Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26. mars 2021 Mál nr. S - 1898 /2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Friðrik i Sölv a Gylfa syni ( Snorri Sturluson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 24. mars sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 17. mars 2020, á hendur : Friðriki Sölva Gylfasyni, kt. , , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa l augardaginn 9 . [nóvem ber ] 2019 í Garðabæ ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 710 ng /ml ) vestur Vífilsstaðaveg uns lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr., 50. gr., allt sbr. 94. og 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 99 . gr. og 101 . gr. nefndra umferðarlaga . Þann 9 . febrúar sl. gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur ákærða og var meðferð málanna sameinuð, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði er þar ákærður : fyri r eftirtalin umferða r - og hegningarlagabrot, með því að hafa: 1. Þriðjudaginn 26. maí 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 575 2 ng/ml) um Breiðholtsbraut í Reykjavík, við Vatnsveituveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og að hafa ekið bifreiðinni án þess að hafa notað öryggisbelti. M: Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr. og 1. mgr. 77. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Fimmtudaginn 10. desember 2020 í verslun , , Reykjavík, stolið að andvirði kr. 10.995. M : Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Dómari tók við meðferð málsins 2 3 . október 2020 en hafði fram að þeim tíma engin afskipti af meðferð þess. I Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem honum eru gefin að sök í ákærunum. Um málsatvik vísast til ákæruskjals. Er játning ákærða studd sakargögnum. Það eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin . Brot ákærð a er greinir í ákæru frá 17. mars 2019 voru framin í gildistíð eldri umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal, hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður er framin n og til þess er dómur gengur, dæma eftir nýrri lögum bæði um refsinæmi verknað ar og refsingu að því gefnu að hin nýju ákvæði séu ákærða í hag eða inntak þeirra hið sama og áður gildandi refsiákvæða. Efnislega sambærileg ákvæði hvað varðar ætlaða háttsemi ákærð a var í 45. gr. a og 48. gr. í lögum nr. 50/1987 sem í gildi voru þegar at vik gerðust . Með þessari athugasemd teljast brot ákærða vera réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákærunum. II 3 Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu saka vottorði, dagsettu 3 . febrúar 202 1 , gekkst ákærði undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 18. mars 2014 fyrir að aka undir áhrifum áfengis og var jafnframt gert að sæta sviptingu ökuréttar í 18 mánuði frá þeim degi að telja. Með lögreglustjórasátt 4. maí 2018 gekkst ákærði á ný undir greiðslu sektar vegna akstur s undir áhrifum áfengis og akstur s án ökuréttinda og var þá gert að sæta sviptingu ökuréttar í 24 mánuði frá þeim degi að telja. Þá var á kærði dæmdur í 30 daga fangelsi með dómi 30. janúar 2020 fyrir akstur sviptur ökuréttindum og undir áhrifum ávana - og fíkniefna, brot gegn lögum um ávan a - og fíkniefni og þjófnað. Einnig var ákærða gert að sæta sviptingu ökuréttar ævilangt. Voru þau brot sem ákærði var sakfelldur fyrir hegningarauki , sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en þó ekki hvað varðar brot ákærða gegn umferðarlögum. Brot ákærð a samkvæmt ákæru dagsettri 17. mars 2020 var framið fyrir uppsögu fyrrgreinds dóms frá 30. janúar sl. og verður honum því gerður hegningarauki . Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður því við það miðað að ákærði hafi þá í þriðja sinn gerst sek ur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í fyrsta sinn sviptur ökurétti. Í ljósi þess telst ákærði með broti því sem lýst er í 1. tölulið ákæru frá 9. febrúar 2021 hafa ekið bifreið undir áhrifum ávana - og fíkniefna í fjórða sinn og sviptur ökurét ti í annað sinn. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju , 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og skýlausrar játningar ákærða fyrir dómi, sbr. 8. tl. 1. mgr. 70. gr. sömu laga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga. Með vísan þeirra til lagaákvæða er í ákæru greinir er áréttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar, 2 2 0.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 181.240 krónur í annan sakarkostnað samkvæmt framlöguðum yfirlitum ákæruval d sins. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Friðrik Sölvi Friðriksson, sæti fangelsi í 90 daga. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar, 2 2 0.000 krónur og 181.240 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign.)