Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11. janúar 2021 Mál nr. S - 6960/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Hafþór i Harðar syni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 17. desember sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 20. október 2020, á hendur Hafþóri Harðarsyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir f íkniefnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 26. mars 2019, í íbúð [...] í [...] í Reykjavík , haft í vörslum sínum 33,43 g af maríhúana, 75,06 g af kannabislaufum og 90 kannabisplöntur , sem ákærði hafði ræktað um nokkurt skeið fram til þess dags. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 , s br. reglugerð nr. 8 0 8/20 18. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 33,43 g af maríhúana, 75,06 g af kannabislaufum og 90 kannabisplöntum sem hald var lagt á samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 me ð síðari breytingum. Þá er krafist upptöku á þremur gróðurtjöldum, f im m tímarofum, sjö gróðurhúsalömpum, fimm viftum, einum hitamæli, tveimur vatnsdælum, einum barka, tveim ur loftsíum og fimm flöskum af gróðuráburði sem lögregla lagði hald á samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. sömu laga. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða 2 hafði verið gefin n kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 13. október 2020, á ákærði að baki sakarferil en hann hefur ekki áhrif við ákvörðu n refsingar í máli þessu. Við ákvörðun refsingar er litið til skýlausrar játningar ákærða á sakargiftum í málinu, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er einnig litið til þess er fram kom í máli verjanda ákærða þess efnis að ákærði hafi nú lokið vímuefnameðferð og sé virkur innan AA samtakanna sem samrýmist gögnum málsins. Ákærði hafi nú snúið til betri vegar í lífinu og iðrist þess mjög að hafa drýgt umrætt brot. Verður framangreint metið ákærða til refsimildunar. Á hinn bóginn verður metið ákærða til refsiþyngingar að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum sem ákærði hafði ræktað um nokkurt skeið fram til 26. mars 2019 . Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og að því virtu að ákærði hefur gengist g reiðlega við broti sínu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 33,43 grömm af maríhúana, 75,06 grömm af kannabislaufum og 90 kannabisplöntur, þrjú gróðurtjöld, fimm tímarofar, sjö gróðurhúsalampar, fimm viftur, einn hitamælir, tvær vatn sdælur, einn barki, tvær loftsíur og fimm flöskur af gróðuráburði, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 9 4.240 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ann an sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari fyrir Hauk Gunnarsson aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara , kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Hafþór Harðarson , sæti fangelsi í 90 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 3 Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 33,43 grömm af maríhúana, 75,06 grömm af kannabislaufum , 90 kannabisplöntur, þrjú gróðurtjöld, fimm tímarofar, sjö gróðurhúsalampar, fimm viftur, einn hitamælir, tvær vatnsdælur, einn barki, tvær loftsíur og fimm flöskur af g róðuráburði , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 9 4.240 krónur. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir