Ákærði G var sakfelldur fyrir þjófnaðarbrot, vopnalagabrot og umferðarlagabrot og dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar. Ákærði T var sakfelldur fyrir þjófnaðarbrot og dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi en hann var talinn hafa rofið skilorð eldri dóms sem var tekinn upp.