Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11. janúar 2021 Mál nr. S - 7348/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Laufey ju Þorgrímsdótt ur ( Skarphéðinn Pétursson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru , útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. nóvember 2020, á hendur Laufeyju Þorgrímsdóttur, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , sunnudaginn 19. júlí 2020, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærð a verði dæm d til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Far ið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærðu kr efst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfæ rð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 29. október 2020 , hefur ákærðu þrisvar sinnum áður verið gerð refsing vegna umferðarlagabrota. Með norskum dómi frá 26. ágúst 2016 var ákærðu gert að sæta fangelsi í 40 daga, 2 skilorðsbundið til tveggja ára, meðal annars fyrir ölvunarakstur. Þá var ákærðu gert að greiða sekt með dómi 6. júní 2019 fyrir akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir akstur svipt ökurétti. Nú síð ast var ákærðu gert að sæta fange lsi í 60 daga fyrir ölvunarakstur og akstur svipt ökurétti. Var ákærða svipt ökurétti ævilangt frá þeim degi að telja. Var dómurinn hegningarauki við framangreindan dóm frá 6. júní 2019. Með vísan til framangreinds verður við ákvörðun refsingar nú við það miðað að ákærðu sé nú í fjórða sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna og í þriðja sinn fyrir akstur svipt ökurétti. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og játninga r ákærðu, þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng ökurétt arsvipting ákærðu frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Pétu rssonar lögmanns , 9 4.240 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 25.407 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari fyrir Elínu Hrafnsdóttur aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhanns dóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Laufey Þorgrímsdóttir , sæti fangelsi í 90 daga. Á réttuð er ævilöng ökuréttarsvipting á kærð u . Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Péturssonar lögmanns , 9 4.240 krónur og 25.407 krónur í sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir