Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 17 . júlí 20 20 Mál nr. E - 1 754 /20 1 9 : IMG Scandinavia AS (Hróbjartur Jónatansson lögmaður) g egn A og B (Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson lögmaður) Dómur Mál þetta , sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þann 23 . júní sl., var höfðað með stefnu , birtri 4. mars 2019 og 29. mars 2019, af IMG Scandinavia AS , Postbox 251, 6239 - Sykkylven, Noregi , á hendur A , [...] , Finnlandi og B , [...] Ölfusi. Stefnandi , IM G Scandinavia, gerir þær dómkröfur að stefnd u, A og B , verði dæmd ir til þess að greiða stefnanda óskipt ( in solidum ): 192.462,40 danskar krónur (DKK) , auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 159.482,40 DKK frá 22 júní til 26. júlí 2018, af 166.974,40 DKK frá þeim degi til 22. ágúst sama ár, en af 174.470,40 DKK frá þeim degi til 9. september 2018 , en af 192.462,40 DKK frá 9. september sama ár til greiðsludags. Enn fremur skuli þeir greiða 446.000 íslenskar k rónur , auk dráttarvaxta s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , frá þingfestingardegi , 16. apríl 2019, til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu. Stefnd u kref jast sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá kref j ast stefnd u málskostnaðar af stefnanda að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ágreiningsefni og m ál s atvik Stefnandi , IMG Scandinavia AS , er húsgagnaframleiðslufyrirtæki í Noregi. S tefndi, A , er stofnandi, eigandi, skráður framkvæmdastjóri, eini stjórnarmaður og prókúruhafi félagsins [...] ehf ., sem rak verslun sem seldi meðal annars húsgögn og hafði skráða starfsstöð að Ármúla 5, Reykjavík. S tefndi , B , var varastjórnarmaður í 2 [...] ehf . , og mun hafa verið sá s em sá um sölumennsku á vegum félagsin s og pantaði vörur fyrir það frá stefnanda. Leggur stefnandi áherslu á það að B hafi verið verslunarstjóri [...] ehf ., en af hálfu stefndu er vísað til þess að B hafi verið starfsmaður enda aðeins tveir þar í starf i . Fyrir liggur að [...] ehf. hafði í nokkur ár átt í viðskiptum við stefnanda með kaupum og innflutningi á húsgögnum sem seld voru í verslun félagsins í Reykjavík . Stefnandi staðhæfir að báðir stefndu hafi í þeim viðskiptum annast um pantanir í nafni [...] ehf. til stefnanda og þar á meðal á fyrri hluta og fram á sumar á rið 2018 þegar þeir hafi pantað fjölda húsgagna af stefnanda og hafi stefnandi afhent Innliti ehf. þær vörur í maí, júní, júlí og ágúst 2018. Greiðslur fyrir þær vörur hafi hins vegar ekki borist með skilvísum hætti og þrátt fy rir ítrekaðar innheimtutilraunir ekki fengist greiddar . Hafi stefndu ekki svarað margítrekuðum tölvuskeytum eða símtölum stefnanda þegar honum hafi þótt sýnt að vanskilin væru orðin varanleg. Vísar stefnandi til þess að í október 2018 hafi aðili á hans veg um farið til Íslands í þeim tilgangi að heimsækja [...] ehf. en kom ið þar að lokuðum dyrum og verslunarrýmið að Ármúla í Reykjavík hafi þá staðið autt . Þegar leitað hafi verið upplýsinga hjá verslunareigendum í næsta nágrenni hafi komið í ljós að verslun [ ...] ehf. h efði staðið fyrir lagerhreinsunarsölu í ágúst og september 2018 og henni verið lokað í kjölfarið og f rá þeim tíma hafi félagið enga s tarfsemi haft svo vitað sé . Stefnandi leggur áherslu á að v ið eftirgrennslan hans um stöðu [...] ehf. hafi síðan komið í ljós að samkvæmt vanskilaskrá Creditinfo þá væri [...] ehf. skráð með alvarleg vanskil. Árangurslaust fjárnám hafi þannig verið gert hjá Innliti ehf. þann 24. janúar 2018 að kröfu tollstjórans í Reykjavík fyrir kröfu að fjárhæð 4.079.24 1 króna . Þá hafi verið birt stefna á hendur Innliti ehf. þann 27. febrúar 2018 og félaginu stefnt í annað sinn þann 20. ágúst 2018. Þann 31. ágúst 2017 hafi svo virðisaukaskattsnúmer [...] ehf. verið afskráð hjá R íkisskattstjóra (RSK) og það verið skráð se m vánúmer. Það hafi verið gert á þeim grun ni að félagið hefði ekki skilað virðisaukaskatt s skýrslu fyrir tvö næstliðin uppgjörstímabil og það því verið fellt út af virðisaukaskatts s krá samkvæmt reglum RSK. Eftir það tímabil hafi félagið ekki haft heimild ti l að innskatta virðisaukaskatt og því ekki getað stundað sölustarfsemi. Þá hafi stjórn félagsins ekki skilað ársreikningi þess fyrir 2017 til RSK þótt lögboðið sé . Þá k omi loks fram í ársreikningi fyrir 2016 að það hafi verið með neikvæða eiginfjárstöðu í lok þess árs. 3 Stefnandi byggir kröfugerð sína á hendur stefndu á því að augljóst megi telja að [...] ehf. sé ógjaldfært og hafi verið a.m.k. frá janúar 2018. H afi félagið þannig að mati stefnanda verið ógjaldfært eða í reynd gjaldþrota þegar stefndu stofnu ðu til þeirra viðskip t a er um ræðir. Innheimtutilraunir haf i reynst árangurslausar enda engin starfsemi á starfs s töð félagsins. Stefnandi tel ji að stefndu hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi í samskiptu num , se m hafi valdið stefnanda fjártjóni , og telur sig knúinn til að höfða skaðabótamál á hendur stefndu sem forsvarsmönnum [...] ehf. vegna þess tjóns sem hann varð fyrir sökum framanlýstrar háttsemi stefndu. Af hálfu beggja stefndu er framangreindum málavöxtum og staðhæfingum af hálfu stefnanda mótmælt að því marki sem rakið er í þeim málsástæðum sem stefndu hafa í frammi í málinu og gerð krafa um sýknu þeirra beggja af dómkröfum stefnanda. M álsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að [...] ehf. hafi í síðasta lagi orðið ógjaldfært í skilningi laga nr. 21/1991 þegar hið árangurslausa fjárnám hafi verið gert hjá félaginu 24. janúar 2018. Í fyrirliggjandi endurrit i hinnar árangurlausu gerðar k omi fram að sýslumaður muni tilkynna gerðarþola um f járnámið. Hafi stefndu sem stjórnarmönnum á því tíma marki borið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta , sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 21/1991, sbr. og 1. mgr. 80. gr. laga nr. 138/1994. Það hafi þeir hins vegar ekki gert heldur h aldið rekstri áfram og st ofn að til fjárskuldbindinga fyrir hönd félagsins, meðal annars við stefnanda, þó tt augljóst væri að enginn starfsgrundvöllur væri fyrir félagið. Hugtakið ógjaldfærni h afi verið skýrt svo að fjárhag skuldara sé svo komið að skuldir hans séu meiri en eignir og að ekki takist að sanna að hann hafi verið fær um að greiða skuldir sínar þegar þær hafi fallið í gjalddaga. Fyrir ligg i sönnun um ógjaldfærni félagsins með hinu árangurslausa fjárnámi frá 24. janúar 2018. Samkvæmt ársreikningi [...] ehf. rekstrarárið 2016 þá hafi tap félagsins numið 8.776.154 krónum og í árslok 2016 hafi eigið fé þess verið neikvætt um 7.657.504 krónur og því ljóst að félagið hafi verið de facto gjaldþrota í árslok 2016. Ekkert sé vitað um fjárhagsstöðu vegna reksturs ins 2017 þar sem á rsreikningi félagsins hafi ekki verið skilað til RSK. Af fjárhagsstöðu félagsins á árinu 2018 verð i ekki séð að því hafi verið lagt til nýtt fé eftir árslok 2016 eða eftir að hið árangurlausa fjárnám hjá félaginu hafi verið gert í janúar 2018. Augljóst sé af öllu m atvikum að ekki hafi verið í gangi neinar raunhæfar ráðagerðir hjá stefndu til að vinna félagið út úr eiginfjárvanda frá 4 2016. Það blasi við í ljósi afskráningar RSK á virðisaukaskattsnúmeri félagsins í ágúst 2017 í kjölfar setningar þess á válist a RSK , en slíkur úrskurður sé aðeins kveðinn upp eftir að skattaðili h afi sætt áætlun virðisaukaskatts samfellt í tvö uppgjörstímabil eða lengur , og hins árangurslausa fjárnáms hjá félaginu 24. janúar 2018. Við missi á virðisaukaskattsnúmeri hafi rekstrarg rundvöllur þess sem verslunarfélags brostið . Þá staðfest i innheimtumálsóknir á hendur félaginu árið 2018 það sama. Stefndu hafi því vanrækt að gefa [...] ehf. upp til gjaldþrotaskipta þegar þeim hafi verið það skylt að lögum og vegna þe irrar vanrækslu stef ndu og beinna aðgerða þeirra með stofnun viðskipta fyrir hið ógjaldfæra félag hafi stefnandi orðið fyrir fjártjóni sem stefndu beri ábyrgð á vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi í störfum sínum hjá félaginu. Þ egar stefndu hafi pantað vörur hjá stefnanda , en stefndi B hafi aðallega verið í samskiptum við stefnanda , og einnig þegar vörur hafi verið mótteknar , þá hafi stefndu verið eða mátt vera ljóst að [...] ehf. væri óstarfhæft og gæti ekki staðið í skilum við stefnanda á greiðslu framangreindra krafna og að engar horfur væru á því að greiðsluörðugleikar félagsins myndu líða hjá í bráð . Með því að upplýsa stefnanda ekki um fjárhagsstöðu [...] ehf. þegar stefndu stofnuðu til viðskipta við stefnanda fyrir hönd félagsins , þá hafi þeir því blekkt stefnanda til þess að eiga viðskipti við félagið. Í ljósi þeirra aðgerða stefndu að selja á lagerhreinsunarsölu í ágúst og í september 2018 vörur sem félagið hafi keypt hjá stefnanda , og í framhaldi lokun ar á starfsemi félagsins , þá verð i að meta framferði þeirra svo a ð þeir hafi haft í frammi svik gagnvart stefnanda þegar þeir stofnuðu til viðskipta n na. Stefndu hafi blekkt stefnanda með þeim ásetningi að komast yfir eigur hans og selja þær og auðgast persónulega og eða f yrir hönd [...] ehf. á hans kostnað. Það sýni vör ukaup [...] ehf. um sumarið 2018 , l öngu eftir að félagið haf ð i verið flokkað sem váfyrirtæki hjá RSK og misst virðisaukaskatts númer sitt og eftir árangurlaust fjárnám í janúar 2018 . En einnig s ala var a nna , þó tt nýjar væru, á lagerhreinsunarsölu í ágúst og september 2018 , án þess að stefnand i hefði fengið þær greiddar , og svo lokun á starfsemi félagsins. Ber i þetta vott um þann ásetning hjá stefndu að hlunnfara stefnanda í viðskiptum í skjóli [...] ehf. Verð i að meta það framferði að panta vöru fyrir hönd [...] ehf. og taka við henni þegar félagið hafi verið órekstrarhæft, og í raun gjaldþrota og eignalaust , sem saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu. 5 Í ljósi framangreinds tel ji stefnandi að stefndu hafi bakað sér b óta á byrgð með saknæmum og ólögmætum hætti samkvæmt 2. mgr. 64. gr. laga nr. 21/1991 og 108. gr. laga nr. 138/1994 sem og eftir atvikum á grundvelli almennu skaðabótareglunnar. Stefnandi sundurlið i bótakröfu sína svo : Í fyrsta lagi, þá sé bótakrafan reist á samtölu ógreiddra krafna stefnanda á hendur Innlit i ehf. vegna vörukaupa þess hjá stefnanda um vor og sumar 2018 , sem nem i alls 192.462,40 DKK og sundurlið i st svo eftir reikningum stefnanda á hendur [...] ehf . : Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð DKK Reikningsnr. 23.05.2018 22.06.2018 46 121,40 [...] 23.05.2018 22.06.2018 36 696,00 [...] 23.05.2018 22.06.2018 55 856,00 [...] 23.05.2018 22.06.2018 20 809,00 [...] 26.06.2018 26.07.2018 7 494,00 [...] 23.07.2018 22.08.2018 7 494,00 [...] 10.08.2018 09.09.2018 17 992.00 [...] Samtals DKK 192.640,40 Í öðru lagi sé um að ræða útlagðan kostnað stefnanda við löginnheimtu á hendur Innliti ehf. vegna innheimtutilrauna á hendur félaginu , sem nem i 446.000 íslenskum krónum . A uk höfuðstóls sé krafist dráttarvaxta eins og greini í dómkröfu stefnanda . Vísað sé til laga nr. 21/1991, einkum 2. mgr. 64. gr. um skyldu félagsstjórnar til að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta og skaðabótaábyrgð stjórnenda af því tilefni. Þá vís is t til skyldna stjórnenda og skaðabótaábyrgð ar í einkahlutafélagal ögum, sbr. 1. mgr. 108. gr., sbr. 44. gr. og 1. mgr. 80. gr. þeirra. Þ á til laga nr. 7/1936, einkum 2. mgr. 33. gr., 36. og 37. gr. laga nr. 7/1936 og 248. gr. laga nr. 19/1940 , og til almenn u skaðabótareglunnar. Um vexti vís i st til vaxtalaga nr. 38/2001 , en u m málskostnað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 og loks u m varnarþing til 32. gr. , sbr. 41. gr. , sömu laga. M álsástæður og lagarök stefnda Stefndi A sé forsvarsmaður [...] ehf. og h afi verið um árabil. Um sé að ræða lítið fyrirtæki þar sem aðeins tveir starfsmenn hafi verið við störf. Þeir séu stefndi A og stefndi B , sem hafi verið starfsmaður í versluninni og varamaður í stjórn , en s tefndi A hafi verið eigandi og framkvæmdastjóri. Stef ndu hafn i því að þeir hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi gagnvart stefnanda er hafi leitt til tjóns fyrir hann , 6 eða að uppfyllt séu önnur skilyrði bótaskyldu þeirra . Stefndu hafn i öllum málsástæðum stefnanda hvað varð i dómkröfur hans. Stefnandi h aldi því fram að [...] ehf. hafi orðið ógjaldfært þegar árangurslaust fjárnám hafi átt sér stað 24. janúar 2018 og að þá hafi stefndu borið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta , en þar þar sem stefndu hafi ekki gert þ að hafi það leitt til tjóns fyrir hann . Þá byggi stefnan di á því að samkvæmt ársreikningi [...] ehf. fyrir rekstrarárið 2016 hafi verið tap að fjárhæð 8,7 m illjónir kr óna og eigið fé neikvætt. Byggi stefnandi á því að [...] Þá byggir stefn andi á því að [...] hafi verið afskráð af virðisaukaskatt s skrá í ágúst 2017, og [...] i sig ekki á því hvort stefnandi byggi þá á því a ð gefa hafi átt félagið upp til g jaldþrotaskipta bæði í árslok 2016 og í lok ágúst 2017. Ef svo er þá séu stefndu því verulega ósammála og bygg i á því að slík krafa sé vanreifuð. Stefnd u hafn i því einnig, að þó svo væri að báðum eða öðrum þeirra, hafi borið skylda til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta á öðru hvoru tímamarki nu , að það hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda. Stefnandi hafi verið einn stærst i birgir [...] ehf . H afi hann því fengið greidda fjölmarga reikninga, nánast mánaðarlega frá 31. desember 2016 og fram til þess að s tefnandi hafi gefið út reikninga í maí og til ágúst 2018. H afi stefn andi því ekki orðið fyrir tjóni, þó tt borið hefði að gefa [...] ehf. upp til gjaldþrotaskipta á þ ví tímam arki er hann nefni, þa r til reikningar með gjalddaga 22. júní 2018 og síðar hafi orðið til. Þegar stefndu hafi p antað vörur frá stefnanda hafi þeim verið ljóst eða mátt vera ljóst að [...] ehf. væri óstarfhæft og gæti ekki staðið í skilum við stefnanda og að engar horfur væru á að greiðsluerfiðleikar myndu líða hjá. Einnig byggi hann á því að stefndu hafi borið að upplýsa stefnanda um fjárhagsstöðu [...] ehf. þegar þeir hafi því blekkt stefnanda til að eiga viðskipti við það . Þá að þær gerðir stefndu að selja vörur á útsölu í ágúst og september 2018 og loka svo starfsemi fél a gsins hafi staðfest svik gagnvart stefnanda. Það er að stefndu hafi ákveðið að panta vörur hjá stefn anda þegar þeir hafi vitað að [...] ehf. myndi aldrei greiða fyrir vörur nar . Stefnd u hafn i þ ví alfarið , engin blekking hafi átt sér stað , og félagið ekki verið órekstrarhæft s vo s em hér verð i nánar greint frá: Í fyrsta lagi þá sé því hafnað , þó svo að félagið hafi skilað tapi árið 2016 , að það og neikvætt eigið fé hafi átt að leiða til þess að félagið teldist þá vera gjaldþrota. Það eitt og sér leiði ekki til þess að gefa þurfi félag upp til gjaldþrotaskipta. Félagið hafi 7 raunar á því ári fært sig um set og farið í nýtt húsnæði er falið hafi í sér talsverðan kostnað , en bæði forsvarsmaður [...] ehf. og B sem starfsmaður h afi haft trú á félaginu. Hafi trú starfsmanna t.d. birst í því að að B hafi lánað [...] ehf. allt sitt sparifé í desember 2016, alls 3,5 m illjónir kr óna, en hann h afi ekki enn fengið það endurgreitt. Þá h afi stefnandi ekki sýnt fram á a ð neikvæð staða í ársreikningi hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda. Stefndu hafi ekki borið skyld a til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta á þessum tíma, enda hafi félagið starfað eftir þetta í rúmt eitt og hálft ár og á þeim tíma grei tt stefnanda ta lsverðar fjárhæðir, eins og máls gög n ber i með sér. Í öðru lagi þá séu ástæður á bak við það að félagið hafi lent á válista með v irðisaukaskatts númer sitt. [...] ehf. hafi talið sig eiga innskatt hjá tollstjóra og því fengið á sig áætlun án þess að hafa átta ð sig á því. Það hafi lei tt til þess að ársreikningur 2016 hafi ekki verið samþykktur , en þetta hafi kom ið í ljós 3. júlí 2018. Stefnd u h afi reynt sitt besta til að láta [...] ehf. ganga eins vel og unnt hafi verið . Þó tt reksturinn hafi ekki skila ð mi klum hagnaði hafi kröfuhafar all taf fengið greitt en stundum hafi greiðslur dregist. Rekstur inn hafi falist í því að kaupa vörur, húsgögn og aðra smávöru fyrir heimili og selja með álagningu til að greiða fyrir húsaleigu, vinnuafl, aðkeypt ar vöru r og ö nnur aðföng. Í slíkum rekstri þurfi verslunaraðilinn að fá vöru til landsins og greiða birgjum , sem og tolla og virðisaukaskatt af vörunni þegar hún k omi til landsins , og selja með álagningu sem nægi til að greiða annan kostnað, húsaleigu, laun, o.fl. Oft sé v erslunin búin að selja vöruna áður en pöntun er gerð en þ urfi þó ávallt að gæta þess að söluverð nægi til að greiða annan kostnað. Það sé því ekki óalgengt í rekstri sem þessum að það verði tekjuflæðisvandamál, greiðslur til kröfuhafa geti ekki borist á gj alddaga. Það f ari allt eftir sölunni hvernig greiðsluflæðið verð i . Það hafi ekki orðið ljóst fyrr en síðar að [...] ehf. h e fði verið skráð á válista. Þannig sé virðisaukaskattur af innfluttum vörum greiddur áður en vara sé afhent til innflutningsaðila. Því sé ómögulegt að fá afhenta vöru til endursölu á Íslandi nema þá þegar sé búið að greiða virðisaukaskatt af innflutningsverði vöru nnar . S tefnandi hafi því ekki getað orðið fyrir n einu tjóni vegna þess eins að félagið hafi lent á válista með v irðisaukaskatts númer sitt . [...] ehf. hafi unnið að því að koma þessu í lag í samstarfi við aðkeypt a bókhaldsþjónustu en því miður hafi ekki tekist að lagfæra þ etta þar sem sala hafi orðið svo dræm sumarið 2018 að félagið hafi þurft að hætta starfsemi verslunarinnar. Á rsreikningi ársins 2016 hafi verið hafnað af skattyfirvöldum án þess 8 að stefndu yrði það ljóst fyrr en síðar. Hvað svo sem því líð i þá h afi stefnandi ekki sýnt fram á neitt tjón sitt vegna þess að félagið hafi verið skráð þ essari skráningu. Þá m egi benda á það að umrædd skráning sé opinber og því hefði stefnanda verið í lófa lagið að kynna sér þessar upplýsingar ef hann hafi haft áhyggjur af stöðu [...] ehf. , t.d. vegna þess að [...] ehf. greiddi sjaldan reikninga á gjalddag a, og taldi að hann kynni að verða fyrir tjóni í viðskiptum sínum við félagið . H vort stefnandi hafi kynnt sér þetta eður ei sé ekki vitað , en a ðalatriðið sé að það hafi ekki skipt stefnanda neinu máli. Hann hafi eftir sem áður sent vörur til [...] ehf. og f engið þær greiddar . Þá sé skráning á válista ekki jafngildi þess að félagið hafi í raun verið óstarfhæft og s tefnandi hafi enda fengið fjölmargar greiðslur frá Innliti ehf. eftir þetta tímamark. Í þriðja lagi hafi fjárnám það er stefnandi vís i til, 24 . janúar 2018, ekki getað leitt til þess að gefa hefði átt félagið upp til gjaldþrotaskipta. Um hafi verið að ræða skuld við Tollstjóra að heildarfjárhæð 4.079.241 króna og aðfarargerð númer [...] . Eins og máls gögn ber i með sér þá hafi [...] ehf. sent tölv upóst til Tollstjóra og óskað eftir reikningsnúmeri til að greiða inn á 23. janúar 2018 og greiðsla n verið afgreidd samdægurs. Þ rátt fyrir greiðsluna hafi aðfarargerð farið fram og [...] ehf. því sent tölvupóst til Tollstjóra og óskað eftir því að málið yr ði látið niður falla. Tollstjóri hafi svarað 1. febrúar 2018 og þá upplýst um að búið væri að afmá áhrifin af árangurslausa fjárnáminu og einnig að búið væri að senda tilkynningu til C reditinfo þar að lútandi. Það hafi því verið vegna mistaka af hálfu Tollstjóra að fjárnám hafi átt sér stað vegna kröfu sem þegar hafði verið grei dd og hafi þetta því strax verið leiðrétt í kjölfarið. Á því tímamarki hafi [...] ehf. því ekki verið í skuld við tollstjóra , og þá ekki uppi sú staða er stefnandi vísi til, að stefnd u hafi borið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. [...] ehf. hafi grei tt stefnanda og öðrum kröfuhöfum á því tímabili sem stefnandi fullyrði að félagið hafi verið de facto gjaldþrota og stefndu borið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. E ng in sönnun ligg i hér fyrir um ógjaldfærni félagsins með hinu árangurslausa fjárnámi , eins og stefnandi h aldi fram , heldur hafi krafan þvert á móti verið greidd og fjárnámið afmáð , sem staðfesti það að félagið hafi verið starfhæft. Í fjórða lagi h afi hvorugu r stefndu haft svik í hug a þegar pantað hafi verið frá stefnanda í það sem þeir vissu ekki þá að væri síðasta skipti. Stefnd u hafi ekki sýnt af sér saknæma hegðun vegna þessara síðustu pantana þannig að bótaskyldu geti varðað. Stefnandi og [...] ehf. h afi átt í viðskiptum í fjölmörg ár sem f alist hafi í því að stefnandi hafi selt Innliti vörur. [...] hafi pantaði vörur hjá stefnanda, ýmist vörur sem 9 hafi verið til á lager í Árósum í Danmörku , og þá t ekið nokkrar vikur að fá afhentar , eða sérpantaðar vörur , og þá t ekið að lágmarki tólf vikur að fá þær afhentar, enda kaupi stefnandi vörur þæ r sem hann sel ji frá Víetnam. Allar vörur frá stefnand a séu framleiddar í Víetnam og sendar í vöruhús í Árósum í Danmörku. Þegar vara sé send frá vöruhúsinu og á áfangasta ð sé gerður reikningur. Það hafi því ekki verið gerður reikningur af hálfu stefnanda fyrr en vörur, hvort sem þær hafi verið til á lager eða sérpantaðar, hafi farið úr vöruhúsin u í Árósum. Þ ví séu reikningar þeir sem stefnandi kref ji st hér greiðslu á dagse ttir miklu síðar en pantanir nar hafi verið gerðar. [...] ehf. hafi raunar ekki pantað vörur beint frá stefnanda heldur í gegnum húsgagn asölumilli lið inn Sören Mejrup, sem s íðan hafi pantað vörur frá stefnanda fyrir [...] ehf . [...] ehf. hafi því aldrei pantað millilið sem hafi sjálfur séð um pantanir. Sá aðili og [...] ehf. hafi ekki verið í eiginlegu samningssambandi og haf i sá hvorki haft samning við né umboð frá Innlit i . [...] ehf. hafi alltaf að endingu greitt reikninga frá stefnanda, þó tt oft hafi það verið eftir gjalddaga , og því h afi stefnandi haldið áfram að afgreiða vörur til [...] ehf. þegar Sören Mejrup hafi sent þeim pöntun þar að lútandi. [...] ehf. hafi því ekki pantað vörur aldi fram. [...] ehf. hafi raunar aldrei pantað , heldur hafi [...] pantað vörur frá húsgagnamillilið sem s íðan hafi séð um að panta vörurnar hjá stefnanda. Síðasta pöntun á vörum sem send hafi verið til Sörens Mejrup hafi verið gerð 9. maí 2018. Því séu reikningar þeir sem stefnandi legg i fram í málinu og kref ji st að stefnd u greiði allir vegna pantana sem gerðar hafi verið um vetur og vor ið á rið 2018 , sbr. eftirfarandi skýringar á einstökum reikningu m og hvenær umræddar vörur hafi þá verið pantað ar: Reikningur [...] : Um sé að ræða pöntun sem hafi verið gerð í tölvupósti þann 9. maí 2018 frá B til Sören s Mejrup. Þegar fyrstu hlutir í þessari pöntun hafi verið tilbúnir til afgreiðslu úr vöruhúsi stefnan da og send ir af stað til Íslands 23. maí 2018 hafi verið útbúinn reikningur nr. 203 - 1090. Áætluð koma á Vöruhótelið, Sundahöfn, hafi verið 29. maí 2019, s br. komutilkynning u frá TVG - Zimsen. Reikningur [...] : Um sé að ræða pöntun með tölvupósti 23. febrúar 2018 frá B til Sören s Mejrup. Þegar fyrstu hlutir pöntunar innar hafi verið tilbúnir til afgreiðslu úr vöruhúsi stefnanda , þann 23. maí 2019 , hafi verið útbúinn reikningur nr. 2031083. Áætluð koma á Vöruhótelið, Sundahöfn , hafi verið 29. maí 2019 s amkvæmt komutilkynningu frá TVG - Zimsen. 10 Reikningur [...] : [...] ehf. hafi pantað þessar vörur með tölvupósti til Sören s Mejrup 15. febrúar 2018. Vörurnar hafi farið frá vöruhúsinu í Árósum 23. maí 2019 og sama dag útbúinn reikningur stefnanda nr. 2031080. Áætluð koma á Vöruhótel, Sundahöfn, hafi verið 29. maí 2019 samkvæmt komutilkynningu frá TVG - Zimsen. Reikningur [...] : Pöntun frá [...] ehf. hafi verið gerð með tölvupósti 9. febrúar 2018 til Sörens Mejrup. Varan hafi farið frá vöruhúsinu í Árósum 23. maí 2018 og þann dag v erið útbúinn reikningur nr. 2031078. Áætluð koma á Vöruhótelið , Sundahöfn , hafi verið 29. maí 2019 samkvæmt komutilkynningu frá TVG - Zimsen. Reikningur [...] : Samkvæmt tölvupósti frá B hjá [...] ehf. til Sörens Mejrup 23. febrúar 2018 hafi tiltek nar vörur verið pantaðar. Þegar ein af þessum vörum hafi verið tilbúin úr vöruhúsinu í Árósum 26. júní 2017 hafi verið gefinn út reikningur nr. [...] . Áætluð komudagsetning á Vöruhótelið , Sundahöfn , hafi verið 3. júlí 2018 samkvæmt komutilkynningu frá TVG - Zimsen. Reikningur [...] : Þegar einn hluti pöntunar frá 9. maí 2018 til Sörens hafi verið tilbúinn til afhendingar úr vöruhúsinu í Ársósum hafi verið gerður reikningur nr. [...] sem hafi verið útgefin n þann 23. júlí 2018. Áætluð koma á Vöruhótelið í Sundahöfn s amkvæmt komutilkynningu TVG - Zimsen hafi verið 31. júlí 2018. Reikningur [...] : Þegar hluti af pöntun , dags. 9. maí 2018, frá [...] ehf. til Sörens Mejrup hafi verið tilbúinn til sendingar frá vöruhúsinu í Árósum þann 10. ágúst 20 18 hafi verið gefinn úr reikningur vegna þess. Áætluð koma s amkvæmt komutilkynningu TVG - Zimsen hafi verið þann 21. ágúst 2018. Framangreindir r eikningar er ligg i fyrir og stefnandi höfð i mál þetta vegna hafi því verið vegna pantana er hafi verið gerðar á t ímabilinu frá 8. febrúar 2018 til 9. maí 2018. Stór hluti þessara vara hafi einnig verið sérp a n tanir , sem þýði að viðskiptavinur h afi þegar pantað vöruna og yfirleitt greitt inn á hana . Það hafi því ekki verið svo að [...] ehf. væri að panta vörur í febrúa r til maí 2018 til þess að selja á útsölu í september 2018 , og s líkt væri enda sérstakt. Stefnd u h afi haft fulla trú á rekstrarhæfi félagsins. Nýbúið hafi verið að greiða til tollstjóra í lok janúar 2018 háa fjárhæð sem ekki hefði verið raun in ef staða félagsins hefði verið jafn slæm og stefnandi vilji ætla . Ástæður þess að félagið hafi þó þurft að loka versluninni séu s íðan nokkrar. Eðli máls samkvæmt hafi félagið tekið nokkrar ákvarðanir á árunum á undan sem eftir á að hyggja hafi ekki verið góðar , svo sem að skipta um húsnæði , sem reyn st hafi dýrara en gert hafi verið ráð fyrir . Þá hafi félagið á árinu 2016 verið að skipta um 11 bókhaldskerfi sem ekki hafi verið til að einfalda flækjustig í svo einföldum rekstri . Þá hafi bókhaldþjónusta sú sem f élagið hafi skipt við og skil að hafi inn ársreikningi ársins 2016 ekki gert hann þannig úr garði að hann yrði samþykktur . Loks hafi félagið lent í áætlun vegna þess að v irðisaukaskatts skýrslu hafi ekki verið skilað inn fyrir tímabilið júlí - ágúst 2016 og st efndu ekki upplýstir um það . Rekstur verslunar af þessari stærðargráðu m egi ekki við miklum skakkaföllum , enda um að ræða viðskipti sem fel i st í því að selja vörur með álagningu og greiða fyrir þær og önnur útgjöld með þeirri álagningu sem mynd i st vegna sölu. Þ ví sé lykilatriði í þessum viðskiptum að sala detti ekki niður. B hafi lent í veikindum í maí 2018 og þau versnað yfir sumarið. Hann hafi reynt að sinna tölvupóstsamskiptum og því sem hann hafi getað heiman frá sér en það því miður verið í skötulíki . A hafi átt erfitt með að sjá um rekstur inn ein n enda hafi B verið ákaflega mikilvægur fyrir starfsemi þessa litla félags , og þá aðallega sölumennskuna. A hafi verið góður sölumaður á árum áður en ekki hafi gengið vel að selja þegar hann hafi verið einn í búðinni. Þó tt reksturinn hafi glímt við ým san vand a , sem títt sé , t.d. að ársreikningur 2016 hafi ekki verið staðfestur , sem kenna megi bókhaldsþjónustunni um og f élagið v erið að vinna að því að koma réttum upplýsingum til tollstjóra til að fá það af váli staskrá, þá hafi fjarvera B þó verið allra veigamest í því að reksturinn hafi ekki lengur gengið sem skyldi og því f arið sem fór. B hafi verið aðalsölumaður [...] ehf. og séð um markaðsmál og auglýsingar . Reksturinn hafi því ekki ráðið við fjarveru hans , enda salan byrjað að falla um leið og B hafi ekki lengur getað sinnt starfsskyldum sínum í maí 2018 og svo versnað í júní, júlí og ágúst þegar fjarvera hans vegna veikinda hafi verið orðin of mikil. Reksturinn hafi því miður ekki ráðið við þá fjarveru , end a þá án sölutekna, og þá ekki hægt að greiða kröfuhöfum og birgjum félagsins. Oftast hafi B tilkynnt veikindi símleiðis, nema þegar hann hafi ekki treyst sér til að hringja en þá hafi hann sent sms - skilaboð er liggi fyrir. Félagið hafi því ekki verið órek strarhæft, óstarfhæft, ógjaldfært eða nokkuð slíkt á þeim tíma þegar þær vöru pantanir hafi verið gerðar sem stefnandi höfð i mál þetta vegna , það er frá febrúar til 9. maí 2018. Enn síður sé um að ræða saknæma háttsemi stefndu sem leiða eigi til bótaábyrgða r þeirra persónulega. Þau vandræði sem lei tt hafi til þess að verslunin ni hafi verið lokað hafi átt sér stað sumarið 2018, eftir að pantanir hafi verið gerðar á fyrrgreindum vörum , og verið ófyrirséð. 12 Stefnandi set ji stefnu upp eins og [...] ehf. og stefnandi hafi átt í fyrstu viðskiptum sumarið 2018. Enga vísun sé að sjá til þeirra fjölmörgu ára sem viðskipti aðila hafi staðið yfir eða um fjölda greiðslna sem stefnandi hafi fengið frá [...] ehf . Þá upplýsi stefnandi ekki heldur að það hafi verið algengt í viðskiptum aðila , eins og framlögð gögn stefndu beri með sér, að greiðslur hafi skil að sér seint frá [...] ehf. til stefnanda. S tefnandi h afi þannig sent [...] ehf. fjölda greiðsluáskorana (d. purring), þar sem lagt sé á innheimtugjald, í gegnum árin. [...] ehf. hafi jafnan náð að gera upp við stefnanda þ ótt vanskil a tilkynningarnar hafi verið margar. Þrátt fyrir það virðist stefnandi aldrei hafa séð ástæðu til að krefjast staðgreiðsluviðskipta , eð a kanna frekar stöðu [...] ehf. , skoða ársreikning eða fletta félaginu upp hj á C reditinfo. Þrátt fyrir að [...] ehf. hafi verið í vanskilum með greiðslur þá h afi stefnandi afgreitt pantanir frá [...] ehf. Þannig hafi stefnandi afgreitt þrjár pantanir eftir 22. júní 2016 þ ótt [...] væri í vanskil um og stefnanda hefði ekki verið það skylt. Stefnanda hafi verið eða mátt vera ljóst að viðsemjandi hans v æri einkahlutafélag með takmarkaðri ábyrgð. Hann ber i ríka sönnunarbyrði fyrir því að hann geti krafið stefndu um greiðslur vegna viðskipta na sem starfsmenn eða stjórnarmann félagsins. Þá sé rétt að vekja athygli á þ ví að stefnandi hafi fengið fjölda greiðslna á árinu 2018 sem passi illa við þá lýsingu stefnanda að [...] ehf. hafi verið de facto gjaldþrota í janúar 2018. Eins og yfirlit úr bókh aldi ber i með sér hafi stefnandi fengið greiddar frá [...] ehf. 303.580 kr ónur 7. febrúar 2018, 340.061 kr ónu 12. mars 2018, 78.624 kr ónur 12. mars 2018, 156.498 kr ónur 12. mars 2018, 716.865 kr ónur 3. apríl 2018, 171.904 kr ónur 10. apríl 2018, 528.694 kr ónur 12. apríl 2018, 79.811 kr ónur 17. maí 2018, 80.054 kr ónur 5. júní 2018 og 509.588 kr ónur 5. júní 2018. Það sé því af og frá að stefndu hafi sem starfsmenn [...] ehf. ætlað að panta vörur á tímabilinu frá febrúar til maí 2018 til að selja þær á útsölu í september 2018 án þess að greiða stefnanda. Ekki sé það heldur rétt að félagið hafi verið de facto gjaldþrota í febrúar til maí 2018, enda hafi stefnandi fengið fjölda greiðslna á því tímabili frá [...] ehf . , sem áður segi. Síðustu pantanir [...] ehf. ha fi verið 9. maí 2018 , en s íðustu greiðslur þess til stefnanda hins vegar verið 5. júní 2018. Því sé hafnað að stefndu beri þá bótaábyrgð sem stefnandi byggi hér á. Stefnandi ber i sönnunarbyrði fyrir því að stefndu hafi sýnt af sér saknæma háttsemi sem hafi leitt til tjóns fyrir hann og að fyrir hendi séu önnur skilyrði bótaábyrgðar. Stefnand a hafi ekki tekist slík sönnun og því beri að sýkna stefndu af öllum kröfum hans. 13 Þá sé sérstaklega bent á það að stefndi B hafi verið starfsmaður hjá [...] ehf . og þ rátt fyrir að hafa verið varamaður í stjórn hafi hann aldrei tekið þar sæti. Í 64. gr. laga nr. 21/1991 segi að ef forsvarsmaður félags l áti hjá líða að gefa félag upp til gjaldþrotaskipta, þegar það liggi fyrir að félagið geti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína og ekki verði talið sennilegt að greiðsluörðugleika r muni líða hjá innan skamms tíma, þá geti hann borið skaðabótaábyrgð gagnvart lána r því leyti sem þeir fara af þessum sökum á mis við fullnustu krafna sinna, enda sýni þe sé því lykilatriði að kröfuhafi fari á mis við fullnustu krafna vegna þess að félag hafi ekki verið gefið upp til gjaldþrotaskipta. Þetta skilyrð i til að fella bótaskyldu á stefndu sé langt frá þv í að vera uppfyllt. Stefnandi h aldi því fram að stefndu hafi borið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta í janúar 2018 , en þrátt fyrir það hafi hann fengið greiddar talsverðar fjárhæðir eft ir það tímamark vegna krafna sinna á hendur [...] ehf . Pantanir vegna sendinga sem kom ið hafi í júní, júlí og ágúst 2018 hafi allar verið gerðar á tímabilinu frá febrúar 2018 til 9. maí 2018. Eftir 9 . maí hafi stefnandi þrisvar sinnum fengið greiðslur frá [...] ehf. , þ. á m. greiðslu að fjárhæð 509.588 k rónur 5. júní 2 018. Stefnandi h afi ekki sannað að félagið hafi verið de facto gjaldþrota á því tímabili sem pantanir hafi verið gerðar og raunar sé varla hægt að líta svo á miðað við fjölda greiðslna frá [...] ehf. til stefnanda eftir janúar 2018. Þá h afi hann heldur ekk i sýnt fram á það að hann hafi farið á mis við greiðslur vegna meint s de facto gjaldþrots enda sannarlega fengið talsvert greitt af kröfum sínum allt fram til 5. júní 2018. Þá h afi stefnandi ekki sannað að um saknæma háttsemi sé að ræða. Sönnunarbyrði um að krafa stefnanda sé fyrir hendi hvíli á honum . Þau gögn og rök sem stefnandi h afi lagt fram kröfu sinni til stuðnings sýn i ekki fram á það að krafan eigi rétt á sér. V ís að sé til laga nr. 21/1991 og til laga nr. 134/1994, reglna skaðabót aréttar um skilyrði fyrir bótaskyldu tengd ri sennileg ri afleiðingu, orsakasamhengi s , saknæmi og ólögmæti og til þeirra grundvallarskilyrð a að tjónþoli sanni umfang og tilvist tjóns og að það sé vegna meintrar saknæm rar háttsemi. Þá sé vísað til laga nr. 91 /1991, t.d. 80. gr. um kröfu r til skýrs málatilbúnaðar , 130. gr., sbr. 129. gr. um málskostnaðarkröfu, en auk þess vísist einnig til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt á málskostnað . 14 Niður staða Í máli þessu byggir stefnandi bótakröfu sína á hendur stefndu einkum á ákvæðum 2. , sbr. 1. mgr. , 64. gr. laga nr. 21/1991, eins og 2. mgr. tók breytingum með 16. gr. laga nr. 95/2010, en jafnframt byggir stefnandi hér á 1. mgr. 80. gr. laga nr. 138/1994 , sbr. og 1 . mgr. 108. gr. sömu laga , auk þess sem vísað er til almennu s akar reglunnar. Eins og rakið er hér að framan þá er ljóst að rekstur [...] ehf. var þungur a.m.k. frá árinu 2016, þegar eigið fé félagsins var orðið neikvætt um ríflega sjö milljónir króna, eftir mikið tap það ár, sem af hálf u stefndu hefur einkum verið útskýrt með nýju verslunarrými og nýju bókhaldskerfi fyrirtækisins sem kostað var til, auk þess sem verulegrar óreiðu virðist síðan hafa gætt í ýmsum þáttum rekstursins. Fyrir liggur að virðisaukaskattsnúmer félagsins fór á vál ista hjá Ríkisskattstjóra þann 31. ágúst 2017 vegna óreiðu á þeim skattskilum , og ársreikningi þess fyrir árið 2017 var ekki skilað. Þá var skráð árangurslaust fjárnám hjá [...] ehf. þann 24. janúar 2018, en af hálfu stefndu hafa þó að mati dómsins verið g efnar fullnægjandi skýringar á því, og hafði sú skuld, ríflega fjórar milljónir króna, sem þar lá til grundvallar , raunar áður verið gerð upp að fullu af hálfu [...] ehf., eins og málsgögn bera með sér. Við mat á þeirri málsástæðu stefnanda að [...] ehf. h afi talist vera bersýnilega ógjaldfært áður en kom til umræddra pantana á vegum þess á vörum frá stefnanda, og fyrirsvarsmönnum þess því borið að gefa það upp til gjaldþrotaskipta áður en til þessa kom, sbr. 1 . mgr. 64. gr. laga