Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 20. júlí 2021 Mál nr. E - 1926/2020 : A ( Sveinbjörn Claessen l ögmaður ) g egn í slenska ríki nu ( Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem dómtekið var 16 . júní 2021, er höfðað 16. mars 2021. Stefnandi er A , , . Stefndi er íslenska ríkið , [...] . Stefnandi gerir eftirfarandi dóm kröfur: Að ákvörðun skólameistara B vestra 24. apríl 2018, um að segja stefnanda upp störfu m sem kennara við skólann, verði dæmd ólögmæt. A ð stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 3.000.000 króna í miskabætur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. apríl 2018 til greiðsludags. Þá er þess kr afist að skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna hinnar ólögmætu uppsagnar verði viðurkennd. Loks er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins með hliðsjón af gjaldskrá Landslaga eða síðar framlögðum málskost naðarreikningi. Jafnframt er þess krafist að dæmdur málskostnaður taki mið af því að stefnandi er ekki virðisaukaskatt s skyldur. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. 2 II Stefnandi fékk réttindi sem framhaldsskólakennari í ágúst 1993. Hann réðst sem kennari við B haustið 2007, fyrst tímabundið en fékk fastráð n in gu í full t starf við kennslu í stærðfræði og viðskiptafræðigreinum við skólann í ágúst mánuði 20 1 0. V i ð upphaf skólaárs hjá B haustið 2017 lá fyrir að aðsókn að tveimur námsbrautum skólaárið 2017 2018, hagfræðibraut annars vegar og íþrótta - og tómstundabraut hins vegar, h afði dregist saman . Var því ákveðið að leggja þær brautir niður. Þá hafði ekki verið inn ritað á nýsköpunar - og tæknibraut skólaárið 2018 2019, en þar höfðu m.a. verið kenndar viðskiptagreinar. Af því leiddi að kennslumagn dróst saman í stærðfræði og viðskiptagreinum . Í nóvember 2017 gerðu skólameistari og aðstoðarskólameistari samanburð á fjórum kennurum í stærðfræði, viðskiptagreinum og upplýsingatækni vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar nemanda . Til grundvallar voru lagðir fjórir matsþættir og tilsvarandi gagna aflað, þ.e. um menntun og réttindi, starfsreynslu, kennslumat auk annarra atriða. Sama n burðurinn var unni n n í ex c elskjali og niðurstaðan var ekki hagfelld stefnanda . Matið var síðan endurskoðað í byrjun apríl 2018 , en lei ddi þá til sömu niðurstöðu. Af hálfu stefnanda hefur þessu mati verið mótmælt sem ófullnægjandi og að það gefi ranga mynd af hæfni stefnanda. Á fundi 8. nóvember 2017, var trúnaðarmanni kennara gerð grein fyrir því að mjög líkleg a kæmi til uppsagna og að stefnandi hefði komið síst út úr samburði kennara í stærðfræði og viðskip t agreinum . Ágreiningslaust er að fundað va r með stefnanda og trúnaðarmanni kennara síðar í nóvember 2017 . H vatti skólameistari stefnanda þá til að skoða aðra möguleika en kennslu við skólann þar sem líklega kæmi til uppsagn a. Í febrúarmánuði 2018 bauð skóla meistari stefnanda 50% starf persónuverndarfulltrúa og við skjalavörslu á móti 50% kennslu við skólann . Stefnandi kvaðst reiðubúinn að taka það að sér , þó þannig að hann fengi 75% stöðu við kennslu , þ.e. vinnu í samtals 125% starfshlutfall i . Að svo komnu máli urðu ekki freka ri samskipti milli aðila um framhald starfs stefnanda við skólann. 3 Stefnanda var sagt upp með bréfi dagsettu 24. apríl 2018, með þriggja mánaða fyrirvara miðað við næstu mánaðamót, með vísan til ákvæða ráðningarsamning s og 43. gr. laga nr. 70/1996 um rét tindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Skyldu starfslok stefnanda samkvæmt því verða 31. júlí 2018. Stefnandi óskaði rökstuðnings fyrir uppsögninni . Um rökstuðning fyrir ákvörðun sinni vísaði skólameistari B í bréfi til stefnanda dagsettu 8. maí 2018 til fyrrnefnds mats á kennurum skólans. Stefnandi hefur ekki fellt sig við þær skýringar sem stefndi hefur gefið á uppsögninni . Stefnandi telur að málsmeðferðin við uppsögnina hafi verið að ólögum og af þeim sökum er mál þetta til meðferðar dómsins. III Mál sástæður stefnanda Stefnandi kveðst byggja á því að ákvörðun skólameistara B um að segja honum upp störfum sem kennara við skólann sé ólögmæt. Ákvörðunin, sem sé stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993, h afi valdið stefnanda umtalsverðu fjártjóni og miska sem stefndi ber i ábyrgð á samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Kveður stefnandi r eglur laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og efnis - og málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga hafa verið virtar að vettugi við töku ákvörðunarinnar. Stefnandi kveðst byggja á því að skólameistari hafi þegar gert upp hug sinn um að segja stefnanda upp störfum er hann boðaði stefnanda á fund í nóvember 201 7 til að skoða aðra möguleika en kenns lu við B . Engin formleg greiningarvinna hafi þá verið unnin um hæfi kennara. Í skilaboðum skólameistarans hafi í reynd falist uppsögn og s lík aðferðafræði brjóti m.a. gegn reglum stjórnsýsluréttar um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Þá kveðst s tefnandi byggja á því að skólameistar i h afi ekki haft heimild til ákvörðunar um ráðningu kennara, breytingu á námskrá eða umfang menntunar án samráðs við skólanefnd, sbr. 5. og 8. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Skólanefnd sk u l i vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál. Í því fel i st að sjálfsögðu samráð hvort 4 heldur sé um ráðningar starfsmanna eða uppsagnir . Skólameistari hafi því í reynd verið umboðslaus. Þá kveðst stefnandi byggja á því að aðrar ástæður en skipulagsbreytingar og minnkað umfang stærðfræðikennslu hafi í reynd búið að baki uppsögninni. Til marks um það sé að hvergi sé vikið að skipulagsbreytingunum eða uppsögn stefnanda í fundargerð skólanefn dar B þann 20. mars 2018 . Skýringum stefnda á því hvers vegna ekkert hafi verið bókað um uppsögnina, þ.e. að með vísan til sjónarmiða um trúnað hefði formaður skólanefndar B verið upplýstur munnlega um fyrirhugaða uppsögn stefnanda , sé hafnað. Stefnandi bendir á að í svörum skólameistara h afi verið vísað til breytinga á skólakerfi nu um nauðsyn fækkunar í kennar a hópnum. Sú breyting hafi verið ákveðin árið 2015. Engu að síður hafi skólameistari ráðið X til starfa sem stærðfræðikennar a vorið 2016 . X hafi öðlast kennsluréttind i vorið 2018 og í framhaldi af því verið ráðin í fullt starf . Aukinheldur hafi hún verið ráðin án auglýsingar. Stefnandi kveðst gera fjölmargar athugasemdir við vinnu skólastjórnenda á samanburði/mati þeirra á hæfi kennara sem lá ti l grundvallar ákvörðun um uppsögn stefnanda. Matið hafi verið ófullnægjandi að því sem næst öllu leyti og stefnandi sé sannanlega hæfari en a.m.k. einn annar kennari í samanburðinum. Auk stefnanda hafi þrír aðrir kennarar sætt mati skólameistara , Y , Z og X . M atsþættir hafi verið fjórir, og hafi h ver þeirra haft 25% vægi. Lagt hafi verið mat á : m enntun og réttindi , s tarfsreynsl u, k ennsluþætti og ö nnur atriði . Stefnandi hafi fengið fékk lægstu einkunn í þessu mati og af þeirri ástæðu hafi honum verið sagt up p störfum. Hinir þrír kennararnir sem metnir hafi verið haldið störfum sínum . S tefnanda kveður at h ugasemdir sínar við matið vera eftirfarandi: Í fyrsta matsþætti , um menntun , sé að hámarki unnt að skora 5 stig, eða 25% af heildarmati. Að mati stefnanda hefði átt að skala matsþáttinn niður líkt og gert var í matsliðnum um starfsreynslu, og skölunin átt að vera 5/12. U ndirmatsliðir ger i ráð fyrir að unnt sé að afla fleiri stiga en fimm, þótt enginn hafi gert það í þessu tilviki. Með því að beita skölun hef ði vægi allra matsþáttanna fjögurra verið jafnað svo þeir gæfu hver 5 um sig 5 stig. S kólameistari hafi neitað að veita stefnanda upplýsingar um stig afjölda hvers menntunarstigs (undirliðar) og því sé stefnanda erfitt að byggja þennan þátt málatilbúnaðar sín s öðruvísi en með eigin ályktunum og útreikningi. Matsliðirnir séu níu talsins. Unnt sé - Í s tofnanasamning i sé kveðið á um sérstaka launagreiðslu fyrir þessa flokka og þegar af þeirri ástæðu sé eðlilegt að það sé tekið með í útreikninginn með skölun . Aðferðafræði stefnda hafi leitt til þess að stefnandi fékk fjögur stig , eða 20% af heildarmati, en Y og X fimm stig , eða 25% af heildarmati. Z fékk t vö stig og þar með 10% af heildarmati. Með skölun hefði munurinn milli stefnanda og hinna kennaranna orðið umtalsvert minni en án skölunar, eða 0,413 stig í stað 1 og 1,6% í stað 5%. Í öðrum matsþætti um starfsreynslu sé með vísan til stofnanasamnings. Sú niðurstaða leiði til þess að fjórum stigum sé bætt við einkunnagjöfina. Þessa mats liði kveður stefnandi ekki að finna í stofnanasamningnum. Þeir eig i því ekki að koma til skoðunar. Sé tekið tillit til framangreindra athugasemda framhaldsskóla 5 eða 10 i niður og um leið þau fjögur aukastig sem unnt var að sækja með þeim. Niðurstaða matsþáttarins verð i þá sú að A , Z og Y séu jöfn með 5 stig og X rek i lestina með 1,5 stig. Til viðbótar rang ri aðferðafræði við stigagjöf áréttar stefnandi að skólam eistari skali matsþáttinn niður um fimm níundu þar sem heildarstig undirmatsliða séu fleiri en fimm, eða níu talsins. S kölun hafi ekki verið beitt í matsþættinum um menntun og réttindi og j afnræðis því ekki gætt. Annaðhvort sk uli skölun beitt alls staðar þ ar sem heildarstig undirliða séu fleiri en 5 eða ekki. Þ á sé skölun í þessum matsþætti meira íþyngjandi fyrir þá sem langa starfsreynslu haf i en h afi minnst áhrif á þann sem litla sem enga reynslu hafi . Áhrifin á einkunnagjöf stefnanda hafi verið mikil. Þ á kveðst stefnandi gera athugasemd við aðferðafræði skólameistara við nálgun á einkunnagjöf fyrir matsþáttinn um kennsluþætti . Athugasemdirnar bein i st að því hvernig 6 skólameistari heimfæri kennslumöt, sem nemendur vinna, til stiga. E ngin skýr svör hafi fen gist vegna þessa. Þá hafi kennslukannanir verið gerðar á störf um stefnanda öll ár hans við skólann en þrátt fyrir það sé einungis litið til þriggja áfangakannana þar sem niðurstöður eru stefnanda óhagkvæmastar , þ .e. fyrir haustið 2016, vorið 2017 og vorið 2018. S kriflegar upplýsingar um það hvernig heimfærsla kennslukannana yfir í samanburðarmatið yrði framkvæmd hefðu átt að liggja fyrir fyrir fram, en gerðu það ekki. Matsþátturinn sé illa unninn og órökstuddur og beri að l íta fram hjá honum með öllu. Þá kveður stefnandi a lvarlegustu athugasemdir sínar varða matsþ önnur atriði . Þar sé lagt mat á m æting u , frumkvæði, ábyrgð, samvinn u , starfsþekking u , leiðtogahæfileika, viðmót/þjónust u og skipulag. Niðurstaða skólamei stara hafi verið sú að stefnandi hlaut 3,3 stig af 5 mögulegum, Y og X 5 stig hvor en Z 4,9 stig . U ndirliðir matsþáttarins séu átta, þar af sjö sem ekki verð i metnir nema með huglægu mati. Stefnandi kveðst telja augljóst að pottur sé brotinn í verkferlum s kólameistara hvað varð i mat á þeim huglægu þáttum sem um ræðir. Í þessu sambandi áréttar stefnandi að ekki hafi fengist nánari skýringar á þessu mati. Kveður stefnandi augljósa vankanta á vinnu við úrlausn matsþáttarins eiga að leiða til þess að annaðhvort skuli líta alfarið fram hjá matsþættinum við úrlausn málsins eða að sama stigaskor taki til stefnanda og hinna þriggja hvað huglægu þættina varðar, þ.e. að hann fái fullt hús stiga. Kveðst stefnandi byggja á því að mat skólameistara á hæfi kennara hafi verið ófullnægjandi og lei tt ranglega til þess að stefnanda var sagt upp störfum . Stefnandi kveðst byggja á því , auk ofangreinds, að ekki hafi verið gætt meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar með uppsögninni. Ekki hafi verið kannaður sá möguleiki að færa stefnanda til í starfi innan skólans , t.d. með íþróttakennslu sem hann h afi bæði menntun í og starfsreynslu af . Þá haf i engin svör borist við því hvers vegna s tefnanda stóð ekki lengur til boða að vinna sem persónuverndarfulltrúi í 50% starfi á mót i 50% kennslu, líkt og boðið var í febrúar 2018, í stað þess að víkja honum úr starfi. 7 Loks kveðst stefnandi byggja á því að brotið hafi verið gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins við ákvörðunartöku um uppsögn hans . Með ófullnægjandi vinnu í aðdraga nda uppsagnarinnar hafi skólameistari B ekki sýnt fram á að skilyrði væru fyrir hendi til að leysa stefnanda frá störfum. Um miskabótakröfu Kröfu sína um miskabætur úr hendi stefnda kveðst stefnandi byggja á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Með uppsögninni hafi verið gert lítið úr allri starfsreynslu og menntun hans og hann beittur mismunun. Í því hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu. Um fjár h æð umkrafinna miskabóta kveðst stefnandi vísa til framangreinds og dómaframkvæmdar . Fjár hagslegt tjón: Kröfu sína um viðurkenning u á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna uppsagnarinnar kveður stefnandi fyrst og fremst tilkomna vegna þess að tjón hans sé ekki að fullu komið fram þegar mál þetta er höfðað. Stefnanda hafi verið nauðugur sá ko stur að leita eftir starfi utan bæjarfélagsins og loks fengið starf á C í lok febrúar 2019. Stefnandi þurfi því að fara um langan veg til vinnu sinnar sem krefjist þess að hann dvelji st á C virka daga og það hafi í för með sér kostnað. Sá kostnaður sé til kominn vegna hinnar ólögmætu uppsagnar. Þá kveðst stefnandi hafa orðið fyrir fjártjóni í formi glataðra launa sem hann hefði haft ef ekki hefði komið til uppsagnarinnar. A tvinnuleysisbætur sem stefnandi hafi haft frá þeim tíma þegar þriggja mánaða uppsagnarfresti lauk , 1. ágúst 2018 til lok a febrúar 2019 , hafi ekki jafngilt þeim launum sem stefnandi hefði haft sem kennari við B . Kveður stefnandi , með vísan til ofangreinds , blasa við að hann hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum hinnar ólögmæ ti uppsagnar úr starfi sem kennari við B 24. apríl 2018. Skilyrðum 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að hafa uppi viðurkenningarkröfu í máli þessu sé því mætt enda h afi stefnandi sýnt fram á lögvarða hagsmuni sína af úrlausn málsins . IV Málsástæður stefnda Ábending um frávísun 8 Stefndi kveðst ekki gera kröfu um frávísun málsins , en hefur engu að síður uppi ábendingu þar um. Kveður stefndi óþarft að hafa uppi hvort tveggja í senn , annars vegar kröfu um að ákvörðun skólameistara um að segja stefnanda upp starfi verði dæmd ógild og hins vegar kröfu um að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna hinnar ólögmætu uppsagnar. Ó gildingarkrafa stefnanda sé í raun málsástæða fyrir viðurkenningarkröfu hans. Stefnandi hafi e kki lögvarða h agsmuni af því að fá skorið úr báðum kröfunum og því beri h ugsanlega að vísa frá dómi fyrsta dómkröfulið stefnanda, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar í máli nr. 81/1999 og máli nr. 597/2015. Málsástæður er lúta að sýknu Stefndi kveðst byggja málsástæður sínar um sýknu á því að u ppsögn stefnanda hafi átt rót að rekja til samdráttar í kennslu vegna breyttra aðstæðna sem stytting framhaldsskóla hafði í för með sér . V ið uppsögn stefnanda hafi verið farið að lögum og gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Kveðst stefndi mótmæla ö ndverðum málatilbúnaði stefnanda sem röngum, órökstuddum og ósönnuðum. Stefndi vísi til þess að f orstöðumenn ríkisstofnana haf i ákveðnum skyldum að gegna þegar gera þurfi breytingar á störfum starfsmanna eða fækka þeim vegna skip ulagsbreytinga í hagræðingarskyni. Starfsmenn ríkisins séu ráðnir til starfa í þágu þeirra verkefna sem viðkomandi stofnun hafi með höndum lögum samkvæmt. Ef verkefni eru ekki lengur fyrir hendi eða dregið er úr fjárveitingum til stofnunar kall i það jafnan á breytingar á starfseminni. Gert sé ráð fyrir því í 19. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að breytingar geti orðið á störfum og verksviði starfsmanna ríkisins og í 44. gr. laganna sé gert ráð fyrir að til fækkunar starfsm anna geti komið vegna hagræðingar í rekstri stofnunar. Stefndi kveðst byggja á því að á kvörðun forstöðumanns um uppsögn eða niðurlagningu starfs á grundvelli skipulagsbreytinga sé tvíþætt. Forstöðumaður þurfi að ákveða til hvaða ráðstafana skuli grípa ti l í rekstri stofnunar vegna breyttra aðstæðna og hvaða breytingar skili bestum árangri. Slík ákvörðun þ urfi ekki alltaf að leiða til þess að segja þurfi starfsmönnum upp störfum, en ef það verð ur niðurstaðan þá þ urfi að ákveða hvaða starfsmönnum skuli sagt upp störfum. Á kvörðun forstöðumanns sé að meginstefnu undir mati hans komi n og því nauðsynlegt að fyrir liggi gögn eða upplýsingar í skráðu formi 9 um undirbúning og einstaka ákvarðanir. Mat forstöðumanns verð i að byggjast á lögum og málefnalegum sjónarmiðu m er taki mið af þeim hagsmunum sem viðkomandi stofnun ber i að vinna að. Forstöðumanni sé heimilt að horfa til ýmissa þátta, svo sem hæfni sta r fsmanna, starfsreynslu þeirra, ýmissa atriða er varða áherslur í starfsemi stofnunar, forgangsröðun ar verkefna einstakra starfsmanna, fjárhagsleg rar stöðu verkefna og/eða fagleg s ávinning s , þannig að verkefnum þess starfsmanns sem k æmi verst út við slíkan samanburð yrði hætt og honum sagt upp starfi. Stefndi kveðst vísa til 43. gr. starfsmannalaga um he imild forstöðuma nns stofnunar til að segja starfsmanni upp störfum. Ákvörðun um uppsögn verð i að byggja st á lögum og málefnalegum sjónarmiðum. Reglan um málaefnaleg sjónarmið standi í nánum tengslum við almenna réttlætingu laga, þ.e. þá hagsmuni eða þau ve rðmæti sem lögum almennt er ætlað að tryggja. Það séu því málefnaleg sjónarmið að laga rekstur stofnunar að þeim breytingum sem gerð ar eru á lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum og viðkomandi stofnun starfar eftir , sbr. einnig niðurlag 1. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996 en af því megi ráða að fækkun starfsmanna vegna hagræðingar í rekstri geti verið lögmæt ástæða uppsagnar. Stefndi kveður að þ egar atvik í máli stefnanda séu mátuð við framangreind sjónarmið ber i málsgögnin það með sér að gætt hafi ve r ið að þeim öl lum við ákvarðanatöku í máli stefnanda. Stefndi kveður s tytting u framhaldsskóla haf a haft miklar breytingar í för með sér. Hjá B hafi verið felldar niður tvær námsbrautir og að auki ekki verið innritað á nýsköpunar - og tæknibraut skólaárið 2018/2019. Vor ið 2018 hafi fy r stu nemendur brautskráðst samkvæmt nýju námsk r ánni hjá B og þeir síðustu samkvæmt gömlu námskránni. Nemendum hafi fækkað samsvarandi við skólann. Eftirspurn nemenda eftir kennslu í stærðfræði og viðskiptagreinum hafi sömuleiðis dregist saman. Haustið 2016 hafi 172 nemendur við skólann sótt kennslu í stæ r ðfræði og viðskip t agreinum, 212 haustið 2017 og 88 haustið 2018. Nemendum sem sóttu kennslu í þessum greinum hafi þannig fækkað um 124 milli áranna 2017 og 2018. Stefndi kveður að h aust ið 2016 hafi þurft 2,5 kennarastöður til að sinna kennslu í stærðfræði og viðskiptagreinum. Haustið 2017 hafi þær verið 3,8 og haustið 2018 hafi 10 þurft 1,5 stöðugildi til að sinna þeirri kennslu. Ljóst hafi verið að skólaárið 2017/2018 yrði ofmannað í þær k ennarastöður en fjórir kennarar hafi verið u m þær stöður. Stefnandi kveðst byggja á því að f ormleg rannsóknar - og greiningarvinna skólastjórnenda hafi sannanlega farið fram í byrjun nóvember 2017 er s kólameistari og aðstoðarskólameistari báru saman fjór a kenn ara sem kenndu stærðfræði, viðskiptagrein ar og upplýsingatækni vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar kennslustunda í þeim greinum . Þá þegar hafi verið ákveðið að allir fjórir mats þættirnir hefðu jafnt vægi. Þá ligg i og fyrir að ma tsblaðið hafi verið útbúið áður en til uppsagnar kom. Gögnum um nám og starfsreynslu kennara sem kenndu stærðfræði í hálfu starfi eða meira hafi verið safnað saman. Við samanburðinn hafi fjórir matsþættir verið lagðir til grundvallar , þ.e. menntun og réttindi kennaranna, starfsreynsla, kennsluþættir og önnur atriði . Í því samhengi hafi verið talið nauðsynlegt að skoða hvort mögulegt væri að færa kennara til í starfi vegna breytinga sem k y nn u að verða sökum samdráttar í kennslu, hagræði ngar eða vegna skipulagsbreytinga. Slíkt hafi verið gert og vilji stefnanda kannaður til slíkra aðgerða . Á það hafi stefnandi ekki fallist . Stefndi kveðst mótmæl a rangfærslum stefnanda. E kki sé rétt að kennslukannanir hafi verið unnar um störf stefnanda ö ll árin (annir) sem hann kenndi við skólann . Á fangakönnun fyrir haustönn 2017 hafi eingö n gu tekið til tungumálakennara skólans og eins áfanga í efnafræði . Þá hafi X v erið stundakennari við skólann í ársbyrjun 2016 og kenn t sem slík ur til vors 2018 , þegar h ún fékk útgefið leyfisbréf sem framhaldsskólakennari í stærðfræði. Hún hafi stundað æfingakennslu við skólann og hafi í framhaldi af því verið fengin til að kenna efri áfanga í stærðfræði þar sem sá sem kennt hafði þá áfanga tók við stöðu áfangastjóra. Eng inn annar kennari við skólann en X búi yfir þeirri menntun sem nauðsynleg sé til að kenna efstu áfangana í stærðfræði , að áfangastjóranum undanskildum. Þá kveður stefndi að v ið heimfærslu kennslukannana yfir í samburðarmatið hafi verið tekið meðaltal allra jákvæðra svara í kennslukönnunum. Matsþáttinn önnur atriði kveður stefndi hafa bygg s t á huglægu mati skólameistara og aðstoðarskólameistara. Margir þættir hafi þar legið til grundvallar . M.a . umkvartanir nemenda , en aðrir kennarar í samanburðarmatinu hefðu ekki fengið samsvarandi kvartanir . Stefndi kveðst árétta að það hafi verið talið málefnalegt sjónarmið að horfa til 11 frammistöðu starfsmanna í starfi þegar hagræða þ yrfti í rekstri stofnunar. Þá kve ð ur stefndi niðurst ö ð u matsins ekki breyt a st hvort se m skölun sé beitt eða ekki. Þá kveðst stefndi mótmæla því sem röngu og ósönnuðu að skólameistari hafi verið búinn að gera upp hug sinn um að segja stefnanda upp starfi í lok nóvember 2017 . Gögn málsins beri með sér að skólameistari hafði tvisvar boðið s tefnanda tilfærslu í starfi áður en til uppsagnar hans kom. Fyrst í starfsmannaviðtali í febrúar 2018 er honum var boðið að taka að sér íþróttakennslu, sem hann afþakkaði , og svo í byrjun mars 2018, þegar skólameistari bauð honum starf persónuverndarfulltr úa og skjalavörslu í 50% starfi á móti 50% kennslu. Vægari úrræði h afi verið fullreynd áður en til uppsagnar kom. Meðalhófs hafi verið gætt. Stefndi kveðst byggja á því að þar sem u ppsögn stefnanda hafi átt rót að rekja til minnkaðrar kennslu í stærðfræð i og viðskiptagreinum hafi stefnandi ekki notið andmælaréttar , sbr. sérreglu 44. gr. laga nr. 70/1996 . Uppsögn stefnanda hafi ekki átt rót í ástæðum sem greindar eru í 21. gr. laganna og stefnandi hafi því ekki notið andmælaréttar áður en uppsögn hans var ákveðin . Þá kveðst stefndi byggja á því að t úlkun stefnanda á hlutverki skólanefndar við uppsögn kennara við framhaldsskóla sé röng. Skólameistari sé forstöðumaðu r skólans , sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 92/2008 , og veiti skólameistari framhaldsskóla forstöðu og hafi heimildir og skyldur í samræmi við það , sbr. einnig 2. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996. Skólanefndir hafi m.a. það hlutverk að vera skólameist a ra til samráðs í starfsmannamálum, sbr. g - lið 2. mgr. 5. gr. laga nr. 92/2008 . Það samráð taki hin s vegar aðeins til þess er skólameistari ráði kennara til starfa, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008 . Efnisregla 1. mgr. 43. gr. laga nr. 70/1996 um að forstöðuma nni sé veitt ákvörðun ar vald um uppsögn á ráðningarsamningi sé þannig í fullu gildi þegar skó lameistari segi starfsmönnum upp störfum . Af samræmisskýringu milli 1. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008 og 1. mgr. 43. gr. laga nr. 70/1996 leiði að skólameistari hafi fullt og óskorað umboð til að segja starfsmönnum upp án samráðs við skólanefnd. Þá hafi m arg sinnis verið rætt um styttingu framhaldsskólanáms á fundum nefndarinnar og að fækkun stöðugilda yrði óhjákvæmileg afleiðing hennar . Samkvæmt orðsins hljóðan felist það ekki í samráði að aðilar þurfi að komast að samkomulagi heldur sé um að ræða eins konar upplýsinga - og/eða 12 tilkynningarskyldu . Ákvörðunarvald um ráðningu og uppsögn sé eftir sem áður hjá skólameistara . Stefndi kveðst mótmæla m iskabótakröfu stefnanda þar sem nauðsynleg bótaskilyrði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 um sa knæmi og ólögmæti séu ekki fyrir hendi. Fjárhæð miskabótakröfunnar sé mótmælt sérstaklega sem órökstuddri og ósannaðri. Loks kveður stefndi u ppsögn stefnanda hafa byggs t á lögmætum og málefnalegum forsendum í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Stefnand i hafi ekki getað vænst þess að halda starfi sínu út starfsævina. Honum hafi verið greidd l aun í uppsagnarfresti og því sé engu bótaskyldu tjóni til að dreifa. Málsástæðu stefnanda um að meint tjón hans sé ekki að fullu fram komið kveðst stefnandi mótmæla sem órökstudd ri og ós a nn aðri . Rúmlega tv ö ár séu liðin frá uppsögn stefnanda. Telji hann sig hafa orðið fyrir tjóni ætti það, sem og fjárhæð þess , að liggja fyrir. Stefnandi ber i sönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni. Þá sönnunarbyrði ha fi hann ekki axlað og því b er i að sýkna stefnda af viðurkenningarkröfu stefnanda. Stefndi kveðst mótmæla kröfu um d ráttarv exti. Miskabótakrafa stefnanda sé ekki studd neinum gögnum og því að auki lýst yfir í stefnu að ætlun stefnanda sé að fá meint fjártjón sitt metið síðar. Því ber i að sýkna stefnda af dráttarvaxtakröfunni, en ella miða við síðara tímamark skv. heimildinni í 9. gr. i.f. laga um vexti og ver ðtryggingu nr. 38/2001 . Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur D , skólameistari B , E aðstoðarskólameistari og F , fyrrverandi formaður skólanefndar B . V Niðurstaða I Stefnandi gerir í máli þessu kröfu um að ákvörðun skólameistara B um að segja stefnanda u pp störfum sem kennara við skólann þann 24. apríl 2018 verði dæmd ólögmæt. Þá gerir 13 stefnandi sömuleiðis kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda vegna hinnar ólögmætu uppsagnar , auk miskabótakröfu. Stefndi hefur byggt á því að stefnandi hafi ekk i hagsmuni af því að fá skorið úr um bótakröfu úr hendi stefnda og sömuleiðis kröfu um að ákvörðun in verði dæmd ó lögmæt. Hefur stefndi um það vísað til 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. T il þess að leysa úr því hvort stefnandi hafi öðlast bótarétt á hendur stefnda vegna uppsagnar hans úr starfi þann 24. apríl 2018 verður að taka afstöðu til þess hvort að uppsögninni hafi verið staðið með ólögmætum hætti. Verður þ ví fall i st á það með stefnda að í kröfugerð stefn an da um ógildingu uppsagnarinnar felist í raun málsástæða fyrir kröfu stefnanda um viðurkenningu á bótarétti hans. Stefnanda var því óþarft að krefjast jafnframt ógildingar uppsagnarinnar sem slíkrar og verður þeirri kröfu stefnanda því vísað frá dómi. I I Stefna ndi var ráðinn til starfa hjá stefnda með skriflegum ráðningarsamningi í ágúst 2010. Ráðning hans var ótím a bundin en gagnkvæmur uppsagnarfrestu r var þrír mánuðir og skyldi uppsögn miðast við mánaðamót. Þá skyldi um kjör stefnanda að öðru leyti en greindi í ráðningarsamningi fara eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og kjarasamning i K ennarasambands Íslands . Stefnanda var sagt upp með bréfi 24. apríl 2018 og voru starfslok hans 31. júlí 2018. Stefnanda voru greidd laun á tímabili uppsagnarf rests. S tefnandi hefur byggt málatilbúnað sinn á því m.a. að skólameistar i hafi á fundi með stefnanda í nóvember 2017 gefið stefnanda skil a boð sem skilja hafi mátt sem uppsögn , en á þeim fundi var stefnandi hvattur til að skoða aðra möguleika en kennslu þar sem mögulega kæmi til uppsagnar hans í lok skólaársins. G ögn málsins bera með sér að matsvinna sem unnin var af skólameistara og aðstoðarskólameistara og vísa ð er til um ákvörðu n skólameistara um uppsögn stefnanda var unnin dagana 2. og 3. nóvember 2017 . S ömuleiðis kemur fram í gögnum málsins að fundað var með trúnaðarmanni kennara um niðurstöðu þess mats áttunda þess sama mánaðar , eða áður en til tilvitnaðs fundar með stefnanda kom. Þá liggur fyrir að skólameistari bauð stefnanda að minnsta kosti ei nu 14 sinni að flytjast til í starfi áður en til uppsagnar kom . Að þessu virtu verður ekki fallist á það með stefnanda að ákvörðun hafi verið tekin um uppsögn stefnanda áður en til fundarins með honum kom í nóvember 2017 , eða að stefnanda hafi í reynd verið s agt upp á þeim fundi, en um það ber stefnandi sönnunarbyrði. Þvert á móti standa rök til þess að líta svo á að með þessu m fundi hafi stefndi viljað freista þess að leita annarra leiða en að segja stefnanda upp ef til þess þyrfti að koma og stefndi hafi þan nig í reynd gætt að meðalhófi við ákvörðunartöku í málinu . Stefnandi byggir og á því að skólameistari hafi ekki haft umboð til að segja stefnanda upp án atbeina skólanefndar. Um starf og ábyrgð skólameistara framhaldsskóla er fjallað í 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 . Í 2. mgr. 6. gr. þeirra laga segir að skólameistari veiti framhaldsskóla fors t öðu. Hann stjórni daglegum rekstri og starfi framhaldsskóla og gæti þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, regluge r ðir, aðalnámskrá og önnur gilda ndi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber i ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt eftir og h afi frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Í þessu samhengi ber og að líta til 43. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík isins nr. 70/1996, en samkvæmt þeirri grein hefur forstöðumaður stofnunar rétt til að segja starfsmanni upp störfum eftir því sem fyrir er mælt í ráðningarsamningi. Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. sömu laga hvílir ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt á herðum forstöðumanns. Ef út af því er brugðið hefur ráðherra heimild til að áminna forstöðumann. Ákvæði 8. gr. laga um framhaldsskóla , sem kveður á um að skólameista ri ráði starfsmenn að höfðu samráði við skólanefnd , ber að skýra til samræmis við fyrrgreind laga ákvæði um starfsskyldur og stjórnunarumboð skólameistara , þannig að ákvörðunarvald og ábyrgð á ákvörðunum um ráðningar, eða eftir atvikum uppsagnir starfsmanna , hvíli á skólameistara en hafi ekki að einhverju leyti verið færð til skólanefnda. Þ essu m skilningi, og framkvæmd í reynd , til staðfestu eru yfirlýsingar skólanefndarmanna sem lagðar hafa verið fram í málinu og stefnandi hefur ekki gert efnislegar athugas emdir við, en þar kemur fram að skólanefnd B var upplýst um að til fækkunar stöðugilda við skólann myndi koma . J afnframt að skólanefnd væri almennt upplýst um breytingar á stöðu starfsmannamála en kæmi ekki að ákvörðunum þar að lútandi. Verður því ekki fallist á það með stefnanda að skólameistari hafi verið umboðslaus þegar kom að uppsögn stefnanda. Hugtakið samráð 15 verði ekki skýrt með þeim hætti að skólanefnd hefði þurft að samþykkja einstakar ákvarðanir skólastjóra. M eð gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla, sbr. auglýsingu þar um nr. 674/2011 sem birt var í B - deild stjórnartíðinda 7. júlí 2011, voru gerðar brey tingar á starf sem i framhaldsskóla sem fólu í sér styttingu náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Námskráin hin nýja mun hafa verið komin til framkvæmda að fullu 1. ágúst 2015. Samkvæmt því brautskráðust vorið 2018 fyrstu nemendur með stúdentspróf e ftir þriggja ára nám og á sama tíma þeir síðustu eftir fjögurra ára nám. Af þessu leiddi , eðli máls samkvæmt , fækkun nemenda á hverjum tíma í framhaldsskólum til stúdentsprófs, m.a. hjá stefnda. Um afleiðingar þessa á námsframboð hjá stefnda hafa verið lögð fram margvísleg gögn sem sýna að sú var raunin. Af hálfu stefnda hefur verið á því byggt að til að bregðast við fyrrgreindri fækkun nemenda hefðu haustið 2017 tvær námsbrautir við skólann verið lagðar niður, þ.e. hagfræðibraut og íþrótta - og tómstunda braut. Auk þess hafi ekki verið innritað á nýsköpunar - og tæknibraut skólaárið 2018 - 2019, en þar hafi m.a. verið kenndar viðskiptagreinar. Hefur því ekki verið mótmælt af hálfu stefnanda. Þá bera framlögð gögn málsins með sér að nemendum skólans í stærðfræ ði og viðskiptagreinum fækkaði til muna milli ára sé litið til áranna 2016 til 2018 . F ram hefur komið að fyrirséð fækkun stöðugilda við skólann vegna styttingar námsins ha fi ítrekað verið rædd á fundum skólanefndar B . Þá bar s kólameistari fyrir dómi að þess hefði verið vænst að fækk un í kennarahópnum gæti átt sér stað samhliða því að kennarar hættu vegna aldurs. Minnkuð aðsókn í ákveðnar námsbrautir hefði svo leitt til þess að kennsla í tilgreindum áföngum minnkaði verulega þannig að nauðsynlegt hefði ve rið a ð fækka í kennarahópnum sem kenndi þær greinar. Í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er ekki að finna sérstakar leiðbeiningar um það hvað skuli ráða vali forstöðumanns við þær aðstæður er segja þarf upp starfsmanni vegna h agræðingar eða samdráttar í rekstri . Er sú ákvörðun að meginstefnu komin undir mati hans. Það mat verður þó að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum sem taki mið af hagsmunum þeirrar stofnunar sem um ræðir. Sömuleiðis 16 ber að gæta að reglum stjórnsýslulaga nr . 37/1933, sérstaklega rannsóknarreglu 10. gr. og meðalhófsreglu 12. gr. laganna. D skólameistari og E aðstoðarskólameistari báru bæði um það fyrir dómi að þau hefðu , í ljósi þess að til uppsagna kynni að koma, útbúið skjal, matsblað og leiðbeiningar um notkun þess , í því skyni að leiða fram hæfni kennara í viðskipta - og stærðfræðigreinum með það fyrir augum að standa málefnalega að vali á þeim sem sagt yrði upp þegar til uppsagna kæmi. Fyrir liggur að ákvörðun um matið og hvernig að því skyldi staðið var tekin áður en til uppsagnar stefnanda kom , en gögn málsins bera með sér að matið var unnið dagana 2. og 3. nóvember 2017 og svo aftur 5. og 9. apríl 2018. Þeir þættir sem metnir voru í þessu samband i voru menntun og réttindi, og þá tekið tillit til laun aröðunar starfsmanna samkvæmt sto f nanasamningi. Kennslu - og starfsreynsl a var metin og þá með samsvörun við röðun á grundvelli starfsreynslu samkvæmt stofnanasamning i B og KÍ. K ennsluþætti r voru metnir , en í því fólst mat þar sem stuðst var við endurgjöf n emenda í kennslumati og loks önnur atriði sem máli voru talin skipta , það er mætin g , frumkvæði, ábyrgð, samvinna, starfsþekking, leiðtogahæfileikar, viðmót , þjónusta og skipulag. Varð niðurstaða þessa mats á þann veg að stefnandi kom lakast út úr því. Stefnandi hefur byggt á því að á sig hafi hallað ranglega í mati skólameistara á kennuru nu m. Þannig hefur stefnandi byggt á því að X hefði að réttu átt að standa sér aftar í þessu mati. Af sjálfu leiðir að skóli verður að hafa á að skipa kennurum sem hafa menntun til að kenna alla áfanga þess náms sem boðið er upp á í náminu. Menntunarkröfur í samræmi við það hljóta því að teljast málefnalegar forsendur við mat á kennurum eins og hér fór fram . Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hann eða aðrir úr samanburð arhópnum hafi hæfni til að sinna kennslu í efstu áföngum í stærðfræði umfram nefndan kennara. Hvað varðar kennslukannanir sem litið var til við gerð matsins kom fram í skýrslu skólameistara fyrir dómi að þær væru gerðar samkvæmt tveggja ára áætlun þar sem hver kennari væri kannaður kannski tvisvar á því tímabili. Framlögð gögn eru í samræmi við það og bera með sér að mat var lagt á raungreinakennara vorið 2017 og svo næst haustið 2018. Verður því ekki fallist á það með stefnanda að það hafi verið ómálefnale gt að líta til þessara kennslukannan a eða yfirleitt að litið væri til umsagna 17 nemenda í þessu samhengi. Þá verður ekki litið svo á að huglægt mat á einstökum þáttum teljist almennt ólögmætt, enda útilokað að leggja hlutlæga mæla á alla þætti sem málefnaleg t kann að vera að leggja til grundvallar við mat á því hvaða starfsmaður er hæfastur hverju sinni , að teknu tilliti til þeirrar starfsemi sem um ræðir. Verður að játa skólameistara nokkurt svigrúm í því efni. Þá liggur og fyrir, eins og áður var rakið, að stefnanda var bent á að líta í kringum sig eftir öðru starfi og þess freistað að bjóða honum breytingu á starfi innan skólans áður en uppsögnin átti sér stað. Það að stefndi hafi ekki komið til móts við óskir stefnanda um meiri kennslu en honum var þá b oðin verður ekki virt sem brot á meðalhófsreglu af hendi stefnda, enda lá fyrir að skerðing varð á þeirri kennslu sem sinna þurfti við skólann. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að uppsögn stefnanda hafi verið réttmæt. Þarfir B fyrir kennara á sviði þeirra greina sem stefnandi kenndi hafi réttlætt hana . Faglega hafi verið staðið að mati á þeim starfsmönnum sem til greina kom að segja upp með þarfir skólans í huga. Það er því niðurstaða dómsins að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að forsendur s éu til að fallast á að hann kunni að eiga rétt til bóta úr hendi stefnda vegna uppsagnarinnar og verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu í málinu. Þá verður ekki fallist á það með stefnanda að framganga stefnda við matið, matið sjálft eða uppsögn stefnanda hafi verið með þeim hætti að í því felist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Fyrir uppkvað ningu dómsins var gætt áskilnaðar 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 18 Dómso r ð: Kröfu stefnanda , A , um að ákvörðun skólameistara B 24. apríl 2018, um að segja honum upp störfum sem kennara við skólann verði dæmd ólögmæt, er vísað frá dómi. Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af öðrum kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Bergþóra Ingólfsdóttir