Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28. apríl 2021 Mál nr. S - 1764/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) g egn Ingólf i Arnar i Björns syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 23. mars 2021, á hendur Ingólfi Arnari Björnssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa þann 16. janúar 2019 að [...] í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 18 kannabisplöntur, 815,83 grömm af kannabisefnum og 2252 grömm af kannabislaufum og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags staðið að ræktun greindra plantna og efna. Lögreglan lagði hald á fram angreindar plöntur og efni við leit í húsnæðinu. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 18 kannabisplöntum, 815,83 grömmum af kannabisefnum og 2252 gröm mum af kannabislaufum sem og öllum hinum haldlagða búnaði ætlað til ræktunar - , sölu og framleiðslu og nánar er greint frá í fyrirliggjandi munaskýrslu nr. 135168 þ.m.t. lömpum, tímarofu m , viftum, hitablásurum loftsíum, tjöldum og símum er lögregla fann við húsleit hjá ákærða skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 . 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá há ttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 18. mars 202 1 , hefur ákærði áður sætt refsingu meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot en þau brot haf a ekki áhrif við ákvörðun refsingar þar sem ítrekunaráhrif eru fallin niður, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningaralaga nr. 19/1940. Brot ákærða er réttilega heimfært til refsiákvæða en brot gegn ákvæðum laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni geta var ðað allt að 6 ára fangelsi, sbr. 5. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur játað skýlaust brot sitt bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá er einnig litið þ ess er kom fram í máli ákærða þess efnis að ákærði h efur ekki aftur gerst brotlegur við lög eftir þá háttsemi sem hann er nú sakfelldur fyrir og hefur hann einnig sótt sér aðstoð við vímuefnavanda og er edrú í dag . Verður framangreint metið ákærða til refsimildunar, sbr. 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. Á hinn bóginn er litið til eðlis og umfangs brots ákærða. Brotið var vel skipulagt og ásetningur ákærða einbeittur en hann þurfti að koma sér upp sérútbúnaði í húsnæði sem hann hafði til umráða og leggja mikla vinnu í ræktun þeirra fíkniefn a sem um ræðir. Þá er einnig litið til þess mikla magns fíkniefna sem ákærði hafði í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Verður framangreint metið ákærða til refsiþyngingar, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almenn ra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindum atriðum, sakarefni málsins og að virtum sakarferli, og játningar ákærða, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 18 kannabisplöntur, 815,83 grömm af kannabisefnum, 2.252 grömm af kannabislaufum, lampar, tímarofar, viftur, hitablásarar, loftsíur, tjöld og símar, er lögregla fann við húsleit hjá ákærða , allt samkvæmt munaskýrslu lögreglu nr. 135168 . Ákærði greiði 162. 246 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Kára Ólafsson aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn . 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ingólfur Arnar Björnsson , sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Upptæk eru ge rð til ríkissjóðs 18 kannabisplöntur, 815,83 grömm af kannabisefnum, 2.252 grömm af kannabislaufum, lampar, tímarofar, viftur, hitablásarar, loftsíur, tjöld og símar, er lögregla fann við húsleit hjá ákærða , allt samkvæmt munaskýrslu lögreglu nr. 135168 . Ákærði greiði 162.246 krónur í sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir