Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 18. maí 2020 Mál nr. S - 1703/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Katrín Ólöf Einarsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Aldís i Báru Pálsdótt ur Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 10. mars 2020, á hendur Fyrir eftirtalin umferðarlagabrot: 1. Laugardaginn 8. desember 2018, ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 24 ng/ml af tetrahýdrókannabínól) um Kleppsveg í Reykjavík inn á bifreiðastæði við bensínstöð Orkunnar þar sem ákærða stöðvaði aksturinn. [...] Teljast brot þessi varða við 1., sbr. 2., mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Miðvikudaginn 1. janúar 2020, ekið bifreiðinni svipt ökurétti um Dalveg og suður Kleppsveg í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aks turinn við hús nr. 62. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar, skv. 101. gr. Ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostu r á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæ ru. Ákærða er fædd 1990. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2. mars 2020, hefur ákærða í tvígang gengist undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna, eða dagana 27. janúar 2012 og 8. febrúar 2013. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. október 2017 var ákærða dæmd til fangelsisrefsingar, m.a. fyrir ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var hún þá jafnframt svipt ökuréttindum ævilangt. Við ákvörðun refsingar verður því við þ að að miða að ákærðu sé nú í fjórða sinn gerð refsing fyrir ölvunarakstur og eða akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins , dómvenju og 77. gr. al mennra hegningarlaga, þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 6 0 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er á réttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærðu. Ákærða greiði 77.314 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurð sson saksóknarfulltrúi fyrir Katrínu Ólöfu Einarsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Aldís Bára Pálsdóttir, sæti fangelsi í 6 0 daga . Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvipting á kærðu. Ákærða greiði 77.314 krónur í sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir