1 D Ó M U R 24 . nóvember 2021 Mál nr. E - 1855 /202 1 : Stefn a nd i : Idex ehf. ( Ásgeir Þór Árnason lögmaður) Stefnd i : Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. ( Hjördís Halldórsdóttir lögmaður) Dómar i : Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari 2 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 24 . nóvember 2021 í máli nr. E - 1855 /2021 : Idex ehf. ( Ásgeir Þór Árnason lögmaður) gegn Framkvæmdafélaginu Arnarhvoli ehf. ( Hjördís Halldórsdóttir lögmaður) 1. Mál þetta, sem dómtekið var 11. nóvember sl. , var höfðað með birtingu stefnu þann 15. mars 2021. Stefn andi er Idex ehf., Víkurhvarfi 6, Kópavogi. Stefndi er Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., Höfðabakka 3, Reykjavík. 2. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 2.035.999 kr., ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 27. apríl 2020 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. 3. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar. Þá krefst stefndi málskostnaðar. Yfirlit málavaxta og ágreiningsefna 4. Stefndi, sem er verktakafyrirtæki, hóf árið 2017 byggingu skrifstofuhús sins Grósku fyrir Vís indagarða í Vatnsmýri og l eitaði til stefnanda sem undirverktaka við hönnun og uppbyggingu þriggja innganga í bygginguna . Samkvæmt skilalýsingu verksins , sem stefnandi sendi stefnda með tölvupósti 3. janúar 2019, skyldi stefnandi taka við grunnplötu sléttri að frátalinni flotun um 20 mm . Burðarvirki innganganna skyldi byggt upp úr stálramma og krosslímdu tré. Stálrammarnir skyldu boltast niður í plötuna og krosslímda tréð fest við ramma na og grunnplötu. Allir fletir skyldu vera óeinangraðir en klæddir að utan og innan álklæðningu sem væri límd á undirkerfi. Þá skyldi klæða þak með ábrenndum tjörupappa , skila skyldi einu niðurfalli að jörðu og setja upp sjál fvirkar rennihurðir . Verkfræðihönnun skyldi innifalin en ekki gólfklæðning. 5. Fyrir upphaf framkvæmda, þ.e. um áramótin 2018 2019, áttu þeir Ragnar Jóhannsson , f yrirsvarsmaður stefnanda , og Hjalti Jón Kjartansson , verkefnastjóri stefnda , í tölvupóstsamskiptum á þann veg að Hjalti Jón sendi Ragnari póst þann 14. desember 2018 3 og spurði hvort stefndi stefnanda í verkið í Grósku . Sama dag svaraði fyrirsvarsmaður stefnanda póstinum þannig að gróf áætlun væri komin en verkfræð ingurinn væri að skoða málið nánar . Svo sagði í pósti fyrirsvarsmanns stefnanda : Skilalýsingu verksins sendi fyrirsvarsmaður stefnanda svo til stefnda þann 3. janúar 2019 . Óskaði stefndi þá að kostnaður yrði sundurliðaður fyrir hvert anddyri. Fyrirsvarsmaður stefnanda sendi slíka sundurliðun þann 4. janúar þess efnis að kostnaður fyrir inngang 1 væri 15.064.500 kr., fyrir inngang 2 4.756.000 kr. og fyrir inngang 3 3.963.000 kr. Ekki var gerð ur skriflegur verksamningur um verkið . 6. Stefnandi hefur lagt fram fjór a reikninga vegna verksins og er sá síðasti, sem ágreiningur aðila snýst um, ógreiddur loka - eða uppgjörsreikningur. Um er að ræða r eikning nr. 8172 , dags. 18. október 2019 , að fjárhæð 8.957.165 kr. með virðisaukaskatti , sem stefndi greiddi án athugasemda , reikning nr. 8327, dags. 30. nóvember 2019 , að fjárhæð 4.464.000 kr. með virðisaukaskatti , sem stefndi greidd i athugasemda laust og r eikning nr. 8383, dags. 27. desember 201 9 , að fjárhæð 3.720.000 kr. með virðisaukaskatti , sem einnig var greiddur án athugasemda . Reikning nr. 8614, dags. 16. mars 2020 , að fjárhæð 2.035.999 kr. með virðisaukaskatti , neita ði stefndi að greiða og hefur stefnandi því höfðað mál þetta. Stefndi hefur til viðbótar lagt fram reikning frá stefnanda nr. 8373, dags. 13. desember 2019 , að fjárhæð 859.475 kr. með virðisaukaskatti, sem stefndi greiddi og varðar efniskaup. Eftir útgáfu reiknings nr. 8614, sem ágreiningur máls þessa lýtu r að, sendi verkefn astjóri stefnda tölvupóst þann 2. apríl 2020 til fyrirsvarsmanns stefnanda og mótmælti reikningum frá stefnanda, þ.m.t. reikningi nr. 8614 sem um er deilt í máli þessu, þar sem sá reikningur fy rirsvarsmaður stefnanda póstinum á þann veg hvað varðaði reikning nr. 8614 að hann væri fyrir rennihurðir uppsettar samkvæmt tilboði frá stefnanda og lauk póstinum með að tiltaka eftirfarandi: kr. 6.500.000 m vsk og þessi reikningur stemmir við það . Verkefnastjóri stefnda svaraði sama dag að hann hefði aldrei fengið tilboð að þeirri fjárhæð í rennihurðir og spurði hvenær það tilboð hefði verið sent. Fyrirsvarsmaður stefnanda svaraði því samdægurs að það hefði verið sent með verði í inngangana og sagði að stefndi hlyti að vera með skjalið þar sem hann hefði verið að greiða annað samkvæmt þ ví . Því hafnaði stefndi og sagðist hafa verið að greiða í góðri trú. Sendi fyrirsvarsmaður stefnanda þ á verkefnastjóra stefnda þann 20. apríl 2020 eftirfarandi sundurliðun verkþátta , eða tilboðsblað, CLT einingar og festinga r 2.916.000, stálstyrkingar 1.000.000, klæðning m. undirkerfi 4.050.000, einangrun, sperrur og krossviðarklæðning á þak undir álklæðningu, sjálfvirkar 7. Verkið hafði tekið breytingum á framkvæmdatíma. Verkliðurinn þakdúkur og niðurföll féll niður. Verkliður er varðaði uppsetningu og klæðningu, þ.e. vinnuverkliður, lækkaði og nam þegar upp var staðið 3.720.000 kr. með virðisaukaskatti , sbr. reikning nr. 8383 , dags. 27. dese m b er 2019 , sem stefndi greiddi athugasemdalaust. Þá var aukaverki vegna aukastálbita 4 undir glugga að fjárhæð 1 56.884 kr. með virðisaukaskatti bætt við verkið með reikningi nr. 8172 , dags. 18. október 2019 , og reikningurinn greiddur . 8. Þá var verkliðnum breytt þar sem stefndi ákvað að hætta við að nota klæðningu frá stefnanda. Fór því svo að stefnandi rukkaði fyrir helming þess verklið ar , 2.025.000 kr., eða 2.511.000 kr. með virðisaukaskatti, sbr. reikning nr. 8172 sem stefndi greiddi . Í aðilaskýrslu og vitnaskýrslu fyrir dómi kom fram að umrædd klæðning , sem ekki var notuð í verkið, væri í geymslu hjá stefnanda og að stefndi hefði óskað eftir að stefnandi seldi hana öðrum en stefnandi kvaðst ekki hafa gert slíkar s ölutilraunir vegna málarekstursins . 9. Við aðalmeðferð g af Ragnar Jóhannsson , fyrirsvarsmaður stefnanda , aðilaskýrslu og Hjalti Jón Kjartansson , verkefnastjóri stefnda , gaf vitnaskýrslu . Verður vitnað til framburðar þeirra eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 10. Stefnandi byggir á því að stefndi skuldi honum ógreidd an reikning á grundvelli samþykkts tilboðs um að annast uppsetningu á inngangshurðum og tilheyrandi búnaði í þrjú anddyri byggingarinnar Grósku. Umsamin tilboðsfjárhæð hafi eftir breytingar numið 19.342.000 kr. og við þá fjárhæð hafi átt að bæta 24% virðisaukaskatti, 4.642.080 kr., samtals 23.984. 