1 Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 25. febrúar 2021 Mál nr. E - 3800 / 2018 : Þrotabú Sameinaðs S í l i kons ehf. ( Geir Gestsson lögmaður) gegn Ernst & Young ehf. og Rögnvaldi Dofra Péturssyni ( Tómas Jónsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 29. janúar 2021, var höfðað 2. nóvember 2018 af þrotabúi Sameinaðs S í l i kons hf., gegn Ernst & Young ehf., Borgartúni 30 í Reykjavík, og Rögnvaldi Dofra Péturssyni, Bollagörðum 27 á Seltjarnarnesi. Stefnandi krefst þess aðalleg a að stefndu verði gert að greiða honum óskipt 405.280.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. janúar 2017 til þingfestingardags, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefndu verði gert að greiða stefnanda óskipt 397.280.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. janúar 2017 til þingfestingardags, en með dráttarvöxtum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu. Stefndu krefjast aðallega sýknu, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Með úrs kurði Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2019 var kröfu stefndu um frávísun málsins hafnað. I Helstu málsatvik Mál þetta varðar sérfræðiskýrslu sem stefndi Rögnvaldur Dofri gaf út 29. desember 2016 í tengslum við hlutafjárhækkun í Sameinuðu S ílikoni hf. Á hluthafafundi í félaginu 3. nóvember sama ár var samþykkt að auka hlutafé í félaginu og að hollenska félaginu, USI Holding B.V. , væri heimilt að skrá sig fyrir 405.280.000 hlutum í félaginu gegn greiðslu á öllu hlutafé í Geysi Capita l ehf. Í samræmi við þetta afsalaði USI Holding B.V. öllum hlutum í Geysi Capital ehf. til Sameinaðs S ílikons hf. með áskriftarsamningi 6. desember 2016 , en jafnframt liggur fyrir kaupsamningur vegna þessa frá 1. sama mánaðar . 2 Í sérfræðiskýrslunni var staðfest að eðlilegt vær i að meta og bókfæra allan eignarhlut í Geysi Capital ehf. að nafnverði 25.500.000 krónur á 405.280.000 krónur við hlutafjár aukningu na og að verðmæti þau sem lægju til grundvallar sv öruðu að minnsta kosti til þeirrar fjárhæðar sem hlutafjáraukningunni n æmi . Til stuðnings þessu sagði í skýrslunni að virði Geysis Capital ehf. hefði verið metið af ráðgjafa r sviði stefnda Ernst & Young ehf. á grundvelli leigusamnings félagsins vegna útleigu lóðarinnar að Stakksbraut 9 í Reykjanesbæ, sem félagið væri þinglýstur e igandi að, að teknu tilliti til áætlaðs rekstrarkostnaðar og skatta og hæfilegrar ávöxtunarkröfu. Þá 5,2 m EUR. Miðað við geng i á EUR þann 6. desember 2016 (118,45), þegar ásk riftarsamningur að nýju hlutafé í félaginu var samþykktur á grundvelli samþykktar hluthafafundar þann 3. nóvember 2016, svarar það til 437,6 Lóðin að Stakksbraut 9 og Geysir Capital ehf. Félagið S takksbraut 9 ehf. keypt i umrædda lóð af Reykjanes höfn 18. apríl 2012 og var kaupverðið 200.000.000 króna. Kaupin munu að mestu leyti hafa verið fjármögnuð með lán i frá Arion banka hf. Samkvæmt kaup samningnum voru innifalin í verðinu öll gjöld nema lóðar - og gatnagerðargjöld til sveitarfélagsins sem skyldu greiðast samkvæmt s érstökum s amningi sem yrði gerður samhliða kaupsamningnum. Fyrir liggur samningur á milli Stakksbrautar 9 ehf. og Reykjaneshafnar frá 18. apríl 2012 sem varða r bæði greiðslu lóðargjalda , þar með talið gatnagerðargjalda, og verkefni sem Reykjaneshöfn tók að sér sem verktaki og l aut að framkvæmdum á lóðinni, svo sem jarðvegsskiptum. Gert var ráð fyri r því að Stakksbraut 9 ehf. skyldi greiða Reykjaneshöfn samtals 362.100.000 krónur, en þar af skyldu 100.000.000 króna greiddar 30. desember 2012, 15. apríl 2013 og 15. apríl 2014, og loks 62.100.000 krónur 15. október 2014. Hinn 4. september 2013 voru allir hlutir í Stakksbraut 9 ehf. seldir USI Holding B.V. og var kaupverðið 500.000 krónur. Þ á seldi Stakksbraut 9 ehf. félaginu Geysi Capital ehf., sem var einnig í eigu USI Holding B.V . , fyrrgreinda lóð á 225.000.000 króna með kaupsamningi 15. september 2013 . Gert var ráð fyrir því að greitt yrði fyrir lóðina með yfirtöku láns frá Arion banka se m nam 200.000.000 króna og með peningagreiðslu sem nam 25.000.000 króna. Fram kom að það væri skilyrði kaupanna að Arion banki hf. heimilaði yfirtöku lánsins og að ráðist yrði í framkvæmdir við fyrirhugað kísilver á lóðinni innan árs frá undirritun samning sins. Afsal þar sem fram kemur að afsalshafi hafi að fullu staðið við skyldur sínar samkvæmt kaupsamning num var gefið út 15. september 2014. 3 Samningar í aðdraganda stofnunar Sameinaðs Sílikons hf. og stofnun félagsins Það liggur fyrir að 14. febrúar 2014 gerðu USI Holding B.V. og Silicon Mineral Ventures B.V. með sér sameiginlegan fjárfestinga r samning sem varðaði uppbyggingu og rekstur kísilverksmiðju í Helguvík. Fjallað var um framlag hvors aðila í grein 2 og sagði með al annars í grein 2.1. hvað varðar framlag USI Holding B.V. að lóðin að Stakksbraut 9 hefði verið keypt og að aflað hefði verið leyfis til að nota höfnina. Fjallað var um framlag Silicon Mineral Ventures B.V. í grein 2.2. og átti það einkum að felast í söl utryggingu á framleiðslu fyrirhugaðrar kísil verksmiðju , en samningur um það hafði þegar verið gerður. Hinn 31. janúar 2014 var gerður samningur á milli Stakksbrautar 9 ehf. og Silicon Mineral Ventures B.V. um einkasölu og sölutryggingu á framleiðslu verks miðjunnar gegn greiðslu með hlutabréfum í Sameinuðu S ílikoni hf. Á þessum grunni mun Silicon Mineral Ventures B.V. hafa gefið út reikning sem nam 1.500.000 evrum sem skyldi umbreyta í hlutabréf í Sameinuðu S ílikoni hf. Reikningur vegna þessa, sem er stílað ur á Geysi Capital ehf. og er frá 23. maí 2014 er meðal gagna málsins. Í bókhaldi Geysis Capital ehf. mun umrædd skuldbinding hafa verið færð sem eign að verðmæti 1.500.000 evrur og samsvarandi skuld við Silicon Mineral Ventures B.V Þ að liggur fyrir að með samningi Geysis Capital ehf., Silicon Mineral Ventures B.V. og Kísils Íslands hf. frá 31. október 2016 voru skuldbindingar samkvæmt þessum samningi framseldar síðastgreindu félagi . Í samningnum r. 231.000.000 í bókhaldi Geysis, sem er krafa á hendur SMV um að veita efnislega sambærilega skuldbindingu um sölu væntanlegra r framleiðslu í þágu Sameinaðs S ílikons hf . vegna þriggja viðbótarofna með sömu framleiðslugetur og sá fyrsti í Helguvík á Íslandi. KÍ samþykkir að taka yfir samsvarandi skuld við SMV á grundvelli Samnings þessa, samnings milli SMV, USI Holding B.V. og Geysis dagsetts 17. september 2014 og fundargerðar aðalfundar Geysis sem haldinn var 15. apríl 2015. SMV samþykkir umrætt fram Hinn 17. febrúar 2014 var Sameinað S ílikon hf. stofnað í þeim tilgangi að byggja og gangsetja kísilverksmiðju í Helguvík. Stofnendur voru USI Holding B.V. og Silicon Mineral Ventures B.V. í gegnum félagið United Silicon Holding B.V. Fyrir liggur hluthafasamkomulag frá 9. júní 2014 þar sem meðal annars e r fjallað um framlög beggja aðila og skuldbindingar. Þar kemur fram að USI Holding B.V. h a fi í gegnum dótturfélag sitt, Stakksbraut 9 ehf., lokið tiltekinni vinnu til að h rinda verkefninu í framkvæmd og skuldbindi sig til að tryggja að Sameinað Sílikon ehf. geti nýtt lóðina undir verkefnið, með leigusamningi eða öðrum hætti, sbr. e - , f - og g - liði inngangsorða samkomulagsins. Þá k emur fram að Silicon Mineral Ventures hefði t ekið að sér að selja og markaðssetja vöruna sem yrði framleidd í samræmi við samning um sölutryggingu frá 31. janúar 2014 , sbr. h - lið inngangsorða samkomulagsins. 4 Leigusamningur vegna Stakksbrautar 9 Hinn 15. júlí 2014 gerðu Sameinað S ílikon hf. og Geys ir Capital ehf. leigusamning um lóðina. Leigutaka, Sameinuðu S ílikoni hf., bar að greiða 25.000 evrur í mánaðarleigu og skyldi leigan taka breytingum til hækkunar í samræmi við þróun á vísitölu neysluverðs á e vrusvæðinu eða hækka um 2,5% á ári hvort sem læ gra er, sbr. greinar 5.1 og 5.3 í samningnum. Leigutími skyldi vera 60 ár frá því að lóðin væri afhent í umsömdu ástandi. Gert var ráð fyrir sjálfkrafa framlengingu leigusamnings um fimm ára tímabil í senn væri ekki tilkynnt um annað, en einnig var tekið f ram að samningurinn væri óuppsegjanlegur á leigutíma og yrði aðeins slitið með gagnkvæmu samkomulagi leigusala og leigutaka, sbr. greinar 2.1 og 2.2. Fram kom í grein 1.3 að leigutaka væri ljós sú forsenda leigusala að ráðast þyrfti í umtalsverðar framkvæm dir á lóðinni vegna starfsemi leigutaka, sem og að greiða þyrfti gatnagerðargjöld, tengigjöld og önnur lóðargjöld til varðandi framkvæmdir á lóð og greiðslu á fyrrgrei ndum gjöldum og krefja leigutaka um greiðslur Hinn 14. nóvember 2014 greiddi Geysir Capital ehf. upp lánið við Arion banka hf. sem hafði verið yfirtekið við kaup félagsins á lóðinni rúmu ári áður. Þetta v ar gert á grundvelli nýs lánasamnings við bankann sem var að andvirði 1.500.000 evrur. Sama dag var g erður viðauki við leigusamninginn frá 15. júlí 2014. Þar var vísað til þess að leigutaki hefði tekið lán hjá Arion banka hf. 3. júlí 2014 sem nam 42.000.000 evr a sem skyldi endurgreiða með nánar tilteknum hætti. Leigusali tæki lán hjá Arion banka hf. 14. nóvember, eða þar um bil, að fjárhæð 1.500.000 evrur sem skyl di endurgreitt með 17 hálfsársgreiðslum yfir átta og hálfs árs tímabil, sbr. ákvæði 6.1 í lánasamningi leigusala og Arion banka. Með vísan til þessa var eftirfarandi samþykkt: leigutaki einun gis greiða þann hluta leigu samkvæmt lóðarleigusamningnum til leigusala sem nemur greiðslum samkvæmt lánasamningi leigusala og á þeim dögum sem leigutaka ber að inna slíkar greiðslur af hendi. Sá hluti leigu samkvæmt lóðarleigusamningnum sem ekki kemur til greiðslu með framangreindum hætti skal mynda skuld leigutaka við leigusala. Skuld sú sem myndast með þessum hætti skal bera vexti sem skulu vera þeir sömu og vextir samkvæmt lánasamningi leigutaka. Framangreint fyrirkomulag skal gilda þar til lán samkvæmt lánasamningi Sjá má af ársreikningi Geysis Capital ehf. 2015, sem og árshlutareikningi og ársreikningi 2016 að leiga er tekjufærð og viðskiptafærð. Leigan myndar þannig kröfu í bókhaldi Geysis Capital ehf., en skuld hjá Sam einuðu sílikoni ehf. Mat stefnda Ernst & Young á virði Geysis Capital ehf. Það liggur fyrir að haustið 2016 öfluðu forsvarsmenn Geysis Capital ehf. mats á virði félagsins frá stefnda Ernst & Young. Matið er dagsett 10. október 2016 og var unnið af Guðj óni Norðfjörð, 5 sviðsstjóra ráðgjafarsviðs félagsins. Þar kemur fram að félagið eigi lóð að Stakksbraut 9 og hafi gert leigusamning við Sameinað S ílikon hf. um leigu hennar. Þá segir að forsendur útreiknings séu eftirfarandi: Leigutekjur eru EUR 25.000 á mánuði eða EUR 300.000 á ári . Gert er ráð fyrir að til hækkunar í samræmi við þróun á vísitölu neysluverðs á Evrusvæðinu eða hækka um 2,5% á ári hvort sem lægra e 1,5% . 58 ár eftir af leigusamningnum . Annar rekstrarkostnaður samanstendur af fasteignagjöldum og aðkeyptri þjónustu og nemur um 3,5% af tekjum félagsins.Tekjuskattur reiknast 2 0% af hagnaði ársins. - 6,5% og er tekið fram að ekki hafi verið framkvæmdir nákvæmir útreikningar á ávöxtunarkröfu félagsins. Miðað við þessar forsendur . total value) væri á bilinu 4,7 sagði að einnig væri hægt að meta heildarvirði félagsins með því að gera ráð fyrir 300.000 evrum um ókomna framtíð og með sömu ávöxtunarkröfu væri heildarvirði félagsins 4,7 5,1 m EUR. Ákvörðun um hlutaf járhækkun í Sameinuðu S ílikoni hf. og sérfræðiskýrslan Hinn 3. nóvember 2016 var haldinn hluthafafundur í Samein uðu S ílíkon i hf. og þar sem samþykkt var að hækka hlutafé félagsins að hámarki um andvirði 16.000.000 evra. Fram kemur í fundargerð að USI Holding B.V. skuli vera heimilt að skrá sig fyrir hlutafé sem nemi 405.280.000 krón um með greiðslu á öllum hlutum í Geysi Capital e hf. Hinn 1. desember 2016 var gengið frá samningi um kaup Sameinaðs S ílíkon s hf. á öllum hlut um í Geysi Capital . Þá var gengið frá áskriftarsamningi þar sem USI Holding var skráð fyrir hinum nýju hlutum í S ameinuðu S ílikoni hf. 6. desember 2016. Hin umdeilda sérfræðiskýrsla sem unnin var af stefnda Rögnvaldi Dofra lá eins og áður greinir fyrir 29. desember 2016. Þá var t ilkynning um h lutafjárhækkun móttekin af fyrirtækjaskrá 17. janúar 2017 og með henni fylgdi sérfræðiskýrsla n. Á þeim tíma sem s érfræðiskýrslan var unnin lá fyrir óendurskoðaður árshlutareikningur Geysis Capital ehf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. október 2016 sem var undirritaður af stjórn félagsins 16. nóvember sama ár. Fram kemur í reikningnum að stefndu hafi veitt faglega að stoð við gerð hans og er áritun þessa efnis undirrituð af stefnda Rögnvaldi Dofra. Samkvæmt reikningnum nam hagnaður uppgjörstímabilsins eftir reiknaða skatta 40.567.564 krónum . Þá kom fram að skuldir næmu samtal s 418.070.218 krónum, en þar af væru vaxtabe randi langtímaskuldir 200.818.259 krónur. Þá væru eignir, sem samanstóðu af lóðinni af Stakksbraut 9 að fjárhæð 225.000.000 króna, og veltufjármunum að fjárhæð 273.737.456 krónur , samtals 498.737.456 krónur. Þessu til samræmis kom fram í áritun og skýrslu stjórnar að hrein eign félagsins á þeim tíma sem um ræddi næmi 80.667.238 krónum. Ársreikningur vegna 2016 lá fyrir 21. september 2017 eða tæpum níu mánuðum eftir að sérfræðiskýrslan var unnin . Samkvæmt ársreikningnum nam hagnaður ársins eftir reiknaða skatta 6 14.199.421 krónum . Heildareignir félagsins voru í árslok 686.627.418 krónur, sem grein a st þannig að varanlegir rekstrarfjármunir voru að fjárhæð 378.602.400 krónur, óefnislegar eignir 231.000.000 krónur og veltufjármunir 77.025.018 krónur. Í ársre ikningnum kemur fram að skuldir nemi samtals 632.328.323 krónum, en þar af voru langtímaskuldir annars vegar vaxtaberandi skuldir sem námu 196.338.831 krónu og hins vegar tekjuskattsskuldbinding sem nam 6.594.014. Þá voru skammtímaskuldir sem námu 429.395 .488 krónum að mestu viðskiptaskuldir að fjárhæð 427.939.708 krónur. Bókfært eigið fé í árslok 2016 var 54.299.095 krónur. Samruni Sameinaðs S ílikons hf. og Geysis Capital ehf. Á stjórnarfundi í Sameinuðu S ílikoni hf. 20. nóvember 2017 var tekin endanleg ákvörðun um samruna félagsins og Geysis Capital ehf. Á ætlun um samruna nn er frá 27. júní 2017 og s egir meðal annars í forsendum að með sameiningu félaganna ve rði eignarhald Sameinaðs S ílikons hf. á athafnasvæðinu beint . Samruninn var samþykktur af stjórn Sameinaðs S ílikons hf. , sem og á hluthafafundi í Geysi Capital ehf. og var tilkynning birt í Lögbirtingablaðinu 24. ágúst 2017. Tilkynning um að Sameinað S ílikon hf. hefði sameinast og tekið yfir Geysi Capital ehf. var send hlutafélagaskrá 20. nóvember 2 017 , sbr. 128. gr. laga nr. 2/1995. Minnisblað KPMG og matsgerð dómkvadds matsmanns Af hálfu stefnanda var aflað minnisblaðs frá KPMG ehf. vegna framangreinds virðismat s stefnda Ernst & Young ehf. á Geysi Capital ehf. Fram kemur í minnisblaðinu að félagi ð hafi útreikninga KPMG er að heildarvirði félagsins sé á bilinu 4,5 4,9 m EUR athugasemdir við nokkrar forsendur mats stefnda Ernst & Yo ung ehf. , svo sem hvað varðar á r og s t yðjist við ársreikning 2016 , þar með tali ð skuldir sem þar sé gerð grein fyrir. Komist er að þeirri niðurstöðu 5,2 m EUR hefði virði eigin fjár átt að vera metið á bilinu 8 Undir rekstri málsins var Erlendur Davíðsson dómkvaddur sem matsma ður að beiðni stefndu til að leggja mat á verðmæti Geysis Capital ehf. 29. desember 2016 þegar sérfræðiskýrslan var unnin. Í matsgerð hans frá 23. janúar 2020 var komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli ársreikninga félagsins og annarra upplýsinga, sem og á grundvelli forsendna matsmanns, að virði og eðlilegt kaupverð alls hlutafjár í Geysi Capital ehf. hefði verið á bilinu 205.000.000 króna til 291.000.000 króna á þeim tíma sem um ræðir. Fram kemur í matsgerðinni að stærsti óvissuþátturinn við mat á rekst rarvirði félags sé ávöxtunarkrafan sem hafi veruleg áhrif á niðurstöðuna. Þá hafi rekstrarkostnaðarhlutfall og árleg hækkun leigutekna einnig nokkur áhrif. Aðrir þættir, til dæmis 7 skuldir tengdar sölutryggingu og skuldbindingar vegna lóðagjalda, vegi jafnf ramt þungt við mat á virði hlutafjár. Einnig var gerð grein fyrir næm n igreiningum og er í matsgerð að finna töflur sem sýna annars vegar næm n i niðurstöðu fyrir vegnum fjármagnskostnaði og rekstrarkostnaðarhlutfalli , en hins vegar næm n i niðurstöðu fyrir veg num fjármagnskostnaði og árlegri hækkun leigutekna. I I Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi leggur áherslu á að s amkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög skuli greiðsla hlutar fyrir hlutafjárhækkun í einkahlutafélagi ekki nema m inna en nafnverði hans . Þá komi fram í 1. mgr. 6. gr. laganna að eigi hlutafélag að taka við greiðslu með öðru en peningum skuli sérfræðiskýrsla fylgja til fyrirtækjaskrár og skuli hún hafa að geyma yfirlýsingu um að greiðsla með öðru en peningum sé a.m.k. jafnverðmæt peningagreiðslu, s br. 7. gr. laganna. Framlagning sérfræðiskýrslunnar hafi því verið forsenda þess að hlutafjárhækkun yrði skráð af hálfu fyrirtækjaskrá r. Beri s tefndu sem sérfræð ingar ábyrgð á því berist fullnægjandi greiðsla ekki s amkvæmt 1. mgr. 16. gr. laganna , en sú staða sé uppi í þessu máli . Sérfræðiskýrsla n hafi verið byggð á því að verðmæti lóðarinnar við Stakksbraut 9 hafi margfaldast á innan við tveimur árum, alfarið v egna samninga milli tengdra aðila sem hafi ekki verið efndir. S takksbraut 9 ehf. hafi keypt lóðina af Reykjanesbæ á 200.000.000 kr ón a 18. apríl 2012, alfarið með lánsfjármögnun frá Arion banka hf. og að teknu tilliti til áhvílandi lána hafi verðmæti lóðari nnar ekkert verið . Þá hafi USI Holding B.V. keypt alla hluti í Stakksbraut 9 ehf. á 500.000 krónur 4. september 2013 , en síðastgreint félag hafi sel t lóðina á 225.000.000 króna 15. sama mánaðar til systurfélags síns Geysis Capital ehf . Lánið við Arion bank a hf. hafi verið yfirtekið af Geysi Capital ehf. en 25.000.000 kr óna peningagreiðsla aldrei verið greidd. Verðmæti lóðarinnar hafi ekki aukist við að hún væri færð til systurfélags . Ritað hafi verið undir leigusamning milli Geysis Capital ehf. og hins nýstofnað a rekstrarfélags, Sameinaðs S ílikons hf., vegna lóðarinnar 15. júlí 2014 , en l eigugreiðslur hafi aldrei verið greiddar s amkvæmt samningnum . Með viðauka 14. nóvember 2014 hafi leigugreiðslur Sameinaðs S ílikons hf. verið takmarkaðar við greiðslubyrð i Geysis Capital ehf. af láni til Arion banka í átta og hálft ár eftir undirritun samningsins. Aldrei hafi verið greitt af því láni . Samkvæmt ársreikningi 2016, sem stefndu hafi aðstoðað við, hafi Geysir Capital ehf. við lok þess árs verið á barmi ógjaldfæ rni vegna þess að engar leigugreiðslur höfðu borist . Á árinu 2017 hafi Geysir Capital ehf. r unnið inn í Sameinað S ílikon hf. Við samrunann hafi l eigusamningur milli félaganna f allið úr gildi þar sem réttindi og skyldur leigusala og leigutaka runn u saman. Þá hafi loks rekstri og eignarhaldi á lóð inni aftur verið komið á sömu hendi, þ.e. í hendur Sameinaðs S ílikon s hf. Samkvæmt þessu hafi USI Holding B.V. búið sér til a.m.k. 405.280.000 kr óna verðmæti, alfarið með löggerningum milli tengdra aðila á milli áranna 2012 og 2014. Eina greiðslan sem 8 virðist raunverulega hafa farið fram á grundvelli viðskiptanna hafi verið 500.000 króna greiðsla hinn 4. september 2013 vegna kaupa USI Holding B.V. á öllum hlutum í Stakksbraut 9 ehf. Hefðu lóðin og reksturinn áfram verið í einu og sama félaginu, Stakksbraut 9 ehf., hefði hin meinta verðmætaaukning aldrei orðið til . Með því að aðskilja rekstur frá eignarhaldi á lóð, gera leigusamning um lóðina milli tengdra aðila og sameina aftur lóð og rekstur í öðru félagi hafi tek ist að margfalda verðmæti lóðarinnar án þess að greiða fyrir það. Hugmyndin virðist hafa verið að gera fyrst leigusamninginn og svo renna leigusala og leigutaka saman áður en til greiðslna s amkvæmt samningnum kæmi. F orsenda þess að viðskiptaflétta n gengi u pp hafi verið að endurskoðandi t æ ki þátt í henni og staðfesti verðmætaaukningu vegna gerninga milli tengdra aðila. Hafi háttsemi stefndu gert USI Holding B.V. kleift að eignast 405.280.000 hluti í Sameinuðu S ílikoni hf. án þess að raunveruleg verðmæti væru látin af hend i . Með þessu hafi stefndu valdið stefnanda tjóni sem nemi 405.280.000 krónum. Horfa verði fram hjá lóðarleigusamningum milli tengdra aðila þegar metið sé verðmæti hluta í Geysi Capital e hf. Líta verður svo á að verðmæti lóðarinnar hafi numið að hámarki 200.000.000 kr óna sem hafi verið kaupverðið þegar lóðin var keypt af ótengdum aðila, Reykjanesbæ, 18. apríl 2012. Geysir Capital ehf. hafi þannig verið verðlaust, að teknu tilliti til áhvílandi skulda. Raunverðmæti ð megi einnig sjá af því að USI Holding B.V. hafi einungis greitt 500.000 krónur fyrir alla hluti í Stakksbraut 9 ehf. á meðan lóðin hafi enn verið í félaginu með áhvílandi skuldum. Byggt er á því að stefndu beri óskipta bótaábyrgð á tjóni stefnanda á grundvelli almennu skaðabótareglunnar og hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi við gerð sérfræðiskýrslunnar . Því til stuðnings er vísað til þess að í skýrslu stefnda Rögnvalds Dofra hjá skiptastjóra 30. maí 2018 hafi í fyrsta lagi komið fram að til hefði staðið að sameina Geysi Capital ehf. og Sameinað S ílikon hf. , a.m.k. frá apríl 2015. Hafi endurskoðandanum þannig verið ljóst eða mátt vera ljóst að réttindi og skyldur samkvæmt leigusamningnum myndu renna saman löngu áður en k æmi til greiðslu samkvæmt honum. Þá hafi endurskoðandinn staðfest að engar leigugreiðslur hefðu verið greiddar Geysi Capital ehf . Hafi félagið þannig aldrei átt að hagnast á leigusamningum fyrir samrunann , en samt sem áður hafi í sérfræðiskýrslunni verið gert ráð fyrir því að leigusamningur i nn margfaldaði verðmæti félagsins. Í þriðja lagi hafi endurskoðandinn staðfest að sömu aðilar hefðu komið fram fyrir hönd Geysis Capital ehf. og Sameinaðs S ílikons hf, en það hefði gefið tilefni til sérstakrar aðgæslu við gerð verðmatsins . Í fjórða lagi hafi stefndi verið endurskoðandi Stakksbrautar 9 ehf., Geysis Capital ehf. og Sameinaðs S ílikons hf. frá 2013 og hafi hann því haft fullkomnar upplýsingar um fjárhag og framtíðaráform allra félaga nna . Hefði verðmæti leigusamningsins raunverulega verið í sa mræmi við sérfræðiskýrsluna við lok árs 2016 hefði borið að geta samsvarandi leiguskulda í endurskoðuðum ársreikningum Sameinaðs S ílikons hf. , sbr. 14. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga , en ekki hafi verið minnst á slíkt þar. Þá hafi leigusamningarnir ek ki heldur verið eignfærðir í óendurskoðuðum ársreikningum Geysis Capital ehf. 9 Tekið er fram að samþykki hluthafafundar Sameinaðs S ílikons hf. fyrir því að greitt yrði fyrir hluti samkvæmt hlutafjárhækkun in ni með öllum hlutum í Geysi Capital ehf. , sem og s kjalagerð vegna viðskiptanna, haf i verið lokið áður en sérfræðiskýrslu nnar var aflað . Virðist endurskoðandinn hafa staðfest fyrirframgefnar verðhugmyndir viðskiptamanna sinna, án raunverulegrar skoðunar á verðmæti Geysis Capital ehf. og þannig sýnt af sér stórfellt gáleysi. Lögð er áhersla á að endurskoðendur verði a ð vinna sjálfstætt, sbr. 6. og 7. gr. laga nr. 2/1995, og gæta óhæðis gagnvart viðskiptamönnum, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Þá skuli endurskoðendur rækja störf sín af kostgæfni og samviskusemi í hvívetna , sbr. 8. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur , auk þess sem þeir beri refsiábyrgð sem opinberir sýslunarmenn, sbr. 158. gr. alm ennra h egningarlaga nr. 19/1940. Það sé s érstaklega þýðingarmikið að endurskoðendur sýni aðgæslu við gerð sérfræðis kýrslna um verðmæti greiðslna fyrir hlutafé , enda sé rétt skráning hlutafjár grundvallarforsenda fyrir starfsemi hlutafélaga og reiði ýmsir sig á réttmæti sérfræðiskýrsl na. Það sé nær öruggt að tjón hljótist af sé verðmæti greiðslu með öðru en peningum ofm etið af endurskoðanda. Hvað varðar sönnun á tjóni stefn anda beri stefndu sem sérfræðingar sönnunarbyrði fyrir réttmæti eigin sérfræðiskýrslu. Staðfest hafi verið í dómaframkvæmd að löggiltir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki þeirra beri óskipta áby rgð á tjóni sem sé valdið í endurskoðunarstörfum . S tefndi Ernst & Young ber i vinnuveitandaábyrgð á hinni skaðabótaskyldu háttse mi stefnda Rögnvalds Dofra , sem og á því verðmati Guðjóns Norðfjörð sem haf i legið að hluta til grundvallar sérfræðiskýrslu nni. Hið sama gildi um alla framsetningu upplýsinga um verðmæti Geysis Capital ehf. og leigusamninga í ársreikningum. Samkvæmt 2 7. gr . laga nr. 79/2008 beri endurskoðandi ábyrgð á tjóni sem hann eða starfsmenn hans valda í störfum sínum af ásetningi eða gáleysi . Hvað varðar sakarmat og sönnun séu ríkar kröfur gerðar til sérfræðinga þannig að hliðrað sé til um sönnun tjónþola í vil, þ ar með talið um orsakatengsl milli mistaka sérfræðings og tjóns tjónþola. Aðalkrafa stefnanda er byggð á því að greiðslu sem nemi 405.280.000 króna vanti alfarið í sjóði þrotabúsins . V erðmæti Geysis Capital ehf. hafi ekki aukist við gerð leigusamning s við tengda aðila og hafi félagið verið verðlaust þegar sérfræðiskýrslan var unnin. Með skýrslunni hafi USI Holding B.V. verið gert kle ift að eignast 405.280.000 hluti í Sameinuðu S ílikoni hf. án þess að láta af hendi raunveruleg verðmæti í staðinn og sé tjón stefnanda því samsvarandi. Varakrafa stefnanda miðast við að verðmæti allra hluta í Geysi Capital ehf. hafi numið 8.000.000 króna þegar sérfræðiskýrslan var gerð. Miðað er við neðri mörk samkvæmt fyrirliggjandi verðm a ti KPMG og að stefndu hafi ofmetið verðmæti hlutanna um 397.280.000 krónur , en tjón stefnanda nemi þeirri fjárhæð. Í umræddu verðmati sé ekki horft fram hjá leigusamningi milli tengdra aðila, heldur gengið út frá efndum samningsins. Hins vegar séu gerðar aðrar athugasemdir við sérfræðiskýrslu stefndu. Þurfi vart að fjölyrða um að það sé stórfellt gáleysi 10 af hálfu löggilts endurskoðanda við gerð sérfræðiskýrslu um verðmat á hlutum að draga ekki frá skuldir félagsins að fullu, vanáætla kostnað og reikna ekki út ávöxtunarkröfu í 58 ár . Við munnlegan málflutning lagði stefnandi meðal annars áherslu á að fyrirliggjandi gögn sýndu slæma fjárhagslega s töðu Geysis Capital ehf., sem og Sameinaðs S ílikons hf. við árslok 2016 . Væri það til marks um að sérfræðiskýrslan hefði ekki haft að geyma réttar upplýsingar. Þá var því mótmælt að Geysir Capital ehf. hefði ekki skuldað Silicon Mineral Ventures B.V. um 23 1.000.000 króna á þeim tíma sem skipti máli. Í þeim efnum var vísað til þess að skuldin hefði ekki verið færð til Kísils Íslands hf. með gildum hætti, meðal annars þar sem þeir aðilar sem komu að viðkomandi samningi hefðu ekki haft umboð til þess að skuldb inda félögin. III Helstu málsástæður og lagarök stefnd u Stefndu byggja á því að það verðmat sem lá til grundvallar sérfræðiskýrslunni frá 29. desember 2016 hafi verið rétt. Þá hafi sérfræðiskýrslan í öllu tilliti verið rétt og að réttilega hafi verið staðið að hækkun hlutaf jár í Sameinuðu S ílikoni hf. 3. nóvember 2016, sem og að efndum áskriftarloforðs. Samþykkt hafi verið á hluthafafundi þann dag að U S I Holding B.V. væri heimilt að greiða fyrir hluti að nafnvirði 405.280.000 króna með öllum hlutum í G eysi Capital ehf. Þá hafi Sameinað S ílikon hf. keypt alla hluti í Geysi Capital ehf. af USI Holding B.V. með kaupsamningi 1. desember 2016. Kaupverðið, sem hafi numið 405.280.000 kr ón um , hafi verið greitt í samræmi við ákvörðun hlutahafafundarins með því að stefnandi hafi gefið út nýja hluti til USI Holding B.V. Byggt er á því að sérfræðiskýrsla stefn d u hafi verið í samræmi við 6. gr. laga nr. 2/1995 og þær skyldur sem á endursko ð endum hvíli , sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 79/2008 . Þar sé staðfest að hlutir í Geysi Capital ehf. svari a.m.k. til þeirrar fjárhæðar sem hlutafjáraukningunni nam. Gerð sé grein fyrir þeirri aðferð sem hafi verið notuð við matið með tilvísun til leigusamnings um lóðina að Stakksbraut 9 að teknu tilliti til áætlaðs rekstrarkostnaðar o g skatt a , sem og hæfilegrar ávöxtunarkröfu . Tekið hafi verið mið af verðmat i starfmanns stefnda Ernst & Young vegna hluta í Geysi Capital ehf. sem hafði verið unnið áður . Í ljósi takmarkaðra fyrirmæla í lögum nr. 2/1995 um hvernig sérfræðiskýrsla skuli úr garði gerð verði að ætla endurskoðendum allnokkurt svigrúm við val á þeim forsendum og aðferðum sem lagðar séu til grundvallar . Byggt hafi verið á forsendum sem hafi legið fyrir á þeim tíma sem um ræddi og hafi þeim ekki verið hnekkt. Ekkert bendi til þess að leigusamningur vegna lóðarinnar hafi verið haldinn ógildingarannmarka eða að ástæða hafi verið til að draga skuldbindingar gildi hans í efa. Líta verði til þeirra forsendna sem hafi legið fyrir við gerð skýrslunnar. Þær hafi fyrst og fremst verið bindandi leigusamningur um lóðina og jafnframt ákvörðun hluthafafundar Sameinaðs Sílikons hf. um kaup á hlutum í Geysi Capital ehf . Þá verði að horfa til þess eindregna skilyrðis Arion banka fyrir frekari lánveitingu, sem og skilyrðis 11 lífeyrissjóðanna fyrir frekari fjárveitingum, að Sameinað sílikon ehf. keypti alla hluti í Geysi Capital ehf . og tryggði sér lóðina að Stakksbraut 9. Ste fndu hafi stuðst við verðmat á fyrrgreindum leigusamningi sem hafi verið unnið skömmu áður af starfsmanni stefnda Ernst & Young og sem engin ástæða hafi verið til að draga í efa . Langtímaskuld Geysis Capital ehf . við Arion banka hf. hafi verið dregin frá á því gengi sem getið var um í skýrslunni og hafi skuldin numið um 191.000.000 króna. Samkvæmt árshlutareikningi G eysis Capital ehf . frá árinu 2016 hafi veltufjármunir verið um 58 . 5 00.000 krónum hærri en skammtímaskuldir sem hafi svo verið bætt við verðmæt i félagsins. Sé því ljóst að verðmæti Geysis Capital ehf . hafi verið hærra en sem nam nafnverðshækkun hlutafjár í stefnanda . Stefnandi horfi alfarið framhjá nokkrum mikilvægum atriðum. Hinn 31. október 2016 hafi verið gengið frá framsali á skuldbindingum vegna s amnings um sölutryggingu Silicon Mineral Ventures , sem hafi hvílt á Geysi Capital ehf., til Kísils Íslands hf. Frá þeim tíma hafi skuldbinding Geysis Capital ehf. vegna samningsins , sem nam 231.000.000 kr óna, ekki lengur hvílt á félag inu. Við gerð sérfræðiskýrslunnar hafi skuldbindingin því réttilega ekki verið dregin frá eignum félagsins . Samrunaefnahagsreikningur vegna samruna Geysis Capital ehf. og Sameinaðs S ílikon s hf. staðfesti að skuldbinding vegna sölutryggingarinnar hafi ekki verið tekin yfir af hinu sameinaða félagi . Þá hafi verið samið um það í leigusamningi Geysis Capital ehf. og Sameinaðs Sílikons að síðarnefndi aðilinn bæri ábyrgð á og greiddi skuldbindingar hins fyrrnefnda vegna lóðargjalda , þ.e. samkvæmt samningi við Rey kjaneshöfn frá 18. apríl 2012 . Hafi skuldir Geysis Capital ehf. því lækkað um 201 milljón króna. Samkvæmt þessu hafi skuldbindingar, sem voru hærri en 400.000.000 króna og stefnandi telur hafa verið til staðar , í reynd ekki hvílt á félaginu þegar sérfræðis kýrslan var gerð . Stefnandi geri þau grundvallarmistök í málatilbúnaði sínum að taka ekki mið af þessu. Þá hafi í ársreikningi Geysis Capital ehf. vegna 2016 verið gjaldfærður einskiptiskostnaður að fjárhæð 40 .500.0000 krónur sem hafi ekki haft áhrif á re kstrarhæfi félagsins til framtíðar. Minnisblað KMPG sé hins vegar byggt á þeirri röngu forsendu að rekstrarkostnaður af starfsemi félagsins hafi numið 25% af tekjum árið 2016. Um hafi verið að ræða einskiptiskostnað sem hafi verið færður til gjalda árið 2016 og eigi hið sama við um vaxtagjöld að fjárhæð 29 .700.000 krónur. Umrætt minnisblað sé því haldlaust . Stefndu reisa sýknukröfu sína einnig á því að stefnandi geti ekki sett fram þá skaðabótakröfu sem um ræðir og sé um að ræða aðildarskort, sbr. 2. mgr . 16. gr. laga nr. 91/1991. Það skorti verulega á að gerð sé grein fyrir meintu tjóni þrotabúsins og hvernig það eigi að hafa orðið . Skiptastjóri hins gjaldþrota félag s geti gert bótakröfu vegna tjóns sem stjórnendur eða endurskoðendur hafa valdið félaginu með beinum hætti , en ekki vegna tjóns kröfuhafa eða annarra þriðju aðila . Sameinað S ílikon hf. hafi ekki þurft að láta af hendi annað endurgjald fyrir alla hluti í G eysi Capital ehf. en hluti í félaginu sjálfu. Á sama tíma hafi félagið eignast lóð ina að S takksbraut 12 9 sem hafi verið nauðsynleg fyrir starfsemi þess og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir frekari fjármögnun félagsins . Þá hafi lánardrottnar ekki orðið fyrir tjóni, enda hafi Arion banki hf. áfram notið veðréttinda í lóðinni og bankinn áfram verið aðal kröfuhafi Samein aðs S ílikon s hf. Félagið hafi á hinn bóginn losnað undan meiriháttar skuldbindingu samkvæmt leigusamningi við G eysi Capital ehf . Hagsmunir eina h luthaf ans, United Silicon Holding B.V. , hafi ekki verið skertir. Hvað aðra varðar hafi eina breytingin verið sú að hlutafé var skráð hærra að nafnvirði , en skráð hlutafé h afi ekki sjálfstæða þýðingu fyrir fjárhag fyrirtækja , enda vegi aðrir mælikvarðar mun þyngra. Lögð er áhersla á að stefnandi þurfi að sýna fram á sök stefndu , tjón sitt og orsakatengsl á milli meintrar saknæmrar háttsemi og tjónsins. Stefndu hafi ekki sýnt fram á að gegn og skynsamur endurskoðandi hefði borið sig að með öðrum hætti en stefndi Rögnvaldur Dofri hafi gert . Bent er á að reynist sérfræðiskýrsla röng og hlutafé v angreitt m egi fella niður hina vangreiddu hluti með vísan til þess að áskriftarloforð hafi ekki verði efnt, sbr. t.d. 2. mgr. 11. gr., 2. mgr. 17. gr. og 19. gr. laga nr. 2/1995 , en ekki hafi verið vilji til þess. Það standist ekki að halda því fram að mei nt tjón samsvari allri þeirri hækkun að nafnvirði sem nam áskrift vegna hlutafjárhækkunarinnar. Áréttað er að forsenda fyrir frekari fjármögnun Sameinaðs S ílikons hf. hafi verið kaup félagsins á Geysi Capital ehf. og hafi hin umdeilda ráðstöfun því gert fé laginu kleift að tryggja fjármögnun án þess að það þyrfti að láta af hendi aðra fjármuni en hluti í því sjálfu. Sé útilokað að það hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda eða aðra. Þá hafi ekki fylgt eignarhaldi á Geysi C apital ehf. aðrar skuldir en veðlán Arion banka hf. sem hafi hvílt á lóðinni . Lögð er áhersla á að ekki geti komið til greina að snúa sönnunarbyrði við , enda hafi stefnandi ekki einu sinni getað leitt líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni . Því til stuðnings er vísað til íslenskrar og n orrænnar dómaframkvæmdar. Stefndu taka fram að stefnandi horfi fram hjá eigin sök félagsins og skyldu þess til að takmarka tjón sitt, svo sem með því að fella niður þá hluti í hlutaskrá sem byggt er á að ekki hafi verið greitt fyrir eða innheimta önnur verðmæti , sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 2/995. Ganga verði út frá því að Sameinað S ílikon hf. hafi kannað fjárhagslega stöðu Geysis Capital ehf. áður en samruninn varð, en það hafi meðal annars legið fyrir að Geysir Capital ætti fyrrgreinda lóð og að á hen ni hvíldi skuld. Lögð er áhersla á að bótagrundvöllurinn sé nokkuð á reiki, en stefnandi krefjist skaðabóta utan samninga en um leið nokkurs konar efndabóta á þeim grunni að stefndu ber i einhvers konar sjálfskulda r ábyrgð eða samningsábyrgð á efndum USI Hol ding B.V. á andvirði áskriftarloforðs vegna hlutafjárhækkunarinnar . Ennfremur er á því byggt að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti . Geysir Capital ehf. og Sameinað S ílikon hf. hafi sameinast án nokkurra fyrirvara og mótbárur fyrst verið hafðar u ppi tveimur árum síðar af hálfu skiptastjóra. Til vara krefjast stefndu lækkunar á kröfu stefnanda og eru færð rök fyrir þeirri kröfu í greinargerð þeirra. 13 IV Niðurstaða Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefndu beri bótaábyrgð á tjóni sem stefnandi telur stafa af saknæmri háttsemi við gerð sérfræðiskýrslu sem unnin var 29. desember 2016 af stefnda Rögnvaldi Dofra í tengslum við hlutafjárhækkun í Sameinuðu S ílikoni hf. Eins og rakið hefur verið var samþykkt á hluthafafundi í félaginu 3. nóvember 2016 að auka hlutafé , sem og að hollenska félaginu USI Hol d ing B.V. væri heimilt að skrá sig fyrir 405.280.000 hlutum gegn greiðslu með öllu hlutafé í Geysi Capital ehf. Gengið v ar frá samningi um kaup Sameinað s S ílikon s hf. á öllum hlutum í Geysi Capital ehf. 1. desember 2016 og varð fyr st greint félag þar með eigandi lóðarinnar að Stakksbraut 9 þar sem fyrirhugað var að rekstur kísilverksmiðjunnar færi fram. Það leiðir af 6. gr. laga nr. 2/1995 að sé greitt fyrir hlut með öðrum verðmætum en hlutafé , eins og hér á við, skuli afla sérfræðiskýrslu þar sem staðfest er að verðmætið svari a.mk. til nafnverðs þeirra hluta sem um ræðir, enda má greiðsla hlutar ekki ne ma minna en nafnverði hans, sbr. 16. gr. laganna. Fjallað er um efni sérfræðiskýrslu í 1. til 4. tölul . 1. mgr. 6. gr. og segir þar að skýrslan skuli hafa að geyma lýsingu á hverri greiðslu eða því sem tekið er við, upplýsingar um aðferðina sem notuð er vi ð matið, tilgreiningu á endurgjaldi og loks yfirlýsingu um að hið tiltekna verðmæti svari a.m.k. til hins umsamda endurgjalds, þar á meðal nafnverðs þess hluta sem gefa skal út að viðbættu hugsanlegu álagi vegna yfirverðs. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 2/1995 g ilda lagaákvæði um löggilt a endurskoðendur um sérfræðinga sem semja skýrsluna , eftir því sem við á , og hafa þeir rétt til að framkvæma þær athuganir sem þeir telja nauðsynlegar og krefjast upplýsinga og aðstoðar frá stofnendum og félaginu. Við mat á því hvort stefndi Rögnvaldur Dofri hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við gerð sérfræðiskýrslunnar verður að líta til framangreindra ákvæða. Þá verður einnig að líta til þeirra ríku krafna sem gera má til vandaðra vinnubragða endurskoðenda í ljósi þeirrar sérfr æðiráðgjafar sem þeir veita, sem og þess að endurskoðendur eru opinberir sýslunarmenn, sbr. til hliðsjónar 8. gr. laga nr. 79/2008 sem voru í gildi á þeim tíma sem um ræðir . L ög nr. 2/1995 hafa umfram það sem áður greinir ekki að geyma fyrirmæli um hvernig skuli í sérfræðiskýrslu leggja mat á virði greiðslu fyrir hlut með öðru en reiðufé. Þa nnig er til að mynda ekki tilgreint hvaða aðferðir sk uli nota, hvaða gögn þurf i að búa að baki matinu eða að hvaða marki þurfi að rökstyðja það , svo sem með því að gögn eða útreikningar liggi að baki þeirri yfirlýsingu sem er gefin. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir því að þeir sérfræðingar sem vinna skýrsluna nýti þekkingu sína og reynslu til að meta þau gögn sem þeir telja hafa þýðingu við matið og velja þær forsend ur sem eru lagðar til grundvallar. Þá þurfa þeir að taka mið af þeim skyldum sem hvíla á löggiltum endurskoðendum, þar með talið til að rækja störf sín af kostgæfni og samviskusemi, sbr. 1. mgr. 8. gr. þágildandi laga nr. 79/2008 . 14 Horfa verður til þess a ð stefndi Rögnvaldur Dofri hafði verið endurskoðandi Stakksbrautar 9 ehf., Geysis Capital ehf. og Sameinaðs S ílikons hf. Hann hafði því umtalverða þekkingu á skuldum og eignum félaganna þegar hann vann sérfræðiskýrsluna og er málatilbúnaður aðila samhljóða um þetta atriði. Að mati dómsins var honum rétt að líta til þessarar vitneskju sinnar, s vo sem um hvaða félög skyldu bera ákveðnar skuldbindingar. Þá skal tekið fram að skýrslan gat að sjálfsögðu ekki tekið mið af öðrum gögnum en þeim sem voru til þegar hún var unnin, en ársreikningur Geysis Capital ehf. vegna ársins 2016 lá til að mynda ekki fyrir fyrr en um níu mánuðum eftir að sérfræðiskýrslan var unnin. Áður hefur verið gerð grein fyrir efni sérfræðiskýrslunnar þar sem sta ðfest var að verðmæti alls eignarhlutar í Geysi Capital ehf. svaraði að minnsta kosti til þeirrar fjárhæðar sem hlutafjáraukningunni nam. Litið var til mats á virði félagsins, sem starfsmaður á ráðgjafa r sviði stefnda Ernst & Young ehf. hafði unnið 10. októ ber 2016 eða tæpum þremur mánuðum áður. Það verðmat var byggt á sjóðstreymi Geysis Capital ehf. sem bygg ði á væn t um leigutekjum samkvæmt fyrrgreindum leigusamning i vegna lóðarinnar að Stakksbraut 9 í Reykjanesbæ . Frá leigutekjum var dreginn áætlaður rekst rarkostnað u r og tekjuskatt ur. Núvirði hins vænta sjóðstreymis var reiknað og var við núvirðinguna byggt á ávöxtunarkröfu sem var 6 - 6,5%. Sú matsaðferð sem hér var beitt er svokölluðu sjóðstreymisaðferð og er hér um að ræða viðurkennda aðferð við verðmat fyrirtækja. Þá hefur stefndi Rögnvaldur Dofri lýst því að hann hafi e i nnig byggt á árshlutareikning i Geysis Capital ehf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. október 2016 sem hann veitti aðstoð við, eins og fram kemur í áritun frá 16. nóvember 201 7 . Þar kemur meðal annars fram að vaxtaberandi langtímaskuldir nemi rúmum 200.000.000 króna og er um að ræða lán við Arion banka hf. , en fyrir liggur að litið var til þessarar skuldar og þess að veltufjármunir voru umfram skammtímaskuldir við gerð sérfræðiskýrslu nnar. Af hálfu stefnanda er byggt á því að ekki standist að horfa til fyrrgreinds leigusamnings á milli Sameinaðs S ílikons hf. og Geysis Capital ehf. frá 15. júlí 2014 þar sem hann hafi verið á milli tengdra aðila og hafi aldrei verið ætlunin að inna af hendi greiðslur samkvæmt honum. Hafi því ekki falist nein verðmæti í leigusamningnum og hafi stefnd i Rögnvald ur Dofr i vitað eða mátt vita það . Gerð hefur verið grein fyrir fyrirhuguðum greiðslum samkvæmt leigusamningnum, eins og samið var um þær 15. júlí 2 014. Jafnframt hefur verið gerð grein fyrir viðauka við leigusamninginn frá 1 4 . nóvember 2014 þar sem gert var ráð fyrir því að leigutaki skyldi aðeins greiða leigusala leigu sem næmi g r eiðslu samkvæmt lánasamningi Geysis Capital ehf. við Arion banka hf., sem og því að sá hluti sem ekki kæmi til greiðslu skyldi mynda skuld leigutaka við leigusala. Ráðið verður af gögnum málsins að þessi breyting á leigugreiðslum hafi tengst vilja lánveitandans Arion banka hf. , en sama dag greiddi Geysir Capital ehf. upp lán við bankann sem hafði verið yfirtekið við kaup félag s ins á lóðinni með nýjum lánasamningi sem nam 1.500.000 evrum. 15 Þau gögn sem liggja fyrir bera með sér að leigugreiðslur hafi verið inntar af hendi á þessum grunni, að minnsta kosti að hluta og umfram þ á fjárhæð sem nemur virðisaukaskatti . Það fær meðal annars stoð í yfirliti úr bókhaldi Geysis Capital ehf. vegna viðskipta við Sameinað S ílikon hf. þar sem sjá má greiðslur sem , sem og upplýsingum á bankareikningi Geysis Capital ehf. þar sem sjá má innborgarnir frá Sameinuðu S ílikon hf. þessu til samræmis. Tekið skal fram að umræddur bankareikningur er tilgreindur sem veltureikningur í eigu Sameinaðs S ílikons hf. , en hann var í eigu Geysis Capital ehf. fram til þess tíma sem fyrrgreinda félag ið tók yfir síðargreint félag. Að þessu virtu verður með engu móti fallist á að samningsaðilar hafi ákveðið fyrir fram að ekki skyldi greiða leigu samkvæmt samningnum. Þá telur dómurinn þá staðreynd að stefnt var að því að lóð in, sem v ar nauðsynleg starfsemi Sameinaðs S ílikons hf., rynni inn í félagið ekki sýna að ætlunin hafi verið að greiðslur samkvæmt leigusamningnum skyldu ekki fara fram. Á þeim tíma sem um ræddi lá ekkert fyrir sem gaf endurskoðandanum tilefni til að ætla að leigus amningurinn væri ekki skuldbindandi þannig að horfa bæri framhjá honum við mat á verðmæti Geysis Capital ehf. Gildir þar einu þó hann hafi vitað að félögin tvö kynnu að sameinast og að það hafi verið fyrirætlan þeirra sem stóðu að baki verkefninu , enda fel lur það ekki að skyldum endurskoðanda að reisa mat sitt á þáttum sem óvissa ríkir um, svo sem mögulegum samruna tengdra aðila . Þá er ljóst að heimild til afnota af lóðinni til þeirra nota sem henni voru ætluð hafði fjárhagslegt gildi. Samkvæmt framangreind u verður ekki fallist á að stefnda Rögnvaldi Dofra hafi borið að horfa framhjá leigusamningnum við gerð sérfræðiskýrslunnar og mat á verðmæti hluta í Geysi Capital ehf. Þvert á móti telur dómurinn að þessi þáttur hafi haft verulega þýðingu við mat á verðmæ ti hluta í félagin u, eins og lagt var til grundvallar í virðismati stefnda Ernst & Young og matsgerð dómkvadds matsmanns. Það er ljóst að í sérfræðiskýrslunni, sem og því verðmati sem lá henni til grundvallar, var ekki gert ráð fyrir öðrum skuldum en um 2 00.000.000 króna skuld samkvæmt lánasamningi við Arion banka hf. Það kemur engu að síður fram í árshlutareikningi að aðrar viðskiptaskuldir hafi numið rúmum 200.000.000 króna . Af hálfu stefndu er byggt á því að stærstur hluti þessarar skuldar eða um 201.00 4.000 krón ur að höfuðstól sé vegna skuldar við Reykjaneshöfn samkvæmt samningi við Stakksbraut 9 ehf. um lóðargjöld frá 18. apríl 2012. Áður hefur verið rakið að m eð leigusamningi Sameinaðs S ílikons hf. og Geysis Capital ehf. frá 15. júlí 2014 hafi verið samið um að leigusalinn, Geysir Capital ehf., tæki yfir umræddan samning og greiðslu á gjöldum vegna lóðarinnar og að sbr. grein 1.3. Skuld samkvæmt þessu nam 162. 100.000 krónum, en 201.004.000 krónum með virðisaukaskatti. Samkvæmt þessu var ekki gert ráð fyrir því að skuldir gagnvart Reykjaneshöfn hvíldu endanlega á Geysi Capital ehf., heldur skyldi Sameinað S ílikon hf. jafnóðum krafið um greiðslu. Í aðilaskýrslu s tefnda Rö g nvaldar Dofra var því meðal annars lýst að ekki hefði verið um að ræða skuld sem Geysir Capital ehf. hafi átt að greiða heldur í reynd skuld Sameinaðs S ílikons 16 hf. H efði hann því ekki talið að líta bæri til skuldarinnar við gerð sérfræðiskýrslunn ar. Þá h efði í ársreikningi 2016 fyrir mistök verið gert ráð fyrir skuldbindingu Geysis Capital ehf. gagnvart Silicon Mineral Ventures B.V. vegna samnings félagsins við Stakksbraut 9 ehf. frá 31. janúar 2014 um einkasölu og sölutryggingu á framleiðslu verk smiðjunnar. Það verður ráðið af gögnum málsins að vegna þessa hafi reikningur að fjárhæð 1.500.000 evrur , dagsettur 23. maí 2014, verið sendur Geysi Capital ehf. Þá hafi skuldbindingin verið færð sem eign að verðmæti 1.500.000 evrur eða 231.000.000 króna o g samsvarandi skuld við Silicon Mineral Ventures B.V. í bókhaldi Geysis Capital ehf. Þá liggur fyrir að með þríhliða samningi Geysis Capital ehf., Silicon Mineral Ventures B.V. og Kísils Íslands hf. frá 31. október 2016 voru skuldbindingar samkvæmt þessum samningi framseldar síðastgreindu félagi. Ekki verður annað séð en að frá þeim tíma hafi umrædd skuldbinding verið Geysi Capital e hf. óviðkomandi. Við samruna Sameinaðs Sílikons hf. og Geysis Capital ehf. sem miðaðist við 1. janúar 2017 voru eignir og skuldir lækkaðar um 231.000.000 króna eins og fram kemur í millifærslum í samrunaefnahagsreikningi. Þessi millifærsla styður að eign þessi og samsvarandi skuld hefðu með réttu ekki átt að vera í efnahagsr eikningi Geysis Capital ehf. þann 31. desember 2016. Samkvæmt þessu telur dómurinn gögn málsins styðja að skuldir sem nema um 400.000.000 króna og sem stefnandi telur hafa hvílt á Geysi Capital ehf. hafi ekki gert það þegar sérfræðiskýrslan var unnin. Þá geta röksemdir stefndu um að það hafi eða kunni að hafa skort á umboð þeirra aðila sem stóðu að baki framangreindum samningum ekki haft þýðingu , enda liggur ekkert fyrir um að endurskoðandinn hafi haft vitneskju um slíkt. Að þessu virtu telur dómurinn að hvorki hafi verið sýnt fram á að umrædd sérfræðiskýrsla hafi verið byggð á röngum forsendum þar sem tekið hafi verið mið af leigusamningi sem ekki var ætlað að efna eða þar sem láðst hafi að taka tillit til skulda sem höfðu þýðingu við verðmatið . Af hálfu stefnanda hefur verið byggt á því að mat KPMG á verðmæti Geysis Capital ehf. sem stefnandi aflaði renni stoðum undir að sérfræðiskýrslan standist ekki. Hvað þetta varðar dugar að taka fram að í umræddu mati var byggt á ársreikningi vegna ársins 2016 og va r því meðal annars litið til skuldbindinga sem ekki hvíldu samkvæmt framangreindu á félaginu þegar sérfræðiskýrslan var unnin. Þá er til þess að líta að sjóðstreymis mat á verðmæti f élaga tekur mið af ýmsum breytum, svo sem ávöxtunarkröfu og áætluðum rekstr arkostnaði, sem eru háðar mat i og geta breytingar á þeim haft umtalsverða þýðingu fyrir niðurstöðuna. Þetta má meðal annars sjá af niðurstöðum fyrirliggjandi matsgerðar dómkvadds matsmanns sem áður hefur verið gerð grein fyrir , en þar voru sýnd hver áhrif þess að breyta forsendum um ávöxtunarkröfu og rekstrarkostnað eru á verðmatið, svokölluð næmnigreining. Samkvæmt öllu framangreindu telur dómurinn ekki hafa verið sýnt fram á að stefndi Rögnvaldur Dofri hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við gerð sérfræðis kýrslunnar sem var unnin i tengslum við hlutafjárhækkun í Sameinuðu S ílikoni hf., en það er frum skilyrði þess að bótaábyrgð 17 stefndu geti komið til álita. Þegar af þessari ástæðu verða stefndu sýknaðir af kröfu stefnanda og þarf þá ekki að taka afstöðu til annarra röksemda stefndu, svo sem um að ekki hafi verið sýnt fram á tjón stefnanda. Að teknu tilliti til þessa og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnanda gert að greiða stefnd u málskostnað sem þykir að teknu tilliti til umfangs málsins hæfilega ákveðinn 3 .500.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari ásamt Ástráði Haraldssyni héraðsdómara og Lárusi Finnbogasyni löggiltum endurskoðanda. D Ó M S O R Ð: Stefndu, Rögnvaldur Dofri Pétursson og Ernst & Young ehf. , eru sýknaðir af kröfum stefnanda, þrotabús Sameinaðs S ílikons ehf. Stefnandi greiði stefndu óskipt 3 .500.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir Ástráður Haraldsson Lárus Finnbogason . --------------------- --------------------- ---------------------- Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómi Reykjavíkur 25. 2 .202 1