A og B kröfðust þess að beiðni C, um að dómur áfrýjunardómstóls í Lúxemborg yrði lýstur fullnustuhæfur hér á landi, yrði hafnað, en málinu var skotið til héraðsdóms á grundvelli 43. gr. Lúganósamningsins eftir að héraðsdómur hafði áður áritað aðfararbeiðni C um heimild til beinnar aðfarar á grundvelli hins erlenda dóms. A og B reistu kröfur sínar á því að fullnusta dómsins fæli í sér brot á allsherjarreglu í skilningi 34. gr. Lúganósamningsins og bæri af þeim sökum að hafna beiðni C. Í úrskurði héraðsdóms var slegið föstu, með vísan til meginreglu Lúganósamningsins um bann við efnislegri endurskoðun erlendra dómsúrlausna og gagnkvæmrar viðurkenningu dóma, að þær málsástæður sem A og B tefldu fram kröfum sínum til stuðnings væru ekki þess eðlis að geta staðið í vegi fyrir áritun dómsins um aðfararhæfi fyrrgreindrar dómsúrlausnar. Var kröfum A og B því hafnað.