• Lykilorð:
  • Skjalafals

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness 23. nóvember 2018 í máli nr. S-532/2018:

Ákæruvaldið

(Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari)

gegn

Shpetim Mema

(Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður)

 

Mál þetta, sem dómtekið var 9. nóvember, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum, útgefinni 22. október 2018, á hendur Shpetim Mema, fæddum 14. nóvember 1999, „fyrir skjalafals, með því að hafa sunnudaginn 7. október 2018, framvísað við lögreglu, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í blekkingarskyni grísku kennivottorði nr. AM338857 á nafni Ionnis Lioumpis fd. 11. 04. 1991 í Grikklandi með útgáfudegi 29. september 2017, sem reyndist grunnfalsað, er ákærði kom í vegabréfaskoðun vegna flugs [...] til Dublin, Írlandi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Ákærði kom fyrir dóm og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann krefst vægustu refsingar sem lög leyfi og að ríkissjóður greiði þóknun skipaðs verjanda. Með játningu ákærða, sem fær stoð í gögnum málsins, telst hann sannur að sök og hefur unnið sér til refsingar en háttsemi hans er rétt færð til refsiheimildar í ákæru. Ekkert liggur fyrir í málinu um hugsanlegan sakaferil ákærða og verður miðað við að hann sé enginn. Í ljósi fastmótaðrar réttarframkvæmdar verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Ákærði verður dæmdur til að greiða þóknun verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 147.560 krónur með virðisaukaskatti, og 3.080 króna aksturskostnað verjandans en annar sakarkostnaður mun ekki hafa fallið til. Af hálfu ákæruvaldsins fór með málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari. Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

 

D Ó M S O R Ð

 

Ákærði, Shpetim Mema, sæti fangelsi í einn mánuð.

Ákærði greiði málsvarnarþóknun verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 147.560 krónur og 3.080 króna aksturskostnað verjandans.

 

Þorsteinn Davíðsson