Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 22. febrúar 202 1 Mál nr. S - 6551/2020 : Ákæruvaldið (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 5. febrúar sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 6. október 2020, á X , fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 17. júní 2018, veist með ofbeldi að A , fyrir u Marseille, 8. hverfi, Frakklandi, tekið hana hálstaki, kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlit og höfuð og í kjölfarið, er A féll í gólfið, haldið áfram að sparka og kýla hana með krepptum hnefa víðs vegar um líkamann, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í kringum bæði augu, bólgu á vinstri kjálka, eymsli yfir kjálkalið vinstra megin, eymsli ofarlega í brjósthrygg, mar frá úlnlið og upp á miðjan vinstri upphandlegg , tvo marbletti á vinstra læri og einn á hægra læri, sár á hægri olnboga og nokkra marbletti vinstra megin á mjóbaki. Er brot þetta talið varða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. E r þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu n r. 38/2001, frá 17. júní 2018, þar til mánuður er liðinn frá því að bótakrafan er birt honum en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði neitar sök. Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu en til v ara vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Þá krefst hann þess að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi, ellegar að bætur verði lækkaðar. 2 Fimmtudaginn 21. júní 2018 mætti brotaþoli á lögreglustöð í Reykjavík til að leggja fra m kæru á hendur ákærða fyrir ofbeldisbrot gagnvart sér. Við það tækifæri var tekin af henni skýrsla hjá lögreglu. Lýsti hún því m.a. að hún og ákærði hefðu verið búin að vera í sambandi. Þau hafi farið saman til Marseille í Frakkland i í júní 2018 en ákærði hafi boðið brotaþola út. Þau hafi verið á tónlistarhátíð aðfaranótt 17. júní 2018 er þau hafi farið að rífast. Leiðir þeirra hafi skilið við það og brotaþoli átt frekar erfitt með að rata heim á hótel. Hafi hún verið frekar ölvuð. Ákærði hafi mætt brotaþo la í dyrum hótelherbergisins og umsvifalaust ráðist á hana . Hann hafi slegið brotaþola tvö til þrjú högg. Hafi brotaþoli dottið út, e r ákærði hafi slegið hana í andlitið. Brotaþoli hafi rankað við sér við það að ákærði hafi verið ofan á henni og verið að h rista brotaþola. Hafi hann sagt að hann vildi ekki fara í fangelsi og hvort þau ætluðu ekki til Grikklands. Er brotaþoli hafi opnað augun hafi ákærði verið hræddur á svipinn . Hafi brotaþoli öskrað og reynt að fela sig á bak við rúm. Ákærði hafi strunsað út úr herberginu. Brotaþoli hafi síðan farið að sofa. Næsta dag hafi brotaþoli vaknað öll blá og marin. Þá hafi blóðpollur verið eftir brotaþola á gólfinu. Hafi hann verið 20 til 25 cm breiður. Hafi brotaþola verið sagt að koma sér út af hótelinu. Sími brotaþola hafi verið brotinn, en búið hafi verið að rífa takkana af og gjöreyðileggja símann. Þá hafi verið búið að henda fötum út um allt í her b erginu . Brotaþoli hafi ekki verið með neina peninga og gist á götunni eina nótt. Hafi brotaþo li vonast til að ákærði kæmi til baka, en svo hafi ekki verið. Að lokum hafi brotaþoli farið til lögreglunnar sem hafi gefið brotaþola að borða og fundið fyrir hana hótelherbergi. Hafi verið tekin skýrsla af brota þ ola. Því næst hafi brotaþoli farið í sendi ráð Íslands, sem komið hafi brotaþola í samband við foreldra sína. Þau hafi lánað brotaþola fyrir flugfarinu heim. Á meðal gagna málsins er læknisvottorð sem sérfræðilæknir hefur ritað 14. október 2018 vegna komu brotaþola á slysadeild 20. júní 2018. Í v ottorðinu kemur m.a. fram að brotaþoli hafi verið með marbletti í kringum bæði augu. Bólga hafi verið í kringum kjálka vinstra megin framan til. Þá hafi verið eymsli við þreifingu á kjálkalið vinstra megin. Engin sár hafi verið í munni og tennur heilar. Ey msli hafi verið ofarlega í