Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. júlí 2020 Mál nr. S - 5094 /2019: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Margrét Herdís Jónsdóttir saksóknarfulltrúi) gegn X (Leifur Runólfsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 6. júlí sl., höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 24. september 2019 á hendur: X , kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir eftirtalin brot framin í Reykjavík, nema annað sé tekið fram: I Umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Miðvikudaginn 27. febrúar 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti norður Víkurveg og gegn rauðu ljósi á gatnamótum Víkurvegs og Gagnvegs uns lögregla stöðvaði aksturinn við Dalhús 2. Mál nr. 007 - 2019 - 11268 Telst þetta varða við 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 2. Þriðjudaginn 19. mars 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 85 ng/ml og klónazepam 70 ng/ml) um Ármúla uns lögregla stöðvaði aksturinn við Ár múla 9. Mál nr. 007 - 2019 - 16556 Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 2 3. Föstudaginn 12. apríl 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um bifreiðastæði við Þönglabakka 6 uns l ögregla stöðvaði aksturinn. Mál nr. 007 - 2019 - 22370 Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. I. Ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa: 1. Aðfaranótt föstudagsins 20. janúar 2017 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni A , kt. [...] , á heimili þeirra að [...] , slegið hana í andlit og handlegg hennar og sparkað í hana með þeim afleiðingum að A hlaut mar og bólgu á vinstra gagnauga og mar á handleg g. Dætur A , B , kt. [...] , C , kt. [...] og D , kt. [...] voru viðstaddar þegar brotið átti sér stað og með því beitti ákærði þeim ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi. Mál nr. 007 - 2017 - 3159 2. Sunnudaginn 30. september 2018 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni A , kt. [...] , á heimili þeirra að [...] , hrint henni, tekið hana hálstaki og sparkað í hana með þeim afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka á hálsi, yfirborðsáverka á höfði og mar á kálfa. Mál nr. 007 - 2019 - 012089 3. Föstudaginn 1. mars 2019 v eist með ofbeldi að eiginkonu sinni A , kt. [...] , á heimili þeirra að [...] , hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í andlitið, kvið og bak með þeim afleiðingum að A hlaut mar á hálsi, mar á síðu og mar á kviðvegg. Dætur A , B , kt. [...] , C , kt. [...] og D , kt. [...] voru viðstaddar þegar brotið átti sér stað og með því beitti ákærði þeim ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi. Mál nr. 007 - 2019 - 012089 Teljast brot í 1., 2. og 3. lið öll varða við 1. mgr. 218. b. gr. almennra hegninga rlaga nr. 19/1940 auk þess sem brot í 1. tl. og 3. tl. teljast varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. III. Fíkniefnalagabrot með því að hafa: 3 1. Laugardaginn 2. mars 2019 haft í vörslum sínum 0,75 grömm af kókaíni sem lögregla fann við öry ggisleit á ákærða við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113. Mál nr. 007 - 2019 - 12244 Telst þetta varða við 2. gr., sbr., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerða r um ávana - Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Krafist er upptöku á 0,75 grömmum af k ókaíni, sem lögregla lagði hald á, sjá ákæruliði í kafla III., samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður vegna þeirra brota sem honum eru gefin að sök í II. kafla ákærunnar, til vara að honum verði ekki gerð sérstök refsing vegna þeirra en til þrautavara að honum verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa og þá einnig vegna þeirra brota sem greinir í I. og III. kafla ákærunnar og að dæmd refsing verði skilorðsbundin a .m.k. að hluta. Þá gerir ákærði ekki athugasemd við kröfu um upptöku fíkniefna. Loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Aðalmeðferð málsins var fyrirhuguð 2. apríl sl. en var frestað utan réttar, fy rst til 28. apríl, en síðan til 10. júní sl. vegna þeirrar takmarkana sem þá voru á starfsemi dómstólsins af völdum samkomubanns stjórnvalda sökum farsóttar. Aðalmeðferð málsins hófst þann dag . Á ður var tekin til úrskurðar krafa ákæruvaldsins um að vitnin E , F , G og H , yrðu leidd fyrir dóminn til skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins en fram höfðu komið andmæli við því af hálfu ákærða. Úrskurður hvað það varðaði var kveðinn upp 12. júní í héraðsdómi þar sem fallist var á kröfu ákæruvaldsins , en hann var kærður til Landsréttar sem með úrskurði 24. júní 2020 staðfesti úrskurð héraðsdóms. Var aðalmeðferð málsins framhaldið 30. júní sl. en þá frestað á ný þar sem vitnin H , E og I gátu ekki mætt fyrir dóminn þann dag. Var aðalmeðferð málsins fram haldið 6. júl í og málið tekið til dóms. 4 I Málsatvik, 1. töluliður II. kafla ákæru Rannsókn málsins hófst þegar lögreglu barst aðfaranótt föstudagsins 20. janúar 2017 tilkynning um að brotaþoli, A , hefði hringt í neyðarlínu og sagt frá því að eiginmaður hennar, ákærði, hefði lamið hana, en óskaði ekki eftir aðstoð lögreglu. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögreglumenn komu á heimili þeirra hafi brotaþoli komið t il dyra, grátbólgin, og sagt að þau hefðu verið að rífast vegna síma brotaþola. Hafi hún sérstakleg a óskað eftir því að barnavernd kæmi ekki að málinu þar sem hún óttaðist að börn hennar yrðu tekin af henni og hafi sagt að ákærði hefði sagt henni að það myndi gerast ef hún hringdi á lögreglu. Þá segir í skýrslunni að brotaþoli hafi brotnað niður og sýnt þeim áverka á vinstra gagnauga, kúlu sem var byrjuð að myndast. Sagði hún þessa áverka vera eftir ákærða en hann hefði einnig kýlt hana í vinstri handlegg og sparkað í hana. Á handlegg brotaþola hefði mar verið byrjað að myndast. Ákærði sagði þau hafa ver ið að rífast og að hann hefði ekki lagt hendur á brotaþola. Aðspurður um áverka sem hann var með á höndum sagðist hann vera með psoriasis og hafa verið að klóra sér. Brotaþoli á þrjú börn sem búa á heimilinu, B , fjögurra ára dóttur úr fyrra sambandi, og bö rn hennar og ákærða, D þá tveggja ára og C tveggja mánaða. Þá liggja fyrir skýrslur nokkurra lögreglumanna um aðkomu þeirra að málinu. Í skýrslu lögreglumanns nr. [...] lýsti hann því að á vettvangi hefði hann séð brotaþola sem hefði virst vera í uppnámi o g á sama veg báru einnig lögreglumaður nr. [...] og [...] . Sá síðarnefndi sagði jafnframt að brotaþoli hefði verið grátbólgin og með áverka á andliti og á líkama sem hún hefði sagt vera eftir ákærða. Þá lýsti lögreglumaður nr. [...] því að hafa hitt ákærða á vettvangi og hefði hann þá virst vera með áverka á höndum en sagst aðspurður vera með psoriasis og hafa verið að klóra sár sín. Hann hefði neitað því að ofbeldi hefði átt sér stað. Lögreglumaður nr. [...] lýsti því svo að brotaþoli hefði verið með áberandi áverka í andliti sem ákærði hefði veitt henni samkvæmt þeim upplýsingum sem hann fékk á vettvangi. Brotaþoli hafi virkað hrædd og verið grátandi. Þá hafi eitt barn hennar verið vakandi. Lögreglumaður nr. [...] sagði brotaþola hafa verið með áberandi kúlu á gagnauga sem hefði stækkað á meðan hann var hjá brotaþola , sem hefði verið í miklu áfalli og greinilega hrædd við ákærða. Þá liggur fyrir skýrsla lögreglu með ljósmyndum af brotaþola, dagsett 20. janúar 2017, og skýrsla lögreglu um framburð brotaþola á vettvangi sama dag. Brotaþoli lýsti þá atvikum svo að þau hefðu verið vakandi um klukkan fjögur um nóttina af því að D 5 hefði ekki getað sofið. Hún hefði þá farið að ræða það við ákærða að sig vantaði nýjan síma. Ákærði hefði þá orðið æstur og mjög reiður og slegið hana í handlegg, síðu og andlit. Brotaþoli kvaðst hafa orðið mjög hrædd. B hefði síðan komið inn í herbergið en ákærði haldið áfram að meiða brotaþola. Hún hefði svo náð að hringja á lögreglu. Kva ðst hún hafa kynnst ákærða um tveimur árum fyrr og væru þau nú gift. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu vegna málsins 17. september 2018. Vitnið sagði að þau ákærði hefðu verið að rífast vegna skilaboða sem hún hefði fundið í síma hans og hefði ákærði orð ið ofbeldisfullur og gripið í handlegg hennar og slegið hana í andlitið flötum lófa og við það hefði hún dottið á rúmið. Einnig hefði hann sparkað í fótlegg hennar þar sem hún lá í rúminu. Hún hefði þá hringt á lögreglu en hefði um leið verið hrædd um að d ætur hennar yrðu teknar af henni ef hún hefði samband við lögreglu ; þetta hefði m.a. ákærði sagt henni. Þá sagði brotaþoli að B dóttir hennar hefði vaknað við öskur hennar þegar ákærði greip í hár hennar. Vitnið kvaðst ekki hafa leitað til læknis vegna áve rkan n a. Þá kvaðst vitnið hafa verið með nýrnasteina sem ollu bólgum en sér liði nú betur. Vitnið E kvaðst, í framburði sínum hjá lögreglu, hafa komið á heimilið þegar hún var á útkallsvakt hjá félagsþjónustunni. Þá hafi verið búið að fjarlægja ákærða af h eimilinu. Tvö elstu börnin hefðu verið vakandi og hefði vitnið séð að brotaþoli hefði verið með mar og roða á hægra gagnauga. Vitnið F var á bakvakt hjá barnavernd og kom hún á vettvang umrætt sinn . Á heimilinu hefðu verið þrjár stúlkur. Sú elsta hefði fa ðmað hana og verið mjög opin og sagt henni frá því að ákærði hefði rifið í hár brotaþola og sparkað í hana. Miðstúlkan hefði verið mjög þreytt og sofnað í fangi vitnisins. Vitnið hefði síðan farið með brotaþola og stúlkurnar í Kvennaathvarfið Ákærði gaf s kýrslu vegna málsins sama dag og atvik gerðust, 20. janúar 2017. Hann sagði að engin n hefði lamið brotaþola og hefði hún áður hringt að óþörfu í lögreglu. Aðspurður um þá áverka sem lögregla hefði séð á brotaþola sagði ákærði að brotaþoli væri með járnskor t og væri alltaf að detta og fengi auðveldlega mar. Þá sagði hann að áverkar sem hann hefði verið með á höndum væru eftir að hann hefði klóraði sér þar , en hann væri með psoriasis. Þá sagði hann að B hefði ekki geta ð séð samskipti milli hans og brotaþola þ ar sem hún hefði verið í inni í herbergi en þau frammi. Ekkert ofbeldi hefði átt sér stað, einungis rifrildi og kýtingur . 6 Málsatvik, 2. og 3. töluliður II. kafla ákæru Lögregla var kölluð á heimili ákærða og brotaþola föstudaginn 1. mars 2019 vegna tilky nningar um heimilisofbeldi. Samkvæmt frumskýrslu hitti lögregla brotaþola á heimili nágranna, vitnisins J . Brotaþoli hefði verið grátandi, í miklu uppnámi og með verki. Brotaþoli hafi sagst væri a ð skrúfa botninn úr og geyma hluti í brúsanum og hefði ákærði notað hann til að geyma ólögleg lyf sem hann hefði verið að selja. Vegna þessa hefði hún ákveðið að slíta sambandi sínu við ákærða. Um kvöldið hefði ákærði komið til að sækja föt og þá sýnt henn i byssu en ekki ógnað henni með byssunni. Ákærði hefði síðan komið aftur ásamt K , stjúpbróður sínum, og hefðu þá öll þrjú börnin verið á heimilinu og hefðu þau orðið vitni að atvikum. Hún og ákærði hefðu byrjað að rífast og hefði ákærði verið að hóta henni . Ákærði hefði síðan hent henni í sófann, kýlt hana í andlit, hönd og bak og gripið um háls hennar. Á meðan hefði K reynt að hindra að börnin sæju það sem gerðist. Hún hefði síðan náð að hlaupa út og yfir til nágranna síns, J , sem hefði hringt í lögreglu. Vitnið J sagði lögreglu að brotaþoli hefði bankað hjá sér í miklu uppnámi og beðið hann að hringja á lögreglu. Elsta dóttir brotaþola hefði einnig komið yfir til hans grátandi og sagt að ákærði hefði verið að berja brotaþola. Þá hefði ákærði komið fram og sagt að þetta væri allt lygar. Þá sagði vitnið að elsta telpan hefði síðar sagt við hann að ákærði hefði verið rosalega reiður og reynt að rífa sjónvarpið af veggnum og hrint brotaþola í sófann og hefði hún meitt sig. Í skýrslu lögreglumanns nr. [...] er kom á vettvang er rakin n framburður brotaþola. Hún hafi lýst því að hún hefði sótt hálsfesti úr viðgerð og hefði hún verið búin að segja ákærða að hún ætlaði að selja hana til að greiða skuldir sem ákærði hefði stofnað til. Ákærði hefði síðan komið inn á heimilið ásamt K , stjúpbróður sínum . K hefði stillt sér upp fyrir framan stelpurnar eins og til að verja þær en ákærði farið inn í svefnherbergi þar sem brotaþoli var og byrjað að rífast í brotaþola og hefði hótað henni, hrint henni og slegið hana. Hann hefði kýlt hana með krepptum hnefa í bakið, höfuðið, vinstra megin við hvirfil, og á aðra staði á líkamanum, þar á meðal síðuna hægra megin þar sem hún fyndi mikið til. Hún hefði beðið K að fara með ákærða og hann hefði sagt við ákærða að þeir ættu að far a en ákærði hefði orðið enn brjálaðri og byrjað aftur að berja hana en hún náð að hlaupa yfir til nágrannans. Hann hefði einnig gripið hana kverkataki. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir því hvort hann hefði notað aðra eða báðar hendur en hafi bent framan á hálsinn og sagt hann hafa gripið þar. Þetta hefði gerst þegar þau voru í miðrými 7 milli svefnherbergis og stofu. K hefði séð þetta og sagt ákærða að róa sig. Kvaðst hún telja að stúlkurnar þrjár hefðu séð eitthvað af árásinni og hefðu þær verið grátandi þ egar ákærði var að hrinda henni. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola í Kvennaathvarfi skömmu síðar staðfesti hún framangreinda lýsingu á atburðarás en sagði ákærða hafa tekið um háls hennar og slegið hana þar eftir að hafa hent henni í sófann. Þennan fram burð staðfesti brotaþoli einnig 6. mars 2019. Þá lýsti brotaþoli því jafnframt að ákærði hefði beitt hana ofbeldi 1. október 2018. Þau hefðu verið inni í svefnherbergi þegar atvik gerðust. Ákærði hefði ráðist á hana og um háls hennar. Eftir þetta hefði hún verið með áverka á hálsi, fótleggjum og handleggjum og hefði leitað á bráðamóttöku. Fyrir liggur vottorð L læknis, dagsett 18. september 2019. Þar er því lýst að brotaþoli hafi leitað þangað um kl. 18.00 þann 1. októ ber vegna líkamsárásar sem hún kvaðst hafa orðið fyrir skömmu fyrir miðnætti kvöldið áður. Brotaþoli hefði sagt ákærða hafa ýtt sér upp að vegg þannig að hún missti jafnvægið og féll við. Þá hefði hann einnig tekið hana hálstaki þannig að hún hefði ekki ge tað andað, sparkað í læri hennar og handleggi, slegið með krepptum hnefa í vinstra gagnauga og togað í hár hennar að aftan. Hafi hún kvartað yfir verkjum í fótleggjum beggja vegna, einnig vinstri ökkla, framanverðum hálsi og í vinstri hluta ennis og yfir í vinstra gagnauga og á aftanverðum brjóstkassa. Samkvæmt vottorðinu var brotaþoli greind með yfirborðsáverka á höfði, hálsi og neðri útlim. Þá kemur þar fram að augu brotaþola voru vægt blóðhlaupin. Þá liggur einnig fyrir vottorð I læknis, dagsett 20. mars 2019. Þar kemur fram að brotaþoli hafi leitað til hans 1. mars 2019. Hafi brotaþoli lýst því að ákærði hefði ráðist á hana, slegið hana ítrekað í bak og kvið og reynt að kyrkja hana. Þá hafi hún verið með verki í kvið. Brotaþoli h afi talið sig vera að missa fóstur en rannsókn hafi ekki bent til þungunnar. Hafi brotaþoli verið greind með mar á hálsi, síðu og kviðvegg. Fyrir liggur skýrsla lögreglu með ljósmyndum af áverkum brotaþola sem teknar voru 6. mars 2019. Í skýrslu vitnisins H , systur brotaþola, hjá lögreglu kemur fram að hún hafi hringt í brotaþola 30. september 2018 og hafi þá verið mikil læti í kringum brotaþola. Brotaþoli hefði verið grátandi og hún einnig heyrt í börnum grátandi í bakgrunninn. Þá hefði að ákærði hefði verið að beita brotaþola ofbeldi og heyrt eins og verið væri að slá hana. Síðan hefði símtalið slitnað. Brotaþoli hefði síðar sagt henni að ákærði hefði rifið af henni 8 sím ann og um leið rifið í hár hennar. Þannig hefði símtalið slitnað. Daginn eftir hefði kona frá fjölskyldumiðstöðinni komið á heimili brotaþola þegar vitnið var þar. Hefði sú kona séð áverkana á brotaþola og farið með hana á bráðamóttöku. Vitnið G , starfsmað ur hjá miðstöð foreldra og barna, gaf skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kom þar fram að hún hefði komið á heimilið 1. október þar sem geðlæknir sem ákærði hefði leitað til hefði talið að eitthvað væri þar að. Þá sagði hún ákærða, brotaþola og börnin hafa verið í úrræði á vegum miðstöðvarinnar. Hún hefði hitt brotaþola og systur hennar auk barnanna. Brotaþoli hefði verið í miklu uppnámi og sýnilega hrædd. Brotaþoli hefði lýst því að henni og ákærða hefði lent saman. Hann hefði hent henni í eldhúsgólfið, ka stað sér ofan á hana og tekið hana kverkataki. Hún hefði náð að losa sig og náð í hníf til að halda ákærða frá sér. Brotaþoli hafi sýnt henni daufa marbletti á hálsi og sagst vera aum í rifjahylkinu. D , dóttir brotaþola, hefði rétt henni brotinn myndaramma en ekki svarað því þegar hún spurði hver hefði brotið hann. Hefði hún skynjað vanlíðan hjá börnunum. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu og sagði að hann hefði umrætt sinn verið búinn að ákveða að skilja við brotaþola og kvaðst hann hafa komið á heimilið síð degis ásamt K , stjúpbróður sínum , til að fá til baka gullkeðju sem brotaþoli hefði sótt í viðgerð. K hefði sest í sófann í stofunni með telpunum en brotaþoli byrjað að öskra á ákærða. Síðan hefði brotaþoli hlaupið út úr herberginu og sagt að hún ætlaði að hlaupa yfir til nágrannans og segja honum að ákærði væri að berja hana og það hefði hún gert. Kvaðst ákærði hafa viljað hafa K með sér vegna barnanna ef það yrðu einhver læti. Hann sagði þau hafa farið að rífast um hálsmenið og fjármál og hefði hann hækkað róminn. Hann viðurkenn d i að hafa kannski gengið að brotaþola ógnandi en hann hefði aldrei snert hana. Börnin hefðu orðið vör við rifrildi þeirra og orðið hrædd. Þá sagði ákærði að brotaþoli hefði í öðru tilviki, í september eða október 2018, ógnað honum með hníf og hefði hann þá fengið áverka eftir að hafa gripið í hnífsblaðið. Í kjölfar þess hefði hann ákveðið að flýja ástandið og farið til [...] . Vel geti verið að brotaþoli hafi hlotið áverka , en hann hafi ýtt henni þegar hún hélt á hnífnum og hún þá do ttið á rassinn. Brotaþoli sagði í framburði sínum hjá lögreglu 6. mars 2019 , hvað varðaði atvik 30. september, að hún hefði verið að baða sig þegar ákærði hefði kom ið inn á baðherbergi til hennar og farið að tala niður til hennar og hóta henni. Skömmu síða r, eftir að hún var búin í baði, hefði hann byrjað að lemja hana og tekið hana kverkataki. Hún hefði náð að 9 hringja í systur sína sem hefði heyrt hvað var að gerast. Hann hefði síðan elt hana inn í eldhús þar sem hann hefði aftur tekið hana kverkataki og þ á gripið báðum höndum utan hendi hefði hún svo náð í hníf en ákærði hrist hendur hennar og náð hnífnum. Síðan hefði hann slegið hana og hent henni í gólfið og haldið áfram að slá hana og í trekað sparkað í hana þar sem hún lá. Hefði hún leitað á bráðamóttöku eftir þetta. Vitnið K , stjúpbróðir ákærða, gaf skýrslu hjá lögreglu. Kvaðst hann hafa 1. mars farið með ákærða að sækja hálsmen til brotaþola. Ákærði og brotaþoli hefðu farið að rífast í ganginum og hefði vitnið þá sest inni í stofu hjá börnunum til að reyna að hlífa þeim. Ákærði og brotaþoli hefðu svo endað inni í stofu og þar hefði brotaþoli farið að lemja ákærða sem hefði þá ýtt brotaþola og hún hefði fallið aftur fyrir sig og á sófann . Hún hefði síðan staðið upp og farið út og í íbúð nágranna. Hann hafi hvorki séð ákærða kýla brotaþola né rífa í hár hennar. Ákærða var 14. mars 2019 gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola í fjórar vikur. II Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann og brotaþoli hefðu byrjað saman árið 2014 og gengið í hjónaband í ágúst 2015 og byggju saman. Þau eigi saman þrjú börn fædd árin 2012, 2015 og 2016. Hvað varði þau atvik er greinir í 1. tölulið II. kafla ákærunnar þá hafi þau verið að rífast, en hann muni ekki hvers vegna, og hafi hótað hvort öðru. Telji ákærði að hann hafi sjálfur ítrekað o rðið fyrir andlegu ofbeldi og hótunum af hálfu brotaþola. Kveður hann brotaþola ekki hafa hlotið þá áverka sem lýst sé í ákæru af samskiptum þeirra þennan dag og hann ekki valdið þeim né tekið eftir því að hún væri með áverka á meðan á samskiptum þeirra st óð. Hann geti ekki útskýrt áverkana en vilji benda á að hún hafi á þessum tíma oft verið veik og hafi þá liðið yfir hana vegna járnskorts og hún dottið. Járnskorturinn sé viðvarandi vegna meðfædds sjúkdóms. Sagði hann brotaþola fá auðveldlega marbletti. Kv aðst hann ekki hafa lamið brotaþola og sagði dætur þeirra hafa verið inni í herbergi á meðan þau rifust. Aðspurður af hverju hann haldi að brotaþoli hafi hringt í lögreglu sagði hann hana oft hafa hótað því 10 ef hann gerði ekki eitthvað sem hún vildi. Þá sag ði ákærði að þrátt fyrir að sett hefði verið nálgunarbann á hann gagnvart brotaþola hefði hún ítrekað haft samband við hann. Hvað varðaði 2. tölulið II. kafla ákærunnar sagði ákærði að hann vissi ekki hverju hún væri þar að lýsa. Ekkert ofbeldi hefði átt s é r stað en þau hefðu verið að rífast og hann gengið út eftir rifrildið og farið skömmu síðar til [...] . Kannist hann ekki við að brotaþoli hafi fengið þá áverka sem lýst sé í ákæru og áverkavottorði í samskiptum þeirra og hann hafi ekki séð þessa áverka á henni. Þá vildi ákærði taka það fram að þau stunduðu harkalegt kynlíf með samþykki þeirra beggja og gæti verið að brotaþoli hefði fengið marbletti vegna þess. Kvaðst hann ekki geta tengt þessa áverka við ákveðið tilvik þegar þau hefðu haft kynmök en það he fðu þau gert daglega. Sjálfur hefði hann verið í góðu ástandi umrætt sinn en þau svo farið að rífast og þá hefði hann orðið sár. Kvað ákærði sig minna að brotaþoli hefði séð eitthvað í síma hans sem hefði farið illa í hana og það leitt til rifrildis. Sagði ákærði að brotaþoli hefði, líklega í þetta sinn, ráðist á hann með hníf. Hann hafi náð að taka hnífinn af henni en skorið sig við það en ekki leitað sér læknisaðstoðar. Hvað varðaði 3. tölulið II. kafla ákærunnar þá kvaðst ákærði hafa farið heim til að s ækja gullkeðju sem hann átti. Hann hafi beðið K , stjúpbróður sinn , að koma með sér til að vera vitni ef brotaþoli hótaði því að hringja á lögreglu. Þegar hann kom hefði brotaþoli farið að rífast í honum, berja hann og slá í axlir hans og höfuð. Hann hefði sótt keðjuna og þau haldið áfram að rífast og hún að berja hann og hefði hann ýtt brotaþola laust og hún þá lent í sófanum. Telji hann að þetta hafi verið sjálfsvörn. Hann hefði engu ofbeldi beitt og enginn verið laminn nema hann. K hefði verið vitni að þe ssum atvikum. Hann hefði síðan farið út og þá mætt J nágranna sínum. Kvaðst ákærði ekki kannast við að brotaþoli hefði hlotið þá áverka sem lýst er í ákæru við samskipti þeirra og kynni hann ekki skýringu á þeim áverkum . S jálfur hefði hann ekki séð mar á h álsi hennar. Kvaðst ákærði ekki hafa flúið af vettvangi en ekki vita hvar hann hefði verið þegar lögregla kom. Sjálfur hefði hann verið í góðu ástandi þetta kvöld, en hækkað röddina þegar brotaþoli var að tala við hann. Þegar hann kom hefðu börnin verið inni í stofu og hefði hann beðið K að sitja með þau þar . Hefði hann ekki viljað að þau sæju þegar brotaþoli væri að berja hann. Hafi þau ekki verið viðstödd þegar ákærði ýtti brotaþola í sófann. Þau hefðu rifist inni í herbergi og á ganginum. Gætu þau hafa heyrt eitthvað en þau hafi ekki verið viðstödd rifrildið. Á þessum tíma hefði staðan á sambandi þeirra ekki verið góð og gæti verið að 11 hann hefði verið fluttur út. Ákærði kvaðst ekki hafa átt við reiðivanda að stríða en farið tilneyddur á reiðistjórnunarn ámskeið. Það hefði engu breytt fyrir hann . Brotaþoli, A , kaus að skorast undan því að gefa skýrslu fyrir dómi. Óskaði hún þó eftir því að gefa stutta yfirlýsingu. Sagði hún að þær lýsingar sem hún gaf hjá lögreglu væru allar ýktar og ætti hún þá við þau at vik sem greindi í öllum þremur töluliðum II. kafla ákærunnar. Þau hefði tekist á og viljað skaða hvort annað. Hún sé að ýkja það að hann hafi lamið hana. Þá hafi hún lýst þeim atvikum sem greinir í 3. tölulið svo hjá lögreglu að hann hefði lamið hana, veit t henni högg í maga og tekið hana hálstaki en í raun hefði hann einungis ýtt henni til að verjast henni. Áverkarnir séu tilkomnir vegna veikinda í maga sem hafi verið að hrjá hana og sé nú komið í ljós að hún sé með nýrnasteina og að hún fái auðveldlega ma rbletti. Hún sé lág í blóði og hafi verið það frá fæðingu. Sagði brotaþoli að hún hefði gengið til sálfræðings vegna fæðinga r þunglyndis og gæti sá sálfræðingur vottað að hún væri ekki kona sem byggi við heimilisofbeldi. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvað st hafa farið á vettvang 20. janúar 201 7 eftir að óskað hefði verið aðstoðar í gegnum neyðarlínu. Konan sem hringdi hefði ekki sagt um hvað málið snerist en verið snöktandi og sagt að hana vantaði aðstoð. Brotaþoli hefði verið með áverka og virst vera mjög hrædd og hefði hún sagt að ákærði hefði beitt hana ofbeldi og hefði hann verið handtekinn. Hefði hún sagt ákærða hafa slegið hana og togað í hár hennar. Þrjú börn hefðu verið á heimilinu og hefði brotaþoli farið með þau í Kvennaathvarfið. Hefði eitt barna nna verið vakandi þegar vitnið kom. Brotaþoli hefði verið með sjáanlega áverka á höndum og gagnauga og hefði mar verið að myndast á báðum stöðum. Sagði vitnið að ekkert hefði komið fram sem hefði bent til þess að brotaþoli hefði verið að ýkja eða ekki segj a rétt frá. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst hafa farið á vettvang 20. janúar 2017. Þegar hann kom hefði brotaþoli verið í uppnámi. Þá hefði hún verið með áverka á andliti en hann myndi ekki hvorum megin. Upphaflega hefði gengið illa að fá upplýsinga r hjá brotaþola og hún talað um að ákærði hefði sagt henni að ef lögregla kæmi að málinu yrðu börnin tekin af henni. Þá hefðu einnig verið tungumálaerfiðleikar. Brotaþoli hefði sagt að ákærði hefði veitt henni áverkana. Sagði vitnið að ekkert hefði komið f ram sem hefði gefið henni tilefni til að ætla að brotaþoli hefði verið að ýkja eða ljúga. Þá sagði vitnið að börn hefðu verið vakandi á vettvangi og hefði starfsmaður barnaverndar talað við þau. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst hafa komið á vettvang 20. janúar 2017 ásamt lögreglumanni nr. [...] . Brotaþoli hefði verið hrædd og í uppnámi og hefði kom ið fram 12 að hún óttaðist að þau tækju börnin af henni. Hún hefði verið með kúlu á öðru gagnauga sem hefði stækkað á meðan þau voru hjá henni. Hafi áverkinn litið út fyrir að vera nýlegur. Rannsóknarlögreglumaður hefði síðan komið og rætt frekar við brotaþola sem síðan hefði verið ekið í Kvennaathvarf ið . Brotaþoli hefði sagt vitninu að ákærði hefði lamið hana. Vitnið sagði að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að brotaþoli hefði verið að ýkja eða ljúga. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst hafa komið á vettvang 20. janúar 2017 og verið þá á bakvakt hjá rannsóknardeild og hefði útkallið verið vegna heimilisofbeldis. Þegar hann kom hefði verið búið að f æra ákærða af vettvangi. Brotaþoli hefði þá verið í stofunni ásamt tveimur börnum og hefði annað þeirra verið vakandi. Brotaþoli hefði verið með sýnilega áverka, mar á höfði og hendi. Hún hefði sagt að þau ákærði hefðu verið að rífast og hann orðið mjög re iður og slegið til hennar. Brotaþoli hafi ekki virkað æst heldur hefði frekar verið uppgjöf í henni. Hún hafi verið virst ekki ráða lengur við aðstæður og henni hafi verið mikið niðri fyrir og hún virst vera að leita leiða til að komast út úr vítahring. Ba rnið sem var í stofunni hefði einnig verið í uppnámi , hangið utan í móður sinni og virst vera hrætt. Frammi á ganginum við anddyrið hefðu myndir á veggjum verið skakkar eins og þar hefðu orðið átök. Brotaþoli hefði sýnt honum áverkana sem virtust vera nýir . Augljóst mar hafi verið öðru m hvorum megin á höfði og mar á hendi. Vitnið kvaðst hafa tekið myndir af áverkum brotaþola og sagt henni að fara til læknis. Sagði vitnið að sér hefði fundist brotaþoli virka trúverðug og ekkert benda til þess að hún væri að ýkja. Vitnið J kvaðst hafa búið í sama stigagangi og ákærði og brotaþoli þegar atvik gerðust 1. mars 2019, í íbúð á móti þeim. Brotaþoli hefði stokkið á dyrnar hjá honum með látum og þegar hann opnaði hefði hún beðið um síma til að hringja í lögreglu. Á m eðan hann sótti símann hefði elsta dóttir brotaþola komið hlaupandi í miklu uppnámi og beðið vitnið að passa að ákærði berði ekki brotaþola. Vitnið kvaðst hafa hringt í lögreglu. Ákærði hefði svo komið fram og sagt eitthvað á þann veg að brotaþoli væri lyg ari og síðan farið út eftir einhver orðaskipti við vitnið en kallað um leið einhver fúkyrði að brotaþola. Brotaþoli og dætur hennar þrjár hefðu beðið eftir lögreglu hjá honum. Brotaþoli hefði verið í miklu uppnámi, grátið og henni lið ið mjög illa en hann h efði ekki tekið eftir áverkum á henni og hún hefði ekki lýst atvikum fyrir honum nema að því leyti að ákærði hefði gripið í hana. Dóttir brotaþola hefði sagt að ákærði hefði orðið mjög reiður og ætlað að rífa sjónvarp af veggnum. Brotaþoli hefði þá ætlað a ð 13 stöðva hann en hann þá rifið í hana og hrint henni á sófann og hún þá náð að hlaupa fram. Vitnið sagði að ekkert hefði komið fram sem honum fannst benda til þess að hún hefði verið að ljúga eða ýkja. Honum hefði einnig fundist dætur brotaþola vera hrædda r við ákærða þetta kvöld. Þegar ákærði fór hefði verið maður með honum. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst hafa verið kallaður á vettvang 1. mars 2019 vegna heimilisofbeldis. Brotaþoli hefði þá verið komin til nágranna og ákærði farinn í burtu. Brotaþol i hefði verið í miklu uppnámi og grátið . Hefði komið fram hjá henni að ákærði hefði veist að henni með höggum auk þess að hóta henni og hefði hún verið með verki eftir árásina. Hefði hún sagt að börn hennar hefðu orðið vitni að atvikum auk þess sem bróðir ákærða hefði einnig verið viðstaddur. Í frásögn hennar hefði einnig komið fram að ákærði gæti verið með skotvopn , en hann hefði sýnt henni byssu daginn áður. Börn brotaþola hefðu öll verið komin í íbúð nágranna þegar vitnið kom á vettvang. Þau hefðu verið í uppnámi og hrædd og hefði eitt þeirra ekki vilja skilja við brotaþola. Vitnið kvaðst ek k i muna hvort hann hefði séð áverka á brotaþola en hún hefði sagt að ákærði hefði ráðist á hana. Vitninu fannst ekkert benda til þess að brotaþoli hefði verið að ljúga eða ýkja. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst hafa komið á vettvang 1. mars 2019 og gert ítarlega skýrslu um aðkomu sína , sem hann vís aði til , en hans hlutverk hefði verið að taka niður framburð þeirra sem komu að málinu. Ákærði hefði ekki verið á stað num þegar hann kom. Hefði vitnið tekið skýrslu af brotaþola í Kvennaathvarfinu en síðan tekið aðra skýrslu af henni sérstaklega , í ljósi þess að ákærði hefði verið með ásakanir á hendur henni. Þegar hann tók skýrslu af ákærða hefði hann haldið því fram að einhverjar ýtingar hefðu átt sér stað en brotaþoli lýst ofbeldi. Íbúðin sé eitt rými auk herbergis. Bróðir ákærða hefði lýst atvikum svo að börnin hefðu verið í sófanum í stofunni og samskipti ákærða og brotaþola í miðrýminu og því fyrir framan börnin. Kom ið hefði fram að ákærði hefði óskað eftir því að K kæmi með honum á vettvang ef eitthvað myndi gerast. Hefði K sagt að hans hlutverk hefði verið að vera hjá börnunum á meðan ákærði og brotaþoli áttu sín samskipti. Greinilegt hafi verið á brotaþola að eitth vað hafði gerst, hún hafi verið í losti en ekki virst vera undir áhrifum og verið skýr í framburði. Brotaþoli hefði verið hrædd þar sem lögregla hafði ekki náð til ákærða. Vitnið kvaðst ekki muna hvort hann hefði séð áverka á brotaþola en muna a ð það hefði kom ið fram að ákærði hefði ráðist á hana. 14 Þá sagði vitnið að brotaþoli hefði ekki minnst á það í skýrslu sinni að hún væri haldin einhverjum sjúkdómi og ekki lýst því að hún fengi marbletti vegna járnskorts eða magavandamála. Minnti vitnið að ákærði hefði minnst á járnskort brotaþola og borið hann fyrir sig í skýrslutöku. Vitninu hefði fundist brotaþoli vera hrædd við ákærða. Vitnið sagði að ekkert hefði komið fram sem honum hefði fundist benda til þess að brotaþoli hefði verið að ljúga eða ýkja. Þegar ský rsla var tekin af brotaþola í mars 2019 hefðu komið fram upplýsingar um eldra mál, sem talið var að hefði gerst 30. september 2018. Hægt hefði verið að afla áverkavottorðs vegna þeirra atvika. Ákærði hefði einnig viljað leggja fram kæru á hendur brotaþola þar sem hann hefði talið hana hafa ógnað sér með hníf en erfitt hefði verið að komast að tímasetningu brotsins og hvar vettvangur þess hefði verið . Brotaþoli hefði ekki nefnt aðrar skýringar á áverkum en ofbeldi ákærða. Hún hefði aldrei lýst sjálfsáverkum, sjálf ekki talað um járnskort eða að hún fengi marbletti auðveldlega og ekki minnst á harkalegt kynlíf þeirra . Vitnið L læknir, læknanr. [...] , sagði brotaþola hafa komið á bráðamóttöku 1. október, um kl. 18.00, í fylgd starfsmanns frá félagsmálastofnun. Hefði komið fram hjá henni að atvik hefðu átt sér stað rétt fyrir miðnætti 30. september og hefði hún orðið fyrir ofbeldi af hálfu ákærða. Hefði hann ýtt henni upp að vegg og hún þá misst jafnvægið og fallið við. Hann hefði þá veitt henni hnefahögg á vinst ra gagnaugasvæði, sparkað í hana, togað í hár hennar að aftanverðu, tekið hana hálstaki og hefði hún átt erfitt með að anda en ekki misst meðvitund. Hefði hún reynst vera með eymsli yfir gagnauga eftir högg og í aftanverðum brjóstkassa hægra megin, á fótle gg, ökkla og á hálsi. Við skoðun hefðu ekki verið mikil ummerki um áverka heldur aðallega eymsli. Þá hefðu þrír marblettir verið á fótlegg. Þá hefðu augu hennar verið blóðhlaupin , en það gæti verið vísbending um að hún hefði þurft að rembast á móti vegna h álstaks. Verði maður fyrir hálstaki sem hefur áhrif á öndun aukist þrýstingur upp til höfuðsins og geti stundum valdið auknum þrýstingi til háræða augans. Vitnið kvaðst telja að áverkar samrýmdust lýsingu brotaþola á atvikum. Ytri áverkamerki hafi ekki ver ið mikil þó að töluverðu ofbeldi hefði verið lýst. Engu að síður gætu áverkar verið afleiðing árásar eins og brotaþoli lýsti. Þá finnist vitninu langsótt að einhverjir sjúkdómar geti valdið þessum áverkum en brotaþoli hefði hvorki nefnt magavandamál eða já rnskort við hana og verið með mjúkan eymslalausan kvið. Þá geti þessar sjúkdómslýsingar ekki skýrt áverka enda sé ekki sjálfgefið að járnskortur auki líkur á marblettum. Þá hafi brotaþoli ekki verið með greinileg einkenni járnskorts. Brotaþoli hafi verið m eð örfáa marbletti sjáanlega og því hefði ekki komið til 15 skoðunar hvort blóðsjúkdómur hefði valdið þeim og heldur ekki í ljósi atvika. Hafi brotaþoli fengið högg á læri sé ekki sjálfgefið að það hefði skilið eftir sig marblett nema það hefði verið mjög fas t. Ekki sé útilokað að brotaþoli hafi fengið spark í kálfann eða högg þegar hún féll við en í vottorði vitnisins sé því ekki lýst að hún hafi fengið högg þar. Ekki hafi verið um áberandi mar að ræða á brotaþola . Hún var með eymsli v ið vinstra gagnauga og y fir augntóftum ofanverðum vinstra megin á enninu nálægt augabrún. Misjafnt sé hve lengi mar er að koma fram. Það fari eftir því hversu þungt höggið er og hve djúpt marið er. Geti það komið fljótlega fram eða næsta dag. Þetta fari einnig eftir aldri sjúklin gs og hvort viðkomandi er á einhverjum lyfjum sem auka hættu á marblettum. Brotaþoli sé ung kona og telji vitnið því að marblettir hefðu átt að koma fram a.m.k. daginn eftir. Ekki sé sjálfgefið að marblettir hefðu átt að vera komnir fram þegar vitnið skoða ði brotaþola. Vitnið staðfesti vottorð sitt, dagsett 17. maí 2019. Vitnið K er stjúpbróðir ákærða. Kvaðst hann hafa verið með ákærða í Kringlunni 1. mars 2019 og hefði ákærði þá ætlað að sækja gullhálsmen í viðgerð en í ljós komið að brotaþoli hefði verið búin að sækja það. Hefði ákærði þá ákveðið að fara til brotaþola og ræða við hana og hefði vitnið farið með honum. Brotaþoli og ákærði hefðu farið að rífast en vitnið farið til barnanna til að passa upp á að þau væru ekki að horfa upp á rifrildi. Ákærði he fði beðið hann að koma með af því að þau hefðu áður rifist og brotaþoli verið að blása það upp. Rifrildið hefði síðan færst inn í stofu þar sem hann hefði verið með börnin. Brotaþoli hefði ítrekað slegið til ákærða eða kýlt hann og hann hefði ýtt við brota þola sem hefði þá lent mjúklega á sófanum, á pullunni við hliðina á vitninu og börnunum. Hefðu börnin orðið vitni að því sem gerðist en hann hefði reynt að ná athygli þeirra. Brotaþoli hefði síðan rokið út úr íbúðinni öskrandi og bankað upp á hjá nágranna en hann vissi ekki hvers vegna. Kvaðst hann efa að brotaþoli hefði fengið áverka er hún féll í sófann og hann vissi ekki hvernig hún hefði geta ð fengið áverka við þessi atvik. Þeir ákærði hefðu f arið skömmu seinna. Kvaðst hann ekki hafa séð neina áverka á brotaþola eða ákærða. Vitnið F , félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur, kvaðst hafa farið í útkall á heimili ákærða og brotaþola 20. janúar 2017 vegna heimilisofbeldis. Tvö elstu börnin af þremur hefðu verið vakandi, B og D . Kvaðst hún hafa rætt einsleg a við B inni í hennar herbergi. Hefði B þá verið á fimmta aldursári og mjög opin við vitnið. Hún hefði sagt að ákærði hefði meitt brotaþola um nóttina, rifið í hár hennar, slegið hana í andlitið og sparkað í hana. Hún hefði einnig sagt að þær systur hefðu grátið mikið á meðan á þessu 16 stóð en ekki hefði komið skýrt fram að þær hefðu báðar séð þetta en líklega hefðu þær báðar að einhverju leyti orðið vitni að þessu. D hefði verið mjög þreytt og sofnað í fanginu á vitninu. Vitnið kvaðst ekki hafa séð áverka á brotaþola. Vitnið G , starfsmaður í miðstöð foreldra og barna, kvaðst hafa sinnt fjölskyldu brotaþola frá 31. maí 2017 þegar ákærði hefði haft samband vegna kvíða og vanlíðunar. Hún hefði þá farið í heimavitjun og ákærði þá sagt að brotaþoli væri að vinna tvöfalda vinnu og hann væri heima með börnin. Hún hefði boðið ákærða upp á tengslaeflandi meðferð og lagt áherslu á að þau kæmu öll. Brotaþoli hefði þó ekki mætt í meðferðina fyrr en löngu seinna og hefði kom ið í ljós að hún hefði verið í Kvennaathvarfinu þann tíma sem ákærði var hjá vitninu. Einnig hefði brotaþoli ákveðið að koma ekki strax þar sem hún hefði haldið að ákærði væri að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Þann 31. október 2018 hefði hún farið á heimilið til að ræða við brotaþola vegna á bendingar um að brotaþoli hefði ætlað að stinga ákærða með hníf og hann náð hnífnum af henni og flúið af heimilinu. Þar hefði hún hitt brotaþola og systur hennar. Brotaþoli hefði verið í miklu uppnámi og miðdóttir hennar sýndi vitninu brotinn myndaramma. B rotaþoli hefði lýst atvikum svo að þau hefðu rifist og það endað með því að ákærði hefði ráðist að henni, kastað henni utan í vegg, sparkað í fætur hennar og bak, hrint henni á eldhúsgólfið og hent sér ofan á hana og tekið hana hálstaki, kyrkingartaki. Ein hvern veginn hefði hún náð að losa sig og ná ð í hníf sem hún hefði notað til að halda ákærða frá sér. Hann hefði síðan farið en haft samband við hana og hótað henni. Hafi brotaþoli óttast um öryggi sitt og barnanna. Þá hefði brotaþoli sýnt vitninu rauða bl etti sinn hvorum megin á hálsinum og sagst einnig vera aum í rifjahylki á bakinu. Vitnið kvaðst ekki hafa hitt þau eftir þetta en ákærði hefði sent henni nokkur sms - skilaboð þar sem hann hefði m.a. sagt að brotaþoli hefði dregið framburð sinn til baka. Ákæ rði hefði tvisvar lent í slysum sem hefðu valdið því að hann notaði mikið af verkjalyfjum og hefði hann leitað sér aðstoðar vegna þess. Vitnið H , systir brotaþola, kvaðst hafa hringt í brotaþola 30. september 2018 þar sem hún hefði þá haft áhyggjur af hen ni. Í símtalinu hefði hún heyrt að brotaþoli og ákærði voru að rífast og börnin grátandi bak við. Hún hefði síðan heyrt brotaþola öskra og síðan hefði símtalið slitnað . Í öðru símtali þennan dag hefði brotaþoli sagt henni frá því sem gerðist. Brotaþoli hef ði sagt að þau hefðu verið að rífast og ákærði orðið reiður og lamið hana. Hefði þetta byrjað á því að ákærði hefði beðið brotaþola að kaupa pitsu en hún neitað og hann þá orðið reiður. Hún hefði sagt að ákærði hefði kýlt hana og sparkað í hana og síðan farið. Daginn eftir hefði vitnið farið heim til brotaþola og þá 17 hefði einnig verið þar kona frá fjölskyldumiðstöðinni sem hefði kom ið til að athuga hvort allt væri í lagi eftir að ákærði hefði haft samband við hana. Vitnið sagði að mörg atvik hefðu komið u pp sem vörðuðu ofbeldi ákærða gegn brotaþola og gæti hún verið að rugla saman tilvikum. Hún myndi eftir því að í einhverju tilviki hefði brotaþoli beðið hana að hringja á lögreglu. Þennan dag hefði hún séð að brotaþoli var með áverka á höndum og andliti og hún hefði k vartað yfir verkjum í maga og sagt ákærða hafa kýlt sig í magann. Áverkar á handleggjum hefðu verið rauðir en seinna hefði vitnið séð að þeir urðu að marblettum. Hvað varðaði áverka á andliti þá hefði verið erfitt að sjá þá þar sem þeir hefðu v erið meira á höfðinu og hefði brotaþoli sagt að hún væri með kúlu þar. Sagði brotaþoli henni að ákærði hefði veitt henni þessa áverka. Þá sagði vi tnið aðspurð að brotaþoli gæti átt það til að ýkja hlutina. Þá væri brotaþoli ekki viðkvæm hvað það varðaði að hún væri gjarnari en aðrir á að fá marbletti. Vitnið E , félagsráðgjafi hjá félagsþjónustunni, kvaðst hafa farið í útkall vegna heimilisofbeldis vegna brotaþola 20. j anúar 2017 , um klukkan fimm að morgni. Lögregla og F , starfsmaður barnaverndar , hefðu ver ið á vettvangi þegar hún kom. F hefði rætt við tvö barnanna en það yngsta hefði verið sofandi. Vitnið sagði að brotaþoli hefði verið í uppnámi. Vitnið hefði fylgt brotaþola í yfirheyrslu hjá lögreglu og í Kvennaathvarfið. Kvað s t hún hafa séð áverka á brota þola, roða á annarri kinn. Sagði vitnið að hlutverk hennar á vettvangi í svona tilvikum væri að styðja þolanda og láta hann vita af úrræðum og síðan eftirfylgd sem fælist í því að ræða við geranda og þolanda en ekkert hefði orðið af því í þessu tilviki og hefði hún því ekki haft frekari afskipti af málinu. Vitnið I , læknir nr. [...] , sérfræðingur á bráðamóttöku LSH , sagði brotaþola hafa komið á bráðamóttöku skömmu eftir miðnætti 2. mars 2019. Hún hefði lýst því að ákærði hefði ráðist á hana og reynt að kyrk ja hana og barið hana á bringu og í kvið. Hún hefði reynst vera með áverka, vaxandi eymsli, bólgu - og marblettamyndun hægra megin á hálsi, á brjósti og á kvið. Kvaðst vitnið telja að áverkarnir samrýmdust sögu brotaþola. Hún hefði sagt þetta hafa gerst skömmu áður og hefði mátt sjá það á byrjandi mari og bólgu. Þá hefði hún sagst vera mjög aum á kviðsvæði og með blæðingu úr leggöngum og óttast að hún væri að missa fóstur. Kvensjúkdómalæknir hefði þá skoðað hana og hefði hún ekki reynst v era þunguð. Vitnið minn t ist þess ekki að brotaþoli hefði nefnt einhvern sjúkdóm í kviðarholi sem gæti hafa valdið verkjunum, né heldur hefði hún nefnt blóðskort. Kveðst vitnið telja að hvorki magaveiki né skortur á járni gæti valdið þessum áverkum. Það sem gæti skýrt marbletti væri ef storknunarefni væri ekki í lagi en svo 18 hefði ekki reynst vera. Þá hefðu rannsóknir leitt í ljós að áverka r nir gætu ekki verið vegna járnskorts. Vitnið sagði að það gæti staðist ef ákærði hefði gripið brotaþola með kyrkingartak i að það hefði valdið einu mari hægra megin. Þá kvaðst vitnið ekki geta útilokað að áverkar á hálsi hefðu getað komið við harkalegt kynlíf ef gripið hefði verið þannig um háls hennar. Aðspurður hvort það að henni hefði verið ýtt hefði getað valdið áverkum á hálsi sagði vitnið að það gæti verið , ef hún hefði lent á einhverju og þar myndast marblettur, t.d. á armi á sófa. Vitnið sagði að brotaþoli hefði ekki minnst á það að hafa fallið á sófa eða sófaarm eða að hafa fengið áverka við kynlíf með ákærða. Þá sé erfitt að meta aldur mars en hann hefði talið það vera nýtt þegar hann skoðaði brotaþola, í mesta lagi 36 tíma gamalt en líklegast innan við 24 tíma gamalt. Vitnið staðfesti læknisvottorð sitt, dagsett 20. mars 2019. III Niðurstaða Ákærði hefur fyrir dó mi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem honum eru gefin að sök í I. og III. kafla ákærunnar. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök. Umferðarlagabrot ákærða sem g reinir í I. kafla framdi hann áður en ný umferðarlög nr. 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar sl. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal, hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn og til þess er dómur gengur, dæma efti r nýrri lögum bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei má þó dæma refsingu nema heimild hafi verið til þess í lögum þegar brot var framið og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Er sú háttsemi sem ákært er fyrir efnislega óbreytt í nýjum umferðarlögum, sbr. lög nr. 77/2019. Með þessari athugasemd þykir sannað með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og eru brot hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði e r í II. kafla ákærunnar ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi í þremur tilvikum. Í ákæru eru brotin öll talin varða við 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 auk þess sem brot í 1. og 3. tölulið teljast varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. ba rnaverndarlaga nr. 80/2002. Fyrir liggur að ákærði og brotaþoli voru í hjúskap þegar atvik gerðust og höfðu verið frá árinu 2015. 19 Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b skal h ver sá sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili e ða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, sæta fangelsi allt að sex árum. Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að sextán árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þo landi hafi beðið stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfir burðastöðu sína gagnvart þolanda. Ákærði hefur alfarið neitað sök og krefst þess að hann verði sýknaður af þeim brotum sem lýst er í II. kafla ákærunnar. Hann kveðst í öllum tilvikum hafa verið á vettvangi en einungis hafi verið um rifrildi þeirra á milli að ræða og hann hafi í mesta lagi ýtt við brotaþola og séu þeir áverkar er greinir í ákæru ekki af hans völdum. Ákæra málsins byggist í meginatriðum á þeim framburði sem brotaþoli gaf hjá lögreglu og styðst lýsing þeirra áverka sem hún er talin haf a hlotið við framlögð læknisvottorð, sem að framan eru rakin, auk lýsinga vitna á áverkum. Brotaþoli gaf í öllum tilvikum nokkuð ítarlegan framburð hjá lögreglu þar sem hún lýsti því að ákærði hefði ráðist á hana eins og greinir í ákæru. Fyrir dómi skor aðist hún undan því að gefa vitnaskýrslu með vísan til a - liðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún sérstaklega fram hvað varðaði 3. tölulið að hún hefði í framburði sínum hjá lögreglu sagt að ákærði hefði lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki en í raun hefði hann einungis ýtt henni til að verjast henni. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja og tók vitnið H undir það í framburði sínum. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. sömu laga skal dómur reistur á sönnunargögnum sem f ærð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ef vitni ber á annan hátt fyrir dómi en hjá lögreglu er dómara 20 heimilt samkvæmt 1. og 2. mgr. 109. gr. laganna að taka tillit til þess sem fram kemur í lögregluskýrslu ef hann telur breyttan framburð fyrir dómi ótr úverðugan en sakfelling verður hins vegar ekki reist á skýrslugjöf hjá lögreglu einni og sér. Samkvæmt 3. mgr. 111. gr. laganna metur dómari hvort skýrsla hjá lögreglu hafi gildi komi vitni ekki fyrir dóm og þess er ekki kostur við meðferð máls. Í greinarg erð er fylgdi lagaákvæðinu kemur fram að þetta gæti einnig átt við ef vitni neitaði að gefa skýrslu á grundvelli 117. gr. laganna. Við mat á framburði brotaþola þarf að líta til þeirra nánu tengsla sem eru á milli hennar og ákærða, en þau eru í hjúskap og eiga börn saman, sbr. lokamálslið 7. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008. Framburður brotaþola hjá lögreglu, sem rakin n er hér að framan , hefur um flest stuðning í framburði vitna, eins og nánar er rakið hér á eftir . Það á hins vegar ekki við um framburð ákæ rða nema að framburður hans um þau atvik sem lýst er í 3. tölulið ákæru fær stuðning í framburði vitnisins K , stjúpbróður ákærða. Þá koma ekki í framburði ákærða fram neinar raunhæfar skýringar á þeim áverkum sem brotaþoli reyndist vera með í öllum þremur tilvikunum. Ákærði hefur borið því við að annars vegar sjúkdómsástand brotaþola og hins vegar harkalegt kynlíf hans og brotaþola geti útskýrt áverka brotaþola. Hafa þeir læknar sem skoðuðu brotaþola vegna þeirra atvika er greinir í 2. og 3. tölulið alfarið hafnað því að sjúkdómar eða járnskortur geti skýrt áverkana . Þá hafi brotaþoli ekki borið um þessar skýringar á rannsóknarstigi utan nýrnasteina . Hvað varðar meint harkalegt kynlíf þá kom sú vörn ákærða fyrst fram við meðferð málsins fyrir dómi en ákærði gat þar ekki með afgerandi hætti nefnt tímasetningu kynlífs í samhengi við efni ákæru. Fær hún ekki stoð í öðrum gögnum og hefur brotaþoli ekki við meðferð málsins nefnt þetta sem skýringu á áverkunum. Er þessu m skýringum ákærða því alfarið hafnað. Ljóst er að samræmi er á milli framburðar ákærða og brotaþola fyrir dómi á þann veg að framburður brotaþola hefur breyst í samræmi við framburð ákærða. Framburður ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi er hins vegar að mestu í ósamræmi við annað sem fram er komið í málinu auk þess sem að einhverju leyti er innbyrðis ósamræmi á milli þessara framburða, eins og að framan er rakið. Er það því mat dómsins að framburður ákærða sé ótrúverðugur og verður niðurstaða málsins því ekki á honum byggð að því leyti sem hann samrýmist ekki öðrum gögnum. Hvað varðar framburð brotaþola þá er fráhvarf hennar frá fyrri framburði ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við ákærða. Þá er engin trúverðug skýring komin fram á atvikum með hliðsjón af breyttum framburði hennar. Í 21 ljósi framangreinds er það mat dómsins að við niðurstöðu málsins verði byggt á trúverðugum framburði brotaþola hjá lögreglu að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum málsins. Ákærði er í 1. tölulið II. kafla ákærunna r ákærður fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. janúar 2017 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni, brotaþola, á heimili þeirra, slegið hana í andlit og handlegg og sparkað í hana með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut mar og bólgu á vinstra gagnauga og mar á handlegg. Í ákæru segir að dætur brotaþola, B , C og D , hafi verið viðstaddar þegar brotið átti sér stað og er ákærði einnig ákærður fyrir að hafa beitt þær ógnunum og sýnt þeim yfirgang og ruddalegt athæfi. Í framburði sínum hjá lögreglu lýsti br otaþoli atvikum í samræmi við framangreint. Fyrir liggur að brotaþoli leitaði ekki til læknis vegna áverka n na. Lögreglumaður nr. [...] lýsti því að brotaþoli hefði þegar vitnið mætti á vettvang verið með sjáanlega áverka á höndum sem hefðu verið að koma fr am á meðan vitnið var í útkallinu. Lögreglumaður nr. [...] minntist þess einnig að hafa séð áverka á andliti brotaþola og lögreglumaður nr. [...] að hafa séð kúlu á gagnauga brotaþola sem hefði stækkað á meðan vitnið var á vettvangi. Þá lýsti lögreglumaður nr. [...] því að brotaþoli hefði þá verið með sýnilegt mar á höfði og hendi. Af framburði þessara vitna má einnig ráða að einhver barnanna hafi verið vakandi og lögreglumaður nr. [...] lýsti því að eitt barnið hefði verið í uppnámi og virst vera hrætt og Bendir framburður lögreglumannanna þannig til þess að brotaþoli hafi verið í uppnámi og að áverkarnir hafi verið nýlegir . E innig báru þeir um að brotaþoli hefði sagt að ákærði hefði ráðist á sig . Þá bar vitnið F um að tvæ r eldri stúlkurnar hefðu verið vakandi þegar hún kom. Hefði B þá sagt vitninu að hún hefði séð ákærða ráðast á brotaþola og hefðu bæði hún og D þá verið grátandi. Kvaðst vitnið hafa skilið orð B þannig að bæði hún og D hefðu að einhverju leyti orðið vitni að árásinni. Þá bar vitnið E einnig um að þessar tvær stúlkur hefðu verið vakandi þegar hún kom auk þess sem hún lýsti því að hafa þá séð áverka á brotaþola. Þá liggja fyrir ljósmyndir af áverkum brotaþola sem teknar voru í kjölfar atviksins. Fær framburðu r brotaþola hjá lögreglu stoð í framangreindum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 skal hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Þá 22 skal, samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins, hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Brotaþoli bar um það að a.m.k. tvö barna hennar, B á fimmta ári og D á öðru ári, hefðu verið vakandi þega r atvik gerðust. Fær það m.a. stoð í framburði vitnanna F og E . Ekkert er hins vegar fram komið um staðsetningu, aðstæður eða líðan C , yngsta barnsins, en hún var þá um tveggja mánaða. Er þannig alls ósannað að atvik hafi á einhvern hátt snert hana. Ákærði byggir á því að brot hans gegn barnaverndarlögum séu ósönnuð og vísar sérstaklega til þess að ekki hafi verið teknar skýrslur af stúlkunum. Eins og atvikum er háttað og til að meðalhófs sé gætt er það mat dómsins að málið sé nægilega upplýst um þetta atri ði hvað varðar. Þá sé, vegna ungs aldurs tveggja yngstu barnanna, óvíst að slíkt hefði orðið til þess að upplýsa málið frekar. Í ljósi þeirra atvika sem sönnuð eru og líðanar barnanna eftir atvikið, samkvæmt framburði vitna, er það mat dómsins að ákærði ha fi sýnt B og D ógnandi háttsemi, sbr. 1. mgr. 99. gr. Ekki fæst hins vegar séð nægilega tilgreint í ákæru á hvern hátt háttsemi ákærða gæti að auki talist vera yfirgangur og ruddalegt athæfi gagnvart stúlkunum og verður ákærði því sýknaður af broti gegn 3. mgr. lagaákvæðisins . Ákærði er í 2. tölulið II. kafla ákærunnar ákærður fyrir að hafa s unnudaginn 30. september 2018 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni, brotaþola, á heimili þeirra, hrint henni, tekið hana hálstaki og sparkað í hana með þeim afleiðing um að brotaþoli hlaut yfirborðsáverka á hálsi, yfirborðsáverka á höfði og mar á kálfa. Vitnið H , systir brotaþola, lýsti því að hafa rætt við brotaþola í síma um það leyti sem atvik gerðust og hefði hún af því sem hún heyrði þá, öskrum b rotaþola og gráti barnanna, ályktað að ákærði væri að veitast að brotaþola. Þá bar hún um að brotaþoli hefði staðfest það auk þess sem vitnið hefði séð áverka á brotaþola daginn eftir sem brotaþoli hefði sagt vera eftir ákærða. Þá staðfesti vitnið G einnig að hafa séð áver ka á brotaþola daginn eftir að atvik gerðust. Þá kom fram hjá henni að ástæða þess að hún kom þá til brotaþola hefði verið sú að ákærði hafði sjálfur sagt brotaþola hafa veist að sér með hníf , sem fær ákveðna stoð í framburði brotaþola um atvik. Brotaþo li lýsti þessu atviki fyrst hjá lögreglu í skýrslutöku vegna þeirra atvika er greinir í 3. tölulið. Hún fór á bráðamóttöku síðdegis daginn eftir að atvik gerðust og liggur fyrir vottorð og vætti læknis um þá áverka sem hún reyndist þá vera með sem staðfest a að brotaþoli hafi þá reynst vera með þá áverka sem lýst er í ákæru. Þá kom fram í framburði læknisins að hún teldi að þeir áverkar sem brotaþoli reyndist vera með gætu 23 samrýmst því að hafa komið við atlögu eins og þá sem brotaþoli lýsti fyrir henni. Þá er sú frásögn sem læknirinn skráði eftir brotaþola að mestu í samræmi við frásögn hennar hjá lögreglu. Benti læknirinn sérstaklega á að augu brotaþola voru blóðhlaupin sem gæti verið afleiðing þess að þrengt hefði verið að hálsi hennar. Ákærði er í 3 . tölulið II. kafla ákærunnar ákærður fyrir að hafa föstudaginn 1. mars 2019 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni, brotaþola, á heimili þeirra, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í andlitið, kvið og bak með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut ma r á hálsi, mar á síðu og mar á kviðvegg. Segir í ákæru að dætur brotaþola, B , C og D , hafi verið viðstaddar þegar brotið átti sér stað og er ákærði ákærður fyrir að hafa beitt þær ógnunum og sýnt þeim yfirgang og ruddalegt athæfi. Framburður brotaþola h já lögreglu um atvik fær stoð í framlögðu læknisvottorði og vitnisburði læknis. Fram kom hjá honum að hann teldi að þeir áverkar sem brotaþoli reyndist vera með gætu samrýmst þeirri atvikalýsingu hennar. Þá er sú frásögn sem læknirinn skráði eftir brotaþol a að mestu í samræmi við frásögn hennar hjá lögreglu. Fyrir liggur framburður vitnisins J um að brotaþoli hafi leitað til hans í uppnámi í umrætt sinn. Hefði hann einnig séð ákærða skömmu síðar og hann hefði þá kallað fúkyrði að brotaþola. Lýsti hann því a ð brotaþola hefði liðið illa og verið í uppnámi. Þá hefði dóttir brotaþola sagt honum að ákærði hefði ráðist á brotaþola og hefði hún virst vera skelkuð. Hvað varðar framburð vitnisins K , sem er í meginatriðum í samræmi við framburð ákærða og breyttan fr amburð brotaþola fyrir dómi, þá er það mat dómsins að hann sé ótrúverðugur. Samkvæmt framburði ákærða var ástæða þess að K kom með inn á heimilið sú að hann skyldi vera vitni að atvikum en K taldi það vera til að verja börnin fyrir hugsanlegu rifrildi ákær ða og brotaþola. Með framburði þeirra tveggja og brotaþola fyrir dómi skortir alfarið skýringar á þeim áverkum sem brotaþoli reyndist vera með og lögreglumenn sem komu á vettvang hafa borið um, auk læknis. Þá styður framburður þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang , nr. [...] og [...] framburð brotaþola hjá lögreglu. Má þar nefna að þeir mátu ástand brotaþola þannig að hún væri í uppnámi, hún sagði þeim að hún væri með verki eftir árásina og bent i þeim á ákærða sem árásarmann. Loks liggja fyrir myndir af áverkum brotaþola sem teknar voru skömmu eftir meinta líkamsárás. Þá eru þær skýringar að brotaþoli hafi hlotið áverka á hálsi eftir að hafa fallið þegar ákærði ýtti henni í sófann ótrúverðugar í ljósi framburðar læknisins. Skýrt kom fram hjá honum að ti l að áverkar sem þessir komi við fall þurfi viðkomandi að falla á 24 hálsinn en ekkert er fram komið um að brotaþoli hafi lent á þann hátt í sófanum. Auk þess er framburður ákærða hvað þetta varðar í ákveðinni andstöðu við framburð K sem sagði brotaþola hafa lent á pullum. Hvað varðar ætlað brot ákærða gegn 99. gr. laga nr. 80/2002 þá liggur fyrir á grundvelli framangreindra framburða að dætur brotaþola voru á staðnum þegar atvik gerðust og urðu a.m.k. D og B varar við atvik. Samkvæ mt framburði J var ein dóttir brotaþola vitni að árás en hinum tveimur var einnig brugðið vegna atvikanna. Er þannig með sömu rökum og að framan greinir hvað varðar 1 . tölulið fallist á að með háttsemi sinni hafi ákærði á sama hátt brotið gegn öllum stúlku num þremur þannig að varði við 1. mgr. lagaákvæðisins. Í ljósi framangreinds er það mat dómsins að við niðurstöðu málsins verði byggt á trúverðugum framburði brotaþola hjá lögreglu, en fyrir dóminum liggja upptökur af honum. Fær sá framburður hennar stoð í þeim gögnum sem hér að framan eru rakin. Með vísan til alls framangreinds telur dómurinn nægilega sannað, þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi framið þau brot sem lýst er í II. kafla ákæru . Dómurinn telur óumdeilt að samband ákærð a og brotaþola hafi verið þess eðlis að það falli undir 1. mgr. 218. gr. b. Hvað varðar þá háttsemi ákærða sem hér að framan hefur verið sönnuð verður til þess að líta að ákvæðið tekur til brota í nánu sambandi sem eru endurtekin eða alvarleg. Samkvæmt gre inargerð er fylgdi frumvarpi sem varð að lögum nr. 23/2016 er lögfesti 1. mgr. 218. gr. b er með því að háttsemi sé endurtekin vísað til þess að hún hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að telja megi að viðvarandi ógnarástand hafi skapast. Ákæ rði er samkvæmt framangreindu sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir á hendur eiginkonu sinni er hann framdi á um tveggja ára tímabili. Falla brot ákærða að framangreindri skilgreiningu og teljast því vera endurtekin. Þegar af þeirri ástæðu verða brot ákærða heimfærð undir 1. mgr. 218. gr. b í lögum nr. 19/1940. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru í samræmi við það sem hér að framan var rakið. IV Ákærði er fæddur árið [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða, dagsettu 19. september 2019, hefur honum nokkrum sinnum verið gerð refsing vegna brota gegn umferðarlögum, almennum hegningarlögum og lögum um ávana - og fíkniefna. Það sem hér skiptir máli er að ákærði gekkst 20. n óvember 2018 undir greiðslu sektar með tveimur 25 sektargerðum lögreglustjóra vegna aksturs sviptur ökurétti, sbr. 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í ljósi þess telst sviptingarakstur ákærða samkvæmt 1. til 3. tölulið I. kafla ákæru nú vera ítrekaður í fyrsta sinn. Við ákvörðun refsingar ákærða er litið til þess að hann hefur ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Þá beindist brot ákærða endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna henna r, sbr. 1. og 3. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni málsins og 77. gr. laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í f jóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli h ú n niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá greiði ákærði jafnframt fésekt að fjárhæð 76 5.000 krónur í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu en sæti ella fangelsi í 34 daga. Einnig er ákærði, með vísan til þeirra lagaákvæða er greinir í ákæru, sviptur ökurétti í fjóra mánuði og gert að sæta upptöku á 0,75 g af kókaíni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Leifs Runólfssonar lögmanns, er teljast alls hæfilega ákveðin 1 .100.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Þá greiði ákærði 227.708 krónur í annan sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti ákæruvaldsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir saksóknarfulltrúi. Sigríður E lsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í f jóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur á rum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 765 .000 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppsögu dómsins en sæti ella fangelsi í 3 4 daga. Ák ærði er sviptur ökurétti í fjóra mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 0,75 g af kókaíni. 26 Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins , þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Leifs Runólfssonar lögmanns, sem samtals eru ákveðin 1.100.000 krónur , og 227.708 krónur í sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign)