Héraðsdómur Suðurlands D Ó M U R Héraðsdóms Suðurlands þriðjudaginn 9. apríl í máli nr. S - 218/2018: Ákæruvaldið (Elimar Hauksson fulltrúi) gegn Jóni Gunnþórssyni (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Mál þetta, sem þingfest var 8. nóvember sl. og dómtekið miðvikudaginn 20. mars sl., er höfðað með tveimur ákæruskjölum lögreglustjórans á Suðurlandi, á hendur Jóni Gunnþórssyni. Annars vegar er mál þetta höfðað með ákæru þann 2. októ ber sl., á hendur ákærða, I. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi sunnudagsins 15. apríl 2018, ekið bifreiðinni um Þorlákshafnarveg, sunnan Eyrarbakkavegar í Sveitarfélaginu Ölfusi , sviptur ökurétti ævilangt og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns, metamfetamíns, tetrahýdrókannabínóls og kókaíns. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. umferðarlaga nr. 50, 19 87, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga.(318 - 2018 - 3419) II. fyrir húsbrot, nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi miðvikudagsins 18. apríl 2018, í heimildarleysi og óleyfi farið inn um ólæsta hurð að A og tekið þar ófrjálsri hendi kveikjul ásarlykla [ sic ] af bifreiðinni sem voru í forstofu hússins og notað lyklana til þess að taka bifreiðina í heimildarleysi og aka henni í kjölfarið frá bifreiðastæði hússins að B , þaðan suður C og inn D , sviptur ökurétti ævilangt og óhæfur til að st jórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns, metamfetamíns og tetrahýdrókannabínóls. 2 Teljast brot ákærða varða við 231. gr., 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. sömu laga.(008 - 2018 - 6584) III. fyrir líkamsárás með því að hafa, að kvöldi mánudagsins 23. apríl 2018, í stofu á þáverandi heimili sínu að E , veist að F , með hnefahöggum, tekið hann kyrkingartaki og þrengt að hálsi hans; og me ð því að hafa skömmu síðar sama kvöld í bifreiðinni sem ekið var af G , frá F og í átt að Selfossi aftur veist að E þar sem hann sat í aftursæti bifreiðarinnar og rekið kylfuenda hafnarboltakylfu í andlit hans. Teljast brot ákærða varða við 217. gr. al mennra hegningarlaga nr. 19, 1940.(318 - 2018 - 3697) IV. fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, að kvöldi þriðjudagsins 24. apríl 2018, á heimili sínu að F , haft í vörslu sinni samtals 14,45 g af amfetamíni, 1,37 g af tóbaksblönduðu maríhúana og 0,60 g af maríhúana en umrædd efni fundust við húsleit lögreglu á heimili ákærða í kjölfar handtöku hans vegna atvika þeirra er greinir í þriðja ákærulið. Telst brot ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum.(318 - 2018 - 3697) Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 10 1. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum, til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum (efnaskrá lögreglu nr. 37757) samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og til greiðslu alls sakarko Við þingfestingu málsins þann 8. nóvember sl., var lögð fram framhaldsákæra útgefin þann sama dag, þar sem aukið var við framangreinda ákæru með þeim hætti að við bættist: er af hálfu E , krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð kr. 2.000.000 ásamt vöxtum 3 samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. apríl 2018 til þess dags þegar liðinn er mánuður frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að Þórður Már Jónsson, lögmaður, verði skipaður réttargæslumaður brotþola [ sic ] og að ákærði verði dæmdur til að greiða hæfilegan kostnað vegna réttargæslu samkvæmt ákvörðun dómsins, sbr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 217. gr. laga nr. 88/2008. Verði dómurinn ekki við þeirri kröfu að skipa brotaþola réttargæslumann er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða lögmannskostnað brotaþola við að koma bótakröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæ slu við meðferð málsins fyrir dómi samkvæmt tímaskýrslu og málskostnaðarreikningi sem lögð verða fram við meðferð málsins. Krafan er gerð með vísan til 1. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Auk þess er krafist virðisaukaskatts af málflutni Þann 20. mars sl., var þingfest mál dómsins nr. S - 72/2019 og það sameinað máli þessu, en það var höfðað með ákæru lögreglustjóra þann 11. mars sl., á hendur ákærða, með því að hafa, að kvöldi miðvikudagsins 9. janúar 2019, ekið bifreiðinni um Engjaveg á Selfossi, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns (amfetamín í blóði 125 ng/ml). Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a umfe rðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum og til greiðslu alls 4 Við fyrirtöku málsins þann 20. mars sl. óskaði sækjandi breytingar á skipuðum verjanda sínum, Guðmundi St. Ragnarssyni lögmanni. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruskjölum, að virtum framangreindum bre ytingum. Þá samþykkti ákærði framkomna bótakröfu hvað varðar bótaskyldu, en mótmælti fjárhæð kröfunnar sem of hárri. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjala. Með vísan til 1. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. a. lið 2. tl. 1. mgr. 242. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ber að vísa frá dómi þeim hluta ákæruliðar II, í ákæru dagsettri 2. október sl., er varðar brot á 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti er sannað að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærum og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði sautján sinnum áður sætt refsingu þar af sex sinnum vegna aksturs sviptur ökurétti, fimm sinnum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og þrívegis vegna ofbeldisbrota. Þann 2. maí 2008 var ákærða gerð sekt meðal annars vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Með vísan til 1. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 in fine ¸hefur framangreint brot ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Þann 22. maí 2008 var ákærði fundinn sekur um brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þann 17. nóvember 2009 var ákærði fundinn sekur um brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þann 9. janúar 2014 var ákærði fundinn sekur um brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þann 4. júlí 2014 var ákærði meðal annars fundinn sekur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þann 5. maí 2015 var ákærða meðal annars gerð sekt vegna aksturs sviptur ökurétti. Þann 18. júní 2015 var ákærða gerð sekt meðal annars vegna aksturs sviptur ökurétti sem og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þann 8. októbe r var ákærða gerð sekt vegna aksturs sviptur ökurétti. Þann 17. desember 2015 var ákærða gerð fangelsisrefsing meðal annars vegna aksturs sviptur ökurétti sem og akstur undir áhrifum fíkniefna og 5 hann jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Þann 9. desember 2 016 var ákærða gerð fangelsisrefsing vegna aksturs sviptur ökurétti. Loks var ákærða þann 18. september 2017 gert að sæta fangelsi meðal annars vegna aksturs sviptur ökurétti og aksturs undir áhrifum fíkniefna og hann sviptur ökurétti ævilangt. Þann 9. feb rúar 2018 var ákærða veitt reynslulausn, skilorðsbundið í tvö ár, af eftirstöðvum fjögurra dóma, samtals 255 daga. Við rannsókn máls þessa fór ákæruvaldið fram á að ákærða yrði gert að afplána framangreindar eftirstöðvar og var fallist á það með úrskurði d ómsins þann 25. apríl 2018, sem staðfestur var í Landsrétti þann 3. maí 2018. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Að virtum sakaferli ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Með vísan til dómvenju, sem og að virtum sakaferli ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 101. og 102. gr., þó einkum 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að árétta ævilanga sviptingu ökuréttar ák ærða. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirlitum lögreglu samtals 639.710 kr., auk þóknunar skipaðs verjanda ákærða sem er hæfilega ákveðin 1.054.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts auk ferðakostnaðar verjanda sem nemur 72.600 kr. Með brot um sínum hefur ákærði bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþola, en ótvírætt verður að telja að í háttsemi hans gagnvart honum felist ólögmæt meingerð í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir hæfilegt að ákærði greiði brotaþola 150.000 kr. í misk abætur og skulu bæturnar bera vexti og dráttarvexti eins og greinir í dómsorði. Við þingfestingu málsins var hafnað kröfu brotaþola um skipun réttargæslumanns, en rétt þykir að ákærði greiði brotaþola málskostnað, sem er hæfilega ákveðin 100.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Vísað er frá dómi þeim hluta ákæruliðar II, í ákæru dagsettri 2. október 2018, er snýr að meintu broti ákærða gegn 231. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. Ákærið, Jón Gunnþórsson, sæti fangelsi í tólf mánuði. 6 Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 14,45 g af amfetamíni, 1,37 g af tóbaksblönduðu maríhúana og 0,6 g af maríhúana, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 37757. Ákærði greiði sa karkostnað samtals 1.766.310 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 1.054.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnað verjanda 72.600 krónur. Ákærði greiði E , miskabætur að fjárhæð kr. 150.000 ás amt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. apríl 2018 til 18. júlí 2018, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 100.000 krónur í málskostnað, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason.