Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. júlí 2022 Mál nr. E - 2982/2020 : Sýn hf. ( Reimar Snæfells Pétursson lögmaður ) g egn 365 hf., Jón i Ásgeir i Jóhanness yni og Ingibjörg u Stefaní u Pálmadótt u r ( Gestur Jónsson lögmaður ) Dómur I 1. Mál þetta, sem þingfest var 7. maí 2020 og dómtekið 2 0. maí 2022, er höfðað af Sýn hf., Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, gegn 365 hf., Laugavegi 1b, Reykjavík, og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, báðum til heimilis í [...] . 2. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd in solidum til að greiða stefnanda 1.698.810.718 krónur að viðbættum vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 28/2001 um vexti og verðtryggingu af 153.862.030 krónum frá 31. maí 2019 til 30. júní 2019, af 313.611.174 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2019, af 479.038.769 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 2019, af 645.102.623 krón - um frá þeim degi til 30. sept ember 2019, af 805. 467.503 krónum frá þeim degi til 31. okt óber 2019, af 971.637.400 krónum frá þeim degi til 30. nóv ember 2019, af 1.132.583.808 krón - um frá þeim degi til 31. des ember 2019, af 1.299.496.009 krónum frá þeim degi til 17. jan úar 2020, en með dráttar vöxtum skv . 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 1.391.144.812 krónum frá þeim degi til 17. feb rúar 2020, af 1.558.366.021 krónum frá þeim degi til 14. mars 2020 , en af 1.698.810.718 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar in solidum úr hend i stefndu. 3. Stefnd u kref ja st sýknu , en til vara að dómkröfur verði lækkaðar verulega. Þá er þess krafist að stefnandi greiði stefndu málskostnað, hverju um sig . II Málsatvik 4. Stefnandi , áður Fjarskipti hf., og stefndi 365 hf., áður 365 miðlar hf., gerðu með sér kaup samn - ing 14. mars 2017 þar sem stefnandi keypti allar eignir stefnda 365 hf. á fjarskipta - og fjölmiðlamarkaði hér á landi , þ.m.t. sjónvarpsstöð ina Stöð 2, auk fleiri sjónvarpsstöðva, allt endurvarp erlendra sjónvarpsstöðva, útvarpsstöð ina Bylgjuna, auk fleiri útvarpsstöðva og 2 afþreyingar - og fréttavefinn www.visir.is , auk fleiri fjölmiðla. Kaupverðið var 7.875.000.000 krón a sem samkvæmt ákvæði 3.2 í kaupsamningum var greitt með yfirtöku skulda að fjár hæð 4.600.000.000 krónur , afhendingu á hlutafé í kaupanda að markaðsvirði 1.700.000.000 krónur og greiðslu reiðufjár að fjárhæð 1.575.000.000 krónur . 5. Í 8 . kafla kaupsamning sins var kveðið á um samkeppnisbann stefnda 365 hf. og í yfirlýsingu, dagsettri sam a dag og kaupsamningurinn, undirgengust stefndu Jón Ásgeir og Ingibjörg efnis - lega samhljóða bann. Bann stefndu var til þriggja ára frá undirritun samningsins og yfir lýs ing - arinnar 14. mars 2017. S érstök undanþága vegna samkeppnisbannsins var gerð varðandi rekst - ur Fréttablaðsins og vefmiðils þess , www.frettabladid.is , sbr. ákvæði 8.5 í kaupsamn ingnum , enda var m.a. sá rekstur undanskilinn sölunni. 6. Í samkeppnis ákvæð um 8 . kafla fólst nánar að stefndi 365 hf. skuldbatt sig, til þriggja ára, til þess að fara ekki í samkeppni við stefnanda á sviði fjarskipta , á sviði fréttamiðlunar á rafrænu formi á internetinu og á sviði hljóðvarps - og ljósvakamiðlunar. Skuldbinding stefnda 365 hf. tók einnig til þess að kom a ekki að neinni starfsemi eða rekstri á þessum sviðum. Í því fólst að stefndi 365 hf. myndi ekki aðstoða á einn eða annan hátt, með beinum eða óbeinum hætti, m.a. félög sem störfuðu í beinni eða óbeinni samkeppni við kaupanda, miðað við þá starfsemi sem k aupandi stundaði á tíma samningsgerðarinnar, og myndi stunda eftir kaup á söluandlaginu. Þá myndi stefndi 365 hf. hvorki fjármagna né eignast, beint eða óbeint, hlut, eða eiga beina eða óbeina fjárhagslega hagsmuni í nokkru félagi sem m.a. starfaði í beinn i eða óbeinni sam - keppni við stefnanda af þessum toga. Skuldbundu stefndu Jón Ásgeir og Ingibjörg sig til hins sama á grundvelli áðurgreind r ar yfirlýsingar. 7. Í ákvæði 8.5 kom fram undanþága fr á samkeppnisbanninu, þar sem m.a. var kveðið á um að seljanda væri þó heimilt að standa að útgáfu Fréttablaðsins og starfrækslu vefmiðils til stuðn - ings blaðinu. Til skýringar á því hvað teldist vera til stuðnings Fréttablaðinu var m.a. vísað til þess að sá vefmiðill skyldi eingöngu vera til stuðnings blaðinu og innihalda það fréttaefni sem birt væri í prentuðum útgáfum blaðsins , þó þannig að heimilt væri að uppfæra fréttir og/eða birta nýjar fréttir yfir daginn líkt og gert væri í mars 2017 á vefsíðunni www.thetimes.co.uk . Þá væri seljanda óheimilt að tengja vef Fréttablaðsins við ljósvakamiðla, sem og óheimilt að sýna myndbönd þar sem greitt væri fyrir sýningarrétt. 8. Á tíma samningsgerðarinnar hafði stefndi Jón Ásgeir umtalsverða aðkomu að rekstri stef nda 365 hf., og þar með seldum eignum, en stefnda Ingibjörg var og er forstjóri stefnda 365 hf. 9. Eftir gerð sáttar við Samkeppniseftirlitið 8. og 9. október 2017 voru seldar eignir afhentar 1. desember s . á . , samhliða því að greiðsla kaupverðs fór fram. Stef ndi 365 hf. gekkst sérstaklega undir sátt við Samkeppniseftirlitið vegna kaupanna . Í viðauka við sáttina kom fram að markmið sáttarinnar væri að verja virka samkeppni og fjölræði og fjölbreytni á þeim mörkuðum sem samruninn tók til. Var einnig mælt fyrir u m að stefndi 365 hf. skyldi annað hvort selja rekstur Fréttablaðsins og vefsíðu þess eða eignarhlut sinn í Fjarskiptum hf. , til óskylds þriðja aðila innan 30 mánaða frá undirritun sáttarinnar. 3 10. Eftir sölu eignanna til stefnanda færði stefndi 365 hf. eignarh ald sitt og rekstur á Fréttablaðinu til einkahlutafélagsins Torg s ehf., sem þá var í 100% eigu stefnda 365 hf. 11. Með kaupsamningi , dags . 4. júní 2019 , keypti einkahlutafélagið HFB - 77 ehf. 50% af útgefnu hlutafé Torgs ehf. Með samningi , dags . 11. október 2019 , keypti HFB - 77 ehf. Torg ehf., að fullu . Frá þeim tíma kveðast stefndu ekki að neinu leyti hafa komið nálægt þeim rekstri, hvorki beint né óbeint , né heldur hafi stefndu átt neina fjárhagslega hagsmuni af honum. Í framhaldinu keypti Torg ehf. Hringbraut fjölmiðla ehf. 12. Óumdeilt er að Fréttablaðið hóf að bjóða upp á hlaðvarp á vefsíðu sinni á vormánuðum árið 2019 , auk þess sem útgáfufélag Fréttablað sins yfirtók rekstur sjónvarpsstöðvarinnar Hring - brautar í lok sama árs og tengdi sjónvarpsefn i hennar við vefsíðu Fréttablaðsins . Aðil a greinir hins vegar á um hvort þessi atriði hafi falið í sér brot gegn samkeppnisákvæðum 8 . kafla í kaupsamning i . III Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 13. Stefnandi byggir á því að á vormánuðum 2019 hafi Fréttablaðið ákveðið að hefja rekstur á og bjóða upp á hlaðvarp á vefsíðu sinni, www.frettabladid.is , og hafi í framhaldinu hafið fram - leiðslu á margvíslegu hljóðef ni í þáttaformi. Tenglar á hlaðvarpið hafi birst efst á vefsíðunni, auk þess sem áberandi tengingar hafi verið á þætti hlaðvarpsins annars staðar á forsíðunni. Með þessu hafi Fréttablaðið verið komið í samkeppni við útvarpsstöðvar og tengd hlaðvörp þeirra á vefsíðunni www.visir.is . 14. Undir lok árs 2019 hafi Fréttablaðið ákveðið að yfirtaka rekstur sjónvarpsstöðvarinnar Hring - brautar og taka þannig þátt í framleiðslu mikils magns sjónvarpsefnis, auk þess sem Frétta - blaðið h afi ákveðið að hefja útgáfu alls sjónvarpsefnis Hringbrautar á vefsíðu sinni. Þetta hafi verið gert með því að efst á vefsíðunni hafi birst tengill á Hringbraut og vefsíðuna www.hringbraut.frettabladid. is , en sú vefsíða sé svo kallað og teljist því úthald hennar hluti af starfsemi, rekstri og útgáfu Fréttablaðsins. Á þessari vefsíðu sem var streymi af sjónvarpsstöðinni í línulegri útsendingu. Þá hafi jafnframt verið unnt að sækja og lesa efni úr Fréttablaðinu auk þess sem unnt hafi verið að horfa með ólínulegum hætti á þætti Hringbrautar . Með gerð vefsíðunnar www.hringbraut.frettabladid.is hafi þannig farið fram full samblöndun á prentmiðlinum Fréttablaðinu og sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hafi allur rekstur Hringbrautar verið færður undir hatt Fréttablaðsins, enda virðist s krifstofuhald miðlanna tveggja vera með öllu sameiginlegt og samrekstur þeirra algjör. 15. Stefnandi t aki fram að sú framleiðsla og útgáfa efnis sem um ræði og tengd var vefsíðu Frétta - blaðsins hafi verið umfangsmikil og snert fjölmörg svið mannlífs. Þessi framleiðsla, útgáfa og samtenging hafi farið langt út fyrir heimildir, hafi varðað ýmis dægurmál og hafi raunar varðað að minnstum hluta beinlínis fréttatengt efni. 4 16. Framangreind háttsemi brjóti í bága við 8 . kafla í kaupsamning i aðila og fylgiskjal nr. 22 við hann. Beri stefndu því að greiða stefnanda in solidum févíti eða dagsektir vegna brota á um - ræddum skuldbindingum , en brotin teljist vera á sameiginlegri ábyrgð stefndu . 17. Stefnandi hafn i þeim mótbárum stefndu að stefndi 365 hf. hafi fyrst selt útgáfu Fréttablaðsins til Torgs ehf. og svo selt allt hlutafé þess félags . 18. Í fyrsta lagi geri k aupsamningurinn ráð fyrir því að Fréttablaðið sé í eigu stefndu í kjölfar kaupanna. Auk þess geri 8 . kafli , ákvæði 8.5, og samsvarandi ákvæði yfirlýsingar á fylgiskjali nr. 22, ráð fyrir að á tímabili samkeppnisbannsins sé á forræði stefndu að skipuleggja rekstur Fréttablaðsins svo hann samrýmist umræddum ákvæðum. Stefndu get i ekki vikist undan því að tryggja a ð rekstur Fréttablaðsins samrýmist skuldbindingum þeirra með því að framselja rekstur Fréttablaðsins til annars lögaðila. 19. Í öðru lagi banni kaupsamningurinn og fylgiskjal nr. 22 að stefndu aðstoði á einn eða annan hátt, hvort heldur með beinum eða óbeinum hætti, annað félag við að stunda beina eða óbeina samkeppni við stefnanda. Stefnandi byggi á því að framsal rekstrar prentmiðilsins Frétta - blaðsins til annars lögaðila teljist vera aðstoð við þann lögaðila til samkeppni í skilningi ákvæð - isins, enda sé Fr éttablaðið sterkur prentmiðill með mikla útbreiðslu og vinsæla vefsíðu. Fram - sal reksturs Fréttablaðsins til þriðja manns, án nokkurs áskilnaðar um samkeppnisskuldbind - ingar, teljist því vera aðstoð við samkeppni í skilningi 8 . kafla í kaupsamning i og yfirlýsing ar - innar á fylgiskjali nr. 22. 20. Í þriðja lagi hafi allt hlutafé einkahlutafélagsins Torg s ehf. verið í eigu stefnda 365 hf. til a.m.k. 17 . október 2019, þegar tilkynnt hafi verið til fyrirtækjaskrár r íkisskattstjóra um breytingar á stjórn To rgs ehf. Meðan slík eignatengsl hafi verið fyrir hendi geti aldrei stoðað fyrir stefndu að bera fyrir sig að sala Fréttablaðsins til Torgs ehf. hafi leyst stefndu undan skuldbindingum sínum gagnvart stefnanda, enda sé aðild að samkeppni með beinum eða óbei num hætti, í gegn - um eignarhald, andstætt b - og c - liðum í ákvæði 8.2 í kaupsamning num og samsvarandi ákvæð - um fylgiskjals nr. 22. 21. Í fjórða lagi sé þinglýstur leigusamningur um það húsnæði sem Fréttablaðið og Hringbraut nýta undir starfsemi sína í dag dagse ttur frá 24. ágúst 2018 og honum markaður gildistími til 31. október 2028. Leigutaki samkvæmt samningnum sé 365 hf. og í þinglýstum viðauka við samn - inginn komi fram að stefndi 365 hf. hafi sett tryggingu fyrir réttum efndum leigusamningsins. Verð i því ekk i séð að Torg ehf. hafi yfirtekið skyldur stefnda 365 hf. Lít i stefnandi svo á að með þessu fjármagni stefndi 365 hf. starfsemi Torgs ehf. og þar með Fréttablaðsins og Hring - brautar, þvert á b - lið ákvæðis 8.2 í kaupsamningnum og samsvarandi ákvæði í fylgiskjali nr. 22. 22. Þá mótmæli stefnandi þeim mótbárum stefndu að við samningsgerð hafi legið fyrir að stefndu hygðust selja frá sér rekstur Fréttablaðsins og að skýra eigi ákvæði 8 . kafla í kaupsamning num og samsvarandi ákvæði fylgiskjals nr. 22 með hliðs jón af því. Hið rétta sé að á tíma samnings - gerðarinnar hafi verið miðað við hið gagnstæða, enda birtist sú forsenda t.d. í aðfaraorðum 5 um mögulega sölu stefndu á rekstri Fréttablaðsins ekki komið til fyrr en löngu síðar , eða með sátt 8. október 2017 við Samkeppniseftirlitið, þar sem stefndi 365 hf. hafi skuldb undið sig til að hlíta tilteknum skilyrðum í starfsemi sinni. Meðal þeirra hafi verið að stefndi 365 hf. sk yldi rjúfa eignatengsl keppinauta á fjölmiðlamarkaði og hafi í því samhengi verið vísað til þess að seljandi ætti, eftir kaupin, eignarhlut í kaupanda og rekstur Fréttablaðsins. Skyldi þetta gert með því að seljandi myndi annað hvort selja rekstur Fréttabl aðsins og vefsíðu þess, eða eignarhluta sinn í kaup anda, til óskylds þriðja aðila. Skyldi þetta gerast innan 30 mánaða frá undirritun sáttarinnar eða fyrir 8. apríl 2020. Þegar þau eignatengsl yrðu rofin myndu skilyrði sáttarinnar falla úr gildi. Þótt með þessu hafi verið ljóst að til sölu Fréttablaðsins gæti komið hafi engan veginn falist í þessu að slík sala yrði að fara fram áður en gildistími 8 . kafla kaupsamning sins væri liðinn. Þá hafi ekki verið að nokkru leyti ljóst að sala Fréttablaðsins væri óhjá kvæmileg, enda hafi verið nægjanlegt að stefndi 365 hf. seldi þann eignarhlut sem hann átti í stefnanda fyrir umrætt tímamark. Þann eignarhlut hafi hann selt 2. október 2018 og skilyrði Samkeppniseftirlitsins um sölu Fréttablaðsins hafi því fallið úr gildi þann dag. Hafi stefndu því eng in nauðsyn borið til að selja Fréttablaðið fyrir kröfur Samkeppniseftirlitsins. 23. Stefnandi byggi fjárhæð kröfu sinnar á ákvæðum kaupsamnings aðila og yfirlýsingar á fylgi - skjali nr. 22, en samkvæmt þeim eigi stefnandi rétt á a ð fá greiddar frá stefndu 5 milljónir króna á dag fyrir hvern dag sem brot vari. Sú fjárhæð skuli hækka í samræmi við hækkanir á vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitölu í desember 2016, sem hafi verið 438,5 stig. Brot stefndu hafi hafist eigi síðar en 3. maí 2019 . Umfang þeirra hafi aukist verulega eigi síðar en 10. desember s.á. , en þeim hafi ekki lokið fyrr en gildistími 8 . kafla í kaupsamning i aðila og fylgiskjals nr. 22 hafi runnið sitt skeið þann 14. mars 2020. Brot stefndu hafi því varað í 317 daga. 24. Þá byggi stefnandi kröfu sína um greiðslu dagsekta eða févítis á fortakslausum ákvæðum kaup - samnings aðila, en í ákvæðunum felist að stefndi þur fi ekki með nokkrum hætti að sýna fram á tjón sitt . Beri þegar af þeirri ástæðu að taka kröfu stefnanda til greina. Tekur stefnandi þó fram að hann hafi orðið fyrir augljósu og verulegu tjóni vegna háttsemi stefndu. 25. Stefnandi hafi krafist þess með bréfi 17 . desember 2019 að stefndu og Torg ehf. greiddu honum kröfuna , sem þá hafi þegar verið áfallin , og lét u af háttsemi sinni. Þeirri kröfu hafi verið hafnað 20. desember 2019. Stefnanda hafi því verið nauðsynlegt að höfða þetta mál. IV Helstu málsástæður og lagarök stefnd u 26. Stefndu byggja á því að hafa ekki farið í samkeppni við stefnanda frá 14. mars 2017 til 14. mars 2020 sem ekki rúm i st innan ákvæðis 8.5 í kaupsamning i aðila . Né heldur hafi þ au brotið gegn stafliðum a f í ákvæði 8.2 í kaupsamningnum og því ekki brotið gegn því samkeppnis - banni sem þau hafi geng i st undir. Hvorki hafi verið brotið gegn banninu með rekstri hlaðvarps 6 né með kaupum Torgs ehf., dótturfélags Fréttablaðsins, á starfsemi Hringbrautar fjölmiðla ehf., eftir að stefndi 365 seldi allt hlutafé sitt í Torgi , stefnandi haldi fram. Skilyrði til greiðslu févítis, sbr. ákvæði 8.3 í samningi aðila, séu því ekki fyrir hendi. 27. Hvergi í ákvæði 8.5 eða kaupsamning i sé vikið að orðinu hlaðvarp eða podcast. Hafi slíkt enda ekki verið andlag s ölunnar og bann við samkeppni því ekki náð til þess. Bannið hafi einungis náð til þeirrar starfsemi sem seld hafi verið og tilgreind sé í ákvæði 8.1 , þ.e. fréttamiðlun ar á rafrænu formi á internetinu og hljóðvarps - og ljósvakamiðlun. Andstætt því sem stefn andi haldi fram sé hlaðvarp ekki það sama og útvarp og styðjist sá skilningur stefnanda ekki við neina þekkta skilgreiningu . Ekki sé um sama markað að ræða og hafi rekstur hlaðvarps ekki verið meðal þess sem selt hafi verið samkvæmt samningi aðila. Stefndu hafi staðið við þá skuldbind - ingu að hafa vef Fréttablaðsins til stuðnings Fréttablaðinu. Vefur inn hafi undir yfirráðum stefndu ekki verið tengdur við ljósvakamiðla , miðlað ljósvakaefni eða sýnt myndbönd þar sem greitt var fyrir sýningarrétt. 28. Í ákvæði 8. 5 í kaupsamning i k omi sérstaklega fram að miðað sé við að vefur Fréttablaðsins verði í samræmi við vef The Times í Bretlandi, www.thetimes.co.uk. Á honum sé og h a f i verið hlað varp a.m.k. frá árinu 2017 . 29. Tilgangur samkeppni sbannsins hafi verið að stefndu myndu ekki hefja sömu starfsemi og hið selda var, þ.m.t. á afþreyingarvef, sem væri í beinni samkeppni við visir.is, sem sé alhliða afþreyingarvefur og styðji alla fjölmiðla stefnanda. Þar sé að finna klippur úr sjónvarpsdagskrá miðla stefnanda, mikla umfjöllun um íþrótt ir , klippur úr útvarpsdagskrá, tengingar inn á útvarpsstöðvar stefnanda, auk annars efnis sem tengist m.a. íþróttaefni sem stefnandi h afi rétt á til sýninga hér á landi. Ekkert af þessu hafi verið sett inn á vef Fréttablaðsins. 30. E f tir að Torg ehf. , útgáfufélag Fréttablaðsins , hafi verið komið úr eigu stefnda 365 hf. hafi Torg ehf. fest kaup á Hringbraut fjölmiðlum , sem rek i samnefnda sjónvarpsstöð , og vefur hennar verið tengdur vef Fréttablaðsins . S amkeppnisbannið nái hvorki til þriðja aðila né geti stefndu orðið ábyrg fyrir rekstrarákvörðun félaga sem þau haf i enga aðkomu að. 31. Rökin að bak i samkeppnisbann i séu tvíþætt. Annars vegar að ekki sé nýtt þekking þeirra sem eig i fjárhagsleg r a hagsmuna að gæta af viðkomandi sölu og h ins vegar að þeir fjármunir sem afhentir séu við sölu fyrirtækja, þ.e. frá kaupanda til seljenda, séu ekki nýttir til að hefja sam - keppni við þann rekstur sem var seldur. Hvorugt eigi við um Torg eftir að það hafi kom i st í eigu félags í eigu Helga Magnússo nar fjárfestis. Hafi s tefnandi ekki komið að athugasemdum við meðferð samruna Torgs ehf. og Hringbrautar hjá Samkeppniseftirlitinu. 32. Stefndu hafi hvorki skuldbundið sig til að eiga Fréttablaðið í kjölfar kaupanna né hafi kaup - samningurinn verið byggður á þe irri forsendu , en hvoru tveggja sé haldið fram í stefnu. Hafi legið fyrir að Fréttablaðið yrði að öllum líkindum selt á þessu tímabili, eins og kveðið hafi verið um í sátt við Samkeppniseftirlitið. Að selja hlutafé í Torgi til aðila sem síðar festi kaup á sjónvarpsstöð hafi ekki falið í sér aðstoð við að hefja samkeppni. Þá hafi s jónvarpsstöðin 7 Hringbraut verið með starfsemi á markaði fyrir gerð kaupsamnings 1. mars 2017 og e inungis orðið breyting á eignarhaldi hennar með kaupum Torgs. 33. Ákvæði um bann við samkeppni beri að túlka þröngt, enda séu þau undantekning frá meginreglunni um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Samkeppnisbann get i aldrei náð til atvika eða atriða sem ekki séu skýrlega tekin fram í viðkomandi ákvæðum. Beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndu sem hafi hvorki gengist undir þá skuldbindingu að vefur Frétta - blaðsins gæti ekki haft hljóð skrár eða hlaðvörp né ábyrgst að aðili sem síðar myndi eignast Fréttablaðið færi ekki í samkeppni við stefnanda. 34. Loks verði um þetta atriði að hafa í huga að notkun vefs Fréttablaðsins á því tímabili sem hér um ræði hafi ekki aukist þannig að marktækt sé. Gögn málsins sýni notkun á helstu vefmiðlum landsins og hafi vefur Fréttablaðsins ekki komist með tærnar þar sem www.mbl.is og vefur stefnanda, www.visir.is , haf i haft hælana. 35. Rangt sé að stefndi 365 hf. sé leigutaki húsnæðis Fréttablaðsins. Fyrir liggi skjal þess efnis að 365 hf. sé ekki í neinni ábyrgð fyrir samningnum og ha fi skjalinu v erið þinglýst 2. janúar 2020. Húsaleiga Torgs ehf. á Kalkofnsvegi 2, Reykjavík , sé stefndu því óviðkomandi. 36. Varakrafa stefndu bygg is t á því að ósanngjarnt sé og andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig ákvæði um samkeppnisbann , a.m.k. hvað fjárhæð févítisins varð i , sbr. ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga. 37. T ekjur Torgs af hlaðvarpsstarfseminni hafi verið 800.000 krónur eða u.þ.b. 0,047% af stefnu - fjá r hæð , án vaxta. Stefnandi hafi ekki lagt neitt f ram til stuðnings f ullyrðing um í stefnu um að um verulega aukningu á auglýsingatekjum Fréttablaðsins hafi verið að ræða . Standist það enda ekki , auk þess sem ekkert bendi til þess að umferð um vef Fréttablaðsins hafi aukist við hlað - vörpin. 38. Kaupverð hinna seldu eigna hafi verið 7.875.000.000 krónur . Það að févíti geti orðið u.þ.b. 22% af þeirri fjárhæð, án vaxta , vegna tekna sem sk a p að hafi Torgi tekjur að fjárhæð 800.000 krónur g angi ekki upp . Myndi enda stefnandi þá auðgast án allrar tengingar við gerðan samning eða raunveruleikann. Séu því skilyrði til að fella févítið alveg niður , eða lækka niður í nánast ekki neitt, verði komist að þeirri niðurstöðu að um brot hafi verið að ræða. H afi verið um brot að ræða þá hafi það verið framið af gáleysi og sé af og frá að hlaðvarp Fréttablaðsins eða kaup Torgs á rekstri Hringbrautar hafi rýrt verulega verðmæti þeirrar starfsemi sem stefnandi hafi keypt. 39. S tefnandi hafi brotið gegn óskráðri reglu samningaréttar um gagnkvæmt till it milli aðila , enda hafi hann hvorki gert athugasemdir um starfsemi stefndu né bein t til þeirra áskorun um að hann teldi að verið væri að brjóta gegn bannákvæðinu. Á umræddum tíma hafi stefnandi og stefndi 365 hf. átt í miklum viðskiptum án þess að s tefna ndi hafi sett fram nokkra kröfu eða aðfinnslu r vegna þessa . Þá hafi s tefnandi ekki lagt fram kröfu um lögbann á starfsemina , eins og heimilt hefði verið skv. ákvæði 8.4 í kaupsamningnum. 8 40. Ekki hafi hallað á s tefnand a í viðskiptum við stefndu. Við afhendingu eignanna 1. desember 2017 hafi ákvæði kaupsamningsins um ástand hins selda verið uppfyllt og sé vísað til ákvæða 3.8 og liða i vi í staflið e í ákvæði 4.1 í kaupsamningi aðila. Stefnandi hafi aldrei gert kröfu um skaðabætur á grundvelli kau psamningsins. S tefnandi og forsvarsmaður hans verði að líta í eigin barm , enda geti s tefndu ekki borið ábyrgð á slælegum rekstri stefnanda sem hafi ítrekað birt afkomuviðvaranir. V Niðurstaða 41. Mál þetta hverfist í fyrsta lagi um það hvort stefndu hafi brotið gegn samkeppnisákvæðum í samningi aðila og í yfirlýsing u í viðauka við hann og í öðru lagi hvort þau beri þá ábyrgð á þeim brotum. Telur stefnandi brot stefndu felast í því annars vegar að bjóða upp á hlaðvarp á vefsíðu Fréttabla ðsins frá 3. maí 2019 og hins vegar með útgáfu alls sjónvarpsefnis sjónvarps - stöðvarinnar Hringbrautar á sömu vefsíðu frá 10. desember s.á. Miða st stefnufjárhæð við að meint brot stefnd u hafi varað í 317 daga, þ.e. frá 3. maí 2019 til 14. mars 2020, þegar samkeppnisbann það sem um er deilt hafi fallið úr gildi. 42. Ekki er um það deilt í málinu að boðið hafi verið upp á hlaðvarp á vefsíðu Fréttablaðsins frá maímánuði ársins 2019 heldur hvort það geti talist vera brot gegn samningi aðila. Í sam - keppnisákvæð um þ eim er stefndu gengust undir fólst að þau myndu ekki fara í samkeppni við stefnanda á sviði fjarskipta, á sviði fréttamiðlunar á rafrænu formi á internetinu og á sviði hljóðvarps - og ljósvakamiðlunar , eins og það var orðað . Tók s kuldbinding þeirra jafnfram t til þess að koma ekki að neinni starfsemi eða rekstri á þessum sviðum. Í stefnu er tekið fram að umræddir hlaðvarpsþættir hafi byggst á því að stjórnendur þeirra fjölluðu um dægurmál, feng u til sín viðmælendur, spil uðu tónlist eða öðru því sem tíðkast he fur um langt árabil í útvarpi og að með því hafi stefndu stuðlað að samkeppni við útvarpsstöðvar stefnda . Byggir stefnandi - ræða. Stefnd u vísa á hinn bóginn til þess að hlaðvarp og útvarp sé ekki það sama samkvæmt neinum þekktum skilgreiningum og sé ekki á sama markaði . 43. Af samningi aðila höfðu allir ávinning. Á kvæði um samkeppnisbann í samningi aðila var sett í því skyni að vernda ákveðna og lögmæta samkeppnishagsmuni, en almennt sé ð ríkir athafna - frelsi, s.s. til viðskipta og atvinnureksturs. Með hliðsjón af því frelsi er ekki hægt að beita markmiðsskýringum eða túlka rúmt hvað fellur undir samkeppni á sviði hljóðvarps - og ljósvakamiðlunar , sbr. hér til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 414/2018, heldur verður fyrst og fremst að byggja á samningsfrelsi aðila og því hvernig þeir hafa þá ákveðið að orða slík ákvæði. 44. Eins og stefndi hefur bent á hefur stefnandi ekki vísað til skilgreining a sem benda til þess að hlaðvörp megi telja til hljóðvarps - og ljósvakamiðlunar. Er nærtækt að líta til skilgreininga 2. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla í þessum efnum þar sem greinarmunur er gerður á hlaðvarpi annars vegar sem er dagskrárliðir í formi h ljóðskráa sem boðnir eru almenningi til niðurhals 9 og hins vegar á hljóðvarpi sem er línuleg hljóðmiðlun hljóðefnis án tillits til þess viðtækis sem notað er til móttöku efnis ins þar sem fjölmiðlaveita býður fram samtímis hlustun á dagskrárliði á grundvell i dagskrár áætlunar . Hugtakið hljóðmiðlun sýnist geta tekið til hvor s tveggja en skilgreining þess er þjónusta sem fjölmiðlaveita býður og er annars vegar hljóðvarp og hins vegar hlaðvarp eða annars konar hljóðmiðlun eftir pöntun. Hefði ætlunin verið sú að sam - keppnisákvæði það sem um ræðir tæki til hlaðvarpa hefði verið nærtækt að vísa til samkeppni á sviði hljóðmiðlunar, en það var ekki gert. Er og til þess að líta að í hefðbundnum málskilningi , sbr. íslenska nútímamálsorðabók , merkir orðið hljóðvarp útva rp sem stofnun og útsending, og ljósvakamiðill er fjölmiðill sem sendur er út, útvarp eða sjónvarp. Fellur hlaðvarp undir hvorugt þessa þótt hlaðvörp kunni á stundum að innihalda hljóðskrá af útvarpsþætti, en stefnandi hefur ekki haldið því fram að svo haf i háttað um hlaðvörp á vefsíðu Fréttablaðsins. 45. S tefnandi , sem rétt eins og stefndu hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim markaði sem um ræðir, verður að bera hallann af ónákvæmni í orðalagi umrædds samkeppnisákvæðis en skiln - ingur hans á því samræmist hvorki skilgreiningum laga né almennri málvenju, sbr. hér til hlið - sjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 398/2001 . V erða stefndu gegn andmælum sínum því ekki talin hafa brotið gegn samkeppnisbanni því sem þau undirgengust með því að bjóða upp á hlaðvarp á vefs íðu Fréttablaðsins . Fellur enda hlaðvarp ekki undir svið hljóðvarps - eða ljós - vaka miðlun ar og önnur miðlun er ekki nefnd til sögunnar í þessu sambandi í samkeppnis - ákvæðinu . Þarfnast þá ekki frekari skoðunar ákvæði 8.5 í samningi aðila og samsvarandi ákvæð i yfirlýsingar á fylgiskjali 22, enda er þar um að ræða undantekningu frá samkeppnis - banninu sem þegar hefur verið komist að niðurstöðu um að nái ekki til hlaðvarps á vefsíðu Fréttablaðsins. 46. Að fenginni framangreindri niðurstöðu er ljóst að þau brot sem s tefnandi vísar til af hálfu stefndu geta í fyrsta lagi hafa átt sér stað frá og með 10. desember 2019, en stefnandi byggir á að útgáfa sjónvarpsefnis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hafi þá hafist á vefsíðu Frétta - blaðsins. Hefur því ekki verið mótmælt af hálfu stefnd u sem tefl a fram þeim vörnum helst að á því tímamarki hafi útgáfufélag Fréttablaðsins verið komið úr eigu stefnda 365 hf. og hafi stefndu eftir þann tíma ekki komið að starfsemi eða rekstri Fréttablaðsins og vefsíðu þess. Er því ekki um það deilt að útgáfa sjónvarpsefnisins myndi fela í sér brot gegn margnefndu samkeppnisbanni yrðu stefndu talin bera ábyrgð á þeirri útgáfu frá 10. desember 2019. Raunar byggir stefnandi á því að samrekstur Fréttablaðsins og Hringbrautar hafi hafist umtalsvert fyrr, en engin gögn málsins styðja þá staðhæfingu. Er því ekki hægt að fallast á rök stefnan da sem lúta að því að stefndu hafi veitt seljendalán vegna sölu á rekstri Fréttablaðsins og átt kröfu á hendur kaupanda þess , enda voru þau atvik ekki lengur til staðar 10. desember 2019. Kemur þá til skoðunar hver ábyrgð stefndu , ef einhver, var frá nefnd u tímamarki þar til samkeppnisbannið skyldi líða undir lok í mars 2020. 47. Samkvæmt gögnum málsins seldi stefndi 365 hf. með kaupsamningi, dags. 4. júní 2019, 50% af heildarhlutafé Torgs ehf. sem eiganda og útgáfufélags Fréttablaðsins og vefritsins 10 www.frettabladid.is meðal annars. Í tengslum við söluna var gert hluthafasamkomulag þess efnis að eignarhlutur stefnda 365 hf. í félaginu væri 50% og kaupanda 50%. Meirihluti atkvæða skyldi ráða úrslitum á stjórnarfundum o g hluthafafundum en kæmi til ágreinings réði atkvæði formanns sem væri fulltrúi stefnda 365 hf. Með samningi, dags. 11. október 2019, seldi stefndi 365 hf. sama kaupanda 50% í félaginu Torgi ehf. þannig að kaupandi eignaðist 100% í félaginu og sama hlutfal l atkvæðisréttar. Skyldi kaupverðið greitt að hluta 17. s.m. og að hluta 30. nóvember s.á. Efndadagur var fyrri dagsetningin og skyldi kaupanda þá afhent uppfærð hluta - skrá félagsins. 48. Byggir stefnandi á ábyr g ð stefndu þrátt fyrir framangreinda sölu og vís ar til þess að í samningi aðila sé gert ráð fyrir því að Fréttablaðið sé í eigu stefndu í kjölfar kaupanna. Eins og áður verður ekki lögð önnur merking í samning aðila en orð hans bera með sér nema eitthvað sér - stakt bendi til þess. Gegn andmælum gagnaðila er því hvorki hægt að leggja til grundvallar að stefndu hafi ætlað sér að selja rekstur Fréttablaðsins né að þau hafi haft í hyggju og það verið forsenda allra aðila að sá rekstur yrði áfram í þeirra eigu. Er enda ekkert ákvæði að finna í samningnum sem v íkur að þessu atriði og verður ekki annað og meira lagt í orðalag aðfaraorða til kaupanda 14. mars 2017 heldur haldist hjá seljanda. Þá gefur orðalag samkeppnis b anns í 8 . kafla samning sins og ákvæði s sama efnis í yfirlýsingu á fylgiskjali 22 ekki annað og meira í skyn en að stefndu skuldbindi sig til að fara ekki í samkeppni við stefnanda næstu þrjú árin á tilgreindum sviðum. Styður framangreinda niðurstöðu jafnframt það orðalag undantekningar frá banninu að þrátt fyrir samkeppnisbannið skuli seljanda heimilt að standa að útgáfu Frétta - blaðsins. Þar er um heimild að ræða en hvorki er vikið að skyldu til eignarhalds í þeim efnum né skyldu til að sjá til þess a ð síðari eigendur virði bannið. Er af sömu ástæðum ekki hægt að fallast á með stefnanda að það eitt að framselja rekstur Fréttablaðsins til annars aðila án áskilnaðar um samkeppnisskuldbindingar geti í ljósi sterkrar stöðu miðilsins talist aðstoð við samke ppni í skilningi samkeppnisba nnsins sem stefndu undirgengust. Ef slíkur áskilnaður var að mati stefnanda nauðsynlegur hefði honum verið rétt að hlutast til um að hann yrði gerður hluti af samningi aðila. Verður samkvæmt framansögðu að miða við að stefndu h afi ekki í skilningi samkeppnisbannsins borið ábyrgð á rekstri Fréttablaðsins í gegnum eigna rhald eftir að þa ð leið undir lok. 49. Stefnandi leitast einnig með öðrum hætti við að tengja stefndu við rekstur Fréttablaðsins og vefsíðu þess eftir áðurgreinda sölu til þriðja aðila. Vísar hann til samnings um söluna og telur ýmis leg t það sem þar komi fram brjóta í bága við samkeppnisbannið sem fram k omi í samningi aðila máls þessa , sérstaklega þá ákvæði 8.2 þar sem nánar er reifað í stafliðum a f í hverju samkeppnisb ann stefnda 365 hf. f e l i st , sbr. og samsvarandi ákvæði yfirlýsingar um sams konar skuldbindingar stefndu Jón s Ásgeir s og Ingibj a rg ar . Styðst stefnandi raunar einungis við efni samningsákvæða í málinu, annars vegar samnings aðila málsins og hins vegar samnings stefnda 365 hf. frá 11. október 2019 um sölu á rekstri Fréttablaðsins. Þess skal hins vegar strax 11 getið að stefndu Jón Ásgeir og Ingibjörg áttu ekki persónulega aðild að samningnum 11. október 2019 og verða þau því ekki talin hafa b rotið gegn skuldbindingum sínum gagnvart stefnanda á grundvelli samningsákvæð a þess samnings eingöngu, enda voru þau ekki bundin af þeim ákvæðum sem stefnandi vísar til að fari gegn samkeppnisbanninu. Að því leyti sem stefnandi reisir kröfur sínar á þessar i málsástæðu eiga þær því eingöngu við um stefnda 365 hf. 50. Byggir stefnandi m.a. nánar á því að ákvæði samnings stefnda 365 hf. um sölu á rekstri Fréttablaðsins frá 11. október 2019 brjóti gegn a - lið nefnd s ákvæðir 8.2 , en þar er m.a. kveðið á um að stefndi muni ekki, t.d. með ráðgjafarstörfum, aðstoða með beinum eða óbeinum hætti félag eða fyrirtæki sem starfar í tengslum við s ö lu á markaðnum fyrir fjarskipti, ljósvaka - starfsemi á Íslandi og/eða er í beinni eða óbeinni samkeppni við stefnanda. Í samningnum frá 11. október 2019 um sölu á rekstri Fréttablaðsins segir í ákvæði 3.7 að stefndi 365 hf. muni næstu tólf mánuði veita kaupanda og félaginu ráðgjöf varðandi hið selda , eftir því sem við verði komið og kaupandi óski eftir, þannig að yfirfærsla þekkingar a uk annars gangi sem best fyrir sig. Hið selda var rekstur Fréttablaðsins og vefsíðu þess , en eins og áður er fram komið var þá ekki að finna tengingu við sjónvarpsstöðina Hringbraut sem var ekki hluti hins selda . H afði stefnd i þ.a.l. ekki möguleika á að yf irfæra þekking u þar um , enda hafði hann hana ekki. Þá bendir ekkert í málinu til þess að ráðgjöf hafi raunverulega verið veitt en samkvæmt ákvæðinu Hefur stefnandi ekki fært fram nein gögn eða hlutast til um sönnunarfærslu að öðru leyti hvað þetta va r ðar. Þegar litið er til þeirra samningsákvæða sem um ræðir verður ekki talið að ráðagerð um ráðgjöf varðandi hið selda , sem tók ekki til sjónvarpsefnis, að ósk kaupanda eftir því sem við verður komið, án þess að fyrir liggi að hún hafi raungerst, feli í sér að stefndi hafi með ráðgjafarstörfum komið að rekstri eða starfsemi Fréttablaðsins og vefsíðu þess í skilningi samkeppnisbannsins. Er málatilbúnaði st efnanda að þessu leyti því hafnað. 