Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur miðvikudaginn 5. janúar 2 022 Mál nr. S - 2901/2020: Ákæruvaldið (Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Dómur A. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem var þingfest 2. júní 2020 og dómtekið 13. desember 2021, var upphaflega höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2020, sbr. fram halds - ákæru 25. maí 2021, á hendur X , kt. [...] , [...] , Reykja 1. Umferðarlagabrot með því að hafa þriðjudaginn 19. febrúar 2019 ekið bifreiðinni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 290 ng/ml) og án þess að hafa ökus kírteini meðferðis um Jafnasel í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1., sbr. 8. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Umferðarlagabrot, með þ ví að hafa sunnudaginn 3. mars 2019 ekið bifreiðinni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og deyfandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 645 ng/ml og nítrazepam 97 ng/ml) um Geirsgötu og Kalkofnsveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 2 M. [...] Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 7. mars 2019 ekið bifreiðinni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 435 ng/ml) um húsalóð við Hjallahraun [...] í Hafnarfirði og þar á bílskúrshurð, og ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum við umferðar óhapp heldur ekið af brott af vettvan gi, um Hjallahraun og Trönuhraun inn lóð húss númer [...] við þá götu, þar sem lögregla fann bifreiðina kyrrstæða í bifreiða stæði og ákærðu sitjandi í sæti ökumanns. M. [...] Telst þetta varða við 1. mgr. 14. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., allt sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. [...]. 5. [...]. 6. Umferðarlagabrot með því að hafa sunnudaginn 5. janúar 2020 ekið bifreiðinni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og deyfandi lyfja (í blóð i mældist alprazólam 61 ng/ml og amfetamín 1300 ng/ml) og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis um [...] í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við Nethyl. M. [ ... ] Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1 ., sbr. 8. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 7. [...]. 3 8. [...] umferðarlagabrot með því að hafa laugardaginn 11. janúar 2020, í beinu framhaldi af tilviki því sem lýst er í tölulið 7 hér að ofan, ekið bifreiðinni [...] [...], óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og deyfandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 1300 ng/ml, klónazepam 110 ng/ml og MDMA 65 ng/ml) frá verslun Iceland við Staðarberg í Hafnarfirði, um Hamraberg og Reykjanesbraut gegn rauðu ljósi á gatnamótum þeirrar götu og Álftanesvegar, hvar ákærða missti stjórn á bifreiðinni þannig að hún staðnæmdist þvert yfir veginn þar sem lögregla hafði afskipti af ákærðu. M. [...] Telst þetta varða við [...], 1. mgr. 7. gr., og 1., sbr. 2. mgr. 48 . gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., allt sbr. 1. mgr. 94. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar [samkvæmt] 101. gr. laga nr. 77/2 019 en til vara að henni verði gert að sæta öryggisráðstöfunum, sbr. 62. og 63. gr. almennra hegn ingar Þann 1. október 2021 gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út aðra ákæru á hendur ákærðu, sbr. framhaldsákæru 4. sama mánaðar, og var meðferð málanna sam - einuð, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærða er þar 1. Umferðarlagabrot með því að hafa fimmtudaginn 3. september 2020 ekið bifreið - inni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 525 ng/ml) um Miklubraut í Reykjavík, þar sem lög - regla hafði afskipti af henni. M. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 9 5. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Þjófnað með því að hafa föstudaginn 11. september 2020, í verslun Nettó að Þöngla bakka 1 í Reykjavík, stolið ýmsum varningi, að verðmæti kr. 6.410 4 M. [...] Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940. 3. Umferðarlagabrot með því að hafa miðvikudaginn 14. október 2020 ekið bifreiðinni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 2100 ng/ml og metýlfenidat 15 ng/ml) um Skeifuna í Reykjavík, þar sem lögregla hafði afskipti af henni. M. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Umferðarlagabrot með því að hafa fimmtudaginn 11. febrúar 2021 ekið bifreið - inni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 1000 ng/ml) um Suðurlandsbraut í Reykjavík, þar sem lögregla hafði afskipti af henni. M. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa laugardaginn 6. mars 2021 ekið bifreiðinni [...] óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 1100 ng/ml) um Reykjanesbraut og Kaldár - sels veg í Hafnarfirði, þar sem lögregla hafði afskipti af henni, og á sama tíma haft í vörslum sínum 2,01 g af amfetamíni, sem lögreglumenn fundu við leit í bifreið - inni. M. [...] Teljast brot þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðar - laga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr., 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlits - skyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 5 6. Umferðarl agabrot með því að hafa mánudaginn 8. mars 2021 ekið bifreiðinni ] svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 1700 ng/ml og metamfetamín 25 ng/ml) um Ásbraut í Hafnarfirði, þar sem lö gregla stöðvaði aksturinn. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 7. Þjófnað með því að hafa miðvikudaginn 24. mars 2021, í verslun Nettó að Þöngla - bakka 1 í Reykjavík, stolið snyrtivörum, að verðmæti kr. 2.499 M. [...] Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8. Umferðarlagabrot með því að hafa sunnudaginn 9. maí 2021 ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og deyfandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 600 ng/ml og alprazólam 14 ng/ml) um Lönguhlíð í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar [samkvæmt] 101. gr. laga nr. 7 7/2019 frá 6. mars 2021 er ákærða var bráðabirgðasvipt ökurétti, sbr. 102. gr. sömu laga, en til vara að henni verði gert að sæta öryggisráðstöfunum, sbr. 62. og 63. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er krafist upptöku á 2,01 g af amfetamíni sem h ald var lagt á samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar 6 Við upphaf aðalmeðferðar féll ákæruvaldið frá 4., 5. og 7. lið hinnar fyrri ákæru og að hluta frá 8. lið í sömu ákæru. Ákæruvaldi ð gerir sömu dómkröfur og greinir í ákærum og framhaldsákærum. Til viðbótar krefst ákæru valdið, með vísan til 5. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008, að áfrýjun fresti ekki dóms ákvæði samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga, komi til þess að það verði dæmt í málinu. Ákærða gengst við þeirri háttsemi sem eftir stendur af verkn aðarlýsingum ákæra. Ákærða krefst aðallega að hún verið sýknuð af ákærum, til vara að henni verði ekki gerð refsing og til þrautavara að hún verði dæmd til vægustu refsingar sem lög heim ila og hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Að auki mótmælir ákærða kröfu ákæru valdsins um að áfrýjun fresti ekki dómsákvæði samkvæmt 62. gr. almennra hegningar laga, komi til þess að það verði dæmt í málinu. Þá krefst hún hæfilegra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum sem greiðist úr ríkissjóði. B. Málsatvik: Ákærða hefur gengist við þeirri háttsemi sem eftir stendur af fyrrgreindum ákærum og er ekki ágreiningur um verknaðar lýsinguna. Að því virtu er um þau málsatvik skírskotað til ákæra, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærða hefur átt við alvarleg geðræn veikindi og fíknivanda að stríða og notið þjónustu og verið lögð inn á geðdeildir Landspít alans, þar með talið gegn vilja sínum með nauð - ungarvistun á grundvelli lögræðislaga nr. 71/1997. Með úrskurði Landsréttar [...] 2020 var staðfestur úrskurður héraðsdóms frá [...] sama ár um tólf mán aða sjál fræðis sviptingu á grundvelli laga nr. 71/1997 af fyrrgreindum ástæðum. Við meðferð máls þessa fyrir dómi var hlutast til um geðrannsókn ákærðu og var [...] geðlæknir dómkvaddur sem matsmaður. Í matsgerð hans frá 3. maí 2021 greinir frá upplýsingum um geðrænt heilsufar og vímuvanda ákærðu samkvæmt sk ráningum í sjúkraskrá, auk upp lýsinga sem komu fram á matsfundi, mats viðtali og geðskoðun. Í samantekt greinir meðal annars að ákærða hafi á liðnum árum verið vistuð á Stuðlum og á meðferðar heimilum. Hún hafi flosnað upp úr námi á fram halds skóla stig i og verið í mikilli og margvís legri lyfjaneyslu í mörg ár frá fjórtán ára aldri. Hún hafi aðallega neytt amfetamíns og kókaíns en einnig notað sterkari efni. Efnin hafi verið tekin inn í sprautuformi. Þá hafi hún í endurtekin skipti verið í lífshættu af fyrrgreindum ástæð um. 7 Til viðbótar hafi ákærða þróað með sér alvarlegan geð rofs sjúkdóm með fjölbreyti leg um ranghugmyndum, sem nánar greinir í sjúkraskrá. Hún sé því með tvo alvar lega sjúk dóma, annars vegar lífshættulegan fíkni sjúk dóm og hins vegar fyrrgreindan geðrofs sjúk dóm. Annars vegar hafi hún verið greind með geðhvarfaklofa geðhæðargerðar (F25.0) og hins vegar lyfjafíkn (F19.2). Hún hafi verið í langvarandi sprautumeðferð með geð lyfjum á þriggja vikna fresti. Félags leg staða hennar sé ót rygg og hún hafi takmarkað inn sæi í vandann. Þá megi lítið út af bregða til þess að ástandið verði aftur lífshættulegt fyrir hana. Í niðurstöðu matsgerðar greinir að ákærða hafi verið í langvarandi vímuefnaneyslu, eins og áður segir. Erfitt sé að fullyr ða um að hún hafi á þeim tíma sem meint brot voru framin verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum í merkingu 15. gr. almennra hegn ingarlaga. Ástand hennar á þeim tíma sem hin meintu brot áttu sér stað hafi hins vegar verið með þeim hætti að hún hafi ver ið undir alvarlegum áhrifum efna og geðrofsástand hafi á köflum verið að koma fram. Að þessu virtu sé það borin von að refsing geti borið árangur í merk ingu 16. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða hafi takmarkað innsæi í ástand sitt og nauð synlegt sé að k veða á um í dómi skyldu hennar til að sækja nauð syn lega meðferð í sam ráði við meðferðaraðila á göngudeild geðdeildar Landspítala. C. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærða kvaðst kannast við að hafa gengist undir geð rannsókn og sagði að hún áttaði sig á efni og niður stöðum matsgerðar dómkvadds matsmanns. Greindi hún meðal annars frá því að geðræn veikindi hennar væru ekki lengur að trufla hana eins og var áður og að hún væri ekki að fá geðrofseinkenni. Sá geðræni vandi væri því ekki lengur til staðar, eða ekki í þeim mæli sem var þegar hún var svipt sjálfræði. Ákærða kvaðst vera hætt neyslu ávana - og fíkniefna. Hún neytti hins vegar nánar tilgreindra lyfja sem hún fengi hjá fólki sem hún um gengist og ekki væri um að ræða lyf ætluð henni samkvæmt lyfse ðli. Hún hefði hætt að taka inn forðalyf fyrr á árinu 2021. Það hefði verið afráðið í samráði við geð lækna þegar hún var útskrifuð af geðdeild. Hún hefði mætt á göngu deild geðdeildar í apríl eða maí 2021 en ekkert eftir það. Þá hefði hún einnig verið lög ð inn á 8 geðdeild á sama ári. Hún hefði á þeim tíma verið með rang hugmyndir og um líkt leyti verið að neyta kókaíns og amfetamíns. Sam skipti hennar við heilbrigðisyfirvöld væru með betra móti og kvaðst hún geta leitað til geðdeildar ef ástand hennar færi aftur versnandi. Þá væri hennar helsti heilsufars legi vandi sem stendur vegna augn sjúkdóms. Það lýsti sér með nánar tilteknum hætti og hún hefði verið að hitta sér fræðinga út af því. Þá kvaðst hún telja að tengsl væru á milli augnsjúkdómsins og geðlyfja sem hún hefði verið að taka áður. Það hefði verið ástæðan fyrir því að hún var tekin af geðlyfjum. Ákærða kvaðst vera hætt að aka bifreið og fara á milli staða með því að nota almennings - samgöngur eða með aðstoð vina. Þá kvaðst hún gera sér grein fyrir al varleika téðra brota samkvæmt ákæru varðandi meintan akstur undir áhrifum vímuefna. Til framtíðar litið væri ætlan hennar að ná meiri bata og taka sig á með tilteknum hætti varðandi skóla - göngu, fjöl skyldu og fleira. 2. Dómkvaddur matsmaður, [...] geðlæknir, staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrr greindri matsgerð og niðurstöðum hennar. Um þau atriði vísast að mestu til framan greindrar umfjöllunar í málavaxtalýsingu. Í vætti matsmanns kom meðal annars fram að erfitt væri að segja til um hvort g eðhvarfaklofi ákærðu væri meginvandi hennar eða hvort hann skýrðist af fíknivandanum. Geðhvarfa klof i væri alvarlegur geðsjúkdómur sem þyrfti að bregðast við með sprautu meðferð en ekki væri unnt að með höndla fíknisjúkdóm ákærðu með sama hætti. Þá væri e kki unnt að segja til um hvort fíkni sjúk dómur inn væri afleiðing af geðhvarfa klofanum eða öfugt. Um væri að ræða tvo sjálfstæða sjúkdóma. Þá væri ekki hægt að segja til um hvort eða hvernig geðhvarfaklofi eða fíknisjúkdómur ákærðu hefði áhrif á brotaheg ðun hennar. Fíknisjúkdómurinn héldi áfram að sækja á ákærðu þótt geðrofssjúkdómurinn væri í jafn vægi. Fíknin leiddi til þess að hún sækti í neyslu vímuefna og jafnframt að hún færi á milli staða með því að aka vélknúnu ökutæki. Ákærða væri fyrst og fremst hættuleg sjálfri sér og öðrum þegar hún væri við akstur undir áhrifum vímuefna. Ekkert lægi hins vegar fyrir um að hún væri hættuleg sjálfri sér eða öðrum af öðrum ástæðum. Ákærða hefði takmarkað innsæi í vanda sinn varðandi báða fyrr greinda þætti og ekk i væri unnt að svara því hvort það hefði á síðustu mánuðum lagast að einhverju marki. Þá væri ekki unnt að svara því hvort ákærða hefði skilning á því að hún hefði sýnt af sér brota hegðun og ekki væri unnt að sjá skýra eða sérstaka þróun í sjúkdómnum. 9 3 . Vitnið [...] gaf skýrslu símleiðis og greindi meðal annars frá því að ákærða hefði á meðan hún var svipt sjálfræði verið að mæta á göngudeild fíkni meðferðar. Hún hefði þegið forðasprautur og það gengið ágætlega um tíma. Í febrúar og mars 2021 hefði ák ærða verið hætt að mæta í forðasprautur og hún í raun verið að bíða eftir að sjálfræðissvipting rynni út í ágúst sama ár. Vitnið hefði hitt ákærðu 4. maí 2021 við komu á göngudeild. Hún hefði á þeim tíma verið tortryggin og þegið tiltekið lyf í töflu formi . Að öðru leyti hefði hún ekki verið til samvinnu um frekari með ferð. Ákærða hefði verið lögð inn á bráðageðdeild fíknisjúkdóma í sex daga á tímabili frá 23. til 29. júní 2021. Þá hefði hún í legunni fengið forðasprautu. Við útskrift hefði verið lagt upp með að ákærða kæmi í eftirfylgd hjá göngudeild fíknigeðdeildar, annars vegar með því að hitta sérfræðing og hins vegar að fá forðasprautu. Hvorugt hefði gengið eftir. Ákærða hefði eftir það ekki sinnt beiðnum símleiðis um að mæta. Þá hefði af hálfu geð dei ldar ekki verið talið rétt að ganga hart eftir því með aðstoð lögreglu. Sjónar mið um meðalhóf og von um að úr rættist með samstarfi við ákærðu hefði haft áhrif. Að auki hefði á þeim tíma legið fyrir að tími sjálfræðissviptingar ákærðu var að renna út. Þá kvaðst vitnið telja út frá gögnum sínum að ákærða hefði ekki fengið forða sprautu frá því að fyrrgreindri inn lögn lauk í júní 2021. D. Niðurstöður: Í málinu er ekki ágreiningur um verknaðarlýsingar ákæra og hefur ákærða gengist við þeirri háttsemi sem þar greinir. Játning ákærðu er í sam ræmi við gögn málsins. Að þessu virtu verður hún sakfelld fyrir þá háttsemi samkvæmt ákærum og eru brotin rétt færð til refsiákvæða. Samkvæmt matsgerð og vætti dómkvadds matsmanns er ákærða greind með geðhvarfa - k lofa og fíknisjúkdóm. Um er að ræða tvo sjálfstæða sjúkdóma. Vandi ákærðu er alvar - legur og langvinnur og hefur meðal annars leitt til þess að hún var á tímabili nauðungar - vistuð á geðdeild og svipt sjálfræði, eins og áður greinir. Samkvæmt vætti fyrr grei nds yfirlæknis var ákærða hætt að mæta í forðasprautur í febrúar eða mars 2021. Þá var hún lögð inn á bráðageðdeild í sex daga undir lok júní sama ár og var henni gefin forðasprauta 10 í þeirri innlögn. Hún var í framhaldi útskrifuð af geðdeild og hefur frá þ eim tíma ekki verið til samstarfs um frekari lyfjagjöf og virðist ekki hafa mætt í göngudeildareftirlit. Þá virðist eins og ekki hafi sérstaklega verið brugðist við því af hálfu félags þjónustu og/eða heilbrigðisyfirvalda, eftir að sjálfræðissvipting rann út í ágúst 2021. Einnig verður ráðið af framburði ákærðu fyrir dómi að hún hafi í raun ekki nægjan legt innsæi í veikindin og sem stendur sé staðan sú að hún misnoti lyfseðilsskyld lyf sem hún útvegi sér frá vinum eða kunningjum eða eftir öðrum leiðum. Að framangreindu virtu bendir því allt til þess að staða ákærðu sé mjög viðkvæm og henni geti farið aftur í veikindunum ef svo heldur fram sem horfir. Samkvæmt niðurstöðu matsgerðar og vætti dómkvadds matsmanns er ekki með vissu unnt að leggja til g rundvallar að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu í merkingu 15. gr. almennra hegningarlaga. Af téðri matsgerð og vætti matsmanns fyrir dómi verður ráðið að sú niðurstaða skýrist einkum af því að geðhvarfaklofi ákærðu sé mjög samofinn fíkni vanda hennar og ekki sé ljóst hvort hafi verið ráðandi þáttur í ástandi hennar á verkn - aðarstundu. Þá verður ráðið af matsgerð og vætti matsmanns að hann telji að hið sama eigi í raun við um mat á því hvort skilyrði 16. gr. eigi við í málinu. Matsmaður leggi hin s vegar upp með að niðurstaða dómstóla í máli þessu taki mið af þeim geðræna vanda og sérstöku aðstæðum sem eru uppi hjá ákærðu. Að framangreindu virtu liggur fyrir að ákærða er greind með tvo aðgreinda sjúkdóma, geð hvarfa klofa og fíknisjúkdóm. Er það fyrst og fremst hinn fyrrnefndi sem getur átt undir gildis svið 15. og 16. gr. almennra hegn ingar laga. Þá getur hinn síðarnefndi fyrst og fremst átt undir 15. gr. laganna að um sé að ræða alvarlega rænu skerð ingu með skertri með vitund af vef rænum eða sálrænum orsökum án þess að maður hafi viljandi komið sér í það ástand. Að öðru leyti ræðst matið fyrst og fremst af skilyrðum 17. gr. sömu laga þegar mál hverf ist um vímuástand og lyfjafíkn sak born ings. Þegar farið er yfir gögn málsins, þar með tal ið mats gerð og vætti mats manns, er tæplega unnt að slá því föstu að geðhvarfaklofi ákærðu skýri ástand hennar á verkn aðarstundu, sem ráðandi þáttur, fremur en að það skýrist af fíkni sjúkdómi hennar. Þá er ekkert í máls gögnum um að vímuástand ákærðu ha fi verið svo alvarlegt að það verði virt sem alvarleg rænu skerðing í merkingu 15. gr. almennra hegn ingarlaga. Hið sama á við um geðrænt ástand hennar og fíknisjúkdóm eins og það hefur þróast eftir að brotin voru framin. Þá verður ekki litið 11 fram hjá því sem fram kom í vætti fyrrgreinds yfirlæknis, að ákærða hætti að mæta í eftirlit og forða lyfja gjöf á geð deild, eins og til var ætlast, þegar leið að lokum tímabils sjálf ræðis sviptingar. Þá er eins og það hafi verið mat meðferðaraðila á þeim tíma að geð rænn vandi ákærðu væri ekki svo alvarlegur að nauðsynlegt væri að bregðast við því með afgerandi hætti. Samkvæmt þessu er það niður staða dómsins að hvorki sé sýnt fram á að 15. gr. né heldur 16. gr. laganna eigi nægjanlega við um ákærðu, eins og hér stend ur á. Þá verður ráðið af því sem fram hefur komið að vímu ástand ákærðu hafi ekki verið á því stigi að 2. málsl. 17. gr. almennra hegn ingarlaga eigi við um hana. Að framangreindu virtu er það niður staða dóms ins að 1. málsl. sömu lagagreinar eigi við um úrslit málsins og því skuli beita ákærðu refs ingu. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt sakavottorði hefur hún áður gerst brotleg við refsilög. Hún var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur [...] sakfelld fyrir tilraun til húsbrots og gripdeild og gert að sæta fan gelsi í þrjátíu daga, skilorðsbundið í tvö ár. Þá gekkst ákærða undir sátt hjá lögreglustjóra [...] vegna varslna á fíkni efnum. Brot ákærðu samkvæmt 1., 2. og 3. lið fyrri ákæru voru framin áður en fyrr greindur skilorðsdómur var kveðinn upp. Þá voru brot samkvæmt 6. og 8. lið sömu ákæru og brot samkvæmt öllum liðum hinnar seinni ákæru framin á skilorðstíma eftir upp kvaðningu téðs dóms. Er því annars vegar um að ræða hegningarauka við skilorðs dóm og hins vegar skil orðsrof. Verður nú að taka dóminn upp o g ákvarða refsingu í einu lagi sam kvæmt 60. og 78. gr., sbr. 77. gr., almennra hegningarlaga. Að þessu virtu þykir refsing ákærðu hæfi lega ákvörðuð fangelsi í fjóra mánuði. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir geð högum og vímuvanda ákærðu. Af hálfu dómsins er tekið undir þau sjónarmið sem birtast í niðurstöðu matsgerðar og vætti matsmanns að þörf sé á sértækum ráðstöfunum til að ná fram frekari læknis meðferð vegna fyrrgreinds vanda. Ljóst er að staða ákærðu er afar viðkvæm og bendir allt ti l þess að hún sé í þörf fyrir sérstaka umsjón með það að mark miði að frekari læknis meðferð og lyfjagjöf nái fram að ganga. Verður að taka tillit til þessa við refsi - ákvörðun og skil orðs bindingu, eins og hér stendur á. Að þessu virtu þykir rétt að frest a fullnustu refs ingar innar í tvö ár frá birtingu dómsins að telja. Skal sú frestun bæði bundin almennu skilorði samkvæmt 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga og jafnframt því skilyrði sam kvæmt 1. tölul. 3. mgr. sömu lagagreinar að ákærða sæti á skil orðs tímanum sérstöku eftir liti, umsjón og eftir atvikum meðferð geð læknis. 12 Með vísan til 1. og 3. mgr. 99. gr. og 1. mgr. 101. gr. laga nr. 77/2019, og að teknu tilliti til fjölda fíkniefna - og lyfjaakstursbrota sem nú er sakfellt fyrir, auk hárra mæl igilda fíkni efna og lyfja sem mældust í blóði ákærðu í umrædd skipti, verður hún svipt öku rétti ævilangt frá þeim degi að telja sem hún var svipt ökurétti til bráðabirgða, 6. mars 2021. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 verða gerð upptæk 2,01 g af amfetamíni, sem lagt var hald á við rannsókn máls ins hjá lögreglu. Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum, og með vísan til 1. og 2. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008, ber að dæma á kærðu til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostn aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Jóns Bjarna Kristjánssonar lög manns, vegna vinnu fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 2.220.530 krónur, að með - töldum virðis aukaskatti. Til sakarko stnaðar telst einnig útlagður kostnaður sam kvæmt yfirlitum ákæru valds ins, sem í heild nemur 1.922.940 krónum. Fyrir liggur að ákæru - valdið hefur undir rekstri málsins fallið frá hluta sakar efnis samkvæmt fyrri ákæru. Að því virtu verður ákærða dæmd ti l að greiða þrjá fjórðu hluta framangreinds sakar kostn - aðar til ríkis sjóðs en fjórðungur kostn aðarins sem út af stendur skal greiðast úr ríkis sjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson hérað sdómari og dómsformaður kveður upp dóm þennan ásamt með - dómsmönnunum Ástráði Haraldssyni héraðsdómara og Kristni Tómassyni, geð - og embættis lækni. Dómsformaður tók við með ferð máls ins 29. janúar 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðfe rð þess. D ó m s o r ð : Ákærða, X , sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærða almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá er frestun á fullnustu refsingar jafnframt bundin því skilyrði samkvæmt 1. tölul. 3. 13 mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga að ákærða sæti sérstöku eftirliti, umsjón og eftir atvikum meðferð geðlæknis á skilorðstímanum. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt frá 6. mars 2021 að telja. Gerð eru upptæk 2,01 g af amfetamíni. Ákærða greiði samtals 3.107.603 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs, og eru þar innifaldir þrír fjórðu hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda h ennar, Jóns Bjarna Kristjánssonar lög manns, sem í heild nema 2.220.530 krónum , og þrír fjórðu hlutar af útgjöldum ákæru - valdsins, sem í heild nema 1.922.940 krónum. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkis sjóði. Daði Kristjánsson Ástráður Haraldsson Kristinn Tómasson