Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1. september 2021 Mál nr. S - 3072/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Steinunn i Dú u Grímsdótt u r Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. júní 2021, á hendur Steinunni Dúu Grímsdóttur, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferða - og fíkniefnabrot með því að hafa: 1. Þriðjudaginn 22. október 2019, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 395 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 79 ng/ml) um Katrínartún í Reykjavík, við Hvítasunnukirkju Fíladelfíu, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn o g haft í vörslum sínum 0.33 g af maríhúana. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2. Mánudaginn 30. september 2019, haft í vörslum sínum 0,66 g af maríhúana og 0,24 g af amfetamíni, sem lögregla fann við öryggisleit á ákær ðu. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2 Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 0,99 g af maríhúana og 0,24 g af amfetamíni, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Ákærða sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - l ið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til re fsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 1 2 . jú l í 2021, hefur ákærða áður sætt refsingu. Það sem kemur til skoðunar í máli nu við ákvörðun refsingar er sátt frá 11. október 2006 þar sem ákærðu var gert að greiða sekt fyrir ölvunarakstur. Þá var ákærðu með dómi 10. nóvember 2011 gert a ð greiða sekt fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. V ar ákærða einnig svipt ökurétti í tvö ár frá 23. nóvember 2011 að telja. Með dómi 12. júní 2017 var ákærðu gert að sæta fangelsi í 30 daga fyrir að hafa þann 23. febrúar 2016 ekið undir áhrifum vímuefna. Var ákærða einnig svipt ökurétti ævilangt. Nú síðast var ákærðu m eð dómi 3. júní 2020 gert að sæta fangelsi í 60 daga, skilorðsbundið í tvö ár , fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir vörslur fíkniefna . Að öðru leyti hefur sakarferill ákærðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Með vísan til framangreinds verður nú við það miðað að ákærðu sé í fjórða sinn, innan ítrekunartíma í skilningi 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Brot þau sem ákærða er nú sakfelld fyrir samkvæmt ákæru voru framin fyrir uppsögu framangreinds dóms frá 3. júní 2020 . Samkvæmt 60. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19/1940 verður dómurinn tekinn upp og dæmdur með í þessu máli. Refsing ákærðu verður ákveðin í samræmi við 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þá er hún hegningarauki við framangreindan dóm. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og að virtum 60., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði . Með hliðsjón af því að hér er um að ræða hegningarauka og með vísan til þess að skilorðstími refsingar frá 3. júní 2020 er þegar hálfnaður , þykir rétt að skilorðsbinda hluta refsing ar í máli þessu með þeim hætti sem greinir í dómsorði . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærðu . Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 0,99 af maríhúana og 0,24 grömm af amfetamíni , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. 3 Ákærða greiði 340.211 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur St efán Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Kristínu Einarsdóttur saksóknarfulltrúa. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Steinunn Dúa Grímsdóttir , sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu tve ggja mán aða af refsingunni og fellur sá hluti hennar niður að liðnu ár i frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Áréttuð er ævilöng ökur éttarsvipting ákærðu . Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 0 ,99 af maríhúana og 0,24 grömm af amfetamíni Ákærða greiði 340.211 krónur í sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir