Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. september 2020 Mál nr. S - 4563/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Andr a Vilhelm Guðmunds syni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 21. júlí 2020, á hendur Andra Vilhelm Guðmundssyni, kt. [...] , [...] , f yrir eftirtalin brot: 1. Þjófnað með því að hafa laugardaginn 15. september 2018 farið inn í bifreiðina [...] , sem lagt var við [...] í Reykjavík, og stolið þaðan köfunarbúnaði að áætluðu verðmæti 1000 evrur. Telst framangreind háttsemi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Umferðarlagabrot með því að hafa þriðjudaginn 18 . júní 2019 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana - og fíkniefna (í blóði mældist vínandamagn 0, 53 820 ng/ml) austur Furumel að Hringbraut í Reykjavík þar sem hann skipti um sæti við farþega bifreiðarinnar og sat því í farþegasæti er lögregla stöðvaði aksturinn við Hagatorg. Telst þetta varða við 1., sbr. 2 . mgr. 49. gr. , 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. F íkniefnalagab r ot með því að hafa 22. júlí 2019 haft í vörslum sínum 4,99 g af hassi og 1,67 g af maríhúana er ákærði kastaði frá sér við afskipti lögreglu af honum á [...] við hús nr. [...] í Reykjavík . 2 Telst brot þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 84 8/2002. 4. Umferðarlagabrot með því að hafa miðvikudaginn 7. ágúst 2019 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana - rá Hamraborg að Álfhólsskóla í Kópavogi þar sem akstur hans var stöðvaður. Telst þetta varða við 1., sbr. 2 . mgr. 49. gr. , 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Vopnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 14. ágúst 2019, á almannafæri við [...] í Reykjavík verið með dúkahníf í hægri buxnavasa sínum sem fannst við öryggisleit lögreglu. Telst þetta varða við 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og sviptingar ökuréttar skv. 101. umferðarlaga nr. 77/2019. Farið var með mál þetta í samræmi við 164. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Ákærði mætti við þin gfestingu málsins og játaði að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurla ga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákv æða í ákæru. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 27. ág úst 2020 , hefur ákærði t íu sinnum áður sætt refsingu . Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2005 var ákærði dæmdur í fangelsi í þrjá mánuði s kilorðsbundið í tvö ár fyrir þjófnaðar , - umferðar - og fíkniefnalagabrot. Með dómi 2. maí 2007 var ákærði dæmdur til greiðslu sektar meðal annars fyrir akstur undir áhrifum áfengis . Með dómi 28. febrúar 2008 var ákærði dæmdur til greiðslu sektar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 6. maí 2008 . Þá var ákærði dæmdur 2. október 2008 til greiðslu sektar 3 fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og hann sviptur ökurét ti í fjóra mánuði frá 6. maí 2011 . Þar sem umferðalagabrotin í því máli voru framin fyrir uppkvaðningu dóm s 28. febrúar 2008 var ákærða dæmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði var dæmdur 25. mars 2009 í sex mánaða fang elsi , skilorðsbundið í tvö ár, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna . Þar sem umferðarlagabrotin voru öll framin fyrir dóm inn 28. febrúar 2008 v ar ákærða dæmdur he gningar auki vegna þeirra brota , sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og hann jafnframt sviptur ökurétti í fjögur ár frá 6. september 2011 . Með dómi 26. nóvember 2010 var ákærði sakfelldur fyrir ýmis hegningarlaga brot og dæmdur í fangelsi í tvö ár og sex mánuði . Með dómi Hæstaréttar 1. júní 2011 var sá dómur þyn gdur og ákærða gert að sæta fangelsi í fjögur ár. Með dómi 9. desember 2015 var ákærði dæmdur í fangelsi í 2 ár og fimm mánuði, þar af 2 ár og 2 mán uðir skilorðsbundið í 3 ár, meðal annars fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna , sviptur ökurétti . Í því máli var framangreindur dóm ur 25. mars 2009 talinn hafa ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar fyrir umferðarlagabrot ið , sem ákærða var gerð refsing fyrir , þar sem með þ ví brot i rauf ákærði skilyrði reynslulausnar sem honum hafði verið veitt , sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Var ákærði jafnframt sviptur ökurétti ævilangt frá 17. desember 2015 . Með dómi Landsréttar 14. júní 2019 var ákærði dæmdur í fangelsi í 2 ár og sex mánuði , meðal annars fyrir stórfellda líkamsárás . Með þeim dómi var skilorðsdómur Héraðsdóms Suðurlands 7. febrúar 2018 dæmdur upp. Þá gekkst ákærði undir s ekt 15. ágúst 2019 samkvæmt lögreglustjóra sátt fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Ákærði framdi þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir í máli þessu áður en hann gekkst undir lögreglustjórasátt 15. ágúst 2019 og ber því að dæma honum hegningarauka við þá sátt að því er þau brot varðar, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar nú verður samkvæmt framangreindu við það að miða að ákærð a sé nú í fjórða sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í annað sinn fyrir akstur sviptur ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga , sbr. framangreint . Með hliðsjón af sakarefni málsins og ákvæ ði 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og í samræmi við dómvenju , þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Áréttuð er ævilöng svipt ing ökurétt ar ákærða fr á uppkvaðningu dóms þessa að telja. Ákærði samþykkir að sæta upptöku á 4,99 grömmum af hassi , 1,67 grömmum af maríhúana og dúkahníf, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 137.640 krónur, að meðtöldum virðisaukaskat ti . Með vísan til framlagðs yfirlits um s a karkostnað og með stoð í öðrum gögnum málsins ber ákærða að greiða samtals 334.302 krónur í annan sakarkostnað , sem er tilkominn vegna rannsóknar málsins. 4 Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Kristín u Jónsdótt u r aðstoðarsaksóknar a. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Andri Vilhelm Guðmundsson , sæti fangelsi í fjóra mánuði . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákæ r ði sæti upptöku á 4,99 grömmum af hassi og 1,67 grömmum af maríhúana og dúkahníf . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 137.640 krónur og 334.302 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir