Í málinu deildi aðilar um skaðabótaskyldu vegna slyss sem stefnandi varð fyrir þegar hún féll af baki í útreiðartúr á vegum stefnda, sem rak ferðaþjónustu og hestaleigu.. Málið var einnig höfðað gegn tryggingarfélagi stefndu á grundvelli ábyrgðartryggingar. Stefndu voru sýknuð þar sem ósannað þótti að starfsmenn fyrirtækisins hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Var því talið að slys stefnanda hafi verið óhappatilvik sem stefndu gætu ekki borið ábyrgð á
Ákærði, sem játaði brot sín, dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nytjastuld og umferðarlagabrot.
Ákærðu sem játuðu brot sín dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og auðgunarbrot. Var um að ræða hegningarauka við fyrra dóma.
Samlagsfélag í eigu fasteignasala höfðaði mál á hendur stefnda til þess að fá greiddan kostnað vegna gagnaöflunar í tengslum við fyrirhugaða sölu á íbúðum stefnda. Talið var að fasteignasalinn hefði gert söluumboð við stefnda í nafni fasteignasölunnar þar sem hann starfaði. Fasteignasalan var því talin eiga kröfu á hendur stefnda en ekki fasteignasalinn sjálfur. Stefndi var því sýkn af kröfu stefnanda. Vegna fyrirmæla 3. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991 var stefndi dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað.
Stefndi, íslenska ríkið, sýknað af kröfu stefnanda um miskabætur vegna handtöku og töku lífsýnis. Talið var að stefnandi hefði sjálfur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á.
Dómurinn taldi að tjónþoli hefði þurft að leita liðsinnis lögmanns til þess að ná fram bótum úr slysatryggingu launþega sem vinnuveitandi hafði keypt hjá tryggingafélagi. Félagið dæmt til þess að greiða tjónþola þennan kostnað.
Stefnandi var talinn hafa, af vítaverðu gáleysi, skemmt bifreið sem hann hafði tryggt með kaskó-tryggingu hjá stefnda. Stefndi var því sýkn af þeirri kröfu stefnanda að bótaskylda stefnda vegna þess tjóns sem varð á bifreiðinni yrði viðurkennd.
Stefnandi krafðist bóta vegna tveggja mála þar sem hann hafði verið handtekinn. Í öðru tilvikinu var kröfu stefnanda hafnað þar sem hann var talinn hafa stuðlað að þeim aðgerðum sem leiddu til þvingunaraðgerða af hálfu lögreglu. Í hinu tilvikinu var fallist á bótarétt stefnanda þar sem talið var ósannað að hann hefði með háttsemi sinni stuðlað að aðgerðunum sjálfum.