nr. 21/1991 , s em og 1. mgr. 80. gr. laga nr. 138/1994 , þá hefur til þessa verið litið svo á að sú skylda ráðist einvörðungu af fyrirsjáanlegri getu skuldara til að standa í skilum með greiðslu skuldbindinga sinna þegar þær falla í gjalddaga. Takist skuldara það, hvort sem er með því að afla sér fjármagns í rekstri , eða þá með því að ganga á eignir sínar, eða taka fé að láni, þá sé honum hvorki rétt né skylt samkvæmt ákvæðinu að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu og gildir þá einu hvort tap hefur orðið af atvinnurekstri eða andvirði eigna hrekkur ekki fyrir skuldum. Hvað varðar þá framangreinda skyldu og mögulega ábyrgð sem af henni leiðir , sbr. 2. mgr. , sbr. 1. mgr. 64. gr. laga nr. 21/1991 , og 1. mgr. 80. gr. laga nr. 138/1994, sbr. 1. mgr. 108. gr. sömu laga, þá gefa gögn í málinu ekki til kynna að formleg staða stefnda , B , hjá félaginu [...] ehf. hafi verið með nokkrum þeim hætti að þau ákvæði sem stefnandi vísar hér til geti átt við um hann eða hans störf. En sýnt þykir að sá stefndi, er vissulega var starfsmaður og annaði st um sölu og pantanir, kom aldrei að stjórn félagsins, hvorki sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri þess , eða með nokkrum 15 öðrum þeim hætti sem framangreind ákvæði vísa til. Breytir þar engu um þótt B hafi verið varamaður í stjórn, en ekki hefur verið sýnt f ram á að hann hafi tekið þar sæti eða komið að ákvörðunum er varða félagið sem slíkur. Telst ætluð ábyrgð þess a stefnda, eins og stefnandi leggur upp mál ið , því hér með öllu ósönnuð , en auk þess hefur ekki verið sýnt fram á slíka ábyrgð hans að öðru leyti. B er því þegar af þei m ástæðu m að sýkna stefnda B af kröfum stefnanda í máli nu . Hvað varðar þá hins vegar stefnda A , þá liggur fyrir í málinu að hann var einkaeigandi [...] ehf. , eini stjórnarmaður félagsins og framkvæmdastjóri þ ess, svo að öll sú ábyrgð sem framangreind lagaákvæði taka til getur beinst að honum og telja verður að honum hafi því borið að hafa yfirsýn yfir allar fjárreiður félagsins. S é tekið mið af því sem liggur fyrir í þessu máli þá þykir , þrátt fyrir framan lýst a rekstare rfiðleika sem og ótvíræða óreiðu í rekstri [...] ehf., stefnandi þó ekki hafa nægilega sýnt hér fram á það að [...] ehf. hafi bersýnilega verið komið í greiðsluþrot í framangreindum skilningi þegar þær pantanir voru gerðar sem liggja til grundvallar kröfum stefnanda gagnvart stefndu. En eins og stefndu hafa að mati dómsins sýnt fram á þá voru umræddar vöru pantanir allar gerðar fyrir 9. maí 2018, þegar [...] ehf. virðist enn hafa verið í fullum rekstri , en félagið greiddi st efnda jafnan reikninga allt fram til 5. júní s.á. Reksturinn var þó viðkvæmur, eins og stefnanda h efur og mátt vera ljóst , og greiðslu d ráttur virðist t.d. hafa verið tíður í langvarandi viðskiptum aðila . Þ egar til komu síðan veikindi B þá virðist hafa fjar að hratt undan félaginu sumar ið 2018 og það hætti r starfsemi með lokun verslunar innar um haustið . M eð hliðsjón af öllu framangreindu , hefur því ekki verið sýnt fram á það af hálfu stefnanda, að [...] ehf. hafi ótvírætt verið komið í greiðsluþrot í framangreindum skilningi áður en stofnað var til þeirra viðskipta sem hér um ræðir. Kemur þ ví hér ekki til þess að felld verði persónuleg ábyrgð á stefnda A á gru n dvelli 2. mgr. , sbr. 1. mgr. 64. gr. laga nr. 21/1991, eða þá 1 . mgr. 80. gr. laga nr. 138/1994, sbr. 1. mgr. 108. gr. þeirra laga, auk þess sem að stefnandi hefur hér heldur ekki fært fram f ullnægjandi rök fyrir persónulegri bótaskyldu þess stefnda á öðrum grun dvelli . Ber því einnig að sýkna stefnda A af kröfum stefn anda í máli þessu . Með hliðsjón af öllu hér framangreindu verður að mati dómsins ekki talið að aðrar fram komnar röksemdir eða málsástæður hafi sérstaka þýðingu í málinu eða geti leitt til annarrar niðurstöðu við úrlausn þess , sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. 16 Það verður því niðurstaða n hér að ekki hafi, eins og stefnandi hefur lagt upp mál þetta, verið sýnt nægilega fram á það að grundvöllur sé fyrir hendi til þess að fallast megi hér á dómkröfur hans og ber því að sýkna báða stefnd u af dómkröfum stefnanda . Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu verður stefnanda jafnframt gert að greiða báðum stefndu málskostnað, sem þykir vera hæfilega ákveðinn 7 50.000 krónur, til handa hvorum stefnda fyrir sig, og hefur þá verið tekið tillit til virðisa ukaskatts . Málið fluttu Arnar Vilhjálmur Arnarsson lögmaður , f .h. Hróbjarts Jónatanssonar lögmanns, fyrir stefnanda, en Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson lögmaður fyrir stefndu . Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómarinn tók við meðferð málsins 5. september sl. en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. Dómso r ð: Stefnd u , A og B , er u sýknað ir af dóm kröfum stefnanda, IMG Scandinavia AS, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu , hvorum um sig , 7 50.000 krónur í málskostnað . Pétur Dam Leifsson Rétt endurrit staðfestir : Héraðsdómur Reykjavíkur , dags. 17 . júlí 20 20 .