Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 29. mars 2021 Mál nr. E - 5179/2019 : A (Flóki Ásgeirsson lögmaður) g egn íslenska ríkinu ( Ólafur Helgi Árnason lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað 24. september 2019. Stefnandi er A og stefndi íslenska ríkið , Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík. Endanlegar d ómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. desember 2017 til 1. október 2019 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 1. október 2019 til greiðsludags. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar. Dómari tók við meðferð málsins 14. janúar síðastliðinn en hafði fram að þeim tíma engin afskipti haft af meðferð þess. Málavextir Stefnandi var skipaður lögreglumaður við Ö til fimm ára frá 1. apríl 2017 að telja með skipunarbréfi dagsettu 27. mars 2017 og er þa nnig skipaður lögreglumaður við embættið til 1. apríl 2022. Þáverandi l ögreglustjóri boðaði s tefnand a með tölvupósti 28. nóvember 2017 til fundar með sér og þáverandi yfirlögregluþjóni degi síðar, 29. nóvember 2017. Bæði lögreglustjórinn og yfirlögregluþjó nninn hafa nú látið af störfum . Stefnandi hafði símleiðis samband við fyrrum lögreglustjóra í kjölfar boðunarinnar og innti eftir tilefni fundarins og fékk þær upplýsingar að ræða ætti störf hans. Stefnandi óskaði þess að varðstjóri sem var á sömu vakt og hann myndi mæta með honum til halds og trausts , en auk þess boðaði lögreglustjóri trúnaðarma nn starfsmanna á fundinn. Trúnaðarmaður inn ritaði fundargerð fundarins. 2 Eftir því sem fyrrum lögreglustjóri bar um fyrir dómi stóð til af hálfu stjórnendanna, lögreglustjóra og yfirlögregluþjóns , að fara yfir nokkur atriði er lutu að rækslu starfa stefnanda . Þ yngst í þeim efnum vógu athugasemdir er lutu að málsatvikum og framgöngu stefnanda í tengslum við umferðaróhapp sem átti sér stað á vegi yfir Æ 8. nóvem ber 2017 er tengivagn vöruflutningabifreiðar lenti utan vegar vegna hálku í fyrstu brekkunni á leið upp á heiðina frá Þ . Stefnandi var á vakt þennan dag frá því klukkan 7:00 til klukkan 19:00 og í samræmi við sk ipulagning u vakta lögreglunnar á Þ var hann e inn á vakt til hádegis . Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra tók við tilkynningu um slysið klukkan 7:12 frá ökumanni vöruflut n ingabifreiðarinnar . Fjarskiptamiðstöðin hafði síðan samband við stefnanda sem lögreglumann á vakt. Stefnandi bað lögreglumann á f jarskiptamiðstöðinni að hlutast til um að finna aðila sem gæti dregið tengivagn vöruflutningabifreið arinnar upp á veginn . Eftir þó nokkra fyrirhöfn komst lögreglumaðurinn í samband við verktaka sem hafði tækjakost til verksins og upplýsti stefnanda um þann aðila . Stefnandi mun í kjölfarið hafa haft samband við verktakann og fengið hann til verksins. Klukkan 7:53 hafði stefnandi á ný samband við f jarskiptamiðstöðina til að afla upplýsinga um hvar bifreiðin væri tryggð . A ð þeim upplýsingum fengnum bað hann lö greglumanninn á fjarskiptamiðstöðinni að hafa samband við tryggingafélagið og var það gert. Klukkan 11:12 hafði stefnandi á ný samband við fjarskiptamiðstöð og tilkynnti að búið væri að opna veginn. Lögreglumaður á fjarskiptamiðstöðinni bókaði þessi samski pti við ökumanninn og stefnanda í málaskrárkerfi lögreglu. Stefnandi bókaði ekkert í kerfið og útbjó ekki heldur skýrslu um málið. F yrrum yfirlögregluþjónn Ö bar um það fyrir dómi að fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði haft samband við hann um hádegi þennan dag og sagt frá því að eitthvað mikið væri í gang i og mikið að á Þ . Vísað hefði verið til þess að ferilvöktun lögreglubifreiðar stefnanda bent i til þess að stefnandi hefði ekki farið á vettvang slyssins. Yfirlögregluþjónn in n sagðist hafa k ynnt sér ferilvöktunina og þar hefði ekki verið að sjá að lögreglu bifreiðin ni hefði verið ekið á slysstað . Þá hefði engin skýrsla legið fyrir af hálfu stefnanda . Haft hefði verið samband við framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins sem sá um að draga vöruflu t n ingabifreiðina upp á veg og hann hefði greint frá því að enginn lögreglumaður hefði komið á vettvang. Yfirlögregluþjónninn taldi yfirgnæfandi líkur á að stefnandi h efði verið að sinna [ kennslu ] við Z þennan morgun í samræmi við 3 stundaskrá skólans. Tók yfirlögregluþjónninn saman minnisblað af þessu tilefni sem dagsett er 28. nóvember 2017 . Strax í kjölfar fyrrnefndrar tilkynningar fjarskiptamiðstöðvar sendi fyrrum lögreglustjóri tölvupóst 9. nóvember 2017 til stefnanda þar sem frá því var greint að lögre glustjóranum hefði borist til eyrna að hann sinnti kennslu við Z . Ef það væri rétt væri óskað skýringa á því hvers vegna lögreglustjóra hefði ekki verið skýrt frá því í samræmi við 2. mgr. 32. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og hvort hann hefði sinnt starfi [ kennara ] á sama tíma og hann hefði verið á skylduvakt hjá lögreglunni. Fyrirspurn lögreglustjóra var ítrekuð 16. nóvember og barst svar stefnanda 24. nóvember þar sem hann bar um að hafa ekki sinnt kennslu á skylduvöktum . Þá kvaðst hann hafa greint varðstj óra sínum frá því að hann hefði tekið að sér kennslu og varðstjórinn hefði greint lögreglustjóra símleiðis frá því . Þess ber að geta að 9. nóvember óskaði fyrrum lögreglustjóri eftir upplýsingum frá Z um það hvort stefnandi hefði verið við kennslu 8. nóvember. Eftir ítrekaðar fyrirspurnir af hálfu fyrrum lögreglustjóra baðst skólastjóri undan því að svara erindinu. Á fyrrnefndum fundi , sem fyrrum lögreglustjór i boðaði stefnanda til 29. nóvember 2017, v ar stefnanda borið á brýn að hafa ekki farið á vettvang slyssins . H ann hefði ekki rætt við ökumann bifreiðarinnar og ekki gert skýrslu um málið. Raktar voru þær athugasemdir sem fram komu í minnisblaði fyrrum yfirlögregluþjóns sem dagsett var 28. nóvember og kom til snarpra orðaskipta milli stefnanda og fyrrum yfirlögregluþjóns af því tilefni. A thugasemdirnar fólust í því að stefnandi hefði ekki farið á vettvang , ekki haft samband við ökumanninn og hvorki kannað ástand hans né ökuréttindi . Á vettvangi slíkr a slysa þyrfti einnig til dæmis að kanna farm vöruflutningabifreiða og ga n ga úr skugga um að mengandi efni væru ekki að leka út í umhverfið, koma þyrfti í veg fyrir frekari slys, skoða ökurita skífu bifreiðarinnar , aðstoða aðra vegfarendur og fleira. Að endingu ætti svo að gera greinargóða skýrslu með vettvangslýsingum, viðtali við ökumann, lýsingu á ráðstöfunum og svo framvegis. Inn í minnisblað fyrrum yfirlögregluþjón s var fell d mynd af stundaskrá stefnanda sem kennara við Z . S amkvæmt stundas kránni var getið um þrjá nemendur sem áttu að mæta í tíma þennan morgun hjá stefnanda milli klukkan 10:00 og 12:00 . Í minnisblaðinu var einnig rakið að samkvæmt ferilvöktun lögreglubifreiðarinnar sem stefnandi hefði til umráða hefði bifreiðin einungis veri ð á Þ og í Y þennan morgun og var mynd af ferli bifreiðarinnar um Þ og Y felld inn 4 í skjalið . Þ ess var getið að ekki væri að sjá að nein löggæsluverkefni hefðu verið í gangi né fyndust bókanir um að svo hefði verið . Stefnandi andmælti því að hafa ekki sinnt slysi þessu og staðhæfði að hann hefði farið á vettvang og hvað stundaskrána snerti bar stefnandi um að hún væri sveigjanleg og honum unnt að færa kennslustundir á milli daga í samráði við umsjónarkennara viðkomand i nemenda. Þá andmælti hann því að skylt væri að gera skýrslu í tilefni af atburði sem þessum en bæði fyrrum l ögreglustjóri og fyrrum yfirlögregluþjónn lögðu áherslu á slíka skýrslugerð á fundinum . Aðspurður gat stefnandi ekki gert grein fyrir ferðum lögre glubifreiðarinnar , þar á meðal að heimili hans og að skólanum á Þ , en í trekaði að hann hefði farið þrisvar á vettvang slyssins og gerði athugasemd við skráningu ferilvöktunar bifreiðarinnar og kvaðst hafa heyrt að hún væri í ólagi. Við það var ekki kann ast á fundinum . Á fundinum gerði fyrrum lögreglustjór i einnig athugasemd við að stefnandi sinnti [ kennslu ] án þess að hafa heimild til þess að sinna aukastarfi auk þess sem stund a skrá bæri það með sér að kennslu bæri upp á vinnutíma, bakvaktir og skylduvaktir. E innig var gerð athugasemd við það að hann hefði sinnt kennslu í lögreglubúningi. Stefnandi bar um að hann hefði talið sig hafa fullnæg t skyldu sinni til tilkynninga um aukastarf sem [ kennari ] með því að lát a varðstjóra sinn vita en hann hefði rætt málefnið símleiðis við lögreglustjóra . Síðan ættu lögreglumenn oft erindi inn í skóla en hann sagðist ekki kenna á skylduvöktum . Áréttað var af hálfu lögreglustjóra að tilkynning þyrfti að berast sem síðan yrði tek in afstaða til. Einnig voru gerðar athugasemdir sem snertu önnur málefni, svo sem það að stefnandi mætti til skotæfinga í röngum búnaði, færi í gufubað í tengslum við ræktarferðir , sem ekki væri heimilt , og hyrfi af vöktum í ótilgreindan tíma í senn og tal aði á niðrandi hátt um lögreglustjóra. Stefnandi andmælti þessum athugasemdum . Lögreglustjóri gat þess að miðað við fyrrliggjandi upplýsingar væri málið litið alvarlegum augum og hvatti hann jafnframt til bættra skýrsluskila auk frágangs skjalaskráa. Þennan sama dag átti aðal varðstjóri hjá lög r eglunni á Þ tvisvar í samskiptum við framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins sem dró tengivagn flutningabifreið arinnar upp á veginn 8. nóvember 2017 . Í fyrra samtalinu , sem fram fór fyrir umræddan fund , minntist h ann þess ekki að hafa hitt stefnanda á vettvangi en í síðara samtalinu , að kvöldi þessa dags , sagðist hann muna eftir því að hafa skammast í stefnanda á vettvangi þar sem 5 hann hefði ekki náð í stefnanda í síma. Framkvæmdastjórinn staðfesti þessar upplýsing ar fyrir dómi en jafnframt var lögð fram yfirlýsing hans þar að lútandi a f hálfu stefnanda undir rekstri málsins. Þá lagði stefnandi einnig fram afrit tölvupóstsamskipta varðstjórans við fyrrum lögreglustjóra þar sem þessar upplýsingar komu fram . Vegna ath ugasemda stefnanda um að ferilvöktun lögreglubifreiðarinnar væri í ólagi var kannað hverju það sætti að eyður væru í skráningu vöktun ar bifreiðarinnar umræddan morgun en fyrir liggur að tímaröð skráninga í vöktunina er rofin þannig að ekkert var skráð um þó nokkra stund . Samkvæmt upplýsingum sem fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra aflaði kom fram hjá fyrirtækinu sem sér um að setja búnaðinn í lögreglubíla að búnaðurinn sendi ekki staðsetningarmerki ef tækið væri ekki í samb andi við rafmagn og þegar tækið hefði tengst aftur eftir hlé í skráningu endurstilltist það eins og eftir rafmagnsleysi. Eftir því sem fyrrum yfirlögregluþjónn bar um fyrir dómi var í kjölfar fundarins einnig haft uppi á ökumanni vöru flutninga bifreiðarinna r og hann inntur eftir samskiptum við lögregluna á vettvangi umferðaróhappsins. Ökumaðurinn minntist þess ekki að hafa hitt lögreglu á staðnum. Fyrrum lögreglustjóri bar um það fyrir dómi að vegna upplýsinga er lutu að því að verktakinn hefði borið um að h afa hitt stefnanda á vettvangi og óvissu um nákvæmni ferilvöktunar lögreglubifreiðarinnar hefði verið fallið frá ráðagerðum um að áminna stefnanda í samræmi við 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þess í stað hefði verið á kveðið að finna að störfum stefnanda með skriflegum aðfinnslum í samræmi við fyrirmæli sem embætti ríkislögreglustjóra hefði gefið út 2013 . Slíkum aðfinnslum væri oft beitt í starfsmannamálum lögreglu þegar tilefni væri til . Fyrst væri starfsmanni veitt ti ltal, eins og gert hefði verið um sumarið 2017 í tilviki stefnanda er fundið var að framgangi hans og skýrslugerð í tveimur tilteknum lögreglumálum , en síðan væri beitt skrifleg um aðfinnslu m með það að augnamiði að gefa viðkomandi kost á að bæta ráð sitt. Með bréfi fyrrum lögreglustjóra, dagsettu 22. desember 2017 , voru gerðar athugasemdir við störf stefnanda í fjórum atriðum og stefnanda veittar aðfinnslur af þeim tilefnum . Í fyrsta lagi að hafa ekki tekið stjórn á vettvangi 8. nóvember 2017 er flutningavagn fór út af veginum yfir Æ og ganga úr skugga um að ekki hefðu orðið frekari slys á fólki, hafa tal af ökumanni, kanna ástand hans og réttindi, skoða ökurita bifreiðarinnar og fleira, rannsaka vettvang og ljósmynda, athuga farm bifreiðarinnar, 6 aðstoða aðra vegfarendur, stjórna umferð á vettvangi og koma upplýsingum til vegfarenda í gegnum fjölmiðla þegar umferð hefði verið hleypt á veginn á ný. Þá hefði borið að gera greinargóða skýrslu með vettvangslýsingum, viðtali við öku mann og lýsingu á ráðstöfunum. Engar bókanir væri að finna í málaskrárkerfi lögreglu frá stefnanda um atvikið. Í öðru lagi að hafa ráðið sig sem [ kennar a ] í hlutastarfi án þess að skýra lögreglustjóra frá því fyrir fram , sbr. 2. mgr. 32. gr. lögreglulaga n r. 90/1996 og 20. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins . S tefnandi hefði þannig ekki farið að lögum varðandi tilkynningu um aukastarf. Í þriðja lagi voru gerðar athugasemdir við afgreiðslu tiltekins máls er laut að meintum utanve gaakstri 30. júní 2017 , sem hefði verið til sérstakrar umfjöllunar á fundi með stefnanda 15. ágúst sama ár . Á þeim fundi hefði stefnandi verið inntur eftir skýringum á vinnslu málsins en engar viðhlítandi skýringar gefið. E ngar myndir hefðu verið tekna r en þær séu grundvallarsönnunargagn í slíkum málum. Þá hefðu samskipti við ökumann endað í átökum er stefnandi hefði ætlað að draga ökumanninn úr bifreiðinni. Þeim átökum hefði lokið með handtöku ökumannsins án þess að handtökuskýrsla hefði verið gerð fyr r en mánuði síðar. Í fjórða lagi var gerð athugasemd vegna afgreiðslu ölvunarakstursmáls frá 1. júlí 2017 , sem einnig hefði verið óskað skýringa á 15. ágúst án þess að viðhlítandi skýringar hefðu komið fram. G erð var athugasemd við málshraða en handtökuský rsla hefði fyrst verið gerð tveimur mánuðum eftir að málið kom upp og þá eftir að stefnanda var bent á að skýrslan hefði ekki verið gerð. Í þe im þremur tilvikum lögreglustarfa sem rakin voru var talið að stefnandi hefði sýnt af sér vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi svo varð að i við 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hvað tilkynningu um aukastarf snertir var talið að stefnandi hefði brotið gegn 2. mgr. 32. gr. lögreglul aga. Með vísan til þessa alls var t alið að stefnandi hefði ekki sýnt þá árvekni í starfi sem krefjast yrði af lögreglumanni . Væri því full ástæða til að veita honum skriflega r aðfinnslu r . Sama dag, 22. desember 2017 , var stefnanda tilkynnt að frá og með 1. janúar 2018 væri sagt upp samkomulagi um hækkun launa um tvö launaþrep sem hefði tekið gildi 1. apríl 2017 . Hækkunin hefði verið ákveðin á grundvelli lögfræðiþekkingar stefnanda , sem talin hefði verið geta nýst embættinu. Fy rirkomulag i launa stefnanda vær i sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara þar sem sú forsenda hefði brostið og tæki uppsögnin gildi frá 1. apríl 2018. 7 Sama dag barst stefnanda þriðja bréfið frá stefnda þar sem tilkynnt var á grundvelli greinar 2.6.2 í kjar a samningi Landssambands lögregluma nna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs að frá og með 5. febrúar 2018 myndi stefnandi færast ti l starfa á A - vakt hjá lögreglunni á Þ . Fyrir liggur læknisvottorð dagsett 16. janúar 2018 þar sem bókað var að stefnandi gæti ekki sinnt vinnu frá 27. janú ar til 1. mars 2018 vegna veikinda en ekki væri víst að hann gæti hafið störf þá. Þess var sérstaklega getið í vottorðinu að stefnandi sinn t i fáeinum tímum í aukavinnu samhliða aðalstarfi sem væri til þess fallin að bæta líðan hans og því ekki gert ráð fyr ir að hann legði þá vinnu niður á meðan veikindaleyfi var að i og eins væri hann hvattur til að stunda líkamsrækt og hlúa að líkamlegri vellíðan og uppbyggingu í veikindaleyfinu. Stefnandi mun enn vera óvinnufær og hefur að mestu verið frá vinnu frá janúarlokum 2018 . Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu og vitnaskýrslur gáfu B fyrrum lögreglustjóri, C fyrrum yfirlögregluþjónn , D aðalvarðstjóri, E varðstjóri og F framkvæmdastjóri . Málsástæður stefnanda Af há lfu stefnanda er á því byggt að ákvörðun Ö 22. desember 2017 um að gera skriflegar aðfinnslur við störf stefnanda á grundvelli 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna rík is ins hafi verið ólögmæt. Ákvörðunin vegi að starfsheiðri stefnand a og sé til þess fallin að valda starfsframa hans verulegum hnekki. Því feli hún í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu stefnanda sem stefndi beri bótaábyrgð á , sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Á því er byggt að ákvörðun lögreglus tjórans sé bæði ólögmæt að efni og formi. Hún sé efnislega röng og því ólögmæt. Tvö þeirra atriða sem slegið var föstu með ákvörðu ni nni að lytu að vankunnáttu eða óvandvirkni séu sannanlega röng. Þannig sé það með öllu rangt sem segir í ákvörðuninni að stefnandi hafi ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður með því að taka stjórn á vettvangi umferðaróhapps 8. nóvember 2017. Hið rétta sé að stefnandi hafi farið á vettvang, tekið stjórn á honum og sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður af því tilefni í hvívetna . Þá sé það alrangt að stefnandi hafi ekki skýrt lögreglustjóra frá því að hann hefði ráðið sig í aukastarf sem [ kennari ] , heldu r hafi stefnandi upplýst næsta yfirmann sinn um það og hann síðan upplýst lögre glustjóra um aukastarfið áður en stefnandi tók við því. Þau tvö efnisatriði sem eftir 8 standi teljist ekki fela í sér vankunnáttu eða óvandvirkni í skilningi 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig teljist nokkurra vikna töf á skýrs lugerð ekki vankunnátta eða óvandvirkni í skilningi lagaákvæðisins en einnig feli st í ákvörðun lögreglustjóra um aðfinnslur við störf stefnanda af þessu tilefni brot á jafnræðisreglu og meða l hófsreglu stjórnsýsluréttarins þar sem vafalaust sé að sambærileg ar tafir komi oft fyrir án þess að beitt sé þessu úrræði. Aðfinnslur á þessum grundvelli séu úr öllu hófi miðað við tilefnið . N ærtækara hefði verið , ef lögreglustjóri taldi nauðsyn að bregðast við töfunum , að koma ábendingu þar að lútandi á framfæri eða ef tir atvikum veita tiltal ef um ítrekað tilefni hefði verið að ræða. Hið sama gildi um önnur atriði sem nefnd séu undir öðrum og þriðja lið aðfinnsl n anna. Ákvörðunin sé einnig ólögmæt að formi til þar sem hún hafi verið tekin án viðhlítandi rannsóknar á atvikum málsins og án þess að stefnanda væri gefin n kostur á að tjá sig um minnisblað yfirlögregluþjóns eða önnur gögn sem ákvörðunin hafi verið reist á. Þá megi álykta að tilkynning um lækkun launa stefnanda eigi rót að rekja til sömu atvika, þ að er að se gja til þeirra röngu ávirðinga sem slegið hafi verið föstum í ákvörðun lögreglustjóra um skriflegar aðfinnslur sem tilkynnt ar voru sama dag. Þar sem þær ávirðingar séu rangar og úr hófi þá sé ákvörðun um launlækkun einnig ólögmæt. Það sé ekki í samræmi við jafnræðisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar að grípa til svo íþyngjandi úrræðis s e m launalækkun er, samhliða margnefndum aðfinnslum , enda hafi stefnanda ekki verið gefin n kostur á að tjá sig um ávirðingarnar eða honum gefið ráðrúm til að bæta sig , ef tilefni hefði verið til þess. Vegna vanreifunar féll s tefnandi frá viðurkenningarkröfu sem laut að rétti til vangoldinna launa er byggði st á málsástæðu þessari. Málsástæður stefnda Af hálfu stefnda er kröfu stefnanda mótmælt , sem og öllum málsástæðum og lagarökum. Á því er byggt að gera verði greinarmun á skriflegum aðfinnslu m og áminningu samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Áminning sé stjórnvaldsákvörðun sem lúti skráðum sem óskráðu m meginreglum stjórnsýsluréttarins og hafi tiltekin réttaráhrif sem mælt sé fyrir um í lögum. Aðfinnslur , hvort sem er munnleg ar eða skrifleg ar, sé u hins vegar ekki stjórnvaldsákvörðun heldur innan stjórnunarheimilda lögreglustjóra. 9 Samkvæmt 6. tölulið 6. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 annist lögreglustjóri daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæmi sínu og ber i ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan umdæmisins. Með því að veita stefnanda tiltal sem skriflega r aðfinnslu r vegna framangreindra at v ika hafi lögreglustjórinn verið að sinna starfsskyldum sínu m , að sjá til þess að framkvæmd lögreglunnar í umdæminu væri með réttum hætti. Því er mótmælt sem röngu sem haldið sé fram af hálfu stefnanda að leggja megi skrifleg ar aðfinnslu r sem þessa r að jöfnu við ám inningu enda hafi aðfinnslur sem þessar ekki réttaráhrif með sama hætti og áminning þó tt vísað sé til 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og 32. gr. lögreglulaga. Á því er byggt að lögreglustjóra hefði verið tækt að efna til áminningar ferlis vegna umræddra atvika en hann hafi á grundvelli meðalhófs kosið að gera það ekki. Þess í stað hafi lögreglustjóri ákveðið að færa stefnanda skriflega r aðfinnslu r á grundvelli stjórnandaheimilda sinna samkvæmt tilvitnuðum lögum enda hefði lögreglustjóri boðvald yfir stefnanda á grundvelli þeirra laga. Þrátt fyrir að málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins hafi ekki átt við hafi lögreglustjóri viðhaft vandaða stjórnsýsluhætti við töku ákvörðunar . Er þannig öllum málsástæðum stefn anda er lúta að hinum skriflegu aðfinnslum hafnað enda bygg i st þær aðallega á röngum forsendum. Því er sérstaklega mótmælt sem röngu að stefnandi hafi farið á vettvang slyssins 8. nóvember 2014 þar sem ferilskrá lögreglubifreiðarinnar sýni að hún hafi einu ngis verið innan þéttbýlis Þ þennan morgun , einkum við heimili stefnanda að á götunni er liggur að Z á Þ og þar sem lögreglustöðin er. Lögregluvarðstjóri sem hefur eftirlit með lögreglubifreiðum á Þ hafi ekki kannast við að ferlivöktun bifreiða rinnar hefði verið biluð. Við málflutning var áréttað að lagt væri til grundvallar af hálfu stefnda að stefnandi hefði ekki farið á vettvang , þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra verktakafyrirtækis ins sem kom tengivagni vöruflutningabifreiðarinnar upp á veg að nýju um að hafa hitt stefnanda. Það hafi síðan verið á forræði lögreglustjóra, í samræmi við ákvæði grein ar 2.6.2 í kjarasamningi, að ákveða að stefnandi myndi færast yfir á A - vakt lögreglunnar á Þ . Það hafi lögreglustjóri gert í samræmi við stjórna ndaheimildir sínar auk þess sem stefnandi hafi fengið tilkynningu um breytingu á reglulegum vöktum með nægum fyrirvara. Sú ákvörðun hafi verið tekin á málefnalegum og lögmætum forsendum og því sé málsástæðum sem byggi st á þessu atriði mótmælt sem röngum. 10 Á kvörðun um breytingu á launum stefnanda hafi verið tekin á málefnanlegum forsendum enda hafi forsendur fyrir þeirri hækkun ekki gengið eftir. Við það hafi verið miðað að lögfræðiþekking stefnanda gæti nýst lögregluembættinu , meðal annars við undirbúning ná mskeiða og fræðslufunda , en af hálfu lögreglustjóra hafi það verði metið svo að þetta fyrirkomulag nýttist embættinu ekki lengur og því hafi þar með verið sagt upp með lögbundnum fyrirvara. Því sé ljóst að um sjálfstæða ákvörðun hafi verið að ræða , byggða á málefnalegum og lögmætum forsendum , og málsástæðum stefnanda hvað þetta varðar sé því hafnað sem röngum. Þá liggi engin sönnun fyrir í málinu sem styð ji þann málatilbúnað stefnanda að b - liður 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga eigi við . Það sé meginregla að sá sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni þurfi að sýna fram á saknæmi, ólögmæti og orsakatengsl. Til vara er krafist verulegrar lækkunar stefnufjárhæðar með fyrrgreindum rökum og á grundvelli þess að umkrafðar miskabætur séu langt umfram þær fjárhæðir sem d æmdar hafa verið. Niðurstaða Fyrir liggur í máli þessu að fundið var að störfum stefnanda með skriflegum aðfinnslu m lögreglustjóra sem dagsett ar voru 22. desember 2017 . Samkvæmt efni skjalsins má rekja aðdraganda aðfinnslnanna allt frá sumri 2017 . Tvö til vik virðast hafa gefið lögreglustjóra og yfirlögregluþjóni tilefni til að funda með stefnanda 15. ágúst 2017 og veita honum tiltal vegna mála sem komu til kasta hans sem lögreglumanns sem hann hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á . Annars