brjósthrygg. Stórt mar hafi verið frá úlnlið og upp á miðjan vinstri upphandlegg. Tveir marblettir hafi verið á vinstra læri og einn á hægra. Þá hafi brotaþoli verið með sár á hægri olnboga. Réttarmeinafræðingur hefur ritað ský rslu um áverka brotaþola, sem er á meðal gagna málsins. Í niðurstöðu kemst réttarmeinafræðingurinn að því að útlit áverka á augnsvæði bendi sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft, t.d. hnefahögg veitt af öðrum manni. Útlit húðblæðinga á h ægri upphandlegg, vinstri griplim num, lendahrygg og hægra læri bendi sterklega til að hafa orðið fyrir sljóan kraft í formi högga eða samstuðs gagnvart hörðum hlut eða yfirborði. Staðsetning áverkan n a bendi til að krafturinn beinist að svæðum, eins og við högg eða spörk annars manns. Staðsetning áverka geti bent til þess að brotaþoli hafi varist slíkum aðförum. Þá sjáist þættir í áverkamynd sem geti bent 3 til taks annars manns um vinstri framhandlegg. Samandregið bendi áverkar sterklega til þess að brotaþoli hafi orðið fyrir áverkum af hendi annars manns, hið minnsta höggum og eða spörkum gagnvart höfði, bol og griplimum. Aldur áverka sé fersk ir í gróanda og samrýmist því að hafa orðið 17. júní 2018. Á meðal gagna málsins er þýðing á skýrslu lögreglu frá Marseille í Frakklandi sem rituð er 9. júlí 2018. Fram kemur að brotaþoli hafi kær t ákærða fyrir heimilisofbeldi. Þá kemur fram að starfsmaður þess hótels er ákærði og brotaþoli dvöldu á hafi einnig lagt fram kæru á hendur ákærða vegn a ofbeldis í sinn garð. Atvikið hafi átt sér stað 18. júní 2018. Í gögnunum kemur fram að brotaþoli hafi komið til lögreglu 18. júní 2018 og greint frá því að hún hafi lent í rifrildi við ákærða sem leitt hafi til slagsmála. Ákærði hafi slegið brotaþola mö rg högg í andlit og líkama. Sama dag kom á lögreglustöð starfsmaður í afgreiðslu þess hótels er ákærði og brotaþoli dvöldu á í Marseille. Í skýrslu starfsmannsins kemur fram að starfsmaðurinn hafi bankað á hurð herbergis er ákærði og brotaþoli dvöldu í. Al lt hafi verið á öðrum endanum í herberginu og kona setið á gólfinu og hafi hún kastað upp. Hafi star f smaðurinn beðið þau um að vera ekki með hávaða þar sem þau trufluðu aðra gesti hótelsins. Maðurinn hafi sagt að þau myndu róa sig. Um 5 mínútum síðar hafi hávaðinn byrjað aftur. Konan hafi komið út úr herberginu og maðurinn tekið hana hálstaki og veitt henni höfuðhögg. Í framhaldi hafi maðurinn lamið konuna með hnefa og sparkaði í hana þar sem hún var á gólfinu. Hafi starfsmaðurinn í kjölfarið gripið inn í o g maðurinn sparkað í brjóstið á starfsmanninum . Hafi starfsmaðurinn dottið aftur fyrir sig og lent á hægri hendi og baki. Hafi starfsmaðurinn öskrað og maðurinn lagt á flótta. Á meðal gagna málsins er læknisvottorð sem gefið hefur verið út í Frakklandi veg na starfsmannsins. Þar kemur fram að starfsmaður hótelsins hafi verið með áverka á hægri úlnlið ásamt staðbundnum marbletti á hægra lunga. Þá hafi hann fundið til sársauka á ytri hlið vinstra læris og samdráttur verið í kringum mjóhrygg með miklum sársauka . Loks er á meðal gagna málsins skýrsla er lögregla hefur ritað vegna komu á hótelið. Fram kemur að lögregla hafi komið á hótelið kl. 03.00 aðfaranótt sunnudagsins 17. júní 2018. Lögregla hafi verið kölluð á staðinn vegna ágreinings á milli hótelgesta. Starfsmaður í móttöku hafi gert grein fyrir því að fjöldi hótelgesta hafi kvartað þar sem þeir hefðu áhyggjur vegna ágreinings pars. Hafi starfsmaðurinn farið upp á hótelherbergi parsins. Hafi þessir gestir verið að lemja hvort annað og lamið starfsmanninn líka. Maðurinn hafi verið farinn af staðnum er lögreglu hafi borið að garði. Konan hafi ekki viljað leggja fram kæru og óskað eftir því að fá að fara að sofa. Ákærði hefur greint svo frá að hann hafi verið í Frakklandi umrætt sinn og verið þar með brot aþola. Þau hafi orði ð viðskila á tónleikum er þau hafi farið á í borginni Marseille. Ákærði