S tefndi greiði stefnanda , þb. Ystasels 28 ehf ., 85.000.00 0 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20 . febrúar 20 20 til greiðsludags, að frádreginni innborgun 1. júní 2017 að fjárhæð 35.000.000 krónu r. Stefndi greiði stefnanda 7 50.000 krónur í málskostnað. Arnaldur Hjartarson.