51. S tefnandi byggir enn fremur á því að ábyrgð vegna leigusamnings fyrir skrifstofur Frétta - blaðsins og ábyrgð fyrir skuldum vegna fjármögnunar á prentvél útgáfufélags blaðsins , svo og inneign hjá útgáfufélaginu að fjárhæð 45.000.000 krón a sem tekin skyldi út í víkjandi auglýsingabirtingum á 36 mánuðum, feli í sér brot gegn c - lið ákvæðis 8.2 í samningi aðila sem kveð ur á um að stefnd i 365 hf. muni hvorki eiga beina né óbeina fjárhagslega hagsmuni í nokkru félagi eða fyrirtæk i sem starfi í tengslum við sölu á fjarskipta - og/eða ljósvakastarfsemi á Íslandi og/eða sé í beinni samkeppni við stefnanda. Bendir stefnandi einnig á b - lið ákvæðisins vegna leiguábyrgðarinnar þar sem tekið er fram að stefndu muni hv o rki fjármagna né eign ast, beint eða óbeint, hlut í slíku félagi eða fyrirtæki. 52. Óumdeilt er að ábyrgð stefnda 365 hf. á umræddum leigusamningi féll niður frá 31. desember 2019 og gerði samningur stefnda 365. hf. um sölu á rekstri Fréttablaðsins ráð fyrir að kaupandi myndi leysa félagið undan ábyrgð vegna fjármögnunar á prentvél fyrir 1. febrúar 2020 . Ekkert í málinu bendir til þess að kostnaður hafi fallið á stefnda vegna ábyrgðar á ski lum samkvæmt 12 leigusamningi eða á greiðslum vegna prentvélar. Þegar af þeirri ástæðu er ekki hægt að fallast á að um fjármögnun hafi verið að ræða í skilningi b - liðar ákvæðis 8.2 í samningi aðila. Stefndi hafði vissulega fjárhagslegra hagsmuna að gæta af þv í að útgáfufélag Fréttablaðsins stæði við þessar skuldbindingar en því verður ekki jafnað saman við það að eiga beina eða óbeina fjárhagslega hagsmuni í því útgáfufélagi , sbr. c - lið ákvæðis 8.2 . Til þess að svo væri talið þyrfti að lágmarki að sýna fram á að kostnaður vegna ábyrgð ar hefði fallið á stefnda og að hann ætti vegna þess kröfu gagnvart félaginu , en stefnandi hefur ekki axlað þá sönnunar byrði. 53. Hvað varðar inneign stefnda 365 hf. hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins kemur fram í fyrri samningi stefnda, sem seljanda, og kaupanda útgáfufélagsins að þeir skyldu hvor fyrir sig eiga inneign hjá útgáfufélaginu að fjárhæð 45.000.000 krón a sem skyldi tekin út í víkjandi auglýsinga - birtingum með jöf num hætti á næstu 36 mánuðum frá gerð samningsins, þ.e. frá 4. júní 2019. Í seinni samningi sömu aðila er vísað til fyrri samningsins og kveðið á um að stefndi eigi áfram nefnda inneign. T il frádráttar kæmi nýtt inneign frá 1. júlí 2019, en fjárhæð hennar liggur ekki fyrir. Inneign sú sem um ræðir er til komin í tengslum við sölu stefnda á rekstri Fréttablaðsins 4. júní 2019 eða rúmu hálfu ári áður en vefsíða blaðsins tók að innihalda sjónvarpsefni 10. desember s.á . og er því engan veginn hægt að fallast á að þar hafi verið um fjármögnun að ræða á félagi í samkeppni við stefnanda , sbr. b - lið í ákvæði 8.2 í samningi aðila. Þá er harla fjarlægt að ætla löngu tilkom na inneign sem nota skal með sértækum hætti, þ.e. til víkjandi auglýsinga - birtingar, falla undir það að eiga óbeina fjárhagslega hagsmuni í útgáfufélagi Fréttablaðsins , sbr. c - lið nefnd s ákvæðis 8.2 , og til þess fall na að raska samkeppnisstöðu stefnanda, auk þess að fela í sér aðkomu að starfsemi eða rekstri útgáfufélagsins en út á það gengur skilgrei ning staf liða nefnds ákvæðis 8.2 . Verður því ekki fallist á þann málatilbúnað stefnanda. 54. Með hliðsjón af öllu því sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að það að bjóða upp á hlaðvarp á vefsíðu Fréttablaðsins hafi ekki brotið gegn samkeppnisban ni því sem mál þetta snýst um og að stefndu hafi eftir sölu á rekstri Fréttablaðsins ekki borið ábyrgð á því á grundvelli eignarhalds að sjónvarpsefni var tengt við vefsíðu blaðsins . Enn fremur að stefndu Jón Ásgeir og Ingibjörg verði ekki gerð ábyrg á gru ndvelli ákvæða í samningi sem ekki bindi þau og að stefnandi hafi ekki leitt líkum að því að stefndi 365 hf. hafi á grundvelli þeirra ákvæða eingöngu gerst brotlegur við samkeppnisákvæði það sem byggt var á í málinu. Að öllu framangreindu virtu verða stefn du sýknuð af kröfum stefnanda í málinu. 55. Eftir þessum úrslitum verður stefnandi dæmdur til að greiða málskostnað stefndu, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , sem þykir miðað við umfang málsins hæfilega ákveðinn eins og nánar greinir í dómsorði. 56. Af hálfu stefnanda flutti málið Reimar Snæfells Pétursson lögmaður og af hálfu stefnd u flutti málið Gestur Jóns son lögmaður . 57. Nanna Magnadóttir héra ðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, en lögmenn og dómari voru sammála um að ekki þyrfti að endurflytja 13 málið þótt dómsuppsaga drægist fram yfir lögbundinn frest. Dómarinn tók við meðferð málsins 4. janúar 202 2. Dómso r ð: Stefndu, 365 hf., Jón Ásgeir Jóhann es son og Ingibjörg Pálmadóttir, eru sýknuð af kröfum stefnanda, Sýnar hf. Stefnandi greiði stefnd u hverju fyrir sig 1.000.000 krón a í málskostnað.