hafi farið upp á hótelherbergi og brotaþoli ekki verið þar. Ákærði hafi því næst yfirgefið hótelið og farið til Parísar . Ákærði hafi ekki tékkað sig út af hótelinu 4 heldur yfirgefið það. Hann hafi ekki verið neitt reiður við brotaþola, en brotaþoli sagt ákærða að fara. Ákærði hafi einfaldlega orðið við því. Frá París hafi hann f arið aftur heim til Íslands . Ákærði og brotaþoli hafi verið neyslufélagar fremur en í samba ndi. Ákærði kvaðst hafa greitt fyrir ferð þeirra til Frakklands. Ákærði kvaðst ekkert hafa rætt við brotaþola eftir að til Íslands kom. Ákærði kvaðst ekki kannast við þá lýsingu er fram kæmi hjá lögreglu í Marseille að ákærði eigi að hafa ráðist gegn brota þola og starfsmanni þess hótels er hann hafi dvalist á. Brotaþoli lýsti því að hún og ákærði hefðu farið á tónlistarhátíð í Marseille í Frakklandi í júní 2018. Á hátíðinni hafi ákærði sagt að brotaþoli væri að reyna við einhvern á hátíðinni og orðið mjög reiður. Hafi þau orðið viðskila. Brotaþoli hafi átt erfitt með að finna hótelið. Er þangað kom hafi ákærði verið kominn á hótelið . Ákærði hafi umsvifalaust ráðist á brotaþola. Hafi hann verið ölvaður og mjög reiður. Hafi hann lamið brotaþola með hnefa í andlitið og sparkað í líkama brotaþola. Hafi brotaþoli ekki gert annað en að reyna að verjast árás ákærða. Töluvert blóð hafi komið úr sári í munni brotaþola. Ákærði hafi því næst sett föt sín í tösku . Starfsmaður á hó telinu hafi komið en ákærði þá hlaupið út. Hafi brotaþoli ekki séð hann eftir það. Brotaþoli hafi verið peningalaus og verið gert að yfirgefa hótelið næsta dag. H afi sími brotaþola eyðilagst í þessu öllu . Hafi brotaþoli fengið að hringja og reyn t að ná sam bandi við ákærða. Hann hafi ekki svarað. Brotaþoli hafi beðið fyrir utan hótelið í einn dag. Að endingu hafi eldri kona aðstoðað brotaþola og farið með hana á lögreglustöð. Hafi lögregla greitt fyrir nótt á hóteli fyrir brotaþola. Brotaþola hafi liðið mjög illa eftir árásina. Hafi hún glímt við þunglyndi, kvíða og ofsahræðslu. Eftir að til Íslands kom hafi brotaþoli leitað á slysadeild vegna áverkanna. Ákærði hafi hringt í brotaþola daginn eftir komuna heim og beðist afsökunar. Brotaþoli lýsti því að hún og ákærði hefðu bæði verið kærustupar og neyslufélagar í þá 6 til 7 mánuði sem þau hefðu verið saman. Brotaþoli kvaðst ekki hafa greint lögre g lu í Frakklandi alveg rétt frá atvikum því hún hafi viljað vernda ákærða. Þegar brotaþoli hafi gefið skýrslu hjá lög reglu hér á landi hafi brotaþola ekki liðið vel og verið að átta sig á málinu. Sérfræðilæknir sem gaf út læknisvottorð vegna brotaþola kom fyrir dóminn og lýsti nánar áverkum hennar . Lýsti hann því að flestir áverkar brotaþola hefðu verið ferskir. Aðrir hafi verið gulir og því eldri. Vitnið hafi sjálft skoðað brotaþola . Hafi lýsing brotaþola á tilkomu áverkanna komið heim og saman við áverkana. Til að mynda hafi mar á upphandlegg náð allan hringinn. Slíkur áverki kæmi vart nema haldið væri fast um handle gginn. Grunur hafi verið um los á endajaxl og brotaþoli farið til kjálkasérfræðings vegna þess. Réttarmeinafræðingur sem ritaði matsgerð vegna áverka brotaþola gaf skýrslu fyrir dómi. Fram kom að talsvert högg þyrfti til að valda þeim áverkum er brotaþ oli hafi greinst með. Hafi hörð spörk eða tök þurft til. 5 Niðurstaða: Ákærði neitar sök. Kveðst hann ekki hafa verið valdur að þeim áverkum brotaþola er í ákæru væri lýst. Hefur hann viðurkennt að hafa verið á sama hóteli og brotaþoli umrætt sinn en hann hafi farið af hótelinu áður en brotaþoli kom þangað eftir tónleika sem þau fóru á saman. Brotaþoli hefur lýst árás ákærða á sig á hótelinu í Marseille aðfaranótt sunnudagsins 17. júní 2018. Hefur hún lýst því hvernig ákærði hafi fyrirvaralaust kýlt hana með hnefa í andlitið og höfuð og í kjölfarið sparkað í hana þar sem h ún lá á gólfi hótelherbergisins. Læknisvottorð og skýrsla réttarmeinafræðin g s styrkja þennan framburð brotaþola, en réttarmeinafræðingur hefur borið að staðsetning áverka brotaþola og umfang bendi til þess að þ eir hafi verið veitt ir með höggum eða spörkum. Þá hefur sérfræðilæknir staðhæft að marblettur á upphandlegg sé eftir handtak. Þessu til viðbótar liggja fyrir í gögnum málsins skýrslur lögreglunnar í Marseille í Frakklandi, sem sönnunargildi hafa í þessu máli. Samkvæmt þeim var lögregla kölluð til vegn a hávaða úr íbúð ákærða og brotaþola. Kemur fram að starfsmaður hótelsins hafi séð ákærða veitast að brotaþola með höggum og spörkum. Hafi ákærði yfirgefið hótelið og verið farinn er lögreglu bar að garði. Samkvæmt því sem að framan greinir er framburður ákærða , um að hann hafi yfirgefið hótelið áður en brotaþoli kom þangað aftur eftir tónleikana , ótrúverðugur. Er hafið yfir allan vafa að ákærði veittist að brotaþola umrætt sinn og olli þeim áverkum er í ákæru greinir. Brotaþoli hefur ekki borið um að ákæ rði hafi tekið hana hálstaki, og verður ekki fyrir það sakfellt. Ákærði var með dómi Hérað s dóms Reykjavíkur í máli nr. 510/2019, sem upp var kveðinn 27. febrúar 2019, m.a. sakfelldur fyrir heimilisofbeldi gagnvart brotaþola. Var þar um að ræða atvik skömmu eftir það sem hér er til meðferðar. Ákærði áfrýjaði ekki þeim dómi. Í málinu er ákærða gefið að sök heimilisofbeldisbrot á hóteli í Marseille í Frakklandi. Í ákæru er þessi háttsemi talin varða við 1. mgr. 218. gr. b laga nr. 19/1940. Er háttsemi ákærða jafnframt refsiverð að frönskum lögum, sbr. grein 222 - 13 í frönsku hegningarlögunum. Með því er fullnægt skilyrðum 2. tl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1940. Með hliðsjón af öllu framangreindu v erður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í júní 199 2 . Hann á að baki sakaferil allt frá árinu 2011. Hefur hann sjö sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, lögum um ávana - og fíkniefni og vopnalögum. Brot ákærða nú eru framin fyrir uppsögu þriggja refsidóma. Er þa r í fyrsta lagi um að ræða refsidóminn frá 27. febrúar 2019, þar sem ákærði var dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Ákærði var næst dæmdur 26. júní sama ár í 6 ára fangelsi fyrir tilra un til manndráps. Loks var ákærði 6 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi 3 . mars 2020. Verður refsing því ákveðin með hliðsjón af 78. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 77. gr. sömu laga. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Af hálfu brotaþola er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 1.500.000 krónur, auk vaxta. Ákærði hefur með ólögmætri og saknæmri háttsemi sinni valdið brotaþola miskatjóni. Er tjónið umtalsvert , en ákærði skildi brotaþola eftir peningalausa og símala usa í Frakklandi. Þurfti brotaþoli að gista undir berum himni eina nótt af þessum sökum. Skaðabætur þykja hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti, málsvarnar laun skipaðs verjan da , verjanda á rannsóknarstigi og þóknun réttargæslumanns brotaþola, svo sem í dómsorði greinir. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanns hefur verið litið til virðisaukaskatt s . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Lína Ágústsdóttir aðstoð arsaksóknari. Sím o n Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 4 mánuði . Ákærði greiði A 1.200.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. júní 2018 til 26. nóvember 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 2.338.301 krónu í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns , 929.380 krónur , þóknun Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns sem verjanda á rannsóknarstigi, 272.929 krónur , og þóknun réttargæslumanns brotaþola , Evu Dóru Kolbrúnardóttur lögmanns, 965.092 krónur . Símon Sigvaldason --------------------- --------------------- --------------------- Rétt endurrit staðfestir, Héraðsdómi Reykjavíkur, 2 2 . febrúar 202 1