Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26 . nóvember 2020 Mál nr. S - 6541/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Helg a Jakob Jakobssyni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 5. október 2020, á hendur Helga Jakob Jakobssyni, [...] , [...] , I. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 14. september 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum ævilangt og undir áhrifum áfengis (vínandamagn í á Álftanesveg til vesturs þar sem ákærði stöðvaði bifreiðina. [...] Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 7. júní 201 9, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum ævilangt eftir Vitastíg, Reykjavík, áleiðis að Lindargötu uns ákærði lagði bifreiðinni við Lindargötu 48. [...] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2 III. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 26. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum ævilangt eftir Borgartúni, við Kringlumýrarbraut, Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði akstur ákærða. [...] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. IV. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 28. júní 2019, ekið bifreiðinni YY886 sviptur ökuréttindum ævilangt eftir Kringlumýrarbraut við Suðurlandsbraut, Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði akstur ákærða. [...] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. V. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 12. september 2019, ekið bifreiðinni YY886 sviptur ökuréttindum ævilangt og undir áhrifum áfengis sem lögregla stöðvaði akstur ákærða. [...] Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar, skv. skv. 101. gr. laga nr. 77/2019 . Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 3 Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er seku r um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 1. október 2020, hefur ákærða ítrekað verið gerð refsing vegna umferðarlagabrota , nú síðas t með dómi 11. september 201 9 . Þar sem brot ákærða samkvæmt ákærulið um nr. I . IV. voru drýg ð fyrir uppsögu dómsins verður ákærða gerður hegningarauki vegna þeirra nú, sbr . 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot ákærða samkvæmt ákærulið nr. V v oru drýgð eftir uppsögu framangreinds dóms , sem hefur ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu frá þeim degi sem hann var kveðinn up p samkvæmt orðalag i 1. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga . Í þessu samhengi vísast m.a. til dóms Hæstaréttar 30. október 2008 í máli nr. 92/2008 . Við á kvörðun refsingar vegna brotsins verður því að miða við það að ákærða sé nú í fimmta sinn gerð refsing vegna akstur s svipur ökurétti og í sjötta sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna, allt in nan ítrekunartíma í skilningi framangreindrar 71. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða ber að virða það til refsimildunar skv. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegni n garlaga að hann kom fyrir dóminn við þingfestingu málsins og játaði háttsemi sína greiðle ga . Þá kveðst á kærði , sem er rúmlega sextugur, hafa snúið við blaðinu og vera að vinna í sínum málum . Hann iðrist brotanna mjög en á þeim tíma sem brotin voru framin hafi ákærði ekki ekki átt í nein hús að venda og þá verið heimilislaus um nokkurt skeið . H ann hafi því búið í bílnum sínum og auk þess strítt við áfengis - og vímuefnavanda. Ákærði hafi nú haft búsetu á áfangaheimili í [...] á vegum K ærleikssamtakana síðustu 10 11 mánuðina. Við þingfestingu málsins mætti einnig [...] , sjálfboðaliði hjá K ærleikssamtökunum og staðfesti búsetu ákærða á áfangaheimilinu . Greindi hann einnig frá því að ákærði hafi smám saman verið að koma undir sig fó tunum á nýjan leik og að á áfangaheimilinu gildi strangar reglur, meðal annars um áfengis - og vímuefnanotkun , se m heimilismenn verði að fylgja til að mega dvelja á áfangaheimilinu. Þá verður litið þess að nokkuð langt er um liðið frá því að ákærði drýgði brot samkvæmt ákærulið I án þess að honum verði kennt um þann drátt sem hefur orðið á saksókn málsins en gögn mál sins bera með sér að rannsókn hafi verið lokið skömmu eftir að ákærði var handtekinn vegna brotsins. 4 Með hliðsjón af framangreindu , sakarefni þessa máls og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 1 1 mánu ði. Með vísan til dómvenju um ítrekuð umferðarlagabrot þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða . Ákærði greiði 106.181 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti m álið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Vilhjálm Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknar a . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Helgi Jakob Jakobsson, sæti fangelsi í 1 1 mánuði . Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða . Ákærði greiði 106.181 krónur í sakarkostnað. Arna Sigurjónsdóttir