Deilt var um námur og náma-, vatns- og jarðhitaréttindi, síðastnefndu réttindin tvö umfram heimilisþarfir, í landi jarðarinnar Engjaness í Árneshreppi. Á grundvelli afsalsbréfs 30. janúar 1958 var viðurkennt að stefnandi, íslenska ríkið, væri eigandi réttindanna. Ekki var fallist á málsástæður stefnda fyrir því að afsalsbréfið hefði ekki gildi gagnvart honum. Annarri kröfu stefnanda var vísað frá dómi þar sem með henni þótti stefnt að sama markmiði.