A og B höfðuðu mál gegn C vegna ummæla þess síðastnefnda í tölvubréfi til íbúðareigenda í húsinu G. Þeir kröfðust m.a. ómerkingar ummæla og miskabóta úr hendi stefnda auk refsingar. Í dómi héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að ummæli C um B hefðu falið í sér aðdróttanir í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga nr 19/1940 og voru ummælin ómerkt með vísan til 241. gr. sömu laga auk þess sem C var gert að greiða B nánar tilgreindar miskabætur. C var hins vegar sýknaður af kröfum A á grundvelli aðildarskorts, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem ekki var talið að hin ólögmætu ummæli hefðu beinst að A.