Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. júlí 2021 Mál nr. E - 3616/2013: A ( Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður) gegn Vátryggingafélag i Íslands hf. og Líftryggingafélag i Íslands hf. (Einar Baldvin Axelsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 23. júní 2021, var höfðað 11. september 2013 af A , [...] , á hendur Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík og Líftryggingafélagi Íslands hf. , sama stað, til greiðslu dánarbóta. Dómkröfur stefnanda eru þær að L íftryggingafélag Íslands hf. verði dæmt til að greiða stefnanda 20.243.834 krónur og að Vátryggingafélag Íslands hf. verði dæmt til að greiða henni 23.505.000 krónur, í báðum tilvikum ásamt 4,5% ársvöxtum frá 2. október 2010 til 29. maí 2011, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt málskostnaðaryfirliti , eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndu krefjast aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hennar, en til vara er krafist lækkunar stefnukrafna og að málskostnaður falli niður. Yfirlit m álsatvik a og ágreiningsefn a Stefnandi höfðar mál þetta til heimtu dánarbóta vegna andláts þriggja einstakli nga, eiginmanns hennar, sem fæddur er árið 1968, og tveggja stjúpdætra, fæddra árin 1991 og 1992, sem stefnandi kveður hafa látist í bátsferð í Víetnam 2. október 2010 þegar bátnum hafi hvolft í vonskuveðri. Krafan er byggð á vátryggingum sem stefnandi haf ði hjá stefndu, annars vegar á fjölskyldutryggingu hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. (VÍS), sem hin látnu falli undir vegna lögheimilis, fastrar búsetu og sameiginlegs heimilishalds með stefnanda, og farkortstryggingu hjá VÍS. Hins vegar byggist kr afan á líf - og sjúkdómatryggingu hjá Líftryggingafélagi Íslands hf . (Lífís), þar sem stefnandi er rétthafi dánarbóta eftir eiginmanninn og 20% dánarbóta eftir eldri stjúpdótturina. Tóku þessar líftryggingar gildi 21. maí 2010. Sótt hafði verið á sama tíma um slíka tryggingu einnig fyrir yngri stúlkuna, en Lífís samþykkti ekki þá umsókn vegna ungs aldurs hennar. 2 Bótakrafa stefnanda barst stefndu með bréfi þáverandi lögmanns hennar 27. apríl 2011, ásamt afritum af dánarvottorðum, dags. 15. nóvember 2010, frá Hoang Chau - sveitarfélagi í Víetnam. Hin látnu eru þar sögð hafa látist kl ukkan 15:20 þann 2. október 2010 í skipbroti, þau hafi fyrir andlá tið haft fasta/tímabundna búsetu í sveitarfélaginu Hoang Chau , og andlátin séu skráð í sveitarfélaginu . Formaður a lþýðunefnd ar sveitarfélagsins , Nguyen Dinh Huong, er sag ður undirrita dánarvottorðin sem útgefandi og stefnandi sögð undirrita sem tilkynnandi. Einnig fylgdi kröfubréfi lögmannsins afrit af staðfestingu yfirmanns almannaöryggis í Hoang Chau - sveitarfélaginu , Doan Viet Tuyen , dags. 15. nóvember 2010. Þar segir að hin látnu hafi verið að veiðum 2. október 2010 við Hoang Chau og dáið í skipbroti og að líkin hafi fundist í sjó 5. október 2010. Niðurstaðan sé sú að þau hafi drukknað á sjó. Í kröfubréfi lögmannsi ns var þess óskað að stefnanda yrði strax greitt inn á væntanlegar bætur þar sem hún væri í mjög þröngri stöðu. Beiðni um innborgun var ítrekuð í tölvupósti til stefndu 11. maí 2011, en í svari stefndu sama dag kom fram að það þyrfti að skoða málið, bótask ylda hefði ekki verið ákvörðuð og því yrðu engar innborganir að svo stöddu. Í samskiptum þeirra á næstu dögum var af hálfu stefndu óskað frekari upplýsinga og gagna og upplýsti lögmaður stefnanda þá um að frumrit dánarvottorðanna hefðu verið send sýslumann i og að þau hefðu farið þaðan til Þjóðskrár. Hann upplýsti, aðspurður um greftrun hinna látnu, að bálför hefði þegar farið fram í Víetnam og ítrekaði ósk um innborgun. Af hálfu stefndu var ítrekað að ekkert yrði greitt að svo stöddu og að unnið væri að því að fá staðfestingu á réttmæti gagnanna, í gegnum lögmannsstofu í Víetnam, sendiráð og fleira. Stefndu óskuðu eftir milligöngu ríkislögreglustjóra 23. maí 2011 við að útvega staðfestingu á atburðinum í Víetnam með lögregluskýrslum, staðfestum dánarvottorðu m eða öðrum gögnum. Með svari til stefndu frá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra 31. ágúst 2011 fylgdi tölvupóstur frá Interpol í Hanoi í Víetnam þar sem fram kom að athugun hefði leitt í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu dáið í skipbroti 2. október 2010 í Hoang Chau, en enginn sem bæri nöfn eiginmanns stefnanda eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins. Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað þessi dánar vottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem stefnandi hafði framvísað eru ekki á því formi. Stefndu óskuðu 12. október 2011 eftir lögreglurannsókn vegna gruns um að stefnandi hefði beitt blekkingum og lagt fram fölsuð gögn í þeim tilgangi að fá greiddar út vátryggingarbætur. Í skýrslu stefnanda hjá lögreglu 16. nóvember 2011 kvaðst hún hafa frétt af slysinu frá ættingjum sínum, sem hefðu séð um að þau yrðu strax bren nd og jörðuð, það hefði verið gert annaðhvort 2. eða 5. október 2010, en hún myndi ekki hvar það hefði verið gert. Hún hafi sjálf farið til Víetnam í lok október og fengið dánarvottorð 3 hjá stjórnsýslunni í Víetnam eftir að hafa fyllt út pappíra um andlátið og fengið það staðfest á opinberri stofnun þar sem eiginmaður hennar hefði áður búið. Síðar dró hún frásögn sína um ferðalagið til baka. Lögmanni stefnanda var tilkynnt um að stefndu höfnuðu bótaskyldu með bréfi frá stefndu 13. desember 2011. Í beiðnum f rá stefnanda til yfirvalda almannaöryggis í sveitarfélaginu Hoang Chau, dagsettum 8. febrúar 2012, er í mismunandi útgáfum farið fram á staðfestingu á þeim atburðum sem þar er lýst og snúast um það að feðginin hafi drukknað. Tilefni beiðna stefnanda sé sag t það að engin gögn hafi fundist um dánartilkynninguna vegna þess að þau hafi ekki verið skráðir íbúar í Hoang Chau og þurfi hún því staðfestingu á atburðum til þess að ljúka dánarskráningu í átthögum þeirra, í sveitarfélaginu Thang Loi. Umbeðnar staðfesti ngar voru veittar 8. júní 2012, annars vegar af yfirmanni almannaöryggis í Hoang Chau - sveitarfélaginu, Doan Viet Tuyen , og hins vegar af varaformanni alþýðunefndar Hoang Chau, Ngo Quang Dung. Í málinu liggur fyrir það álit úrskurðarnefndar í vátryggingamál um frá 3. apríl 2013 að bótaskylda hafi ekki verið fyrir hendi þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að þeir vátryggingaratburðir hafi átt sér stað sem ágreiningur málsins fjalli um. Við þingfestingu málsins 19. september 2013 lagði stefnandi fram, auk eins af fyrrnefndum dánarvottorðum sem sögð eru stafa frá yfirvöldum í Hoang Chau, þrjú önnur dánarvottorð, sem eru útgefin 20. júní 2012 af Nguyen Duc Minh, sem titlaður er formaður alþýðunefndar í Thang Loi - sveitarfélagi. Dánarvottorðin þrjú eru sögð varða ei ginmann og stjúpdætur stefnanda en f æðinga r dagar tveggja þeirra virðast misritaðir. Síðasta fasta heimili eða dvalarstaður hinna látnu er í þessum vottorðum sagður vera í sveitarfélaginu Thang Loi , skráningarstaður andláta sé hjá a lþýðunefnd sveitarfélagsi ns Thang Loi þann 20. júní 2012 og skráningin sé á eftir áætlun. Þau eru sögð hafa drukknað 2. október 2010 í sveitarfélaginu Hoang Chau og um heimild fyrir því er vísað til staðfest ingar yfir manns almannaöryggis í sveitarfélaginu Hoang Chau , dagsettrar 8. júní 2012. Það mun vera fyrrnefnd yfirlýsing Doan Viet Tuyen, sem g efin var út að beiðni stefnanda frá 8. febrúar s.á. Stefndu lögðu fram með greinargerð 19. desember 2013 gögn frá lögmannsstofu í Víetnam, LEADCO, sem hafa að geyma svör yfirvalda við fyrirspurnum lögmanna um andlát feðginanna og meintan skipsskaða, sem samræmast ekki málatilbúnaði stefnanda og framlögðum v ottorðum. Formaður alþýðunefndar Hoang Chau - sveitarfélagsins, Nguyen Dinh Huong, staðfesti í skriflegu svari til lögmannsstofunnar að þessir þrír nafngreindu einstaklingar hefðu ekki verið skráðir í sveitarfélaginu Hoang Chau og jafnframt að þau hefðu ekki dáið í skipsskaða á umráðasvæði sveitarfélagsins. Í svari strandgæslu Hoang Chau - sveitarfélagsins til lögmannstofunnar kemur fram að samkvæmt eftirlits - log - bók gæslunnar hafi ekkert sjóslys orðið í október 2010 á umráðasvæði hennar og þessir þrír einstakl ingar hafi ekki dáið í skipbroti á því svæði á 4 þessu tímabili. Það var álit lögmannsstofunnar að framlögð skjöl stefnanda fælu ekki í sér lagalega sönnun þess að þessir þrír einstaklingar hefðu farist á yfirráðasvæði Hoang Chau í október 2010. Dánarvottorð in sem gefin voru út 15. nóvember 2010 hlytu að vera fölsuð og yfirlýsing Doan Viet Tuyen sama dag stangaðist á við staðfestingar yfirvalda á svæðinu. Þá yrði ekki séð að yfirlýsing varaformanns alþýðunefndar Hoang Chau - sveitarfélagsins, Ngo Quang Dung, se m gefin hefði verið út að beiðni stefnanda 8. júní 2012, byggðist á öðrum gögnum um hver hin látnu væru en fullyrðingu hennar. Ekki verði séð að yfirlýsingin sé gefin með heimild formanns alþýðunefndarinnar og stangist hún á við skriflega staðfestingu form annsins á því að þetta fólk hafi ekki látist í sveitarfélaginu . Í álitinu kemur jafnframt fram að alþýðunefnd sveitarfélagsins Thang Loi hafi skort vald og heimild til að gefa út dánarvottorð 20. júní 2012 vegna þessara einstaklinga. Þar sem þau hafi verið með fasta búsetu í útlöndum hefði dómsmálaskrifstofa héraðsins þurft að gefa út slík vottorð s amkvæmt 51. gr. í v íetnamskri tilskipun um skráningu og umsjón með persónustöðu, nr. 158/2005/ND - CP frá 27. desember 2005. Stefnandi hefur notað þjónustu annarr ar lögmannsstofu í Víetnam, MINK HUE, og lagði fram gögn frá henni 30. september 2014. Þar kemur fram að lögmannsstofan hafi með viðtölum við fyrrnefnda nafngreinda aðila í Hoang Chau, þ.e. formann og varaformann alþýðunefndar sveitarfélagsins og yfirmann almannaöryggis, aflað frásagna þeirra um þá atburði sem þeir hafi vottað um, auk þess að afla frásagnar fiskimannsins Doan Ngoc Toi, sem kveðist hafa tilkynnt lögreglu um þrjú lík af fólki, sem hann þekkti ekki, í október 2010. Gefin hafi verið sú skýring á fyrri svörum formannsins við fyrirspurn LEADCO að hin látnu hafi ekki haft skráða búsetu í sveitarfélaginu og því séu dánarvottorðin ekki skráð þar. Lögmannsstofan hafði einnig aflað upplýsinga frá formanni alþýðunefndar í Thang Loi, sem staðfesti efni þ eirra dánarvottorða sem þar voru gefin út 20. júní 2012 og staðfesti að hin látnu hefðu verið skráð með fasta búsetu í Thang Loi. Segir þar að stúlkurnar séu stjúpbörn eiginmanns stefnanda og að þau séu öll grafin í grafreit sveitarfélagsins Thang Loi. Ste fnandi aflaði síðar upplýsinga frá sömu lögmannsstofu um það hver væru bær yfirvöld til að gefa út slík dánarvottorð. Í svari hennar kemur fram að hin látnu hafi verið skráð í heimilisskráningarbók í Thang Loi og að til séu dánarvottorð gefin út þar 20. jú ní 2012 á grundvelli reglna um síðbúna skráningu í 48. gr. tilskipunar um skráningu og umsjón með persónustöðu. Um það hvort 51. gr. tilskipunarinnar, um að skráning andláta víetnamskra borgara sem búa í útlöndum og deyja í Víetnam skuli fara fram á dómsmá laskrifstofu héraðsins, geti átt við um þessa aðila segir að svo sé ekki, en lögmannsstofan sé ekki með neinar upplýsingar um annað ríkisfang þeirra en víetnamskt og hafi ekki fengið upplýsingar frá fjölskyldu stefnanda og ættingjum þeirra, né aðrar upplýs ingar, sem tengist vinnu og lífi þeirra í útlöndum. 5 Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu barst frá sendiráði Íslands í Beijing svar, dags. 30. október 2020, frá sendiráði Víetnam í sömu borg, við erindi íslenska sendiráðsins frá 9. mars s.á. varðandi st aðfestingu á uppruna dánarvottorða umræddra þriggja aðila. Í svarinu kemur fram að alþýðunefnd Hoang Chau - sveitarfélagsins hafi ekki gefið út dánarvottorð nr. 21, 22 og 23, skrá 1, þann 15. nóvember 2010 fyrir þessa nafngreindu aðila. Einnig segir að ritha ndarsýnishorn á téðum skírteinum séu ekki lögð til af formanni sveitarfélagsins Nguyen Dinh Huong eða fulltrúa um málefni borgaralegrar stöðu, Nguyen Canh Chung. Í upplýsingaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 10. desember 2020 segir að miðað við þet ta svar sé ekki hægt að staðfesta lögmæti þeirra dánarvottorða sem lögð voru fram með upprunalegri kröfu á hendur tryggingafélaginu VÍS. Hvort um fölsuð dánarvottorð sé að ræða sem framlögð voru með kröfu um tryggingarbætur frá VÍS sé erfitt að fullyrða. Með bréfi lögreglustjórans til stefndu, dags. 20. maí 2021, var upplýst um framangreint og að ekki hefði verið tekin afstaða til annarra gagna af hálfu sendiráðs Víetnam í Beijng. Ekki hafi komið fram óyggjandi sannanir um að þetta fólk væri lífs eða liði ð. Hið sama gilti um aðkomu og vitneskju eða grun stefnanda um að skjölin frá 15. nóvember 2010 væru fölsuð. Málið á hendur stefnanda væri því fellt niður þar sem það sem fram hefði komið við rannsóknina teldi lögregla ekki nægilegt til sakfellis samkvæmt 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Á því tímabili sem mál þetta hefur verið til meðferðar hafa lögmenn stefnanda leitað til ýmissa aðila til þess að reka á eftir rannsókn lögreglu, svo sem Umboðsmanns Alþingis, nefndar um eftirlit með störfum lögreglu, ríkissaksóknara, innanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis, en ekki eru efni til að rekja þau samskipti nánar hér. Lögreglurannsókn á atvikum málsins var þegar hafin þegar málið var höfðað hér fyrir dómi. Allt frá því í ársbyrjun 2014 og þar ti l 20. maí 2021 var málinu ítrekað frestað með vísan til 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 , að beiðni lögmanna aðila um frestun á meðferð málsins meðan lögreglurannsókn á atvikum þes s væri ólokið . Við fyrirtöku málsins 23. janúar 2015 lögðu stefndu fram bók un þar sem skorað var á stefnanda að hlutast til um uppgröft og DNA - rannsókn á líkum viðkomandi. Þessu hafnaði stefnandi í bókun sem lögð var fram í þinghaldi 24. mars 2015 þar sem jafnframt var tekið fram að stefnandi teldi sig hafa lagt fram fullnægjandi gögn um andlát hinna þriggja vátryggðu og að það stæði stefndu nær að afla slíkra upplýsinga teldu þeir sig geta hnekkt fyrirliggjandi sönnunargögnum. Í þinghaldi 17. október 2016 lagði lögmaður stefnanda fram gögn um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð inu hefði ákveðið að fella niður lögreglurannsóknina. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara og var málinu frestað þar til lögmaður stefndu lagði fram upplýsingar í þinghaldi 3. febrúar 2017 , um að ríkissaksóknar i hefði lagt fyrir 6 lögreglu að ljúka ranns ókn málsins. Var málinu því frestað ótiltekið á ný á grundvelli 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 á meðan lögreglurannsókn á atvikum málsins væri ólokið. Á árinu 2020 tók nýr lögmaður við málinu af hálfu stefndu og eftir að hafa kynnt sér framkomin gögn ky nnti hann í þinghaldi þá fyrirætlan sína að afla frá Víetnam fyrrnefndrar stjórnartilskipunar nr. 158/2005/ND - CP, og lagði hann skjalið fram við fyrirtöku 27. maí 2020 ásamt íslenskri þýðingu á hluta þess. Lögmaður stefnanda óskaði þegar í stað að bókuð yr ðu mótmæli við efni og tilvist þessara reglna. Af því tilefni óskaði lögmaður stefndu eftir því að fá að afla matsgerðar til að færa sönnur á þessar reglur og lagði hann fram matsbeiðni í því skyni í þinghaldi 15. júní 2020. Lögmaður stefnanda krafðist þes s að synjað yrði um dómkvaðningu matsmanns, en kröfu hans var hafnað með úrskurði. Úrskurðinn kærði stefnandi til Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu dómsins og ákvað að matsmann skyldi dómkveðja. Að fenginni þeirri niðurstöðu féll lögmaður stefnanda með bókun í þinghaldi 7. október 2020 frá öllum mótmælum og málsástæðum varðandi efni og gildi umræddrar tilskipunar. Í þinghaldi 22. febrúar 2021 lögðu lögmenn aðila fram gögn, hvor frá sinni víetnömsku lögmannsstofu, með álitum þeirra á þýðingu fyrrnefndrar stjórnartilskipunar fyrir gildi framlagðra dánarvottorð a. Í sama þinghaldi var upplýst að rannsókn lögreglu væri lokið og málið komið til ákærusviðs. Við fyrirtöku málsins 11. mars 2021 óskuðu lögmenn aðila eftir því að aðalmeðferð málsins yrði ekki ákveðin fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um útgáfu ákæru, e n þá var talið að ákvörðunar væri að vænta eftir sex vikur. Það lá þó ekki fyrir fyrr en stefndu barst bréf lögreglustjóra, dags. 20. maí 2021, þess efnis að ákæra yrði ekki gefin út og að sakamálið væri fellt niður. Aðalmeðferð máls þessa fór loks fram 2 3. júní 2021 og kom stefnandi þá fyrir dóm og gaf skýrslu með aðstoð túlks. Þá leiddi stefnandi þrjú vitni sem stödd voru í Víetnam og gáfu skýrslur í hljóði og mynd um fjarfundabúnað og með aðstoð túlks. Vitnin sönnuðu á sér deili með því að sýna persónus kilríki með mynd við skýrslugjöfina. Þessi vitni eru Nguyen Duc Minh, fyrrverandi formaður alþýðunefndar í Thang Loi - sveitarfélagi, Doan Viet Tuyen yfirmaður almannaöryggis í Hoang Chau - sveitarfélagi og Doan Ngoc Toi, fiskimaður í Hoang Chau . Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að hún hafi sýnt fram á með fullnægjandi gögnum að sá tjóns - og v átryggingaratburður sem dómkröfur hennar byggist á hafi átt sér stað í október 2010 . Stefnandi hafi því til staðfestingar lagt fram dánarvottorð og slysavottorð frá yfirvöldum í landi nu þar sem eiginmaður hennar og stjúpdætur hafi drukkn a ð og að a uk i dánarvottorð frá Þjóðskrá Íslands. Hinum stefndu félögum hafi ekki tekist að hnekkja fyrirliggjandi gögnum með neinum hætti, en hafn i þrátt fyrir það gr eiðsluskyldu á grundvelli óljósra fullyrðinga . Afstaða hinna stefndu félaga sé óviðeigandi . 7 S tefnandi krefjist greiðslu dánarbóta úr þremur mismunandi tryggingum , það séu líftrygginga r bætur, dánarbætur úr F+ fjölskyldutryggingu og dánarbætur úr Farkorti. K rafa á hendur Líftryggingafélag i Íslands hf. byggist á lí ftryggingarskírteinum eiginmanns stefnanda og eldri dóttur hans h já félaginu . S tefnandi sé eini rétthafinn s amkvæmt líftryggingu eiginmannsins og ásamt honum rétthafi samkvæmt tryggingu dótturinnar . Byggt sé nánar á grein 2.1 í skilmálum um trygginguna og grein 2.2. Krafa stefnanda um líftryggingarbætur vegna hvors um sig sé 10.121.917 krónur og því sé krafa stefnanda á hendur Líftryggingafélag i Íslands hf. samtals að fjárhæð 20.243.834 krónur. Á hend ur Vátryggingafélagi Íslands hf. sé krafist g reiðslu dánarbóta úr F plús 3, fjölskyldutryggingu stefnanda hjá V ÍS, og samkvæmt Farkorti (kreditkort i ) , svokallaðri vísatryggingu. Í skilmálum F plús 3 - tryggingarinnar segi í grein 2.2 að meðvátryggðir séu fjö lskylda vátryggingartaka, sem hafi sama lögheimili á Íslandi, en eiginmaður stefnanda og dætur hans tvær hafi verið skráð samkvæmt þjóðskrá til heimil i s á heimili stefnanda, er þau hafi látist. Einnig sé vísað t il 6. kafla tryggingarskilmálanna og til grei na 6.1.2 og 6.1.6 varðandi bætur fyrir stjúpdætur stefnanda. Krafist sé greiðslu dánarbóta úr F+fjölskyldutryggingu samtals að fjárhæð 10.005.000 krónur. Krafan sundurliðist þannig að vegna eiginmannsins sé krafist bóta að fjárhæð 6.670.000 krónur og bóta að fjárhæð 1.667.500 krónur vegna hvorrar dætra hans. K rafa um bætur úr Visa - ferðatryggingu hjá Vátryggingafélagi Íslands sé gerð samkvæmt því vísakorti stefnanda sem grei tt hafi meirihluta ferðakostnaðar vegna ferðalag s eiginmanns hennar og dætra hans. Ví sa ð sé til vátryggingarskírteinis, sem og skilmála fyrir tryggingunni nr. GT 21 hjá V ÍS, til greina skilmálanna nr. 1.1 og 1.2 , og til 100. gr . laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Krafa um dánarbætur úr Farkorti sé samtals 13.500.000 krónur og sundur liðist þannig að fyrir hvert þeirra þriggja um sig greiðist 4.500.000 krónur. Samtals sé krafa stefnanda á hendur Vátryggingafélagi Íslands að fjárhæð 23.505.000 krónur samkvæmt ofangreindum tveimur tryggingarsamningum. Í vátryggingarétti sé almennt talið að v átryggður ber i jafnan sönnunarbyrðina fyrir því að atvik falli undir gildissvið vátryggingarinnar , í þessu tilviki að vátryggingaratburður hafi orðið. Það hafi stefnandi sannað meðal annars með vísan til dánarvottorða s amkvæmt þjóðskrá hér á landi, sbr. 3. mgr. 60. gr. laga um meðferð einkamála. Þar sem stefnandi h afi sannað að vátryggingaratburður hafi átt sér stað beri hin stefndu félög sönnunarbyrði um að undanþáguákvæði skilmála viðkomandi vátryggingarsamninga eigi við , til grundvallar neitunar á bótaskyldu , og að opinberar skráningar um dauða vátryggðra séu rangar. Hinum stefndu félögum hafi ekki tekist sú sönnun. Me ð fyrirliggjandi gögnum hafi stefnandi sýnt nægjanlega fram á að vátryggingaratburður hafi orðið og vís i til skjala og vottorða, sem séu undirrituð og stimpluð með þar til gerðu merki yfirvalda í Víetnam. S tefnandi hafi meira að segja lagt það á sig að fá tvær mismunandi útgáfur af dána r vottorðum, þar sem hin fyrri hafi 8 einungis verið stimpluð, en án undirskrifta r. S tefnandi hafi nú framvísað vottorðum sem bæði sé u stimpluð og undirrituð af yfirvöldum í Víetnam , auk dánarvottorða frá Þjóðskrá Íslands. Ekki v erði meiri kröfur gerðar til stefnanda en þetta. Þ að sé þ ví stefndu að sýna fram á hið gagnstæða, sem þeim h afi ekki tekist í máli þessu á löngum tíma. Sé um svik að ræða eða atriði sem falli undir undanþáguákvæði í skilmálum tryggingarsamninganna sé það stefndu að sanna slíkt með fullnægjandi hætti. S tefndu verði að sanna að vátryggingin hafi verið tekin í von dri trú. Hin stefndu tryggingafélög hafi sakað stefnanda um að hafa með sviksamlegri háttsemi og vísvitandi blekkingum reynt að fá greiddar vátrygginga r bætur. F élögin hafi í þeim efnum m.a. vísað til þess að skammur tími hafi liðið frá vátrygginga r töku þar til dánarslysið varð , óskað hafi verið eftir líftryggingum fyrir börn og að óvenjulegt væri í vátryggingaviðskiptum að fólk/neytendur sýndi frumkvæði og óskaði eftir kaupum á sjúkdóma - og líftryggingum. Þ essar ásakanir stefndu séu með ólíkindum, enda sé s á skammi tími sem félagið vísi til engin líkindi fyrir sviksamlegri háttsemi. E kki sé hægt að sjá alla hluti fyrir, svo nota ð sé orðalag á heimasíðu V ÍS . S tefndu auglýsi tryggingar sínar með ítrekuðum hætti og hafi úti tryggingasölumenn um allar trissur ti l að ná í iðgjöld vegna trygginga. Þ ví verði að telja það óverjandi afstöðu hinna stefndu félaga að það bendi til svika að vátrygginga r taki og eiginmaður hennar hafi, eftir að hafa heyrt stífar auglýsingar hinna stefndu félaga og hlustað á upplýsingar sölumanna, látið tilleiðast að taka tryggingar hjá félögunum. V arhugavert sé að fjárhagslega sterk tryggingafélög eins og stefndu geti farið fram með slíkum hætti. Ó rökstuddar staðhæfingar stefndu hafi haft skaðleg áhrif á sálarlíf stefnanda, enda h afi félagið reynt að sverta mannorð hennar með kæru til lögreglu. Stefnandi sé því nauðbeygð til að leita réttar síns, enda sannreyni fyrirliggjandi gögn rétt hennar og þar með skyldur tryggingafélaganna. Stefnandi hafi tilkynnt vátrygginga ra t b urðinn í síðasta lagi þ ann 29. apríl 2011 , en f élagið hafi ekki hafnað bótaskyldu fyrr en 13. desember s.á. S ú höfnun hafi verið of seint fram borin samkvæmt þeirri meginreglu sem fram komi í 1. mgr. 31. gr . laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga . H in stefndu félög hafi því glatað rétti til að bera fyrir sig ábyrgðartakmörkun , sbr . 2. mgr. 31. gr . sömu laga, og beri þeim þ ví skylda til að greiða stefnanda umkrafðar bætur. Við málflut ning lagði lögmaður stefnanda áherslu á að t ómlæti stefndu eftir móttöku tilkynningar af hálfu stefnanda um slysið gerði þeim ókleift að hafna bótaskyldu. Þá lagði hann jafnframt áherslu á eftirtaldar málsástæður sem getið er um í stefnu eða í gögnum sem þ ar er vísað til . S annað sé að umræddur vátrygginga r atburður hafi átt sér stað, að feðginin hafi látið lífið 2. október 2010 , og því liggi greiðsluskylda hinna stefndu félaga fyrir . Því til sönnunar liggi framlögð dánarvottorð. Almennar reglur laga nr. 91/1 991 um meðferð einkamála gildi um sönnun og um sönnunargildi opinberra vottorða gildi 3. mgr. 71. gr. laganna. Ekki sé gerð krafa um að gögn séu með tilteknum 9 hætti eða formi, hvorki í lögum né vátrygginga r samningum. Sú staðreynd að rannsókn málsins hafi s taðið í yfir áratug án þess að feðginin hafi fundist veiti löglíkur fyrir því að þau séu látin. S tefndu eða lögregla hafi engin gögn lagt fram er sýn i fram á að þau sé u á lífi. Þjóðskrá Íslands hafi gefið út dánarvottorð, sem sé stjórnvaldsákvörðun um rétt og skyldur manna samkvæmt stjórnsýslulögum , og að meginstefnu standi slík ákvörðun, nema hún sé sérstaklega ógilt. Þá hafi sýslumaður fallist á að næg i leg gögn og staðfesting sé komin á að feðginin séu látin , en a ðeins sé heimilt að taka á móti andlátstil kynningu og gefa vottorð um slíkt berist fullnægjandi gögn , sem sýslumaður telji ekki ástæðu til að efast um, sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa. R annsókn og gagnaöflun lögmannsstofunnar LEADCO sé óforsvaranleg. Búseta feðgi nanna við andlát í Thang Loi í Víetnam eigi sér stoð í öðrum gögnum og sé staðfest í áliti lögmannsstofunnar M INH K HUE og hafi útgefin dánarvottorð fullt sönnunargildi. Stefnandi byggi á meginreglum vátryggingaréttar um persónutryggingar og því að lög nr. 30/2004 séu ó undanþæg um slíkar tryggingar, sb r . II. hluta laga nna , en þar undir falli líftryggingar. Stefnandi vísi til skilgreininga í 62. gr . sömu laga, sem og meginreglu 63. gr., hún vísi sérstaklega til 64. gr . laganna og þess að stefnandi h afi veitt hinum stefndu félögum allar þær upplýsingar sem henni sé mögulegt að veita. Því hafi hinum stefndu félögum veri ð óheimilt að segja upp þeim tryggingum sem stefnandi hafi verið með hjá félögunum, sbr. 2. mgr. 47. gr . sömu laga. Stefnandi hafi í einu og öllu farið að ákvæðum 120. gr . laganna. Um rétthafa sé vísað til 101. gr . laga nna . Þá skírskot i stefnandi til 1. gr . laga nr. 56/2010, sem og til X. kafla laga nr. 30/2004 og meginreglna vátryggingaréttar um sönnun, svo sem um það að vátryg gingafélag beri ætíð sönnunarbyrði um að atvik falli undir undanþáguákvæði í vátryggingarskilmálum , og þ eirrar reglu vátryggingaréttar að vátryggingarskírteini sé helsta sönnunargagnið um samninginn milli tryggingafélags og vátryggingartaka. Einnig vís i st efnandi til 2. mgr. 19. gr. laga nr. 54/1962, sbr. 5. gr. l aga nr. 61/1998. Þá vísi stefnandi einnig til 36. greinar b í samningal ögum og til laga nr. 14/1995 í heild sinni og til þeirrar tilskipunar EBE sem þau lög byggjast á, sbr. greinargerð með lögunum . Þá vísi stefnandi til skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum, eftir því sem við eigi . Málsástæður og lagarök stefndu Sýknukrafa stefndu er á því reist, að ekki sé sannað að umstefndir vátryggingaratburðir hafi gerst. S önnunarbyrði um að meint ir vátryggingaratburðir hafi gerst hvíli á stefnanda. Til stuðnings því að ekki sé sannað að umstefndir vátryggingaratburðir hafi gerst bend i stefndu á þá staðreynd að framlögð dánarvottorð og staðfestingarvottorð frá Víetnam haf i sem slík harla takmarkað sönnunargildi og sann i ekki að atburðirnir hafi gerst í raun og veru. Þau beri me ð sér að vera gefin út og samin að beiðni og eftir frásögn stefnanda einnar, en ekki á grundvelli neinna staðfestra gagna um meint andlát, 10 dánarstund og dánarorsök eiginmanns stefnanda og dætra hans og atvik að andláti þeirra, svo sem læknisvottorða, skýrslna lögreglu og/eða strand gæslu í Hoang Chu eða einhverra rannsóknaraðila þar. Framlögð vottorð sem slík sanni ekki að efni þeirra varðandi sagt andlát og atvik að dauða fólk sins sé sannleikanum samkvæm t og að atburðirnir hafi í raun og veru gerst . U m það sé eingöngu byggt á staðhæfingum stefnanda. Í bréfi þáverandi lögmanns stefnanda til lögreglunnar í Reykjavík segi að þegar Interpol hafi farið að rannsaka feril þessara skjala þá hafi viðkomandi embættismenn algjörlega hafnað því að hafa átt nokkurn þátt í gerð þeirra, enda finnist engar greiðslur sem tengist útgáfu þeirra. Eftir því að dæma sé u skjölin einfaldlega fölsuð og haf i í öllu falli ek kert gildi sem sönnun um að efni þeirra sé sannleikanum samkvæmt. Þá sé stefnandi sjálf missaga um útgáfu vottorðanna. Á einum stað í umsókn hennar um ný vottorð segi vegna andláts eiginma nnsins og dætranna, en síðar í umsókninni segi hún að Huong Chau þeirra , þar sem þau hafi ekki verið skráð í Huong Chau committee til varanlegrar dvalar. Síðan segi svo stefnandi að upp runaleg dánarvottorð (original document s ) hafi ekki fundist þegar yfirvöld ætluðu að skoða og staðreyna skráningu þeirra í Huong Chau. Þ essar missagnir styðji frekar að hin framlögðu vottorð séu ekki sannleikanum samkvæm efnislega heldur tilbúningur og öll samin að beiðni og eftir fyrirsögn stefnanda um efni þeirra. S tefndu hafi bent á í athugasemdum sínum til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum að næsta auðvelt sé að fá fölsuð dánarvottorð í Víetnam . S tefnandi og þáverandi lögmaður hennar séu ekki alls kos tar samsaga um meinta útför fólksins , sem eigi að hafa farið fram í heimahéraði þeirra, Thang Loi, Van Don, Quang Ninh, Víetnam. Stefnandi segi í umsóknarskjali að fjölskylda og ættingjar hafi grafið þau þar (buried for him and his children), en s amkvæmt b réfi þáverandi lögmanns stefnanda til stefnda VÍS hafi verið um bálför að ræða. S tefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn um meinta jarðarför eða bálför fólksins í V í etnam. Í ljósi framangreinds vant i mikið á að framlögð dánar - og staðfestingarvottorð sanni að umstefndir meintir vátryggingaratburðir hafi raunverulega gerst. Það hafi líka verið niðurstaða úrskurð fram á að þeir vátryggingaratburðir hafi átt sér stað sem ágreiningur máls þessa fjallar N efndin hafi m.a. haft undir höndum við meðferð málsins dánarvottorðin og staðfestingar vottorðin frá 15. nóv ember 2010 , auk tilkynningar þáverandi lögmanns stefnanda um meintan tryggingaratburð o.fl. S kráning um andlát in í Þjóðskrá sanni ekkert freka r en vottorðin frá Víetnam að umstefndir vátryggingaratburðir hafi í raun og veru gerst og að þau séu látin. S tefndu hafi fengið upplýst með tveimur staðfestum embættisvottorðum frá Víetnam, öðru frá strandgæslu/landamæragæslu Hoang Chau (Hoang Chau Borde r 11 Committee of Hoang Chau Commune) No/CV - UBND, að ekkert sjóslys hafi átt sér stað í umdæmi Hoang Chau í október 2010 og að fólkið hafi ekki dáið í umdæmi Hoang Chau - sveitarfélags. V íetnamska lögfræðifirmað LEADCO, sem aðstoðað hafi stefndu við öflun þessara upp l ýsinga og athugað umrædd dánar - og staðfestingarvottorð, hafi gefið stefnda VÍS það lögfræðiálit (legal opinion) að vottorðin séu hvað sem öðru líði ógild (not valid), þar sem þau séu ekki gefin út af þar til bærum aðila, en s amkvæmt þar lands til að gefa út dánarvottorð. A ð virtum þessum opinberu embættisvottorðum frá sveita rstjórn og strand gæslu/landamæragæslu Huang Chau og lögfræðiáliti LEADCO, svo og öllu öðru framan greindu, fari því fjarri að stefnandi hafi sýnt fram á að hinir umstefndu vátryggingar atburðir hafi raunverulega gerst, þ.e. að eiginmaður stefnanda og dætu r hans tvær hafi drukknað í sjóslysi úti fyrir Huong Chau þann 2. október 2010. Þ að sé með öllu ósannað og leiði það til sýknu beggja stefndu. Þ ví sé sérstaklega mótmælt að stefndu hafi fyrirgert rétti sínum til að hafna bótaábyrgð úr hinum umstefndu vátry ggingum og til að segja þeim upp vegna vanrækslu stefndu á tilkynningarskyldu s amkvæmt meginreglu 1. mgr. 31. gr. l aga nr. 30/2004 . Fyrir það fyrsta eigi 31. gr. laganna ekki við um líf tryggingar heldur skaðatryggingar og k omi því ekki til álita þegar af þeim ástæðum. Í annan stað taki tilkynningarskylda s amkvæmt 31. gr. laganna , sem gildi um skaðatryggingar, og s amkvæmt 94. gr. laganna, sem gildi um persónutryggingar, ekki til þeirra atvika sem stefndu byggja á að leysi félögin undan ábyrgð, þ.e. að vátry ggingaratburður hafi ekki gerst og að um sé að ræða vátryggingarsvik, heldur takmarkast tilkynningarskylda félaganna við þau atvik sem greinir í reglum/ákvæðum IV. kafla I. hluta laganna varð andi 31. gr. , o g í XIII kafla II. hluta laganna varð andi persónut ryggingar, þar sem hvergi sé minnst á atvik eins og þau sem stefndu bygg i á lausn sína undan ábyrgð í málinu. T ilkynningarskylda félaganna eigi þ ví ekki við hér . Þó svo væri hafi félögin ekki vanrækt tilkynningarskyldu sína eins og málið sé vaxið , þar sem efnislega segi í 31. gr., sbr. 94. laganna, að tilkynningu um að eftir að félaginu varð kunnugt um atvik sem leyst gátu það undan ábyrgð og v anræki félagið að sen da tilkynningu glati það rétti til að bera ábyrgðartakmörkun fyrir sig , en hér standi ekki þannig á. Stefndu hafi þvert á móti haft réttmæta ástæðu til að tilkynna stefnanda ekki um afstöðu sína til bótaskyldunnar og kæruna til lögreglu fyrr en það hafi verið gert. F ormleg tilkynning um meinta vátryggingaratburði og fyrstu gögn um málið hafi ekki verið send stefndu fyrr en með bréfi þáverandi lögmanns stefnanda, dags. 27. apríl 2011, og með tilkynningu um ferðatjón, dags. 29. apríl 2011, en tilky nning stefndu um afstöðu þeirra til bótaskyldu hafi verið send þáverandi lögmanni stefnanda með bréfi 13. desember 2011 12 eða rúmum sjö mánuðum síðar. S tefndu hafi á þessu tímabili ekki verið kunnugt með neinni vissu um atvik er leyst gætu stefndu undan ábyr gð né um atvik er sýndu fram á og sönnuðu bótaskyldu stefndu. Hins vegar h afi stefndu haft grun um að ekki væri allt með felldu v arða nd i tilkynntan vátryggingaratburð og höfðu af þeim ástæðum gert ráðstafanir til frekari upplýsingaöflunar þegar í kjölfar b réfs lögmanns ins , með bréfi stefnda VÍS til Ríkislögreglustjóra alþjóðadeild 23. maí 2011 þar sem óskað var aðstoðar við öflun upplýsinga frá Víetnam um málið. M eðan beðið hafi verið upplýsinga og stefndu höfðu ekki betri vitneskju um atvik hafi stefndu bæ ði verið óskylt og ókleift að taka afstöðu til bótaskyldunnar. M eintir vátryggingara t burðir áttu að hafa gerst í Víetnam og tímafrekt sé að afla þaðan gagna. S tefndu hafi því verið rétt að bíða næstu mánuði með tilkynningu til stefnanda um afstöðu til bóta skyldu, eða þar til séð yrði hvaða upplýsingar kynnu að koma frá Víetnam. Þá hafi stefndu þann 12. október 2011 kært málið til lögreglu vegna gruns um vátrygg inga svik stefnanda og ósk a ð rannsóknar. L ögreglan hafi beðið stefndu að bíða með að tilkynna s tefnanda um kæruna og afstöðu stefndu til bótaskyldunnar vegna rann sóknar hagsmuna lögreglu. S tefndu hafi því verið rétt að bíða áfram með tilkynningu til stefnanda um afstöðu til bótaskyldu, enda óhægt og óskylt að tilkynna stefnanda um afstöðu til bótas kyldu meðan lögreglurannsókn st æði yfir, sem ekki var vitað hvað kynni að leiða í ljós. Gat stefndu , á meðan beðið var upplýsinga frá Víetnam og frá lögreglunni , ekki talist vera kunnugt um atvik í skilningi 31. gr. eða 94. gr. laga nr. 30/2004, þannig að skylt væri að tilkynna um afstöðu til bótaskyldu. Ekki hafi því verið um að ræða neina vanrækslu stefndu á tilkynningarskyldu í skilningi 31. gr. og 94. gr. laganna, þó að stefndu tilkynntu fyrst um afstöðu sína til bótaskyldu og segðu upp vátryggingum ste fn an da þann 13. desember 2011. B ótaskylda stefndu verði ekki byggð á því að stefndu hafi glatað rétti til að bera fyrir sig að þ eir séu laus ir úr ábyrgð. Leiði það einnig til sýknu stefndu. Til stuðnings varakröfu sé f járhæð höfuðstóls stefnukrafna, samtals að fjárhæð 43.748.834 krónur, mótmælt sem of hárri. Bætur vegna yngri stjúpdóttur stefnanda úr ferðatryggingunni séu aðeins 450.000 krónur, en ekki 4.500.000 krónur eins og stefnandi krefjist. Í greinargerð stefndu e r gerð grein fyrir vátryggingarfjárhæðum hverrar tryggingar og miðað við þann útreikning eru vátryggingarfjárhæðir trygginganna samtals 39.451.714 krónur . Við málflutning af hálfu stefndu var a uk þess á það bent að taka yrði tillit til þess að stefnandi sé rétthafi að 20% af bótum úr líftryggingu eftir eldri stjúpdóttur sína þannig að bætur úr henn i til stefnanda get i ekki verið hærri en 20% af 10.121.917 krónum eða 2.024.383 krónur . S tefndu verð i því ekki dæmdir til þess að greiða meira en 31.354.180 krónu r í dánarbætur , enda eigi stefnandi ekki að hagnast á tjóninu. Vaxtakröfum stefnanda sé sérstaklega mótmælt . Um vexti af vátrygginga r bótum fari eftir 50. gr. l aga nr. 30/2004 . S tefnandi eigi ekki rétt til 4,5% vaxta af hinum umstefndu vátrygg inga r bótum frá 2. október 2010 heldur ber i krafa um 13 vátrygginga r bætur skaða bóta vexti s amkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. S tefnandi geti s amkvæmt 1. mgr. 50. gr. laganna aldrei átt rétt til vaxta af bótunum fyrr en að liðnum tveim ur mánuðum frá því að tilkynn t hafi verið um vátryggingaratburð, en það hafi fyrst verið gert með bréfi þáverandi lögmanns stefnanda til stefndu 27. apríl 2011. Þá sé kröfu stefnanda um dráttarvexti alfarið mótmælt frá fyrri tíma en dómsuppsögudegi eins og mál ið sé vaxið. Stefndu eig i e kki að bera hallann af seinagangi lögreglurannsóknar , en gögn og upplýsingar frá stefnanda hafi verið misvísandi og til þess fallin að útheimta rann sókn á réttmæti þeirra og tefja þannig tímann . Þ ví sé ekki rétt að stefnandi fái dráttarvexti fyrir þann tí ma sem liðið hafi af þeim ástæðum. Við málflutning var af hálfu stefndu jafnframt bent á að e ldri vextir en fjögurra ára væ ru fyrndir samkvæmt ákvæðum laga um fyrningu kröfuréttinda . Aðrar málsástæður sem getið er í greinargerð eða vísað þar til gagna um o g lögmaður stefndu lagði helst áherslu á við málflutning eru þessar . Í fyrsta lagi h afi stefnandi ekki sannað að vátryggingaratburðurinn hafi átt sér stað með þeim hætti sem andlát sé vottað og staðfest eftir íslenskum rétti. Engin læknagögn um andlát og d ánarorsök hinna látnu fylgi framlögðum vottorðum, en lögum samkvæmt sé dánarvottorð læknis helsta sönnunargagnið fyrir andláti. Þegar maður andist erlendis og lík hans er eigi grafið eða brennt hér á landi komi til greina dánarvottorð erlendra lækna eða vo ttorð greftrunar - eða bálfarastofnana, svo og eftir atvikum vottorð íslensks sendiráðs. Þó að sönnunarmat s é óbundið verði við sönnunarfærslu að krefjast glöggra gagna. Sönnunarbyrðin hvíli á stefnanda, sem verði að bera hallann af öllum vafa og því að haf a ekki framvísað þeim gögnum sem lög og fræðimenn telji nauðsynleg til sönnunar fyrir andláti samkvæmt íslenskum rétti. Í öðru lagi séu framlögð dánarvottorð og önnur opinber skjöl frá Víetnam ekki gefin út af réttum og lögbærum yfirvöldum í Víetnam samkvæmt þeim lögum sem gildi um skráningu andláta og útgáfu dánarvottorða þar í landi þegar um sé að ræða andlát útlendinga og víetnamskra ríkisborgara sem eru búsettir erlendis og látast í Víetnam. Þar sé mælt fyrir um að skráning á andláti víetnamskra r íkisborgara sem búsettir eru erlendis og látast í Víetnam skuli fara fram hjá dómsmálayfirvöldum þess héraðs eða sveitarfélags þar sem viðkomandi einstaklingur var síðast búsettur, ef ættingjar hins látna óska þess. Ef ekki er unnt að ákvarða hvar hinn lát ni var síðast búsettur skulu dómsmálayfiröld þess héraðs eða sveitarfélags þar sem hinn látni lést staðfesta skráningu andlátsins. Gögn málsins ber i með sér að eiginmaður og stjúpdætur stefnanda hafi verið víetnamskir ríkisborgarar b úsettir erlendis , í ski lningi framangreindrar tilskipunar , og byggi stefnandi sjálf á því í málinu gegn VÍS. Af þeim sökum þurf i dánarvottorð til sönnunar á andláti þeirra að vera gefin út af dómsmálayfirvöldum í Víetnam en ekki af a lþýðunefndum sveitarfélaga. Framlögð dánarvott orð, gefin út af a lþýðunefndum sveitarfélaganna Hoang Chau og Thang Loi, séu því ekki gefin út af réttum og lögbærum yfirvöldum í 14 Víetnam og hafi þar af leiðandi ekkert gildi við sönnun á andláti eiginmanns stefnanda og dætra hans. Í þriðja lagi sé sannað með gögnum að fyrri útgáfan af dánarvottorðum, dagsett 15. nóvember 2010 frá sveitarfélaginu Hoang Chau, er fölsuð. Þau vottorð séu ekki rituð á það eyðublað sem í gildi hafi verið þegar vátryggingaratburðurinn hafi átt að eiga sér stað . Rannsókn Interpol í Víetnam hafi leitt í ljós að yfirvöld í sveitarfélaginu Hoang Chau gáfu ekki út þessi dánarvottorð. Loks segi í nótu frá sendiráði Víetnam í Peking nr. 869/LS/ÐSQ - TQ , dagsett ri 30. október 2020, sem komið hafi til lögreglunnar í gegnum u tanríkisráðuneyti ð, að a lþýðunefnd sveitarfélagsins Hoang Chau hafi ekki gefið út þessi dánarvottorð. Af þeim sökum verði ekki byggt á þeim og öðrum skjölum sem byggð séu á þessum dánarvottorðum við sönnun á vátryggingaratburðinum. Í fjórða lagi hafi stefnandi ekki sannað að framlögð dánarvottorð og önnur opinber skjöl frá Víetnam séu ófölsuð með þeim hætti sem mælt sé fyrir um í lögum um meðferð einkamála. Sérstök sönnunarregla sé í 71. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 um sönnun á erlendum opinberum skjölum . Hér s é um að ræða reglur um líkindi fyrir falsleysi og efnislegu réttmæti s líkr a opinberra skjala sem á sinn hátt takmark i frjálst sönnunarmat dómara eftir 1. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála . Framlögð víetnömsk dánarvottorð og önnur opinber skjöl sé u ekk i vottuð með þeim hætti sem mælt sé fyrir um í 2. mgr. 71. gr. laga um meðferð einkamála. Ósannað sé að framlögð dánarvottorð og önnur opinber víetnömsk skjöl séu gefin út af lögformlegum aðilum í Víetnam. Því sé það ósannað að þau séu ófölsuð og að efni þeirra sé rétt og verði því ekki byggt á þeim við sönnun á vátryggingaratburðinum í þessu máli. Um lagarök vís i stefndu einkum til reglunnar um sönnunarskyldu vátryggðs til að sanna að vátryggingaratburður hafi gerst. Þá vís i stefndu til 31. gr., 47. gr., 50. gr. og 94. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Til stuðnings málskostnaðarkröfu vísi stefndu til 130. gr. laga nr. 91/1991 . Um beitingu þess lagaákvæðis var við málflutning sérstaklega vísað til ákvæðis í c - lið 1. mgr. 131. gr. sömu laga, um að það skuli dæma aðila til greiðslu málskostnaðar ef hann hefur haft uppi kröfur eða staðhæfingar sem hann vissi eða mátti vita að væru rangar eða haldlausar. Niðurstaða Í máli þessu krefur stefnandi stefndu um vátryggingarbætur vegna andláts þriggja ein staklinga, en aðila greinir á um það hvort sönnun sé fram komin fyrir andláti þeirra. Málsatvikum og ágreiningsefnum er nánar lýst í sérstökum kafla hér að framan og vísast til þess sem þar kemur fram. Stefnandi heldur því fram að hún hafi sýnt fram á andl át eiginmanns síns og stjúpdætra með fullnægjandi hætti. Vísar hún einkum til skráningar andláts þeirra í Þjóðskrá Íslands, sem gefið hafi út vottorð því til staðfestingar, og til 3. mgr. 71. gr. laga 15 um meðferð einkamála nr. 91/1991 um sönnunargildi opinb erra vottorða. Sýslumaður hafi jafnframt talið framkomin vottorð nægilega sönnun um andlát til að dánarbússkipti gætu farið fram. Fyrir liggur samkvæmt gögnum málsins að stefnandi hafði framvísað hjá þessum stjórnvöldum dánarvottorðum dagsettum 15. nóvembe r 2010. Lögreglurannsókn hefur leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá s endiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þá hefur stefnandi viðurkennt að u ndirritun hennar á sömu vottorðum er fölsuð. Verður sönnun um andlát því ekki byggð á þessum vottorðum. Í 3. mgr. 71. gr. laga um meðferð einkamála, sem stefnandi vísar til um sönnunargildi vottorða Þjóðskrár, segir að efni opinbers skjals skuli talið rétt þar til annað sannast. Þar sem telja verður sannað að umrædd dánarvottorð séu fölsuð er sönnun um andlát með vottorðum Þjóðskrár sem eingöngu byggjast á þeim ekki tæk. Skráningar á Íslandi byggðar á þessum vottorðum hafa því ekki sönnunargildi um andlát f eðginanna. Eins og atvikum er háttað verður ekki fallist á að stefndu hafi glatað rétti til þess að hafna bótaskyldu samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga með því að hafa ekki formlega hafnað bótaskyldu fyrr en rúmum sjö mánuðum eftir tilkynningu um tjón . Fyrir liggur í gögnum málsins að skömmu eftir móttöku tilkynningarinnar, sem send var stefndu tæpum sjö mánuðum eftir meintan tjónsatburð, fékk lögmaður stefnanda upplýsingar um að verið væri að afla upplýsinga um atvik og var upplýstur um að það væri ti l skoðunar að hafna bótaskyldu. Verður ekki talið að ástæðulaus dráttur hafi orðið á tilkynningu frá stefndu eftir að þeim varð kunnugt um atvik sem gátu leyst stefndu undan bótaskyldu. Eftir að fyrrgreind niðurstaða Interpol varðandi áreiðanleika þeirra d ánarvottorða sem bótakrafa stefnanda byggðist upphaflega á lá fyrir óskaði stefnandi eftir útgáfu nýrra dánarvottorða í öðru sveitarfélagi. Þau vottorð eru gefin út af formanni alþýðunefndar í sveitarfélaginu Thang Loi, 20. júní 2012. Tildrög þess voru þau að stefnandi óskaði 8. febrúar 2012 staðfestinga á atburðum frá yfirvöldum í Hoang Chau, sem veittar voru að beiðni hennar 8. júní 2012 og í samræmi við frásögn hennar. Dánarvottorð voru gefin út af formanni alþýðunefndar í Thang Loi á grundvelli þeirra u pplýsinga. Réttmæti þessara dánarvottorða hafa stefndu dregið í efa, meðal annars með vísun til lögfræðiálits frá Víetnam um að útgáfa þeirra sé ekki í samræmi við þarlendar reglur sem fram komi í tilskipun um skráningu og umsjón með persónustöðu, nr. 158/ 2005/ND - CP, sem fyrir liggur í málinu, en þar er kveðið á um útgáfu dánarvottorða samkvæmt lögum í Víetnam. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála verður sá sem 16 ber fyrir sig erlenda réttarreglu að leiða efni hennar og tilvist í ljós. Þar sem l ögmaður stefnanda dró til baka 7. október 2020 málsástæður stefnanda og mótmæli varðandi tilvist og efni tilskipunarinnar verður talið óumdeilt með aðilum að ákvæði hennar hafi gilt í Víetnam þegar atvik málsins urðu og dánarvottorða var aflað. Í dánarvott orðunum frá 15. nóvember 2010, sem stefnandi byggði í upphafi eingöngu á, er meðal annars vísað til þessarar tilskipunar. Þær reglur sem tilskipunin hefur að geyma leggja aðilar málsins því til grundvallar í málatilbúnaði sínum hvor með sínum hætti, en aði la greinir á um hvaða þýðingu reglurnar hafi miðað við atvik málsins. Stefnandi byggir á því, með vísan til álits l ögmannsstofunnar MINH KHUE , dags. 19. október 2020 , sem veitt hefur stefnanda lögfræðiráðgjöf, að stefnanda hafi verið heimilt að sækja um e ndurskráningu á andlátunum samkvæmt 48. gr. stjórnartilskipunar 158/2005/ND - CP. Í ákvæðinu er lýst ferli til að sækja um endurskráningu á andlátum og á þessari heimild kveður stefnandi byggjast síðbúna skráningu og útgáfu formanns alþýðunefndar í sveitarfé laginu Thang Loi á dánarvottorðum 20. júní 2012 samkvæmt beiðni stefnanda. Stefnandi byggir á því að endurskráning andláta skuli gerð þar sem hin látnu hafi verið skráð með heimilisfesti og vísar til upplýsinga sem lögmannsstofan hafði látið í té um að til sé heimilisskráningarbók sem gefin sé út af aðstoðarlögreglustjóra í sveitarfélagi Cam Pha - borgar, dagsett 12. janúar 2011, sem staðfesti að eiginmaður stefnanda og eldri dóttir hans hafi verið með skráða fasta búsetu í Thang Loi. Lögð hefur verið fyrir dóminn íslensk þýðing á þeim ákvæðum tilskipunarinnar sem stefndu byggja á. Í 51. gr. tilskipunarinnar segir að skráning á andláti víetnamskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis og látast í Víetnam skuli fara fram hjá dómsmálayfirvöldum þess héraðs eða sveitarfélags þar sem viðkomandi einstaklingur var síðast búsettur, ef ættingjar hins látna óska þess. Ef ekki er unnt að ákvarða hvar hinn látni var síðast búsettur skulu dómsmálayfiröld þess héraðs eða sveitarfélags þar sem hinn látni lést staðfesta skr áningu andlátsins . Í 2. mgr. 52. gr. er mælt fyrir um að þegar öll nauðsynleg og gild skjöl hafa verið móttekin skulu embættismenn dómsmálayfirvalda viðkomandi héraðs eða sveitarfélags skrá viðeigandi upplýsingar í dánarskrá og útbúa frumrit dánarvottorðs. Forstöðumenn dómsmálayfirvalda viðkomandi héraðs eða sveitarfélags skulu undirrita frumrit dánarvottorðsins og afhenda það þeim sem sóttu um skráningu andlátsins. Samkvæmt 3. mgr. 52. gr. s kulu forstöðumenn dómsmálayfirvalda v iðkomandi héraðs eða sveitarf élags að lokinni skráningu andláts senda ræðisskrifstofu utanríkisráðuneytisins afrit dánarvottorðsins svo að unnt sé að tilkynna andlátið til viðeigandi yfirvalda þess ríkis þar sem hinn látni var ríkisborgari eða hafði búsetu. Stefndu byggja á því, með v ísun til álita l ögmannsstofunnar LEADCO, þess sem lagt var fram með greinargerð stefndu 19. desember 2013 og nánari greiningar í áliti dags. 12. nóvember 2020, að alþýðunefnd sveitarfélagsins Thang Loi hafi samkvæmt 51. gr. stjórnartilskipunar 158/2005/ND - CP ekki haft heimild til að gefa út dánarvottorð 17 hinna vátryggðu, og að aðeins dómsmálayfirvald á fylkisstigi í Víetnam hafi heimild til að staðfesta andlátstilkynningu þeirra. Í síðara álitinu kemur fram að lögmannsstofan byggi á greiningu á persónustöðu vátryggðu og þeim upplýsingum að stefnandi hafi gifst eiginmanninum á árinu 2006 og að hann hafi haft dvalarleyfi á Íslandi og talið þar fram til skatts frá árinu 2008 og að dætur hans hafi haft þar dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Andlátsti lkynningarnar og dánarvottorðin séu óáreiðanleg af því að þau hafi verið gefin út í kjölfar mótasagnakenndrar málsmeðferðar og slæms utanumhalds um persónustöðu af hálfu yfirvalda á staðnum. Samkvæmt víetnömskum lögum frá 2006 skuli afskrá fasta búsetu ein staklinga sem setjast að erlendis. Í fyrrnefndu áliti l ögmannsstofunnar MINH KHUE frá 19. október 2020, sem stefnandi byggir á, er meðal annars svarað spurningu lögmanns stefnanda um það hvers vegna 51. gr. tilskipunarinnar gildi ekki í þessu máli. Í svar inu segir að samkvæmt 51. gr. sömu tilskipunar skuli skráning andláta útlendinga eða víetnamskra borgara sem búa í útlöndum og deyja í Víetnam fara fram á dómsmálaskrifstofu héraðs þar sem þeir síðast bjuggu, ef ættingjar hins látna óska þess. Samkvæmt lög um um ríkisfang séu Víetnamar í útlöndum þeir sem hafi fasta búsetu í útlöndum, skilgreiningin sé ekki skýr að því er varði tímalengd búsetu í öðrum löndum. Lögfræðistofan hafi engar upplýsingar frá fjölskyldu stefnanda eða ættingjum þeirra sem tengjast vi nnu og lífi þeirra í útlöndum og telji því 51. gr. ekki eiga við um feðginin. Til stuðnings því að eiginmaður stefnanda og dætur hans hafi haft fasta búsetu á Íslandi í október 2010, og 51. gr. tilskipunarinnar eigi því við í málinu, vísa stefndu meðal annars til þess að s tefnandi segi sjálf að þau hafi öll verið skráð samkvæmt þjóðskrá til heimilis á heimili hennar er þau hafi látist, en það er forsenda þess að til bótaskyldu stofnist á grundvelli F+ tryggingar . Stefnandi byggi þar með sjálf á því að þa u hafi öll þrjú þá verið með fasta búsetu á Íslandi. Í aðilaskýrslu stefnanda fyrir dóminum svaraði hún játandi spurningum um það hvort feðginin hafi haft lögheimili á Íslandi, hvort þau hafi haft dvalarleyfi á Íslandi og hvort þau hafi ætlað að koma aftur til Íslands. Þá staðfesti hún að hafa ekki upplýst víetnömsku lögmannsstofuna um að feðginin hafi haft fasta búsetu á Íslandi frá árinu 2008 og kvað þá ættingja í Víetnam sem sögðu þau hafa búið í Thang Loi ekki hafa þekkt nógu vel til. S amkvæmt gögnum má lsins fékk eiginmaður stefnanda d valarleyfi á Íslandi 8 . júlí 2008 sem framlengt var í ágúst 2010 og var dætrum hans einnig veitt dvalarleyfi á Íslandi á sama tíma. Samkvæmt skattframtölum t aldi eiginmaður stefnanda fram á Íslandi fyrir ári n 20 08 , 2009 og 20 10 . Þá hefur stefnandi upplýst að eiginmaður hennar hafi aðeins farið t il Víetnam til þess að vera viðstaddur aðgerð sonar síns, sem var í fóstri í Víetnam , en sótt hafði verið um dvalarleyfi fyrir han n á Íslandi. Í tilkynningu um ferðatjón kemur fram að um hafi verið að ræða orlofsferð á eigin vegum til Hanoi í Víetnam frá 10. ágúst 2010 til 10. október s.á . Dánarbússkipti eftir eiginmann stefnanda 18 og dætur hans fóru fram á Íslandi , en samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. skal skipta dánarbúum eftir lögunum eftir þá menn sem áttu lögheimili eða höfðu annars fasta búsetu hér á landi á dánardegi. Þá kemur fram í bréfi lögmanns stefnanda til s ýslumanns 27. apríl 2 011 að eignir dánarbús eiginmannsins séu íbúð að Búðargerði 8, R eykjavík, og bifreið auk einhverra bankainnstæð n a og hugsanlegra trygginga r bóta. Að þessu öllu virtu og gögnum málsins voru eiginmaður stefnanda og dætur hans víetnamskir ríkisborgarar með dvalarleyfi og lögheimili á Íslandi daginn sem þau eru talin hafa látist og bendir ekkert til annars en að æ tlun þeirra hafi verið að snúa aftur til Íslands eftir orlofsferð til Víetnam og búa hér á landi til frambúðar. Þau verða samkvæmt þessu talin hafa verið víetnamskir ríkisborgarar búsettir erlendis í skilningi 51. og 52. gr. þágildandi tilskipunar nr. 158/2005. Því verður ekki séð að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Thang Loi hafi verið bært stjórnvald til þess að gefa út þau dánarvottorð sem hann gaf út 20. júní 2012, samkvæmt heimild til að færa síðbúna skr áningu. Það breytir engu um þá valdþurrð þótt fólkið kunni að hafa verið ranglega skráð til heimilis í sveitarfélaginu Thang Loi. D ómsmálayfirv öld v iðkomandi héraðs eða sveitarfélags hefðu samkvæmt þessum óumdeildu ákvæðum þurft að gefa út dánarvottorð og senda ræðisskrifstofu utanríkisráðuneytisins afrit þeirra, svo unnt væri að tilkynna andlátið til viðeigandi yfirvalda á Íslandi, þar sem þau höfðu búsetu . Ekkert bendir til þess að leitað hafi verið af hálfu stefnanda til slíkra stjórnvalda um útgáfu dána rvottorða. Í svonefndri staðfestingu vitnisins Doan Viet Tuyen frá því 15. nóvember 2010 kemur fram að þessir þrír einstaklingar hafi drukknað og lík þeirra fundist 5. október 2010. Önnur staðfesting sama aðila frá 8. júní 2012 var gefin út að beiðni stefn anda, dags. 8. febrúar 2012. Fyrir dómi bar þetta vitni, sem titlaður va r yfirmaður almannaöryggis í sveitarfélaginu Hoang Chau, á þann veg að hann hefði ekki þekkt hin látnu, en einhver sem hann teldi vera ættingja hins látna karlmanns hefði gefið honum u pp nöfn þeirra. Á þeim ættingja vissi hann ekki f yllilega deili, en kvaðst hafa heimilað flutning líkanna til Thang Loi. Í staðfestingu vitnisins frá 8. júní 2012 kemur fram að lík sem fundist hafi 5. október 2010 hafi verið flutt til heimahaga þeirra til greftrunar og að samkvæmt vitnisburði fjölskyldu fórnarlambanna hafi þetta verið umræddir aðilar og búsetustaður þeirra væri sveitarfélagið Thang Loi. Þar kemur fram að þau hafi drukknað og því sé vísað til yfirvalda almannaöryggis sveitarfélagsins Thang L oi og alþýðunefndar þess sveitarfélags, til lögbundinnar útgáfu dánarvottorða. Vitnið Doan Ngoc Toi, fiskimaður í Hoang Chau, sem stefnandi byggir á að sé sjónarvottur að því að umræddir einstaklingar séu látnir bar fyrir dómi að hann hefði séð þrjú lík í október 2010 og látið lögreglu vita. Hann hafi ekki komið frekar að málinu, hafi ekki þekkt þessa einstaklinga, viti engin deili á þeim og hafi ekki borið kennsl á líkin. 19 Vitnið Nguyen Duc Minh, sem titlaður er formaður alþýðunefndar í Thang Loi, staðfesti fyrir dómi að hafa gefið út dánarvottorð fyrir þessa þrjá einstaklinga 20. júní 2012, sem fyrir liggja í málinu og fyrr er fjallað um. Til grundvallar útgáfu þeirra kvað hann hafa legið staðfestingu frá 8. júní 2012, sem getið er um í dánarvottorðunum, fr á yfir manni almanna öryggis í sveitarfélaginu Hoang Chau, sem þá mun vera vitnið Doan Viet Tuyen , og beiðni stefnanda. Þá kvaðst hann muna eftir flutningi líka til þorpsins á sínum tíma til þess að þau yrðu jarðsett þar. Það hafi verið í verkahring hans að gefa út dánarvottorð vegna þeirra sem skráðir væru í þorpinu. Ekki kvaðst hann hafa þekkt fólkið sjálfur og hefði hann því ekki borið kennsl á þessi lík, en fólk með þessum nöfnum hefði verið á skrá í þorpinu og hefðu ættingjar sem gefið hefðu sig fram tek ið við líkunum til greftrunar. Hann hafi ekki verið viðstaddur jarðarför en byggi á frásögn fólks úr þorpinu. Svo sem hér hefur verið rakið hefur ekkert þeirra vitna sem stefnandi kvaddi til skýrslugjafar fyrir dómi sagst hafa borið kennsl á umrædd lík, h eldur hafa öll þau vottorð og staðfestingar sem þessir aðilar hafa gefið út um andlát þeirra þriggja einstaklinga sem stefnandi krefst dánarbóta fyrir, byggst á frásögnum stefnanda sjálfrar, annarra yfirvalda sem byggja á frásögn hennar, eða upplýsingum fr á ónafngreindum aðilum, sem áhöld eru um hverra ættingjar eru. Að íslenskum rétti er það meginregla að sönnun um andlát sé studd vottorði læknis um andlát, sbr. 1. gr. laga nr. 15/1991 um ákvörðun dauða og 1. og 8. gr. laga nr. 61/1998 um dánarvottorð, kru fningar o.fl. Erlend vottorð lækna eru jafnan metin gild verði andlát erlendis. Í máli þessu hafa engin gögn eða upplýsingar komið fram um aðkomu læknis að skoðun á meintum líkum eða niðurstöðu um andlát og dánarorsök þeirra sem krafist er dánarbóta fyrir í málinu. Allt er á huldu um það hvað orðið hafi um meintar líkamsleifar hinna vátryggðu. Samkvæmt framburði Doan Viet Tuyen fyrir dómi var heimilað að þrjú lík yrðu flutt frá Hoang Chau til Thang Loi. Samkvæmt framburði Nguyen Duc Minh fyrir dómi voru þrj ú lík grafin í Thang Loi. Báðir vísuðu til samskipta við ónafngreinda meinta ættingja hinna látnu. Í kröfubréfi fyrrverandi lögmanns stefnanda 27. apríl 2011 til stefndu segir að stefnandi hafi farið til Víetnam eftir slysið og gengið frá nauðsynlegum ráðs töfunum og að bálför hafi farið fram í Víetnam. Í tölvupósti lögmannsins til eins af núverandi lögmönnum hennar 18. febrúar 2021 segir að fyrir h afi legið að maðurinn hefði verið brenndur og öskunni síðan dreift yfir sjó eða vatn. Í framburði stefnanda fyr ir dómi við aðalmeðferð kvað hún líkin fyrst hafa verið brennd og svo hefði askan verið grafin. Í skýrslutöku hjá lögreglu 16. nóvember 2011 kvað hún fjölskyldu sína hafa séð um að líkin væru strax brennd, en kvaðst aðspurð ekki muna hvar duftkerin væru ja rðsett. Stefnandi hefur alfarið hafnað áskorun stefndu, sem var lögð fram í málinu með bókun 23. janúar 2015, um að líkin verði grafin upp til að fram megi fara DNA - rannsókn og tekur stefnandi fram í bókun sem lögð var fram 24. mars 2015 að hún telji að þa ð standi 20 stefndu nær að afla slíkra upplýsinga telji þeir sig geta hnekkt fyrirliggjandi sönnunargögnum. Slíkt ósamræmi er í framkomnum upplýsingum frá stefnanda um það hvar meint lík eða ösku sé að finna að ábyrgð á sönnunarfærslu með uppgreftri líkamslei fa verður ekki lögð á stefndu. Það var niðurstaða lögreglurannsóknar á atvik um málsins að ekki hefðu komið fram óyggjandi sannanir eða trúverðugar skýringar um að fólkið sem dánarvottorðin fjalli um sé lífs eða liðið. Í skýrslutöku hjá lögreglu 11. janúar 2021 kvaðst stefnandi fyrst hafa fengið dánarvottorðin , dagsett 15. nóvember 2 010 , hjá yfirvöldum í Víetnam þegar hún hafi verið þar. S íðar í skýrslutöku nni sagði stefnandi ættingja sína í Víetnam hafa aflað vottorðanna, þar sem hún hefði enn verið á Íslandi. Fyrir dómi bar hún á sama veg og viðurkenndi þá að hún hefði ekki undirrit að skjölin sem hún er sögð undirrita, heldur hefði ættingi hennar ritað nafn hennar, þar sem hún hefði sjálf þurft að vera tilkynnandi. Ekki gat hún gefið nánari skýringar á skyldleikatengslum sínum við umræddan ættingja sinn eða hver hann væri. Lögregla t aldi ekki fram komna fulla sönnun fyrir því við rannsókn sakamálsins að stefnandi hefði vitað eða mátt vita að skjölin stöfuðu ekki frá réttmætum yfirvöldum , sem í ljós var leitt við rannsóknina bæði með athugun Interpol í Víetnam og með staðfestingu sendi ráðs Víetnam í Kína, eða að hún hefði haft grun um að þau væru fölsuð . Hvað sem líður vitneskju stefnanda um fölsun á undirritun útgefanda þá kvaðst hún hér fyrir dómi hafa fengið ættingja sinn til þess að falsa sína eigin undirritun á sömu skjöl og svo fr amvísaði hún þeim þannig fengnum til þess að krefjast dánarbóta sér til handa, auk þess að framvísa þeim hjá stjórnvöldum hér á landi. Að virtu öllu því sem að framan er rakið er fallist á það með stefndu að stefnandi hafi ekki sannað með fullnægjandi hæt ti að vátryggingaratburðurinn hafi gerst í raun og veru og því verða stefndu sýkna ðir af öllum kröfum stefnanda í málinu . Eftir úrslitum málsins og atvikum þess verður með vísun til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála og með hliðsjón af 131. gr. sö mu laga, stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað, sem ákveðinn er tvær milljón ir króna. Stefnanda var veitt gjafsókn til að reka mál þetta fyrir héraðsdómi. Samkvæmt henni greiðist allur gjafsóknarkostnaður hennar úr ríkissjóði, þar með talin málflutn ingsþóknun lögmanns hennar, Fjölnis Vilhjálmssonar, sem hæfileg er ákveðin tvær milljón ir króna. Lögmaðurinn tók ekki við rekstri málsins með formlegum hætti fyrr en við aðalmeðferð þess, en hann hafði þá mætt til þinghalda og komið fram fyrir hönd gjafsók narþega undanfarin ár. Er við ákvörðun um fjárhæð þóknunar lögmannsins meðal annars litið til þess að verulegur fjöldi þeirra vinnustunda sem gerð er grein fyrir í málskostnaðaryfirliti er vegna reksturs annarra erinda fyrir stefnanda, meðal annars fyrir s tjórnvöldum meðan mál þetta hvíldi og beðið var niðurstöðu lögreglurannsóknar, og fellur sú vinna ekki undir málskostnað í þessu máli samkvæmt 129. gr. laga nr. 91/1991. 21 Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Vátryggingafélag Íslands hf. og Líftryggingafélag Íslands hf. , eru sýknir af dómkröfum stefnanda, A. Stefnandi greiði stefndu tvær milljón ir króna í málskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun Fjölnis Vilhjálmssonar lögmanns, tvær milljón ir króna. Kristrún Kristinsdóttir