vegar var þetta mál vegna utanvegaaksturs og samskipta við ökumann þeirrar bifreiðar á vettvangi sem leiddu til handtöku ökumannsins og hins vegar handtaka og úrvinnsla ölvunarakstursmáls. Megintilefnið , sem leiddi til þess að fundið var að störfum stefnanda skr iflega , var framganga hans í tengslum við umferðaróhapp sem átti sér stað 8 . nóvember 2017. Rökstuddur grunur kom upp um að hann hefði ekki mætt á vettvang heldur leyst úr álitaefnum tengdum óhappinu símleiðis með fulltingi fjarskiptamiðstöðvar r íkislögreg lustjóra. Ályktað var í kjölfar slyssins að hann hefði verið við kennslustörf í Z þar sem ferilvöktun lögreglubifreiðarinnar og framburður ökumanns vöruflutningabílsins og framkvæmdastjóra verktakafyrirtækis , er vann að því að draga vagn vöruflutningabílsi ns upp á veg að nýju, benti til þess að stefnandi hefði ekki verið á vettvangi en stefnandi ritaði engar bókanir eða skýrslur vegna 11 málsins. Einnig var horft til þess að stefnandi hefði hvorki tilkynnt réttilega um aukastarf sem [ kennari ] né hefði hann fen gið staðfestingu lögreglustjóra til að sinna því starfi. Stefnand i var boðaður á fund fyrrum lögreglustjóra og kynnt efni minnisblað s fyrrum yfirlögregluþjóns þar sem raktar voru framangreindar ávirðingar vegna óhappsins 8. nóvember 2017 en fyrir liggur samkvæmt framburði fyrrum lögreglustjóra að til hafi staðið að áminna stefnanda í sam r æmi við 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins vegna brota í starfi og þá einkum fyrir að hafa ekki farið á vettvang umferðar óhappsins . Þótt nánast hafi slegið í brýnu með stefnanda og fyrrum yfirlögregluþjóni á fundinum í skoðanaskiptum þeirra á milli , samkvæmt framburði fyrir dómi, kom stefnandi sínum sjónarmiðum og andmælum á framfæri og á þau var hlustað . Hann bar um að hafa farið á ve ttvang og að hann hefði ekki verið við kennslu þennan morgun auk þess sem hann gerði athugasemdir við áreiðanleika ferilvöktunar lögreglubifreiðarinnar. Þ essi atriði voru könnuð nánar í kjölfar fundarins á vegum fyrrum lögreglustjóra og leiddi það til þess að fallið var frá ráðagerðum um áminningu. Fyrir liggur að þar sem fyrrum lögreglustjóri hafði uppi þær ráðagerðir að áminna stefnanda , þá virðist hafa verið horft til málsmeðferðarreglna stjórnsýsluréttar í aðdraganda fundar i ns sem haldinn var 29. nóvemb er 2017. Málsatvik voru rannsökuð og þe gar talið var að málið væri fullnægjandi upplýst var efnt til fundar með stefnanda og honum kynnt málið eins og það horfði við yfirstjórn lögreglunnar . Þa nnig var andmælaréttar hans gætt og að auki tekið mark á því se m hann hafði fram að færa hvað málsatvik snerti . Nánari könnun málsatvika fór fram í kjölfar fundarins, og leiddi hún til þess að fallið var frá ráðagerðum um áminningu með vísan til meðalhófs. Þannig beitti fyrrum lögreglustjóri fullnægjandi starfsaðferðu m þegar hann lagði grunn að ákvörðun sinni um að finna að störfum stefnanda . Það að finna að störfum stefnanda , sem fyrrum lögreglustjóri mat að væru ekki leyst af hendi með fullnægjandi hætti , fellur undir lögbundið hlutverk lögreglustjóra samkvæmt 6. mgr . 6. gr. lögreglulaga , sem kveður meðal annars á um ábyrgð lögreglustjóra á framkvæmd lögreglustarfa innan síns embættis. Með hliðsjón af ofanrituðu eru engin efni til að gera athugasemdir við formlega afgreiðslu fyrrum lögreglustjóra við að hafa uppi aðfi nnslur við störf stefnanda. Hvað efnislega niðurstöðu snertir verður að leggja til grundvallar að ákvörðun fyrrum lögreglustjóra um að finna að störfum stefnanda var ekki byggð á þeim grunni að 12 stefnandi hefði ekki farið á vettvang umferðar óhappsins 8 . nóv ember 2017. Fyrrum lögreglustjóri tók það afdráttarlaust fram í framburði sínum fyrir dómi og eins ber hin skriflega ákvörðun þessu vitni. Breytir í þeim efnum engu þótt fyrrum yfirlögregluþjónn sæi málsatvik með öðrum hætti enda ákvörðunarvaldið á hendi lögreglustjóra. Að sama skapi breytir það ekki grundvelli ákvörðunar lögreglustjórans þó stefndi hafi haldið fast við það í þessu dómsmáli að stefnandi hafi ekki farið á vettvang. Þegar nánar er horft til tilkynningar lögreglustjórans um aðfinnslurnar þá e r þess fyrst að geta að hún er að hluta til byggð á hlutrænum atriðum sem ekki eru umdeild. Það liggur fyrir að stefnandi hefur í engu andmælt aðfinnslunum sem gerð ar voru við störf hans 15. ágúst 2017 sem slíkum . Hann hefur einungis byggt á því að á honum sé brotin jafnræðisregla þar sem það sem talið sé áfátt við framgöngu hans hendi marga lögreglumenn án þess að fundið sé formlega að störfum þeirra . Stefnandi hefur á hinn bóginn í engu freistað þess að færa sönnur á þessa r staðhæfingar og verða þær því e kki lagðar því til grundvallar að jafnræðisregla hafi verið brotin á stefnanda . Ekki verður heldur séð að möguleg vanræksla annarra lögreglumanna á starfsskyldum sínum réttlæti framgöngu stefnanda í þessum efnum . Þá liggur sú staðreynd fyrir að stefnandi g erði enga skýrslu vegna umferðar óhappsins . Lögreglumaður á fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra ritaði þær upplýsingar sem getur að líta í málaskrárkerfi lögreglu. Stefnandi hefur allt að einu mótmælt ávirðingum fyrrum lögreglustjóra sem röngum. Meðal þes s sem honum var borið á brýn var að hafa ekki tekið stjórn á vettvangi. Fyrir liggur að stefnandi var ekki staddur á vettvangi allan tímann frá því að tilkynning barst klukkan 7:12 fram til kl. 11:12 , er hann tilkynnti að vegurinn hefði verið opnaðu r . Engi n önnur löggæsluverkefni munu hafa verið til úrlausnar á þeim tíma í umdæminu sem kölluðu á athygli stefnanda. Augljós skoðanamunur birtist í málatilbúnaði stefnanda og tilkynningu lögreglustjóra um aðfinnslu r á því hvað fel i st í að taka stjórn á vettvangi. Stefnandi hefur sjálfur borið um það að hann hafi komið þrisvar á vettvang en fram kemur í endurriti samskipta hans við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra að hann hyggist aðspurður v ö ruflutningabifreiðarinnar og hafi lagt það í mat Vegagerðarinnar hvort veginum verði lokað . Í samtali við fjarskiptamiðstöðina gat h ann þess að hann myndi líta eitthvað þarna upp eftir til að sjá hvernig miðaði en það væri í sjálfu sér ekkert sem hann gæti gert þarna ef Vegagerðin væri búin að loka veginum. Þegar horft er til þessara r endursagnar á 13 ummælum stefnanda og þeirrar ferilvöktunar lögreglubifreiðarinnar sem þó skráðist þennan morgun er ljóst að stefnandi hefur ekki verið á vettvangi allan tíman n heldur töluverða stund innan þéttbýlis Þ . Fyrir liggur að stefnandi aflaði upplýsinga um skráningarnúmer og tegundarheiti vöruflutningabifreiðarinnar en engra frekari upplýsinga sem yfirstjórn lögreglunnar taldi nauðsynlegar . T il að mynda aflaði hann ekki upplýsinga um hver ökumaður vöruflutnin gabifreiðarinnar væri , kanna ði ekki ástand hans og ökuréttindi , aflaði ekki upplýsinga um farm bifreiðarinnar og ekki heldur upplýsinga um bifreiðina úr ökurita . Eng a r upplýsinga r lágu fyrir um staðhætti og aðstæður á slysstað . Ö kumaður bifreiðarinnar greindi lögreglumanni á fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra frá því , strax í kjölfar slyssins , að bifreið hans væri þannig staðsett á veginum að hún lokaði honum nánast . Sú frás ö gn er ekki í samr æmi við framburð stefnanda fyrir dóm i en hann bar um að bifreið i nni hefði verið lagt vel út í kant. Ljóst er þannig að ýmisle g t er óljóst um framgöngu stefnanda í tengslum við umferðaróhapp þetta og nokkurra mótsagna gætir. Af framburði þ eir ra lögregluvarðstjóra sem komu fyrir dóm mátti ráða að það færi eftir atvikum hversu ítarlega væri bókað um málsatvik í tilfellum sem þessum en fyrrum lögreglustjóri og fyrrum yfirlögregluþjónn voru afdráttarlaus í framburði sínum um nauðsyn þess að gera rækilega skýrslu í slíkum tilvikum . Þegar horft er t il lögbundinnar skyldu lögreglustjóra, sbr. 6. mgr. 6. gr. lögreglulaga , og fyrri fundar yfirstjórnenda með stefnanda þar sem beinlínis var gerð athugasemd við skýrslugerð af hálfu hans mátti stefnanda vera það ljóst að honum bar að gera skýrslu um mál þetta , jafn margþætt og það virð i st hafa verið . Má í því sambandi til dæmis nefna aðkomu verktaka til að bjarga tengivagninum upp á veg á ný og samskipti við tryggingafélag vöruflutningabifreiðarinnar og Vegagerðina vegna lokunar vegarins sem virðist hafa staðið í nokkrar klukkustundir því að stefnandi tilkynnti fjarskiptamiðstöð klukkan 11:12 að búið væri að opna veginn. Loks sýnist mega horfa til ítrek a ð ra samskipt a við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og þeirrar aðstoð ar sem stefnandi þáði hjá fjars kiptamiðstöðinni. Hefði stefnandi sinnt skyldu sinni til að gera skýrslu hefði ekki komið upp vafi um hvort hann hefði í raun farið á vettvang og hvort hann hefði gripið til fullnægjandi ráðstafana. Í því ljósi og þeirra ályktana sem draga má af þeim vísbe ndingum sem samskipti stefnanda við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa að geyma um framkvæmd verka stefnanda í tengslum við umferðaróhappið , er ekk i til efni 14 til að gera athugasemd við efni skriflegra aðfinnslna fyrrum lögreglustjóra við framgöngu s tefnanda í tengslum við umferðar óhappið 8 . nóvember 2017. Hvað varðar athugasemdir um að stefnandi hafi brugðist skyldu til að tilkynna lögreglustjóra um aukastarf liggur fyrir að stefnandi upplýsti fyrrum lögreglustjóra ekki um aukastarf sitt sem [ kennara ] fyrr en síðla í nóvember 2017 , eftir að fyrrum lögreglustjóri hafði óska ð ítrekað eftir staðfestingu hans á því að hann sinnti slíkri kennslu og að hann gerði það ekki þegar hann væri á vakt. Á fyrrgreindum fundi 29. nóvember gerði lögreglustjóri athugas emd við það að stefnandi hefði ekki fyllt úr sérstakt eyðublað til að tilkynna um aukastarf . S tefnandi vísaði til þess á hinn bóginn að hafa upplýst varðstjóra sinn um kennslustarfið og hann hefði síðan upplýst lögreglustjóra. Í kjölfar fundarins mun stefn andi svo hafa sent lögreglustjóra tilkynningu 4. desember 2017 um aukastarf , sem fyrrum lögreglustjóri tók afstöðu til formlega og sendi stefnanda tilkynningu þar að lútandi 14. desember 2017. Af hálfu lögreglustjóra var aukasta r fið e kki talið ósamrýmanleg t lögreglustarfi stefnanda svo fremi að það bitnaði ekki á vinnuskyldu í lögreglunni og því væri alfarið sinnt utan skyldu - og bakvakta. Í 2. mgr. 32. gr. lögreglulaga er kveðið á um skyldu lögreglumanns til að skýra lögreglustjóra frá því áður en hann tekur við launuðu starfi í þjónustu annars aðila . Jafnframt ber að skýra lögreglumanni frá því innan tveggja vikna ef slíkt starf telst ósamrýmanlegt stöðu lögreglumannsins og honum er bannað að gegna því. Samkvæmt ákvæðinu er unnt að b era slíkt bann undir ríkislögreglustjóra. Af lagaákvæðinu má augljóslega ráða að gert er ráð fyrir því að tilkynningu lögreglumanns verði að beina til lögreglustjóra með þeim hætti að forsendur séu til að gaumgæfa hvort starfið samrýmist starfi lögreglumanns en í þeim efnum m á vænta að bæði eðli starfsins og framkvæmd þess komi til skoðunar, eins og til dæmis hvort það skarist á við vaktir lögreglumanns. Þetta mátti stefnanda vera ljóst og að það væri ekki á valdi varðstjóra að afráða hvort kennslustarfið samrýmdist lögreglust arfinu og það að varðstjóri hefði nefnt það í símtali við lögreglustjóra væri ekki fullnægjandi tilkynning af hálfu stefnanda. Lögreglustjóra verða að berast upplýsingar sem gera honum unnt að taka upplýsta ákvörðun enda hefði niðurstaða um að synja stefna nda um að sinna starfinu verið kæranleg til ríkislögreglustjóra samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 32. gr. , eins og áður er getið . 15 Með hliðsjón af ofangreindu eru ekki efni til að gera athugasemd við það að fyrrum lögreglustjóri hafi beint aðfinnslum að stefnand a vegna síðbúinnar tilkynningar eftir ítrekaða eftirgangsmuni af hálfu fyrrum lögreglustjóra. Stefnandi féll frá viðurkenningarkröfu um ógreidd laun er byggði st á því að hin breyttu launakjör ættu rót að rekja til hinna skriflegu aðfinnslna . Í málflutningi var ekki vikið að því hvernig þessar ráðagerðir um breytingar launakjara gætu tengst ávirðingum er lutu fyrst og fremst að skýrslugerð af hálfu stefnanda þannig að engum forsendum er til að dreifa til að fallast á málatilbúnað stefnanda hvað þetta varðar . Það var innan stjórnunarheimilda fyrrum lögreglustjóra að finna að störfum stefnanda er hún taldi málefnalegar forsendur standa til. Slíkar aðfinnslur eru ekki til þess fallnar að hafa áhrif á starfsframa eða möguleika til framgan g s í starfi innan lögreglunnar ef starfsmaður bregst við og bætir ráð sitt. Aðfinnslur sem þessar hafa enda engar formlegar lögfylgjur í för með sér , gagnstætt áminningu samkvæmt 21. gr. sem er lögbundin n undanfari brottrekstur s samkvæmt 44. gr. laga um rét tindi og skyldur starfsmanna ríkisins , svo dæmi sé tekið . Þar sem fallist hefur verið á að forsvaranlegt hafi verið að fyrrum lögreglustjóri beindi skriflegum aðfinnslum að stefnanda í krafti stjórnunarvalds eru ekki forsendur til að fallast á kröfu stefna nda um miskabætur á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Verður stefndi því sýknaður af miskabótakröfu stefnanda. Þegar tekin er afstaða til kr afna málsaðila um málskostnað er óhjákvæmilegt að horfa til þess að stefndi hefur haldið fast við þann málatilbúnað að stefnandi hafi ekki farið á vettvang umferðaróhapps 8 . nóvember 2017 og það þrátt fyrir að hafa undir höndum upplýsingar, bæði um framburð framkvæmdastjóra verktakans og ágalla á ferilvöktun lögreglubifreiðarinnar , sem í það minnsta leiddu til vafa um hvort sú staðhæfing væri rétt. Þ essi málatilbúnaður stefnda er að auki í andstöðu við afstöðu og afgreiðslu fyrrum lögreglustjóra. Þá voru g ögn er lutu að þessum upplýsingum ekki lögð fram fyrr en eftir áskoranir af hálfu stefnan da eða eftir formlegar beiðnir á hans vegum um aðgang að gögnum frá embætti Ö . Þessi framganga gerði málarekstur stefnanda bæði torsóttari og umfangsmeiri en efni hefð u annars staðið til. Í þessu ljósi verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda hluta má lskostnað ar eins og í dómsorði greinir , sbr. b - og c - lið 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu stefnanda flutti Flóki Ásgeirsson lögmaður málið, en af hálfu stefnda flutti málið Ólafur Helgi Árnason lögmaður. 16 Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið , er sýkn af kröfu stefnanda , A . Stefndi greiði stefnanda 4 50.000 krónur í málskostnað. Björn L. Bergsson