Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. júní 2020 Mál nr. S - 2904/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Ómar i Val Erlingss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 5. maí 2020, á hendur: Ómari Val Erlingssyni, fyrir fjársvik og eignaspjöll með því að hafa, laugardaginn 12. október 2019, blekkt lei gubílstjórann [A] , kt. , til þess að aka sér frá Laugaveg að , Reykjavík, án þess að greiða fyrir farið, en ákærði greiddi aðeins fyrir hluta fargjaldsins og í kjölfarið rifið áklæði af framsæti leigubifreiðarinnar með þeim afleiðingum að skemmdi r urðu á áklæðinu. Mál nr. 007 - 2019 - 64476 Telst brot þetta varða við 248. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Þá gerir [B] , kt. , kröfu um að ákærða verð gert að greiða honum skaðabætur, samtals að fjárhæð 321.150, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá tjónsdegi 04.01.2020, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga, 2 Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en fyrirkall hafði verið birt á lögheimili ákærða með lögmætum hætti . Verður m álið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönn uð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1984. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 27. apríl 2020 , á ákærði að baki langan sakaferil . Frá því að ákærði varð fullra 18 ára gamall hefur hann hlotið 10 refsidóma fyrir sérrefsilagabrot og eða brot gegn almennum hegningarlögum. Með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Að virtum sakaferli ákærða þykir e kki fært að skilorðsbinda þá refsingu. Í málinu er höfð uppi skaðabótakrafa af hálfu [B] . Þykir bótakrafan nægjanlega rökstudd og verður hún tekin til greina, ásamt vöxtum sem í dómsorði greinir. Upphafsdagur dráttarvaxta er miðaður við þann dag er liðnir voru 30 dagar frá birtingu ákæru, sbr. og 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi fyrir Margréti Jónsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærð i, Ómar Valur Erlingsson , sæti fangelsi í 60 daga . Ákærði greiði [B] 321.150 krónur , auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 4. janúar 2020 til 28. júní 2020 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags . Björg Valgeirsdóttir