080 kr . Stefndi hafi greitt stefnanda fyrstu þrjá reikninga hans, samtals 17.141.165 kr. , og eftir standi því 6.842.915 kr . Stefnandi hafi hins vegar kosið að krefja stefnda einungis um 2.035.999 kr. til uppgjörs eftirstöðva. 11. Stefnandi byggir á því að virðisaukaskattur eigi að leggjast við allar fjárhæðir í tilboði hans og við þær kostnaðartölur sem síðar gengu á milli aðila um kostnað við verkið. Stefnda hafi verið þetta kunnugt frá öndverðu, m.a. vegna þess að hann hafi fengið frá stefnanda tilboðs haft tilboðsblaðið undir höndum þegar hann óskaði eftir sundurliðun tilboðsins miðað við hvern inngang með tölvupósti þann 4. janúar 2019. Stefndi hafi ekki getað lagt fra m annað tilboðsblað þar sem fjárhæðin væri tilgreind þannig að virðisaukaskattur væri innifalinn. Verði því að leggja til grundvallar að framlagt tilboð hafi verið grundvöllur viðskiptanna. 12. Verði ekki á það fallist að tilboðsblað stefnanda marki grundvöll lögskipta aðila þannig að við tilboðsfjárhæðina beri að leggja virðisaukaskatt, þá er á því byggt að stefnandi hafi annast verk fyrir stefnda og krafið hann um sanngjarnt og eðlilegt endurgj ald fyrir það og stefndi verði af þeim sökum að gjalda stefnanda þá fjárhæð sem krafan lýtur að með vísan til meginreglu 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. 13. Verði lagt til grundvallar að um tilboðsverk hafi verið að ræða og umsamið heildarendurgja ld hafi numið 19.342.000 kr. með virðisaukaskatti þá byggir stefnandi á því að með því að stefndi hafi aðeins greitt fyrstu þrjá reikninga stefnanda , með 17.141.165 5 kr. , þá standi mismunurinn eftir sem skuld stefnda , 2.200.835 kr. , og sé það nokkrum krónum hærra en stefnufjárhæð máls þessa. 14. M eð fyrirvaralausum greiðslum fyrstu þriggja reikninganna hafi stefndi fallist á að mátt hafi leggja virðisaukaskatt við tilboðsfjárhæðir . Tómlæti og fyrirvaralausar greiðslur stefnda hafi skapað það traust hjá stefnanda að enginn vafi væri um að leggja skyldi virðisaukaskatt ofan á tilboðsfjárhæð. Helstu málsástæður og lagarök stefnda 15. Stefndi byggir á því að hann hafi þegar gert upp verkið að fullu við stefnanda í samræmi við skuldbi ndandi samning aðila. Samtala greiddra reikninga sé 18.000.640 kr . , sem er að meðtaldri greiðslu fyrir reikning nr. 8373 að fjárhæð 859.475 kr., og því talsvert hærri fjárhæð en sem nemi leiðréttri tilboðsfjárhæð , sem stefndi m.a. leiðréttir með tilliti til greiðslu stefnda fyrir klæðningu skv. reikningi nr. 8172 , sem ekki var notuð í verkið, en klæðningarliðurinn var að fjárhæð 2.025.000 kr. eða 2.511.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti . Óheimilt sé að bæta virðisaukaskatti við upphaflega eða leiðrétt a tilboðsfjárhæð. Þegar tilboðið var gert hafi ekki verið tilgreint að það væri án virðisaukaskatts og engin sundurliðun á tilboðsfjárhæð hafi verið afhent fyrr en eftir að ágreiningur varð milli aðila. Þegar stefndi samþykkti fyrstu reikninga stefnanda á grundvelli tilboðs hans hafði stefndi ekki séð neina slíka sundurliðun og fólst því hvorki tómlæti né viðurkenning af hans hálfu á kröfum stefnanda í greiðslu þeirra. Stefndi hafi gengið út frá því að hann væri að samþykkja reikninga í áföngum upp í heildartölu tilboðsins. Engin sundurliðun hafi borist stefnda fyrr en í tölvupósti dags . 20. apríl 2020 en þá höfðu aðilar átt í samskiptum um verkið um ma rgra mánaða skeið. 16. verið afhent stefnda. Sú sundurliðun sem vísað sé til í stefnu , frá 4. janúar 2019 , varð i einungis verð hvers inngangs af þremur en ekki sundurlið un á verkþáttum. Skv. 4. mgr. 22. gr. laga nr. 50/19 8 8 um virðisaukaskatt skuli í upplýsingum um verð á vöru og þjónustu koma greinilega fram ef uppgefið verð er ekki með virðisaukaskatti. Því hafi stefnanda mátt vera ljóst að skilningur stefnda yrði sá að uppgefin verð væru með virðisaukaskatti og hafi stefndi mátt treysta því að svo væri. 17. Stefndi mótmælir því að horfa eigi til þess hvað sé sanngjarnt og eðlilegt endurgjald og meginreglu 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup þar sem það eigi ekki við þegar fyrir liggi samþykkt tilboð. Stefndi hafi þegar greitt sanngjarnt og eðlilegt verð. 18. Lækkunarkrafa stefnda byggist einkum á því að miðað verði við að leiðrétt tilboðsverð eigi að innifela þann hluta utanhússklæðningar sem ekki var afhentur þó greitt hefði verið fyrir hann. Sé munurinn á greiddum reikningum og slíkri tilboðsfjárhæð 175.835 kr. Upphafstíma dráttarvaxtakröfu sé mótmælt o g sé engin ástæða til að dæma dráttarvexti af kröfunni fyrr en mánuði eftir dómsuppsögu, m.a. vegna óskýrleika í reikninga - og kröfugerð stefnanda. 6 Niðurstaða 19. Í máli þessu er deilt um útreikning fjárhæðar kröfu með tilliti til breyting a verks eftir samþykki tilboðs. Þá er um það deilt hvort tilboðið í verkið sem stefndi samþykkti hafi verið með virðisaukaskatti meðtöldum eða hvort bæta skyldi virðisaukaskatti ofan á tilboðsfjárhæðina. Einnig er deilt um hvort taka skuli tillit til kostna ðar vegna efnis, m.a. klæðning ar , sem stefndi greiddi fyrir en var ekki not u ð í verkið og er enn í vörslum stefnanda. 20. Framsetning krafna og útreikninga í stefnu og málsskjölum er óskýr af hálfu stefnanda. Í munnlegum málflutningi var bætt úr þeim óskýrleika af hálfu stefnanda og málatilbúnaður og kröfugerð skýrð með fullnægjandi hætti svo ekki kæmi til frávísunar málsins ex officio . 21. F yrsta tilgreining fjárhæðar tilboðsins var í tölvupósti Ragnars Jóhannssonar , fyrirsvars manns stefnanda þann 14. desember 2018 . Ekk i var þar tekið fram hvort virðisaukaskattur væri innifalinn í fjárhæðinni eða ekki. Með tölvupósti þ ann 3. janúar 2019 sendi fyrirsvarsmaður stefnanda skilalýsingu fyrir inngangana til verkefnastjóra stefnda, Hjalta Jóns. Í þeirri skilalýsingu er ekki að finna neina tilgreiningu fjárhæða eða þá sundurliðun verkþátt a með fjárhæðum sem stefnandi byggir málatilbúnað sinn á og kallað er tilboðsblað í stefnu . Í framhaldi móttöku skilalýsingarinnar óskaði verkefnast jóri stefnda með tölvupósti þann 4. janúar 2019 eftir því að tilgreint yrði hver kostnaður yrði fyrir hvert anddyri og svaraði fyrirsvarsmaður stefnanda þeirri fyrirspurn samdægurs þar sem kostnaði , samtals 23.783.500 kr. , var skipt með ákveðnum hætti milli innganganna þriggja. Í þeim tölvupósti er ekki að finna neina tilgreiningu á virðisaukaskatti heldur og enga sundurliðun verkþátta að öðru leyti . Það er fyrst í tölvupósti fyrirsvarsmanns stefnanda til Hjalta Jóns , verke fnastjóra stefnda, þann 20. apríl 2020 að fyrirsvarsmaður stefnanda sendi stefnda sundurliðun verkþátta , eða svokallað tilboðsblað, en þar kemur fram Ósannað er að stefnandi hafi afhent stefnda þessa sundurliðun verkþátta þar sem fram kom að fjárhæðir væru á nefndum degi þann 20. apríl 2020, þ.e. eftir að ágreiningur um greiðslu hins ógreidda síðasta reiknings stefnanda var risinn , þ.e. um 16 mánuðum eftir að stefnandi nefndi fyrst fjárhæð tilboðsins við s tefnda . Hafði stefndi þá þegar greitt fjóra reikninga frá stefnanda vegna verksins . Með vísan til 4. mgr. 22. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt skal í upplýsingum um verð á vöru eða skattskyldri þjónustu koma greinilega fram ef uppgefið verð er ekki með virðisaukaskatti. Með vísan til þess sem að framan er rakið ber stefnandi hallann af þeim sönnunarskorti að geta ekki sýnt fram á að sundurliðun verkþá tta með , þ.e. svokallað tilboðsblað, hafi verið afhent stefnda fyrr en í fy r sta lagi þann 20. apríl 2020 . Verður þannig lagt til grundvallar að tilboð stefnanda að fjárhæð 23.7 83.500 kr., sem stefndi samþykkti , sé tilgrein t að meðtöldum virðisaukaskatti. Fær þe ssi niðurstaða einnig stuðning í því að fyrirsvarsmaður stefnanda hefur sjálfur verið óskýr um þ að hvort fjárhæðir sem frá honum stafa séu að meðtöldum virðisaukaskatti eða ekki , en í tölvupósti hans til verke fnisstjóra stefnda þann 20. apríl 2020 kl. 12.58 tilgreinir hann verklið fyrir rennihurðir að fjárhæð 6.500.000 kr. með 7 virðisaukaskatti en sendir í kjölfarið sundurliðun verkþátta , hið svokallaða tilboðsblað, þar sem sama fjárhæð kemur fram án virðisaukas katts. 22. Þrjár breytingar á tilboðinu eru ágreiningslausar milli aðila. Í fyrsta lagi var verkliður um þakdúk og niðurföll felldur út úr verkinu, 661.500 kr. Með vísan til þess sem að framan greinir skal sú fjárhæð vera að meðtöldum virðisaukaskatti. Í öðru lagi er óumdeilt að kostnaður við vinnu , þ.e. uppsetning u og klæðning u , lækkaði úr 7.500.000 kr. skv. sundurliðun verkþátta stefnanda í 3.720.000 kr., sbr. reikning nr. 8383 dags. 27. desember 2019 og er þar virðisaukaskattur meðtalinn, en þessi lækku n vinnuliðar um 3.780.000 kr. fær einnig stoð í uppgjör s blaði stefnanda sem hann hefur lagt fram í málinu . Þar er fjárhæðin 3.720.000 kr. tilgreind án virðisaukaskatts sem þó er á skjön við áður útgefinn reikning stefnanda sjálfs nr. 8383 , þar sem virðisau kaskattur var innifalinn í fjárhæðinni vegna sama verkliðar . Stendur þá leiðrétt tilboðsfjárhæð í kr. 19.342.000. Þá er í þriðja lagi óumdeilt að við hafi bæst aukaverk sem fólst í að bæta stálbita undir glugga, 156.884 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti , sbr. reikningur nr. 8172 . 23. Breytingarnar sem nú hafa verið raktar leiða því til þess að tilboðsfjárhæðin 23.783.500 kr. lækkar í 19. 498.884 kr. og telst virðisaukaskattur meðtalinn samkvæmt niðurstöðu dómsins í mgr. 2 1 . 24. Þá greinir aðila á um hvernig fara skuli með klæðningu sem keypt var vegna verksins og átti skv. sundurliðu n verkþátta stefnanda , þ.e. svokölluðu tilboðsblaði, sem stefnda var afhent 20. apríl 2020, að kosta 4.050.000 kr . Klæðningin var pöntuð, móttekin af stefnanda en ekki notuð í verkið að ákvörðun stefnda . Stefndi greiddi fyrir ónotuðu klæðninguna 2.025.000 kr. og bætti stefnandi virðisaukaskatti þar ofan á skv. reikningi nr. 8172, að fjárhæð samtals 2.511.000 kr. með virðisaukaskatti , og var það staðfest í aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi. Í þeirri aðilaskýrslu kom einnig fram að stefnandi væri enn með umrædda klæðningu í vörslum sínum, að stefndi hefði beðið stefnanda að selja klæðningu na öðrum og að fyrirsvarsmaður stefnanda he fði vegna málarekstursins tekið þá ákvörðun að gera ekki tilraunir til að selja klæðninguna fyrir hönd stefnda. Af þeirri ástæðu að stefnandi hefur klæðninguna í sinni vörslu , hefur ekki gert sölutilraunir þrátt fyrir að viðurkenna að hafa móttekið beiðni stefnda þar um, en þó einnig fengið greitt það verð sem hann krafði stefnda um fyrir umrædda klæðningu , skal tekið tillit til fjárhæðar klæðningarinnar til lækkunar kröfu stefnanda. Eftir að tekið hefur verið tillit til þessa stendur fjárhæð kröfunnar í 16 . 987.884 kr. 25. Stendur þá eftir hvort reikningur vegna efniskostnaðar nr. 8373 , dags. 13. desember 2019 að fjárhæð kr. 859.475 að meðtöldum virðisaukaskatti , teljist vera vegna verka sem tilboðið tók til. Fyrir dómi kom fram að reikningurinn væri vegna efniskostnaðar sem lyti að undirkerfi verksins eftir að stefndi hafði óskað eftir að nota aðra tegund klæðningar. Ósannað er að tilurð þessa efniskostnaðar megi einungis rekja til þess að stefndi hafi óskað eftir breytingum á klæðningunni og að til þessa kostnaðar hefði ekki komið að öðrum kosti , 8 en getið er um undirkerfið í skilalýsingu við upphaf verksins . Verður því tekið tillit til greiðslu stefnda á nefndum reikningi sem telst tilheyra verkinu. 26. Stefndi hefur þegar greitt vegna verksins samtals 18.000.640 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, þ.e. reikning nr. 8172 , 8.957.165 kr., reikning nr. 8327 , 4.464.000 kr., reikning nr. 8383 , 3.720.000 kr. , og reikning nr. 8373 , 859.475 kr. Hefur stefn di skv. því sem fram er komið , að teknu tilliti til framangreindra breytinga á verkinu , greitt meira en sem nemur heildarkostnaði verksins og verður hann því sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. 27. Eftir úrslitum málsins ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 7 00.000 kr. 28. Af hálfu stefn a nda flutti málið Ásgeir Þór Árnason lögmaður. Af hálfu stefnd a flutti málið Hjördís Halldórsdóttir lögmaður. Dóm þennan kveð ur upp Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari . DÓMSORÐ Stefndi, Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Idex ehf. Stefnandi, Idex ehf., greiði stefnda, Framkvæmdafélaginu Arnarhvoli ehf., 7 00.000 kr. í málskostnað. Sigríður Rut Júlíusdóttir